Tindferð 80 - Rauðfeldsgjá - Botnsfjall -
Stapafell Snæfellsnesi
laugardaginn 11. ágúst 2012
Laugardaginn 11. ágúst viðraði með eindæmum illa fyrir fjallgöngur á suðvesturhlutalandsins... og tindferðin á Hlöðufell féll niður vegna þess... en tólf Toppfarar héldu sínu striki og fóru út að leika... alla leið út á yzta hluta Snæfellsness... þar sem rigningin lét ekki sjá sig nema í nokkrum dropum... ...og skríðandi þokan skreytti för á hreinum spunaslóðum um Rauðfeldsgjá, upp á Botnsfjall ofan gjárinnar og alla leið yfir á Stapafell sem er útvörður Snæfellsjökuls í suðvestri og klúbbmeðlimir hafa mænt löngunaraugum á í ferðum sínum á jökulinn gegnum árin.. og kom verulega á óvart sökum hrikaleik og ægifegurðar í hverju skrefi... þar sem farið var um kletta og björg sem ekki virtust af þessum heimi...
Ætlunin var að fara léttan og löðurmannlegan göngutúr um lág fjöll og saklaus... en leiðangurinn endaði í krefjandi brölti um illfæra gjá, brattar, botnlausar skriður og loks kyngimagnaða kletta sem slógu um sig með dulúðugri þokunni til að villa um fyrir föruneytinu sem hvergi gaf eftir fyrr en í fulla snarbratta hnefana rétt um 40 m neðan við efsta tind á göldróttu Stapafellinu...
Við byrjuðum á Rauðfeldsgjá... en hefðum átt að enda á henni... mikið vatn í öllum lækjum og ám eftir úrhelli dagana á undan... við tókum sérstaklega eftir þessu þegar við ókum út Snæfellsnesið og sáum fossa sem ekki hafa verið áður og aðra hvítfyssandi sem hafa ekki verið svona vatnsmiklir áður... þ.e.a.s. ef það var þá skyggni upp í fjöll og brekkur því það var rigning og þoka í Reykjavík og nánast alla leiðina út á Snæfellsnestánna sjálfa... stytti ekki upp fyrr en stuttu áður en komið var að göngusvæði dagsins... veðurspáin rættist hvað þetta varðar... þetta var eini þurri staðurinn til að vera á...
Stapafellið vinkaði okkur á leið að gjánni... þarna upp ætluðum við í lok dags... þarna var enn skyggni á fjallinu öllu... hvílíkur fjallshryggur... hann leyndi sannarlega á sér hvað dulúð og hrikaleik varðaði...
Munninn á gjánni lofaði góðu...
Inni var dimmt og drungalegt... ... og við lögðum ótrauð inn í gjánna sem liggur tugi metra djúp inn með fyssandi flúðum sem fljótlega stöðvuðu för...
... í klöngri og vatnsflaumi sem okkur leist ekki á að slást við þar sem ganga dagsins var framundan með þoku or súld allt í kring og ekki fýsilegt að vera blautur frá upphafi á öllum vígstöðvum...
...svo við snerum við ansi svekkt og hálf hikandi eftir að Gylfi, Ingi og Örn mæltu ekki með frekar klöngri... ekki vön að snúa við fyrr en í fulla hnefana...
... en létum gleðina ekki á sjá og héldum út í dagsbirtuna aftur og biðum spennt eftir spuna dagsins...
...upp grjótskriðurnar sem renna sitt hvoru megin við gjánna... varðaðar klettum ofar...
... þetta voru alvöru skriður í hliðarhalla alla leið...
...og mun lengri en halda má úr fjarlægð þar sem við héldum vel áfram en virtumst harla komast upp á brúnirnar...
... agalega gott að komast aftur í gírinn og fá hitann og svitann almennilega í gang... ;-)
Ferðamennirnir fyrir neðan sem skoðuðu gjánna eins og við hristu bara hausinn yfir þessum skrítna hóp að þvælast þarna upp...
Uppi breyttist veðrið úr ljúfu og þurru logni í rigningarúða með þoku sem var ofar í fjöllunum og við fórum í regnjakkann... en ekkert varð samt úr rigningunni og við vorum komin úr aftur síðar...
Efst var smá klöngur upp kórónuna á Botnsfjalli...
... loksins eitthvað fútt í þessu... ;-)
Ætlunin var að rekja sig eftir brúnunum og ekkert endilega fara á efsta tind á Botnsfjalli sem er víðfeðmt og þjálfurum fannst heldur óspennandi tilhugsun í þoku og rigningu... því kortin sýndu tindinn lengst inni á heiðinni... en uppi var ágætis veður, ekki mikil þoka og þessi líka fallegi tindur þarna í seiliingarfjarlægð... ekki líkt okkur að fara framhjá tindinum eins og Katrín benti á... auðvitað fórum við upp á hann ;-)
... flottur gígur þar sem hraunið hefur runnið úr sunnan megin og litadýrðin fangaði okkur...
Lítið stoppað á
tindinum sem var hæsti staður dagsins í 573 m heldur
haldið rösklega niður að brúnum Botnsfjalls aftur
Útsýnið niður Rauðfeldsgjánna kom og fór í þokuslæðingnum...
... hrikalegt og göldrótt...
Stapafellið var næst á dagskrá... og við stefndum þangað eftir brúnunum með útsýni niður á strönd Breiðuvíkur...
Krökkt af berjum og Guðmundur sló öll með í berjatínslu á fullri fart ;-)
Stapafellið í allri sinni þoku-dýrð...
Berjamó á miðri niðurleið þar sem sumir runnu og duttu í mölinni en aðrir tóku bara lyngið niður... ;-)
Yfir hraunið var farið frá Botnsfjalli yfir á Stapafell...
Gullfalleg
leið sem enn og aftur minnti mann á hve dásamlegt
það er að ganga um jafnsléttu
Árnar mórauðar af hressilegum rigningar-leysingum frekar en jökulvatni?
Yfir þjóðveginn var arkað... veginn sem var ekinn grimmt af hverjum ferðamanninum á fætur öðrum á bílaleigubílunum yfir Jökulhálsinn... og við fundum til með þeim að sjá ekki jökulinn sem þarna gnæfir yfir allt... flottasta skraut sem gefst af náttúrunnar hendi... og við fengum heldur ekki notið frekar en þeir... Fylgdumst meira að segja með einni fjölskyldunni ganga upp að klettunum og niður aftur meðan við borðuðum...
Leiðangursmenn voru
tólf... Ísleifur, Sylvía, Ingi, Ásta H., Gylfi,
Guðmundur, Heiðrún, Katrín, Örn, Ástríður og Ósk
Eftir nesti og
ákvörðun Heiðrúnar um að skella sér auðvitað með
okkur þarna upp en ekki snúa við að bílnum á þessum
tímapunkti
Þétt hækkun upp og við drógumst inn í þokuna...
... sem læstist um klettana sem ekki virtust af þessum heimi...
...kynjamyndir sem heilluðu okkur alveg úr skónum...
... og ekki voru plönturnar síðri sjarmur í þessu hallagrýti... ótrúleg seigla í íslenskum hálendisplöntum... steinbrjótur enda nafnið...
Skyldi vera göngufært framhjá þessum klettum... jú, fín leið þarna beint í gegn...
Þetta var spuni af hæsta gæðaflokki þar sem allt gekk vel um síbreytilega leið þar sem við tókum andann á lofti í hverju skrefi...
Eftir fyrsta klettahaftið tók hryggurinn við mosagróinn og greiðfær... magnað útsýni þarna niður beggja vegna en því miður fengum við bara þokuna í þetta sinn...
Aftur varð brattinn mikill og við klöngruðumst í hliðarhalla...
Undirlendi var gott, traustur mosinn og jarðvegurinn blautur, þéttur leir...
Á köflum þurfti að koma sér upp grjótrennur og klettarima...
... sem féll misvel í kramið hjá leiðangursmönnum enda þoka og lítið hægt að sjá hvað var neðan við okkur eða ofar...
... og við enduðum loks á hryggnum rétt fyrir neðan tindinn (er ekki hér á mynd heldur lengra inn eftir)... eftir að Örn og Ingi höfðu farið könnunarleiðangur ofar þar sem Örn lét loks segjast neðan við tindinn sjálfan... ekki fært fyrir alla í hópnum að sinni og við ákváðum að láta þetta nægja... í 488 m hæð og 300 m fjarlægð frá tindinum sjálfum... enda flestir búnir að láta vel á sig reyna í spunandi klöngrinu...
Flottur hópur sem hafði vit á að njóta hverrar mínútu við að kanna ókunnar slóðir í þoku og litlu skyggni...
Aftur niður gegnum þessar skemmtileguslóðir sem við þræddum okkur um á uppleið... gekk betur en við áttum von á og við vorum ekki lengi að ná Ísleifi sem beðið hafði við þennan kafla...
Á stundum opnaðist útsýnið niður og við sáum út Snæfellsnesið niður á strönd að Lónsbjörgum... hvílíkt fegurð... landslagið var ekki af þessum heimi... hraunslegið kynjamynstur sem silfurgráar árnar þræddu... gegnum fallegasta græna mosa sem hægt er að hugsa sér...
Hliðarhallinn til baka í þokunni...
Skyndilega létti þokunni og skyggni opnaðist betur upp hrygginn þar sem við vorum fyrir stuttu...
Æj, afhverju sátum við ekki þarna lengur... þá hefðum við séð útsýnið og landlagið allt úr hásæti fjallsins...
Ægifagurt landslag Stapafells kom betur í ljós og við margsögðum að hingað yrðum við að koma aftur... í góðu skyggni og njóta jökulsins ofan okkar... eflaust með fjallsgöngum fegurstu hvað varðar sviðmikið landslag fjalls og útsýnis á sama tíma...
Ólýsanleg fegurð... hvert andartak breyttist í skríðandi þokunni og fegurðin var áþreifanleg...
Hryggurinn niður að neðsta klettabeltinu...
Stemmningin var þétt og notaleg... tólf manns á fjöllum er samsetning sem getur ekki brugðist...
Ísland er landið... óþrjótandi fegurð sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart sama hvað maður gengur mikið um hana...
Ekkert skrítið að sagan á Snæfellsnesi er svona hrikaleg... alveg í stíl við landslagið... Bárðarsaga Snæfellsás er eitt af skrautmununum: http://is.wikipedia.org/wiki/B%C3%A1r%C3%B0ur_Sn%C3%A6fells%C3%A1s
... en saga
Axlarbjörns er öllu hrikalegri... sjá Vísindaveg
Háskóla Íslands:
Móðir hans
drakk mannablóð ... með góðfúslegu leyfi frá http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_oxl_axlar_bjorn.htm ...
og margir fleiri staðir á veraldarvefnum
Útsýnið frá Stapafellsbrúnum yfir hraunið frá jöklinum niður að strönd við Breiðuvík og Arnarstapa... með neðstu fjallsskriður Botnsfjalls á vinstri hönd og afleggjarann að Rauðfeldsgjá þarna í fjarska... Í þokunni leynist Axlarhyrna sem við ætluðum líka á af því þetta virtist ekki svo langur göngutúr á planinu... en við geymdum hana þar sem tíminn var orðinn sex þegar komið var í bílana og mál að linni...
Síðasta klöngrið eftir um klettahjallann neðst...
Þess virði að fara þarna upp með fjölskylduna og ævintýragjörn börn sem myndu finna tröll og gersemar á hverju strái...
Galdraheimurinn...
Ásta og fleiri fengu mynd af sér við þessi tröll... - sjá útsýnið niður að suðurströnd Snæfellsjökuls...
Alvöru útsýni og bratti hér... hvað hefðum við þá upplifað ofar ef þokan hefði ekki verið...?
Ingi er einn af ólofthræddustu meðlimum Toppfara og gaf okkur flottustu mynd dagsins...
Vel gekk að þræða niður gegnum lausagrjót og skriður...
... enn og aftur tímdum við varla að kveðja...
... kletta sem eru ekki samir við þessi kynni...
... og niður var svo straujað alla leið að bílunum um gamla veginn þar sem Ingi og Heiðrún fengu far með ferðamönnum sem voru að koma niður af Jökulhálsinum þar sem þau ætluðu í bíó um kvöldið og tíminn var orðinn naumur... þau þegar búin að fresta bíóinu til tíu frá átta...
Skemmtilegur lokakafli á fjölbreyttum degi þar sem milt og hlýtt veður gældi við okkur... nánast alveg laus við rigninguna sem buldi á borg og bý á Snæfellsnesi nema rétt þarna við oddann á nesinu og tók við bílunum stuttu eftir að við keyrðum af stað heim... endurnærð eftir dásamlega endurfundi við besta fólk í heimi ;-)
Þversnið af göngunni - Botnsfjall hæst og Stapafellið hægra megin.
Alls 12,8 km á 7:42 klst. upp í 573 m hæð á Botnsfjalli og 488 m hæð á Stapafelli með alls hækkun upp á um 1.200 m miðað við 83 m upphafshæð. Ekta íslensk útivera í sinni tærustu mynd þar sem fjölbreytni og dulúð var allsráðandi og glitrandi perlur leyndust á hverju strái sem toga mann aftur í aðra ferð þegar betra skyggni gefst á jökulinn sem án efa gæðir göngu á Stapafell einstökum töfrum ;-)
Allar
myndir þjálfara úr ferðinni hér:
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T81RauFeldsgjaBotnsfjallOgStapafell110812 |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|