Allar æfingar frá apríl út júní 2019
í öfugri tímaröð:
Svartagjá og Glymur 11. júní.
Leirvogsvatn 4. júní.
Geitahlíð og Stóra Eldborg 28. maí.
Hjólaferð 1 um Vigdísarvallaveg, Suðurstrandaveg og Krýsuvíkurveg meðfram
Kleifarvatni 26. maí.
Leirvogsá V og Stardalshnúkar 21. maí.
Þúfufjall Hvalfirði 14. maí.
Leirvogsá IV að Tröllafossi frá
Hrafnhólum að Sámsstöðum 7. maí.
Vorfagnaður Toppfara 30.
apríl - æfing féll niður.
Reynivallaháls um Fossá 23. apríl.
Drumbur og Krýsuvíkurmælifell
féllu niður vegna veðurs 16. apríl.
Háuhnúkar og Undirhlíðar 9. apríl.
Bæjarfell og Arnarfell Krýsuvík 2. apríl.
Svartagjá Síðasta æfing þjálfara fyrir sumarfrí var þriðjudaginn 11. júní Nú fórum við í annað sinn í sögunni óhefðbundnu leiðina upp með Svörtugjá sem fáir vita af og lítið er skoðuð Jaxlar og nýliðar... Fimmvörðuhálsfarar og Lakagígafarar... Sigga Sig., Linda, Biggi, Sigga Rósa, Davíð, Bjarni, Tryggvi, Guðrún helga, Björn Matt., Harpa, Ragnheiður H., Leiðin inn að Svörtugjá er ekki greiðfær... heldur grýtt á löngum köflum í hliðarhalla ... og því var þetta afskaplega holl æfing í að viðhalda styrk og jafnvægi í skriðum Aðkoman að Svörtugjá er í einu orði sagt hrikaleg... En leiðin var enn illfærari en árið 2013 þegar við vorum hérna síðast í maí... Brattinn er heilmikill upp að gjánni og svo meðfram henni upp á brún Víðihamrafjalls... Til að komast niður í gjanna þarf að klöngrast enn meira og það aftur niður og svo upp En það var aldeilis gefandi og sérstakt að skoða hana nær... Meðan hluti hópsins lék sér niðri í gjánni biðu hinir.. ... og nutu útsýnisins niður í Hvalfjarðarbotn... Kyngimagnaður staður og vel hægt að leika sér lengi hér... Smá Áfram Ísland stemning hér í gjánni sjálfri :-) Eftir gjánna var brölt upp brattann vestan megin við gjánna... Grjóthrunshætta til að byrja með og Örn reyndi að láta malandi göngumennina aftast raða sér í eina línu áður Sjá hér... það var ráð að fara varlega því lausagrjótið var mikið á þessum kafla... Svo var þverað til baka yfir á mosann og lyngið... sjá birkið langt upp eftir brekkunni... Þessar skriður voru krefjandi... Áning á miðri leið... varla hægt að slaka á samt... þetta var það bratt... Örn var í banastuði... alveg að hans skapi þessi leið... Flottur hópur á ferð... allt hægt í krafti hópsins... það sem þessi hópur er ekki til í, ha ? :-) Það varð samt að fara varlega því ef maður hefði runnið af stað þá var ekki möguleiki að stoppa sig Eins gott að gera þetta reglulega til að glata nú ekki hæfninni í brekkunum... Komin upp hér og gátum loksins slakað á... sjá út Hvalfjarðarbotn... Sjá inn Botnsdalinn að Búrfelli í Þingvallasveit frá brúninni... Blíða var uppi á brúninni.... ótrúlegt veður þessar vikurnar... eins gott að njóta meðan þetta varir... Ofan á brúnum Víðihamrafjalls gengum við í átt að Glym og fórum yfir lækinn sem rennur niður Svörtugjá Ekkert eftir nema þurrkað slím... og grámi eftir síðustu dropana... Svartagjá að ofan... Fram á brúnir Svörtugjár austan megin... Stígurinn að Glym er fjölfarinn og menn fara svo niður vestar en við Svörtugjá... Efsti hluti Glyms en aðalfossinn í hvarfi inni í gjánni... Alltaf jafn áhrifamikið að koma fram á þessar brúnir... Héðan röktum við okkur upp með ánni... ... kíktum á minnisvarða um Þjóðverjann sem lést við Glym árið 1985... Hér beið okkar að vaða yfir... allir í banastuði fyrir slíkt... ... og reyndist þetta léttasta vaðið í sögunni yfir hér... aldrei verið jafn ljúft og svalandi að fara yfir... Svo var farið niður með gljúfrinu austan megin... ... og komið fram á Glym að ofan... Þessi staður er of stór fyrir svona stutta göngu í raun... Hér er hægt að vera lengi og skoða og íhuga og njóta... Magnaður foss... ... sem heillar mann alltaf í hvert sinn... Stórbrotið landslag og einstakur staður... Fossinn frá efsta útsýnisstaðnum... Skemmtilegt sjónarhorn hér... hljóðið í fuglinum var áberandi og róandi.. sumarlegt og fallegt... Gljúfrið niður í mót... Það var erfitt að halda áfram... hægt að vera hérna endalaust.. Áfram Ísland ! Við fengum niðurstöðu leiksins stuttu fyrir þessa mynd Tryggvi, Davíð, Björn Matt., Bjarni, Sigga Sig., Katrín Kj., Guðrún Helga, Biggi, Linda, Sigga Rósa, Gylfi, Harpa, Ragnheiður H., Lára B., María Hlín , Örn og Batman en Bára tók mynd. Ljósmyndalega séð er hagstæðara að fara hefðbundna leið upp Sjá Bigga að taka mynd af okkur... eins gott að fara varlega í þessum hlíðum... Fossinn í heild... ægifegurðin er engu lík... Gaman að fara þessa leið niður þar sem við höfum svo oft farið upp hér... Búið að lagfæra leiðina heilmikið og færa til sums staðar þar sem tæpast var... Staurinn góði var fín æfing í jafnvægi... og allir náðu prófinu... Hellirinn... hvílík dýrðarinnar leið frá upphafi til enda... Kvöldkyrrðin var svo áhrifamikil þennan kafla í bílana að við gengum andaktug á köflum... Alls 7,6 km á 3:43 - 3:53 síðustu menn en þetta var ansi tafsamt þjálfarar fara nú í sumarfrí og ná ekki að halda úti æfingu í sex vikur sem er óvenjulangur tími en fjölskylduviðburður spilar þar inn í... Gylfi, Jóhanna Fríða, Olgeir og Sigga Lár hafa boðist til að vera með fjórar göngur á þessum sex þriðjudögum og því eru enn tveimur óráðstafað... þri 16/7 og þri 23/7 ... ef enginn býður sig fram á lokaðri fb-síðu Toppfara þá leggja þjálfarar upp með Úlfarsfell 16/7 og Helgafell Hf þann 23/7 :-) Njótið sumarsins elskurnar... |
Leirvogsvatn Sjötta og síðasta gangan um undur Leirvogsár var þriðjudaginn 4. júní Þetta var fjölskylduganga og mættu fjögur börn þrátt fyrir napran norðanvind og talsverðan kulda í lofti... Gengið var eftir vesturfjörum til norðurs og tekin rangsælis hringur um vatnið ... um móa, mosa, grjót, sanda, ása. leir og lækjarsprænur... Suðurhlutinn er varðaður fallegu felli eða ási sem nefnist Illaklif... ... en þar þarf að fara með grjótinu í fjörunni eða uppi í hlíðunum... Dagur 5 ára var næst yngstur þátttakenda og gekk með afa sínum honum Birgi... Hann hafði auga fyrir ævintýralegu slóðunum um allt eins og hinir krakkarnir Hann elskar Legó og á enga sérstaka uppáhalds ofurhetju, þær eru allar í uppáhaldi að hans sögn... Þorsteinn Ingi 3ja ára var yngstur þátttakenda... hér með foreldrum sínum þeim Gylfa og Lilju Sesselju Erin Ísey Nordahl 11 ára... íslensk og írsk... með sitt flotta nafn gekk með Berglindi Nordahl ömmu sinni Ágúst, Jóhannes, Lilja Bj., Heiða og Bónó og Tinni. Harpa, Jóhanna Fríða nánast útskrifaður leiðsögumaður hjá Útivist takk fyrir ! Svavar og ofurhjónin Katrín Kj, og Guðmundur Jón. Björgvin Smári 7 ára rúllaði þessari göngu upp... Dagur 5 ára með Birgi afa sínum og ofurhundinum Batman Batman var ekki lengi að gæða sér á góðgætinu... kjötbein er í algjöru uppáhaldi... Örn og ofurmennið hann Björn Matt... Frábær mæting þrátt fyrir frekar hryssingslegan norðangarran... sem var horfinn daginn eftir og þá var bongóblíða dögum saman... alger synd... en þetta var okkur greinilega ætlað :-) Heiða með Bónó og Tinna, Jóhanna Fríða, Lilja Bj., Jóhannes, Erin Ísey, Berglind, Guðmundur Jón, Harpa, Svavar, Jebb... Björgvin Smári er íþróttamaður, það fór ekki á milli mála Litið til baka með Illaklif vinstra megin... Í raun er ekki raunhæft að fara kringum Leirvogsvatn að vori eða snemmsumars... En við vorum heppin... eins og við vorum á Hellismannaleið um daginn þar sem hálendið var greiðsfært og snjólétt með eindæmum... já, vorið 2019 er búið að vera sérlega sólríkt og milt fyrir okkur á suðvestrurhorni landsins... Á austurhluta vatnsins gerðust töfrar... og sólarmistrið var sérlega fallegt á úfnum himninum... Þessi kafli er mjög skemmtilegur við vatnið og í raun fengu börnin ekki tímann sem þau hefðu þurft til að njóta þessara töfraslóða... en veðrið bauð í raun heldur ekki upp á það með sínum kalda vindi beljandi í fang okkar... Þetta var lítið mál... smá hopp og forsjálni við að bleyta ekki skóna... Virkilega fallegur kafli og heill heilunar-heimur út af fyrir sig þessi austurhluti vatnsins... Skálafellið, Móskarðahnúkar, Stardalshnúkar og Esjan í baksýn hér... Batman reyndi að smala hestununum á svæðinu... en hörfaði um leið og einn þeirra sneri sér að honum... Sandbreiðurnar... þarna var álftahreiður sem Ágúst og stelpurnar skoðuðu betur... ... meðan hópurinn safnaðist saman við norðaustur endann Virkilega flott frammistaða hjá Björgvini Smára og Degi... Pössum næst að fara hægar yfir og leyfa krökkunum að dóla sér... Það er eðalfólk í klúbbnum... alger heiður að fá að ganga með þessu fólki og njóta samvista við þau... Það var smá sveitafílíngur síðasta kaflann norðan megin... Hér leggur hún af stað... Leirvogsáin... og endar svo í Leirvogshverfinu í Mosfellsbæ Bókstaflega enginn náði að fara allar sex göngurnar nema Örn... Vatnslítil var Leirvogsárin í þessu sólríka, hlýja og þurra árferði... og ekkert mál að stikla yfir... Dagur gaf ofurhundinum Batman meira af lambalærinu góða í lok göngunnar Alls 5,4 km á 1:57 klst. upp í 206 m hæð með 79 m hækkun miðað við 201 m upphafshæð. Sjá allar sex Leirvogsárgöngurnar frá upphafi til enda: Læt gps-samantektina fylgja eins og hún kemur út hér með dags., tímasetningum og gönguhraða: Leirvogsá 1 frá sjó að Mosfelli 220119 321 22.1.2019 17:40:58 2:18:01 6.2 km 5803 sq m 3 km/h Ótrúlega gaman að gera þetta... við skoðum aðrar ár á næsta ári... ekki spurning :-) Takk kæra Leirvogsá ! Þ etta voru sérstaklega skemmtileg og áhugaverð kynni...nú vitum við nákvæmlega hvernig þú rennur og lifir spriklandi um Mosfellsheiðina niður af heiðinni til byggða og loks sjávar... Næst verður það Vesturey í Viðey í ágúst... Gunnunes í ágúst... Geldinganes í september... það verður eitthvað... og náttúrulega drepfyndið :-) En við ætlum einmitt að gera þetta líka með ár-rekjununum... já, rekja okkur eftir strandlengjunni í allri í borginni og til beggja enda út úr heni um Kjalarnesið og Hvalfjörðinn annars vegar og Suðurnesin hins vegar... það tekur mörg ár... enda eigum við nóg af þeim í framtíðinni er það ekki ? ;-) |
Geitahlíð Þriðjudaginn 28. maí var ekkert lát á sólríku og fallegu veðri á sunnanverðu landinu Við byrjuðum á að fara upp Stóru Eldborg sem var mun glæsilegri og hrikalegri gígur en við áttum von á Ágætis slóði er upp Eldborgina og kringum hana alla um gígbarminn og niður aftur Hraunið frekar nýlegt á Eldborginni fannst okkur Mjög gaman að koma upp á gígbarminn og líta niður í brattan gígbotninn Sigga Rósa fyrrum Toppfari til margra ára kom í heimsókn Sól og blíða um allt... nema að yfir okkur lá stórt ský sem gaf sig endrum og eins þegar leið á Arnarfellið og Bæjarfellið við Krýsuvík í fjarska hér... það var strax mikið útsýni úr ekki meiri hæð Þessi gígur hlaut að vera yngri en Búrfellsgjáin en í fljótu bragði sáum við ekki aldurinn á henni á veraldarvefnum... Genginn var allur hringurinn í myljandi hrauninu á mjög fallegri leið... Og farið svo niður nær Geitahlíðinni á fínum slóða... Neðar var mosavaxið hraunið og það var einstakt að sjá hraunbreiðurnar um allt Reykjanesið ofan af Geitahlíðinni... Eldborgin í baksýn... saklausasta hlið hennar... hún var mun ógnvænlegri séð frá öðrum hliðum... Í Geitahlíðinni eru nokkur gil sem eru vænlegust upp- og niðurgöngu Rjúpur um allt hér flögrandi og kvakandi og hundarnir skildu ekkert í þessu... Þegar upp var komið kom heilmikið landslag í ljós ofan á Geitahlíðinni og við stefndum á tindinn... ... en sá reyndist vera hluti af öðrum gígbarmi... Geitahlíðinni var þá sjálf eldstöð í raun... bara mun eldri ? Suðurströnd landsins... dásamlegir litir og birta þetta kvöld... Útsýnið til Kleifarvatns... það birtist þegar ofar dró Þess í stað sáum við Heklu í allri sinni dýrð og fjöllin nær og fjær í allar áttir... Hæsti tindurinn utan í gígnum efst á Geitahlíð... Uppi var áð í annað sinn og borðað nesti í golunni... Mikið spjallað og spáð og sérstaklega notalegt andrúmsloft í litlum hópi Örn, Jórunn, Súsanna, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Sigga Sig. Þjálfarar voru búnir að sjá gil mun vestar til að fara niður um Einstakt að ganga uppi á fjalli með sjóinn framundan... En gilið var hvergi sjáanlegt og Örninn ákvað að finna bara góða leið niður skriðurnar... Við vorum auðvitað til í allt eins og alltaf... Eldborgin virtist hálf óhugnaleg séð ofan frá... og minnti á Mordor í Hringadróttinssögu... Dásamlegt kvöld og mun fallegra en við áttum von á að ganga á þessum slóðum... Örninn fór svo fínustu leið niður í 50 gráðu halla en mjúku færi og lausgrýti... Það var ekkert að þessari leið eins og hér sést... fyrir þá sem voru í góðu standi og allir öllu vanir Niðri var áð og spjallað þar til allir voru komnir og var þetta svo ljúft og gott Síðasti spöluirnn meðfram Eldborginni og vestan megin í bílana var farinn í glampandi kvöldsólinni... Alls 5,7 km á 2:38 klst. upp í 395 m hæð með alls 366 m hækkun úr 115 m upphafshæð Yndislegt í alla staði :-) Hellismannaleið á fimmtudaginn og sorglega fáir að fara en þannig var það líka í fyrra... |
Hjólað Vigdísarvallaveg Mergjuð leið frá upphafi til enda: Brottför var áætluð kl. 10:00 en þar sem enginn meldaði sig á viðburðinn Vegurinn var í stakasta lagi að mestu alla leiðina... ... og leiðin er gullfalleg frá upphafi til enda... Á miðri leið er beygja til vesturs að Fíflavalalfjalli, Soginu... ... og vötnunum þremur sem við höfum oft gengið meðfram á þriðjudagskvöldum... Djúpavatn það eina sem hægt er að berja augum á aksturs... hjólaleiðinni sjálfri..
Nokkrar brekkur eru á leiðinni en þær eru litlar og almennt öruggar... ... og hver þeirra var góð æfing fyrir okkur í að hjóla utanvega á möl niður og upp Brátt fór Krýsuvíkurmælifell að birtast í suðri... ... og birtan féll sérkennilega á landið... Sjá tjaldið hér í horninu... Mölin var greiðfær að mestu en á öllum viðgerðum köflum var hún gróf og illfær á köflum... Sjá brekkurnar sem einkenna síðari hlutann sunnan megin... upp og niður þó nokkrar svona... Þessi síðasti kafli sunan megin var svolítið sérstakur í þessum litlum brekkum... Síðasti kaflinn niður eftir... Litið til baka.. Fallegt meðfram Núpshlíðar- og Selsvallahálsi... ... sem við gengum 6. febrúar árið 2016... ... í fallegu vetrarverði sen versnaði þegar á leið og því var snúið fyrr við... Síðasta kaflann til suðurs fórum við framhjá drykkjarstöð sem virtist þjóna utanvegahlaupakeppni Nei.. æj.. . þessi kafli var líka eftir... Nú var leiðin greið niður á Suðurströnd landsins... Þar áðum við stuttlega í hrauninu og fengum okkur vatn og orku... Frábært veður þennan dag eins og þessar vikur í lok maí og byrjun júní árið 2019... Gatnamótin við Suðurstrandaveg... Búin með 24 km á 1:47 klst... á möl... og framundan 26 km á malbiki... Mjög fallegt útsýnið frá Suðurstrandaveginum... Krýsuvíkurmælifellið fallegt í sólinni og sumarbúningnum... Eftri 10 km hjólreiðar beygðum við aftur til vinstri inn Krýsuvíkurveg sunnan Geitahlíðar... Krýsuvík og Sveifluháls syðri... Grænavatn við Krýsuvík.. Seltún... Krýsuvíkurheimilið...fjöldi ferðamanna á svæðinu... Mjög falleg leið og gaman að sjá þetta allt að sumri til blíðskaparveðri hádegisins... Fúli pollur... Kleifarvatnið... alltaf jafn töfrandi staður... ... og leiðin meðfram því engu lík... ... alger veisla allan tímann... Umferðin truflaði minna en við áttum von á... Þetta var því fínasta kynningarferð á þeim heimi sem hjólreiðamenn fást við... Norðurendi KLeifarvatns... Lambhagatjörin full af vatni.. stundum er hún alveg þurr og ekki vottur af vatni... Síðasti kaflinn yfir Vatnsskarðið... Alls 50,4 (Bára gleymdi að kveikja á úrinu á smá kafla) - 50,6 km (Örn) á 3:18 (Bára slökkti ekki alltaf á úrinu við myndatökur og myndbandsupptökur) eða í raun 3:03 klst. ef miðað er við Örn sem stoppaði alltaf úrið -en alls vorum við um 3,5 klst. í túrnum ef talið er með tíminn sem Bára stoppaði úrið líka... Mergjuð ferð frá upphafi til enda ! Sjá myndband af þessu hér: Sjá viðburð á fasbók: |
Síðasti Leirvogsleggurinn með Göldróttum Stardalshnúkum í pylsuendanum
Fimmta og
síðasta gangan meðfram Leirvogsánni var
þriðjudaginn 21. maí
Þorsteinn Ingi
þeirra Gylfa og Lilju Sesselju var með í sinni
fyrstu Toppfaragöngu
Náttúrubarn og
fjallamaður inn að beini... það var augljóst í
þessari göngu að sögn allra...
... og
alveg fram á sjöunda mánuð á Mávahlíðum 25.
ágúst 2015... sællar minningar...
Batman naut þess í botn að ganga um sveitina eins og allir hinir...
Leggurinn frá
Leirvogsvatni og niður eftir er í algerri
sveitasælu
Dásamlegt veður... logn og friður...
Frábær mæting
þetta kvöld og merkilegt nokk þá er alltaf besta
mætingin
Eftir ánna var haldið upp hlíðarnar á Stardalshnúkana sjálfa... sjá ánna hér í fjarska niðri...
Sjá fjær
hér... og Leirvogsvatnið sjálft... það er
virkilega gaman að ganga í kringum vatnið
Þorsteinn Ingi
gekk heilmikið sjálfur þetta kvöld
Áning með
Leirvogsánna niðri á láglendinu... ekki spurning
að ganga sem mest á fjöll þó láglendisgöngur séu
gefandi...
Tryggvi og Agnar ofurgöngumenn sem allt geta og hafa augljósa ástríðu fyrir fjallgöngum...
Lilja
Sesselja, Þorsteinn Ingi, Björgólfur, Gylfi,
Tryggvi, Agnar, Súsanna, Helga Björk, Harpa og
Birgir.
Stardalshnúkarnir voru kyngimagnaðir í einu orði
sagt og heyra mátti af þeim sem fóru
Einstök veröld
sem fáir fara um og hægt er að gleyma sér í og
ganga alls kyns útgáfur hér
Upp og niður nokkra þetta kvöld eins og konfektmola í kassa...
Stór björg og miklir stuðlar... heill heimur af grjóti á alla vegu...
Þríhnúkarnir sem stundum eru gengnir með Haukafjöllum og Tröllafossi eru af sama meiði...
Skálafellið hér í baksýn en þeir hafa tvisvar verið gengnir með því fjalli upp þetta horn hérna næst...
Sjá landslag Stardalshnúka... eins og klær um allt í myljandi stuðlum...
Einn hnúkurinn í viðbót en þessum sleppti Örn þar sem menn voru búnir að fá nóg...
Fjöldi Gandálfa í þessum stuðlum er að er gáð...
Tryggvi og Agnar stóðust hins vegar ekki mátið að skella sér þarna upp...
... á meðan hinir lögðu af stað niður og til baka...
Allir alsælir með töfrandi flotta göngu á fallegu kvöldi...
Þorsteinn Ingi ekkert þreyttur en fékk samt far með mömmu síðasta spölinn...
Alls 9,3 km á
3:31 klst. upp í 386 m hæð á Stardalshnúkum Sælan draup af
hverjum manni.... og var nokkra daga að fjarar
út af þeim sem mættu Síðasti leggur
Leirvogsárinnar þar næsta þriðjudag... |
Tólf ára
afmælisganga í skyrtu og með bindi... ... eða leðri að hætti Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva :)
Tólf Toppfarar mættu í 12 ára
afmælisgöngu klúbbsins þriðjudaginn 14. maí
... en þemað þetta árið var skyrta og bindi
Allir í einhvers
lags klæðnaði sem minnti á gamla tíma...
Lagt var af stað
frá réttunum við fjallsrætur eins og í fyrstu og
einu göngu okkar á þetta fjall áður
Grýtt en aflíðandi alla leið og heldur grátt yfir... skýjað, hlýtt og úrkomulaust en strekkingsvindur...
Birtan falleg eins og alltaf þegar vindar blása galnir um himininn og sópa öllu til og frá...
Mörg hjörtu á leiðinni... en við spjölluðum svo mikið að þjálfari gaf sér aldrei tíma til að mynda nema einu sinni...
Farið að sjást í tindinn efst... svipmikill á aflíðandi fjalli og í raun fagurmótað fjall úr fjarlægð...
Örninn tók
vestansveig upp á tindinn til tilbreytingar
Nú er bjart allan
sólarhringinn enda miður maí... og kvöldin eru
einstök fram í september hér með...
Uppgangan á
tindinn norðnorðvestan megin skemmtilega leið
Sjá útsýnið niður að Svínadal og lengra að Draghálsi...
Uppi var nett Hatarastemning í gangi... í öskrandi vindinum...
Smá klöngur efst upp á tind... en gangan var ekki flókin né krefjandi tæknilega séð svo þetta var ágætt...
Katrín Kjartans
ofurkona með meiru sem nú er farin að arka um
öll fjöll á nýja hnénu sínu...
Hópmynd á tindinum í búningunum...
(Sigrún) Linda,
Guðmundur Jón, Ingi, Katrín Kj., Harpa, Birgir,
Sigga Sig., Bjarni, Örn, Ágúst og Súsanna
Og svo Batman
framar en hann var eini hundur göngunnar...
Sigga Sig og
Bjarni eiga bæði land í þessari sveit.... Bæði mænandi dreymandi ofan af tindinum segjandi frá dásemdinni sinni í sveitinni...
Uppi var mesta
rokið og því rukum við snögglega niður úr þessum
hávaða eftir myndatökur
Hópurinn þéttur einu sinni á leiðinni... í notalegheitunum sem lygnara veðrið gefur alltaf með lækkandi hæðinni...
Kilimanjarofararnir eru ekki ennþá komnir niður
úr skýjunum....
Sjá réttina þarna niðri... hvítur hringur þar sem við lögðum bílunum...
Yndislegt
kvöld... gott að ná þessu þó hluti af okkur
hefði viljað horfa á Hatara keppa...
Við tímdum ekki heim... og náðum ekki sambandi til að hlusta á beinu útsendinguna á ruv.is...
... gleymdum okkur þess þá heldur í umræðum og snakki frá þjálfurum í tilefni dagsins...
Frábær
frammistaða í mætingu með skyrtu og bindi... Alls 5,0 km á 2:00 klst. upp í 551 m hæð með 567 m hækkun úr 80 m...
Skemmtilega
sléttar og heilar tölurnar þetta sinnið... bara
tilviljun...
Takk elskurnar !
...fyrir
flott kvöld...
|
Leirvogsá IV
Fjórða og næst
síðasta gangan upp með ánni Leirvogsá var
þriðjudaginn 7. maí
Svala Birgis mætt
aftur til leiks eftir nokkurra ára hlé
... og nú skein sól í heiði þó maí-svalinn væri enn í loftinu... dásamlegt veður...
Þessi leið er í hæsta gæðaflokki og á auðvitað að vera gengin á hverju ári...
Rótarfjallshnúksferðin að baki helgina á undan
þar sem farin var tvísýn leið um Kotárjökul í
Öræfajökli
Gengið var að
Tröllafossi sem sýnt hefur sig í alls kyns
myndum og magni...
Þrettán mættir... Gylfi, Ólafur Vignir, Súsanna, Lilja Sesselja, Svavar, Svala, Guðmundur jón, Guðrún helga, Arnar og Arna...
Allt fólk sem við
vildum óska að hefðu verið með í jöklaferð
helgarinnar
Ofan við fossinn
var haldið áfram meðfram ánni að kofa sem gaf
vísbendingu um forna frægð Sámsstaða
Jebb... áin vaðin
í annað sinn... og fær aftur vöðun hér í síðustu
göngunni frá Leirvogsvatni niður hér
Sjötta og síðasta
Leirvogsgangan verður svo hringleið kringum
Leirvogsvatnið sjálft...
Yndislegt... að vaða... og hlusta á fuglana... gerist varla sumarlegra en það....
Frá ánni var farið upp að Stardalshnúkunum...
... sem skarta þessu formfagra stuðlabergi... hér höfum við komið áður.. og tókum þá líka hópmynd... Já... þetta var 25. maí ári 2010...
Nú voru heldur færri á ferð...
Svona lítur þetta út með þrettán manns mætta... Hvar voru eiginlega nýliðarnir
allir sem komu í hópinn í janúar ?
Hér skulum við
taka hópmynd reglulega... en helst fylla alla
stuðlana...
Það er eitthvað kyngimangað við þennan stað...
... og sérlega gaman að heimsækja hann aftur...
Niður af Stardalshnúkum var farið til baka norðan árinnar...
... og slóðinn rekinn til baka nokkuð hefðbundið...
í rúllandi umræðum og spjalli sem gefur þessum kvöldgöngum ekki síst mikið gildi...
Alls 7,9 km á 2:27 klst. upp í 185 m hæð með 279 m hækkunn úr 99 m hæð.
Sjá leiðina hér á korti...
... og
samsettar
allar
Leirvogsárgöngurnar
frá
upphafi
í
janúar...
gula
fyrst og
svo koll
af
kolli...
Þar með
höfum
við
rakið
okkur um
Leirvogsánna
frá
upphafi...
úr
vatninu...
til
enda...
til
sjávar...
Næsti leggur eftir tvær vikur
þar sem þessi ganga færðist til frá
aprílmánuði... |
Vorfagnaður Toppfara ! Mjög vel hepppnað, ljúffeng súpa og meðlæti, flottur salur, frábær skemmtiatriði Danskortið... já það var sko dansað... Textinn sem Jóhanna Fríða samdi úr laginu "Ég ætla að skemmta mér" með Albatross |
Sumarleg ganga
Þriðjudaginn
23. apríl var slagveður í veðurkortunum.. spáð yfir 12 m/sek og
rigningu...
Við létum því
slag standa og mættum bara við Fossánna... í beljandi rigningu
og vindi... reyndar skjóli við trén...
Einhverra hluta
vegna stytti hins vegar upp rétt eftir að við lögðum af stað
gangandi...
Örninn leiddi
okkur eins og fuglinn fljúgandi um gljúfur Fossár sem rennur
niður Reynivallahálsinn til norðurs...
Mjög skemmtileg leið og ansi sumarlega þar sem þarna var skjól og þurrt og allur gróður að vakna til lífsins...
Þetta var í
annað sinn sem við rekjum okkur eftir ánni þarna upp eftir
Þessi kafli
minnti á fossabrekkurnar í
Jökulsárgljúfrum
milli Dettifoss og Ásbyrgis árið 2011...
Hér tókum við hópmynd árið 2014...
... þá mánuði lengra inn í vorið... þann 20. maí 2014... og mun fjölmennari ganga en þetta kvöld...
Nú vorum við
Þrettán manns... sterkur og flottur hópur...
Frá fossinum snerum við upp á heiðina gegnum skóginn...
Óskaplega fallegir grænir litir á trjánum...
Þjálfarar voru
ekki með gps-slóðina frá því síðast í tækjunum sínum Einhver lúmsk
spennuþrá í þjálfurum að mæta stundum ekki nægilega gps-tryggir
Bálhvasst var
uppi á Reynivallahálsi... mjög lýjandi og krefjandi... en
vindurinn svo hlýr....
Tilbreytingarleysið uppi á Reynivallahálsi var áberandi... en
samt ekki ef maður hafði augun hjá sér...
Formin... lögunin... litirnir... samsetningin var mögnuð á köflum...
Og fjallasýnin gullfalleg í allar áttir ofan af Reynivallahálsi... Hvalfellið hér og Botnssúlurnar...
Í vestri fór að sjást í Akrafjallið... og sólina úti á hafi...
Efsti tindur á
Reynivallahálsi er varla merktur... við lentum bara á þúfu...
Nú með vindinn í fangið... sem var erfiðara en í bakið þrátt fyrir að við værum að fara niður í mót...
Þjálfarar
stefndu á lægðina sem kemur í heiðina á miðri leið til norðurs
Regnboginn lék listir sínar með skýjunum þetta kvöld...
Himininn var alger veisla...
Þetta reyndist vel valin leið... við lækkuðum okkur á góðum lendum þar til komið var fram á brúnirnar...
... sem voru raktar til austurs á slóða þar til niðurgönguleið sást fýsileg...
Komin að skóginum og enn talsvert bratt niður en sumarfæri og grasi gróið... Sjá Batman.... rokið svo mikið að feldurinn
sléttaðist alveg...
Jú, við ákváðum að fara bara hér niður... og sleppa hendinni af gönguslóðanum sem er ofan á brúnunum...
Það saxast óðum á Hvalfjarðarfjöllin tólf...
mjög smart að ná að ganga á þau öll á einu ári...
Mjög skemmtileg brekka og örugg alla leið þó brött væri neðar...
Dásamlegt að koma inn í skóginn... skjólið... fuglasönginn...
Friðsæld og notalegheit þarna inni í lundinum...
Bekkur "Reynivallaháls 23.04.2019" :-) Efri: Ólafur
Vignir, Birgir, Bjarni, Maggi, Georg, Lilja Sesselja, Gylfi.
Niðri rétt handan bílanna biðu okkar skurðir og lækir að þvera... þetta var ekkert búið þó niður væri komið :-)
Dásamlega
sumarlegt og í ákveðinni mótsögn við grenjandi slagviðrið sem
skall á um leið og við vorum komin í bílana
Alls 9,5 km á 3.05 klst. upp í 435 m hæð með x m hækkun miðað við 41 m upphafshæð. Sjá að við fórum frá sama bílastæði síðast... en bara aðeins fyrr inn að ánni en núna árið 2019 :-) Snæfellsjökull
eftir tvo daga á sumardaginn fyrsta og glimrandi veðurspá... Þessi ganga var
næstum jafn erfið og jökullinn... |
Háuhnúkar og
Undirhlíðar
Þriðjudaginn 9. apríl fórum við nýja leið á Háuhnúka og Undirhlíðar sunnan Helgafells í Hafnarfirði...
... þar sem farið var frá Vatnshorni suðaustan megin og upp á námusvæðið suðvestan megin...
... en þar voru heilmikil verksummerki eftir þungavinnuvélar og námuvinnumenn...
... og viðvörunarskilti þegar komið var fram á brúnir námunnar...
Notaleg stemning og hlýja í loftinu... enda voru hjörtun um allt í landinu...
Sérstakur svipur á himninum...
Sviptivindar og sandryk skópu þessi þykku, gráu skýjaslæðu sem var í suðri...
En í norðri sást til himins...
milli rykskýjanna... þetta var sandur ofan af hálendinu að sögn
veðurfræðinga...
Þéttur vindur gekk móti okkur
en hér var skyndilega smá skjól...
Móbergsheimar Háuhnúkar og Undirhlíða eru stórbrotnir og dulúðugir...
...og gefa forsmekkinn af því sem Sveifluhálsinn býður upp á í öllu sínu veldi alla leið til suðurstrandarinnar...
Það er eitthvað við þetta sundraða móberg...
... sem tvístrast um allt í alls kyns litum, formum og áferð...
Breiðdalurinn blasti við okkur
á hægri hönd og var heldur þurr í samanburði við vorið í
fyrra...
Smá klöngur á köflum en annars mjög létt leið til göngu...
Hjörtun voru um allt...
Við dóluðum okkur um klettaborgirnar á leiðinni...
... og sáum hvernig bergið er allt að molna og hrynja...
... og þarf ekki mikil átök jarðskjálfta til að færast úr stað og hrynja niður...
Þetta minnti líka á Jarlhetturnar... þar sem við fórum um Vatnahetturnar síðast sem dæmi...
Kyngimagnaður heimur...
Já, fegurðin var um allt... ef maður bara gaf sér tíma tl að horfa...
Litið til baka... mjög fjölbreyttur hryggur þó lítillátur sé...
Með Helgafell Hafnfirðinga í baksýn uppljómað af sólinni... Björn Matt., Kolbrún Ýr, Guðmundur Jón, Jóhannes, Agnar, Gylfi, Tryggvi, Bryndís, Lilja Sesselja, Arna með Skugga, Örn, Bestla, Ólafur Vignir, Jórunn með tíkina Heru, Arnar, Björn H., Katrín Kj. og Bára tók mynd en Batman nennti ekki þessum myndatökum..
Við spáðum í að lengja gönguna
alla leið upp á Bláfjallafleggjara Hafnfirðinga...
Lengingin
hefði
þýtt
rúmir
10
km á
rúmum
3
klst...
Bakaleiðin var rösk niður hlíðarnar og svo með veginum og graslendinu til baka...
... í kvöldsólinni sem tók að skína gegnum sandrykið...
Gefandi umræður í bakaleiðinni
sem eingöngu fást með göngum eins og þessum...
Alls 6,6 km á 2:05 klst. upp í 273 m hæð á Háuhnúkum og 239 m á Undirhlíðum með 405 m hækkun frá 162 m. Tröllafjölskyldan við Örninn á
Snæfellsnesi áætluð um helgina Hafursfell varð fyrir valinu og nokkrir slógu til þrátt fyrir vindaspá og hugsanlega rigningu.. |
Gullið kvöld í Krýsuvík
Þriðjudaginn
2. apríl var næðingssamur og ískaldur... með
nýfallinn snjó yfir landi og láði eftir
illviðri síðustu daga
Það kvöld
áttum við stefnumót við tvö saklaus fell á
Reykjanesi
Þau eru hins
vegar stórskemmtileg uppgöngu bæði tvö... í
móbergi, skriðum og grjóti
Heldur
vetrarlegra en þegar við fórum hérna síðast
haustið 2015
Sveifluháls
syðri hér á vinstri hönd... hálsinn sá
liggur endilangur alla leið að nyrðri hluta
Kleifarvatns...
... ... og
bera þá saman við gullnu töfra-gönguna í
janúar 2014... forðum daga
Þetta aprílkvöld árið 2019 var hins vegar engan bilbug að finna á kvöldsólinni...
Á tindi Bæjarfells í saklausum 212 metrum yfir sjávarmáli...
Tryggvi, Bryndís,
Arngrímur, Svavar, Helga Björk, Birgir, Arnar, Davíð,
Björn H., Guðrún Helga, Súsanna, Bestla, Arna, Helga
Fjóla, Karen Rut, Nonni, Dóra, Sigga Sig., Gylfi, Lilja
Sesselja, Katrín Kj,, Guðmundur Jón og Hlín gestur
Og ferfætlingarnir voru
margir þetta kvöld...
Nærmynd af þessum öðlingum :-)
Geitafell til
vinstri... það er á dagskrá síðar á árinu...
Síðast fórum við niður norðvestan megin en nú fór Örninn suðaustan megin niður...
Davíð... besti vinur hundanna í Toppförum... með þá í röðum að bíða eftir fiskroði eða álíka góðgæti...
Leiðin milli fellanna við Krýsuvík er mýrlend og blaut... en þetta slapp vel á þessum árstíma...
Arnarfellið í
allri sinni vordýrð... svipmikið þó lítið
sé...
Svona
aprílkvöld eru ansi mörg í sögu Toppfara...
Einstakur
árstími og þökk sé stöðu klukkunnar einum og
hálfum tíma fyrr en raunstaðan á hnettinum
segir til um...
Vorið hefur klárlega yfirhöndina þó snjórinn hafi villt sýn síðustu daga...
Bæjarfellið hér í baksýn hægra megin... og syðri hluti Sveifluhálssins vinstra megin...
Sveifluhálsinn er eitt af okkar uppáhalds...
Hann verður
allur genginn árið 2021 þegar við tökum
Reykjanesið fyrir fjall fyrir fjall allt
árið...
Fyrsta gangan
um nyrðri hlutann árið 2010 þar sem við
gengum kringum Kleifarvatn í leiðinni:
Önnur gangan
árið 2013 þar sem við snerum við vegna
óveðurs og kona lést á Esjunni í illviðrinu:
Þriðja gangan
og nú um syðri Sveifluhálsinn árið 2014:
Og svo eru
óteljandi kvöldgöngur á staka tinda þarna
um...
Margar
lygilega fallegar myndir úr þessum göngum í
safninu okkar
Uppgangan á Arnarfellið er fínasta klöngur en fært öllum...
... og færið var ekkert að spilla för...
Uppi var sama blíðan og menn nutu staðar og stundar hvert augnablik...
Frábærir
nýliðarnir í ár...
Einmitt svona
ganga er svo vel þegin þegar að baki eru
nokkrar í erfiðu veðri eða færð...
Suðurströnd
landsins... það eru forréttindi að ganga
yfirleitt á fjöll við sjó...
Mögnuð hópmynd hjá Erni ! ... og reyndar báðar hópmyndirnar segir ritarinn :-)
Niður var farið norðan megin í skugganum og sóttist vel...
Mosinn lofaði
vori á næstu dögum... það á að hlýna og
verða ansi fallegt næstu helgi..
Stutt ganga en frábær æfing og útivera á svona fallegu kvöldi...
Snjórinn meiri norðan megin þar sem sólin fær ekki nægilega að sveifla geislasverðunum sínum...
... en þetta kemur allt með síhækkandi sólinni með hverjum deginum...
Kyngimagnað
kvöld upp á 4,1 km á 1:57 klst. upp í 212 m
á Bæjarfelli og 195 m á Arnarfelli Sjá kyngimagnaða mynd frá Ísleifi af Arnarfellinu þegar hann gekk á þessi tvö fjöll 1. janúar í áskoruninni "Ókunnar slóðir á eigin vegum" þar sem þátttakendur verða að ganga á nýjar slóðir einir á ferð og melda inn mynd og smá frásögn sem þjálfari tekur svo saman og hefur til aflestrar á vefsíðu Toppfara: http://fjallgongur.is/askoranir_allar_fra_upphafi/okunnar_slodir_2019.htm
En þess skal
getið að Ísleifur vissi ekki að þessi fjöll
væru á dagskrá klúbbsins síðar á árinu |
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|