Tindferð 67
Elliðatindar laugardaginn 12. nóvember 2011
Hann var framar vonum laugardagurinn 12. nóvember þegar 24 Toppfarar gengu á Elliðatinda í sannkallaðri sumarblíðu með blankalogni, hlýjindum og háskýjuðu veðri sem gaf óskert útsýni yfir allt Snæfellsnesið... með rigningardropum í byrjun dags en svo ekki meir... og þokuslæðingi á kafla eftir hádegið en svo ekki meir... þar sem ljúfur andi afmælisbarns dagsins, ungfrúr Snæfellsness- og Hnappadalssýslu sveif yfir vötnum og lét ekki óhapp á niðurleið slá sig alveg út af laginu þó nokkuð skyggði það á annars ævintýralegan dag. Það var allt með okkur; lygnt og hlýtt veður, sumarfæri og engin hálka, afslöppuð og glöð stemmning og síðast en ekki síst sterkur og reynslumikill hópur sem mættur var til göngu... svo þjálfarar fóru á flug og freistuðu þess að gjörnýta allt það besta sem Elliðatindar búa yfir... svipmikinn tindakrans sem liggur eins og tignarleg kóróna yfir Löngufjörum og hefur freistað okkar gegnum árin ofan af nágrannafjöllunum...
Allt var þetta hrein
óvissuferð
en
þaulskipulögð
þó
þar sem þjálfarar voru ekki búnir að fara þarna um
áður
------------------------------------------------------------------------ Ferðasaga hefst
Ferðalagið hófst kl. átta frá Reykjavík með hefðbundnu wc-stoppi í Olís Borgarnesi þar sem sprungið var hjá Jóni og Valgerði en herforingjar hópsins voru ekki lengi að bjarga þeim málum... ekki í fyrsta, annað né þriðja sinn sem það springur dekk í tindferð...
Rigning lamdi á rúðurnar nóttina og morguninn þegar menn höfðu sig til... og á bílrúðunum þegar ekið var inn Snæfellsnesið... við bara kyngdum og vissum að beljandi rigningin magnast almennt á rúðum og mændum með vonarhug upp í himininn á leiðinni þar sem okkur fannst skýin sífellt þynnast og verða bjartari með sólarupprásinni... Skyggnið var nefnilega lygilega gott alla leiðina, háskýjað þrátt fyrir úrkomu og aðkoman að Elliðatindum lofaði góðu... víðsýnt var og verkefni dagsins útbreitt fyrir framan okkur þegar ekið var inn afleggjarann við Lágafellsbæina og inn í áttina að eyðibýlinu Elliða þar sem við lögðum bílunum á miðri leið til að ekkert yrði raskið á graslendinu við veginn.
Lagt var af stað gangandi kl. 10:28 og var andrúmsloftið einstaklega afslappað frá fyrsta skrefi... engar væntingar um veður þar sem spáin hafði heldur versnað á föstudeginum áður en hún batnaði aftur á laugardagsmorgninum og því var blankalognið og þessir fáu rigningardropar í upphafi göngunnar fremur léttir en hitt...
Folhamrarnir voru þéttir en greiðfærir upp með brúnunum sem liggja að Elliðatindum...
Landslagið tignarlegt og við vorum fegin að hafa
lagt í hann þennan dag fremur en
fresta
göngunni fram á sunnudag
Sigga Sig og Ásta Bjarney með Elliðahamar í fjarska og syðstu hluta Hólsfjalls og Þorgeirsfells enn fjær. Sigga var í nýjum vatnsheldum lúffum frá (Glóey?)... sem gætu bjargað okkur ef þær virka því við lýsum enn eftir vatnsheldum belgvettlingum... helst eins og leikskólabörnin eru með... ekkert annað virkar sama hversu dýrt eða flottheitamerkjað það er... sama hvað allir sölumenn og skrautlegir merkimiðar segja á öllum þeim lúffum sem Toppfarar hafa keypt dýrum dómum gegnum árin...
Við höfðum augastað á litlum fossi fram af Folhömrum og var hann fyrsti áningarstaðurinn eftir að komið var upp á hamrana...
Það
var ekkert annað en
sumar
í lofti
Smám
saman kom fjallasýnin austur eftir Snæfellsnesi í
ljós
Stefnan var tekin meðfram brúnunum alla leið að Elliðahamri til að njóta útsýnisins sem mest að sjávarsíðunni...
Þetta
var
afmælisdagur Steinunnar...
Eftir brúnirnar var farið um grjóthjalla inn að Hamarsdal...
Sífellt létti meira til með óskertu útsýni til fjalla og sjávar og aðeins sást til sólar á köflum gegnum skýjabreiðuna í suðri...
Brátt risu Elliðatindar í kransi sínum í mynni Hamarsdals og við sáum sæng okkar útbreidda fyrir daginn... Hæsti tindur vinstra megin við miðja mynd og norðurhryggurinn hægra megn hálf ókleifur að sjá... en átti eftir að vera sigraður með djörfung síðar um daginn bókstaflega alla leið fyrir utan einn klett sem sneitt var neðan við og ekki sést hér á mynd...
Elliðahamar
vinstra megin og
suðurhryggurinn
sem reyndist að mestu ókleifur fyrir miðri mynd með
efsta tind hægra megin
Við byrjuðum á Elliðahamri... einni af þessum stórbrotnu náttúrusmíðum sem eru mun áhrifameiri þegar nær er komið...
Við dóluðum okkur fram á yztu brúnir...
... og
nutum þess að standa á
náttúrulegum útsýnispalli
á
miðri suðurströnd Snæfellsness
Glæsilegur gönguhópur dagins
Guðmundur Jón, Sylvía, Steinunn, Örn, Kjartan, Ingi,
Jón, Sigga Sig., Kári og Ágúst. ... með austari hluta Snæfellsness í baksýn ofan af Elliðahamri... m. a. Ljósufjöll, Hest, Hafursfell og Hrútaborg og Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli enn lengra... en Hafursfell og Hrútaborg eru á dagskrá árið 2012... og Tröllakirkjan hugsanlega með Hrútaborg ef sami ævintýraandinn kemur yfir þjálfara og göngumenn og veður og færð er sama sinnis... ;-)
Lítið er skrifað um göngur á Elliðatinda sem líklegast eru fremur sjaldgengnir þó leiðin að hæsta tindi sé létt og viðráðanleg öllum sem á annað borð ganga í óbyggðum. Þjálfarar voru ekki búnir að ganga um þá sjálfa þó þeir væru búnir að þvælast um svæðið kringum þá og reikna út mögulegar leiðir um tindahryggina til að skreyta þessa tindferð með, þar sem beinasta leið að hæsta tindi er allt of einhæf til að bera á borð þessa klúbbs allavega... Þeir vissu til þess að menn höfðu farið upp suðurhrygginn sunnan megin og ákváðu að sjá hvort finnanleg væri leið þar um úr því veðrið og færið var þetta gott, þar sem sú aðkoma hefði gefið okkur aðra sýn á kórónuna en inn með dalnum... nefnilega upp með hömrunum sem risu okkur í fjarska þegar við gengum á Hóls- og Tröllatinda tveimur árum áður og við strengdum þess heit að sigra þessa tinda árið 2011...
Farið var því upp með suðausturhorni suðurhryggjarins...
... þar sem stórbrotið stuðlabergið lokkaði okkur til sín efst...
...og við þéttum hópinn hugfangin undir þeim meðan Örn kannaði aðstæður vestar undir hömrunum... síðustu menn ekki einu sinni komnir upp þegar hann skilaði sér til baka stokkbólginn á hægri þumli eftir bröltið og vildi ekki fara með hópinn þarna um, of seinfarið og óvíst með tryggan uppgöngustað svo við afráðum að fara fyrir hornið og inn með hlíðum hryggjarins dalsmegin...
Útsýnið stórfenglegt til vesturs að
Snæfellsjökli...
með
Hólsfjall
í fjarska næst okkur... og
Þorgeirsfell
enn fjær Við tók áhrifamikil útsýnisleið og greiðfær í sandi og grjóti hringinn kringum austurhornið...
... og inn með dalnum í hliðarhalli undir suðurhryggnum þar sem stuðlabergið fangaði athygli okkar innan um hlátrasköll og húmorskot um smurt nesti og aðra greiða meðal klúbbmeðlima... hæsti Elliðatindur framundan hægra megin en hann er greiðfærastur allra tindanna þó þéttur sé hann uppgöngu...
Var þetta tákn Elliðatinda... sólarguð þeirra... skjaldamerki...?
Stuðlabergströppurnar
sem hefðu þurft að vera lítið eitt meira aflíðandi
Dýrðin hélt áfram eftir öllum hryggnum og við máttum vart mæla fyrir aðdáun... eða hlátri... eða öðrum gleðilátum...
Fínasta leið og minnti stundum á gönguna á Miðsúlu og Háusúlu fyrr um haustið á þessu ári...
Brátt vorum við komin í skarðið þar sem þjálfarar vissu að væri vel fært alla leið á hæsta tind... skarðið sem við hefðum hugsanlega komið upp um ef við hefðum fundið góða leið sunnan með... eins og við vissum að menn höfðu farið um sbr. einu góðu heimildirnar sem við fundum á vefnum af göngu á Elliðatinda af frábærri myndasíðu Ragnars nokkurs Antoniussonar: http://www.internet.is/rka/ellidatindar-2009.html En eigum við ekki aðeins að fara upp á suðurhrygginn úr því við erum komin hingað...?
Auðvitað...
Þetta
gat ekki verið þægilegri leið..
Hvílík sýn á suðurtindana í nærmynd.. slegnir stuðlabergi alla leið á hæsta tind... við mundum hreinlega ekki eftir því að hafa séð þetta áður svona hreint unnið... hvassbrýnda tinda alla úr stuðlabergi alla leið á hæsta punkt...
Töfrandi staður
Svo lengi að fyrstu menn voru löngu lagðir af stað upp á hæsta tind Elliða meðan síðustu voru enn hátt uppi...
Best
að koma sér niður aftur...
Ljúf uppganga og við nutum mýktarinnar í votum mosanum...
Vorlega hráslagalegt landslagið með snjóskaflana óðum að þiðna eftir rigningarsuddann síðustu vikuna...
Hóls- og Tröllatindar í fjarska hinum megin Furudals...
Síðasta brekkan þétt... svona til að tæma allar
orkubirgðir
áður en við fylltum á tankinn aftur
Litið til baka yfir gönguleiðina sem var að baki... Elliðahamar lengst fyrir miðri mynd sléttur og sést báðum megin hryggjarins... og suðurhryggurinn sem við grannskoðuðum bæði að suðaustan og svo eftir honum öllum norðan megin með klöngrinu vestast (næst)...
Á
efsta tindi opnaðist stórfenglegt útsýnið til
Breiðafjarðar Fjallasýnin til austnorðausturs...
Sýnin
til jökulsins í vestri yfir
Hóls-
og Tröllatinda
sem skyndilega fóru að fela sig í þokunni
Við snæddum aðalmáltíð dagsins á Elliðatindinum sjálfum með þunnan þokuslæðing að skríða yfir svæðið og ákváðum að kvarta ekki... við höfðum verið með óskert útsýni allan daginn og búin að sjá vel til allra átta... en þessi þokuslæðingur meinti ekkert með þessu og læddist með hálfum huga um okkur í tæpan klukkutíma... og var horfinn aftur alfarið aftur á miðri leið á norðurhryggnum...
Hérna var aftur sunginn afmælissöngurinn og nú festur á filmu af Jóhönnu Fríðu: http://www.facebook.com/photo.php?v=10150411408223249&mid=528 Og þjálfari gaf afmælisbarninu ljóð að gjöf sem var samin á göngu þegar hugurinn er ferskur og frjór:
Steinunn stúlkan unga sú
Úr þokunni var haldið áfram eftir tindakransinum... Örn, Jón, Ágúst, Katrín Kj., Valgerður o.fl.
Sylvía, Sæmundur, Helga Bj., Guðmundur Jón, Björn, Ingi, Jóhanna Fríða o.fl.
Kári, Þórey, Áslaug, Óskar, Helga Bj., Ásta Þ., Björn, Sigga Sig, Ingi og Jóhanna Fríða.
Norðurhryggurinn framundan... glæsilegastur af þeim öllum...
Þetta var sannarlega óvissuferð...
Þjálfurum fannst hópurinn eiga
þetta skilið... eftir
elju
á fjöllum við allar aðstæður gegnum árin...
göngumenn sem hingað til hafa aldrei hvikað og reynt
sig við allt sem á vegi þeirra verður...
áttu það hreinlega inni að reyna sig á óþekktum
fjallshryggjum...
fremur en að fara einföldustu leiðina um dalinn upp
á hæsta tind og til baka með hugsanlega smá brölti
beggja vegna tindarins... sem var plan þjálfara ef
aðstæður buðu ekki upp á annað... sem vel hefði
getað orðið um miðjan nóvember í fljúgandi hálku,
lélegu skyggni eða erfiðu veðri... En því var ekki að skipta þennan ljúfa laugardag sem slakur hópurinn naut til hins ítrasta...
Örn
skaust upp á næstu tinda meðan hópurinn var þéttur
og þreifaði sig áfram með leið fyrir allan hópinn...
Tvö stykki snjóskaflar á leiðinni var það eina sem minnti á veturinn þennan dag...
.. og þeir voru mjúkir og skítugir í leysingunum...
Síbreytilegt landslag og vel færir hryggjartindar sem fönguðu okkur sífellt lengra út eftir...
Þetta var ævintýri klöngrarans í hnotskurn...
Og þokan bætti enn á dulúðina í landslagi sem við vissum aldrei hvað byði okkur upp á næst...
Stundum urðu þetta hreinir hryggir en aldrei tæpir og menn þræddu sig um þá öruggir og öllu vanir...
Kattarhryggir hvað...
Hraunaugu stór og smá kíktu á skoðuðu okkur grannt á leiðinni gegnum kletta og veggi...
Hér náði Ágúst góðri mynd gegnum eitt af Áslaugu, Inga, Báru og Siggu Sig... takk Ágúst fyrir lánið á myndinni ;-)
Þarna fór þokuslæðan aftur að þynnast og hvarf smám saman...
Sigga Sig að taka mynd af Áslaugu gegnum eitt lítið hraungat...
Þarna
stöldruðum við við og fimm sneru
niður
saddir á klöngrinu á meðan hinir nítján héldu
áfram...
"Rauðihnúkur"
og "Grænihnúkur"
þarna fjær voru of fallegir til að þjálfarar gætu
sniðgengið þá eftir það sem á undan var gengið... Gleðin var tvímælalaust aðalorkugjafi þessa dags...
Nítjánmenningarnir stefndu á eina færa staðinn sem við höfðum komið auga á... um leið og þeir fylgdust með fimm-menningunum fara niður í dalinn og niður með honum þar sem menn fengu sér alls kyns ljúfa orkudrykki í slakri göngugleði... ;-)
Seinni snjóskaflinn sem var enn mýkri en sá fyrri...
Uppgöngukaflinn var heldur
brattur
og við skiptum okkur niður í hópa til að forðast
grjóthrun...
Rauðihnúkur...
landslagið minnti svolítið á
Ljósufjöll
þar sem þrír hnúkar þar eru hver öðrum ólíkari að
lit...
Litið
til baka...
Jóhanna Fríða
og
Ágúst
að fóta sig milli tinda...
Af
Rauðahnúk
tók
Grænhnúkur
við... skyldi vera fært á milli þeirra...
Sem varð raunin... greiðfær leið á milli og við vorum loksins komin á síðasta kafla norðurhryggjarins...
Aðeins
farið að skyggja og því héldum við vel áfram þar sem
þjálfarar vildu vera komnir niður úr öllum
óvissuslóðum
Litið
til baka á
norðurhrygginn
sem var að baki og við höfðum klöngrast allan um
fyrir utan Svartahnúk sem hér er í hvarfi við
Rauðahnúk...
Þarna
fóru myndavélarnar að vilja nota flass...
Gönguleiðin að baki... áfjáðir ljósmyndar voru þeir einu sem drógust aftur úr þennan dag...
Nítjánmenningarnir: Ágúst, Guðmundur J'on, Valgerður, Sæmundur, Stefán, Lilja Sesselja, Jón, Sylvía, Áslaug, Óskar, Ingi, Sigga Sig, Katrín Kj., Kjartan, Steinunn, Kári og Jóhanna Fríða en Bára tók mynd og Örn var að kanna aðstæður fyrir niðurgöngu meðan mynd var tekin.
Niðurgönguleiðin var hreinræktuð rúsína í pylsuenda...
Teppalagðir stallar
alla
leið niður... synd að vera ekki þarna á björtum
sumardegi við betri myndaskilyrði...
Við
vorum himinlifandi með
afrek
dagsins...
að klára óþekktan tindahrygg og vera komin niður á
þekktar slóðir fyrir myrkur...
Herforingjarnir báru bakpokann og Steinunn fékk klapp á bakið, knús og hvatningu öllum stundum frá félögum sínum þar sem áfram var gantast og spallað gegnum tár og áhyggjur af meiðslunum sem reyndust sem betur fer ekki alvarleg þegar hún var búin að láta skoða sig á slysadeildinni síðar um kvöldið, tognun á hálsi sem vonandi myndi jafna sig fljótt... - tunglmynd - Vel gekk að ganga síðustu þrjá kílómetrana að bílunum... í rökkri og svo myrkri sem hvergi skaut skelk í bringu hóps sem vikulega gengur á fjöll í myrkri með höfuðljós... í félagsskap hnígandi sólar og rísandi mána...
Að
lokinni göngu voru
hátíðarhöld
á áætlun sem urðu aðeins öðruvísi en ætlað var
Já,
afrek...
það er ekki annað hægt en taka ofan fyrir
samstilltum og glaðværum
Einstök ferð ... með alls 12,2 km að baki á 7:50 - 7:55 klst. upp í 867 m hæð með 1.572 m hækkun miðað við 66 m upphafshæð...
Þversnið af gönguleið dagsins
Til
hamingju með daginn elsku Steinunn okkar Allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T67Ellidatindar121111 Og allar myndir Óskars á myndasíðu Wilkdboys: http://wildboys.123.is/album/default.aspx?aid=217001
... og
frábærar myndir félaganna á fésbókinni... |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|