Hringleið um öskju Öræfajökuls
Erfiðasta gangan í sögu Toppfara var farin á uppstigningardag 29. maí 2014 um öskjubarm Öræfajökuls á þrjá hæstu tinda landsins þar sem farið var upp kolsprungna Hnappaleið og niður Sandfellsleið í góðu veðri og færi en hrímþoku að mestu á öskjubarminum... þar sem sólin skein að hluta upp Hnappana og á öskjunni en lét svo ekkert sjá sig á Sveinstindi né Snæbreið... en gyllti allt ógleymanlegri sigurbirtu á hæsta tindi landsins þar sem gengið var upp úr skýjunum... Alls 31 km eða svo á 19 - 20 klst. upp í 2.052 m hæð á Sveinstindi, 2.036 m á Snæbreið og 2.117 m mældri hæð á Hnúknum.
Valinn var fyrsti dagurinn sem allir voru með til vara þessa helgi... sjálfan uppstigningardag eins og svo oft áður... þar sem veðurspáin var best þá... en hún var svo sem líka góð á föstudeginum fram eftir degi en þar sem von var á slagviðri seinnipart föstudags þótti ráðlegast að fara þegar veðurglugginn væri sem öruggastur þar sem vitað var að þetta yrði mjög löng og krefjandi leið... á að giska 18 - 20+ klst... og það stóðst...
Það var því farið í
flýti úr bænum á miðvikudagseftirmeðdegi eftir vinnu
og hver mínúta nýtt á leiðinni...
Eins og oft áður fengum við okkur góða og meinholla orku á Systrakaffi áður en farið var í háttinn fyrir göngu...
Perú-peysurnar enn að skreyta ferðir Toppfara í tærri snilld...
Gott veður í bænum og á leiðinni... skýjað og sæmilegt skyggni upp í efstu fjöll Íslands...
... þar sem Hrútsfjallstindarnir kíktu upp úr skýjunum og gáfu tóninn fyrir það sem beið okkar á Hvannadalshnúk sólarhring síðar...
Gist var að Svínafelli...
... þar sem við höfum aldrei gist áður en þar var aðstaðan til algerrar fyrirmyndar...
... bæði húsin og tjaldstæðið mjög gott og sameiginlegur matsalur alger snilld fyrir hópa og ferðalanga...
... ekki spurning að gista hér aftur í sveitinni..
Farið að sofa milli 23 - 24... vaknað 03... lagt af stað 04... þar sem leiðsögumenn mættu í Svínafell...
Keyrt var upp jeppaslóðann á Háöxl neðan við Hnappana...
Við vonuðumst til að ná upp að mastri og helst 3 km lengra upp í rúmlega 700 m hæð...
Og það gekk eftir svo við vorum hæstánægð með byrjunina á ferðinni...
Jebb... Toppfarar eru að verða rækilega merktir þökk sé Katrínu :-)
Ýmis annar búnaður með í för en oft áður... þrúgur sem sjö manns nýttu vel þennan dag...
Jón Heiðar Andrésson var yfirleiðsögumaður dagsins... farið með okkur á Eyjafjallajökul, Þverártindsegg og Miðfellstind við góðan orðstír fyrir fagmennsku og vandvirkni fram í fingurgóma... nú búinn að stofna sitt eigið fyrirtæki - Asgard Beyond - og fór í þess nafni þessa ferð með framúrskarandi leiðsögumönnum sér til aðstoðar... þá Róbert, Láka, Óskar Wild og Hinrik en allir hafa þeir gengið með okkur áður á jökla nema Hinrik...
Lagt var af stað kl. 5:37 í logni, skýjuðu og hlýju veðri og ágætis skyggni upp á Hnappana sem gægðust niður til okkar...
Búið að æfa grimmt
fyrir þessa ferð... þá erfiðustu á
Heklu
mánuði fyrr þar sem gengnir voru 33 km á rúmum 13
klst...
Göngufærið var fínt
þennan dag... heldur mjúkt þarna í byrjun en samt
ekki slæmt...
Við höfðum haft áhyggjur af göngufærinu þar sem sögur af mikilli snjóbráð í fyrri ferðum vorsins voru ekki að skafa utan af erfiðu færi...
... og
þess vegna mættu margir með snjóþrúgur...
Farið var upp á hrygginn sem var snjólaus...
Það var ansi gaman að fara nýja leið upp á Öræfajökulinn...
Englar með í för... menn áttu þessa ferð svo sannarlega skilið eftir elju vetrarins...
Falleg leið upp með skerinu...
Við vorum heppin að
fá Óskar Wild sem einn leiðsögumanna...
Af hryggnum var farið niður á snjóbrekkurnar til að fara í línur...
Hópurinn að græja sig séð ofan af hryggnum...
Sprungulínan... var
óvænt fyrst með Róbert sem línustjóra...
Villta línan... Áslaug, Irma, Svala, Lilja Sesselja og Jóhanna Fríða... með Óskar Wild sem línustjóra...
Þrúgulínan...
Jóhannes, Ólafur Vignir, Súsanna, Sigga Sig. og
Hjölli undir forystu Hinriks...
Bláa línann... Valla, Jón, Steinunn, Ágúst og Jóhann Ísfeld... undir forystu Láka...
Vinalínan... Örn,
Guðmundur Víðir, Katrín, Guðmundur Jón og Anton en
Ingi bættist svo við þessa línu...
Loks var lagt af stað... sjá blautt færið til að byrja með en þetta lagaðist fljótt ofar... Sjá muninn á slóðinni eftir gangandi og þrúgumanna....
Kyrrlátt og fallegt veður...
Skyggnið var sorglega nálægt oft og tíðum...
Róbert leiddi gönguna
og féll fljótlega ofan í fyrstu sprunguna
Sprungulínan varð því fljótt vön að strekkja, halda, bakka, þvera, bíða...
... á meðan hinir biðu neðar...
Leiðin var kolsprungin...
... og það var tímafrekt og eflaust mjög krefjandi að leita stöðugt að öruggri leið yfir sprungubeltið...
... en Róbert gerði þetta af stakri yfirvegun og fagmennsku...
Þokan því miður spillandi skyggni sem hefði án efa einfaldað leiðarval þar sem oft var erfitt að sjá nokkuð í snjóblindunni....
Ein af mörgum sprungum dagsins sem farið var yfir...
Sprungið í báðar áttir...
Þegar ekki gekk að finna leið kom Jón Heiðar til aðstoðar og leitaði líka ásamt hinum línustjórunum...
Þarna fór hann norðar en þar var enn sprungnara...
... og tíminn fór mikið í bið og að halda og strekkja... manni var alls ekki sama um leiðsögumennina sem stóðu í stórræðum...
Þetta leit ekki vel
út og að manni læddist oft illur grunur um að við
yrðum að snúa við og ferðin væri ónýt...
Yfir þessa sprungu fóru fyrstu menn sprungulínunnar...
... en sneru snarlega við þegar við sáum að allt var sprungið í kring...
Ef þær hefðu allar verið svona saklausar hefði þetta verið einfalt...
Sólin var alltaf við það að koma fram...
Eftir krefjandi sprungukafla þar sem leiðsögumenn sýndu staka útsjónarsemi og þrautseigju við að koma okkur yfir var áð í snjónum...
... eftir að búið var að tryggja að við værum ekki stödd yfir sprungu...
Þetta endaði á að
vera eina langa matarpásan allrar þessarar ferðar
.... því erfiðleikastig ferðarinnar hafði hækkað með þessum erfiða og óvænta sprungukafla sem ásamt erfiðu skyggni...
... tafði okkur um einhverja klukkutíma í heildina...
Hvíldin var því lítil
það sem eftir leið ferðar...
En... menn voru undir erfiða ferð búnir... og stóðust eldraunina með stæl...
Róbert gerði snjósalerni í snarhasti...
...en
eins og Jón Heiðar orðaði það... þá hvarf mjúki
leiðsögumaðurinn eftir þennan tímapunkt
Skyndilega létti þokunni...
... og við tókum að búast af stað í léttara skyggni... skyldi hann lyfta sér?
Jú, hann tók að lyfta sér ofar...
... og við tókum
gleði okkar alla leið... það var glimrandi stemmning
í sprungulínunni eftir skjálfandi sprungukafla
Vestari Hnappur kom í ljós undir bláum himni...
... og þetta leit ansi vel út...
Hér séð neðar úr öftustu línu...
Vá, hvað það var fallegt að sjá Hnappinn rísa svona úr snjóbreiðunni...
Það var miklu einfaldara í rötuninni að fá skyggnið...
Nú var gengið rösklega og glatt í góðu veðri og skyggni...
En... þá komu sprungurnar aftur... og við þurftum að bakka... þvera... halda... strekkja...
Við vorum komin á sprunginn kaflann á öskjubrúninni svo við þessu mátti búast...
Enda lágu sprungurnar þvert... með jökulinn fallandi ofan af öskjubrúninni...
Aftur tók mikinn tíma að finna leið... og þarna urðu mestu tafirnar í sprunguleiðarvali...
... sem var ekki skrítið í þessu landslagi... ef þetta sést nægilega á mynd !
Sjá sprungurnar fallandi niður um allt...
Nú mæddi enn meira á
fremsta leiðsögumanni, Róberti sem aftur féll ofan í
sprungu...
Við sem vorum með honum í línunni gerðum allt okkar til að gæta hans með því að strekkja og halda vel...
Hér var eina færa leiðin yfir sprunguna... sem hann hafði farið sitt hvoru megin við og fallið ofan í á leiðinni...
Ansi breið eða um 1,5 m... og eina leiðin var að búa til stökkpall...
Neðar gerðist lítið annað en að bíða...
... og þá var ráð að setjast og nýta bara tímann til hvíldar...
... njóta útsýnisins...
... á meðan fremstu menn mokuðu stökkpall...
Róbert fékk Láka til að stökkva yfir sprunguna...
.... og moka lendingarpall neðar í henni sem hægt væri að stökkva á...
Okkur sem efst voru leist ekki á blikuna... vorum við að fara að stökkva yfir 1,5 m breiða sprungu?
Aftur opnaðist aðeins fyrir skyggnið og þá sáum við sprungubeltið alla leið niður að Rótarfjallshnúk...
Pallurinn... þetta hefði líklega alveg gengið og þeir voru ekki lengi að...
En Róbert bað Óskar Wild um að fara sunnar og leita
að betri leið þar...
Við vonuðum það besta... á þessum tímapunkti leit út fyrir að við værum að snúa við og ferðin væri ónýt...
Við sem fremst vorum í línunni strekktum og lágum í snjónum og var ekki sama um leiðsögumennina okkar...
Sjá sprunguna vinstra megin sem Róbert fór ofan í...
þetta virtist snjóþéttara sunnar þar sem villta
línan fór...
Í norðri leitaði Jón Heiðar að betri leið yfir...
... en fann enga góða...
Strekkja... bakka... þvera...
Þetta leit best út hjá Óskari og Láka... hér bendir Óskar á sprungubeltið sem lá eftir öllu svæðinu að Rótarfjallshnúk...
Það var sprurning hvort þetta væri fært yfir...
Vestari Hnappur fer hér með á framtíðarlistann...
... ásamt Rótarfjallshnúk sem gaman væri að ganga á í einni ferð...
Uppi á öskjubarmingum kom frí fyrir sprungum í
bili...
Bandaríkjamenn sem verið höfðu á jöklinum í átta daga og voru á leið niður...
Magnaðir litir á þessum stað... það var einstakt að ganga öskjuna sjálfa í þessu veðri...
Við ráðlögðum þeim að fara ekki niður Hnappaleiðina sem var ætlunin út af sprungunum...
Flottur hópur... Vestari Hnappur í baksýn...
Við tók tilbreytingalítil ganga eftir allri öskju Öræfajökuls...
Með hæsta tind Rótarfjallshnúks að baki...
Þarna í þokunni reis Hvannadalshnúkur... en hann sýndi sig aldrei fyrr en í lok dags þegar farið var niður af honum...
Litið til baka... með Vestari Hnapp í baksýn... þetta var mögnuð víðátta...
Göngufærið miklu betra en við áttum von á... léttur snjór og skrefin ekki þung eða djúp....
Sveinsgnípa sýndi sig alveg... en Sveinstindur faldi sig í skýjunum vinstra megin...
Eystri Hnappur kíkti líka aðeins á okkur... sjá aðeins glitta í hann vinstra megin og svo sá Vestari áberandi hægra megin...
Hér spjölluðu menn eftir allri öskjunni... eða gengu í eigin hugsunum...
...eða jafnvel dottuðu í seiðandi göngutaktinum :-)
Þrúgulínan fór framhjá sprungulínunni og það var
tilefni til myndatöku...
Sigga Sig. og Hjölli... þeirra beið erfitt verkefni á Sveinstindi...
Þegar þokan læddist inn í hækkandi hæð á leið á
Sveinstindinn
Róbert skyldi aftur leiða gönguna... í þoku og engu
skyggni sem flækir rötun margfalt...
Varla ökkladjúpt... þetta slapp sem betur fer... hefði í versta falli getað tekið af okkur alla þrjá því varavaravaravara... plan var að ná eingöngu Sveinstindi... næsthæsta tindi landsins ef veður eða færi tefði för...
En við vorum með algera fagmenn sem leiddu þessa
göngu
Það reyndi mikið á fremsta leiðsögumann á kaflanum
að Sveinstindi...
Róbert leysti þetta vel...
Ekkert mál að ganga svo á eftir fyrir okkur öll
hin... því þá voru komin spor sem mörkuðu smá
kennileiti í snjóinn til að fara eftir...
Róbert gekk eftir áttavita í þessu algera
blindaskyggni... og kom að Sveinstindi sunnarlega
þvert á hann af öskjunni...
Hérna niður gætu heilu jepparnir farið... og þetta lá eftir öllum tindinum frá norðri til suðurs og leit ekki vel út...
Ákveðið var að allir færu þarna upp til að sjá
hindrunina sem virtist ætla að taka af okkur
Sveinstindinn...
Við skiptumst á að fara upp hver lína...
En þegar kom að vinalínunni fór Jón Heiðar eftir sprungunni til suðurs og leitaði að leið yfir snjóbrú neðar...
... og fann góða leið neðar...
Þetta var ótrúlegt... það var fínasta leið þarna yfir...
Og við tókum gleðina á ný... skyldum við ná Sveinstindi þrátt fyrir allar þessar hindranir?
Sprungan sem fara þurfti yfir var miðlungsstór...
En þetta gekk mjög vel... einhverjir hikandi og Ósk
fékk aðstoð frá Óskari Wild sem af stakri natni kom
henni yfir
Litið til baka...
Róbert fór á eftir Jóni Heiðari... á hann hafði mætt
miklu meira en annarra leiðsögumanna fram að þessu,
Sprungan til suðurs...
Fyrri sprungan upp á Sveinstind... þurfti svolítið hopp til að komast yfir...
Ekkert skyggni á Sveinstindinum og krefjandi verkefni að þræða sig þar upp á réttum stað með þverhnípið á hægri hönd til austurs og sprungurnar á vinstri hönd til vesturs...
Svo opnaðist aðeins fyrir sem kom sér mjög vel til að sjá eitthvað til...
...og tindurinn sjálfur kom í ljós... sjá Jón Heiðar fremstan að þræða sig upp bröttu brekkuna...
Síðasti kaflinn hjá fremstu línu upp á Sveinstind... snarbratt á hægri hönd og sprungur endilangt á vinstri hönd svo ströng fyrirmæli voru um að fylgja bara sporunum, alls ekki fara út fyrir þau og fara varlega... hér settu þeir tryggingu efst og þræddu hvern og einn upp á tind í einu...
Tafsamt eins og oft áður í ferðinni... þetta var með varasömustu leiðum sem við höfum farið...
Örn kominn upp og tekur hér mynd af Guðmundi Víði að koma upp með Jón Heiðar á tryggingunni neðar og afganginn af fremstu línunni á leiðinni upp...
Katrín að koma upp...
Næst fremsta lína að koma upp...
H ér sést brattinn vel og sprungan sem Hjölli átt eftir að falla ofan í en vinstra megin lágu sprungur eftir öllum tindinum...
Fylgja slóðinni absolut...
Seinni stóra sprungan sem Örn fór fyrst ofan í með
fótinn og Hjölli svo allur að öxlum...
Gleðin var fölskvalaus þegar komið var á næsthæsta
tind landsins...
Næst fremsta lína að bíða með að komast að... það var bara pláss fyrir eina línu upp á hæsta tind og því rýmdi sú efsta til með því að fara yfr á næsta hnúk á Sveinstindi og bíða þar...
Svo sprungulínan bara beið eins og allar hinar neðar...
Svo komumst við líka upp...
... og þetta gekk vel...
Menn að fagna innar á Sveinstindi...
Sætur sigur eftir góða þjálfun síðustu mánuði...
Sprungulínan komin til Vinalínunnar og kátínan leyndi sér ekki meðan við biðum eftir hinum línunum...
Ekki var hægt að safna hópnum saman á Sveinstindi
fyrir hópmynd vegna plássleysis
En næst fremsta línan beið eftir þeirri þriðju og tók bara myndir á meðan í eintómri sigurvímunni...
Niðurleiðin af Sveinstindi var falleg og alger synd að ná þessu ekki í skyggni niður á láglendið og um allan öskjubarminn...
Þriðja línan komin upp með Óskari Wild... sjá Láka í þokunni fjær að koma næst síðustu línunni upp... Öllum gekk vel nema síðustu línunni þar sem Hjölli sem var þar aftastur féll ofan í efri sprunguna við þverhnípið og þurfti að koma sér upp sjálfur með Siggu Sig og Súsönnu strekkjandi á línunni til að halda honum ofan jarðar... það gekk vel en hann þurfti að velta sér til baka upp úr henni þar sem ekkert annað var í boði og fara því aftur yfir hana til að geta haldið áfram sem eflaust hefur verið erfitt... Að koma sér sjálfur upp úr sprungu án hjálpar krefst mikils átaks sem rukkaðist inn stuttu eftir þetta atvik svo þeirra lína og Bláa línan töfðust og drógust aftur úr á meðan hinar þrjár gengu eftir öskjunni á Snæbreið.
Meðan á sprunguatvikinu stóð biðu menn neðar á Sveinstindi...
Ekki nægilega öruggt að vera öll á þessum stað og því var hópmynd ekki möguleg en ansi hefði hún verið sæt eftir þennan sigur...
Næring, sólarvörn og annað stúss var því á dagskránni á meðan beðið var...
Ingi og fleiri steyptust út eftir sólríka gönguna á Tindfjallajökli svo það átti sko ekki að lenda í því aftur !
Hinar tvær línurnar komnar neðar meðan síðustu tvær komust upp á Sveinstind...
Loks var haldið af stað niður af Sveinstindi...
Mögnuð leið og sigurvíman var allsráðansi...
Enn blöstu við okkur sprungur á þessum kafla yfir á Snæbreið...
Sólin alveg við það að komast gegnum skýin... sem voru sorglega þunn...
... og göngufærið enn lygilega gott...
Þetta var rösklegur kafli að Snæbreið og þarna skildi á milli fremstu þriggja lína og öftustu tveggja þar sem Hjölli þurfti að hlaða batteríin eftir sprunguatvikið sem var ekki skrítið... á sama tíma keyrðu fremstu leiðsögumenn okkur vel áfram undir þeirri ábyrgð að vera með 27 manns í einum hóp eins langt frá allri björgun og hægt er á Öræfajökli... eftir mjög langan tíma og mikla vegalengd og enn var Hnúkurinn eftir og svo öll leiðin niður af honum... sem er meira en nóg verkefni fyrir alla venjulega fjallgöngumenn... enda var ábyrgðin líka okkar allra, að halda dampi og takti leiðangursins þó það væri erfitt og tefja ekki meira en brýn þörf var á... því þegar 27 manns ganga saman og sífellt er verið að stoppa fyrir einn og einn eru klukkutímarnir fljótir að safnast saman... og stóðu menn sig frábærlega í þessu þó vel reyndi á alla...
Þetta var hrímþoka sem við vorum í á leið á Snæbreið...
Eftir blankalognið og hitann á Sveinstindi var þokan köld á Snæbreið...
...og við hrímuðumst öll...
Já, maður er greinilega allur loðinn í framan :-)
Jón Heiðar yfirleiðsögumaður með allt á hreinu... ábyrgðin mikil og tímastjórnunin ströng á erfiðri leið þar sem ýmsir þættir töfðu óvænt för og ógnuðu öryggi okkar allra svo "mjúki" leiðsögumaðurinn komst aldrei að í ferðinni nema rétt í byrjun... þjálfari sendi honum bréf eftir ferðina með helstu athugasemdum okkar og það var dýrmætt að fá útskýringar hans og önnur sjónarmið á hlutina til að skilja spor þeirra sem bera ábyrgðina á svona einstakri ferð...
Hrímaðar morgungöngu- og skyttu- vinkonurnar....
Alltaf jafn gaman að fá svona hrím :-)
... og grýlukerti á ólíklegustu stöðum...
Það var gott að hvílast en við áttum bara að fá 10
mín hvíld... en enduðum á að svindla um þrjár eða
fjórar mínútur á því... og þegar ætlunin var að
leggja af stað þegar hinar tvær línuranar voru í höfn
var okkur brugðið að heyra að Hjölli hefði fallið
ofan í sprungu og orðið aðframkominn á eftir af
orkufalli... en þetta hafði augljóslega mikil áhrif
á þau þrjú sem stóðu í þessu þar sem Ólafur og
Jóhannes voru komnir ofan við tryggingu Hinriks...
og þjálfara var svo brugðið að engin mynd var tekin
frá Snæbreið yfir á Hvannadalshnúk... enda lítið að
sjá svo sem svo sorglegt sem það var... gangandi frá nýjum
sjónarhóli en nokkurn tíma áður meðfram honum að
norðaustan...
Neðan við hæsta tind landsins... sjálfan Hvannadalshnúk... þar sem við nestuðum okkur og græjuðum í sól og blíðu árið 2010 í algerri vímu... var hópnum aftur safnað saman og tekin ákvörðun um að fara ekki Virkisjökulinn niður þar sem skyggni var enn ekkert og óvíst með sprungubeltin neðar... ekki spennandi verkefni á þessum tímapunkti að standa í slíku meira... og hér var mönnum boðið að halda niður Sandfellið og sleppa Hnúknum að sinni enda ekkert skyggni og lítið spennandi að sigra hæsta tind landsins í þoku... svo það endaði með að níu manns af 27 fóru niður í einni línu með Óskari Wild og 18 manns þrjóskuðust við að ná þriðja tindi dagsins...
Þetta þýddi 2 klukkutíma aukakrók... ofan á að eiga eftir að fara svo alla leiðina til baka sem alltaf tekur vel í menn...
En við vorum ákveðin sem héldum áfram... og létum
þörf á broddum ekki draga úr okkur ásetninginn...
...enda þýddi það góða töf ofan á allt...
Nokkrar myndir voru óvart teknar í ferðinni... myndin af hrímaða hárinu fékk að lifa...
Bratt upp slóðann eftir göngumenn dagsins á Hnúknum sem fengu ekkert skyggni...
Þetta gekk vel eftir broddana...
Og fljótlega fór sólin að brjótast fram...
Vá, vorum við í alvörunni að fá sól eftir allt saman ???
Jú, svei mér þá... þetta var algerlega ótrúlegt...
Var okkur í alvörunni launuð þrjóskan svona afskaplega vel ?
Skyndilega sáum við landslag Hnúksins allt í kring...
Óskaplega fallegt og á okkur sveif ólýsanleg víma...
Rifjuðum upp fyrri ferðir á Hnúkinn sem þangað höfðu farið fyrr...
Þetta var einhvern veginn ekki eins og þá... allt öðruvísi...
Við vorum sem dæmi ein í heiminum... það gerist
aldrei á góðum degi á Hnúknum lengur...
Stelpur það er sól þarna uppi... við verðum að ná þessu...
Þetta var ótrúlegt... sjálfur Hnúkurinn kom í ljós fyrir framan okkur
Neðsta línan að koma sér upp sama kaflann og hinir fyrr...
Himininn að verða fallegasta blár en nokkru sinni að manni fannst...
Þetta var magnað og við hrópuðum oft upp af furðu og einskærri gleði...
Við gengum upp úr skýjunum og horfðum yfir skýjabreiðuna liggjandi eins og sæng yfir öllu...
Sveinstindur var það eina sem var nógu hátt til að ná líka upp fyrir skýin eins og Hnúkurinn... enda næsthæstur... Alveg mögnuð sýn...
Þessi háltími þarna upp eftir að sólin kom gleymist aldei...
Smám saman týndist allar fjórar línurnar upp úr skýjunum eftir að hafa hlustað á köllin frá fremstu mönnum um sól og skyggni...
Láki tók Bláu línuna fremsta upp - Sveinstindur hægra megin...
Færið ennþá gott...
Allir komnir í sólina :-)
Aftasta línan að koma upp...
Sjá hversu skýin voru nálægt því að þoka efsta tind líka... rétt gælir við hlíðarnar neðan við tindinn...
Síðustu metrarnir upp voru gullnir...
Fyrsta lína upp... Bláa línan hans Láka... Jóhann Ísfeld, Ágúst, Steinunn, Valla og Jón.
Hinir að tínast inn...
Komin og það ein í heiminum en ekki í kraðaki eins
og alltaf er á Hnúknum
Yessss.... weeee diiiiidd iiiitt.... !
Sprungulínan... Aðalheiður, Ósk, Ástríður, Ásta
Guðrún, Bára, Róbert leiðsögumaður
Síðasta lína upp... Jón Heiðar með Vinalínuna...
Sumir að sigra Hnúkinn í fyrsta sinn... aðrir að rifja upp fyrri ferðir...
Og við horfðum á Sveinstind... sem við höfðum gengið eftir öllum þarna endilangt á hryggnum fyrr um daginn...
Engu líkt að vera þarna að kveldi til með sólina enn hátt á lofti en samt farna að setjast...
Hvílíkur sigur... hvílíkt afrek... þetta áttu menn
skilið...
Efri: Valla, Jón, Ágúst, Irma, Ósk, Ástríður, Ásta
Guðrún og Lilja Sesselja
Neðri: Jóhann Ísfeld, Steinunn, Guðmundur Víðir,
Aðalheiður, Bára, Ingi, Anton, Jóhanna fríða, Örn og
Áslaug
Þjálfarar eru þegar farnir að kokka næstu jöklaferðir í maí á komandi árum...
Róbert leiðsögumaður las upp ljóð á tindinum sem
hann fékk hjá Antoni...
Það var ráð að fara niður... nú tók alvaran við... öll leiðin til baka var eftir...
... en við vorum full af orku eftir algerlega óvænta og ótrúlega uppskeru á hæsta tindi landsins...
Það gat ekkert bitið á okkur eftir svona stund á Hnúknum...
Við rúlluðum niður í sólinni til að byrja með...
... og gengum því miður aftur ofan í skýin...
... en áfram var gott veður, logn og blíða...
Þetta sóttist mjög vel og við vorum fyrr en varði komin niður Hnúkinn sjálfan...
... sem tók þá upp á því alveg óvænt að feykja skýjunum af sér eins og til að kveðja okkur...
Þetta var áhrifamikil sýn...
Og við tókum endalausar myndir...
Hinir að skila sér niður...
Vonandi náðu allir þessu... minnir að þetta hafi verið horfið áður en allir voru komnir niður...
Þetta var þannig göngudagur að hvar sem tími gafst
vegna tafa...
Bakaleiðin gekk lygilega vel... gengið í einum rykk að öskjubarminum...
Hópnum safnað þar saman áður en haldið var niður öskjubrúnina að H-brekkunni... nei útsýnisbrekkunni... miklu betra réttnefni og hollara fyrir hugann og orkuna á þessari leið því þetta er svo huglægt... við höfum alltaf fengið flott skyggni og útsýni í þessari brekku og hún á þetta ekki skilið :-)
.... sem sést vel hér...
Hvílíkt útsýni sem beið okkar niður útsýnisbrekkuna !
Það varð smám saman heiðskírt þessar klukkustundir sem við tókum í niðurleiðina...
...og það var stórfenglegt að verða vitni að dauðateygjum skýjanna...
... sem á endanum hurfu með öllu af öllum jöklinum sem við höfðum gengið á allan daginn...
Lágský og miðský...
Við höfðum vonast eftir sem mestu af háskýjum til að fá skyggni uppi en það rættist ekki...
Á þessari leið voru tekin nokkur myndastopp...
... já, við urðum mjúk og afslöppuð niður útsýnisbrekkuna...
sem gaf fegurstu liti göngunnar...
Sjá hvernig heiðskíran tekur smám saman yfir...
En þau börðust vel allra þykkustu skýin...
Litið til baka... hvílík elja í þessum samtaka hópi...
Óskar Wild sem fór með 9 manns fyrr niður meðan við
fórum á Hnúkinn, dekraði við hópinn á niðurleið
Nóttin smám saman að taka við...
Komin að Línukletti sem við höfum oft kallað svo... eða Kaffikletti þó hann heiti það líka ofan við Virkisjökulinn... Farið úr línum, borðað, fækkað fötum...
... og hver og einn gekk af stað á sínum forsendum
síðasta kaflann Sjá Dyrhamarinn að koma úr skýjunum...
Allt að leysast upp...
Orðið heiðskírt þegar við vorum komin í grjótið...
ef við bara hefðum verið þarna uppi svolitið mikið
lengur...
Sandfellið tók við og er falleg leið sama hvað menn
segja...
Farið að rökkva og farið svo hratt síðasta kaflann
að engar myndir voru teknar...
Hvernig gátum við komist til byggða? Hinrik og Láki skutluðu þeim sem komnir voru niður á þessum tímapunkti...
Þjálfarar biðu eftir síðustu mönnum sem tíndust inn
á einum klukkutíma frá hálft eitt til hálf tvö um
nóttina...
Höfðingjar sáu um okkur eftir gönguna... Gylfi grillaði, Helga hans Antons sykraði kartöflur og reiddi fram matinn og þeir Gylfi, Skúli Wildboys og Fjallhress og Örn hennar Aðalheiðar keyrðu menn upp Háöxlina til að ná í hina bílana og keyra göngumenn til byggða...
Þjálfara komu með súkkulaðiköku í tilefni dagsins... með drög að lógói sem nú þegar er búið að útfæra heilmikið...
Grillað lambalæri og meðlæti eftir erfiðustu gönguna
í sögunni var dýrmætt að fá...
Ósk kom með dýrindis Nóa-konfekt í alls kyns myndum sem eftirrétt...
Flestir komnir í rúmið um þrjúleytið og þeir fyrstu vaknaðir fyrir átta... þjálfarar þar á meðal þar sem þeirra beið mæting á Laugarvatn á fótboltamót klukkan sex á föstudeginum með smá viðkomu í Reykjavík í leiðinni að skipta um föt og búnað og græjur...
Flestir tóku því rólega þennan morgun enda glampandi
sól, logn og hiti og tóku sér tíma til að koma sér í
bæinn...
Fyrstu menn í morgunmatnum í sólinni við matsalinn...
Úff, þetta var fullkomið veður... áttum við heldur að ganga þennan dag? Meiri sól, skyggni, útsýni, hiti, sviti, bruni, snjóbráð... erfitt að segja... þetta komandi slagviðri sem von var á um kvöldið á föstudeginum kom í veg fyrir að þessi dagur yrði valinn en eftir á að hyggja hefðum við kannski helst getað sagt að best hefði verið að leggja þá af stað á miðnætti fim/fös og ná þessari björtu nótt og bjarta degi áður en rigningin kom... en þá hefðum við reyndar lent í sprungunum um miðja nótt og þá var ekki komið skyggni... æj, við munum aldrei fá að vita það... þetta er alltaf happdrætti...
Alls 31 km á 19 - 20 klst. miðað við brottför kl.
5:37 og lendingu niður milli 00-30 og 01:30 um
nóttina.
Sjá leiðina hér upp Hnappaleið, á Sveinstind, Snæbreið og loks Hvannadalshnúk og niður Sandfellsleið. Litlu munaði á þeim sem slepptu hnúknum enda hlutfallslega lítill hluti af göngunni.
Sætasti sigurinn var Sveinstindur að mati þjálfara
þar sem erfitt er að nálgast hann almennt og færri
sigra hann.
Viðrun eftir svona erfiða ferð þar sem reyndi á menn
meira en nokkru sinni á sama tíma og sigurinn var
jafnvel sætari en nokkru sinni Leiðsögumenn unnu þrekvirki að koma þessum stóra hóp alla þessa leið heilu og höldnu, þrátt fyrir miklar og óvæntar hindranir þar sem jökulsprungur, slæmt skyggni og tafir ógnuðu bókstaflega öryggisþáttum hópsins í heild. Sitt sýnist mörgum í þessu eins og alltaf en eftir stendur botnlaust þakklæti til leiðsögumanna fyrir að gera okkur þetta kleift og botnlaus aðdáun á þessum hópi sem getur greinileg alltaf allt :-)
Allar myndir þjálfara hér: |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|