Ferðadagur 1 og 2 - Göngudagur 0
Flug frá
Keflavík gegnum New York til Lima í Perú
og áfram flug í fjallaþorpið Cusco
Þriðjudagurinn og
miðvikudagurinn 15. og 16. mars
2011
Ferðalýsing Ítferða:
Flogið frá Keflavík kl.
17:05, lent NY kl 19:05 og áfram frá NY kl. 20:35 til Lima, lent þar kl
6.20 og áfram
til Cusco kl. 9.30. Gist á ágætu Hosteli, (hostel Amaro) hreint og þokkalegt
á
góðum stað í miðborginni. Góður morgunmatur. Mögulegt að fá tveggja, þriggja
og fjögurra manna herbergi. Öll herbergi með sér baðherbergi að sjálfsögðu."
Hér kemur ferðasagan af fyrsta
hluta Perúferðarinnar frá brottför frá Íslandi
gegnum New York, Lima og loks endað í
fjallaþorpinu Cusco þar sem við skoðuðum okkur
um á mögnuðum Inkaslóðum í þrjá daga áður en
haldið var formlega gangandi Inkaslóðina í 4ra
daga gönguferð í tjöldum þar sem endað var í
týndu borg Inkanna Machu Picchu.
Brottfarardagur var þriðjudagurinn
15. mars.... þessir þriðjudagar... :-)
Áslaug og Inga Lilja mættu með
íslenskar skothúfur merktar íslenska fánanum og
þjálfarar mættu með fána merktan Perúferðinni
þar
sem fjallið Misti krýndi fyrirsögnina og
gönguleiðirnar framundan...
Gleðin var alltumlykjandi í
fríhöfninni og ferðahugurinn mættur í flugið...
loksins... eftir eins og hálfs árs bið og enn lengri
drauma...
vorum við lögð af stað í þessa heimsreisu
til fjarlægrar og framandi heimsálfu sem flestir
voru að heimsækja í fyrsta sinn í lífinu...
Skvísurnar Inga Lilja - Áslaug -
Lilja Kr. - Ágústa...
...sem áttu eftir að brosa gegnum allt og alls kyns
krefjandi verkefni í ferðinni...
Fyrsta hópmynd ferðarinnar af
mörgum og sú eina sem tekin var á Íslandi í
troðfullum brottfararsalnum fyrir Ameríkuflugið
þar
sem við röðuðum okkur upp í eitt hornið og fengum ungan
Ameríkana til að smella af...
Alls vorum við 29 Toppfarar sem
lögðum þetta suðurameríska land undir fót...
María E., Gunnar, Sjói,
Kári, María S., Ingi, Gurra, Guðjon, Simmi, Heimir,
Alma,Torfi og Roar.
Rikki, Bára, Helga Bj., Heiðrún, Ágústa, Gerður,
Áslaug, Lilja Kr., Gylfi, Halldóra Á., Örn, Inga
Lilja, Lilja Sesselja, Halldóra Þ. og Sigga Sig.
Undirbúningur staðið frá því einu og hálfu ári áður þegar
ákvörðun var tekin um að fara
mikið æft og mikið spáð, fundað og skrifast á og sendar fyrirspurnir til
Ítferða og Sæmundar fararstjóra...
Sjá undirbúninginn í heild sinni í tímaröð hér:
undirbúninginn okkar fyrir Perúferðina
Veturinn ríkti á Íslandi... en við
flugum í sólina...
Kort af Perú þar sem allir
fjórir viðkomustaðir okkar sjást merktir inn:
Lima
- höfuðborgin á vesturströndinni fyrir miðju
landsins
Cusco
- fjallaþorpið í suðausturhluta landsins við
fjallgarðinn sem rís austan megin í Perú
... þaðan sem við gengum Inkaslóðina - Inca Trec
- til Machu Picchu
Arequipa
- borgin í suðurhluta landsins þaðan sem við
gengum á fjallið El Misty og um Colca gljúfrið -
Colca Canyon
og loks
Huaraz
í norðanverðum hluta landsins þaðan sem við
gengum um Andesfjöllin á Santa Cruz Trek.
Nágrannaríki Perú eru Equador, Kolumbía,
Brasilía, Bólivía og Chile...
Flogið var frá Keflavík eftir
einnar klukkustundar töf um kl. 18:00 og lent í New
York kl. 20 að staðartíma - flogið áfram til Lima,
höfuðborgar Perú í miðhluta landsins við ströndina
sem liggur vestan megin landsins og lent þar um sjö
leytið eða kl. 11:15 að íslenskum tíma og flogið
áfram kl. 9:30 til fjallaþorpsins Cusco í
norðurhéruðum Perú og lent þar rétt fyrir hádegi
fimmtudaginn 16. mars eftir flug til móts við tímann
og ferðalag í alls rúman sólarhring...
Gurra fékk ekki töskuna sína... en svo fannst hún og við
náðum vélinni til Cusco
en einhverjir náðu ekkert að borða þarna í millitíðinni og ferlið var
tafsamt...
Úr innanlandsflugvélinni til Cusco
mátti sjá flatlendið og fjöllin í Perú....
Skógi vaxin og sundurskorin af slóðum með þorpin
lúrandi utan í hlíðunum... og svo snæviþakta tinda
þegar austar dró...
algerlega kyngimagnað að horfa yfir þetta land...
Perú skiptist í þrjá ólíka landshluta:
ströndina (costa)
sem þekur 13% landsins og 8 milljónir búa,
fjalllendið (sierra) sem þekur 27% landsins og 50% landsmanna búa
og
Amazonfrumskóginn sem þekur 60% landsins og 6% íbúa búa...
Sjá hvernig þessir þrír ólíku hlutar þekja Suður-Ameríku
alla hér á mynd að ofan:
Við lentum í fornu Inkaborginni Cusco...
Það var ógleymanlegt að lenda í
Cusco... nútímaleg og hrörleg í senn... vestræn og
perúsk í senn...
kóka-brjóstsykur í fríhöfninni og fyrir utan...
Fyrir utan flugvellinn tóku fyrstu
túristaverzlanirnar á móti okkur við
rútubílastæðið...
með þennan fallega dreng á bílnum sínum....
Og fyrstu kókalaufin - coca-leafs
- voru keypt af vestrænt klæddum Perúkonum með
augljóst
Inkablóð í æðum...
Vinnandi menn að hvíla sig í
Cusco...
Falleg borg og björt... með
fjöllin gnæfandi yfir allt um kring...
Í Cusco búa yfir 400 þúsund manns
eða fleiri en Íslendingar í heild...
Núna er þetta sögulegt fjallaþorp í Perú en var
höfuðborg Inkamenningarinnar frá 13. öld til 16.
aldar
þegar Spánverjar
tóku yfir árið 1572...
https://en.wikipedia.org/wiki/Cusco
Frá flugvellinum vorum við keyrð í lítilli rútu að
hótelinu...
... göturnar svo þröngar að rútan komst ekki alveg
að hótelinu...
... svo við urðum að ganga smá spöl með
farangurinn...
og það tók alveg í að ganga upp brekku með allan
farangurinn sinn í 3.400 m hæð :-)
Þarna var ljóst að við vorum komin í þunnt loftslag
þar sem maður var ekki beint að taka spretti nema
finna fyrir því :-)
Litið til baka niður götuna okkar...
Þetta lofaði góðu, flottur gististaður sem hét Hotel
Amaru - í spænskum stíl og sérlega notalegur:
http://www.amaruhostal.com/
Inga Lilja, Kári Rúnar, Áslaug og Örn... loksins
lent og við fengum öll kókate... unnið úr kókalaufum
:-)
Örn var orðinn lasinn þarna, með kvef og hálsbólgu
og átti eftir að fá yfir 40 stiga sótthita...
... pestin sú átti svo eftir að ganga um hópinn alla
ferðina ásamt fleiri heilsufarslegum verkefnum...
Útsýnið frá svölunum á hótelinu... mjög falleg margslungin bygging með herbergjum dreifð á ýmsum
hæðum og ýmsum álmum
þannig að vítt var að sjá yfir allt Cusco þorpið...
við fengum 2ja klukkustunda hvíld og svo var smá
fundur með Sæma...
Sæmundur lagði línurnar með það sem var framundan
næstu tvo daga...
hæðaraðlögun með spennandi skoðunarferðum í
nágrenninu...
Svo var rölt í göngutúr niður í miðbæ Cusco...
... um þröngar götur í hverfinu til að byrja með...
... alla leið niður að torginu þar sem mannlífið
blómstraði...
Mikið að skoða og dásamlegt að bara njóta...
Sjá stafina mótaða í hlíðinni fyrir ofan bæinn... El
Perú...
Við fórum á mjög sérstakan markað þar sem allt úði
og grúði af perúskum vörum og handverki...
... kjöti og öllu mögulegu matarkyns...
... ávöxtum og grænmeti...
Kári Rúnar keytpi sér mjög flottan hatt sem átti
eftir að skreyta ferðina út í gegn...
og nokkrir keyptu sér Alpaca-ullarpeysur með perúsku
mynstri á engu verði, 1.600 kr. íslenskar eða svo...
og áttu ekki eftir að sjá þessar peysur aftur í
Perú...
og núna árið 2018 þegar þetta er skrifað erum við
ennþá að syrgja það að hafa ekki keypt fleiri
peysur...
Perúsku strákarnir í fótbolta...
Veðrið fallegt og bara yndislegt að vera loksins
komin til þessa lands sem við höfðum stefnt að í
eitt og hálft ár...
Þessar húfur voru til sölu alls staðar... og urðu
fljótt hversdagslegar...
en maður sá samt eftir því
að hafa ekki keypt fleiri...
Síðdegis settumst við niður á veitingastað í bænum
og pöntuðum okkur að borða og auðvitað perúskan
bjór...
"kúskenja" eða "Cusqueňa".
En 30 manna hópur var of stór biti fyrir lítinn
heimilislegan perúskan veitingastaðinn svo nokkrir
fengu matinn sinn mjög seint
og við áttum eftir að finna nokkrum sinnum fyrir því
í þessari ferð hversu stór hópurinn var...
þessi "very big family from Iceland! var aðeins of
stór biti fyrir frumstæðan perúskan
ferðamannaiðnaðinn...
Lexían... að
fara ekki í flókna utanlandsferð svona mörg nema
vera á láglendi þar sem nóg er af gististöðum og
veitingastöðum
sem eru vön að þjónusta mikinn
fjölda...
það átti ekki beint við þær slóðir sem við
vorum á leið á almennt í þessari ferð...
Gegnum gluggana og útidyrnar á veitingastaðnum
paufuðust sölumenn á öllum aldri og báðum kynjum og
freistuðu okkar...
Menn keyptu sér alls kyns varning, húfur, sjöl,
peysur...
Örn með grímuhúfuna sem var oft notuð eftir að við
komum heim við alls kyns skemmtileg tilvik...
Brjálað að gera í eldhúsinu að elda 30 stk.
sælkerapizzur handa okkur... :-)
Í dagbók þjálfara mátti lesa eftirfarandi:
"Örn er fárveikur, gaf honum verkjalyf og lét
hann drekka vel. Hann er grár og gljáandi og ólíkur
sér.
Frábær dagur og framar öllum vonum"
Bára þjálfari (ritari
þessarar ferðasögu) var
fárveik af svínaflensu þremur vikum fyrir
Perúferðina og missti af nokkrum vikum í fjallgöngum
og hlaupum vegna verstu veikinda sem hún hefur
upplifað. Var ekki alveg orðin góð þegar hún fór út
og svo á fyrsta degi veikist Örn... svo viðfangsefni
þjálfara voru þessi veikindi fyrst og fremst... en ekki
endilega
þau atriði sem urðu þess valdandi að mikill
titringur varð á Inkafundinum... mál sem svo
leystust í gönguferðinni hvort sem er... auðvelt að
segja eftir á en bara þetta orð "Inkafundurinn"...
fær mann til að hugsa, hvílík forréttindi að fá
yfirleitt að upplifa "Inkafund"... og vera að fara á
"Inkaslóðir"... það var eins gott að njóta
þrátt fyrir allt... :-)
Fundurinn var
haldinn um kvöldið á gististaðnum með leiðsögumanni
ferðarinnar og þar kom fram að við færum úr 3.400 m
hæð og upp í 4.200 m hæst á Inkaslóðinni sem myndi
reyna vel á með 1.000 m hækkun... dagur tvö yrði
erfiðastur og tjaldstæði þann dag það kaldasta...
fegursti hlutinn yrði eftir Chaquiqolichu (sjá
síðar) og þaðan yrði gangan léttari og loftslag
heitara... hægt yrði að fara í sturtu og það myndi
kosta 5 solas og tæki 5 mín... það yrði partý í
lokin á endastað... við myndum fara frá Machu Piccu
snemma síðdegis til að ná fyrri lestinni og ná um 2
klukkutímum í borginni... gangan væru um 45 km í það
heila á fjórum dögum... dýnan kostaði 7 dollara að
leigja... drykkir yrðu dýrari eftir því sem á liði
göngunnar... gott að hafa kreditkort í Machu Picchu
(ekki notað á leiðinni sjálfri)... gott að kaupa
skordýraeitur fyrir gönguna... við fáum 1L af soðnu
vatni á mann og þyrftum að kaupa meira vatn ef við
vildum... og það sem sló menn og olli uppþoti í
hópnum: við fengjum ekki burðarmenn fyrr en á degi
tvö í göngunni, þyrftum að bera allan farangur okkar
fyrsta daginn - en þetta kom á óvart og var ekki
samkvæmt lýsingu á ferðinni þar sem burðarmenn voru
innifaldir í göngunni.
Eðlilega voru menn
óánægðir með þetta, því það er meira en að segja það
að bera allt fyrsta daginn í langri gönguferð... og
að fá takmarkað að drekka - en það átti reyndar ekki
eftir að vera vandamál... né að fá burðarmenn sem
mættu svo stuttu eftir að við lögðum af stað fyrsta
daginn... bæði málin leystust því þegar á hólminn
var komið -
sjá síðar á degi 4 um fundinn sem þá var haldinn....
Wikipedía um Cusco:
http://en.wikipedia.org/wiki/Cusco
-------------------------------------
Ferðadagur 3 - Göngudagur 0
Cusco og Saqsaywaman þjóðgarðurinn
Fimmtudagurinn 17. mars 2011
Ferðalýsing Ítferða:
"Skoðunarferð um Cusco og nágrenni. Gist á sama stað í Cusco."
Morgunmaturinn á Hostel Amaru var mjög góður þar sem
þjónað var til borðs og gott var að sitja og
spjalla.
Þennan dag var skoðunarferð í Cusco frá 8 til 14:00
þar sem byrjað var á að fara í hof nokkurt.
Lamadýrið er eitt af sérkennum Perú og af þeim var
nóg í Cusco... Gylfi hér að fá mynd af sér tekna af
fjallaPerúkonu...
eftir á að hyggja var jafn merkilegt að þessi kona
skyldi taka mynd af honum.... eins og að sá að halda
í Lamadýr...
Torgið í Cusco þar sem við fengum ýmsan fróðleik um
sögu Inkanna og þessarar höfuðborgar þeirra á árum
áður...
Sjá hæðirnar og borgina í baksýn...
Ágústa, Gunnar, María, Sjói, Gerður, Áslaug, Ingi,
Heiðrún, Inga Lilja og Sigga Rósa.
Inkarnir voru stærsta stórveldið í gömlu
Suður-Amerku og hugsanlega það stærsta í heimi á
fyrri hluta 16. aldar.
Höfuðstaður veldisins var í
Cusco og kom frá fjalllendi Perú snemma á 13. öld.
Stórveldið leið undir lok árið 1572 af hendi
Spánverja.
Árið 1438 - 1533 lögðu Inkarnir undir sig stóran
hluta af vesturhluta Suður-Ameríku, Andesfjöllin
eða löndin Perú, stóran hluta Ekvador, vestur- og
suðurhluta Bólivíu, norðvesturhluta Argentínu,
norður- og miðhluta Chile og hluta af Kólumbíu.
Opinbera tungumál þeirra var Quechua og trúarbrögðin
sneru meðal annars að tilbeiðslu á sólarguðinum þar
sem þeir trúðu því að konungur þeirra væri sonur
sólarinnar. Inkaveldið var ólíkt öðrum stórveldum á
sama tíma mannskynssögunnar þar sem þeir nýttu sér
ekki margt af þeim framfarahlutum sem einkenndi
þróunina á þessum tíma eins og skrifað mál, málma,
járn og dráttardýr o.s.frv.
Þrátt fyrir þessar
"takmarkanir" náðu Inkarnir að verða eitt af miklum
stórveldum sögunnar.
https://en.wikipedia.org/wiki/Inca_Empire
Svo var farið í Saqsaywaman þjóðgarðinn... þar sem
sögulegar rústir fornu Inkaborgarinnar voru...
https://en.wikipedia.org/wiki/Saksaywaman
Mjög gaman að fá sögu Inkanna og borgarinnar...
...hvernig Spánverjar tóku alla grjóthleðsluna og
byggðu spænsku Cuscoborgina upp
þar til ekkert var eftir nema stærstu grjótin sem
ekki var svo auðvelt að flytja burt...
þau stóðu enn
í þessari fornu borg fyrir okkur að skoða og
fornleifafræðingar eru enn að finna rústir...
nú
síðast árið 2008 í jaðri Saksayawaman...
Lamadýrin voru á beit í garðinum og við gátum gengið
um meðal þeirra... ullin er betri en okkar
íslenska...
jafn hlý og góð en fíngerðari og því
mýkri og stingur ekki eins og okkar...
enda kostar
garndokkan miklu meira en léttlopadokka...
Við skoðuðum okkur um og drukkum í okkur söguna...
fólkið í Cusco á margt hvert Inka sem forfeður og
stoltið leyndi sér ekki
á meðan fólkið í Lima var
allt öðruvísi... við áttuðum okkur ekki á því fyrr
en síðar í lok ferðar hversu merkilegur staður Cusco
var í raun...
Saksayawaman er uppi í hæðunum ofan við Cusco svo
við gátum virt borgina vel fyrir okkur... ekki
fyrsta og ekki síðasta stórmerkilega fjallaþorpið
sem við áttum eftir að heimsækja og tengjast sterkum
böndum í þessum fjallgönguklúbb... Chamonix átti sér
nú þegar sinn stað í Toppfarahjartanu... og síðar
áttu þorp eins og Bled í Slóveníu, Zakopane í
Póllandi og Namzhe Bazaar í Nepal eftir að gefa
okkur sína upplifunina hvert svo aldrei gleymist...
Veðrið yndislegt og hvorki og kalt né of heitt...
við vorum á góðum árstíma hvað það varðar þó
rigningin ætti stundum eftir að láta á sér kræla þar
sem við vorum ekki að þurrasta árstímanum en sluppum
þannig einnig við ferðamannakraðakið og steikjandi
hitann...
Í 30 manna hópi þar sem erfitt er að passa að allir
séu mættir í rútu, veitingastað, hótel, lestarstöð,
tjaldstað o.s.frv.
var gott að skipta hópnum í fimm hluta... 5 x 6 = 30
:-=
"Skvísurnar" voru Helga Björns, Lilja Kristófers,
Ágústa Áróra,, Inga Lilja, Áslaug Melax og Halldóra
Þórarins.
"Stjórarnir" voru Sæmundur fararstjóri,
Bára, Örn (sem lá veikur á hóteliinu og kom ekki
þennan dag því miður), Lilja Sesselja, Gylfi og
Kári.
"Sérsveitin" voru Rikki, Sigga Rósa, Torfi, Alma,
María og Gunnar.
"Skátarnir" voru
Heimir og Sigga, Gerður og Sjói, Roar og
Halldóra Ásgeirs.
Og loks voru það "Skagamenn" - Lilja Kr., Gurra,
Simmi, María S., Ingi, Heiðrún og Guðjón Pétur.
Ath! þessi mynd er ljósmynduð úr Skessuhornsblaðinu,
þjálfara vantar betri mynd af hópnum
endilega sendið mér ef þið munið eftir því ! .-)
Og allir tóku myndir af hópunum :-)
Við heimsóttum þrjá staði í þessari fornu borg...
útsýnisstaðinn, hellana þar sem mannfórnir fóru fram og loks
vatnsmusterið...
Ekki gleyma barnafórnunum.... fyrsti, níundi og fjórtándi
konungurinn... el Condor, puma og snake...
Það var mikill heiður að fá að taka þátt í uppbyggingunni þarna en þrælar
voru í námunum lengra í burtu...
Þessir perúsku prúðu drengir voru á leið í
skólann... sjá sérstaka andlitsdrættina þeirra...
harðneskja fjallanna leyndi sér ekki í svip þeirra...
Öðru hvoru á leið okkar um þessa sögulegu staði var
sölufólk á ferð með alls kyns varning...
margt af því sem þar var í boði var hvergi annars
staðar í boði í Perú...
Þessi leyfði myndatökur af sér...
Lilja Kr. og Ágústa voru mjög góðir herbergisfélagar í
þessari ferð enda báðar mikil ljúfmenni :-)
Vatnsmusterið... mjög merkilegur staður... í
tunglsljósinu lýsti það upp eins og silfur...
Við fórum upp í 3.870 m hæð í þessari skoðunarferð
um Saksayawaman...
Prjónandi með lamadýrunum...
var þetta túrismi eða alvöru?
Stundum var erfitt að
átta sig á því í Perú þar sem margt var svo
frumstætt ennþá...
en þarna var klárlega túrismi
í gangi samt...
Þarna keyptu einhverjir veggteppi sem skreyta nú
Toppfaraheimili...
það voru mergjuð teppi til sölu þarna sem við sáum
aldrei aftur...
Sjá stelpurnar þrjár með mömmu sinni..
Afhverju keyptum við ekki svona teppi ! ? úff... !
Ingi og Heiðrún eru með eitt mjög fallegt heima hjá
sér :-)
Strákarnir í ferðinni... vantar Örn sem lá veikur á
hótelinu:
Roar, Gylfi, Rikki, Kári, Guðjón, Simmi, Ingi,
Gunnar, Torfi.
Þetta var ágætis ganga sem var góð upphitun fyrir
Inkaslóðirnar sem voru fyrsta gönguferðin af
fjórum...
Í lokin vorum við send eins og hjörð til vefara sem
átti að vera "miklu vandaðri" en heimamenn... þar
kostaði allt meira...
veraldarvanir ferðamenn fyrir löngu búnir að átta
sig á þessari gildru og létu ekki plata sig...
Cusco var gullfalleg í rökkrinu um kvöldið... eftir
sturtu og mat fórum við á perúska danssýningu...
Þar var litadýrðin og fjölbreytnin lygileg...
Alls kyns dansar... alls kyns búningar...
ógleymanlegt sýning...
og þó mikill túristabragur væri á henni þá skilaði
innihaldið sér vel, þetta var vel þess virði að
upplifa...
Á heimleið gangandi til Hostel Amaru kíktum við
aðeins í búðir... og sáum betlandi börn á götunum...
Uppi á hóteli var Kóka-teið dýrmætur vökvagjafi
þar sem við vorum í óða önn að aðlagast hæðinni og
hún reif mismikið í menn...
Kókalaufin komu sér vel fyrir suma en aðrir fundu
minna fyrir hæðinni...
-------------------------------------
Ferðadagur 4 - Göngudagur 0
Sacret Valley
Föstudagurinn 18. mars 2011
Ferðalýsing Ítferða:
"Ferð í
Sacred Valley og fl. Hádegisverðarhlaðborð innifalið. Gist á
sama stað."
Daginn eftir var dagsferð í heilaga dalinn eða
"Sacred Valley".
Á leiðinni í rútunni var stoppað á fallegum
útsýnisstað og við stóðumst ekki mátið að taka
hópmynd...
Efri: Bára, Torfi, Alma, Sjói, Sæmundur, Simmi, Örn,
Gerður, Ingi, Áslaug, Roar, Inga Lilja, Rikki, Kári,
Halldóra Ásgeirs., Gylfi, Lilja Sesselja.
Neðri: Gunnar, Lilja Kr., Guðjón P., María E., Sigga
Rósa, Áslaug, Heiðrún, María S., Heimir, Ágústa,
Sigga Sig., Helga Bj., og Halldóra Þ.
Fábrotinn veitingastaður... kosningaauglýsingar um
allt á veggjunum... þau sáum við um allt lengst uppi
í sveitum líka...
Grjóthrun á veginum... vegirnir í Perú eru þekktir
fyrir víðsjárverðleika... og háa slysatíðni...
við fundum stundum fyrir því en það jók einhvern
veginn bara á ævintýraljómann...
upplifðum það almennt ekki
sem hættu sem betur fer...
Ferðin okkar þennan dag um heilaga dal Inkanna...
Hinn heilagi dalur krafðist talsverðrar göngu
að minjunum...
Við gengum upp þessar hlíðar í þorpið þarna uppi...
Fegurðin mikil og dýptin í landslaginu slík að ekki
fangaðist á mynd...
Sjá gönguslóðina upp eftir...
Komin upp í þorpið...
Simmi og Guðjón... alltaf með gleðina að vopni sama
hvað þessir drengir...
Hópmynd uppi á þakinu á þorpinu...
Niður var farið aðra leið...
Litið til baka...
Heitur maís í boði sem skyndibiti þegar komið var í
rútuna... ekki slæmur biti það :-)
Sölukonurnar mættar og voru ekki lengi að finna þá
sem veikastir voru fyrir því sem var í boði...
Þessi blái og bleiki litur í Perú gleymist
aldrei....
og er í huga ritara einkennislitir
Perúferðarinnar...
Nú var ekið áfram og farið gegnum þorp þar sem
göturnar voru mjög þröngar...
Markaður í þorpinu þar sem við áðum og borðuðum og
gátum kíkt okkur um... magnaður markaður...
gæti grenjað að hafa ekki keypt meira þarna....sjáiði
teppið þarna ! ... og ...
Fínasti veitingastaður í þorpinu...
Strákarnir hjálpuðu að bera á borð og taka af
borðum...
nauðsynlegt þegar við erum að ferðast í svona stórum
hóp á fábrotnum slóðum...
Sérstakur drykkur heimamanna... mjög góður...
Bakgarðurinn á veitingastaðnum... já, svona var
umleikis í Perú... við vorum í fátæku landi og efni
mjög slæm...
og því var ekki hægt að gera sömu kröfur og ef við
værum í gönguferð í Evrópu...
Krakkarnir að selja Simma og fleirum spennandi
smáhluti...
Litagleðin í Perú á engan sinn líka... og birtist
líka í málningu á húsunum... þessi blái litur...
Seinni áningastaður dagsins var í þorp undir bröttum
hlíðum og klettadröngum...
Ollantaytambo - ath ?
Brattir stígar upp í hlíðarnar til að skoða...
... og hægt að fara á nokkra staði...
Man ekki alveg... en þetta var gróður í grjótinu...
Útsýnið niður... þessar rútur minna á Íslandi 2017
:-)
Við fengum mikinn fróðleik í þessari ferð... því
miður liggur hann nú í Perú-bókunum sem maður keypti
í og fyrir ferðina...
en ekki nægilega vel í
minninu... ef þessi ferðasaga hefði verið skrifuð
stuttu eftir ferðina þá hefði það eflaust varðveist
betur...
og eins ef maður hefði skrifað allt niður í
ferðinni... grátlegt að hafa ekki gert það... en
þetta er í bókunum ef maður vill rifja upp...
Sjá stíginn þar sem við gengum...
Bratti stoppaði ekki Inkana í að nýta landið...
algerlega stórkostlegt að sjá þetta...
Sjá þorpið hægra megin...
Svona bjuggu þeir til sléttlendi í brekkunum...
Yngsta kynslóðin ekki lengi að prófa kveikjka á
perunni með nýja tækni...
Á heimleið var fegurðin mikil og við stoppuðum til
að njóta sólsetursins...
Nú var ferðamannakæruleysinu lokið... okkar beið 4ra
daga gönguferð upp í fjöllin í 4.200 m hæð á
Inkaslóðum...
langur og strangur dagur að baki... en einmitt það
einkenndi þessa Perúferð - ströng dagskrá frá morgni
til kvölds... sem reyndi verulega á þolrifin en gaf
okkur að sama skapi svo innihaldsríka og
ævintýralega ferð að eftir á að hyggja... eftir því
sem tíminn líður frá því þessi ferð var farin... því
ljósara verður það hversu mikið þessi ferð gaf
okkur... ef við hefðum sofið út og slakað á meira og
minna þá hefðum við aldrei náð að upplifa öll þessi
ævintýri...
Rútan skilaði okkur til Cusco og við
röltum í myrkrinu upp á hostel Amaru þar sem
var stuttur skipulagsfundur með Sæmundi...
Inkafundur nr. 2... þar sem hiti
var í mönnum því upplýsingar um gönguferðina um
Inkaslóðir að Machu Picchu stóðust ekki þegar á
reyndi. Takmarkað magn af vatni og ekki nægilega
margir burðarmenn. Frekar leiðinleg
uppákoma og titringur í mönnum en strax þarna eins
og oft síðar í ferðinni þá reyndi á afstöðu hvers og
eins og getu til að takast á við óvæntar uppákomur
á lausnamiðaðan máta og jákvæðan frekar en
niðurrífandi og neikvæðan... eins og þá að ferðalýsing stóðst ekki orðrétt.
Úr dagbók þjálfara orðrétt: "
Sacret Valley. Frábær dagur, gott veður og góð
stemning. Mikill fróðleikur og smá stress fyrir
Inka. Komum seint í bæinn, þreytt og svöng. Erfitt
vegna þess að það er erfiður dagur á morgun. Fengum
okkur að borða og náðum í pening og pökkuðum.
Erfiður fundur v/burðarmanna og vatnsmála. Menn mjög
ósáttir og reiðir. Sæmundur frekar óöruggur og ekki
nógu ákveðinn og ég skjálfandi og leið ekki vel.
Lítið um góðar lausnir en við fáum burðarmenn svart
í 3 daga og ekki nema 1 L af vatni á mann. Bað menn
um að gera eins gott úr þessu og hægt er en það fannst
sumum ósanngjarnt. Reyndum að sjatla málin við
matinn en tókst ekki mjög vel. Spurning um karakter,
eðlilegt að vera ósáttur og reiður en þýðir ekkert.
Best að leysa málin eins og hægt er en ekki eyða
orku í mikla reiði og uppnám v/það leysir ekkert.
Finnst þetta klúður og að ÍTferðir eigi að
viðurkenna það en í staðinn sagði Sæmi að hann hefði
ekki fjárhagslegt ráðrúm til að redda málunum
betur".
Lexía þessa atviks og í raun ferðarinnar í heild er sú að menn hafa mis mikla
hæfileika til að takast á við óvæntar uppákomur og
skyndilegar breytingar
og mikilvægt þegar farið er í svona flókna ferð á
framandi og fábrotnum slóðum að menn geri sér grein
fyrir að ferðalýsing stenst ekki endilega og að
margt óvænt getur komið upp á. Fyrir
ferðaskipuleggjandann er eflaust erfitt einnig að
láta allt standast eins og stafur í bók því fátæktin
og menningin er ekki sú sama og við eigum að
venjast. Best er að gera sér
engar vonir og búast alltaf við hinu versta og fagna
því þá þegar allt gengur vel og láta ekki alls kyns
uppákomur (sem yfirleitt leysast vel
þegar á reynir) slá sig út af laginu... einfaldlega
af því það skemmir ferðina fyrir manni... ferð sem
aldrei aftur er farin... þetta minntu sumir
reglulega á í ferðinni... "við komum líklega aldrei
aftur til Perú... njótum þess meðan við erum
hérna"...
-------------------------------------
Ferðadagur 5 - Göngudagur 1
Fyrsta gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
4ra daga ganga um Inkaslóðir til Machu Picchu
Laugardagurinn 19. mars 2011
Dagur eitt af fjórum frá Ollantaytambo til
Wayllabamba
Ferðalýsing Ítferða:
"Inkavegurinn:
Lagt af stað með rútu snemma morguns.
Ekið með rútu á upphafsstað göngu þar sem skráning á
Inkaveginn er.
Síðan er gengið í ca 3 tíma.
Hádegismatur í 2900 m hæð. Eftir mat er gengið í ca
2 tíma á fyrsta tjaldstæðið.
Fyrsti dagurinn er
tiltölulega auðveldur.
Það eru margir frábærir útsýnisstaðir á leiðinni.
Gist á tjaldstæðinu Wayllabamba."
Leiðin framundan frá Cusco um Inkaslóðir í fjóra
daga til Machu Picchu...
Myndræn sýn á ferðalagið framundan næstu fjóra
daga...
Rúta 82 km frá Cusco til Ollantaytambo í 2.720 m
hæð...tengið í um 6 klst. og gist í tjaldi í
Wayllabamba í 2.980 m hæð..
Gengið upp í 4.200 m hæð og niður aftur og gist í
2.600 m hæð í Pacaymaho...
Gengið þriðja daginn í um 7 klst. um Runqurucay og í
Winayhuayana í 2.700 m hæð.
Gengið fjórða daginn í um 2 klst. um Sólarhliðið að
Machu Picchu í 2.400 m hæð þar sem dvalið verður við
skoðun um svæðið fram eftir degi
og loks farið seinnipartinnmeð rútu niður í bæinn
Aguas Calientes... hvílíkt ferðalag framundan...
Hækkanir og lækkanir þennan dag...
... með vegalengdum... sjá hvernig tölurnar passa
ekki alltaf milli mynda...
Leiðin á korti...
Þennan dag... 19. mars 2011... vöknuðum
við kl. 4:45 í Cusco...eftir að hafa farið að sofa um miðnætti (þjálfarar
þ.e.a.s.)
... morgunmatur kl. 5:30 og brottför kl. 6:00... bakpokanir voru þungir og
það var smá kvíði í okkur öllum því verkefnið var stórt framundan...
Flestir samt voru í góðu líkamlegu ástandi en einhver niðurgangur þó sem og
Örn ennþá slappur með kvef og hósta...
Þetta var afmælisdagur Áslaugar og Alma
lét þjálfara vita svo við sungum öll til hennar í rútunni fyrir brottför.
Eftir sönginn hélt kvenþjálfarinn smá ræðu og óskaði þess að jákvæður andi
Áslaugar myndi fylgja okkur leiðina til enda, þetta hefði byrjað illa en
vonandi myndum við gera það besta úr hlutunum. Þá sagði Kári Rúnar "hvað
ertu að tala um" og meinti að allt væri gleymt nú þegar... nákvæmlega þetta
var dýrmætt viðhorf til þess sem var framundan... við ætluðum að njóta og
gleyma óörygginu og óánægjunni sem skapaðist í burðarmanna-og vatnsmálinu...
Aksturinn var áhugaverður tók um tvo tíma frá Cusco til Ollantaytambo...
hálfskýjað veður og falleg leið...
mótmæli voru á leiðinni og fólk á götunum
að mótmæla dýrum flutningum á t. d. börnum í skólann að sögn
leiðsögumanna...
Í Ollantaytambo var 45 mín stopp þar sem við gátum keypt vatn, sælgæti og
nasl... og alls kyns aðfara nauðsynjavörur áður en við héldum inn á
Inkaslóðirnar... í þessari litlu sjoppu virtist allt fást milli himins og
jarðar... og við eigum ennþá hluti sem voru keyptir hér... mini karabínur
sem hafa oft komið sér vel í göngunum ef eitthvað slitnar eða þarf að hanga
saman...
Torgið fyrir utan sjoppuna í
Ollantaytambo... sérstakt þorp...
Sæmundur gaf Áslaugu perúskan blómvönd í tilefni dagsins... ekki slæmt að fá
svona blóm í afmælisgjöf :-)
Ljúfur og sérlega þægilegur félagsskapur hann Sæmi... við vorum lánsöm að
hitta hann á Herðubreið
og fá að upplifa Perú með hans augum :-)
Aftur var farið upp í rútu og keyrt stuttlega lengra að upphafsstað
göngunnar...
leiðsögumaðurinn okkar sem hét Cesar með könguló á hendinni... sem vakti mismikla
hrifningu viðstaddra :-)
Já, umferðin í Perú var ekki eins og á Íslandi...
... og útsýnið út um gluggann á rútunni ekki heldur... sjá krakkana vinka
okkur... fjölskylda á akrinum...
Krakkarnir að leika í sandinum... æskan er einstakur tími þar sem allt er
ævintýralegt...
Loks vorum við komin og þurftum að græja okkur... bera allan farangur þennan
fyrsta dag, fyrir
næstu fjóra daga...
engan mat og engin tjöld reyndar sem skiptir öllu upp á burð... en engu að
síður öll föt, bakpokann og dýnur...
lítið mál fyrir þá sem eru vanir slíku og í góðu formi en flóknara þegar
menn voru ekki búnir að gera ráð fyrir því að bera allt og ekki í líkamlega
mjög góðu ástandi til að bera mikið á bakinu... en þetta voru eingöngu
örlögin fyrsta daginn... og sem við ekki vissum... það biðu burðarmenn
nánast handan við hornið á gönguleiðinni svo þeir sem áttu erfiðast með að
bera farangurinn áttu eftir að losna við hann fljótlega...
Kannski var þetta hátturinn í Perú... verið að fara framhjá hámarksfjölda
manna á gönguleiðinni með því að fá fleiri burðarmenn
þegar farið var framhjá hliðinu... og kreista meiri pening út úr
ferðamanninum... veit ekki...
Sjoppan á horninu... svona voru þær margar á leiðinni til að byrja með...
Upphafið á gönguleiðinni um Inkaveginn til leyndu borgarinnar Machu Picchu
er við Llaqtapata í 2.750 m hæð
og byrja þarf á vegabréfsskoðun þar sem enginn fær að fara leiðina nema vera
búinn að skrá sig með margra mánaða fyrirvara
þar sem takmarkaður fjöldi ferðamanna... og burðarmanna... fær að fara þessa leið á hverju ári...
Við byrjuðum því á að koma okkur niður að vegabréfsstöðinni...
En við tókum hópmynd af upphafi ferðar fyrst...
Efst: Bára, María S., Guðjón Pétur, Gurra, Sæmundur, Sjói, Alma, Örn, Kári
Rúnar,
Miðjunni: Gunnar, María E., Roar, Halldóra Á., Ingi, Heiðrún, Simmi, Helga
Bj., Gerður Jens.,
Lilja Sesselja, Inga Lilja, Torfi, Áslaug, Sigga Rósa og Rikki.
Neðst: Heimir, Sigga Sig., Halldóra Þ., Ágústa, Lilja Kr. og Gylfi Þór... 29
Toppfarar og Sæmundur fararstjóri...
Einstakir leiðangursmenn hver og einn...
sem fær hjartað til að hoppa af væntumþykju þegar maður rennir yfir andlit
hvers og eins
og rifjar upp allt það dásamlega sem hver og einn gaf af sjálfum sér í
ferðinni...
Talsverður erill í byrjun dags... en við gátum lítið sagt... 30 manns á ferð
saman er talsverður fjöldi...
við vorum klárlega ekki skást í að takmarka mannfjöldann á staðnum :-)
Perúbúar hófu að takmarka fjölda
ferðamanna á Inkaslóðinni til Machu Picchu árið 2001 vegna mikils ágangs
og nú er staðan sú að alls mega eingöngu 500 manns ganga þennan veg á hverju
ári, þar með talið ferðamenn, leiðsögumenn og burðarmenn... sem útskýrir
líklega burðarmannaleysið fyrsta daginn... leyfin eru gefin út janúar ár
hvert og fyrstur kemur fyrstur fær.
Leyfin seljast mjög hratt á hverju ári,
sérstaklega á háannatíma og almennt er mönnum ráðlagt að panta leyfi mörgum
mánuðum fyrir ferð. Þá er ekki leyfilegt að fara Inkaslóðirna án
leiðsögumanns og því eru leyfin ekki útgefin nema til ferðaskipuleggjenda
sem hafa leiðsögumenn á sínum snærum. Hvert leyfi er gefið út á vegabréf
viðkomandi og er ekki framseljanlegt til annars einstaklings.
Að sögn Wikipedia er eftirlit á leiðinni
á nokkrum stöðum þar sem kannað er
hvort einhver sé í óleyfi á leiðinni
og þessi fjöldatakmörkun tekin
alvarlega í Perú.
https://en.wikipedia.org/wiki/Inca_Trail_to_Machu_Picchu
Fallegt veður og fullkomið fyrir göngu á fyrsta degi krefjandi ferðar í
fjóra daga... sem var samt bara ein af fjórum gönguferðum sem beið okkar í
Perú... eftir á að hyggja þegar dagskráin er skoðuð má sjá hversu þétt þetta
var enda emjuðum við stundum undan þéttri dagskrá... það var oft erfitt
meðan á því stóð... en eftir á gaf þessi ferð svo mikið eins og fyrr segir
og aldrei er of sagt :-)
Skilti heimamanna um Inkaslóðirnar... sem komust á heimsminjaskrá UNESCO
þann 9. desember 1983...
Æj... litla prórarkalesara-hjartað fær bara sting yfir enskunni
hérna...
hefði verið svo auðvelt að lagfæra þetta ef einhver hefði getað gefið smá
yfirferð...
Já, talsverður farangur á bakinu fyrsta daginn... þetta tók í...
og við vorum fegin að losna við þennan burð daginn eftir... og síðar þennan
dag þau sem það gátu...
Hinum megin árinnar mátti sjá þá sem komnir voru í gegnum vegabréfsskoðunina
og lagðir raunverulega af stað...
Vegabréfsskoðunin tók langan tíma...
þetta var eins og í tollinum á flugvellinum...
Burðarmennirnir fóru líka í gegnum skoðun...
Asnarnir einnig...
Aðallega karlmenn á ferð í litlum hópum... og svo risastóri hópurinn frá
Íslandi... hmmm :-)
Sjá brúna... minnir nú á Nepal.. en það lá fyrir okkur að fara þangað þremur
árum eftir Perú... og þótt virkilega ótrúlegt sé þá toppaði Nepalferðin ekki
Perú... einmitt sakir fjölbreytileikans sem einkenndi Perúferðina... hún var
bókstaflega fjórar gönguferðir í einni utanlandsferð... það er ekki hægt
annað en taka ofan fyrir Sæmundi sem hannaði þessa ferð... hún var heill
konfektkassi göngumannsins í einni veislu... en ekki bara sérvaldur moli í
einni ferð... enda teljum við Perúferðina eins og fjórar tindferðir... hver
ferð fær sitt númer... 52, 53, 54 og 55 :-)
Leiðin framundan... við vorum öll komin yfir brúna og mættum strax
heimamönnum innan um ferðamennina...
Perúsku konurnar voru með einkennandi hattana sína á höfði... klæddar í
skæra liti... pils... og svarta skó...
karlmannlegar og kvenlegar í senn í
klæðaburði sem er einkennandi fyrir þessa kvenþjóð og gleymist manni
aldrei...
sérstaklega ekki eftir því sem við ferðumst víðar og gerum okkur
grein fyrir sérstöðu þeirra í samanburði við aðrar konur í veröldinni...
Gönguleiðin varð strax ævintýraleg og falleg. Við vorum alveg heilluð af
umhverfinu
og gátum ekki annað en litið sífellt upp og um allt...
Einstakt að ganga við hlið svona konu...
Til að byrja með var gengið inn dalinn með ánni...
Fljótlega komum við að grasbala þar sem burðarmennirnir sem búið var að
panta eftir fundinn erfiða
voru mættir... þeir sem höfðu pantað slíka gátu nú létt á farangrinum sem
munaði heilmiklu
en menn þurftu að borga fyrir þessa burðarmenn og þeir virtust vera
"svartir"
og ekki annað hægt en vera svolítið svekkt út í ÍTferðir fyrir að vera ekki
búnir að fínpússa þennan þátt í skipulaginu...
en... um leið er hægt að horfa á þetta frá alls kyns sjónarmiðum... Perú er
ekki Ísland þar sem allt er undir röð og reglu...
í löndum sem ekki hafa enn fest nægilega í sessi lög sín og reglur... þar
sem fátæktin er skerandi... má búast við að önnur lögmál gildi...
Léttari á okkur líkamlega og andlega þar sem stóra burðarmannamálið var nú
leyst farsællega
skokkuðum við áfram þennan fyrsta dag á perúsku fjöllunum og drukkum í okkur
Inkamenninguna fornu sem draup af hverju strái...
Grafreitir heimamanna...
Orð Inkavegarins sem við reyndum að læra utan að:
Sólin = Inti
Fjall = Pachamama
Takk fyrir = Sulpaikí
Leggjum af stað = Chakú-chú (jakuchu)
Hvernig líður þér = Alliellanchu
Mér líður vel = Alliellami
Sjáumst síðar = Tupananchis caman (sjáumst í framtíðinni orðrétt)
Tungumál = Ketshua
Brúarsmíðin og göngustígargerðin mjög góð og var stórmerkilegt að skoða í
öllum göngunum í Perú...
Öðru hvoru voru áningastaðir í boði heimamanna af alls kyns gerðum...
þar sem hægt var að kaupa sér hressingu og tengjast fólkinu í sveitinni...
Mæðgur að bjóða drykki og ávexti...
Áhyggjurnar af því að fá eingöngu 1 L af vatni á dag innifalið í göngunni
var hitt deilu- og áhyggjuefnið... sem leystist strax þarna...
nóg af
drykkjum alls staðar... góðar súpur í hádegismat... við þurftum ekki meira
en þennan eina lítra og gátum auðveldlega fengið okkur meira ef þyrfti... og
áttum ekkert að sjá eftir þeimi aurum í fólkið sem þarna var á leiðinni...
eiginlega fagna því að geta skilið eitthvað eftir beint til bónda en ekki
bara til ferðaskipuleggjandans...
Leiðsögumaðurinn okkar á Inkaslóðinni, hann Cesar, var frábær... glaður, jákvæður...
og
aðstoðarmenn hans voru einnig frábær... þau Reynaldo og Judith... jebb, kona
var líka leiðsögumaður...
væri gaman að vita hversu hátt Perú skorar í jafnrétti kynjanna því strax
þarna fyrstu dagana fannst manni þær hærra skrifaðar
en sums staðar annars staðar....
Reglulega var stoppað og fróðleikurinn um Inkana reiddur fram af leiftrandi
ástríðu og virðingu fyrir þessari fornu stórþjóð...
Þorpin og býlin sem urðu á vegi okkar voru heillandi... og áttu eftir að
líkjast þorpunum í Nepal þremur árum síðar...
Gangan þennan dag var stutt þar sem nokkuð var liðið á daginn þegar loksins
var lagt af stað gangandi
eftir rútuferðina frá Cusco... sem hentaði vel þar sem sumir báru allt á
bakinu ennþá og það var gott að byrja rólega...
Steinvölur yfir bæjarlæknum sem rann undir bæjarstæðið... stúlka að selja
drykki og ávexti og minjagripi...
afmáðar auglýsingar á kofaveggjunum...
Síðla hádegismatur var á tjaldstæði í skógarrjóðri á leiðinni...
Fyrsta tjaldmáltíðin af mörgum í ferðinni...
... smakkaðist mjög vel... orkumikið, næringarmikið, vökvamikið, bragðgott
og vel úti látið...
allt útpælt fyrir vestræna ferðamenn sem eru á göngu allan daginn...
Við fengum hvíldartíma eftir matinn þar sem allir lögðust í smá
hádegislúr...
ótrúleg orkuhleðsla í svona stuttum lúr !
Svo var lagt af stað... við urðum að vera komin í náttstað fyrir myrkur...
en það var eitt af því mest sláandi í Perú að upplifa hvernig myrkrið skall
alltaf á um sexleytið... lítill fyrirvari... allt í einu var bara komið
myrkur... enn í dag... árið 2018... þakkar maður fyrir breytilegan sólargang
á Íslandi þegar manni verður hugsað til Perú þar sem leiðsögumenn skildu
ekki þegar við reyndum að útskýra fyrir þeim myrkrið á veturna og birtuna á
sumrin og hvernig við færum alltaf í flottar fjallgöngur á sumarkvöldum fram að
miðnætti eða svo... það einfaldlega skildu þeir ekki... lifandi í landi þar
sem alltaf er komið myrkur um sexleytið allt árið um kring...
Leiðin þennan fyrsta dag var létt og löðurmannleg... engar meiriháttar
brekkur og ekki talsverð hækkun...
Skýjaða veðrið hélst út daginn með sólarglætum á köflum og við vorum þakklát
fyrir svona góða byrjun á göngunni...
Kýrnar í Perú og búskapurinn um allt var heillandi og í minningunni var
hreinlætið og snyrtimennska áberandi almennt
þó undantekningar hafi verið á því eins og alltaf..
Útsýni yfir Patallaqta...
https://en.wikipedia.org/wiki/Patallacta
eitt af mörgum þorpum sem Inkaleiðtoginn Manco Inca Yupanqui
https://en.wikipedia.org/wiki/Manco_Inca_Yupanqui eyðilagði þegar
hann hörfaði undan Spánverjum í Cusco í viðleitni til þess að letja þá til
að leita lengra inn Inkaslóðirnar
og varð þess líklega valdandi að Spánverjar fundu aldrei Machu Picchu
svo hún hélst óskemmd þar til Bandaríkjamaðurinn og landkönnuðurinn Hiram
Bingham fann hana árið 1911
https://en.wikipedia.org/wiki/Hiram_Bingham_III
Reynaldo. annar af aðstoðarleiðsögumönnunum á Inkaslóðinni gaf okkur smakk á
kókalaufum (eða var þetta önnur perúsk jurt?)
en það var misjafnt hvort mönnum fannst not af þessum laufum hvað hæðina
varðaði...
Sjá kaktusana...
Brunalykt... einkenndi þessa ferð um Inkaslóðirnar... eins og í Afríkuferð
kvenþjálfara árið 2002...
eldurinn er rafmagnið í óbyggðunum... til að elda og halda hita...
Stundum skagaði smá skilti út á gönguslóðina...
það þýddi að um áningarstað væri að ræða rétt hjá þar sem hægt var að fá mat
og drykk...
Kúamykja... búpeningur heimamanna var á stjái um allt en við sáum ekki
burðardýr...
... ætli þau séu orðið bönnuð á þessari leið ? ATH!
Kort á leiðinni... við horfðum á leiðina okkar framundan næstu fjóra daga...
byrjað í 2.750 m og farið upp í 4.200 m hæst...
fyrst gengið talsvert á láglendi en svo á degi tvö er farið í mestu hæðina á
Dead Woman´s Pass...
Smátt og smátt gengum við lengra inn í fjöllin og láglendi varð minna...
Sjá dýptina sem við vorum að hverfa inn í... ekki ósvipað Nepal þremur árum
síðar...
Nema að í Perú vorum við í mun hærra hitastigi og því léttklæddari en
nokkurn tíma í Nepal...
Lilja Kr., María E., Áslaug, Helga Bj., Rikki og ofar eru Torfi, Gerður
Jens. og Sjói...
almennt gott ástand á mönnum en einhverjir voru farnir að finna aðeins fyrir
hæðinni...
Salernin í Perú voru með alls kyns móti... það þýddi ekkert annað en flissa
bara yfir þessu eins og Áslaug var góð í að gera...
en wc aðstæður áttu eftir að skreyta ferðina eins og alltaf í ferðum á
svipuðum slóðum í Afríku og Asíu...
Skagamenn eru dásamlegir ferðafélagar... Simmi, Gurra, María og Guðjón...
Hvert þorpið á fætur öðru heilluðu okkur... við vorum sannarlega í perúskum
fjöllum
þar sem önnur lögmál giltu en í borgunum...
Já, það var opið sagði stikan... og drykkina mátti sjá í glugganum...
Loks vorum við komin í tjaldstæðið á
Wayllabamba í 3.000 m hæð... það fyrsta í Perú af mjög mörgum í þessari
krefjandi ferð...
við áttum eftir að sofa sjö sinnum í tjaldi, ellefu sinnum á hóteli, þrisvar
í flugvél og tvisvar í næturrútu...
Dagur |
Staðsetning |
Hótelnafn |
Hótel |
Tjald |
Nflug |
Nrúta |
15.mar |
KEF - NY |
|
|
|
1 |
|
16.mar |
NY-Lima-Cusco |
Amaru |
1 |
|
|
|
17.mar |
Cusco |
Amaru |
1 |
|
|
|
18.mar |
Cusco |
Amaru |
1 |
|
|
|
19.mar |
Wayllabamba |
|
|
1 |
|
|
20.mar |
Pagamayu |
|
|
1 |
|
|
21.mar |
winayawaybe |
|
|
1 |
|
|
22.mar |
Cusco |
Amaru |
1 |
|
|
|
23.mar |
Ariquipa |
Casa de Margot |
1 |
|
|
|
24.mar |
Coshnirhua |
Hjá innf. |
x |
|
|
|
25.mar |
Cabanaconde |
|
1 |
|
|
|
26.mar |
Ariquipa |
Casona Solar |
1 |
|
|
|
27.mar |
Grunnbúðir Misti |
|
|
1 |
|
|
28.mar |
Ariquipa |
Casona Solar |
1 |
|
|
|
29.mar |
Lima |
Host. the Place |
1 |
|
|
|
30.mar |
N-rúta til Huaraz |
|
|
|
|
1 |
31.mar |
Huaraz |
Hostal Churup |
1 |
|
|
|
1.apr |
Paria |
|
|
1 |
|
|
2.apr |
Taullipampa |
|
|
1 |
|
|
3.apr |
Llama Corrall |
Hostal Churup |
|
1 |
|
|
4.apr |
N-rúta til Lima |
|
|
|
|
1 |
5.apr |
Lima |
Host. the Place |
1 |
|
|
|
6.apr |
NY |
|
|
|
1 |
|
7.feb |
KEF 6:20 |
|
|
|
1 |
|
|
Samtals: |
|
11 |
7 |
3 |
2 |
... í minningunni vorum við alltaf í
tjaldi... alla ferðina... "nema kannski einu sinni þarna í Lima"...
...en svo var greinilega ekki samkvæmt nákvæmu excel-skjali sem Heimir gerði
fyrir ferðina :-)
Tjaldstæðið þennan fyrsta dag Inkaslóðarinnar var í þorpi
þar sem starfsmennirnir hengdu út þvottinn og settu bárujárn yfir
útisvæðið...
Þéttskipað tjaldstæði... við fögnuðum fyrsta deginum... vorum lent rétt
fyrir myrkur...
og rétt náðum að finna tjaldið okkar áður en myrkrið skall á...
... en út af þessu myrkri sem þarna skall á við lendingu á tjaldstæðinu í
rigningu...
voru engar almennilegar myndir teknar af þessu fyrsta kvöldi í
tjald-náttstað í Perú...
Te, kaffi, kex og popp eftir gönguna í
matartjaldinu... og
svo kvöldmatur og fundur fyrir morgundaginn...
Gleðin við völd og allir ánægðir með þennan fyrsta dag... og allir sammála
um að gleyma klúðrinu með burðarmenn og vatnsmálin... já, ég skal hætta að
skrifa um það hér... en dagbókin segir frá streitu og orðaskiptum áfram um
þessi mál þar sem menn voru missáttir og áttu miserfitt með að gleyma þessu
og bara njóta stundarinnar... en svo skáluðum við að frumkvæði Ölmu fyrir
því að þessi mál væru að baki og öllum var létt...
Við vorum í Perú... það var eins gott að njóta hvers skrefs í þessu
ævintýralega landi...
Kvöldmaturinn var virkilega góður en fundurinn á eftir var alvöru... dagur
tvö í ferðinni sem var framundan á morgun yrði erfiður, langur og krefjandi
og talsverður bratti upp... við vorum að fara upp í 4.200 m hæð úr 3.000 m
sem þýddi yfir 1.000 m hækkun
og svo talsverð lækkun aftur niður um nokkur
hundruð metra svo þetta yrði mjög krefjandi...
og það var óvíst hvernig menn þyldu hæðina, en almennt áttum við að vera vel
hæðaraðlöguð...
Þjálfari las upp frumsamið ljóð fyrir afmælisbarn dagsins...
hana dásamlegu
Áslaugu sem alltaf lýsir upp hvar sem hún er...
"Hún afmæli heldur á Inkaslóð
óhrein í tjaldi, já alveg lafmóð
Í Perú með allt sitt fjallastóð
hún Áslaug okkar svo sæt og góð"
"Áslaug átti blautar nætur
í Perútjöldum fjöllum á
hvorki sult né svefnleysi lætur
gleði sína skyggja á"
Úr dagbók þjálfara:
"Ánægð með daginn, mergjað landslag og góð stemning
þrátt fyrir allt. Rigning um nóttina. Fallegt kvöld. Fór ein á wc fyrir
svefninn (sem var svolítið frá tjaldstæðina) og slökkti ljósin til að horfa á
fjölllin og himininn... ógleymanlegt - ég var virkilega í Perú. Tók
svefntöflu (Stilnocht) og svaf til 3:00 - þá í dúrum þar til kl. 5:20 þegar
við vorum vakin með Koka-te... "
-------------------------------------
Ferðadagur 6 - Göngudagur 2
Fyrsta gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
4ra daga ganga um Inkaslóðir til Machu Picchu
Sunnudagurinn 20. mars 2011
Dagur tvö af fjórum frá Wayllabamba til Paqaymayo
Ferðalýsing Ítferða:
"Eftir morgunmat um 6 leytið lagt af stað í bratta
göngu að hæsta skarði Inkavegarins (Dead Woman´s
Pass 4215).
Hækkun um 1200 m þennan dag. Í skarðið
er um það bil fjögurra til fimm tíma ganga.
Síðan
er gengið niður að tjaldstæðinu í Paqaymayo; 3500 m."
Ræs sum sé kl. 5:20 með kókate fært í tjald hvers og eins... ansi notaleg
vöknun...
eins gott að leggja snemma af stað í langan og erfiðan dag... því miður
rigndi um nóttina og um morguninn svo við urðum að byrja á að fara í
regnfötin og mæta þannig í morgunmat og pakka saman í sama veðrinu... nú var
gott að vera ekki að hlaða öllum farangrinum á sig...
Burðarmennirnir tóku við farangrinum okkar... hámark ? kg á mann sem hver og
einn mátti láta þá bera...
Við spáðum mikið í þyngdina og hvernig best væri að skipta þessu...
Sem betur fer burðarmannanna vegna var þetta vigtað samviskusamlega ofan í
alla svo rétt væri og sanngjarnt...
Yfirleiðsögumaður okkar á Inkaslóðinni var frábær maður... hafði sjálfur
unnið sig upp frá því að bera burðarmaður yfir í að vera yfirleiðsögumaður
og stjórna svona ferð frá upphafsreit til endaloka... og því hafði hann
mannskilninginn og virðinguna til þess að stilla öllum burðarmönnunum upp og
láta þá kynna sig hvern og einn með nafni... sem og alla leiðangursmennina
sjálfa... hver og einn var látinn stíga fram og segja nafnið sitt... og við
náðum þessu að hluta á myndband... en mikið hefði verið gaman að sjá
leiðsögumennina kynna sig:
xxx - sett á Youtube síðar - öll myndböndin - mergjað að hafa þau núna :-)
Kokkarnir eru neðan við leiðsögumennina í virðingarstiganum... svo eldhússtrákarnir... svo
burðarmennirnir...
Flottir menn á mismunandi aldri... allir glaðir... en þó stundum brostin
augu...
þreyta, vonbrigði, uppgjöf, leiði, elli eða vanheilsa... erfitt að segja...
Hver og einn klappaður upp eftir að hafa stigið fram... þetta gaf virkilega
góðan anda í upphafi göngudags tvö...
og kenndi manni að bera sérstaka virðingu fyrir burðarmönnum í öllum
gönguferðum eftir Perúferðina
og vilja alltaf fá að vita nöfnin þeirra... og vilja tengjast þeim og
kynnast þeim...
sem ekki féll alltaf í kramið eins og best sást í Nepalferðinni 2014
þar sem leiðsögumennirnir voru hneyklaðir á okkur að vilja vita nöfnin á hverjum
einasta burðarmanni...
en það gaf þeim og okkur nefnilega heilmikið í þeirri ferð.. þökk sé Cesari
frá Perú... :-)
Svo var gengið á línuna og allir tókust í hendur...
Hópmynd með öllum burðarmönnunum og kokkunum og leiðsögumönnunum...
mjög dýrmæt
mynd og grátlegt að við skyldum þurfa að vera svona regnklædd ! :-)
Svo hófst gangan... en lagt var af stað um kl. 6:45 og var mikill munur að bera
ekki allt dótið á herðunum...
Salernin... þau voru afsíðis frá tjaldstæðinu og við gengum framhjá
þeim á leið upp í skarðið...
Litið til baka niður í dalinn... þetta var strax vel á fótinn...
Leiðin okkar... nú gengum við legg 2 af 4...
frá Wayllabamba 2.980 m upp í skarðið í 4.200 m hæð og aftur niður í
Pacamayo í 3.600 m hæð...
Sést betur á þessu korti...
Gróðurinn blómstraði á þessum tíma í Perú... rigningartímabilið og ekki allt
skrælnað í steikjandi sumarsólinni...
það var þá eitthvað gott við alla þessa rigningu :-)
Mikið skrafað og hlegið enda það besta af öllu að vera á ferðinni léttklæddur
í fallegu umhverfi...
við vorum í besta félagsskap í heimi eins og sést á þessari mynd :-)
Útsýnið frá wc á leiðinni...
Hækkun dagsins var rúmir 1.200 m svo það tók vel í og fljótlega fór hver og
einn að ganga eins og honum hentaði
og hópurinn dreifðist vel þennan dag...
Fleiri á ferð en við og gaman að heilsa öðrum ferðalöngum
en almennt vorum við ein á ferð og fáir aðrir á ferli á gönguleiðunum í
Perú...
Áslaug, Helga Bj., Ágústa, Lilja Kr. og Inga Lilja... frábærar konur...
alltaf brosandi... alltaf gaman...
Burðarmennirnir fóru á undan okkur í gönguna... en báru mun meira en við...
svo við gengum þá uppi suma...
það var ekki auðvelt með létta poka á bakinu...
Litið til baka þar sem sést vel hvernig stígurinn liggur með hlíðinni inn
þröngt gil upp á við...
Skagamenn héldu hópinn og fóru á sínum hraða...
Ilmandi skógur og fuglasöngur um allt...
Kyngimagnað umhverfi og við vorum heilluð aftur og aftur...
Svo lagðist þoka yfir og það varð blautt... regnslárnar komu að frábærum
notum í Perú... svo heitt að maður vildi alls ekki fara í regnbuxur og
regnjakka... bara rétt skella einhverju yfir sig að ofan og yfir
bakpokann... dinglandi léttklæddur undir slánni...
Þokuslæðingurinn gekk yfir öðru hvoru...
Þetta var heldur flóknara í rigningunni en ef það hefði verið þurrt...
Sjá leiðina upp í skarðið... leit ósköp sakleysislega út... en í 4000 m hæð
tekur þetta vel í...
Burðarmennirnir með sínar slár yfir burðinum...
ekki vel skóaðir og í leirdrullunni sem kom með rigningunni þá voru þeir
ótrúlega fótvissir engu að síður...
Við fylgjust spennt með gps-tækjunum sem mældu hæðina... komin í tæplega
4.000 m hæð hér og okkur leið vel...
Menn fóru upp í litlum hópum eftir líðan hvers og eins...
þjálfarar voru viljandi í miðjum hópnum og reyndu að hafa yfirsýn yfir alla,
fremstu og öftustu þó það væri hlutverk leiðsögumannanna...
en fremsti hópurinn var horfinn mjög fljótlega upp á sínum hraða...
Hey, blár himinn... það var ekki langt í sólina... sem átti eftir að bíða
okkar hinum megin...
En svo skánaði veðrið og var mjög gott í skarðinu allan tímann...
Litið til baka... langur slóðinn en beinn og breiður...
Þjálfarar gengu svo þétt upp síðasta kaflann og náðu fremstu mönnum sem komnir
voru upp
svo hægt var að ná í fyrri hópmynd dagsins:
Kári, Gunnar, Örn, María E., Bára, Ágústa, Torfi, Alma, Helga Bj., og Lilja
Kr.
í í Dead Womans pass í 4.215 m hæð eftir um 4ra tíma göngu eða svo ?
Fyrri hópurinn rölti svo af stað niður
hinum megin, þau gátu ekki hugsað sér að bíða eftir hinum enda í mikilli hæð
og líðanin misgóð
og á meðan tóku hinir að tínast inn einn af öðrum...
við mældum súrefnismettunina og hún var undir 90% hjá öllum... það var ekki
skrítið að finna svolítið fyrir hæðinni...
Komin í 4.227 m hæð skv. gps :-)
Skagamenn mættir ásamt Siggu og Heimi, Áslaugu og Ingu Lilju :-)
Gleði... ekkert nema gleði...
Hópmynd hin síðari uppi... fyrstu menn biðu voru farnir fyrr niður og Roar
og Halldóra voru á leið upp...
Bára, Judith, Halldóra Þ., Örn, Lilja
Sesselja, Sæmundur,
Sigga, Simmi, Inga Lilja, Guðjón, Áslaug, Ingi, Sjoi, Cesar.
Heiðrún, Gylfi, Heimir, Gerður Jens., María E., Gurra, Sigga Rósa og Rikki.
Svo lögðu menn af stað niður í þokunni
og rigningunni... en það var hlýtt og lygnt svo þetta var lítið mál...
Þjálfarar biðu eftir öllum í skarðinu og
voru uppi í tæpa tvo klukkutíma
og fóru svo niður ásamt Roari og Halldóru og Halldóru Þ...
Örn var orðinn dofinn í fingrunum af
súrefnisleysi en annars fundum við lítið fyrir hæðinni
öðruvísi en eins og maður væri hífaður af að vera svona lengi þarna uppi...
Þetta var svipuð leið til að byrja með
og á leið upp...
Allir himinlifandi að hafa komist klakklaust um skarðið og ekki orðið
veikir...
Flottar krókaleiðir þarna niður...
Fljótlega náðum við í skottið á hinum...
... og það létti smám saman til...
Svo náðum við næst síðustu mönnum... Rikka, Siggu Rósu, Sæma, Áslaugu, Ingu Lilju, Gerði og Sjoa...
Eftir því sem neðar dró fórum við smám saman úr þokuslæðingnum sem læddist
um toppana...
Allt samt svo fallegt í bleytunni og þokunni...
Töfrarnir í Perú voru oft svona... dulúðugir og síbreytilegir...
Svo kom sólin... og þá varð allt strax notalegra og léttara... og
tjaldstæðið geislaði í sólinni þarna niðri...
Og við tímdum ekki niður... sáum að þokan skreið yfir tjaldstæðið neðar og
þar vildum við ekki vera...
í þokunni... svo við dóluðum okkur bara í sólinni... viðruðum tærnar og
slökuðum á í góðum pásum...
nægur tími þar sem við áttum að borða hádegismat í náttstað, hvíla okkur og
svo borða kvöldmat...
svo það var engin ástæða til að flýta sér...
Sigga Rósa fremst á mynd brosandi...
þetta var mjög erfiður dagur en á öllum myndunum sem maður tók af henni þá
var hún alltaf skælbrosandi...
sem segir allt um hennar geislandi persónuleika og gleði öllum stundum...
En einmitt þessi gleði er einkennandi fyrir hópinn almennt...
það er greinilega einhver gleðihormón sem framleiðast við að ganga
klukkutímunum saman...
Þegar síðustu menn lentu í tjaldstæði nr. 2 í Perú um kl. 15:15 braust út
mikill fögnuður og við áttum mjög skemmtilega stund þarna
allir himinlifandi með að komast í gegnum erfiðasta daginn á Inkaslóðinni
og frammistaða allra frábær...
þar var sungið og fagnað og hlegið og skálað...
Tjaldstæðið var stallað í mold og grjóti... við sem hópur vorum á fleiri en
einum stalli...
Cesar leiðsögumaður var sem betur fer búinn að raða niður í tjöld eftir
heilsu og ástandi sem var frábært hjá honum
þannig að ekki gilti "fyrstur kemur fyrstur fær" því yfirleitt þýddi það að
þeir sem mest þurftu á góðu tjaldi á góðum stað að halda
voru síðastir og hefðu mætt afgangi... en nei, hann passaði að svo færi ekki...
og á þetta reyndi oftar í Perúferðinni og reyndist stundum erfitt að stýra
sem kenndi manni margt um mannlegt eðli við krefjandi aðstæður...
Já, þetta var ansi smart þrátt fyrir allt...
við vorum allavega ekki í brekku eins og stundum er... m. a. á leið upp
Kilimanjaro...
Sjá bröttu brekkuna sem búið var að stalla tjaldstæðið utan í...
Við byrjuðum á að fá hádegismat um kl. 15:30
og svo áttum við að hvíla okkur að
skipun leiðsögumanna...
láta hæðina skila sér í skrokkinn...
... og svo var síðdegishressing um 17:30, popp, kex, te og kaffi...
og svo
kvöldmatur :-)
Þarna var farið að ná sér í vatn...
Sjá útsýnið úr tjaldinu okkar niður eftir dalnum...
Þjálfari skrifaði í dagbókina
seinnipartinn:
"Er að bíða eftir kvöldmatnum, komið myrkur og allt blautt, smá rigning úti
en allt í orden í tjaldinu, kemur á óvart hvað tjaldið er gott. Örn miklu
hressari en í gær, við þoldum bæði hæðina vel. Frábært að ná öllum
Toppförunum uppi í
skarðinu, geggjað umhverfi þrátt fyrir minna útsýni á köflum vegna skýjanna
og þokunnar. Náðum samt góðum útsýnisstöðum beggja vegna og fengum frábæran
dag. Fundum lítið fyrir hæðinni og hefðum getað farið hraðar en erum ánægð
að hafa fylgt hópnum í miðjunni og náð þannig að hitta alla uppi".
Það var átakanlegt að sjá hvernig fór um burðarmennina og suma
leiðsögumennina...
þeir sváfu bókstaflega úti við á jörðinni með plast yfir svefnpokanum
sínum... engin tjöld né dýnur eins og við...
... eflaust til að spara burðinn þar sem eigin þarfir viku fyrir
lífsnauðsynlegum tekjum af því að bera sem mest...
Lögðum af stað um kl. 6:46. Vorum uppi um kl. 12:25. Halldóra kom um 14:00.
Komin í tjaldstað um 15:15 og fyrstu menn þá upp um 14:00 ?
Áttum gott kvöld að sögn dagbókarinnar og fórum að sofa um kl. 21:00.
------------------------------
Ferðadagur 7 - Göngudagur 3
Fyrsta gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
4ra daga ganga um Inkaslóðir til Machu Picchu
Mánudagurinn 21. mars 2011
Dagur þrjú af fjórum
frá Paqaymayo til Winayhuayana (Winay Wayna)
Ferðalýsing Ítferða:
Morgunmatur um 6. Síðan lagt af stað. Eftir 1 ½
tíma göngu upp í mót eru fornminjarnar í Runquracay.
Þar er ótrúlega fallegt útsýni yfir fjöllin og
umhverfið. Þaðan er haldið niður á við og farið um
skarðið sem endar á Inka staðnum, Sayacmarca. Eftir
að stoppað hefur verið þar er haldið áfram um
stórkostlegan hitabeltisskóg og síðan hækkar hann
allt upp í 3680 m.
Áður en haldið er niður á við er heimsóttur
staðurinn Phyuupatamarca. Tveggja tíma ganga til
Winaywaybe (2700m), þar sem gist er.
Göngutúr með leiðsögn um staðinn, síðan kvöldmatur.
Verkefni dagsins á
sniðmyndinni... frá Pacaymayo í 3.600 m hæð upp í
Runquracay
og niður í Winayhuayna í 2.700 m hæð...
Vöknuðum snemma og enn var rigning og dumbungur á 3ja degi sem voru viss
vonbrigði...
en það átti eftir að breytast... og fegurðin átti eftir að fanga okkur...
... því fegurðin var engu lík... þrátt fyrir þokuna... og gaf umhverfinu
dulúð sem ekki fæst í heiðskíru veðri...
Við byrjuðum á að ganga upp bratta brekku frá tjaldstæðinu í rökkrinu... úr
3.600 m upp í 3950 m hæð
og það var mun léttara en deginum áður.
Þjálfarar létu reyna á formið sitt eftir að hafa hugsað um allan hópinn á
krefjandi deginum áður
og
voru fyrstir upp og tóku til við að mæla súrefnismettunina á öllum þegar
þeir komu upp
eftir að hafa tekið stöðuna á hálfum hópnum í morgunmatnum sem voru í
sama matartjaldi
og þeir
en við vorum það mörg að það voru alltaf tvö matartjöld...
og vildum við ná að mæla alla þar sem það náðist ekki í skarðinu deginum á
undan
en samt var einhver óánægja með að allir fengju ekki mælingu á báðum
stöðum...
það hefði verið erfitt að framkvæma það nema allir væru tilbúnir til að vera
sem einn hópur og bíða eftir þeim sem komu á eftir
sem ekki var mögulegt í skarðinu deginu á undan...
Það hefði hins vegar verið óskandi að við hefðum verið með fleiri mæla
því það hefði leyst heilmikið... því þjálfarar misstu af því að færa guðunum
fórnir sem allir gerðu á þessum stað
og tóku engar myndir af því heldur því miður...
þar sem það tók allan tímann uppi að mæla allan hópinn...
30 manns var einfaldlega aðeins of stór hópur í raun
og við pössuðum okkur á því eftir Perúferðina að vera aldrei svona mörg
aftur í utanlandsferð erlendis :-)
Menn voru ótrúlega misjafnir í súrefnismettun... og lítil fylgni milli tölu
og líðan...
niðurstaðan var því sú að fleiri þættir hafa áhrif á líðan í svona mikilli hæð
en súrefnismettun í blóði...
Inkaslóðirnar eru slegnar inn í bergið... oft og tíðum í bröttum brekkum...
gróðri vaxnar svo illfært er um að fara...
við vorum oft agndofa af aðdáun yfir eljunni sem stígarnir báru vitni um...
og áttum erfitt með að sjá nútímamanninn afreka annað eins...
Djúpir dalir umluktir skógivöxnum hlíðum frá rótum til tinda...
einstakt landslag þarna og aðdáunarvert að sjá hvernig menn höfðu mótarðstíga gegnum þetta torsótta landslag...
Gróðursælt með meiru svo stundum uxu trén lóðrétt út úr hlíðunum til að næla
sér í smá sól...
Sólin braust oft fram inni á milli og það létti svolítið til svo sást til
nærliggjandi dala og tinda...
Litið til baka þar sem við komum niður úr hlíðinni ofan við tjaldstæði
síðustu nætur...
Á miðri leið komum við í þekkta Inkaborg... Sayaqmarka...
https://en.wikipedia.org/wiki/Sayacmarca
Fornar rústir ofan við Runkuraqai þar sem við áttum eftir að fá okkur
hádegismat...
Stelpumynd í rústunum:
Alma, Sigga Sig., Áslaug, Helga Bj., Bára, Ágústa, Gerður Jens., Lilja
Sesselja, Lilja Kr.
Frábær hópur :-)
Strákarnir...
Heimir, Sæmi, Gunnar, Sjoi, Örn, Kári, Torfi og Sesar...
Algerir töffarar :-)
Hey, lítið upp...
Þorpið liggur í miklum bratta utan í
hlíðinni og við skoðuðum það vel...
Cesar fræddi okkur um menningu og sögu Inkanna... hvílíkt samfélag að hljóta
þau örlög að líða
undir lok...
skyldi það bíða okkar samfélags líka... við sem höldum að við séum
ósigrandi...
https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_the_Incas
Útsýnið magnað ofan úr þorpinu og niður brattar hlíðarnar... þar sem sjá
mátti ýmsar aðrar rústir á víð og dreif...
Tignarleikur Inkaslóðanna var áþreifanlegur þrátt fyrir þokuna... eða
kannski einmitt vegna hennar...
Niður var svo gengið úr þorpinu...
Mosavaxnar trjágreinar...
Við vorum komin í annað Inkaþorp mun stærra...
Litið til baka...
Tröppur endalaust... upp eða niður... það reyndi vel á skó, fætur og hné...
Í Runkuraqai var hádegismatur og hvíld...
Maturinn á Inkaslóðinni var mjög góður... veisla í hvert mál og alltaf nóg
að borða handa öllum...
Mikið gott að hvílast og slaka á...
okkur leið eins og við værum komin á ströndina í þessu góða veðri í
svolítilli mannabyggð
en ekki í dumbungnum uppi í fjöllunum...
Ingi, Rikki, Helga Bj., og Inga Lilja... forréttindi að eiga svona
göngufélaga að :-)
Örn, María S., Simmi, Gurra, Heiðrún og Gunnar... bara gaman alltaf sama
hvað :-)
Gunnar, Heiðrún, María E., Roar, Lilja Kr., og Áslaug...
einstakt fólk í þessari ferð og við bundumst sterkum böndum sem slitna
aldrei...
Áslaug, Sæmi á bak við, Alma, Halldóra Á., Rikki, Torfi á bak við, Heimir og
Halldóra Þ. á bak við.
menn hlúðu hver að öðrum og það var dýrmætt að hafa Ölmu, Torfa og Halldóru
Þórarins með í för þegar á reyndi...
Svo var haldið áfram frá Runkuraqai í næsta náttstað sem yrði sá síðasti
fyrir Machu Piccu...
Helga Bj., María E., Sigga, Sigga Rósa og Inga Lilja...
Það er ekki annað hægt en fyllast væntumþykju þegar maður horfir á þessar
konur
og rifjar upp öll samtölin og alla notalegu samveruna í þessari ferð...
svona innan um allt volkið og veikindin og erfiðleikana inni á milli :-)
Strembin brekka upp og því miður allir með regnslárnar þar sem droparnir
létu sjá sig þegar við vorum lögð af stað...
Stundum voru stígarnir hoggnir inn í bergið þar sem brattast var...
... og stundum lágu þeir gegnum skóglendi með trjávöxtinn á beggja vegu...
Aftur komin upp í heiðarnar þar sem þokan lá en nú var hún ansi þunn...
Hey, lítið við :-)
Hér hefur vel þurft að höggva... þetta var með ólíkindum stundum...
Mikil smíði og virtist lítið hafa gefið eftir eða skemmst...
Brýr yfir læki og gil...
Skyndlega á miðri leið veiktist Sigga Rósa en jafnaði sig sem betur fer fljótt...
Þá var gott að hafa Ölmu lækni við höndina, Torfa sem og Halldóru Þórarins...
en þjálfarar reyndu samt að hlífa þeim eins og þeir gátu í ferðinni
sem var erfitt þegar hugsa þurfti um 30 manns..
þar sem þau áttu að vera að njóta og ekki sjálfsagt að þau væru sífellt í
læknishlutverkinu í fríinu sínu.
En Alma er magnaður læknir og henni rann engu að síður alltaf blóðið til
skyldunnar
og þar voru þeir Toppfarar heppnir sem veiktust í ferðinni en Halldóra og
Torfi voru einnig alltaf hjálpleg þegar á reyndi:-)
Hér reyndar að mæla púlsinn á Rikka... við tókum engar myndir þegar leið
yfir Siggu Rósu...
Tjaldstæði á leiðinni... stallað eins og okkar síðustu nótt nema hér var
hvert tjald á sinni hillu...
Tröppurnar í Perú... voru sérkapítuli út af fyrir sig...
Við vorum asfslöppuð og hver fór á sínum hraða... gengið í litlum hópum og
spjallað um allt milli himins og jarðar...
Ævintýralega falleg leið og oft í miklum bratta með mögnuðu útsýni...
Það reyndi vel á hnén þennan dag... sérstaklega þar sem farið var niður
"Gringo-killer tröppurnar"
Rúmlega 1.000 þrep niður í mót... slæmt fyrir hnén sem þurftu þar með að
halda líkamsþunganum að mestu niður í mót...
... en léttir fyrir hjarta
og lungu sem gátu dólað sér í tómu kæruleysi niðurgöngunnar :-)
Stundum ansi sleip þrep og útmáð í gegnum tímans rás...
Leiðsögumennirnir mikið búnir að hræða okkur og stríða á þessum þrepum...
... svo við vorum bara fegin að takast loksins á við þau...
... og komast að því að við gátum þetta alveg :-)
Hva, þetta er ekkert mál ! :-)
Yndislegur ilmur í loftinu... fuglarnir sungu... það var hlýtt og lygnt...
... og stundum rigndi ekkert og það opnaðist vel fyrir útsýnið gegnum
þokuslæðurnar...
Deginum lauk eftir x langa göngu en því miður virðumst við ekki hafa tekið myndir af síðasta gististaðnum við
aðkomuna...
en þarna var búið að lofa okkur partýi eftir flotta þrjá göngudaga
þar sem
ekkert var framundan nema næturganga að Machu Piccu...
og það var stuð...
Mjög góður matur... gott að vera í húsi... fá kaldan bjór... og gista
inni...
...en heldur var þetta einhvern veginn samt kuldalegt hálfpartinn...
hálf sóðalegt... og dimmt... og hávaðasamt...
við vorum þrátt fyrir volkið í tjöldunum orðin kröfuhörð og urðum fyrir
svolitlum vonbrigðum...
hugsanlega af því væntingarnar voru of miklar um að við
værum raunverulega komin í byggð og í nútímaþægindin...
sem við vorum
auðvitað ekki... eingöngu komin í perúskan fjallaskála þar sem sömu lögmál
giltu og í flestum þeirra...
en þó var margt þar betra en í íslensku
fjallaskálunum sem maður sér sífellt betur og betur hversu fábrotnir og
aumlegir eru
þrátt fyrir gott bílaðgengi og mikla umferð sem hægt væri a
nýta til að fá aðföng...
Þannig fengum við mun flottari mat og þjónustu en í íslenskum lendingarskálum
eftir langa gönguferð...
ef undan er skilinn Húsadalur í Þórsmörk sem er til fyrirmyndar...
Hvort við viljum svona þægindi í fjallaskálana er svo sérumræða...
en okkar reynsla er sú að fjallamennskan er ekkert síðri með alvöru þægindi í skálunum
og
virðist bara verða metnaðarfyllri og þróaðri við það...
eins og við áttum eftir að sjá í Slóveníu, Nepal, Frakklandi og Ítalíu árin
eftir Perúferðina...
þar sem aðgengi að skálum er hvergi á bílum og eingöngu með þyrlum eða
burðardýrum eða göngumönnum...
Eftir matinn fórum við út og þökkuðum burðarmönnunum fyrir þjónustuna
síðustu þrjá daga
með því að taka í höndina á hverjum og einum þeirra...
Kokkarnir fengu sérstakar þakkir...
og við sem og leiðsögumaðurinn héldum smá ræðu
og við gáfum þeim öllum þjórfé sem kom sér vonandi vel...
70 solas á mann x 30 sem dreifðist á allan hópinn :-)
Í dagbók þjálfara um kvöldið má lesa að þetta var eini tjaldstaðurinn
þar sem við vorum óörugg sakir hávaðans og óróans í umhverfinu, allt í einu
var fullt af fólki um allt
og í sóðaskapnum, myrkrinu og bleytunni var þetta ekki aðlaðandi gististaður
stendur í bókinni...
-------------------------------------------
Ferðadagur 8 - Göngudagur 4
Fyrsta gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
4ra daga ganga um Inkaslóðir til Machu Picchu
Þriðjudagurinn 22. mars 2011
Dagur fjögur af fjórum frá Winayhuayana (Winay
Wayna) til Machu Picchu
og svo með rútu niður í Aquas Calientes og lest til
Cusco
Ferðalýsing Ítferða:
Farið eldsnemma á fætur eða um 4.30. Eftir morgunmat
er haldið að Inti Punku (hurð sólarinnar), sem er
inngangur að Machu Picchu.
Hálftíma seinna er komið að Machu Picchu. Ferð um borgina með leiðsögn,
þar sem heimsóttar eru merkilegustu rústirnar.
Eftir það er tími fyrir fólk til að skoða sig sjálft
um áður en farið er í rútu (eða gangandi) til Aguas
Calientes.
Þar getur fólk keypt sér hádegismat og síðan er
farið með lest (+rútu) til Cuzco
og komið þangað um 20.30 (fyrirvari á tímasetningu
lestar).
Gist á Hostal Maru.
Já... við fórum snemma að sofa eftir
partýið og bjórinn... og vöknuðum kl. 2:45... drifum okkur að pakka og borða
morgunmat... fyrirmæli leiðsögumanna voru þau að því fyrr sem við færum af stað, því
framar kæmumst við í biðröðina um hliðið (Check Point) sem gætir þessa hluta
leiðarinnar og hleypir engum inn sem ekki er skráður og búinn að borga...
þannig takmarka þeir umferð um þennan magnaða hluta gönguleiðarinnar niður í
Machu Picchu og er það vel...
Þetta þýddi að við þurftum að bíða við hliðið í myrkrinu... nóttinni... og
halda gleðinni gegnum þreytuna og syfjuna...
sem snillingum ferðarinnar gekk auðvitað vel að gera... :-)
En svo var beðið... og beðið enn meira...
... í algjöru tilgangsleysi að okkur
fannst... í 1:25 klst...
... þegar maður hefði vel getað verið í
rúminu sofandi...
Úr dagbók
þjálfara:
Allir mættir snemma og lögðum snemma
af stað úti á Check point þar sem við þurftum að bíða í 1:25 klst. eftir að
komast í gegn, frá kl. 3:50 - 5:15. Sérstakt andrúmsloft í myrkrinu,
bleytunni og smá kulda sem primaloft bjargaði. Töluðum heilmikið við Cesar á
meðan við biðum og við Helga fórum saman á wc um fimmleytið sem var frábært
því það var lítill tími til þess lags fyrri hluta dagsins."
En leiðsögumennirnir okkar pössuðu plássið vel og þeir gáfu það ekki eftir
að við vorum með þeim fyrstu á svæðið
og skyldum því fá afgreiðslu strax og opnaði... í þeirri hugsun að fá að
vera fyrst á stígunum og geta gengið á eigin hraða
og ekki í troðningi eða stressi annarra göngumanna... og það var rétt hugsað
hjá þeim :-)
Loksins fengum við að ganga af stað... í morgunhúminu...
Það var tekið að birta og þessi kuldalega myrkurganga í rigningunni... tók
að léttast...
Þetta var mikið ævintýri og sérstakt að upplifa þennan morgun...
Halldóra Þ., Sjoi, Gerður Jens., Judith, og Helga Björns með gleðina að
vopni í þessari gölnu vitleysu :-)
Leiðin var um sömu Inkastígana og dagana á undan... upp og niður... inn í
bergið og fram á brúnir...
Eftir um 50 - 55 mín göngu vorum við komin að Inti Punku - hlið
sólarinnar...
Þjálfarar ákváðu að Gerður og Sjoi færu fyrst allra sem aldursforsetar hópsins
auk þess sem Sjoi var veikur en þau héldu alveg hraðanum á eftir Judith svo
þetta sóttist mjög vel...
Það var stórkostleg tilfinning að
koma þarna upp...
þjálfarar föðmuðu alla Toppfarana eftir því sem þeir
tíndust inn í rústirnar í skarðinu..
allir hífaðir og andrúmsloftið einstakt...
En því miður var rigning þegar við komum og þoka yfir svæðinu
en þarna áttum við að fá að horfa niður á Machu Picchu sem var bara í
þokunni...
en við sáum samt fjallið skaga upp úr þokunni og það átti eftir
að létta til á hárréttum tíma
þegar við vorum komin nær borginni...
Við hefðum viljað taka hópmynd en
gáfumst upp í mannfjöldanum...
Frá sólarhliðinu lögðum við svo af stað niður í fornu, týndu Inkaborgina Machu
Picchu...
Á þessum kafla teygðist vel úr hópnum og hver og einn fór á sínum hraða...
Upplifunin var göldrótt... þetta var áþreifanlega merkilegur staður...
Þokunni létti smám saman...
Ritari tafðist við myndatökur og hugleiðslu ein á ferð... og endaði á að vera
langöftust í
hópnum...
Við höfðum engar væntingar og vorum búin að sætta okkur við þokuna og
rigninguna á þessum merka degi...
En... áttum eftir að eyða deginum hérna í sól og blíðu...
Þessi mögnuðu skógivöxnu fjöll alla leið upp á tind... voru varla af þessum
heimi...
Litirnir... formið... þetta var einstakur staður til að vera á...
Borgin að koma í ljós... Machu Picchu...
Sjá láglendið þarna niðri hægra megin... ótrúlegt landslag...
ekkert
láglendi nánast og árnar tóku það nánast alveg yfir...
þetta áttum við eftir að
upplifa á eigin skinni seinnipart þessa dags í Aquas Calientes...
stórfljótandi jökulá beljandi gegnum þorpið svo það hvarf nánast undir
vatnsflauminn...
einn sérstakasti staður sem við höfum komið á...
Borgin komin í ljós og þá varð maður spenntur og við héldum vel áfram...
En þá kom smá þoka aftur... æji...
En svo létti til og við náðum hópmynd með borgina í baksýn... flókið með 30
manna hóp en þetta tókst... :-)
Hvílíkur staður til að byggja borg !
... hvernig komust Inkarnir eiginlega alla leið hingað gegnum fjöllin ?
... jú á stígunum sem þeir byggðu og við gengum á... ótrúlegt alveg...
Sjá hér mjög góða samantekt
af vísindavef Háskóla Íslands um borgina:
"Hvað getið þið
sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?"
"Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum.
Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg
Inkanna.
Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir
sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í
Cuzco. Borgin er byggð á fjallshrygg milli fjallanna Machu Picchu og Huayna
Picchu, hátt yfir Urubambafljótinu sem rennur umhverfis borgina í boga á
þrjá vegu. Þverhnípt bergstálið er allt að 450 metra hátt frá ánni og upp að
borginni. Borgin var óvinum illvinnanleg vegna hinna náttúrulegu aðstæðna. Í
hlíðunum eru stallar með akurreinum þar sem rækta mátti næg matvæli fyrir
íbúa staðarins. Vatn er nægt á staðnum frá lindum á svæðinu.
Machu
Picchu var byggð um miðja 15. öld er veldi Inka stóð sem hæst í tíð hins
öfluga keisara Pachacuti Inca Yupanqui (1438-1471). Borgin var yfirgefin
1572 í kjölfar spænska hernámsins. Spænska hernámsliðið kom hins vegar
aldrei á staðinn og því er borgin óröskuð og einstaklega vel varðveitt. Í
virkisborginni eru ríflega 140 byggingar, hof og aðrar opinberar byggingar
auk íbúðarhúsa. Borginni var skipt í hverfi, fyrir trúarbyggingar, aðal og
presta og almenning. Þar eru torg og önnur opin svæði, brunnar og
áveiturennur, er náðu til akurreina og flestra bygginga. Um tvö hundruð
tröppugangar tengja byggðina saman í hinum mikla halla. Öll eru húsin byggð
af tilhöggnu graníti, flest án múrlíms, en grjótið svo nákvæmlega fellt
saman að eigi má hnífsblaði á milli koma. Þök voru ýmist af steini eða
lífrænum efnum.
Eftir að borgin var yfirgefin týndist hún umheiminum í meira en fjórar
aldir og þaktist gróðri. Seint á 19. öld var vitað að nokkrir útlendingar
komu á staðinn og rændu jafnvel fornum gripum. Það var svo ekki fyrr en í
júlí 1911 að bandaríski sagnfræðingurinn og háskólakennarinn Hiram Bingham
tilkynnti að hann hefði „fundið“ borgina. Hann hafði stundað
fornleifarannsóknir á svæðinu um nokkurra ára skeið, einkum í leit að
borginni Vilcabamba, síðasta varnarvirki Inkanna í hernámi Spánverjanna.
„Fundur“ Binghams vakti heimsathygli og í fyrstu bók sinni um svæðið kallaði
hann staðinn „hina týndu borg Inkanna.“ Hann stundaði rannsóknir þarna næstu
árin og greindi frá þeim í fjölmörgum greinum og bókum.
Machu
Picchu hefur lengi verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Perú og
helgast það af ýmsum ástæðum. Borgin er í ægifögru og hrikalegu umhverfi,
hún var lengi hulin umheiminum og frá fyrstu tíð virðist einhver
leyndarhjúpur hafa hvílt yfir staðnum frá fyrstu tíð. Einnig vekur það áhuga
manna að fræðimenn hafa ekki orðið samdóma um eðli borgarinnar, í hvaða
tilgangi hún var byggð og hvaða hlutverki hún átti að þjóna í ríki Inkanna
og hefur það aukið á dulúð og aðdráttarafl staðarins.
Hiram
Bingham taldi sjálfur að borgin væri eins konar táknrænn fæðingarstaður
„meyja sólarinnar“ sem gegndu mikilvægu hlutverki sem gæslumenn helgra véa
Inkanna og sem ástkonur Inkanna. Aðrir fræðimenn hafa lagt áherslu á
trúarlegt hlutverk staðarins sem eins konar tengipunkt við guðina þar sem
samskiptin við þá væru auðveldust. Enn aðrir fræðimenn hafa talið að frá
borginni hafi átt að stjórna umferð og vöruflutningi á nýunnum svæðum.
Einhverjir töldu borgina hafa verið byggða sem fangelsi fyrir glæpamenn er
framið höfðu alvarlega glæpi gegn ríkinu. Enn voru aðrir sem töldu að Machu
Picchu hefði þjónað sem tilraunastöð í ræktun þar sem nýta mátti
akurstallana við mismunandi skilyrði. Enn voru þeir sem töldu að
borgarvirkið hefði átt að þjóna sem neyðarathvarf fyrir keisara og hirðmenn.
Að síðustu má nefna að ýmsir hafa talið að staðurinn hafi verið byggður sem
vetrardvalastaður fyrir keisara þar sem loftslag er þar mun mildara en uppi
á hásléttunni. Er þessi síðasta tilgáta ekki fjarstæðukenndust.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
*
Hvað eru Inkar?
eftir Þórunni Jónsdóttur
Heimildir og myndir:
- Hiram Bingham: Lost City of the Incas.
London 2003.
- J. Alden Mason: The Ancient
Civilizations of Peru. Pelican Books.
Harmonthsworth 1969.
- Rebecca Stone-Miller: Art of the Andes
from Chavín to Inca. London 2002.
- Nicholas J. Saunders: The Incas.
Sutton Publishing 2000.
- Carmen Bernhard: The Incas. Empire of
Blood and Gold. London 1994.
- Esther Pasztory: Pre-Columbian Art.
London 1998.
- Antony Mason: Ancient Civilization of
the Americas. London 2001.
- Kort:
OceansArt.US.
Íslensku texti settur inn af ritstjórn
Vísindavefsins. Sótt 8. 3. 2011.
Mynd af steinhleðslu: Pasztory, bls. 17.
Mynd af akurreinum:
Litscape Art.
Ljósmyndari: Tony Waltham. Sótt 22. 2 .2011.
Machu Picchu:
Hiking Trip Reports.
Sótt 22. 2. 2011."
... tilvitnun í vísindavefinn
lýkur.
Hér áðum við lengi og tókum myndir af hvort öðru og nutum þess að vera komin
á áfangastað...
Cesar og Judith... frábærir leiðsögumenn og Cesar klárlega framúrstefnulegur
hvað varðaði að hafa kvenkyns aðstoðarleiðsögumann og burðarmenn sem hann
bar umhyggju og virðingu fyrir...
munum aldrei gleyma honum... né þeim þremur...
Við gengum niður í þorpið sem liggur í stölluðum bratta...
Við mættum fólki sem hafði komið með
rútu til týndu borgarinnar úr byggð...
við vorum grútskítug, blaut og eflaust illa lyktandi...
en mikið var þetta sérstakari upplifun eflaust heldur en að mæta beint úr rútunni...
Sjá brattann... ótrúlegt afrek að reisa þessa borg í þessum bröttu
fjöllum...
Dulúðin skreið um allt...
Heiðursskjöldur um landkönnuðinn, vísindamanninn og stjórnmálamanninn
ameríska
Hiram Bingham (1769-1869) sem uppgötvaði borgina árið 1933:
https://www.google.is/search?q=hiram+bingham&dcr=0&source=lnms&sa=X&ved=0ahUKEwjV0Inn35jZAhWBy6QKHSr4BNsQ_AUICSgA&biw=1440&bih=767&dpr=1
Við byrjuðum á að ganga niður í þjónustumiðstöðina til að létta á farangri,
fá okkur að borð og hressa okkur við
svo við gætum notið borgarinnar í nokkra klukkutíma...
Það var gott að komast í menninguna aftur...
Kaffi eða heitt kakó... það þurfti ekki meira til að það yrði brjálað stuð
hjá Skagamönnum :-)
Ennþá dumbungur en við áttum eftir að fækka fötum og njóta sólarinnar...
og við nutum þess að setjast niður á venjulegum veitingastað og panta okkur
eitthvað af matseðli :-)
Allir fengu Inkaslóðar-Machu Picchu stimpla í vegabréfin sín sem var mjög
skemmtilegt...
Í borginni sjálfri máttum við ekki vera
með bakpoka
svo við þurftum að klæða okkur eins og við héldum að dagurinn viðraði til
enda...
Hlýtt, lygnt og þurrt... það var eins gott að vera ekki of mikið klæddur...
Við tókum regnfötin samt með til öryggis, vatn, peninga og myndavél...
En veðrið batnaði stöðugt og maður sat uppi með primaloft úlpuna og
regnbuxurnar
hangandi á handleggnum allan daginn...
Fegurðin og sagan í borginni er engu öðru lík...
Leiðsögumennirnir skiptu okkur upp og svo fræddu þau okkur heilmikið um
snilld Inkana
og hvernig er talið að þeir hafi byggt borgina...
Byggingarstíllinn úthugsaður og vandað var til verka...
Það var mjög fróðlegt að hlusta á þau segja frá... Cesar var bæði fróður og
skemmtilegur í frásögn sinni...
Reynaldo var og góður en Judith var aukamaður og fræddi ekki á þessum hluta
leiðarinnar.
Við vorum virkilega komin á þennan stað... sem við höfðum mörg mænt á árum
saman á ljósmyndum...
Lagnin... vísindin... hugsunin... bak við borgina er slík að það er ekki
annað hægt að gruna Inkana um að hafa verið í einhvers lags yfirnáttúrulegum
tengslum... sama tilfinning og kemur þegar maður skoðar pýramídana,
grafirnar og stytturnar í Egyptalandi...
nútímavísindi geta ekki útskýrt nærri allt... t. d. hvernig þeir fóru að því
að sverfa grjótið svo vel saman að ekki færi vatnsdropi á milli...
það er enginn að gera það í dag á okkar tímum nema með fullkomnum tækjum og
tólum...
þar sem allt er staðlað og
ekkert byggð nema einfaldir kassar með sömu tegundum af gluggum...
allt eins
ódýrt og einfalt og hægt er... samt með miklu betri aðföng, verkfæri,
orkugjafa, aðstæður en áður fyrr...
hvílíkt
metnaðarleysi og hugmyndaleysi á okkar tímum í samanburði við fyrri tíma...
Við litum upp úr borginni og sáum stíginn þar sem við gengum frá
sólarhliðinu...
þarna var Inti Punku í skarðinu !
Smátt og smátt kom dýptin í fjöllunum í ljós eftir því sem þokunni létti...
... og umfang borgarinnar og umhverfisins kom betur í ljós...
Þetta var það stór borg og í það miklum brattta að okkur dugði engan veginn einn dagur til að skoða
hana...
Svo sterklega byggt að húsin standast tímans tönn gegnum árþúsundir...
https://en.wikipedia.org/wiki/Machu_Picchu
Eins og Ingi sagði í viðtali við Skessuhornið eftir Perúferðina:
"Enn þann dag í dag hafa menn ekki fengið almennilegan botn í
verkfræðikunnáttu Inkanna
frá þessum tíma þar sem þeim tókst að smíða steinblokkir sem voru tólf
strengdar og allt að 150 tonn á þyngd
og féllu það vel saman að ekki einu sinni er hægt að koma bréfaklemmu á
milli þeirra. Stærðfræðikunnátta Inkanna er enn á huldu og minnir
óneitanlega á þá duldu þekkingu sem einkenndi Egypta þegar Pýramídarnir og
Sfinxinn er skoðaður í Egyptalandi... "
http://skessuhorn.rat.nepal.is/frettir/nr/119752/
Maður vildi ekki missa af orði frá Cesar...
Sigga Rósa,
Gerður Jens., Sjoi, María E., og Ingi að nýta vel
smá bekk sem gafst í einu húsinu :-)
Þetta var alvöru borg...
Sjá dýptina úr borginni niður á
fljótið niðri á láglendinu...
Rústirnar voru stórmerkilegar og við vorum heilluð af hönnuninni sem var
útpæld...
Völundarhús mikið en við nutum enn styrkrar leiðsagnar Cesars og félaga...
Það var hægt að kaupa sér far upp á aðal Machu Picchu klettinn sem hér
blasir við
en það varð
að vera snemma þar sem umferðinni varð að stýra
og við nenntum ekki að eltast við það þar sem allur tíminn hefði farið í það
og ekki í borgina sjálfa... því tímdum við ekki...
Þeir notuðu vatnið sem verkfæri...
Menn hafa velt mikið vöngum yfir því hvernig Inkarnir fóru að þessu... og
eru með kenningar út í yztu æsar
rétt eins og með pýramídana... en það er samt svolítið erfitt að trúa því
þegar sumt er skoðað...
Já, þetta var mjög bratt...
Það er hægt að vera þarna dögum saman...
Ekki mikið af fólki og greinilega rétt að takmarka fjöldann svo manni
fyndist maður ekki vera í troðningi...
Brattinn í fjöllunum mikill og fjarlægðin á milli þeirra lítil...
Sjá ánna renna á eina láglendinu á staðnum hérna megin... og veginn vinstra
megin meðfram...
Himininn var að verða blár...
Já, það er lamadýrahald í borginni líkt og forðum...
Við fengum sólbaðsstund í lok fræðslunnar...
Það var komið að skilnaðarstund við leiðsögumennina okkar eftir 4ra daga
samvistir
og við komum okkur saman um þjórfé... 15 - 30 sóla á mann (x29) sem
dreifðist á þau þrjú...
en kokkar og burðarmenn höfðu fengið 70 sola á mann (x29) frá okkur kvöldið
á undan
sem dreifðist á um 20 menn....
Hver og einn knúsaður innilega...
Leiðsögumennirnir ásamt fararstjóra og þjálfurum :-)
Sæmundur, Örn, Bára, Judith, Cesar og Reynaldo.
Hópmynd af öllum:
Efst: Heiðrún, Halldóra Á., Roar, Torfi, Alma, Kári, Sigga Rósa, Gylfi,
Lilja Sesslja, Simmi, Sjoi, Örn, Gunnar.
Miðið: Inga Lilja, Guðjón, Lilja Kr., Helga Bj., Áslaug, Halldóra Þ., Gurra,
María E., Rikki.
Neðst: Ingi, Sæmi, Gerður, Judith, Cesar, Reynaldo, Ágústa, Sigga Sig.,
Heimir, María E og Bára.
Eftir að hafa kvatt leiðsögumenninga áttum við frjálsan tíma sem við nýttum
meðal annars til að dorma í sólinni
með lamadýrunum í kringum okkur...
Það var orðið sólbjart og fallegt veður...
Þjálfarar dóluðu sér um rústirnar eins og fleiri en sumir drifu sig aftur
upp á fallega útsýnisstaðinn
þar sem þeir náðu mun sólríkari mynd af sér með borgina í baksýn...
og sjá aldrei eftir því :-)
Sjá brekkurnar hér og hvernig vegurinn sem keyra þarf upp í borgina
hlykkjast í löngum slaufum niður...
Maður varð fyrir einhverri hugljómun í Machu Picchu...
...
þess vegna... nú þegar þessi ferðasaga er loksins skrifuð í janúar 2018
þá situr enn í manni sú sannfæring að ef menn eigi að fara eitthvað einstakt
út í heim
þá sé Machu Picchu þar mjög ofarlega á listanum...
ofar en Nepal að mati þjálfara sem við heimsóttum árið 2014 og var þó samt
kyngimögnuð ferð
í fegursta fjallasal heims þar sem liturinn hvítur var hvítari en allt í
fjöllunum...og liturinn blár
blárri en allt á himninum....
Hugsanlega liggur andi Inkanna enn yfir þessari borg...
sem gerir hana svona áþreifanlega töfrandi við náin kynni...
Úr dagbók þjálfara:
"Eftir fundinn skildu menn og við
ákváðum að hittast kl. 15:00 við þjónustumiðstöðina. Við Örn hvíldum okkur
aðeins eftir fundinn og Lamadýrin bitu grasið í kringum okkur. Algerlega
ógleymanlegt. Sólin orðin steikjandi heit og erfitt að hvílast í hitanum en
yndislegt að fara úr skónum og ganga berfættur í grasinu. Gengum tvö um
svæðið og enduðum á mögnuðum stöðum og tókum myndir og sátum á endanum í
einum hjallanum með þennan ólýsanlega fjallahring í fanginu. Algerlega
ógleymanlegt. Toppar allt sem ég hef séð í fegurð en andlegu áhrifin í
hugljómun voru svipuð og í Egyptalandi".
klárlega einn af hápunktum Perúferðarinnar þessir klukkutímar í sólinni
þarna í Machu Picchu...
En... við urðum að koma okkur aftur niður á jörðina og þegar þjálfarar mættu um
14:30 við þjónustumiðstöðina
glumdu hlátrasköllin við.... Toppfararnir sem voru mættir voru í stuði og
gleðin var alltumlykjandi...
merkilegt að upplifa hvernig menn höndla svona ferð og kljást við þau
miserfiðu verkefni sem hún færir manni á misjafnan máta
sumir alltaf brosandi og alltaf að sjá jákvæðu hlutina í öllu sama hvað :-)
Að brosa í gegnum tárin var orðatiltæki sem maður skildi vel eftir
Perúferðina...
Það var í boði að ganga veginn niður í þorpið fyrir neðan... Aquas
Calientes...
en enginn gat hugsað sér að þiggja það... búnir að fá nóg af göngu
svo við tókum rútuna um þrjúleytið og það var stórmerkileg rútuferð
í brjáluðu stuði innan hópsins :-)
Aquas Calientes... eða "heitu vötnin"... var annar göldróttur staður til að
vera á...
Beljandi gruggug áin lamdist gegnum gljúfrin í botni dalsins og þorpið lá
utan í árbakkanum og upp hlíðarnar...
og við tókum oft andann á lofti við að sjá þetta... maður varð bókstaflega
hræddur, aldrei séð annað eins
enda ógnar fljótið tilveru bæjarins í vatnavöxtum...
Það er engan veginn hægt að lýsa tilfinningunni að vera þarna... þetta
gleymist aldrei...
hef aldrei fundið fyrir viðlíka ógnarkrafti... og máttleysi mannsins
gagnvart áþreifanlega ægilegum náttúruöflunum
sem eiga sinn farveg og sinn takt nákvæmlega alveg sama hvað maðurinn er að
stússast í kring...
Hvílíkt þorp... í huga þjálfara var þetta jafn merkilegur staður að
heimsækja eins og sjálf týnda borgin...
Við gáfum okkur góðan tíma í þessum bæ, versluðum, fórum á veraldarvefinn og
skoðuðum okkur um hvert og eitt á eigin vegum
og mættum öll klukkan fimm á veitingastaðinn Chaski´s í miðju þorpsins en
þar voru töskurnar okkar geymdar...
Umhverfið og afstaðan á þessu þorpi í samhengi landslagsins var sláandi en erfitt að mynda það
vel...
Dásamlegt að fara út að borða eftir göngudagana að baki...
Mjög góðar pizzur og pilsner og bjór og kók og rauðvín og.... mikið hlegið.
Eftir matinn var komið myrkur og sóttum
við töskurnar og gengum meðfram brautarteinunum á lestarstöðina.
Ferðalagið var langt til Cusco, 2 klst. í lest og 2 klst. í rútu í myrkrinu
svo ekkert var hægt að skoða á leiðinni...
við sofnuðum flest í lestinni og dreymdum sum okkar gljúfur og grjót... brekkur og
rústir... Inka og Lama...
Sjá lokadaginn
myndrænt og aksturinn niður og svo til baka
Því miður virðist ekki hafa varðveist
gps-upplýsingar um þessa 4ra daga göngu
og því settum við tölfræðina fram eins og hún fæst á wikiloc yfir hefðbundna
leið eins og okkar.
Skv henni var gangan 38,9 km upp í 4.227 m hæst (okkar gps-hæðartala á
staðnum) úr 2.679 m upphafshæð
og lægst farið í 2.423 m og hækkun því alls 3.180 m - á fjórum dögum
en skv. ofangreindri mynd má sjá tímalengd hvers göngudags á að giska.
Og svona til að auka á álagið á okkur
öll...
því þetta átti greinilega ekki að vera létt ferð... alltaf eitthvað...
þá fundum við ekki rútuna strax þar sem farið var úr lestinni og
skipt yfir í rútu
og einhverjir urðu mjög áhyggjufullir en það var alger óþarfi...
Svo virtist sem rútan sem búið var að
panta fyrir hópinn væri ekki á staðnum
og Sæmi gekk í að panta tvær minni rútu í staðinn
en þá fannst stóra rútan og við fórum með henni til Cusco...
einhvern veginn höfðum við farið á mis við bíltjórann
sem var líklega ekki skrítið í myrkrinu, kraðakinu og þreytunni þarna á
lestar/rútustöðinni...
Lentum 2 tímum síðar í Cusvo um miðnætti og þurftum að ganga smá spöl með farangurinn að
Hostel Amaru
því sama og við byrjuðum ferðina á... hvílíkt ferðalag að baki ! :-)
Úr dagbók
þjálfara:
"Upp úr
deginum stendur:
-
Löng en ævintýraleg bið í myrkri
og bleytu.
-
Hröð gangan að Inti Puntu.
-
Sigurtilfinningin í Inti Puntu.
-
Faðmlögin þar og vonin um að
skýin lyftust af Machu Picchu
og vonbrigðin þegar þau gerðu það ekki og yfir rigningunni og dumbungnum
-
Hvernig útsýnið opnaðist smátt og
smátt eftir það.
-
Friðurinn á stígnum þegar maður
var einn. Tímdi oft ekki að ganga áfram,
vildi bara vera til, kjur og njóta og ekki hitta neinn.
-
Brattinn í fjöllunum.
-
Fegurðin allt um kring.
-
Útsýnið sem var ólýsanlegt.
-
Fljótið niður í gljúfrinu.
-
Leifrandi fróðleikurinn frá
Cesari og geislandi bjarta brosið hans
-
Snilldin hjá Inkunum í rústum
Machu Picchu.
-
Hitinn í Machu Picchu þegar sólin
kom.
-
Táslurnar í grasinu, fékk átta
bit á vinstri fótinn og engin á hægri !
-
Lamadýrin alls staðar í kringum
okkur þegar við lögðum okkur í grasinu.
-
Kyrrðin þegar við settumst niður
á einni syllunni tvö saman.
-
Rómantíkin milli okkar í
rústunum.
-
Glymjandi gleðin í stelpunum,
Ágústu, Áslaugu, Ingu Lilju og Lilju Kristófers áður en farið var í
rútuna
sem kenndi mér mikið um karakter fólks í krefjandi ferðum og mikilvægi
þess að temja sér að horfa á það jákvæða
-
Rútuferðin niður í gljúfrið þar
sem beljandi fljótið kom í ljós.
-
Aquas Calientes sem rís við bakka
fljótsins og er næstum búið að sópa bænum burt.
-
Óþarfa stressið vegna rútunnar um
kvöldið.
-
Krefjandi heimleiðin í 2ja tíma í
lest og svo 2ja tíma í rútu - gaf betlandi strák nestið úr lestinni.
-
Draumarnir í rútunni."
Já, dagskráin var þétt í þessari
Perúferð...
daginn eftir var flogið til Arequipa þar sem okkar biðu tvö mjög
ólík ferðalög...
annars vegar 2ja gönguferð niður í dýpsta gljúfur heims,
Colca
Canyon...
og krefjandi 2ja daga fjallganga á
Mount Misty
sem er nánast jafnhátt og
Kilimanjaro eða 5.822 m hátt...
... í sól og blíðu alla dagana í báðum ferðum... sem
var kærkomin tilbreyting frá rigningunni sem þó var hlý og létt...
og frá þokunni sem þó var þunn og töfrandi dulúðug... og dumbundnum sem þó
hafði ekki alveg tekið af okkur útsýnið...
... og þá áttum við svo eftir að fara
norður í miðhluta Perú og ganga aðra 4ra daga gönguferð sem kallast
Santa Cruz
eða heilaga leiðin...
en leiðin sú er á mörgum topp tíu listum yfir flottustu gönguleiðir heims
ásamt Inkaslóðinni til Machu Picchu... og þangað mætti rigningin að hluta
til eins og á Inkaveginum... sem olli líklega því að okkur fannst stundum
við "bara hafa verið í rigningu í Perú"...
þar til við mundum að það var sól
allan tímann í tveimur af fjórum gönguferðum...
Já, með ofangreindri ferðasögu vorum við nefnilega bara búin með eina
gönguferð af fjórum í þessari snilldar Perúferð...
ferð sem greinilega
var mjög krefjandi... en um leið svo gefandi
að manni fannst hugurinn varla
geta rúmað alla þessa upplifun á svona stuttum tíma...
Og næsta
ganga byrjaði ekki vel í fluginu á leið suður...
en reyndist dásamleg upplifun þegar á hólminn var komið og var í uppáhaldi
hjá sumum eftir ferðina...
Framhald í
ferðahluta 2 af 4 um Perúferðina:
Ariquipa og Colca Canyon 24. - 26. mars 2011
Sjá einnig hér ferðahluta 3 og 4:
Ferðahluta 3 - El Misti - 2ja daga
fjallganga.
Ferðahluta 4 - Santa Cruz 4ra
daga ganga.
|