Tindferð 98 Tröllakirkja í
Kolbeinsstaðafjalli
laugardaginn 5. októbe 2013
Tröllum gefin
Þriðja og síðasta Tröllakirkjan á Vesturlandi
bættist loksins í safn Toppfara laugardaginn 5.
október...
Þetta var einn
brattasti og nettasti tindurinn í sögunni...
Þetta var sárabót fyrir aflýsta Siglufjarðarferð þar sem slæm veðurspá á miðvikudagskveldi ásamt nokkrum afboðunum þátttakenda olli því að þjálfarar aflýstu ferðinni... til þess eins að sjá svo veðurspánna batna stöðugt fram að helgi... svo þjálfurum fannst þeir sannarlega hafa brugðist hinum dýrmæta kjarna klúbbsins sem alltaf mætir sama hvað... en það var ekkert annað í stöðunni en gera eins gott úr hlutunum og hægt var og Tröllakirkjan í Kolbeinsstaðafjalli stóð svo sannarlega undir væntingum og skildi eftir sig einn sætasta sigurinn og flottasta tindinn í sögunni...
Lagt var af stað frá Hrútagili rett fyrir tíu með svipaðan hóp á vegum Evererest-hópsins hjá Útivist að leggja af stað á sama tíma en þau stefndu fyrst á Hrútaborg og svo Tröllakirkjuna í einni ferð sem var algerlega að okkar skapi... flottur hópur á ferð... en við vorum búin með Hrútaborgina og gátum því rifjað upp góðar stundir frá þeirri nóvemberhelgi í fyrra þar sem því miður voru afar fáir mættir eins og í mörgum öðrum tindferðum síðastliðin misseri...
...en
þennan dag var þéttur fimmtán manna Toppfarahópur á
ferð sem var frábær mæting og besta hópastærðin á göngu
Skyggnið með besta móti á þessum svala haustdegi...
eitthvað sem veturinn hefur umfram sumarið...
Ískaldur norðanvindur ríkti þennan dag alls staðar nema á Tröllakirkjunni sjálfri... allt frá bílastæðinu í Borgarnesinu og þar sem við lögðum af stað... ekkert voðalega heillandi og við bjuggum okkur undir vindinn enn verri ofar með tilheyrandi kulda... en sú varð ekki raunin... þessi vindur blés harður á leiðinni upp... en sást hvergi við Tröllakirjuna sjálfa og ekkert á tindinum þar sem blankalogn ríkti og stöku gola leit við á upp- og niðurleið... og svo sami harði norðanvindurinn aftur á leiðinni til baka neðar í dalnum og brekkunum að bílunum... alveg ótrúlegt alveg hversu vel við sluppum alfarið við þennan vind á Tröllakirkjunni allri allan tímann...
Sól skein í heiði og hitaði upp kirkjutröppurnar og kirkjubekkina fyrir okkur...
Frost í jörðu frá bílastæði... og tignarleg fegurð vetrarins farin að sveipast um allt... Tindurinn sem við gengum aukalega á þegar við gengum á Hrútaborgina í fyrra blasti nú við í dalnum neðan við kirkjuna... og við nutum þess að rifja upp þær krefjandi klöngurstundir í brakandi sól og ferskum snjó... Fögruhlíðarhnúkur heitir sá sem við gengum á vinstra megin á þessari mynd að sögn Reynis Ingibjartssonar sem hafði samband við þjálfara þegar hann las ferðasöguna af Hrútaborg og sá hvernig við höfðum sett nöfn á þessa nafnlausu tinda á þessu svæði... og þannig fengum við líka nafn á þann sem er hér út af mynd og við gengum líka á norðan megin yfir tjörninni hér en sá heitir Vatnsdalshnúkur...
Anton og Ingi með í för þennan dag en þeir fóru tveir saman í mars á þessu ári á Fögruhlíðarhnúk og reyndu við Tröllakirkjuna norðan megin en urðu frá að hverfa og fóru upp svipaða leið á kirkjuna og við þennan dag svo það kom sér vel að hafa þá með í för :-)
Tröllakirkjan í öllu sínu veldi nær ofan frá dalnum...
Vatnsdalshnúkur, Fögruhlíðarhnúkur og nafnlaus
tindurinn lengst til hægri (skal spyrja Reyni um
nafn á honum)...
Fínasta færi og enginn fór í hálkubrodda nema aftari þjálfarinn sem gekk á ansi lúnum sólum...
Spáð skýjuðu hluta úr hádeginu... og það stóðst... dró aðeins fyrir sólu er leið að hádegi...
...en
það kom ekki að sök því við fengum skýlausan tind og
óskert skyggni allan tímann
Farið var upp suðvestan megin á öruggri leið...
...hægt að fara fyrr upp bratt gilið vestan megin en
við tókum þetta bara alla leið
Uppi á hryggnum beið okkar nefnilega mögnuð fjallasýn sem setti okkur hljóða...
...og útsýni sem vart gerist flottara til austurs og norðurs yfir Vesturlandið alla leið alla leið upp á hálendi...
Snjóföl yfir öllu svo landslagið naut sín betur en nokkru sinni að sumarlagi...
... og Fagraskógarfjall færðist ofar á vinnulista þjálfara með þessari ægifögru sýn á það...
Þarna eyddum við löngum tíma í myndatökur og nutum
þess að vera til... nægur tími og veðrið friðsælt...
Þetta beið okkar... stöpulasti tindurinn í sögunni og við veltum vöngum yfir því hvar í ósköpunum við kæmumst þarna upp...
Hér voru sko teknar myndir...
Með Tröllakirkjuna í baksýn og snefil af útsýninu:
Mögnuð aðkoma að tindinum...
Við nutum hvers skrefs og máttum varla vera að því að ganga þar sem við vorum að njóta...
Ekki alveg sama hvaða leið er valin og Örninn tók sylluna út eftir eins og slóði var kominn á en hann endar í engu...
Vorum með gps-slóð frá Leifi Hákonarsyni fjallamanni
með meiru eins og svo oft
áður
Fínasta leið og mun betri en lítur út fyrir en ekki mjög spennandi þegar hálkan er mætt á svæðið...
Þarna stöldruðum við við og Örninn flaug könnunarleiðangur innar...
...
en Anton og Ingi könnuðust ekki við að hafa farið
þarna inn eftir svona neðarlega
... og þar var leiðin fín það sem eftir var...
Litið til baka þar sem við komum upp...
Öruggar syllur og nóg pláss...
... en svo mjókkaði og brattnaði það eftir því sem utar dró...
... þar til kominn var tími til að klöngrast upp á tind...
...
og menn ákváðu að skilja bakpokana eftir þar sem
ekki yrði pláss fyrir alla á tindinum
Litið til baka eftir aðkomunni að uppgönguleiðinni...
Fínasta klöngur sem minnti á Hrútaborgina...
Guðmundur með hrúguna af bakpokunum sem skildir voru
eftir... varla hægt að hafa svona marga fyrir brattanum...
Ágúst að klöngrast upp með hlíðarnar niður í Kaldárdal...
Anton kominn á tindinn og við hin gátum ekki beðið...
Bros á hverju andliti sem hvarf ekki eftir þessa heimsókn í Kirkju Kolbeins...
Myndavélarnar á lofti öllum stundum enda voru það
ljósmyndararnir sem hægðu á gönguhraða dagsins eins
og síðustu misseri...
Það voru sko töffarar í þessari ferð...
Komin upp og tindavíman tók við...
Ekki pláss fyrir alla á tindinum í einu enda höfðu menn svo sem nóg að gera við að njóta stundarinnar á þessum sérkennilegu stöplum sem teygðu sig þarna til himins...
... og menn komu sér bara fyrir á einhverjum stöplinum svo hinir gætu komist upp á tind...
Þetta var veisla fyrir lofthræðslulausa félaga eins og Anton sem fengu loksins fullnægju sína af krefjandi klöngri í klettum...
Og menn skipust á að taka myndir með fæturna hangandi niður hengiflugið þar sem engu mátti muna... Hrútaborgin í baksýn og þarna sáum við Everest-hóp Útivistar þræða sig eftir Steinahlíðinni á leið á Kirkjuna...
Merkilegt að sjá þessa tröllvöxnu klettastöpla standa upp úr berginu...
...og haggast ekki með okkur prílandi um þá í myndatökum og tindavímu...
Loks var mál að fara niður eftir drjúga stund á tindinum...
Við fórum niður í vímu sem bar okkur hífuð alla leið til baka niður og í bæinn...
... og fundum betri leið niður en við fórum upp...
Greinilega hægt að klöngrast þarna upp á mismunandi stöðum með útsjónarsemi...
Nesti eftir tindinn í brattri brekkunni með klettana í baksýn... Ingi tók mynd - takk fyrir lánið :-)
... gerast ekki mikið flottari þessir nestisstaðir... - takk Ingi og Heiðrún fyrir myndina :-)
..
meðal annars með Fagraskógarfjall í fanginu á
meðan...
Til baka var farið sömu leið...
... þó við tímdum því varla að yfirgefa þennan stað eins og svo oft áður...
Skýin nánast farin af Snæfellsjökli og
Hafursfellið alltaf svo vinalegt...
Landslagið í norðri kringum
Hrútaborgina...
Ekkert mál að klöngrast niður eftir allt það sem var að baki þarna efst...
Fórum við virkilega þarna inn eftir og upp...?
Syðsti tindurinn á Kolbeinsstaðafjalli er nafnlaust á þeim kortum sem við eigum... það hvarflaði að okkur að ganga á hann í bakaleiðinni og þjálfari bar það undir hópinn... en flestir voru á því að halda ferðaplani og láta Tröllakirkjuna nægja enda stór biti að melta að hafa gengið á þann bratta ægifagra tind og menn bara þurftu ekki á meiru að halda þann daginn... svo við verðum bara að fara sérferð á þennan einn daginn... fáum kannski nafn á hann frá Reyni ;-)
Litið til baka að Heiðrúnu og Inga... því miður með smá móðu á myndavélinni eftir klöngrið... hvílíkur dýrðarinnar tindur...
Við fengum ekki nóg af útsýninu og hefðum getað setið þarna klukkutímunum saman...
Everest-hópur Útivistar að skila sér frá
Hrútaborginni og á leið á Tröllakirkjuna á eftir
okkur... ...
og Kristjana fararstjóri en hún hélt fyrirlesturinn
hjá Ítferðumum Grunnbúðir Everest fyrr á þessu ári... (http://itferdir.is/skrar/36-45_NEPAL.pdf)
með svo sannfærandi og heillandi hætti að við erum
26 Toppfarar á leið í
þessar grunnbúðir eftir nákvæmlega eitt ár... í
október 2014... og sjáum eflaust ekki eftir því enda
allir sem NB hafa farið þá gönguleið
algerlega heillaðir eftir göngu kringum hæstu fjöll
heims...
Hafursfellið þar sem við klöngruðumst mjög bratta leið á nafnlausan tind sunnan megin eftir sigur á hæsta tindi... Ljósufjöll sem við höfum gengið tvisvar á í góðu veðri en þeirri síðari í heiðskíru skyggni alla leið sem gerir þá ferð með þeim fegurstu í sögunni... og hin fáförnu Svartafjall, Snjófjall ásamt vinsælu Skyrtunnunni sem við gengum á í mögnuðu landslagi fyrr á þessu ári...
Fegurð vetrarins á fjöllum og í óbyggðunum er engu
lík
Hestur orðinn skýlaus hér á mynd... einn af þeim sem við eigum ennþá eftir að ganga á á þessu svæði...
Yndislegir göngufélagar... sameinuð stöndum vér...
og getum allt í krafti samhents hóps...
Ágúst, Örn, Gerður Jens., Ingi, Katrín Kj., Heiðrún,
Guðmundur Jón, Arna, Gylfi, Irma,
Tjörnin ísilögð að hluta vestan megin með sigraðan Fögruhlíðarhnúk vinstra megin og nafnlausan tind hægra megin...
Af nægri fegurð að taka hér...
Já, það er kominn vetur...
Notalegt spjallið í bakaleiðinni eftir sigurinn í
hita og svita dagsins er einstakt fyrirbæri út af
fyrir sig...
Ansi fagrar lendurnar niður að Hrafnatindum sem við
köllum svo neðstu tindana...
Hrútaborg og félagar hennar í norðri sem ætlunin var upphaflega að ganga á í fyrra en endað var "Antonsleiðina" um Fögruhlíðarhnúk og Vatnsdalshnúk sem við sáum ekki eftir...
Dásamlegur endir á einum flottasta deginum í
sögunni... alltaf eitthvað nýtt að upplifa og njóta
í hverri ferð...
Alls 11,1 km á 5:55 - 6.10 kls. upp í 869 m hæð með 1.175 m hækkun alls miðað við 94 m upphafshæð.
Leið dagsins er gul til samanburðar við svörtu leiðina á Hrútaborgina í fyrra... Eigum klárlega eftir að skoða þessa tinda norðan megin við Hrútaborg... og þennan syðsta á Kolbeinsstaðafjalli... :-)
Söknuður ríkti til Ástu Henriks og Siggu Sig og Heimis sem fóru norður þessa helgi og ætluðu að sýna okkur bústaðina sína fyrir norðan í áætlaðri Siglufjarðarferð þessa helgi... og misstu því af þessari göngu eins og Björn Matt ofl. sem við hefðum sannarlega viljað hafa með ásamt fleiri Toppförum sem ekki komust í krefjandi fjallgöngu þessa helgi auk þess sem nokkrir Toppfarar gengu Selvogsgötuna sama dag og fengu dúndurgóða 25 km út úr þeirri göngu sem er frábært innlegg í æfingabankann... saknaðarknús á ykkur öll elskurnar :-)
Hjartansþakkir elsku
vinir fyrir sérlega notalegan og glaðlegan dag á
fjöllum
Magnaður
fjallasalur... stórkostlegur tindur... mergjaður
félagsskapur... Sjá allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T98TrollakirkjaIKolbeinsstaAfjalli051013#
Sjá mergjaðar myndir
leiðangursmanna á fésbók ! |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|