Tindur 16 - Tröllakirkja í Hítardal 11. október 2008
Tröllakirkja í Hítardal Í blíðskaparveðri á vetrarslóð...
Þrettán Toppfarar létu ekki deigan síga í fárviðri manna og gengu á sextánda tindinn undir leiðsögn Jóns Gauta fjallaleiðsögumanns laugardaginn 11. október:
Irma, Þorbjörg, Kristín Gunda, Örn,
Ingi, Guðjón Pétur, Ragna, Bjarni, og
Roar.
Veðrið var milt, lygnt og hlýnaði þegar
leið á daginn eða N6, 2°C og hálfskýjað
með þokuslæðingi efst. |
Lagt var af stað kl. 9:27 í mildu veðri með snjólínu í fjöllum allt um kring en auða jörð neðar. |
Gengið
var inn
Þórarinsdal
í austur sunnan
Smjörhnúka
en Jón Gauti taldi ekki ráðlagt að ganga
á þá að Tröllakirkju þar sem hálka var
ofar og klettaklifur ekki öruggt að
sinni.
|
Þegar
ofar dró tók snjórinn við og þokan
lagðist um leiðangursmenn. Grjótið orðið hált og golan kaldari en færið enn gott. |
Gengið var að skarði milli Smjörhnúka og Tröllakirkju og áð í rúmlega 700 m hæð þar en framundan var Tröllakirkjan sjálf í norðaustri. |
Stelpurnar
sætu á Tröllakirkju... Íris Ósk, Þorbjörg, Kristín Gunda, Helga Björns., og Margrét Gróa. og neðar Irma, Ragna og Halldóra Björns. |
Strákarnir
sterku á tröllakirkju... Bjarni, Örn, Roar og neðar Jón gauti, Ingi og Guðjón Pétur. |
Áfram
var gengið á tindinn í hálu en ágætis
snjófæri og var þetta tiltölulega
áreynslulítið og ekkert klöngur. Tindinum var náð eftir tæplega 6 km göngu á tæplega 3 klst. göngu.
Gps. þjálfara mældu þetta
951 m
og 953 m hátt svo þar var ágætis samræmi
en yfirleitt er hún skrifuð Þoka skyggði að mestu á útsýni sem þó gafst öðru hvoru í skýjagluggum. |
Rösklega
svo gengið til baka... Gönguhraðinn bara sést á myndinni... |
Smjörhnúkarnir
hrikalegu sem bíða okkar næsta sumar er
það ekki? Hítarvatn lengra í burtu.
Kuldinn og vindurinn sem beit aðeins efst var ekki til staðar neðar og smám saman hlýnaði og menn urðu léttklæddari er leið á niðurgönguna. |
Jón
Gauti kannaði færið niður þessa brekku
svona áður en allir lögðu í hann.. Jú þetta var í lagi... ...og strollan fylgdi á eftir...
Fjallasýnin mögnuð með snjólínuna um alla fjalltoppa umhverfis og synd að skyggnið sem svo gafst skyldi ekki vera til staðar þegar hópurinn hafði toppað fyrr um daginn. |
Hei... lítið við... |
Fljótlega sleppti snjónum og við tók grjót og mosi og þægileg ganga Hítarvatnsmegin við Smjörhnúkana. |
Fallegir
voru tindar Hítardals og svæðið allt alger
náttúruperla sem vert er að
heimsækja aftur. Nafn þessa tinds vafðist fyrir leiðangursmönnum. Ekki eru þetta Grafheiðartindar...?
Heimförin gekk vel, áð var í Borgarnesi og fengið sér pylsu eða kaffi og menn sáu eftir því að hafa ekki tekið sundótið með sér og skellt sér í laugina í Borgarnesi... Heimkoma upp úr sex í Ártúni... allir sælir sem mættu og menn sammála því að á þessum tímum var einstaklega gott að komast út og eyða degi meðal fjalla án efnahagsumræðu og annarra áhyggjuefna...
|
Gengið var í 5:31 klst. á 12,5 km leið upp í 951 m hæð með 631 m hækkun og voru allir mættir endurnærðir eftir þægilega göngu í frískandi umhverfi og góðum félagsskap eftir erfiða viku...
Sjá allar myndir af ferðinni á www.picasaweb.google.com/Toppfarar |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|