Tindur 29 - Hóls- og Tröllatindar
Fjallafjársjóður Alpafílingur á göngu um leyndardóma Snæfellsness
Stórkostleg tindferð og ein sú fegursta í sögu Toppfara er að baki laugardaginn 7. nóvember þegar 37 Toppfarar gengu á Hóls- og Tröllatinda á Snæfellsnesi í blíðskaparveðri allan tímann og mögnuðu útsýni.
Útsýnið,
veðrið
og
fjallasýnin
var með ólíkindum gott þennan dag og engan
veginn hægt að lýsa þeirri dýrð með myndum Hvílík fegurð !
Lagt var af stað úr bænum kl. 7:00 og komið við í Borgarnesi... en þar töfðumt við um óþarfa auka 30 mín vegna hörguls á salernum... og lærðum þá lexíu að fara ekki í N1 við Hyrnuna næst svona snemma dags, heldur Shell bensínstöðina þar sem þó eru tvö wc en ekki eitt (og auðvitað dreifa okkur á báða staði). Það var engin leið að fá starfsmann N1 til að hleypa tæplega 40 manns á stóru wc-in og því tók það hópinn 38 mín að taka "stutt wc-stopp" í Borgarnesi... Veðurblíðan þennan dag var með ólíkindum... logn og léttskýjað, heiðskírt í vestri, skýjaðra í austri... SV1, 4°C, sólin að koma upp og fjöllin á Snæfellsnesi glitruðu út um bílgluggann á leiðinni vestur nesið með jökulinn tindrandi í fjarska. Við vorum þegar komin með fleiri fjöll á biðlistann við aksturinn...
Lagt var af stað gangandi frá malarvegi við fjallsrætur Hólsfjalls í suðvestri. Brekkan upp hlíðar þess voru mosavaxnar og skriðurunnar og farnar í rólegheitunum í brattanum... Mönnum varð fljótt heitt í hamsi í sumarblíðkuðu nóvemberveðrinu.
Á
brún Hólsfjalls í
408 m hæð við
Leysingjahamnar
eftir
364 m
hækkun tók við magnaður
fjallasalur
Tröllatinda og Elliðatinda
Elliðatindar í baksýn... þeir eru komnir á dagskrá í október 2011...
Hóls- og Tröllatindar í fjarska: Hólstindur lengst til vinstri, tindur tvö þar við hliðina - Tröllatindur? - og Tröllatindahryggurinn sjálfur samfelldur frá miðju og til hægri. Við stefndum hins vegar ekki beint á tindana heldur yfir á vesturbrúnir Hólsfjalls þar sem skemmtileg klettaborg beið okkar til klöngurs - Hólshamar - þar sem ætlunin var að njóta útsýnisins til vesturs út nesið og fara svo dalinn beinustu leið í bakaleiðinni.
Hólshamar... Frá brún Hólsfjalls að brún hamarins greiddist mikið úr hópnum eftir gönguhraða og því sáu síðustu menn þá fyrstu tróna á toppi Hólshamarsins með Hólstind hægra megin á mynd og Tröllatind lengst til hægri.
Birna, Heiðrún og Ingi klöngrast hér framhjá Hólshamri með útsýnið til suðausturs að meginlandi Borgarfjarðar.
Auðvitað fóru menn upp á hamarinn og þar voru teknar myndir m. a. stelpumynd (sjá fésbókina). Útsýnið í algleymi þarna uppi...
Vesturbrúnir Hólsfjalls voru því næst þræddar með ólýsanlega fjallasýn til vesturs að fjallgarðinum og Snæfellsjökli. Eitt magnaðasta útsýnissvæði í sögu klúbbsins var tekið að birtast okkur þennan dag...
Steinunn, Birna, Halldóra Þórarins og Ásta
Henriks hér komnar í ísilagðar melarnar
Við rætur Hólstinds var farið í gormana... framundan voru þéttar brekkurnar upp á tindinn í hrímuðu grjótinu sem var orðið hált viðkomu. Tindar Gráborgar í baksýn (sjá vangaveltur um nafngiftir síðar í frásögninni)... ...og sjá tunglið á himni hálf fullt sem fylgdi okkur vingjarnlega þennan dag ásamt sólinni...
Útsýnið sést ágætlega hér frá "gormastaðnum" með Snæfellsjökulinn rísandi eins og dáleiðandi afl í landslaginu.
Ísilagðir klettar Hólstinds tóku við...
Gangan sóttist vel og voru hvergi tæpistigur né óþægilegt um að fara.
Snædís, Anton, Hjölli og Sigga Sig. Við vorum skælbrosandi á uppgöngunni... ...hugfangin fegurðinni sem þessi staður bauð okkur upp á.
Svarthamar
og
Þorgeirsfell
í baksýn með
Hrafntinnuborg
fyrir miðju að ógleymdum
kóngi
Snæfellsness
Á tindinn komum við í nánast logni með óskert útsýnið til allra átta en þó skýjaslæður í austri sem virtust ætla að ógna okkar tæru sýn en komu samt aldrei yfir og héldu sig við Ljósufjöll. Anton "toppaði" auðvitað almennilega og myndavélarnar voru á lofti áður en nestið tók við.
Útsýnið til vesturs af Hólstindi...
Okkur fannst við koma auga á
Helgrindur
og
Böðvarskúlu
í mörgum tilraunum með
Kirkjufellið
úti á hafi til viðmiðunar...
Og sýnin til austsuðausturs að Elliðatindum og skýjuðum austurhluta nessins. Hláturinn var aldrei langt undan frekar en vanalega... Anna Elín, Örn og Þorsteinn... Birna að borða og Nanna að sýsla eitthvað í nestinu. Sjá slóð þjálfara af uppgöngu á Hólstind á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=-_N6vpXmOk0
Halldóra Kristín, Brynja, Steinunn, Ágústa, Snædís, Sigga Sig., Hildur Vals., Hjölli, Heiðrún, Þorsteinn, Gerður, Ketill, Óskar Bjarki, Ingi, Lilja Sesselja, Rósa, Jóhannes R., Áslaug, Inga, tíkin Día, Anna Elín, Örn, Valgerður, Helga Björns., Elsa Þ., Óskar Úlfar, Sigrún, Harpa, Kalli, Gnýr, Hermann, Birna, Gylfi Þór, Anton, Ásta H., Nanna B., Kári Rúnar og Bára. Nokkrir félagar komust ekki í þessa ferð og voru með hugann hjá okkur og sendu jafnvel sms eins og Sigga Rósa sem stödd var á Snæfellsnesinu í öðrum erindagjörðum... og Guðjón Pétur sem nánast aldrei lætur tind framhjá sér fara og var upptekinn þennan dag, fékk það óþvegið hjá félögunum sem hringdu hver á eftir öðrum í hann til að láta hann vita af góða veðrinu á tindinum...
Af hæsta tindi var afráðið að ganga yfir á næsta tind - Tröllatind sem kalla má svo í norðaustri - og svo yfir á Tröllatindahrygginn. Hvað heita þessir tindar annars? Ekkert lesefni fannst af göngum á Hóls- og Tröllatinda á veraldarvefnum né við snögga leit í bókum og því voru þjálfarar tvístígandi fyir því hvað kalla má Tröllatinda. Á sumum kortum eru allir tindarnir klárlega nefndir Tröllatindar 930 m og punkturinn yfir fjöllin yfirleitt þar sem tindur tvö er eða þar sem hryggurinn er, á einu korti er hálendi beggja fyrstu tindanna sem eru hæstir merkt Gráborg, en á öðrum kortum er Hólstindur nefndur sér og þá sá vestasti. Hann er merktur 930 m og mældur 939 m hjá okkur þennan dag, en sá við hliðina (tindur tvö hjá okkur) mældist svipaður eða 1 m lægri/hærri hið mesta. Tröllatindar eru sagðir 930 m og á kortum má ætla að tindur tvö og hryggurinn sjálfur séu hinir eiginlegu Tröllatindar með eða án Hólstinds. Sjá Árbók FÍ frá 1986 um "Snæfellsnes norðan fjalla" - bls. 72 (og sjá myndalýsingu á bls. 71): "Annars má segja að þarna sé hin mesta tröllabyggð, því yfir gnæfa Tröllatindar á háfjallinu. Þar eru nokkrir drangar sem trúlega eru tröll þau, sem tindarnir draga nafn af, en einn drangurinn er þó miklu mestur. Hann rís vestast í tindaröðinni og ber við himinn ferlegur að sjá neðan úr Eyrarbotni". Þessi lýsing virðist eiga við Hólstind en gæti átt við tind nr. tvö eða "Tröllatind" skv. okkar nafngift en allavega má vera ljóst að skv. þessu getum við verið viss um að hafa gengið á Tröllatinda með bröltinu á fyrstu tvo tindana. Þá má lesa í Árbók FÍ frá 1982 um "Snæfellsnes frá Löngufjörum að Ólafsvíkurenni" - bls. 43: "Vestur af kinnunum uppi á fjallinu eru Kjóamýrar, en norður af þeim rísa Hólstindur (930 m) og Tröllatindar. Eru tindar þessir með þeim hæstu á fjallgarðinum og af þeim er víðsýnt mjög í björtu veðri". Einnig skal nefnt að í bókinni og á netinu má sjá að við lýsingar á ljósmyndum af Tröllatindum þá eru þeir allir nefndir Tröllatindar og því litið á þá sem eina heild og jafnvel hugsanlegt að Hólstindur sé aukanafn á vestasta Tröllatindinum. Niðurstaða okkar er sú að við gengum á Hólstind fyrst (sem hæsta tind Hólsfjalls) og svo á Tröllatinda með því að ganga á þann hæsta þeirra fyrst, tind tvö - nefnum hann hér Tröllatind - og svo yfir á Tröllatindahrygginn sjálfan sem við enduðum á.
ATH! Hér kemur viðbót við ofangreindan texta
þann 30. nóvember 2009:
En... nóg um nöfn...
Það er
landslagið
og
gæði
þess sem gildir sama hvað það heitir nú...
Af
Hólstindi
gengum við galvösk niður brekkurnar yfir á
Tröllatind
í veðurblíðunni
Á
þessum tímapunkti vorum endanlega gefin á vald vetrarveraldar
þessara tinda
Fegurðin var jafn dáleiðandi í
stærð
sinni um fjallgarðinn allan í báðar áttir Sjá má smæðina m. a. í gullfallegum myndum Ástu Henriks í fésbókinni.
Gengið á Tröllatind eða hæsta tind Tröllatinda sem er vestastur... með frostbitna klettana í nánd.
Leiðin var greið milli tindanna gegnum skarð sem
liggur til vesturs
Kalli, Ásta H., Kári Rúnar og Ingi hér á leiðinni um skarðið frá Hólstindi yfir á Tröllatind. Sjá myndband þjálfara af uppgöngu á tind tvö - Tröllatind: http://www.youtube.com/watch?v=knbM_3Xg6AA
Á Tröllatindi gafst annað útsýni en á fyrsta tindinum því nú höfðum við óskerta sýn yfir norðurhluta Snæfellsness með öllum þess fjörðum og vötnum á norðurströndinni... m. a. Kolgrafarfjörð, Hraunsfjörð, Bjarnarhafnarfjall, Selvallavatn, Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn o . m. fl. :
Sjá þetta magnaða útsýni í myndasafni Þjálfara úr ferðinni: http://www.picasaweb.com/Toppfarar
Heilluð af útsýninu tókum við myndir af strákunum:
Efri frá vinstri:
Kalli, Hermann, Hjölli, Anton, Kári Rúnar, Örn,
Jóhannes Rúnar og Óskar Bjarki. Og af stelpunum sem voru heldur fleiri og eru stundum duglegri að mæta...:
Efri frá vinstri:
Rósa, Birna, Brynja, Elsa Þ., Sigga Sig.,
Steinunn, Áslaug, Inga, Snædís, Anna Elín,
Heiðrún og Sigrún:
"Kynja"myndirnar voru teknar á
útsýnispalli Tröllatinds
og hér er gengið til baka aftur yfir á tindinn sjálfan
Hildur Vals., Kalli, Áslaug, Bára, Inga, Ketill, Lilja Sesselja, Halldóra Þ., og Birna?
Á Tröllatindi í mældri 938 m hæð en hann er svipaður að hæð og Hólstindur - munar í mesta lagi 1 m til eða frá.
Síðasti tindurinn eftir...
Tröllatindahryggurinn...
Hryggurinn var auðgenginn upp með og sjá mátti
hvernig snjóhengja
var að myndast þarna Sjá myndband þjálfara af uppgöngunni á þriðja tindinn á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=hQOGDy6wtPc&feature=related
Helga Bj., Snædís, Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Birna, Ketill og Halldóra Þ. Tindarnir tveir sem voru að baki; Hólstindur og Tröllatindur í baksýn og glittiraðeins í klettahaft Gráborgar fjærst.
Á Tröllatindahryggnum í 882 m hæð en hryggurinn rís lítið eitt hærra aðeins austar... Vð sáum ekki fram á að hafa tíma til að klöngrast alls 37 manns eftir honum öllum eftir ról og dól á fyrri tindum... menn voru sáttir við að láta þennan duga og snúið var við í suðvestur í átt að Hólsfjalli vestan við Kaplakinnar niður í Furudali að Leysingjahamri þar sem skriðan beið okkar alla leið að bílunum. Ætla mátti í fyrstu að við þyrftum að snúa við gegnum hlíðar tindana í bakaleiðinni þar sem við vissum að dalurinn er sundurskorinn giljum og gljúfrum en ofan af Tröllatindum var auðsýnt að við gátum látið okkur rúlla gegnum dalina ofan við gljúfrin sem stytti og einfaldaði bakaleiðina.
Úsýnið af tröllatindahryggnum í átt að Hólstindi þar sem hópurinn var aldeilis fljótur að koma sér niður...
Pása til að þétta hópinn og fækka fötum...
Auðvitað fundum við eina snjóbrekku til að renna okkur niður um :-) Sjá hópinn dreifast niður eftir snjófölinni að snjólínu.
Komin í mjúkan mosann í austurhlíðum Hólsfjalls með Hafursfellið í fjarska fjær... Það er jú komið á forgangslista biðlistans...
Síðasta nestispásan við Leysingjahamarinn með kvöldsólina að hníga í suðvestri. Hvílíkur dagur að baki að við áttum varla til önnur orð en þau að halda áfram að dásama hann alla leið til enda...
Þetta var að baki... Frá þessu sjónarhorni finnst manni sanngjarnt að Hólstindur fái að heita sérnafni en hinir heiti allir Tröllatindar þar sem þeir eru í beinni línu en Hólstindur sunnar og meira sér... um leið er eðlilegt að þeir heiti allir Tröllatindar... svona lætur maður... endalaust að velta vöngum yfir nöfnum landslagsins sem er samt svo miklu stærra en nöfn... en... þegar tækifæri gefst mun maður grípa það og spyrja einhvurn bónda í Staðarsveitinni um staðarhætti og nafngiftir... Tröllatindar dáleiðandi
Tröllin og tindana töfrandi
Skriðan
tók svo við þétt og löng og grimm í lok dagsins
síðasta kaflann að bílunum í steikjandi hitanum
af sólinni... Dagurinn var nánast runninn... við vorum komin að upphafsstað þar sem við höfðum lagt af stað í fyrstu geislum sólarinnar í í suðaustri... og nú geisluðu síðustu sólstafirnir í suðvestri...
Gengið var í
6:15 - 6:30 klst
alls
11,8 km
upp á þrjá tinda í
939 m -
938 m -
882 m
hæð (930 m skv. Landmælingum)
Hugfangin
af
fjalladýrð
Snæfellsness viðruðum við ferðina í
heita pottinum í
Borgarnesi á leiðinni heim
Byrjað var að semja
fjallalag Toppfara
í ferðinni fyrir tilstilli Helgu Bj... sjá síðar... Allar myndir á http://picasaweb.google.com/Toppfarar Og öll myndböndin á: http://www.youtube.com/results?search_query=BaraKetils&search_type=&aq=f Og... myndir og myndbönd félaganna á fésbókinni og myndasíðum- sjá tenglar.
Takk fyrir frábæran anda og ógleymanlegar
stundir ! |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|