Tindferð 144
Smjörhnúkar og Tröllakirkja Hítardal
laugardaginn 3. júní 2017


Ein fegursta fjallgönguleið sem gefst
Smjörhnúkar og Tröllakirkja
í Hítardal
í dásemdarveðri og skyggni allan tímann

Mergjuð ganga um Smjörhnúka og Tröllakirkju í Hítardal var laugardaginn 3. júní
í blíðskaparveðri og skyggni eins og það best getur orðið...
enn einu sinni á árinu í fullkominni tindferð sem krefst þess eins og hinar
að fá vera á hinum margfræga ToppTíuLista :-)

Þetta var í annað sinn sem við gengum á Smjörhnúkana í þessum klúbbi...
og þriðja sinnið sem við gengum á Tröllakirkju í Hítardal
en fyrri ferðir voru farnar þann 6.ágúst 2011
á bæði fjöllin í blíðskaparveðri og skyggni
eins og þennan dag
og fyrsta ferðin var farin undir leiðsögn Jóns Gauta Jónssonar sem þá vann hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
en sú ferð var 11. október 2009 og þá voru Smjörhnúkarnir ekki færir, veðrið ekki með besta móti og skyggnið síðra en síðari ferðir :-)

Nú var hins vegar sól og blíða... spáð úrkomubeltum yfir svæðið þegar liði fram eftir degi en í þessari spá getur brugðið til beggja vona og verið sólríkara og heiðskírara en spáin segir til um og öfugt... við lentum sem betur fer sólarmegin þennan dag...

Flottur hópur á ferð og ný blanda af göngumönnum þar sem nú voru óvenju margir sem við þekktum ekki...
fjórir gestir og tveir nýliðar innan um klúbbmeðlimi sem þekkja hvor annan út og inn og gefur ferðunum okkar heimilislegan stíl almennt...
en gestirnir voru Ásta, Björgólfur og Corinna sem gengið hafa með ýmsum hópum í gegnum tíðina, Arngrímur sem æfir fyrir Grunnbúðir Everest ó október á þessu ári með gönguhóp 365 og svo nýliðarnir Herdís og þóranna sem mætt höfðu á Kerhólakamb og Laugagnípu til að máta sig við hópinn en Herdís stjórnar gönguhóp hjá Vodafone... sum sé allt fólk sem gengið hefur áður með ýmsum hópum og stóðu þessar óþekktu breytur sig með ágætum og blómstruðu með okkur þennan dag :-)

Smjörhnúkarnir sjást frá þjóðveginum... og Tröllakirkjan felur sig meira á bak við... en tignarlegt vestasta hornið á Smjörhnúkum er ansi illfært að sjá úr fjarlægð svo maður sýpur alltaf smá hveljur þegar ekið er inn að Hítardal... en við fullvissuðum alla um að þetta fjall væri vel fært... og minntumst þess hvernig við kyngdum efanum sjálf árið 2011 þegar við vorum að ganga á hnúkana í fyrsta sinn og vissum í raun ekki nægilega vel hvort leiðin væri fær alla leið...

Gengið var upp grasbalann og inn með ánni upp á grýttar lendurnar neðan við Smjörhnúkana... ef Smjörhnúka skyldi kalla þar sem á korti eru þeir nefndir "Smjörhnúkur" í eintölu sem passar vel þegar litið er upp á fjallið neðan frá en á engan veginn við þegar komið er upp á hnúkinn þar sem hvassir tindarnir rísa hver á fætur öðrum eftir öllum brúnunum... og norðar er svo fjall nefnt "Smjörhnúkar" í fleirtölu... fjall sem betur mætti vera í eintölu... svo það er spurning hvort menn hafi ruglast í kortagerðinni... og jafnvel svo að Tröllakirkjan ætti að vera nafn allra þessara tinda og sá vestasti eingöngu nefndur sér sem hluti af kirkjunni... já, það er spurning hvað heimamenn segja við þessu...

Byrjun júnímánaðar er alltaf töfrandi og sérstakur tími... sumarið allt í einu komið þó skaflar liggi í giljum og hvilftum... sólin svo hátt á lofti og allt að kvikna og vakna til lífsins í náttúrunni...

... einstakur tími sem nauðsynlegt er að nýta til að ná sér í sumarlega göngu
og forðast snjóinn sem mest því vetrartíminn er sannarlega nógu langur...

Allir í sólskinsskapi og með von í brjósti um að við fengjum þessa veðurblíðu allavega eftir hnúkunum...
svo mátti rigna eldi og brennisteini fyrir okkur...

Gullfalleg fossaröð si svona niður með ónefndri á ofan af heiðinni austan við Hítarvatn... Ísland í dag...

Við tókum smá útúrdúr upp með henni til að njóta...

... áður en við beygðum í áttina að Smjörhnúkunum...

Já, það var þess virði...

Hvílík veðurblíða og sumarfegurð þennan dag...

Nú tóku snarpar brekkurnar við upp að þessum hrikalega tindi sem við höfðum mænt á frá því við keyrðum inn að Hítarvatni...
þetta leið saklausara út en úr fjarlægð en þetta var nú bara fyrsta klettabeltið af nokkrum þarna upp...

Við máttum ekki mikið fyrr vera á ferðinni... í raun of snemma en mild veðurtíð í vetur leyfði okkur að vera þarna á ferli í byrjun júní... annars mælum við með að ganga ekki þessa leið fyrr en í júlí eða ágúst þegar minna er af snjósköflum til að milda útsýnið :-)

Litið til baka niður að Hítarvatni... frost farið úr jörðu en moldin frekar hörð engu að síður...

Júnísólin maður minn... sjá tindinn þarna ofar með snjóskaflinn vinstra megin...
 við vorum búin að mæla út að við gætum sniðgengið hann ef hann skyldi vera of harður til að spora út...

Sést betur hér... hornið sjálft snjólaust og þar ætluðum við að klöngrast upp í fínum klettum minnug þeirra frá því síðast...

Batman var alveg í stíl við Smjörhnúkana og fékk sérmynd af sér...
en Arngrímur tók mergjaðar myndir þennan dag og meðal annars af Batman :-)

Kominn tími á nesti og við ákváðum að fara upp næsta belti og borða þar...

Sólin vermdi allt og við vorum í skínandi góðum málum... Grafheiðartindur hér hægra megin á mynd...
Kolbeinsstaðafjall með Tröllakirkjuna sína þar og Hrútaborgina svipmikla og tindana tvo þar á milli sem við klöngruðumst upp
þegar við gengum á Hrútaborgina... báðar þessar ferðir farnar að vetrarlagi og gleymast aldrei sökum ægifegurðar...

Smá snjóskaflar farnir að koma við sögu en mjúkir og fínir í sumarhitanum...

Tindabrúnirnar farnar að blasa við og veislan sem var framundan...

Komin í talsverða hæð og farin að sjá inn allan Þórarinsdalinn...

Sjá hörfandi snjóskaflana lungamjúka og eftirgefanlega...

Örninn flaug upp þetta klettabelti meðan við borðuðum nesti neðar og kannaði ástandið...
fínt færi að hans sögn og hann fór því aftur niður og sótti okkur...

Mjög falleg leið upp þennan hrygg áður en sjálfar brúnirnar tóku við... þessi leið er alger veisla...

Klettabeltið er svolítið klöngur en alltaf gott tak og fært öllum sem vanir eru að klöngrast eitthvað...

Mosinn og grjótið gáfu gott hald og hér var engin hálka svo þetta slapp mjög vel...

Litið til baka á síðustu menn sem Örninn sótti meðan Báran fylgdi síðustu mönnum af miðhópnum upp...

Sjá hvernig snjóskaflinn liggur að horninu... við máttum eki vera mikið seinna á ferðinni...
fínt að vera þarna í mjúkum snjóskafla samt... en ekki ef hann er harður eða það er glerhálka...

Ofar var smá meira klöngur áður en við vorum komin alla leið upp...

 

Útsýnið til suðsuðvesturs niður að sjó...

Fyrsti tindurinn af mörgum þennan dag í sjónmáli síðustu manna... við heyrðum fögnuð hinna glymja um fjallið...

Fagurt var það og einstakt að ná þessu í þessum fallega skyggni og fagra himni
þar sem mildin kemur með skýjunum og varla gola á vanga þarna uppi... lygnt, hlýtt og sólríkt... hvílíkt lán með veður !

Lambahnúkar næst vinstra megin og Smjörhnúkar og Hálfdánarmúli fjær...

Sjá leiðina upp hornið alla leið niður nánast...

Sýnin þegar komið var upp á fyrsta tindinn af nokkrum... vá, þetta var lygilega fagurt...
og gleðin skein af hverjum manni...

Jú, tökum hópmynd hér...

Landslagið svo stórt að það gleypti hópinn eins og síðast... þjálfari ætlaði sko þvílíkt að ná góðri hópmynd í þessari ferð...
það skyldi takast !... en það er meira en að segja það greinilega :-)

Við tók tæplega 2ja kílómetra kafli þar sem hver tindurinn á fætur öðrum reis upp af brúnunum...

... og við röktuðum okkur eftir þeim öllum...

Batman er fótviss hundur eins og aðrir Toppfarahundar og reyndi að halda vel utan um hjörðina sína...

Mögnuð sýn eftir Smjörhnúkunum...

Hópurinn þéttur öðru hvoru en það var stundum erfitt að slíta sig frá dýrðinni og halda áfram...

Útsýnið ofan af þessum tindum var með ólíkindum í allar áttir...

Björn höfðingi... hikar aldrei... mætir alltaf þegar hann getur... náð ótal mörgum ómetanlegum göngum með okkur...

Hver sekúnda var ævintýri... það hefði verið hægt að taka endalausar myndir þennan dag...

Stundum þurftum við að lækka okkur milli hnúka...

Þessi kafli var erfiðastur... hér þurfti að fara um skarð á milli og það var ansi bratt...

Eini kaflinn sem er eitthvað tæpur á allri þessari leið en samt fær öllum sem fara varlega...

Þórarinsdalur hægra megin... Hafradalur vinstra megin...nafnlaus múlinn á milli ef marka má MapSource...

Gott hald í berginu og leirnum og mosanum en bratt á köflum svo best var að halla sér vel að fasta landinu...

Litið til baka frá fremstu mönnum að þeim síðustu þar sem sést vel hvernig leiðin liggur að skarðin og svo upp aftur...

Hjálparhöndin uppi hjá öllum og við töluðum og studdum hvort annað í gegnum klettabeltið...

Komin lengra frá skarðinu hér...

Fínasta leið upp hinum megin upp úr skarðinu...

Svona klöngur er best að æfa reglulega á þriðjudögum eins og við reynum að gera svo maður sé öruggur þegar við lendum á svona kafla í tindferðunum þar sem lítill möguleiki er á að snúa við á eigin vegum og maður verður að láta sig hafa það...

Komin öll yfir og allir fegnir... og himinlifandi með að geta haldið áfram för eftir brúnunum...

Aftur upp á næsta tind hinum megin við skarðið...

Talsverð hækkun þar sem við lækkuðum okkur milli hnúkanna í skarðinu...

Litið aftur til baka til að átta sig á leiðinni... þarna fórum við um... já, svolítið bratt...

Sjá glitta hér í Háleiksvatn þarna uppi á heiðinni varðað tindum allan hringinn eins og gígur...
væri gaman að ganga þarna einhvern tíma... enn vetur þarna uppi...

Hvílíkur staður til að vera á !

Bratt í mosanum en gott hald í honum :-)

Sætur sigur á svipmiklum brúnum sem gleymast aldrei...

Útsýnið af þessum tindi til baka yfir leiðina sem var að baki... hvílík leið !

Gerður ofurkona... búin að ganga og ferðast um allt á íslandi og erlendis... sú þyrfti að gefa út ferðabók...
Ef einhver á að gera það þá er það hún !

Já, gleðin var svo sannarlega við völd þennan yndislega dag :-)

Það sem var framundan var ekkert síðra en það sem var að baki... þetta var lygilegt landslag...

Hópmynd hér á miðri leið um Smjörhnúka... það var ekki hægt annað !

Myndatökumaðurinn :-)

Þórarinsdalur og brekkan niður af hnúkunum...

Við héldum veisluhöldunum áfram inn eftir...

Kyngimagnað landslag... Ingi kominn á undan að taka mynd af hópnum koma upp...

Sjá snjómagnið í norðurhlíðunum... vetur þeim megin og sumar sunnan megin...
Tröllakirkjan sjálf farin að sjást vel vinstra megin aflíðandi bunga...

Hafradalur hér fjær og Baula ber við brekkurnar vinstra megin... ásamt Eiríksjökli og Okinu o.fl.

Litið til baka... þessi mynd fékk að taka við á Toppfarar.is fésbókinni :-)

Sólin kom og fór í háskýjaða veðrinu og aldrei fór skyggnið þennan dag...

Allir glaðir með að vera nákvæmlega þarna á þessari stundu...

Fagnað á hverjum tindi en enginn þeirra var eins...

Skyndilega skreið inn þokuskýjaslæðingur og ógnaði Smjörhnúkum...

... vorum við í alvöru að missa útsýnið... en svo fór hún ekki lengra og leystist bara upp eins og manni finnst svo oft gerast í nákvæmlega þessu veðri... sólin hefur einfaldlega vinninginn á svona degi... þar sem hún nær nánast alveg að eyða skýjunum og skúrunum...

Við fengum okkur núna annan matartíma og nutum þess að sitja á þessum brúnum...

Gerður spáði í örnefnin enda búin að ganga þetta meira og minna allt saman gegnum árin...

Síðasti hlutinn af Smjörhnúkum var eftir... og svo Tröllakirkjan sjálf... við máttum ekki vera að hangsa svona :-)

Ansi mikill snjór á svæðinu miðað við að júníferðin er gagngert valin sem sumarferð á hásumri
þar sem næsta tindferð er ekki fyrr en í ágúst nema aukatindferðaandinn komi yfir þjálfara í júlí :-)

Við tók öðruvísi landslag þennan síðasta kafla...

Litið tilbaka á Hafnarfjallið og Skarðsheiðina lengst í burtu og smá glitterí í Langavatn vinstra megin...

Sjá skýjafarið þennan dag...

Litið til baka... hér lækkuðum við okkur fyrir síðustu hnúkana...

Klettaborgarlegt var það í lokin...

... og gaman að rekja sig eftir þeim alla leiðina...

Heilu drjólarnir á þessum kafla...

Doddi stóðst ekki mátið og skaust niður að þessum og fékk mynd af sér :-)

Hann fór þennan fína skafl hér... þeir koma sér stundum ægilega vel þessir þrjósku snjóskaflar sem hanga inni fram í júlí :-)

Hér þurfti að fara utan í brúnunum en það var vel fært... stelpurnar héldu að Örninn hefði flogið upp á brún hér og skilið alla eftir...
en þá var hann og fleiri bara komin aðeins lengra eftir brúnunum...

Mýkri mosi og mildara landslag á þessum kafla...

... en ævintýralegt engu að síður...

Við sem vorum aftast rétt að lenga og misstum af Dodda skjótast þarna niður eftir...

Magnaður staður til að vera á...

Nú var Tröllakirkjan í seilingarfjarlægð og mál að koma sér þangað úr því skyggnið var ennþá svona gott...

Nú voru þessar snarbröttu brúnir brátt að baki...

.... og mildar brúnir eftir niður að kirkjunni...

En.. þetta var ekki búið... þessi kafli var ekki síðri en fyrri tveir...

Og hér sáum við brúnirnar sem við vorum búin að rekja okkur eftir alla leið...

Ótrúlega falleg leið sem er synd að fleiri fari ekki...
ekki hægt annað en mæla með þessum fjöllum við alla sem ekki eru að glíma við mikla lofthræðslu...

Fínustu kindagötur á þessum kafla...

Sjá dýrðina til baka...

Síðasti Smjörhnúkurinn...

Farið að vera fært niður í dalinn...

Hvílíkar myndir sem teknar voru þennan dag...

Á svona degi... með himininn fullan af skýjahnoðrum sem samt skyggja einhvern veginn lítið sem ekkert á sólina... er best að taka myndir... mun betra en í alveg heiðskíru veðri þar sem ofbirtan verður of mikil... og hlýjindin og lognið fylgja þessu yfirleitt svo þetta er allra besta veðrið...

Jæja... einn Smjörhnúkurinn enn eftir...

Sjá Lambahnúka vinstra megin og hina Smjörhnúkana fyrir miðri mynd ásamt Hálfdánarmúla... löng aðkoma að þessum fjöllum en væri gaman að skoða þau síðar... að sögn Kristjönu Bjarnadóttur fjallakonu með meiru og bloggara þá er landslagið þarna ægifagurt og kemur á óvart - sjá síðuna hennar hér:

Þarna fórum við ! Maggi Toppfari og gestirnir Björgólfur og Ásta Þorleifs :-)

Jæja... niður og yfir á Tröllakirkju...

Létt klöngur sem var ekkert eftir það sem á undan var gengið...

Við sniðgengum í raun þennan síðasta... og héldum niður að skarðinu til að hækka okkur aftur upp á kirkjuna...

Brakandi sumarfæri...

Litið til baka... svona er landslag oft magnað í nærmynd en lætur lítið yfir sér úr fjarlægð...

Úr skarðinu hækkuðum við okkur aftur án þess að hika...
úsanna sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði sleppti þessum síðasta tindi dagsins og hélt af stað niður í dalinn í rólegheitunum...

Komin upp á heiðina á Tröllakirkju þar sem Smjörhnúkarnir tóku að blasa við allir saman...

Snjóhengjurnar að bráðna... sjá hvernig maður getur fallið milli kletts og skafls...

Litið niður í Hítardalinn með Geirhnúkinn í skýjunum allan daginn... hann sást aldrei.. en Helgufellið var flott að sjá...

Smjörhnúkarnir séðir frá efsta tindi Tröllakirkjunnar... já það er spurning hvað heitir hvað í þessu öllu saman...

Útsýnið til austurs að Eiríksjökli, Langjökli, Oki, Þórisjökli, Geitlandsjökli, Skjaldbreið, Botnsúlum, Hvalfelli
og svo Esjunni, Skarðsheiði og Hafnarfjalli meðan annars...

Hítarvatnið og hey ! Geirhnúkur losaði sig aðeins við skýin hér ! ... við eigum hann alltaf eftir...

Útsýnið niður í Breiðafjörðinn þar sem Búðardalur blasti meðal annars við ofan af Smjörhnúkunum... magnað alveg...

Norðurlandið sjálft og Tröllakirkja á Holtavörðuheiði ásamt fleiri fjöllum eins og Snjófjöllum og Baulu...

Með Smjörhnúkana í baksýn...

Ísleifur, Björgólfur gestur, Njóla, Björn Matt., Ásta gestur, Þóranna, Maggi, Örn, Corinne gestur.
Ólafur Vignir, Doddi, Arngrímur gestur, Ingi, Gerður Jens., Herdís og Rósa
með Batman til hliðar og Bára tók mynd :-)

Svo var að koma sér til baka... smá áhyggjur af Súsönnu sem hafði sleppt þessum tindi
og lagt í rólegheitunum af stað niður eftir dalnum...

Fegurðin og veðrið enn allt um lykjandi í dýrðarinnar útsýni...

Já, þarna gengum við... eftir öllum þessum brúnum... frá upphafi til enda beggja vegna...

Bláminn á þessum bjartasta tíma ársins er einstakur...
það er nauðsynlegt að fara í eina góða göngu um hásumarið áður en daginn tekur aftur að stytta...
þetta er einstakur árstími...

Við skimuðum um allt eftir Súsönnu... þjálfara líkar það illa að skipta hópnum enda sjaldan
sem það er gert en þetta var skynsamleg ákvörðun hjá henni enda er hún mjög sjálfstæður og reynslumikill göngumaður...

Herdís og þóranna eru frábær viðbót við hópinn okkar... dúndurgöngumenn og gleðin drýpur af þeim öllum stundum...

Ju, þarna var Súsanna á undan okkur... og við gengum í humátt á eftir henni...

Hífuð eftir tinda dagsins röltum við þessa bakaleið sem var samt ansi löng...

Þurftum að þvera nokkra skafla og hér ríkti blíðan enn meira og spjallið sem einkennir bakaleiðirnar fór á fullt...
gaman að spjalla við gestina sem komu með ný sjónarhorn á tilveruna og fjallapælingar
enda þaulvant útivistarfólk sem hefur marga ausuna sopið :-)

Litið til baka upp hlíðina að skarðinu milli Smjörhnúka og Tröllakirkju...
það hefði verið hægt að fara niður hinum megin um langa skafla en það var kuldalegri leið
og við völdum sumarlegu hliðina á Smjörhnúkunum frekar :-)

Brakandi blíða var rétta orðið... sjá skúraleiðingarnar sem gengu yfir suðurlandið lengst í fjarska á myndinni...
við keyrðum inn í þessa skúri á leið heim eftir þessa göngu og áttuðum okkur þá enn frekar á því hversu lánsöm við vorum með veðrið þennan dag því í bænum var skítakuldi og vindur... ekkert í líkingu við sumarblíðuna sem ríkti í uppsveitum Vesturlands þennan dag...

Everest og K2 í umræðunni... sumarferðir og utanlandsferðir... fjallabak og Lónsöræfi... endalaust hægt að spá og spekúlera :-)

Komin neðar og utar í dalinn... Tröllakirkjan í baksýn...

Hamrabeltið neðan við Smjörhnúkana komu á óvart... vorum búin að gleyma þessari sýn...
ekki einfalt að komast upp og niður þessa hnúka nema á sérvöldum stöðum...

Sumarið bókstaflega spriklaði niður dalinn og við gengum niður í brakandi hitann...

Áttum samt eftir að lækka okkur heilmikið þegar hér var komið og okkur fannst við vera eiginlega komin niður...

Þurftum að klöngrast gegnum klettabeltið og menn fundu sér fleiri en einn stað til að fara hér niður
en eftir á að hyggja er betra að fylgja læknum og fara þar niður heldur en að halda út eftir með hnúkunum...

... en þetta var bara hressandi svona í lokin áður en straujið tók við í lokin :-)

Sjá gilið sem líklega er best að fara niður um... en kannski ekki... þurfum að prófa það áður en við getum fullyrt það...
stundum er grasið ekkert grænna hinum megin :-)

Minnti svolítið á klöngrið sem við lentum í á leið til baka ofan af Vestursúlu þegar við gengum á allar Botnssúlurnar fimm í lok júní 2012
en þá þurftum við að klöngrast talsvert meira en þetta og tæpara... sú ferð er enn í topp fimm hjá þjálfurum...

Litið til baka upp eftir Smjörhnúkunum á klettabeltið sem liggur niður í dalinn... ekki einfaldasta yfirferðin...

Og í hina áttina... jú, best að fara þarna í gilinu hinum megin við klettana...

Eftir bröltið var hópurinn þéttur neðar og þriðja og síðasta nestispásan tekin í sól og blíðu...

Litið til baka... magnað landslag þarna...

Svo fór hver á sínum hraða út eftir í átt að bílunum... sem fyrr langdregnara en mann minnir... eða hentar reyndar kannski frekar...
óþolinmæðin að komast í bílana og keyra heim í sæluvímunni til að komast í sturtu, borða góðan mat og melta ferðina einkennir alltaf
allra síðasta kaflann...

Brátt kom dýrðin sem var að baki aftur í ljós...

Þórarinsdalur...

Nokkrir lækir og nokkur gil... brekkur og grasbalar...
Hrútaborgin svipmikil og Tröllakirkjan í Kolbeinsstaðafjalli í fjarska vinstra megin...

Mjög fallegt fjallið sunnan við Hítarvatn en það heitir Hólmur og þá dettur áhuginn alltaf smá niður...
skömm að segja frá því... en nöfnin virðast kveikja smá eða slökkva smá löngunina til að sigra viðkomandi fjall...

Fjallgarðurinn allur sunnan við Smjörhnúkana eru ósigraðir í klúbbnum svo þó okkur finnist við vera búin að ganga margt þá er svo langtum meira ennþá eftir... nú fer að reyna á að finna verðug verkefni og nægilega spennandi til að menn skelli sér... fræg fjöll og þekkt nöfn eru nánast öll komin í safnið á suðvesturhorni landsins... en ekki alveg og því verður gaman að semja dagskrána 2018... sem mun líklega einkennast af gömlum syndum... fjöllunum sem við höfum sleppt af einhverjum orsökum... eins og Prestahnúk... Eiríksjökull... Rauðufossafjöll... o.m.fl...

Fegurðin... sumu er ekki hægt að koma einu sinni í orð...

Já... þarna upp fórum við... inn í annan heim sem ekki sést héðan... og sannaði enn og aftur fyrir manni að það er ekki nóg að ganga á láglendinu... maður missir af stórkostlegri veröld ef maður kemur sér ekki upp brekkurnar...

þetta er ástæðan fyrir því að við höldum áfram þessum endalausu fjallgöngum og gefum ekki eftir
til þess að vera bara skokkandi eða gangnaid á láglendinu...

Þessi hvassi tindur blasti við okkur í bakaleiðinni og togaði okkur til sín... Svörtutindar heita þeir líklegast...
þeir eru komnir á vinnulistann... og þó þeir séu ókleifir sjálfir alla leið þá er þess virði að ganga að þeim og kringum þá allavega...

Gott var það að viðra táslurnar... mýkja sig smá með einum köldum og viðra daginn svolitla stund í sólinni áður en haldið var heim...

Ásta, Björgólfur og Corinna ætluðu að tjalda í sveitinni og halda áfram að njóta...
þau uppskáru dásamlega kvöldfegurð og sama góða veðrið daginn eftir sýndist manni... tær snilld hjá þeim :-)

Batman var hins vegar feginn að komast í ró inni í bíl og steinsvaf alla leiðina... og steinlá eftir matinn um kvöldið :-)

Við gátum ekki hætt að horfa... og taka myndir af tindum dagsins þegar við keyrðum í burtu... hvílíkur sigur !

Geggjuð ferð í alla staði
og klárlega ein flottasta sumarfjallgönguleið sem möguleg er á landinu sakir fegurðar á 2 km kafla
þar sem hvert skref er ævintýri !
Takk allir fyrir frábæran félagsskap og frammistöðu á ævintýralega krefjandi leið :-)-
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir