Skráning og
æfingagjöld
í Toppfara:
Á göngu kringum Öskjuvatn í ferð á
Herðugreið og Öskju í ágúst 2009....
Skráning í fjallgönguklúbbinn Toppfara fer fram með
greiðslu æfingagjalda og tölvupósti á
baraket(hjá)simnet.is
Hægt er að skrá sig inn
hvenær sem er ársins og gilda æfingagjöldin frá og með
skráningu.
Tölvupóstur skal innihalda
eftirfarandi:
- Fullt nafn
- Kennitölu
- Heimilisfang
- GSM símanúmer
- Netfang
- Greiðslufyrirkomulag, þ.e.
hvort búið er að greiða árgjald, hálft ár eða vera með
mánaðarlegar greiðslur (hringja þá í Örn með kreditkortanúmerið
í síma 899-8185).
Verðlisti:
-
Árgjald: 12
mánuðir: kr. 20.000 á mann -
hjón/par/vinapar greiða 1,5 gjald: kr.
30.000.
-
6 mánuðir:
kr. 14.000 á mann -
hjón/par/vinapar greiða 1,5 gjald: kr. 21.000.
-
Mánaðarlegar
greiðslur af kreditkorti: kr. 2.000 á mánuði -
hjón/par/vinapar greiða 1,5 gjald: kr.
3.000.
-
Mánaðarlegar
greiðslur eru lágmark 3 mánuðir í upphafi og tekur 1 mánuð að
segja upp.
-
Æfingagjöld hækka
aldrei hjá virkum félögum ef þeir halda áfram þó gjaldskrá hækki
almennt - þannig þökkum við fyrir tryggðina :-)
-
Hægt er að nota
niðurgreiðslu stéttarfélaga eða vinnuveitenda vegna líkamsræktar
fyrir æfingagjöldum Toppfara.
Örn sendir póst með kvittun á
pdf-skjali sem hægt er að senda á stéttarfélagið (orn-bokari(hjá)simnet.is).
-
Ef greitt er með
afslætti hjóna/para/vina eru æfingagjöld dregin af einu
kreditkorti (annars aðilans) eins og áður hefur verið og ef
greitt er árgjald í einni greiðslu þá greiðir annar aðilinn kr.
30.000og menn gera upp sín á milli (ekki greiða 15.000 kr.
hvor NB).
Greiðslu má inna af
hendi á eftirfarandi máta:
-
Greiða beint inn á
reikning Toppfara ehf nr:
0114 - 26 - 58100 á kt: 581007- 2210.
-
Eða með
símgreiðslu af kreditkorti með því að hringja inn
kreditkortanúmer í Örn Gunnarsson, þjálfara í síma 899-8185.
Sjö tinda ganga á Kerlingu,
Hverfandi, þríklakka, Bónda, Stóra Krumma, Syðri Súlu og Ytri súlu í
Eyjafirði 13. júní 2009...
Innifalið í klúbbgjaldi:
- Skipulagðar fjallgönguæfingar
alla þriðjudaga allt árið um kring kl. 17:30 frá fjallsrótum eða
kl. 17:00 frá Össur ef langur akstur.
- Lægra gjald fyrir tindferðir
og lengri ferðir sem greiðast aukalega.
- Forgangur í lengri ferðir og
gönguferðir erlendis.
Verð í almennar tindferðir (ekki
jöklaferðir eða flóknari ferðir):
- Kr. 3.000 fyrir
klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu tvo mánuði eða
ef bæði hjón/par/vinir mæta (greiddu æfingagjöld sem par).
- Kr. 5.000 fyrir
klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
- Kr. 7.000 fyrir
gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
-
Börn klúbbmeðlima að 18 ára
aldri eru alltaf velkomnir í þriðjudagsgöngu án gjalds en
greiða eins og klúbbmeðlimir í tindferðir.
-
Makar klúbbmeðlima sem koma í
staka tindferð greiða eins og gestir ef þeir eru ekki skráðir í
klúbbinn.
- Gestir eru velkomnir í staka
þriðjudagsgöngu til prufu ef það er laust pláss í klúbbnum NB en verða að skrá sig og greiða
æfingagjöld eina og aðrir ef þeir vilja koma í fleiri en eina
göngu.
Mikilvægar upplýsingar til
nýliða:
- Allar
upplýsingar um
klúbbinn, stofnun, markmið starfsemi, reglur, þróun o. m. fl. má
lesa
hér.
-
Sækið endilega um
aðild að
lokaða fasbókarhópnum "Toppfarar"
þegar búið er að ganga frá æfingagjöldum :-)
Þjálfari getur ekki bætt nýliðum við nema vera vinir þeirra á fb
fyrst og stundum er erfitt að finna nýliðana á fb svo endilega
sækið sjálf um hér:
https://www.facebook.com/groups/toppfarar/
-
Fjallgönguklúbburinn er einnig með
opinbera síðu á fb
til að kynna klúbbinn, þar sem allar dagsferðir / tindferðirnar eru settar inn sem
viðburðir, svo gestir og gamlir klúbbfélagar geti komið í stöku
göngu með hópnum. Klúbbfélagar Toppfara skrá sig þar inn á hvern
viðburð fyrir sig og greiða lægra gjald sem klúbbmeðlimir og
klúbbmeðlimir ganga fyrir ef þátttaka er takmörkuð:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/
-
Sjá
dagskrá klúbbsins
fyrir árið. Þjálfarar semja dagskrá heils árs í senn og birta
hana síðla hausts árið á undan.
-
Skoðið
búnaðarlista klúbbsins
en munið að lykilatriði er að mæta, ekki hvaða búnað
maður á né að eiga allt sem er á listanum. Mætum í því sem við
eigum til að byrja með og sjáum smám saman hvaða búnað mann
vantar að koma sér upp (vantar mig betri gönguskó,
hlífðarföt eða belgvettlinga og afhverju þá ?). Fjallgöngur
snúast ekki fyrst og fremst um að þurfa að eiga margslunginn og dýran búnað
heldur að leggja í hann helst einu sinni í viku og láta ekki veður eða annað hindra reglulega ástundun,
svo formið sé gott allt árið um kring. Lágmarks
fjallgöngubúnaður að okkar mati er gönguskór, hlífðarjakki,
hlífðarbuxur, hlýjir vettlingar og hlýtt höfuðfat, bakpoki og
kjarngott nesti og þannig getur maður byrjað. Reynslan við að
ganga á fjöll allt árið um kring kennir manni svo smám saman að
það er gott að hafa belgvettlinga, lambhúshettu, skíðagleraugu,
hælsærisplástur, keðjubrodda o.fl. í bakpokanum en slíkan búnað
er best að koma sér upp smám saman eftir því sem reynslan kennir
manni.
-
Hvernig kemst ég í
gott fjallgönguform...?
...
um hvað snýst fjallgönguþjálfun ?...
lykilatriði er að detta aldrei úr formi heldur viðhalda því með
reglulegri ástundun. Tilgangur þessa fjallgönguklúbbs er
fjallgönguþjálfun við allar aðstæður veðurs, færðar og
birtuskilyrða allt árið um kring og að njóta íslenskrar náttúru sem
mest í leiðinni... andlegri og félagslegri vellíðan til hagsbóta ekki
síður en líkamlegri.
Frekari upplýsingar
hjá þjálfurum; Bára: 867-4000 / baraket(hjá)simnet.is eða
Örn 899-8185 /orn-bokari(hjá)simnet.is.
Í Morsárdal í Skaftafelli þar sem
gengið var með allt á bakinu inn dalinn og gist í tjöldum tvær nætur
milli þess sem gengið var á Miðfellstind framhjá Þumli
í mergjaðri ferð sem slapp ótrúlega vel með veður þrátt fyrir fremur
slæmt veðurútlit helgina 17. - 19. maí 2013.
|