Perúferðin
mikla 2011
3. hluti af 4:
Alls fóru
29 Toppfarar
í stórfenglega ferð til
Perú
í Suður-Ameríku dagana
15. mars - 7. apríl 2011
Ferðin reyndi vel á
leiðangursmenn og það tók marga mánuði að melta hana eftir á...
og enn er hún í raun ekki fullunnin í hugum okkar og hjarta
sem segir allt um hátt ævintýrstigið... og erfiðleikastigið...
En eftir því sem árin líða
gerum við okkur sífellt betur grein fyrir því hvurs lags ævintýri þessi ferð
var
því þrátt fyrir kyngimagnaðar gönguferðir Toppfara um allan heim árin á
eftir
þá virðist þessi ferð alltaf skipa efsta sæti í stórkostlegustu gönguferð
erlendis í sögu Toppfara...
Gengið var um mjög ólík
fjalllendi í Perú í kringum 3000+
m hæð þar sem lægst var farið í
2.100 m
og hæst upp
í
5.822 m...
með alls
135 km
að baki eftir rúmlega 3ja vikna ferðalag um ólík
lönd Perú...
Upp úr stendur að þrátt fyrir alla erfiðleika þá gaf ferðin okkur svo mikið
meðal annars djúpa vináttu og tengsl sem aldrei rofna...
því tengslin mynduðust við alls kyns mótlæti og um leið einstök ævintýri á
framandi slóðum
sem einhvern veginn er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki voru í
ferðinni...
sá sem þetta ritar nú árið 2018 finnur fyrir djúpri væntumþykju gagnvart öllum
leiðangursmönnum Perúferðarinnar
og það er ómetanlegt að upplifa þá tilfinningu...
Hér verður fjallað um 3. hluta af 4:
Arequipa |
|
|
Sjá hér 1. hluti af 4: |
Sjá hér 2. hluta af 4: |
Sjá hér 4. hluti af 4: |
Ferðadagur 13 - göngudagur 7 af 12 Þriðja gönguferðin af fjórum í Perúferðinni Sunnudagurinn 27.
mars 2011 Ferðalýsing
Ítferða:
El Misti dagur í
dag... fórum seint af sofa eftir þéttan ferðadag frá Colca Canyon
deginum áður Já, það var hvergi
slegið slöku við...
Við vorum 21
Toppfari sem fórum í þessa fjallgöngu af 29 manna hóp Við vorum því 21
sem fórum með rútu að
þjóðgarðinum þar sem jeppar tóku svo við mannskapnum
Loksins var komið
að þessu...
Við fjallsrætur
biðu burðarmenn sem Sæmundur og Raúl græjuðu fyrir gönguna
Þjóðgarður umlykur þetta himinháa eldfjall sem gnæfir yfir
nágrenni sínu nær og fjær Upphafshæð 3.415 m
skv. skiltinu en 3.487 m skv. gps þjálfara...
Frekar bratt fjall alla leið upp... stórir snjóskaflar efst... skriður að mestu innan um grjót og gróður í fjallsrótum...
Burðarmennirnir báru tjöldin okkar, dýnur og mat... við bárum okkar dót og nesti fyrir báða dagana...
Hópmynd í upphafi
göngunnar við skiltið... allir tilbúnir í slaginn... allir í
hátíðarskapi að sögn dagbókarinnar...
Sólin skein í á bláum himni, það var brakandi logn... hitabeltisloftslag og allt skraufþurrt...
Skýin léku sér
hins vegar ansi fjálglega við
fjallið og hótuðu þoku á okkur ofar...
Fyrst
var gengið í
hrjóstrugu og þurru landslagi í háfjallagróðri
Stórgrýtt og ekki greiður slóði en slóði þó...
Það
var mikilvægt að ganga rólega og hvílast reglulega... spara orku og
drekka vel...
Við vorum
hins vegar flest vel hæðaraðlöguð og þjálfarar og fleiri fóru þetta
alfarið lyfjalaust Það
er einfaldlega einstaklingsmunur á því hvernig fólk bregst við
mikilli hæð
Við
spáðum mikið í þetta fyrir Perúferðina og fengum fyrirlestur frá
Tómasi Guðbjartssyni, lungnalæknir Sjá hér úrdrátt úr yfirliti í tímaraöð yfir undirbúninginn okkar fyrir Perúferðina: 24. janúar - Perúpartý - helstu punktar:
Yfirleiðsögumaður göngunnar var Johann... Birðar hans voru
mjög miklar...
En það voru fleiri töffarar í hópnum og stelpurnar gáfu strákunum ekkert eftir...
Afreksfólk sem var
vel undirbúið og búið að æfa mánuðum saman fyrir ferðina
Konur Toppfara eru ekki síðri en karlmennirnir hvað varðar andlegt og líkamlegt atgervi...
... og hafa oft sýnt fádæma elju og þrautsegju í mjög krefjandi göngum jafnt erlendis sem hérlendis...
Það reynir ekki síður á andlegt atgervi en líkamlegt í svona krefjandi ferð...
... og þar fóru
margir snillingarnir í Perúferðinni
Hinir leiðsögumenn göngunnar voru einnig traustir og góðir í alla staði...
Ankel hægra megin og hvað hét hann aftur þessi vinstra megin...
Dásemdarveður og
enn að koma okkur upp fjallsræturnar...
Ræturnar eru breiðar á fjallinu... við gengum eftir einni þeirra...
... heilu
ásarnir... heilu heimarnir... bara hérna niðri... þetta fjall var
eins og lifandi vera...
Gróðurinn
var skraufþurr í vatnsleysinu þarna uppi...
Gleði og spenna einkenndi þessa
uppgöngu í tjaldbúðirnar ofar...
Nú nálgaðist þokuslæðingurinn og við áðum áður en við fórum inn í hann...
Sólin ekki langt undan samt og við fengum fínustu pásu hér...
Komin í 4.003 m hæð og "bara" 550 m eftir upp í "grunnbúðir"...
Nú reyndi á nestið
sem hver og einn hafði græjað fyrir sig kvöldið á undan...
Það var
hins vegar eins gott
að næra sig vel og vera fullur af orku fyrir tindinn
Allir glaðir og til
í slaginn við tindinn...
Fallegur nestisstaður og einn af nokkrum á leiðinni þennan dag...
Perúsku
leiðsögumennirnir voru steinhissa á öllum þessum gps-tækjum sem við
vorum með...
Strákarnir prófuðu að bera byrðar Johanns...
Það var meira en að segja það... bara að koma þessu á bakið...
... hvað þá ganga
svo upp allt fjallið í þessari hæð...
Við hin reyndum
ekki einu sinni að seteja þennan bakpoka á okkur og hlógum bara að
hinum...
Örn og Johann...
undanfararnir... það er eins gott að vera léttur á sér þegar farið er á undan
Við gengum áfram upp úr sólinni...
... ennþá léttklædd þar sem við vorum ekki ennþá komin að skotti þokunnar...
... en henni létti svo ofar og við fengum notið sólarinnar áfram lengra upp...
Nokkuð þétt hækkun og heilmikið brölt í klettum... alla leiðina upp í tjaldbúðirnar...
Stígurinn ágætlega troðinn en þetta var hvorki Laugavegurinn né Esjan...
Hálendisgróðurinn
auðsjáanlega nautsterkur og útpældur...
Ekki ólíkt gróðrinum á Kilimanjaro...
Brátt fór mistrið að liggja yfir láglendinu... við vorum komin í talsverða hæð og láglendið farið að fjarlægjast...
Heilu grjótbrekkurnar... hrúgurnar upp...
Næst síðasta pása
fyrir tjaldbúðirnar...
Sjá hæðina miðað við láglendið... vaxandi mistrið með fjarlægðinni...
Hópmynd hér áður en þokan tæki yfir... en ekkert útsýni því miður... Leiðsögumaðurinn
sem hét ?, Ankel. Örn, Torfi, Alma, Gylfi, Guðjón Pétur, Lilja
Sesselja, Simmi, Kári Rúarn,
Nú gengum við inn í þokuna... en misstum sko enga gleði við það...
Ennþá gott veður og stutt í tjald og hvíld... hvort það var skyggni eður ei... skipti engu...
Þokan læddist um allt en var ósköp saklaus og stundum götótt svo það sást í bláan himininn...
Ágætis skyggni nær og aldrei
mjög þétt þokan...
Síðasta kaflinn fyrir tjaldbúðirnar var frekar krefjandi og þreytan farin að segja verulega til sín...
Það var ráð að gleyma ekki að fara hægt þegar komið var í þessa hæð...
Við hvíldum okkur vel fyrir lokaslaginn... svalinn kom með þokunni og við fórum í jakkana...
... og héldum svo áfram í þokunni...
En skyndilega létti
henni alveg af... og við sáum tindinn ofan okkar...
Komin í 4.444 m hæð :-)
Tjöldin í augsýn og
við röltum þetta mjög rólega síðustu menn
Mikill fögnuður
braust út við að komast upp í tjaldbúðir...
Þetta tókst og það
bara mjög vel... komin í 4.550 m hæð
Tölfræði dagsins: Gengnir 5 km skv
gps-úrinu (4,4 km á stóra gps) á 5:50 klst. úr 3.438 m upp í 4.548 m
hæð
Burðarmennirnir löngu komnir og búnir að gera allt klárt fyrir okkur...
Tjaldað í halla og reynt að slétta undir hverju tjaldií sandinum...
Tjald leiðsögumanna þetta græna og skvísurnar þrjár fengu þetta rauða...
Þær knúsuðu sinn tjaldmann og þökkuðu honum fyrir að græja tjaldið fyrir sig...
Sigga Sig og Heimir
fengu minnsta tjaldið... eiginlega eins manns tjald en ekki 2ja
manna
Helga Bj. og Halldóra Þ. voru flott teymi og fengu tjald neðan við stórgrjótið...
Tjald Gylfa og Lilju Sesselju þarna fjær undir grjóthrúgunni og tjald Siggu og Heimis þetta gráa neðar...
Leiðsögumannatjaldið og svo svefnstæði burðarmanna...
... þar sem þeir sváfu og höfðu regnhelda yfirbreiðslu yfir sér um nóttina...
Tjald þjálfara og tjald Ölmu og Torfa úti á nösinni... Engin mynd náðist því miður af Ölmu og Torfa sem lögðu sig líklega þegar við lentum í búðunum...
Tjöld Skagamanna utar í hlíðinni...
Við kíktum hvert til annars og spáðum í spilin...
Það er ekkert mál
að vera hjón í 2ja manna tjaldi...
Roar, Gunnar og Kári græjuðu þetta svona og voru ekkert að flækja málin :-)
Skvísurnar fengu sams konar krefjandi tjaldverkefni og voru líka í 3ja manna tjaldi...
"Brosandi gleði tjaldinu" :-)
Bara gaman og ekkert annað í boði hjá þeim...
Lilja Sesselja og Gylfi voru hér undir grjótinu...
Mjög sátt með tjaldið sitt :-)
Skagamenn voru í einu 4ra manna tjaldi og einu 2ja manna hlið við hlið...
Koddinn hans Inga var með smá afastíl í anda Arnbjörns Inga...
Helga Bj. og Halldóra voru góðar í sínu 2ja manna tjaldi við grjótið...
Sigga Sig og Heimir kvörtuðu ekkert frekar en nokkru sinni í ferðinni...
Litið yfir svæðið
ofan frá grjóthrútunni... Sigga og Heimir, þjálfara, Alma og Torfi
uppi vinstra megin.
Leiðsögumenn neðst, skvísurnar vinstra megin og Skagamenn hægra megin...
Úr brekkunni...
Já, grýtt, í bratta og þokuslæðingi sem kom og fór... en logn, þurrt og ekki svo kalt...
Kvöldmatur eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir...
... súpa og brauð
og... man ekki...
Þetta leit vel út
með veðrið...
Eftir matinn var
fundur með leiðsögumönnum þar sem línur voru lagðar fyrir
morgundaginn...
Þjálfari mældi
súrefnismettun allra á þessum tímapunkti og hún var misjöfn milli
manna...
Brátt tók sólin að setjast og þá verður fljótt myrkur í Perú...
Við fórum öll í
háttinn eftir matinn og reyndum að sofna...
Svona fór um burðarmennina...
Úr dagbók þjálfara: "Mikill sigur að
komast í tjaldbúðir í 4.550 m hæð en menn fóru hægt upp vegna þunna
loftsins. ------------------------------------------ Ferðadagur 14 -
göngudagur 8 af 12 Mánudagurinn 28.
mars 2011 Ferðalýsing
Ítferða:
Já, vöknuð um
miðnætti og morgunmatur korteri síðar þar sem allt var tilbúið í
tjaldinu fyrir brottför... Það var allt og sumt í orku fyrir allra, allra erfiðasta dag Perúferðarinnar...
Ágústa var því
miður lasin um nóttina, óglatt og með höfuðverk og hafði lítið sofið
um nóttina. Þjálfari las yfir
hópnum fyrir gönguna og bað menn að halda hópinn og hlúa hvert að
öðru
Þetta var áfall fyrir alla... og góð áminning um að það var ekki
sjálfsagt að geta gert þetta...
Allir aðrir í
lagi... svona eins og hægt var miðað við að vera að leggja af stað
Gangan var í sama
brattanum sem smám saman jókst eftir því sem ofar dró Þjálfari talaði
heilmikið við Johann á leiðinni upp
Allir ákveðnir í að
njóta og klára...
Komin í 5.000 m
hæð... eftir 1,7 km göngu á þremur klukkutímum...
Kuldinn var
nístandi þessa nótt...
Skyndilega tók að
birta af degi... sem var áþreifanlega orkugefandi
Að upplifa dagrenningu lengst uppi í
fjöllunum er einstök upplifun sem erfitt er að lýsa...
Faðmur birtunnar
svo kærkominn og bjartur og hlýr...
Allt breytist við birtuna... verður viðráðanlegra og fallegra og skiljanlegra og meira í samhengi...
Tindurinn var þarna uppi og við gengum bara skref fyrir skref á þrjóskunni einni saman...
Að upplifa svona
augnablik... sjá skuggann af fjallinu sem maður er staddur á
Þessi mynd varð
táknmynd Misti-göngunnar... kuldinn, brattinn, erfiðleikarnir,
myrkrið, fegurðin, stórfengleikurinn
Góður andi
var í hópnum
þrátt fyrir vanlíðan sem nú fór vaxandi með hverjum metranum upp á
við...
Sjá rætur fjallsins liðast niður á láglendið... farvegi hrauns og vatns...
Hæðarveikin farin
að hrjá menn allverulega og vanlíðanin áþreifanleg í hópnum...
Úr dagbók þjálfara: "Ótrúlegt að ganga
svona tímunum saman í myrkrinu.
Við héldum því
hópinn alla leið að skaflinum sem var mjög gott...
Sjá brattann á slóðanum... þetta var alvöru fjallganga...
Það var ekki skrítið að þetta tæki í þegar hæðin var orðin þetta mikil...
Andesfjöllin í fjarska eins og kórónur...
Skaflinn þar sem við fengum okkur að borða meðan lína var græjuð yfir hann...
"Kaffi klettur" eins
og menn kalla góðan stað á Virkisjökulsleiðinni á Hnúkinn...
Mjög langur skafl í heilmiklum bratta...
Komin í 5.560 m hæð...
Hérna áðum við og söfnuðum kröftum til að komast upp í skarðið neðan við tindinn...
Litið til baka...
Snjórinn harður eftir kuldann um nóttina...
Úr dagbók þjálfara: Á einum tímapunkti
er ég orðin lasin, með höfuðverk og slöpp
Nú kom reipið sem Johann hafði með sér ansi vel...
Meðan þeir græjuðu línuna fengum við okkur að drekka og borða...
Svo var farið af
stað...
Þetta var ansi bratt þó það sjáist ekki vel á mynd...
Snjórinn harður og skaflinn mjög brattur og langur beint niður...
Línan sem við
áttum að halda okkur í... lykkja sem við smeygðum úlnliðnum í...
Allir slappir og í súrefnisskorti og því var gott að fá smá jafnvægislínu...
Úr dagbók þjálfara: "Þurftum að smeygja
okkur í línuna til að komast yfir skaflinn sem var mjög brattur og
harður.
Johann var búinn að
spora vel fyrir hópinn um leið og hann lagði línuna... http://www.altitude.org/air_pressure.php
Það var mjög gott að klára skaflinn... nú var bara lokabrekkan eftir upp á tind...
Þegar við komum í skarðið fleygðu menn sér niður af örþreytu og sumir sofnuðu hreinlega...
Aðrir tóku myndir og spáðu í lokakaflann með leiðsögumönnunum...
...
og reyndu að njóta þessa stórkostlega staðar sem við vorum lent á...
Úr dagbók þjálfara: "Þegar snjónum
sleppti vorum við komin í skarðið og menn fleygðu sér þar niður og
sumir sofnuðu.
Já, það var ekki skrítið að vilja bara liggja og hvílast...
En, ha, jú, eigum við ekki að klára þetta...
Jú, auðvitað !
Þetta voru 150 metrar upp í mót... það var allt of lítið til að missa af tindinum og sjá alltaf eftir því...
Allt of miklir erfiðleikar að baki til að svekkja sig svo á því að hafa ekki farið síðustu 150 metrana...
Þökk sé Gunnari og
þeim sem gengu á alla og gáfu þeim smá orku til að klára, þá náðu
allir upp...
En ástandið var skrautlegt á liðinu...
Hvert skref var þjáning... erfitt og stórt skref sem tók vel á...
Sjá brattann skaflinn niður frá efri hluta hans...
Tindurinn í augsýn og þá kom orkan...
En þetta tók sinn tíma... það var enginn að skokka þetta upp...
Gígurinn í toppi fjallsins... annar minni inni í þeim stærri...
Sjá snjófærið... ekki mjög gljúpur snjórinn en samt nægilega til að spora vel...
Sjá dýpra ofan í ytri gíginn...
Innri gígurinn...
Stutt og hæg skref og bara eitt í einu...
Sjá slóðina fyrir aftan hópinn...
Úr dagbók þjálfara: "Síðasti kaflinn
var 150 m upp klettinn og með snjóskafl alla leið upp á tind. Örn hafði sett Kára fyrstan í línuna og hann var fyrstur upp. Ótrúlega erfitt, hvert skref þjáningarfullt og mæðin viðvarandi
ásamt þrýstingi í höfðinu Man að ef ég tók
mynd var ég 30 sek ca að jafna mig.
Já, þetta var
svakalega krefjandi... engin leið að lýsa þessu nema upplifa það
sjálfur...
Sjá Kára beygja sig fram af vanlíðan og örmögnun til að geta haldið svo áfram...
Litið til baka á hópinn að koma... magnað að sjá hversu vel við héldum hópinn...
Sjá sjónarröndina... kúpt lögun jarðarkringlunnar sjáanleg í þetta mikilli hæð...
Mikill sigur uppi, allir faðmaðir og knúsaðir og hamingjuóskir og gleðin ríkjandi...
Sjá útsýnið niður á fjöllin í fjarska...
Hver og einn að hvetja hina og styðja síðustu metrana...
Sigurtilfinning sem ekki er hægt að lýsa...
Leiðsögumennirnir knúsuðu okkur líka og óskuðu til hamingju...
Áslaug og Heimir voru veikust og fengu stuðning frá félögum sínum síðustu metrana...
Hvílíkt afrek !
Brosið var ekki lengi að koma aftur á menn þrátt fyrir alla vanlíðanina...
Áslaug sagðist eftir á frekar vera til í að fæða öll þrjú börnin sín
aftur
Við hvíldumst og nutum þess að hafa náð þessu hvert og eitt okkar...
Fjöllin í fjarska...
Gígurinn ytri og innri...
Við fögnðum hvert á sinn háttinn...
Hringdum meira að segja til Íslands !
Skáluðum í koníaki !
Veifuðum íslenska fánanum :-)
Og tókum sögulega
hópmynd... sem enn þann dag í dag... Efri: Kári Rúnar,
Gylfi, Lilja Sesselja, Guðjón Pétur, María S., Gurra, Simmi, Torfi,
Alma, Ingi, Heiðrún, Roar, Inga Lilja. Magnaður afrekshópur sem gaf ekkert eftir... framúrskarandi árangur !
Leiðsögumenn fóru fljótlega að reka á
eftir okkur að fara niður... við tímdum því eiginlega ekki...
... en það var víst
mál að lækka sig
Sjá útsýnið...
Leiðsögumenn gættu allra vel í þessari göngu...
Niðurleiðin er
varasöm og þá ræður kæruleysið og óþolinmæðin oft för
Við fórum aðra leið niður en upp...
Fórum niður í
gíginn og slepptum öxlinni með skaflinum ofan við skarðið
Þetta var mjög skemmtileg og falleg leið...
Ógnarstærð gígsins upplifðist á okkar eigin skinni með þessu...
... litirnir, formið, ilmurinn, friðurinn... var alltumlykjandi...
Töfrandi flott leið...
... sem gaf eina fegurstu myndina í Perúferðinni...
Við vorum sannarlega á einstökum stað sem fáir í heiminum heimsækja...
Í skarðinu hvíldumst við lítið eitt áður en haldið var áfram niður...
Seinni skaflinn... þjálfari varð ekki rónni fyrr en allir voru komnir yfir...
Brattinn sést vel hér...
Eins gott að fara varlega... annað yrði dýrkeypt...
Sjá brattann niður skaflinn...
Mjög djúp og góð
spor en í minningunni var þetta mjög varasamt
Loksins komin í öruggt skjól og þá var "bara" eftir að klára niður...
Litið til baka upp í skarðið...
Aftur hvíld hér og
nesti... flestir búnir með allan mat og allt vatn... sumir fyrir löngu...
Það
var ekkert vatn í boði á öllu fjallinu og því var það allt borið upp
af okkur sjálfum...
Mönnum farið
að líða betur með lækkandi hæð frá tindinum...
En... þetta var ennþá erfitt...
Frá Línukletti rúlluðum við niður eina langa... langa skriðu alla leið í tjaldbúðirnar...
Örn var orðinn
slappur á niðurleið og við héldum hópinn sem vorum aftast,
Þetta var lengsta skriðan í sögu Toppfara...
... samfellt úr 5.600 m hæð niður í 4.550 m hæð... eða 950 metrar eða svo... geri aðrar skriður betur !
Mergjuð leið sem
hvíldi fætur, líkama og huga... gat ekki verið betra undirlag...
Í tjaldbúðum voru menn að pakka saman eða hvílast og spjalla og nánast allir vildu halda áfram niður...
... frekar en að nærast og hvílast í tjöldunum áður en lokakaflinn yrði tekinn niður í bílana eins og boðið var upp á...
Það
endaði með því að allir kusu að pakka saman og halda áfram niður að
bílum
Niðurleiðin var erfið og langdregin... rykug og heit um 5 km löng...
...
en við tókum þetta á sálfræðinni því gps-tækið sagði 3,3, km í
beinni línu í bílana
Við
tókum utan um Áslaugu sem missti af allri vanlíðaninni og svaf í
tjaldinu þennan dag...
Þetta var sigurganga þar sem við spjölluðum hátt uppi og viðruðum
lífsreynsluna
Brátt tóku burðarmennirnir fram úr okkur með tjöldin og dýnurnar og dótið okkar á bakinu...
Við
komumst ekki svona hratt með dagpokana okkar
Mjög
kærkomið að lenda á bílastæðinu... allir dauðfegnir eftir óþolinmóða
niðurgöngu...
Tölfræði dagsins: Alls
11,3 km á 14:10 klst. upp í 5.833 m hæð með alls hækkun upp á um
1.400 m Tölfræðin alls á Misti þessa tvo daga: Alls
gangan á Misti þannig 16,4 km á 20 klst. upp í 5.838 m skv gps (er
5.822 opinberlega)
Sæmi og hinir tóku vel á mótin okkur á hótelinu Cabanaconde...
Sérpöntuð kaka af hendi Sæma þar sem á stóð "Til hamingju" og
"Misti" :-)
Dásamlegt að hvílast á þessu hóteli og fara í sturtu og fá fréttir
af hinum... Úr
dagbók þjálfara: ------------------------------------ Ferðadagur 15 og 15 - 8 göngudagar af 12 að baki
Þriðja gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
Þriðjudagurinn 29. mars og miðvikudagurinn 30. mars 2011 Ferðalýsing
Ítferða:
Morguninn eftir voru allir himinglaðir með ótrúlega göngu deginum
áður
Það var margt að melta og viðra og spá í eftir afrekið...
... eldraun sem við áttum eftir að rifja upp og tala saman um árum saman eftir Perúferðina...
Sigurinn var dísætur og það kom viss léttir hjá okkur eftir Misti...
Við
máttum vera ánægð með afrekið því það var ekki sjálfsagt að allir
kæmust upp
Við kvöddum Misti með virktum og virðingu... þetta hafði verið alvöru fjallganga með öllum pakkanum... Fórum við virkilega þarna upp... skaflinn þarna og alla leið á tindinn ?
Rúta
keyrði okkur út á flugvöll...
Enn
eitt flugið í Perúferðinni... við fórum alls níu sinnum í flug í
þessari ferð...
Á
flugvellinum skoðuðum við myndir frá Roari sem var búinn að hlaða
þeimá tölvuna sína... Vertu sæl borgin Arequipa og fjallið Misti... við gleymum ykkur aldrei...
Sjá
hversu umfangsmikið fjallið er og hvernig það tekur yfir allt á
svæðinu...
Lima
er höfuðborg Perú og þar búa um 10 milljónir manna... https://en.wikipedia.org/wiki/Lima
Kosningaveggspjöldin orðin stærri og fleiri en í fámennari stöðum landsins...
Hótelið okkar í Lima... "Hostal The Place" var mun síðra en þau sem
við gistum á í fjallaþorpinu Cusco... ...
og svo því sé nú haldið til haga þá var heimagistingin niðri í
gljúfrinu Colca Canyon sér á parti
Í
dagbók þjálfara segir að þetta hafi verið þetta hótel hafi verið
En... sérherbergi... rúm... salerni með rennandi vatni... hvernig gat maður kvartað svona ? :-)
Árið
2011 settu menn ekki svo glatt nokkurn hlut á veraldarvefinn...
Við komum okkur fyrir á hótelinu og fórum í skoðunarferð um borgina...
Fengum frábæra leiðsögn frá þessari konu hér um alla helstu staði
miðborgarinnar
Gengum um aðaltorgið...
... og skoðuðum mannlífið og fræddumst um sögu Perú...
Áttum rólega stund í kirkjunni þar sem fólk sat og hugleiddi... ógleymanlegur friður þarna...
Skoðuðum höllina og þinghúsið...
... menninguna og markaðina...
Auðvitað hópmynd á torginu... loksins borgaralega klædd á hópmynd... skemmtileg tilbreyting :-)
Efri: Gunnar, María E., Bára, Örn, Inga Lilja, Guðjón Pétur, María
S., Halldóra Á., Ingi, Sæmi, Vorum 24 af 30 manns í þessari skoðunarferð.
Lögreglan í Lima var ekkert að stressa sig á þessum ljóshærðu skvísum frá Íslandi :-)
... ekki heldur þessir flottu drengir sem voru að leika sér á götunni...
Sjá marglituðu húsin uppi í hæðunum... þetta minnir ansi mikið á Kathmandu borgina í Nepal...
Fuglalífið á torginu var líflegt...
Heilu fjölskyldurnar að slaka á og njóta lífsins seinnipart dags...
Við
erum sjaldan svona afslöppuð á Íslandi niðri í bæ... alltaf eitthvað
að flýta okkur eitthvurt...
Grafirnar...
Úr
dagbók þjálfara:
Já,
þetta lítur nú ansi vel út á myndum samt miðað við ofangreinda
lýsingu
Gott að vera í menningunni aðeins og í sparifötum... hreinn og í rólegheitum að spjalla...
Nokkrir fögnuðu 50 árum árið 2011 í Toppförum...
Daginn eftir eyddu menn hver á sínum vegum deginum í Lima að versla og njóta og borða ...
...
við áttum næturrútu framundan um kvöldið... Sjá
ferðahluta 4 af 4 úr Peruferðinni hér: Sjá einnig... |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |