Tindferð 74: Eyjafjallajökull
fimmtudaginn 5. apríl 2012 á skírdegi
 


Eyjafjallajökull
Fyrsti jökull ársins af fimm sigraður...
í rigningarþoku hálfa leið...

Eyjafjallajökull var sigraður í annað sinn í klúbbnum fimmtudaginn 5. apríl á skírdegi í ágætis veðri til að byrja með
en þoku og rigningu þegar ofar dró svo með ólíkindum sætti þar sem frost og snjór komu hvergi við sögu
sem var í furðulegu ósamræmi við veturinn sem ríkti í eingöngu
851 m hæð á Kerhólakambi tveimur dögum síðar...

Blíðskaparveður var við fjallsrætur í upphafi dags að Seljavöllum og menn voru í hátíðarskapi...


Björn, Ari, Hildur Vals og Steinunn... öðlingsmenn Toppfara fram í fingurgóma...

Eftir góða tölu frá Jóni Heiðari, leiðangursstjóra Jöklamanna/Arctic Adventures ( www.bergmenn.is  / www.adventures.is ) var lagt af stað
kl. 9:45 og allir í sólskinsskapi í blíðviðrinu innan um nokkra rigningardropa sem fengu suma til að fara í jakkann á síðustu stundu til þess eins að fara úr honum aftur um leið og bröltið hófst upp brekkur Lambafells...

Seljavallalaugin nýrri í baksýn við bílastæðið og neðstu fjallshlíðar Raufarfells...

Með í för voru Björk og Torfi frá Arctic Adventures... fersk úr fæðingarorlofi að eigin sögn með tæplega árs gamlan soninn í pössun hjá ömmu... þau gengu með snjóbrettin sín á bakinu... "bara 8 kíló" og voru ekki lengi niður en við hugsuðum öfundsverðarlega hlýtt til þeirra þegar við gengum í fallegu förin þeirra á niðurleiðinni...

Raufarafell í baksýn... fjallið sem gefur heilmikinn svip á göngur á bæði Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls...
og gaman væri að ganga á einn daginn... ;-)

Ástríður fremst hér á mynd en hún ásamt Ástu Guðrúnu, Ísleifi, og Ósk voru að fara í sína fyrstu jöklagöngu í lífinu...
og léku sér að verkefni dagsins enda vel undirbúin eftir margra mánaða göngur...

Brátt opnaðist landslag suðurhlíða Eyjafjallajökuls og nágrennis eftir því sem ofar dró
með nyrðri fjallseggjum Raufarfells í austri á hægri hönd...

Örn, Sigga Sig., Kári, Steinunn ofl..

Kári var að koma í sína fyrstu göngu í langan tíma enda er hann að verða alkominn aftur til landsins eftir vinnuna í Noregi...
Vonandi sló hann tóninn fyrir komandi tíma með okkur á fjöllum gegnum súrt og sætt... ;-)

Yndislegt veður og við gengum léttklædd fyrstu kílómetrana gegnum sumarlegan mosann og myljandi mölina...

Örn og Gummi "lummi" eins og hann var merktur á jakkanum fyrir að hafa tekið í vörina hér áður fyrr ;-)
... en Gummi var einn af frábærum kennurum á vetrarfjallamennskunámskeiðinu um daginn...

Askan úr Eyjafjallajökli enn að gæða landslagið dökkum lit undir Eyjafjöllum...

...og við sáum öskuna innan um allt langleiðina upp eftir...

Litið til baka niður með Lambafelli og Lambafellsheiði austan megin á lendunum en ofar tók Svaðbælisheiði við...

... áin sem var heilmikið í fréttum í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010:

http://www.visir.is/eyjafjallajokull--edjuflod-i-svadbaelisa/article/2010934431098

Ilmandi vorið rauk upp úr rökum jarðveginum og uppgangan sóttist vel...

Brátt tóku snjóskaflarnir við...

Örn, Ásdís jöklaleiðsögumaður, Ari, Lilja Kr., Guðrún Helga, Björk og Rósa.

Sylvía, Hildur Vals og Hugrún með tindahrygginn á Raufarfelli sem sendir ótal fossa niður í dalinn...

Sjá sortann af öskunni yfir öllu...

Stundum sást í bláan himinn... stundum týndust rigningardroparnir á okkur... lygnt lengi vel í upphafi en golan ofar...

Hópurinn þéttur eftir einnar klukkustundargöngu og allir í góðum gír...

Ástríður, Súsanna, Björk og Torfi með snjóbrettin, Hugrún, Ásdís jöklaleiðsögumaður, Örn og Ari...

Kjartan, Kári, Lilja Sesselja, Ingi, Heiðrún, Ástríður, Súsanna, Ósk og Hildur...

Sigga Sig., Kári, Steinunn, Jóhanna Karlotta, Sylvía, Kjartan, Ingi, Heiðrún, Björn og Láki jöklaleiðsögumaður.

Skyggnið með besta móti á þessu kafla og við sáum nánast glitta í tindinn í sólinni...

Lækjarsprænurnar innan um öskusleginn mosann að flytja bráðnaða skaflana niður í sjó...

Bardagi vors og vetrar fyrir fótum vorum
og við skákuðum við okkur um öskuslegnar mosabreiðurnar milli snjóskaflanna...

Harðgert grasið að grænka undan öskunni og snjónum...

Við gengum sannarlega um listaverk náttúrunnar...

Heiðrún, Steinunn, Ingi, Kári og Sigga Sig... óbilandi ástríðumenn Toppfara með Raufarfell í baksýn fyrstu kílómetrana...

Það var jákvæður og vongóður hugur í mönnum enda margir að sigra Eyjafjallajökul í fyrsta sinn og veðrið gat brugðið til beggja vona þar sem spáð var hæglætisveðri með hugsanlega einhverjum vindi og úrkomu á köflum á hálendinu í kring... og þetta leit bjartar út en vonir stóðu til í byrjun þegar sólin fór að skína á kafla og skyggni gafst nánast upp á topp jökulsins...

Nyrstu fjallstindar Raufarfells ef svo má eigna þessa tinda til... en svo rís Guðnanípa þarna upp frá líka...

Raufarfellið að verjast skýjunum sem vildu ólm skríða upp eftir fjallshlíðunum alla leið á jökulinn...

... og tókst að skyggja sýn um tíma þegar við komum að jökuljaðrinum þar sem við áðum...

Blankalogn í þokunni og við létum ekki deigan síga...

Fengum okkur gott nesti og slökuðum á...

Hlóðum orkubirgðirnar fyrir síðari hluta göngunnar í línum á jökinum sjálfum...

Það fjölgar óðum í alstífa-teyminu...
Kjartan kominn á rauða Meindl en Gylfi var að prufukeyra sína appelsínu-scarpa og báðir fundu aðeins fyrir stífleikanum...

Þokunni létti í pásunni og við sáum niður á láglendið í suðri...



...og brekkurnar framundan á aflíðandi jöklinum komu í ljós...

Ráðlegast að tæma blöðruna og klæða sig í hlífðarbuxurnar áður en farið var í jöklabeltið fyrir línurnar...

Kjartan í kvennafansinum... Rósa, Hildur Vals, Lilja Kr., Sylvía og Anna Sigga...

Allir í línu...

Lína eitt og lína þrjú að græja sig...

Súsanna, Sylvía og Hildur í línu eitt og Guðrún Helga, Ingi, Lilja Sesselja og Björk í línu fjögur með Láka og Ásdísi að græja liðið...

Skvísulínan fór með Gumma... Ósk, Ástríður, Ásta Guðrún, Hugrún, Rósa og Lilja kr. ásamt Torfa snjóbrettamanni.

Lína fjögur; Anna Sigga, Láki jöklaleiðsögumaður, Jóhanna Karlotta, Örn, Stefán, Ari, Steinunn og Kjartan...

Flestir vanir að fara í línur eða búnir að kynnast því á vetrarfjallamennskunámskeiðinu um daginn...

Fyrsta línan lögð af stað...

Og Skvísulínan kvaddi; Hugrún, Gummi, Rósa, Lilja, Torfi, Ósk, Ástríður og Ásta Guðrún...

Við tók einmanalegt... lífið í línunni... í tómri íhugun... þar sem bannað var að þétta línuna...

Allir í sama takti og gangan gekk mjög vel...

Ofar jókst brattinn en færið var gott lengi vel...

Stundum létti aðeins til og við sáum til suðurs eða upp með jöklinum...

Svo læddist rigningarþokan þess á milli um okkur og bleytti allt sem fyrir varð...

Pása á miðri leið...

Komin í 1.485 m hæð og hér var farið í brodda þar sem síðasti kaflinn er aðeins á fótinn og þó snjórinn hafi verið blautur efst þá var hálka undir honum sem truflaði meira eftir því sem menn gengu aftar...

Hildur og Björn tóku smá broddadans fyrir ljósmyndarann...

Ein sjáanleg sprunga var á leiðinni stuttu fyrir neðan tindinn...

Hún lá þversum eftir brekkunni og var auðvelt að komast yfir hana...

Efst tók hnúðóttur snjórinn við alla leið á tindinn sem við vorum skyndilega komin á...

Heldur kuldalegt á toppnum en við fórum úr línunni og fengum okkur að borða...

Þeir sem voru að sigra fyrsta jökultindinn eða tind Eyjafjallajökuls fögnuðu smá áður en þeir drifu matinn í sig...
... ekki alveg bestu aðstæður til að njóta og fagna glæsilegs fjallatinds eins og þessa...

Sætur sigurinn á tindi Eyjafjallajökli í höfn...

...og ráðagerðir fóru af stað um að fara aftur að ári á þennan fallega jökul en þá um skerjaleiðina úr Þórsmerkurleið...
í betra skyggni en þennan dag...

Sigga Sig, Gylfi, Lilja Sesselja, Ásdís jöklaleiðsögumaður, Lilja Kr., Heiðrún, Ingi, Ásta Gurðrú, Guðrún Helga, Örn, Ingi, Ástríður, Stlvía, Jóhanna Karlotta, Rósa, Hildur Vals?, Ósk, Ísleifur?, Björn, Stefán A., Hugrún.
Guðmundur (Gummi) jökaleiðsögumaður, Ari, Anna Sigga?, Súsanna, Kjartan, Steinunn, Þorlákur (Láki) jöklaleiðsögumaður, Jón Heiðar, jöklaleiðsögumaður og stjórnandi göngunnar en Bára tók mynd og á mynd vantar Torfa og Björk frá Arctic Adventures sem fengu far upp með hópnum en stungu okkur af á snjóbrettunum sínum á niðurleið ;-).

Sendið mér línu ef nöfnin eru ekki rétt staðsett!

Niðurgönguleiðin var ansi greið...

Sprungan á niðurleið...

Allt blautt... og myndavélin líka!

Smám saman létti til við hvern hæðarmetra...

Færið orðið blautara og menn skautuðu til svo erfitt var á stundum að vera nánast dreginn af fremri mönnum í hálkunni fyrir þá sem ekki gengu eins geyst og hinir... harðneskjulegt líf línunnar fór í reynslubankann hjá þeim sem fyrstir voru að kynnast línu-lífinu ;-)

Svona á alls ekki að ganga í línu... á sprungusvæði færu þau öll fjögur ofan í sömu sprunguna í einu vetfangi... en þarna voru menn orðnir léttir á reglunum enda nánast á jafnsléttu rétt áður en línunum sleppti...

Í um 800 m hæð sleppti línunum...

... og óþreyjufyllstu göngumennirnir stungu af... með þjálfarana innanborðs þar sem sá "aftari" vildi upplifa lífið fremst á fjöllum... ansi greitt gengið og dásamlegt að ganga á eigin gönguhraða... en lítið staldrað við til að njóta útsýnis, landslags og að ekki sé talað um augnablikið...
nokkuð sem aftari menn kunna vel ;-)

Askan ofan á og undir snjónum...

Snjóbráðin ansi mikil í þessum miklu hlýjindum þó sólin hafi ekki tekið beinan þátt í bráðnuninni nema óbeint gegnum skýin en hún er sterkari en allt og stjórnar heilu árstíðunum sama hvað skýin segja...

Blár himininn kom aftur í ljós neðar og sýndi sig meira að segja yfir meginhluta jökulsins á kafla svo við gátum svekkt okkur á að hafa ekki verið þau augnablik að ganga ofar en þetta fór jafn snöggt og það kom eins og lotterí...

Jöklaleiðsögumenn dagsins voru frábærir...

...en hér eru tveir þeirra meðal fremstu manna:

Þorlákur (Láki) sem nú stundar nám í heimskautaleiðsögn á Svalbarða en það nám er umsetið:

...og Gummi vetrarfjallamennskunámskeiðsmaðurinn okkar sem dvalið hefur í eitt ár á Nýja Sjálandi við nám í "outdoor guiding"?
en þar hefur hann gengið um allt enda enn virkara eldfjallaland en Ísland.

Jón Heiðar (ekki á mynd) er svo annar eigenda Arctic Adventures en Torfi snjóbretta maður er hinn eigandinn...
en Arctic Adventures hafa sameinast Glacier Guides eða Jöklamönnum sem þeir Einar Ísfeld (sem fór með okkur á Hrútsfjallstinda í fyrra og ætlar með okkur á Þverártindsegg) og Jökull Bergmann eiga.

Ásdísi náði ritari því miður ekki að kynnast - nánar síðar.

Yndislegt veður í lok dagsins...

Mikið greiddist úr hópnum og fremstu menn biðu ekki eftir leiðsögumönnunum enda öllu vanir...

... en það var villugjarnt á Lambafellsheiðinni svo leita þurfti að réttri leið þegar slóðinni sleppti á köflum
svo menn nýttu gps-tækin til að átta sig á beygjunni niður af einni nösinni....

Einhvern veginn er askan orðin eðlilegur hluti af göngum á suðurlandi...

Það er svolítið sérstök tilfinning að vera kominn með öskuna inn í "normið" á fjöllum ásamt mosanum, snjónum, mölinni...

Sjá hvernig létti til á köflum yfir jöklinum öllum þegar litið var til baka...

Eigum við að stoppa og fækka fötum... æj, það er ekki nema 25 mín eftir á þessum hraða niður að bílunum... klárum þetta bara...

Vatnsslöngurnar lágu langan veg upp eftir lækjarsprænunni á Lambafellsheiði...

Of blautt og stutt til að renna sér á afturendanum en hægt að skauta á skónum...

Já, það gat orðið smá villugjarnt á köflum þarna niður og auðvelt að velja aðra leið...

Komin aftur niður í vorið... með Lambafellið sjálft í fjarska neðar og kolsvarta ánna af ösku alla leið niður að sjó...

Síðasti kaflinn niður að bílunum var lungamjúkur um grundir Seljavalla...

Örn, Stefán og Ari.

Táslur jafnt sem sálir voru viðraðar og endurnærðar við fjallsrætur eftir frábæran dag...

Stefán, Kjartan, Rósa, Lilja Kr. og Guðrún Helga.

Eigum við að fara í laugina eða ekki... enginn vafi í hugum sumra en aðrir voru tvístígandi... sérstaklega þegar ferðamenn urðu tvísaga um hversu heit hún væri og þegar fréttist að hún væri bara nægilega heit við innrennslisrörið hættu flestir við af þeim sem enn voru volgir...

...en nokkrir vildu allt á sig leggja til að enda daginn í náttúrubaði í fegurstu sundlaug landsins eins og Björn orðaði það ;-)

Leiðin inn eftir eitt stykki ævintýri út af fyrir sig yfir læki, um þornaðan árfarveg og tæpistigur...

...þar sem stundum var betra að halda sig bara niðri við ánna...

Seljavallalaug - hvílík snilld

Svöl laug...

.... og þegar einn kaldur mýkti andann um leið og grænt náttúrulegt vatnið fór mjúkum höndum um lúinn líkamann þar sem meira að segja táslurnar fengu sitt nudd frá iðandi öskunni í botni laugarinnar... var dagurinn fullkomnaður í félagsskap öðlingsmanna sem enginn toppar ;-)



Ísleifur, Kjartan, Stefán, Sylvía, Bára, Hugrún og Björn en Örn tók mynd.

Einstakt að komast í þessa laug sem klikkaði ekki í fábreytileika sínum innan um stórbrotið landslag fjallstinda og fossa allt um kring...
og hugurinn fór á flug með ráðagerðir um göngur á þessi spennandi fjallshlíðar síðar meir...

Snyrtilegt umhverfis laugina þó búningsklefarnir séu ansi lúnir
enda sjálfsagt erfitt að halda þessu hreinu með öskuna um allt og ferðamennina alla á skónum...

Farið að rökkva þegar við "svifum" til baka sömu leið að bílunum þar sem standandi gleði var ríkjandi meðal þeirra sem biðu okkar sem fóru í laugina... hamingja og gleði í hverjum huga með frábæran dag í góðra vina hópi... og eitt stykki Eyjafjallajökul í safninu... ;-)

Alls 16,5 km á +/-9:19 klst. upp í 1.664 m hæð skv gps með 1.979 m hækkun alls miðað við 62 m upphafshæð... en opinber hæðartala Eyjarfjallajökuls er annað hvort 1.666 m skv Vísindavef Háskólans og veraldarvefjarins eða 1.651 m skv. Landmælingum... hann er sagður 1.651 m í bók Ara og Péturs... og tæki þjálfara mældu hann frá 1.664 m upp í 1.670 m þegar í tölvuna var komið þó þau sýndu sum lægri hæðartölur á staðnum... og við sáum að árið 2008 mældum við hann 1.655 m... en við finnum ekkert skrifað á veraldarvefnum um breytta hæð jökulsins eftir gos.

Flestir að sigra Eyjafjallajökul í fyrsta sinn og nokkrir að fara í sína fyrstu jöklagöngu en aðrir að rifja upp fyrri göngur á þennan fjallakonung suðurlands sem hefur verið örlagaríkur í ógleymanlegri sögu Toppfara síðustu ár með gosgöngunni sjálfri á Fimmvörðuhálsi  magnaðri eldgosasýn á leiðinni á Hvannadalshnúk og öskufalli á stóru göngusvæði umhverfis jökulinn, m. a. á Tindfjallajökul, Þríhyrning o.fl....

Gönguslóðinn okkar gulur og blái er gönguslóðinn frá því 5. apríl 2008.
Sjá hvernig við förum í beinni línu upp í ár en lengra til vinstri árið 2008 þar sem landslagið stjórnaði því þá með beygju framhjá hæstu tindunum á öskjubarminum en við gengum á þá báða í þeirri ferð:

http://www.fjallgongur.is/tindur11_eyjafjallajokull_050408.htm

Og allar myndir úr þeirri ferð hér ef menn vilja átta sig á landslagi og útsýni gönguleiðarinnar sem var með ólíkindum gott þennan dag árið 2008 þó kaldur væri vindurinn:
 https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T11EyjafjallajKull050408

Sjá nokkra góða tengla:

Seljavallalaug: http://is.wikipedia.org/wiki/Seljavallalaug 

Þegar Seljavalallaug fylltist af ösku: http://www.ruv.is/frett/seljavallalaug-er-barmafull-af-osku

Hæð og flatarmál íslensku jöklanna: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4704
... það er freistandi að koma öllum þessum jöklum í safnið en við erum nú þegar búin með sjö...

Almennt um Eyjafjallajökul: http://en.wikipedia.org/wiki/Eyjafjallaj%C3%B6kull

Gosið í Eyjafjallajöklil: http://en.wikipedia.org/wiki/2010_eruptions_of_Eyjafjallaj%C3%B6kull

Alla myndir þjálfara úr ferðinni: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T76Eyjafjallajokull050412

... og frábærar myndir leiðangursmanna á fésbókinni ;-)

Snæfellsjökull næstur á dagskrá síðar í apríl sem jökull nr. tvö af fimm á þessu ári ;-)

 


 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir