Perúferð

til

Suður-Ameríku

2011 

Með ÍT-ferðum www.itferdir.is

Cusco
Sacred Valley
Inkaslóðin
Machu Picchu
Ariquipa
Colca Canyon
Mount Misty
Lima
Huaraz
Cordilleira Blanca fjöllin

32ja manna ferð.
Laus 3 pláss 28. janúar 2011!
 


Mynd frá Sæmundi... þetta er önnur veröld en okkar... gróður, berg, dýr, fjöll, landslag, loftslag, menning... sem veitir framandi lífsreynslu...

Tilkynningar fram að brottför:

 

9. febrúar  - kostnaður við burðarmenn frá Sæmundi:

Var ad fá svar frá thjonustuadila okkar um burdarmenn.     
Vid thurfum ad skila inn nafnalista á theim sem vilja burdarmann.   (Thetta er allt svo formlegt og stíft med Inkaveginn)     
Thad kostar 120 dollara fyrir hvern burdarmann á Inkaveginn (4 dagar*30 dollarar)+ tips.

7. febrúar - svör Sæmundar við fjórum spurningum:

1. Þurfum við flugnanet? (sé ekkert um það á myndum, grunar að við séum of hátt uppi en menn vilja vita þetta og pakka því þá niður).
Svar: Ég er ekki med flugnanet og tel ekki thorf á thví.   Enda bý í Mývatnssveit :) 
2. Þurfum við skordýraeitur? (þau fást ekki á Íslandi og sumir vilja meina að það þurfi ekki að nota þetta).
Svar: Nota skordýraeitur ekki nema í neyd en flugur og maurar saekja mismikid í fólk og fyrir thá sem hafa "gómsaett" blód thá maeli ég med ad kaupa hér úti litla pakkningu.   Gott ad eiga "afterbite" líka til ad minnka kláda
3. Er verð burðarmanns á Inkaslóðinni alls 35 dollarar á dag eða alls fyrir alla leiðina? (flestir ætla að taka burðarmenn).
 Svar: Betra ad skrifstofan svari med peningamálin.   Thad er fjoldatakmorkun inn á Inkaveginn og burdamennirnir eru taldir líka, vonandi er haegt ad baeta theim vid.    Hvad eru thad margir sem vilja burdarmann? Thad tharf ad pannta burdarmenn strax. Mikilvaegast er ad vera med gódan bakpoka sem fólk er vant ad nota og pakka skynsamlega fyrir gongurnar.   
4. Er sama rafmagnskló og sömu rafmagnsvött og hér ? (fyrir myndavélar, tölvur, gps-tæki, síma).
Svar: Já, Thad hefur gengid vel ad hlada á ollum gististodunum sem ég hef verid á.   

7. febrúar - Farþegalistinn hópaskiptur viku fyrir brottför - tvö laus pláss:

  1. Skvísurnar:
    Helga Björnsdóttir
    Halldóra Þórarinsdóttir  
    Áslaug Áróra Þórðardóttir

    Lilja Kristófersdóttir

    Áslaug Melax

    Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir


    Skátarnir:
    Sigurður Jóhannsson
    Gerður Jensdóttir

    Heimir Magnússon

    Sigríður Sigurðardóttir
    Roar Aagestad
    Halldóra Ásgeirsdóttir

    Skagamenn:
    Ingólfur Hafsteinsson

    Heiðrún Hannesdóttir

    Guðjón Pétur Pétursson
    María Sigurbjörnsdóttir

    Sigmundur G. Sigurðsson

    Guðríður Guðmundsdóttir


    Sérsveitin:
    Torfi F. Jónasson

    Alma Dagbjört Möller

    Gunnar Viðar Bjarnason

    María Elíasdóttir
    Richard Hansen
    Sigríður Rósa Magnúsdóttir


    Stjórarnir:
    Gylfi Þór Gylfason
    Lilja Sesselja Steindórsdóttir
    Kári Rúnar Jóhannsson
    Örn Gunnarsson - aðstoðarfararstjóri
    Bára Agnes Ketilsdóttir – aðstoðarfararstjóri
    Sæmundur Þór Sigurðsson – fararstjóri.

28. febrúar - Perúfundur að Logafold 106 - allir mættir nema Halldóra Þ. og Alma M - takk Gylfi og Lilja fyrir frábært framtak!

Allir mældir þar sem skráð var BMI, fituprósenta og Hemoblóbín - nokkuð áreiðanlegar mælingar skv fyrri reynslu þjálfara, en samt spurning hversu marktækar þar sem einn mældist fremur hár og fjórir fremur lágir og endurtekning var ekki áreiðanleg (munaði 10 milli mælinga).  Sjá bréf til allra frá þjálfara um þetta. Verður samt forvitnilegt að sjá tengsl þessara mælinga við hæðarveiki ef einhver tilhneiging er til þess, þ. e. verða þeir sem eru með hátt hemoglóbín minna veikir en aðrir? Eru þeir sem eru með lága fituprósentu gjarnari á að verða veikir? Ósköp heimilisleg tilraun og ekki vísindaleg en forvitnileg.

Formlegur fundur settur og menn veltu eftirfarandi fyrir sér:

Eigum við að taka Diamox? Sitt sýnist hverjum, aukaverkanir eru fráhverfandi og einhverjir hafa prófað og fundið fyrir þeim, aðrir hafa góða reynslu af þessu lyfi. Nokkrir ætla að sleppa Diamox og taka kókalaufin eingöngu. Ath kókalaufin eru bönnuð í öllum löndum nema Perú - getur mælst í blóði nokkrum dögum eftir notkun sem þarf að íhuga t. d. þegar farið er heim gegnum BNA. Passa að losa sig alveg við öll kókalauf áður en farið er úr landi!

Hæðarveiki - Megum eiga von á að allir finni fyrir hæðinni í fyrstu göngunnu, á Inkaslóðinni og einhverjir verði slappir þar og eins þegar við lendum í Cusco. Ættum svo að hæðaraðlagast þar sem við erum meira og minna í mikilli hæð og þegar við förum á Misty sem er hæsti punktur í ferðinni þá erum við líklegast vel hæðaraðlöguð og gætum jafnvel lítið fundið fyrir hæðinni þar... en aldrei að vita.

Skordýraeitur - Mælt er með Deed 30 - 50% sem virkar mjög vel. Hægt að kaupa Mygga í apótekum á Íslandi en Deed fæst ekki á Íslandi en eflaust í Perú.

Hvað stóran bakpoka? - Þurfum stóran eins og lagt er upp með. Ekkert mál að vera með stóran bakpoka alla daga þó lítið sé í honum. Einhverjir að pæla í að vera með stóran og litlan en spurning hvort ekkio sé einfaldara að hafa bara stóra þó hann sé ekki alltaf fullur. Spurning að leigja stóran bakpoka þegar þarf en vera annars með sinn minni í ferðinni. Nota þvottanet til að pakka niður í bakpoka. Muna einnig að hafa nóg af plastpokum til að pakka öllu í fyrir hverja gönguferð til að halda frá vatni ef það rignir (vera með nóg!).

Dýnur - Eggjabakkadýnur eru til léttar og ódýrar í Útilíf Smáralind (340 gr) á 6500 kr. en þær eru fyrirferðarmeiri en hefðbundnar útilegugöngudýnur. Hefðbundnar göngudýnur eru til í ýmsum stærðum, gerðum og þyngdum í útivistarbúðum (frá 900 gr) og kosta frá ca 9 þús. en þær þarf að fylla af lofti sem er fljótgert og einfalt.

Sólarvörn - Ýmsar gerðir, muna að taka með, spurning með styrkleika, erum í háloftum með hvít fjöll í kring á sumum stöðum en erum ekki að ganga í snjó né á jökli.

Vindur - Ekki fer sögum af vindi í Perú nema í skörðum uppi í fjöllunum en við verðum að gera ráð fyrir öllum veðrum í þessum miklu hæðum sem við erum mestmegnis í þó ljósmyndir virðist alltaf sýna lygnt veður. Á norska veðurvefnum er vindurinn t. d. lítill á Mt. Misty en það ber þó að taka með fyrirvara þar sem sá vefur er ekki alltaf að reikna út vinda rétt í fjöllum.

Skór - Taka með gönguskór, strigaskór, spariskór, sandalar - sumum finnst óþarfi að taka með léttari skóna/strigaskóna og eru jafnvel bara með tvenna skó; gönguskó og sandala. Vangaveltur um að sleppa alvöru gönguskóm og taka bara léttari gönguskó eins og einhverjir hafa heyrt að menn hafi gert. Niðurstaða að í blautum veðrum, erfiðum slóðum, skriðum á Misty etc sé ráðlegra að taka alvöru gönguskóna með.

Hlífðarföt - Taka 3ja laga, getum lent í margra klst. rigningu þó ljósmyndir sýni yfirleitt létta rigningu. Skv. vefjum núna eru miklar rigningar úti og léttur regnfatnaður heldur ekki í margra klukkustunda rigningu.

Regnslár - Lilja K. benti á Markómerki, Hafnarfirði en þar þarf hópurinn að panta saman margir, Sigga Sig benti á að í Regatta kostar þær 12.000 kr., Halldóra Þ. keypti Everest - vantar verð, o.fl. búðir til.

Legghlífar - Jú, taka með til að hlífa skónum við bleytu (rignir miklu síður ofan í þá ef í legghlífum), þarf að nota þær á Misty í skriðum.

Svefnpokar - Misjafnt hvað mönnum finnst. Fáir ætla að leigja og nokkrir enn að hugsa sig um. Hægt að fá góða poka sem eru bæði dúnn og ekki dúnn. Kostir og gallar við báðar gerðir, dúnn er dýrari, léttari, almennt hlýrri en hann má ekki blotna, þá skreppur(klessist hann saman og hættir að eingangra. Þarf að passa vel að dúnsvefnpokarnir blotni ekki. Hægt að leigja svefnpoka í hluta af ferðinni, t. d. á Misty en láta sinn svefnpoka duga í hinum göngunum. Eins vera með sinn eigin á Inkaslóðinni (fyrstu göngunni) og ef hann dugar ekki þá leigja í þeim göngum sem eftir eru. Gunnar benti á að við erum í mikilli hæð á Santa Cruz en þar er aldrei talað um kulda og eins má sjá á myndum að menn hafa vaknað í snjó á Santa Cruz - sjá slóð frá Maríu E: http://www.gonewalkabout.com/peru/peru.htm

Burðarmenn - flestir ætla að fá sér slíkt, gætum verið fleiri en tvö um einn burðarmann, erum að styrkja heimamenn, sumir vilja æfa sig að hald á öllu, muna samt að við erum undir álagi þarna, sérstaklega á Inkaslóðinni sem er fyrsta gönguferðin.

Göngustafir - Þeir þurfa skilyrðislaust að vera með gúmmítappa á stöfunum skv. reglum í Perú til að vernda landsvæðið. Sjoi benti á að fara með stafina með í verslanir til að setja á gúmmítappa, ekki kaupa þá sér þar sem til eru þrjár stærðir og þeir þurfa að passa á viðkomandi stafi!

Vatn - Þurfum ekki klórtöflur skv. Hjördísi en Sæmundur segist hafa þær með til öryggis.

Salttöflur: Sæmundur mælir með saltdufti: Gerður benti á og mælti með Semper eða Resorb  (steinefni, sölt, þrúgusykur - notað á sjúkrahúsum m. a., barnadeildum ofl til að bæta upp vökvatap vegna veikinda, niðurgangs etc) - fæst í apótekum / kosta 1.013 kr. í Apótekinu skv Gerði - eru tveir staukar í pakkningu, alls 20 stk töflur sem settar eru í 0,5 til 1 L af vatni. Einnig til Powerade duft sem hefur virkað vel hjá einhverjum í hópnum, fæst í Krónunni en er í duftformi og þarf að blanda við vatn og geyma þá í minni dollum í hverri gönguferð (geyma stóra dunkinn "í húsi" milli gönguferða). 

Primus - Einhverjir ætla að taka Primus með til að hita upp t. d. te á kvöldin - Torfi, Heimir.

Vatnsbrúsar: Spurning með hitaþolinn harðplastbrúsa fyrir sjóðandi vatn til að hita svefnpokann og eins sem verkjastillandi eins og hitapoki - fæst í Útilíf. Gerður sendi svo hópnum mynd af sínum hitaþolna harðplastbrúsa (ekki hitabrúsi en þolir sjóðandi heitt vatn þar sem hitinn smitar svo út um inn í svefnpokann). Hennar fæst í Ölpunum 1 lítra á kr. 2.495. Lilja K. benti á að til væru hitapúðar nokkurs konar (eins og kælipokar)  í Rúmfatalagernum til að kreista og hita á staðnum, kosta lítið.

Þjófnaður - talað um það í bókunum, þar er ráðlagt að vera með alla hluti í tjaldinu, ekkert fyrir utan, þó þeir séu illa lyktandi eða blautir.

Flugvellir - Óljóst með að geyma farangur. Í Terminal 4 er farangursgeymsla - þurfum að finna hana. Í fyrri ferð Ítferða fundu þau ekki farangursgeymslu og nokkrir geymdu allan farangur leiðangursins meðan einhverjir fóru niður í bæ. Spurning að taka fjórir saman leigubíl og geyma farangurinn niðri í bæ? Nægur tími til að leysa þetta mál allavega.

Fylla þarf út ESTA FYRIR FERÐINA NB - ALLIR! - sjá tengla á það í fyrri bréfum og hér neðar á síðunni.
Heimir velti fyrir sér með "Apis" en líklegast fylla Icelandair eða Ítferðir það út fyrir okkur - ATH ER ANNAÐ EN ESTA - Sjá www.icelandair.is

Gönguskóm í flugvélina - vera með léttari skó líka í fluginu til að skipta en hafa gönguskóna á fótum eða handfarangri í fluginu til að taka ekki áhættu.

Handfarangur: Það verður einnig ansi flókið um leið að tapa öðrum göngubúnaði svo spurning að það allra nauðsynlegast fari í handfarangur eins og pláss, reglur leyfa. Bakpokinn er of stór í handfarangur, pakka honum vel inn áður en hann fer í flug eða vera með nógu stóra tösku til að setja hann í með öðrum farangri.

Harðfiskur - Guðjón pantaði 5 kg harðfisk í 50 gr pokum, vacuum pakkaðir. Nokkrir pöntuðu og menn geta pantað hjá honum.

Snack - Kannski ráðlegast að kaupa það úti til spara þyngd og styrkja heimamenn, en einhverji vilja eflaust taka með sér íslenskt snarl.

Gylfi velti fyrir sér hvað mætti gefa leiðsögumönnum/burðarmönnum frá hópnum fyrir þjónustuna. Spurning með harðfisk og sterkan drykk, en kannski passar það ekki, dollarinn eflaust góður fengur fyrir þá en persónulegra að gefa líka eitthvað áþreifanlegt - ákveðið að kasta fram hugmyndum um gjöf handa burðarmönnum á fésbókarsíðunni.

Vera með eitthvað íslenskt buff eða fána eða álíka til að einkenna okkur á toppmynd t. d. á Misty og í ferðinni en menn eru mis þjóðræknir ;-)

Símamálin - Kaupa símakort - það er hægt skv. tenglum neðar á síðunni. Þurfum kannski að stilla okkur inn á að geta ekki verið stöðugt í sambandi við Ísland, nota netið þegar erum í byggð. Spurning að láta aðstandendur hafa símanúmer Ítferða og hafa þá sem millilið til að ná í okkur Í NEYÐARTILFELLUM, þ. e. ef eitthvað alvarlegt gerist á Íslandi sem þolir litla bið eftir að ná sambandi við okkur úti.

Peningar - Hraðbankar eru um allt úti. Kaupa dollara og sola úti, vera með báðar myntir í ferðinni, gætum verið búin að ná okkur í dollara úti á flugvelli hér á Íslandi.

Klósettmál - taka með wc-pappír, vera með plastpoka til að taka pappírinn með, má ekki skilja hann eftir úti í náttúrunni á gönguferðunum. Klósettmál geta orðið stórmál þegar illa árar í maganum af fyrri reynslu þeirra sem farið hafa í svona gönguferðir.

Myndavélamál - Hafa varaminniskort, SD-kort er hægt að kaupa í ýmsum stærðum en XD-kort eru ekki framleidd stór og eru að úreldast. Hægt að taka með harðan disk og flytja reglulega myndir yfir á hann til að tæma kortið í myndavélinni. Einnig hægt að vera með "stóran" minniskubb og flytja yfir á hann gegnum tölvu í byggð (tölvu á gistiheimilinu). Tveir ætla að taka með sér tölvu í ferðina en ekki hægt að allir séu að nota þær tölvur til að flytja á milli myndir eða geyma.

Spurningar til Sæmundar / Ítferða:
Þarf flugnanet?
Þurfum við skordýraeitur?
Er verð burðarmanns á Inka 35 dollarar á dag eða fyrir alla leiðina?
Er sama rafmagnskló og vött og hér?

28. febrúar - svör Hjördísar varðandi nesti og vatn á gönguleiðunum:

1. Einungis er talað um morgunmat, hádegismat og kvöldmat á Inca Trail; er reiknað með að við sjálf höfum með okkur göngunasl til að borða milli mála ("snacks")? Svar: Þið þurfið sjálf að vera með eitthvað milli mála ef þið viljið.  Ég var með mjög lítið með mér af aukabita og var aldrei svöng (og þá er nú mikið sagt, ég er alltaf svöng)  Það er hægt að kaupa snack í borgunum, súkkulaði eða eitthvað annað.

2. Hvað eigum við að reikna með miklum peningum í tips fyrir cooks, porters and guides?
Svar: Gott væri að spyrja Raul hvað er eðlilegt að gefa burðarmönnum og fararstjórum, sérstaklega á Inkaveginum og í Santa Crus.

3. Við eigum að hafa með okkur purifications pills fyrir vatnið; fást þær hérlendis eða kaupum við þær bara úti? Er ekki hægt að kaupa flöskuvatn á leiðinni ?
Svar: Þið þurfið ekki þessar töflur.  Það er alltaf soðið handa ykkur vatn. Svo er hægt að kaupa drykki á nokkrum stöðum á Inkaveginum, samt ekki alltaf vatn, heldur gosdrykki og svoleiðis.  En auðvitað ráðið þið hvort þið takið svona töflur með ykkur, ég spurðist fyrir um þær í fyrra en fann þær ekki hér heima.  Mér skilst að þær séu þó til a.m.k. í Cuzco

4. Er hægt að kaupa extra burð, t.d. fyrir svefnpoka á Incaleiðinni, það er ekkert minnst á það hér ?
Sjá fyrri svör neðar: Verðið fyrir burðarmann á Inkaveginum er 35 dollarar á mann - hver burðarmaður getur tekið 12 kg - sniðugt að sameinast tveir um einn burðarmann en Raul leiðsögumaður þarf að vita af því.

Colca Canyon

5. Það stendur að við eigum að taka með okkur water and snacks?? en líka að hægt sé að kaupa vatn á 3 klst. fresti? sem sagt sjáum við um vatnið?
Svar: Við fengum alltaf fyllt á brúsana okkar á morgnana af soðnu vatni - sjá ítarlegt svar frá Sæmundi hér neðar í sömu dagsetningu.

Santa Cruz Trek

6. Sömu spurningar varðandi snacks og vatn og í Inca trail -
Sama svar og í lið fimm um Colca Canyon.


28. febrúar - Hvernig vatnsflöskur er best að hafa í gönguferðunum út frá sjóðandi vatni etc -svar frá Sæmundi:


Í mínum fjallaferdum hef ég alltaf verid med ad minnsta kosti einn lítersbrúsa sem tholir sjódandi vatn og svo líka hitabrúsa undir heitt te.   Eda samtals umbúdir undir tvo lítra af sjódandi vatni.   Ad auki hef ég verdi med tvaer til fjórar hálfslítra gosfloskur. fer eftir vedri og adstaedum hversu mikil vatnsthorfin er.     Er med samtals umbúdir undir vokva um 4 lítra.   

Svo hef ég bedid um ad fá sodid vatn ad kveldi í hitatholna brúsann og sett thad í svefnpokann hjá tánum til ad hlýja mér, einnig í hitabrúsann til ad súpa adeins á yfir nóttina.  Ad morgni helli ég vatninu úr hitatholna brúsanum og hitabrúsanum í plastfloskur og fae adra fyllingu á.

Ég hef ávalt med mér nokkrar vatnshreinsitoflur til oryggis.   

Svo maeli ég med ad hafa gott orkuduft med soltum ofl. til ad vega upp tapid.  Vid erum alltaf ad drekka og pissa :)

Leidsogumennirnir á hverjum stad vita nákvaemlega hvada vatn er í lagi og hvada medhondlun tharf á vatnid.
Vid munum raeda vatnsmálin vid leidsogumennina okkar fyrir hverja ferd og fá nákvaemar leidbeiningar. 

Tel naudsynlegt ad vera med hitatholnar umbúdir undir um tvo lítra.

21. febrúar Þyngd farangurs í fluginu - frá Herði - sem sé eingöngu 23 kg af farangri á mann ! :

Svör varðandi þyngd farangurs í flugi:
March 16 from NY to Lima and to Cuzco  - Not more than 23 Kilos.
March 23 Flight to Arequipa  -  Not more than 23 kilos.
March 29 Flight to Lima -  No more than 23 kilos.

18. febrúar - Ágústa hefur aftur bæst við í ferðina svo það eru laus 2 pláss :)

Þetta þýðir að það eru 6 stakar konur í ferðinni eða 3 x 2 í hverju tjaldi/herbergi.

11. febrúar -spurningar og svör varðandi ýmsa hluti:

  1. 1. Er ekki hótelið í Cusco Hostal Amaru? (stendur Amaro á einum stað og Maru á öðrum) og
    2. Það vantar nöfn á sumum hótelum, í raun allt nema Hostal Place i Lima:
  2. Svar frá Sæmundi:  Gististadirnir eru: 

    Cusco
    = Amaru Hostel. Eg gisti thar nuna og thad er mjog gott.  Snyrtilegt og fint og stadsetningin er frabaer.  http://www.amaruhostal.com/
     
    http://peru-hotel.net/hostal_amaru.htm

    Arequipa
    = Hostel Casona Solar.  Faer mjog goda doma a Tripadvisor.   Svo forum vid a annan stad nottina eftir Misti.  En Thjonustuadilinn her ser um ad flytja farangurinn og allt i kringum thad.  
    http://www.pacarama.com/hotels-arequipa-arequipa-district/casona-solar
    http://www.vivatravelguides.com/south-america/peru/arequipa/arequipa/arequipa-hotels/hostel-casona-solar/
    http://www.tripadvisor.co.uk/ShowUserReviews-g294313-d662630-r54577838-Hostel_Casona_Solar-Arequipa.html
    http://www.travelpod.com/bed-and-breakfast/Hostel_Casona_Solar-Arequipa.html#

    Huaraz
      =  Hostal Churup.  Vid fjolskildan munum gista thar thegar vid komum til Huaraz.  Thau bjoda uppa spaenskukennslu.
    http://www.churup.com/ 

    http://www.andeantravelweb.com/peru/hotels/huaraz/hotels-in-huaraz-albergue-churup.html
    http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g304039-d318263-Reviews-Churup_Albergue_Hostel-Huaraz.html

  3. Lima
    =  Buana VIsta Hostel.

    http://www.hostalbuenavista.com/
     
  4. 3. Er malaría einhvers staðar þar sem við förum um?
    Svar frá Hjördísi: Okkur var sagt að við þyrftum ekki að óttast malaríu.

    Svar frá Sæmundi:
    Samkvaemt theim upplysingum sem eg hef tha ferdumst vid ekki um malariusvaedi.
    Sja
    http://www.mdtravelhealth.com/destinations/samerica/peru.php
    Malaria in Peru: prophylaxis is recommended for all areas below 2000 m (6561 ft) except Lima and its vicinity, the coastal areas south of Lima, the highland tourist areas (Cusco, Machu Picchu, and Lake Titicaca), and the departments of Arequipa, Moquegua, Puno, and Tacna. There is malaria risk in Puerto Maldonado. Most cases occur in Loreto (see Emerging Infectious Diseases), where malaria transmission has reached epidemic levels. For a map showing the risk of malaria in different parts of the country, go to the Pan American Health Organization.
    .
    Vid fjolskildan erum ekki a malariulyfjum enda er for okkar ekki heitid i Amasonfrumskoginn thar sem ahaettan er.
    En ad sjalfsogdu er thad val hvers og eins um toku malariulyfja.
     
  5. 4. Hvað mælið þið með að maður taki af reiðufé - circa að sjálfsögðu per mann?
  6. Svar frá Hjördísi: Ef þið verslið í verslunum getið þið notað kreditkort, en á markaðnum þarf að vera með seðla og eins þegar þið gefið þjórfé auðvitað.

  7. var frá Sæmundi: Ekkert of mikid. Thad eru hradbankar her um allt sem taka venjuleg visakort og sumstadar debetkort.  En visakortin ganga i nanast alla hradbanka.  Eg kom bara med nokkur hundrud dollara sem eg thurfti ad skipta yfir i peruska sola.  Solinn er ca 45 kr. islenskar.

     
  8. 5. Hvað eru tjöldin ca þung sem þarf að bera á Mt Misty og hvert er umfang þeirra?
  9. Svar frá Hjördísi: Þetta eru þriggja manna göngutjöld sem eru notuð fyrir tvo.

    Svar frá Sæmundi: Thetta voru venjuleg tjold thegar eg for. ca. 5- 6 kg. tjaldid ad mig minnir.
     
  10. 6. Hvað er reiknað með að geti orðið kalt á fjallinu t.d. um nóttina og á toppnum á Misty?
    Svar frá Sæmundi: Eg myndi gera rad fyrir -15 stigum.  

  11. 7. Svefnpokar - verð á leigu o.fl:
    Svar frá Itferðum: Leiga kostar 5 dollarar á dag. Hér er orðrétt svar frá Perú (illskiljanlegt): "Warm abought for cuzco .misti Vulcano and Huaraz. Our sleeping temperature: -8". Þeir sem fóru í ferðina 2010 kvörtuðu ekki undan kulda skv. Hjördísi. Menn fá nýjan svefnpoka í hverri ferð þar sem mismunandi aðilar sjá um ferðirnar.

    Svar frá Sæmundi: Eg tok tha akvordun ad vera med svefnpokann minn sem eg hef reynslu af.   Er med dunpoka.   Thad ma taka med 2 sinnum 32 kg. i fluginu thannig ad thad er nog plass fyrir svefnpoka. - athugasemd frá Báru: er ekki viss hvort gildir 32 kg (economy comfort) eða 23 kg (economy class) - mæli með að gera ráð fyrir economy class eða almennu farrými sem þýðir 2 töskur x 23 kg hvor á mann þar sem samanlögð breidd, lengd og hæð má ekki vera meira en 158 cm - sjá þetta neðar í sérdálki frá vef Icelandair:
    http://www.icelandair.is/information/baggage-information/checked-baggage

11. febrúar - símakort í Perú frá Torfa:

Torfi bendir á hvort ekki sé spurning að kaupa símakort í Perú eins og gert er t. d. í Noregi en þar keypti Torfi norskt frelsi fyrir lítinn pening en varð reyndar að gefa upp heimilisfang í Noregi. Ef gúgglað eru phonecard in/from Peru sést að þau eru til en flest eingöngu til að hringja til Perú - sjá hér samt síðu sem gefur upp verð á kortum þar sem hringt er frá Perú/Lima í gsm-síma á Íslandi:
http://pay.1st-phonecard.com/p/buy.php?idcountry=500&id_from_country=156

11. febrúar - farangursheimildir og annað við flug yfir Atlantshafið - gerum ráð fyrir að vera í "almennu farrými" - athugið að við megum eingöngu fara með 23 kg í fluginu innanlands í Perú! :
http://www.icelandair.is/information/baggage-information/checked-baggage

Economy Comfort

Heimilt hverjum farþega á Economy Comfort farrými:

  • Flug innan Evrópu/þyngdartakmörk: (frá Evrópu til Íslands og til baka) Farþegar á Economy Comfort mega hafa 30 kg (66 pund) meðferðis.
  • Flug yfir Atlantshafið/takmörk á fjölda hluta: (frá Evrópu til Bandaríkjanna og til baka) tvær innritaðar töskur sem hvor um sig vegur að hámarki 32 kg (70 pund), og samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meira en 158 cm (62 to).

Almennt farrými - Economy Class

Heimilt hverjum farþega á almennu farrými:

  • Flug innan Evrópu/þyngdartakmörk: (frá Evrópu til Íslands og til baka) Farþegar á almennu farrými mega hafa alls 20 kg (44 pund) meðferðis.
  • Flug yfir Atlantshafið/takmörk á fjölda hluta: (frá Evrópu til Bandaríkjanna og til baka) tvær innritaðar töskur sem hvor um sig vegur að hámarki 23 kg (50 pund), og samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meira en 158 cm (62 to).

Farangur sem farþegar hafa meðferðis inn í farþegarýmið verður að setja undir sætið fyrir framan eða í farangurshólf fyrir ofan sætin. Farþegar bera ábyrgð á handfarangri sínum.

Almenn regla er að flugfélög áskilja sér rétt til að neita flutningi á meira en því sem nemur farangursheimild í sama flugi og farþeginn flýgur með. Því er mikilvægt að félagið sé látið vita fyrirfram af öllum farangri sem fer yfir takmarkanir farangursheimildar svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir, eins og að bóka aukarými á öðrum flugvélum undir fragt.

Skaðabótaskylda og kröfur

Hafi eitthvað af innrituðum farangri þínum týnst eða skemmst á leiðinni skaltu tilkynna það tafarlaust til starfsmanns eða fulltrúa Icelandair. Hvers kyns kröfum verður að skila inn skriflega innan sjö daga. Þar sem skaðabótaskylda flutningsaðila vegna taps, tafa eða tjóns á farangri er takmörkuð er farþegum ráðlagt að kaupa sínar eigin ferðatryggingar. Allar kröfur velta á því að sannað sé að tjón hafi orðið.

Við viljum einnig vekja athygli á eftirfarandi:

Farþegar ættu ekki að setja brothætta eða viðkvæma hluti í innritaðan farangur, s.s peninga, lykla, skartgripi, raftæki, málma, silfurbúnað, viðskiptabréf, viðskiptaskjöl, verðbréf, verðmæta hluti, lyf, sjúkragögn, vegabréf eða önnur auðkennisskjöl eða -sýni.

Ferðamenn sem ferðast til/frá Bandaríkjunum eru beðnir um að taka tillit til kvaða TSA (Transportation Security Administration í Bandaríkjunum) varðandi læsingar á innrituðum farangri.

Frá 14. apríl 2005 er óheimilt að hafa kveikjara og eldspýtur í handfarangri í farþegarými í flugi til og frá Bandaríkjunum.

Tæmandi upplýsingar má finna á vefsíðu TSA: http://www.tsa.gov/public.

28. janúar - tölvupóstur frá Sæmundi - allir komi með ljósmynd af sér með fullu nafni.

Sæmundur biður alla Perúfara að koma með ljósmynd af sér með fullu nafni svo hann nái betur utan um allan hópinn. Hann var að koma af leiðangri á Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalli Suður-Ameríku (6.962 m) þar sem hann komst ekki alla leið vegna háfjallaveiki en hann hefur áður toppað það fjall (spennandi fjall framtíðar fyrir hörðustu Toppfarana...). Ingólfur Gissurarson, langhlaupari var í þessum leiðangri og komst alla leið á tindinn - sjá vefsíðu skokkhóps Fjölnis í Grafarvogi: www.skokk.com - myndir of fréttir af þessum leiðangri og fleiri fjallaleiðöngrum Ingólfs í sögunni, m. a. Elbrus.

28 janúar - tölvupóstur frá Smundi  - hæðaraðlögun og súrefnismettunarmælir:

Sæmundur er búinn að útvega súrefnismettunar- og púlsmæli og ætlar að halda utan um og skrásetja hvernig við hæðaraðlögumst sem er mjög spennandi vettvangsrannsókn á þetta stórum hópi - sérstaklega á Mt. Misty sem er sambærilegt Kilimanjaro og að sögn Tómasar læknis eitt erfiðasta fjallið hvað tíðni háfjallaveiki varðar. Verður forvitnilegt að sjá t. d. tengsl við aldur, kyn, þjálfun, lyfjatöku (Diamox, Lariam etc) og hvaðeina annað sem gæti tengst háfjallaveiki innan hópsins.

Við þjálfarar myndu vilja mæla hemoglóbín, fituprósentu og jafnvel þyngd og BMI allra Perúfara til að hafa þessar tölur í tölfræði ferðarinnar.
Finnum góðan dag stuttu fyrir ferð til að mæla alla. Þegar við komum til baka væri gaman að mæla aftur hemoglóbín til að sjá hve mikið menn hækkuðu við að vera í 3 vikur svona hátt yfir sjávarmáli. Þetta verður forvitnilegt innlegg í hæðarveiki-pælingarnar hér á Íslandi þar sem svona stór hópur getur sagt okkur heilmikið um fyrirbærið.

28. janúar - svör Ítferða við spurningum hópsins eftir Perú-partýið:

  • 1. Leiguverð á dúnsvefnpokum: Kostar 5 dollarar á dag.Hér er orðrétt svar frá Perú (illskiljanlegt): "Warm abought for cuzco .misti Vulcano and Huaraz. Our sleeping temperature: -8". Þeir sem fóru í ferðina 2010 kvörtuðu ekki undan kulda skv. Hjördísi. Menn fá nýjan svefnpoka í hverri ferð þar sem mismunandi aðilar sjá um ferðirnar.
    2. Verð á burðarmönnum - sjá svar Hjördísar hér neðar í samantektum 19. sept hvað varðar burð í ferðinni almennt:
    Verðið fyrir burðarmann á Inkaveginum er 35 dollarar á mann - hver burðarmaður getur tekið 12 kg - sniðugt að sameinast tveir um einn burðarmann en Raul leiðsögumaður þarf að vita af því.

  • 3. Þráðlaust net á gististöðum til að kanna möguleika með að vera með skype-síma: Það er þráðlaust net í Cusco skv Sæmundi og hugsanlega á fleiri gististöðum og á flestum hægt að komast á veraldarvefinn.
    4. Vind í Perú - er logn almennt eða má búast við vindi?
    Þau lentu ekki í vindi í síðustu Perúferð nema í efsta skarðinu á Santa Cruz trek. Þau mæla með að vera við öllum veðrum búin hvað varðar farangur þar sem við erum hátt uppi í fjöllunum.
    5. Gæði á dýnum í ferðinni, þurfum við að taka með aukadýnu?
    Það á ekki að þurfa að taka aukadýnu með sér en menn geta gert það ef þeir vilja. Þau tóku sum aukadýnu með sér í ferðinni 2010. Á Inkaveginum eru uppblásnar dýnur, á Santa Cruz eru þunnar einangrunardýnur og Hjördís er að athuga með Mt Misty og Colca canyon.
    6. Þarf sér visa til að fara niður í bæ í NY á heimleið - er flókið að skreppa í bæinn úr flugstöðinni? (þetta er 12 klst. sem við höfum):
    Allir þurfa að sækja um ESTA hér:

    ESTA
    ATHUGIÐ: Farþegar frá löndum undanþegnum vegabréfsáritunum til Bandaríkjanna ('Visa-Waiver Program')geta átt von á því að þeim verði hafnað fari, hafi þeir hvorki ESTA heimild né vegabréfsáritun, skv. tilskipun bandarískra yfirvalda. Brot á þeirri tilskipun varðar sektir og önnur viðurlög.

    Ferðamenn--frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ("Visa Waiver Program" - VWP)--verða að sækja um rafræna ferðaheimild á vef bandarískra innflytjendayfirvalda; sjá:
    Electronic System for Travel Authorization (ESTA)   þar sem sótt er um ESTA.

    Öllum viðkomandi farþegum er gert skylt að sækja um ESTA heimild á rafrænu formi.
    Sjá leiðbeiningar um þetta neðar á síðunni - frá 5. maí 2010.

    Hjördís: "Þið eruð líka látin fylla út græna spjaldið í flugvélinni þó þið séuð búin að fylla þetta út á netinu.  Það er ekkert mál að fara niður í bæ í NY en það er ekki farangursgeymsla í terminalnum okkar og mig minnir heldur ekki í terminalnum sem þið lendið þegar þið komið frá Lima.  Til að spara tíma skuluð þið strax spyrja hvar farangursgeymsla er þegar þið lendið.  Sumir tóku leigubíl á Manhattan og aðrir fóru með lest og það gekk vel hjá báðum hópum.  Ég ásamt nokkrum öðrum biðum á flugvellinum og pössuðum fullt af farangri, þeirra sem ekki nenntu að leita að farangursgeymslunni".

28. janúar: Því miður hafa Hildur Vals og Kristín Gunda fallið frá ferðinni og sjáum við mikið eftir þeim sem og öðrum sem hafa þurft að hætta við ferðina. Það eru því laus 3 pláss í ferðinni - verið í bandi ef einhver er áhugasamur!

24. janúar - Ferðasaga af fyrstu íslensku konunni sem fór yfir 8.000 m hátt fjall (Cho Oyu):
http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/114-Anna%20Svavarsd%C3%B3ttir%20stefnir%20%C3%A1%20Cho%20Oyu%20og%20Shisapangma.html
http://www.bb.is/?pageid=26&NewsID=21245
http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/120-Toppadagur%20%C3%A1%20Cho%20Oyu.html

24. janúar - Perúpartý - helstu punktar:

  • *Fyrirlestur Tómasar Guðbjarts um háfjalllaveiki var mjög fróðlegur og skemmtilegur - ekki er hægt að gera honum almennilegt skil hér og vísa ég í efni hans sem er vel tekið saman í greininni:  http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1424/PDF/f03.pdf.
     

  • *Upp úr 4000 m hæð fara ferli líkamans að gefa eftir og einkenni hæðarveiki að koma fram en það er persónubundið hve mikið.
     

  • *Ekki er búið að sanna bein tengls við háfjallaveiki og eftirfarandi þátta: kyns, þjálfunar, reykinga og fæðu/vökvaneyzlu þó margt bendi til þeirra tengsla - ath betur.
     

  • *Fyrsta lækning þegar einkenna verður vart og sú áhrifaríkasta er að lækka sig strax og fara í minni hæð yfir sjávarmáli en menn finna muninn oft fljótt og greinilega þegar þeir lækka sig.
     

  • *Súrefni er meðferð nr 2 og lyf nr. 3. Lyfin eru verkjalyf (Parasetamól, Magnyl, Ibufen) og svo Diamox og svo koma sérhæfðari lyf eins og sterar ofl. (og viagra sem gaf tilefni til ómældra brandara þetta kvöld).
     

  • *Ekki hefur verið sýnt fram á afgerandi forvarnaáhrif hæðarveikilyfsins Diamox (sem við eigum öll að taka með okkur í ferðina) og ekki eru til rannsóknir á árangri kóka-laufanna sem eru tuggin almennt í Perú gegn hæðarveiki (við tökum þau þegar við erum úti).
     

  • *Þeir sem ætla að taka hæðarveikilyfið Diamox eiga að byrja að taka það fyrir brottför en mælst er til þess að prófa það áður og sjá hvort menn þola það.
     

  • *Fram hafa komið kenningar um að malaríulyfið Lariam hafi áhrif á hæðarveiki eða kalli fram svipuð einkenni og hæðarveiki þegar menn fara yfir 2000 m hæð - sjá eftirfarandi setningu vef sóttvarna á heilsugæslunni: "Athugið að malaríuforvörn með mefloquine (Lariam) er ekki heppileg fyrir  ferð yfir 2000 m hæð vegna aukaverkana sem líkjast háfjallaveiki og aukinnar hættu á háfjallaveiki vegna áhrifa lyfsins": http://www.heilsugaeslan.is/pages/2317 en þetta eru upplýsingar sem María Skagakona ljósritaði og lét hópinn fá þetta kvöld.
    *
    Mikilvægt er að drekka vel á göngu í mikilli hæð þar sem blóðið þykkist og hætta á kalsári eykst en um leið geta menn verið að safna á sig vökvanum á lungu eða heila ef þeir skila honum ekki út með þvagi (lungna- eða heilabjúgur) svo gott er að vera meðvitaður um þvaglát á göngunni og þegar einkenni koma fram að vera meðvitaður um möguleika á háfjallaveiki.

    *
    Mikilvægt er að drekka ekki áfengi fyrir göngu á há fjöll og jafnvel kenningar um að sleppa því 1 - 2 vikum fyrir göngu í mikilli hæð.

    *
    Þeir sem eru með lungna- eða hjarta- og æðasjúkdóma þurfa að ráðfæra sig við lækni áður en þeir fara í göngu í mikilli hæð.

    *
    Ráðlegast er að sleppa kaffi fyrir göngu í mikilli hæð þar sem það er vökvalosandi m. a. (eins og áfengið!).

    *
    Almennt fara lyf og fjallgöngur illa saman og umhugsunarvert hversu mikið menn eiga að vera að ganga á há fjöll með lyf með sér fremur en að undirbúa sig vel, hæðaraðlaga sig vel, sýna skynsemi á göngunni og snúa við ef einkenni eru orðin þess eðlis að hætta er á ferð.

  • Varðandi búnað ræddi hópurinn m.a. eftirfarandi:
    *
    Heiðrún benti á að mikilvægt sé að prófa öll lyf fyrir ferðina til að menn séu vissir um að þola þau og vera ekki með ofnæmi og tek ég tvímælalaust undir þetta. Aukaverkun af svefnlyfinu Stilnocht er t.d. að ganga í svefni og sagðar voru raunsögur af því svo þetta er mikilvægt að hver og einn kann fyrir ferð og fái sér þá önnur sambærileg lyf.

    *
    Hver og einn þarf að útvega sér þau lyf sem talin eru hér neðar (29.nóv) - menn geta ekki verið að fá lyf hjá öðrum þar sem hver hefur nóg með sig. Þjálfarar taka ekki með lyf fyrir hópinn heldur eingöngu sig eins og aðrir!

    *
    Gerður benti á að í Nepal settu menn heitt vatn í vatnsflöskurnar að kveldi sem síðan eru settar í svefnpokann til að hita hann upp fyrir nóttina og ætlum við að reyna að herma þetta eftir í Perú ;-)

    *
    Gerður benti á Semper steinefna töflur til að blanda í vökva fyrir þá sem eiga á hættu að fá sinadrátt eða krampa í vöðva við langvarandi álag. Þjálfarar þekkja þetta ekki af eigin raun en vísa á Gerði. Fjölbeytt fæða á að tryggja næg vítamín og steinefni en þetta er orðið flókið ef menn eru matvandir, með niðurgang eða magaveikir og sumir þurfa að bæta sér þetta sérstaklega upp.

    *
    Sumir í ferðinni ætla að taka með sér dýnur þó þær séu í boði úti til að auka gæði og tryggja góðan svefn.

    *
    Skópörin eru skv. konunum 3 - 4 stk í ferðinni: Gönguskór, sandalar (kvöldin og til að hvíla ef blöðrur), fínni skór (kvöldin í borgum) og hugsanlega strigaskór eða álíka (hafa til vara/skiptir móti gönguskóm) en ekki ætla allir að taka þetta fjórða par með.

    *
    Guðjón Pétur býðst til að panta vacuum-pakkaðan harðfisk fyrir allan hópinn af félaga sínum sem afgreiðir slíkt í 50gr pokum sem eru litlir og henta vel fyrir göngur frekar en stærri umbúðir sem ekki eru endilega lofttæmdar. Látið vita ef þið viljið panta þetta!

    *
    Gylfi Þór velti fyrir sér að fá sér gps-kort af Suður-Ameríku í gps-tækin sem er ekki spurning ef menn vilja geta séð hvar þeir eru á tækinu en ég finn þetta ekki í fljótu bragði á www.garmin.is www.garmin.com og eina sem ég fann var borgarkort í Perú: : http://garmin.is/product/kort/adrir.shtml.

    *
    Menn óskuðu eftir því að Rikki og Sigga Rósa myndu útbúa minna sönghefti fyrir Perúfara til að prenta út fyrir ferðina - það væri vel þegið frá þeim hjónum :-)

    *
    Skorað var á menn að semja texta við eitthvurt lag um Perúferðina og voru einhverjir byrjaðir á slíku og aðrir enn að finna gott suðrænt lag við texta...

    *
    Alma kannaði hitastig á Mt Misty: Á daginn: 10 - 15°C og á nóttunni: 0- -5°C sem þýðir frost en hópurinn var með ólíkar minningar um upplýsingar um hitastig á Mistý eða allt frá -10 til -18°C.

    *Mælt er með svefnpoka sem þolir -°15°C á Mt. Misty skv ofangreindum vef.

    *
    Sjá veðrið á Inkaslóðinni ofl: http://www.theperuguide.com/machu_picchu/machu_picchu_weather.html

    *
    Sjá veðrið í ýmsum borgum í Perú: http://www.wunderground.com/global/PR.html

    *Önnur góð veðursíða: http://www.weather.com/weather/today/Cusco+Peru+PEXX0008
     

  • *Alma vitnaði í Huldu Toppfara og benti á að bestu eyrnatapparnir fengjust í Griffli - væru mynstraði.

    * Skorað var á alla að nýta fésbókina og grúppuna "Toppfarar til Perú" þar sem við getum öll skipst á góðum ráðum og upplýsingum fram að ferð - ekki spurning!
     

  • *Sjá svör frá Ítferðum við spurningum sem upp komu um kvöldið og Bára sendi á þau - hér ofar undir 28.jan.

18. janúar 2011 - Farþegalistinn - þrjú laus pláss:

  1. Helga Björnsdóttir
    Lilja Kristófersdóttir

    Áslaug Melax

    Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir

    Halldóra Þórarinsdóttir
     
    Kári Rúnar Jóhannsson

    Sigurður Jóhannsson
    Gerður Jensdóttir

    Richard Hansen

    Sigríður Rósa Magnúsdóttir

    Roar Aagestad
    Halldóra Ásgeirsdóttir
    Heimir Magnússon
    Sigríður Sigurðardóttir
    Ingólfur Hafsteinsson

    Heiðrún Hannesdóttir

    Guðjón Pétur Pétursson
    María Sigurbjörnsdóttir

    Sigmundur G. Sigurðsson

    Guðríður Guðmundsdóttir

    Torfi F. Jónasson
    Alma Dagbjört Möller

    Gunnar Viðar Bjarnason

    María Elíasdóttir
    Gylfi Þór Gylfason
    Lilja Sesselja Steindórsdóttir
    Örn Gunnarsson - aðstoðarfararstjóri
    Bára Agnes Ketilsdóttir – aðstoðarfararstjóri
    Sæmundur Þór Sigurðsson – fararstjóri.

5. janúar 2011! - Perúpartý fös 21. janúar hjá Ölmu og Torfa:
Takið frá föstudaginn 21. janúar kl. 18:30 fyrir Perúpartý hjá Ölmu og Torfa - sjá nánar í tölvupósti Perúfara þegar nær dregur.
Fordrykkur - fyrirlestur um háfjallaveiki - matur og drykkur - búnaðarpælingar - spjall/stuð/söngur? fram að miðnætti!

15. desember - símakostnaður - upplýsingar frá Hjölla:

http://www.vodafone.is/landalisti?Country=150&list=2
- úr íslenskum gsm í númer í perú = 531
- úr íslenskum gsm til íslands = 531
- úr íslenskum gsm til annarra landa = 582
- móttekið símtal frá Íslandi = 98
  - Ekkert viðbótargjald ef Nextel del Peru eða Claro
- mínúta til perú í gsm úr heima = 93,6
- mínúta til perú í heima úr heima = 93,60
- mínúta til perú í gsm úr heima = 93,6
- mínúta til perú í heima úr heima = 93,60
- 10kr sparast með að nota 1010 í stað + eða 00

 

http://www.siminn.is/einstaklingar/utlond/upplysingar-um-land/item56337/
- úr íslenskum gsm til í númer (perú) = 531
- úr íslenskum gsm til Íslands eða annarra landa = 531 til 582
- móttekið símtal frá Íslandi = 98 kr
  - Ekkert viðbótargjald ef Nextel del Peru eða Claro
- SMS = 80 (sent eða móttekið)
- frá íslandi
  - úr heimasíma = 71,2 (58,5 ef 1100 notað í stað + eða 00)
  - úr gsm = 81,2 (69,9 ef 1100 notað í stað + eða 00)
  - úr gsm (frelsi) = 100 (69,9 ef 1100 í stað + eða 00)

 

http://www.nova.is/content/thjonusta/verdskra2/notkunerlendis.aspx#Perú
- hringt úr íslenskum síma = 539
- hringt í íslenskan síma = 116
- sms = 69


http://www.skype.com
- hringt í heimasíma = 3,12kr
- hringt í gsm = 28,3kr

29. nóvember - góð vefsíða um bólusetningar / smitvarnir / malaríu / sjúkdóma á Perúsvæðinu:
http://wwwnc.cdc.gov/travel/destinations/peru.aspx
Þar er m. a. mælt með skordýraeitri : > 30% DEET til að bera á bert hold sem kemur undan fötum (andlit, háls, hendur, fætur).

29. nóvember - lyf í ferðina:
Við mælum með að tveir eða fleiri sameinist innbyrðis um lyf fyrir ferðina en flest þurfa allir að hafa með. Þjálfarar ætla að taka eftirfarandi lyf með í ferðina fyrir sig - svo menn hafi einhverja viðmiðun -  athugið að hver og einn sér alfarið um sín lyfjamál sjálfur: f

Verkjalyf (bæði parasetamol og Ibufen)
Niðurgangslyf (Imodium)
Hæðarveikilyf (Diamox)
Svefnlyf (Stilnocht)
Ofnæmislyf (Loratadin - Histasín)
Breiðvirkt sýklalyf (Ciprofloxacin)
Erum ekki búin að ákveða með malaríulyf - fáum ráðleggingar hjá lækni fyrir ferð.
Spurning með önnur sérhæfðari lyf fyrir hvern og einn.

22. nóvember - bók um Perú frá Halldóru Ásgeirs.
Halldóra sendi afrit af góðri bók um Perú til allra Perúfara - sjá pdf skjöl í tölvupósti x3 stk! - mikill fengur!

22. nóvember 2010 - Perúpartý 2011:
Alma og Torfi ætla að halda Perúpartý ca mánuði fyrir brottför - þegar allir eru búnir að fullgreiða ferðina og EKKERT FRAMUNDAN nema tilhlökkunin til Perú og gott að bera saman bækurnar varðandi farangur. Alma er búin að bjóðast til að biðja Tómas Guðbjartsson, annan höfunda greinarinnar um hæðarveiki, að halda fyrirlestur fyrir okkur um hæðarveiki í partýinu sem er alveg hreint frábært, sjá dagsetningu síðar!

18. Nóvember 2010 - Perú-ljósmyndir Sæma:
Sjá frábærar ljósmyndir Sæma, fararstjóra af ferð hans til Perú - takið eftir að þetta eru mörg myndaalbúm, merkt sérhverjum stað í Perú - hér er tengill á fyrstu albúmin (albúm 6,7,8,9): http://saemi.123.is/pictures/6

18. nóvember 2010 - fyrirlestur um háfjallaveiki:
Alma bauðst til að biðja Tómas Guðbjarts um fyrirlestur fyrir okkur um háfjallaveiki á fundinum með Ítferðum um daginn, en Tómas og félagar (FÍFL - Félag íslenskra fjallalækna) lentu í honum kröppum á Kilimanjaro fyrir nokkrum árum. Þá var Kristín Gunda búin að viðra þetta sama við Gunnar Guðmundsson en þeir félagar skrifuðu greinina um háfjallaveiki sem Ágústa sendi okkur um daginn:
http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1424/PDF/f03.pdf.
Sjá síðar dagsetningu og tímasetningu á þessu en hugsanlega getum við slegið þessu saman við Perú-partýið.

16. nóvember - símasamband í Perú - svar frá Hjördísi:
Ég talaði við nokkra í gærkvöldi sem voru sammála um að þeir Þeir sem voru með Vodafone hefðu verið betur settir þarna heldur en þeir sem voru með símann. Fólk sem var með símann hafði kynnt sér þetta hérna heima áður en þau fóru og verið sagt að þetta væri allt í lagi, en svo virkaði síminn þeirra ekki úti. Líklega vorum við símasambandslaus á Santa Cruz Trek eða hluta þess.

11. nóvember 2010 - bólusetningar frá Ferðavernd - athugið að verð er yfirleitt ódýrarar hjá heilsugæslunni:
"Mæli með bólusetningum við lifrarbólgu a og b, taugaveiki, barnaveiki og stífkrampa og mýgulusótt (yellow fever).
Þið getið bent fólkinu á að koma til okkar, tímapantanir í s. 535 7700".

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

9. nóvember - ferðablogg frá Perú sem Sirrý sendi:
http://www.travelblog.org/South-America/Peru/Cusco/blog-239426.html

28. október 2010 - Fannar tekinn við af Hannibal í bili:
Hannibal sem séð hefur um ferðina okkar hjá Ítferðum er í ferðaorlofi og mun Fannar sjá um hhópinn í fjarveru hans fram í janúar 2011: fannar@itferdir.is.
ÍT ferðir - IT Travel
Sími/tel * 354-588 9900
www.itferdir.is     www.ittravel.is

15. október - Perúfundur með Ítferðum - eftirfarandi punktar komu fram m.a:

Fyrsta daginn í Cusco eru hugsanleg óþægindi vegna hæðaraðlögunar - nauðsynlegt að taka því mjög rólega, ekkert stress eða átök (eins og að hlaupa upp stiga etc).
Sacret Valley er jafn fallegur staður og Inkaslóðin!
Gistum 3 nætur í Cusco á sama stað.
Maturinn er mjög góður á Inkaslóðinni.
Mælt með Diamox gegn hæðarveiki, þau tóku lyfið sama dag og gengið var í mikilli hæð en oft taka menn lyfið dagana á undan líka.
Þau tóku ekki malaríulyf í síðustu ferð.
Taka með verkjalyf og svefnlyf (Stilnocht - þar sem það situr ekki í manni fram á morgun og slævir ekki öndun).
Mikilvægt að ná sólarupprás á Machu Picchu.
Mæla með að ganga niður síðustu nóttina á Inkaslóðinni.
Ganga upp á klettinn að morgninum NB til að ná því!
Þau gengu út að Aqua Calientes og mæla með því.
Margt að skoða í Ariquipa - gott að vera það - mæla með safninu.
Gæti verið gott að taka með dýnuhlíf.
Hjördís ætlar að senda okkur verðlista yfir leigu á svefnpoka, auka-burðarmönnum, þjórfé etc.
Mæla með að vera með litlar töskur frekar en stórar.
Vera í góðum gönguskóm er mikilvægt, sérstaklega á Inkaslóðinni, gróf leið á köflum.
Mæla með að sofa í ullarnærfötum.
Þeir sem ekki ganga á Mt Misty fara sveitatúr í staðinn.
Sturtur standa eingöngu til boða á gististöðum - eru líka á síðasta gististaðnum á Inkaslóðinni.
Hægt að setja föt í þvott á gististöðunum.
Taka með sér náttúrusápu og vera með blautklúta til að þvo sér.
Svefnaðstaðan er góð í næturrútunum.
Hefð fyrir því að gefa eitthvað í staðinn fyrir að taka myndir af fólki á Santa Cruz leiðinni.
Best að vera með USDollars og innlendan gjaldmiðil - hraðbankar eru í Perú.
Aukagjöldin sem voru í fyrri ferð Ítferða eru nú innifalin í verði ferðarinnar, þ.m.t. flugvallaskattar.
Gefa þjórfé til burðarmanna og leiðsögumanna - USD.
Gott að taka með sér nasl að heiman en ekkert mál að kaupa sælgæti í Perú.
Skordýr: enginn var bitinn í fyrri ferð Íferða.
Hleðsla á batteríum var líklega ekki vandamál á gististöðum í Perú - Hjördís man ekki eftir neinum erfiðleikum með það.
Þyngd farangurs: hægt að senda heim með pósti það sem menn kaupa.
Menn eru léttklæddir á kvöldin - vera með léttan kvöldklæðnað.
Fara í gönguskónum í flugið og fara svo úr þeim í flugvélinni.

15. október 2010 - Roar sendi okkur að vanda skemmtilegt blogg Bjarna Harðar af Perúferð:
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/month/2007/8  

13. október 2010 - Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum frá Perú:
Marío Vargas Llosa
Nýkosinn nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum í ár 2010 er frá Perú!
Hann fæddist í í Arequipa 1936 og bjó m. a. í Lima og er nú um stundir sagður þekktasti rithöfundur Suður-Ameríku en eftir hann liggja m. a.
16 skáldsögur o.fl.
http://is.wikipedia.org/wiki/Mario_Vargas_Llosa 
og http://www.bbc.co.uk/news/entertainment-arts-11493191
Ef menn vilja lesa verk eftir hann fyrir ferðina:
http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-2880/4650_read-23413

7. október - fróðleikur um Perú frá Rikka:
http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/peru_meira.htm

19. september 2010 - burður - bólusetningar - farangur:

Burður í ferðinni:

Varðandi tökur/bakpoka þá mælum við með að tekið sé með tvo bakpoka, sérstaklega ef ætlað er á Mount Misty og eins þarf stóran poka ef fólk kaupir sér ekki burðarmenn á Inkaveginum. Einn 65 og annan 45 litra t.d..  Við þurfum ekki að skaffa poka fyrir burðarmenn til að bera dótið í, þeir eru með poka með sér.
Gott er að hafa duffle bag sem hægt er að setja báða bakpokana sína í og setja svo á bakið.
Svo er gott að vera með svona litla ferðatösku á hjólum undir "borgarfötin og ferðafötin".  Þarf ekki sjópoka.
Í sambandi við hvað fólk er að bera mikið þá fer það algjörlega eftir því hvort fólk kaupir burðarmenn eða ekki.
Í Santa Cruz eru asnar sem taka, tjöld, dýnur, svefnpoka og mat.  En við erum með hlífðarföt og eitthvað smá af aukafötum ásamt snyrtidóti.
Í Colca Canyon erum við með svefnpokann okkar og sama og í Santa Cruz.
Á Mount Misty ber fólk allt nema matinn, þ.e. þá bætist við tjald og dýna (tveir um hvert tjald) upp í grunnbúðir.
Á Inkaveginum eru burðarmenn fyrir tjöldin og matinn og þeir skaffa dýnur, en fólk ber sjálft svefnpokann, aukaföt og snyrtidót, nema fólk sameinist um að kaupa sér burðarmann þá er hægt að sleppa við svefnpokann og eitthvað af aukafötum.

Bólusetning:
Það sem mælt er með fyrir ferð til Perú er eftirtalið: barnaveiki, gula, lifrarbólga a og b, stífkrampi og taugaveiki.  Bólusetning við hundaæði er ekki nauðsynleg samkvæmt okkar samstarfsaðila í Perú, en það er að sjálfsögðu val ykkar hvort þið látið bólusetja ykkur fyrir því líka.  Við mælum með að farið sé strax í bólusetningu gagnvart lifrabólgu.  Einnig er mælt með því að taka malaríutöflur en það liggur ekkert á að spá í það strax.  Sumir eru auðvitað með eitthvað af þessum bólusetn
ing

Farangurslistinn:

Gönguföt:

Góðir gönguskór

       
 

Göngubuxur, gott að geta rennt af skálmum, (annars stuttbuxur)

 
 

Göngusokkar, þunnir/þykkir

     
 

Bolur ekki bómull

 

     
 

Nærföt ekki bómull

       
 

Flíspeysa

         
 

Derhúfa og/eða buff

       
             

Aukaföt:

Hlífðarbuxur

       
 

Þunn úlpa

         
 

Göngubuxur

       
 

Flíspeysa/ullarpeysa

       
 

Sokkar, þunnir og þykkir

     
 

Nærföt

         
 

Hlý húfa

         
 

Hanskar

         
 

2 aukaboli ekki bómull

     
 

Ullarnærföt til að sofa í

     
 

Sandalar

         
 

Sólhattur - langerma þunn skyrta

   
 

Dúnúlpa eða ullarpeysa

     
             

Annað:

Bakpoki ca 50 til 70 lítra og annar minni

   

 

Svefnpoki þarf að þola hitastig undir frostmarki Hægt að fá leigðan poka

 

Lítill koddi ef fólk vill

       
 

Göngustafir verðum að hafa hlífar á þeim a.m.k. Á Inkaveginum

 

Sólgleraugu

       
 

2-3 bleyjur í stað handklæða, í gönguferðunum

 
 

Nokkrir litlir plastpokar (fyrir rusl og þ.h.)

   
 

Sessa

         
 

Blautsérvettur

       
 

Sólarvörn

     

 

 
 

Second skin

       
 

Gleraugu ef við notum slík

     
 

Varasalfi

         
 

Tannkrem og tannbursti

     
 

Höfuðljós eða lítið vasaljós

     
 

Vatnsbrúsi

       
 

Sundföt og handklæði

     
 

Innlegg

         
 

Passinn/greiðslukort/peningar

     
 

Eyrnatappar

       
 

Orkubita

         
 

Passa vel að hafa lyf sem duga alla ferðina ef þú tekur slík

 

Malaríulyf

         
 

Litla regnhlíf

       
 

Klórtöflur

         
 

legghlífa, a.m.k. Þeir sem ætla á Misti

   
             
 

Gott er að taka ljósrit af passanum sínum og geyma annars

 

staðar en passann sjálfan.

     
 

Gott að hafa kort frá tryggingafyrirtæki og kynna sér vel

 

ferða og slysatryggingar sínar

     

3. ágúst - myndasafn Ítferða frá Perúferðum:
http://www.itferdir.is/gallery.php?full=1&id=245

13. ágúst 2010 - sjá Perúferð Exódus til samanburðar á okkar ferð: Sjá slóð bresku ferðaskrifstofunnar af Perúferð þeirra:
http://www.exodus.co.uk/psearch?keys=e.g.%20TPJ%20or%20"Inca%20Trail"&fp=2&filter#result

11. ágúst 2010 - undirbúningurog þjálfun fyrir ferðina:
Athugið að það er nauðsynlegt fyrir alla sem eru að fara í ferðina að undirbúa sig vel líkamlega, andlega og félagslega með því lesa sér vel til um ferðina og láta sig hlakka til (andlegur), með því að hreyfa sig og æfa vel í vetur (líkamlegur) og með því að mæta vel í göngur Toppfarar til að kynnast ferðafélögum vel (félagslegur).

Þetta er mjög mikilvægt til þess að njóta ferðarinnar sem best hver og einn OG til þess að allur hópurinn njóti ferðarinnar sem best með því að vera nokkurn veginn á sama róli í formi, að allt gangi vel fyrir sig í göngunum, að þekkjast vel og geta þannig stutt hvort annað og sýnt tillitssemi og umburðarlyndi þegar á reynir í krefjandi ferð.

Þá er ekki síður mikilvægt að mæta vel til þess að venjast göngubúnaðinum og öllum aðstæðum veðurs í göngu þannig að þessar fjórar ólíku og afskaplega spennandi gönguferðir í Perú verði ósjálfráðar og áreynslulausar. Sérstaklega þar sem öðruvísi mæðir á okkur en á Íslandi, t. d. hvað varðar þunnt fjallaloft, ókunnar svefnaðstæður og breytt matarræði.

4. ágúst 2010 - útvarpsþáttur um Perú:
Sirrý sendi tengil á þennan þátt á RUV um ferðasögu í Perú SuðurAmeríku:

http://podcast.ruv.is/a_sumarvegi/podcast.xml

5. maí  - Bólusetningar - burður í ferðinni -  vegabréfsmál:
Bólusetning:

Það sem mælt er með fyrir ferð til Perú er eftirtalið: barnaveiki, gula, lifrarbólga a og b, stífkrampi og taugaveiki.  Bólusetning við hundaæði er ekki nauðsynleg samkvæmt okkar samstarfsaðila í Perú, en það er að sjálfsögðu val ykkar hvort þið látið bólusetja ykkur fyrir því líka.  Við mælum með að farið sé sem fyrst í bólusetningu gagnvart lifrabólgu.  Einnig er mælt með því að taka malaríutöflur en það liggur ekkert á að spá í það strax.  Sumir eru auðvitað með eitthvað af þessum bólusetningum og því er um að gera að hver og einn fari yfir sínar bólusetningar og finni út hvaða bólusetningar þarf fyrir ferðina.


Burður í ferðinni:
Varðandi burð í ferðinni sem farin var nú í masr/apríl þá báru þau á Inkaveginum svefnpoka, dýnu og persónulega hluti (föt og slíkt) ca 7 kg. Burðarmenn bera, eldhúsáhöld, tjöld og mat.
Í Colca Canyon þurfti bara að bera fötin okkar, ekki svefnpoka eða dýnu þar sem við gistum í bungalow.
Þeir sem fara á Mount Misty þurftu að bera tjald (skipt á milli tveggja sem verða saman í tjaldi), svefnpoka, dýnu og hlífðarföt og líklega matinn okkar, þarf að spyrja að því.
Í Santa Cruz gönguferðinni (Huaraz) þurfti að bera sína persónulegu hluti og hlífðarföt, múlasnar báru tjöld, svefnpoka, dýnur, eldhúsáhöld og mat.


Vegabréfa mál:
Reglur við komu til Bandaríkjanna
Reglur settar 26. október 2004
ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna verða skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program), að hafa meðferðis tölvulesanleg vegabréf - ÁN UNDANTEKNINGA. Þetta gildir hvort sem er í farþegaflugi eða fragtflugi, hvort sem farþegar greiða ferðina að fullu eða ferðast frítt, o.s.frv. Í samræmi við það verður hver farþegi að hafa sitt eigið tölvulesanlega vegabréf.
Þeir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna á undanþágu frá vegabréfsáritun án þess að hafa meðferðis tölvulesanlegt vegabréf þurfa að greiða sekt að upphæð $3.300,00, skv. 273. gr., staflið b í INA (bandarísku innflytjendalöggjöfinni (Immigration and Nationality Act))
Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 gilda til USA án áritunar samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu.

12. janúar 2009 tóku gildi ný lög fyrir ferðamenn til Bandaríkjanna. Nú verða ferðamenn, sem ferðast án áritunar og eru frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ("Visa Waiver Program, VWP"), að sækja um rafræna ferðaheimild á vef Bandarískra innflytjendayfirvalda til að ferðast til eða koma við í Bandaríkjunum.

Í viðhengi (MAGNÚSDÓTTIR; HELGA 27. nóv) eru leiðbeiningar varðandi hvernig umsókn um ferðaheimild er fyllt út á netinu, einnig eru upplýsingar um hvaða vegabréf eru gild til ferðalaga til Bandaríkjanna (3.tegundir, skoðið vel útgáfudag). Ég mæli með að sá sem er með vegabréf gilt til 18.Apríl 2010 sækji um nýtt vegabréf, en það er þó gilt til ferðalaga til Bandaríkjanna. Ísland er á undanþágu með að vegabréf verði að vera með 6.mánuði eftir af gildistíma þegar ferðast er til Bandaríkjanna. Aftur á móti ef eitthvað kemur upp sem t.d. krefst spítalavistar eða þ.h. og heimför tefst, gæti viðkomandi lent í vandræðum.
Smellið á eftirfarandi tengil til að sækja um ferðaáritun:


Electronic System for Travel Authorization (ESTA)
Öllum viðkomandi (VWP)  farþegum er gert skylt að sækja um þessa heimild á rafrænu formi. Það er stefna Bandarískra yfirvalda að ESTA leysi I-94W formið af hólmi að reynslutíma loknum, en viðkomandi farþegar verða áfram að notast einnig við I-94W eyðublaðið eins og nú er gert um borð. Mælst er til þess að farþegar hafi meðferðis  prentað eintak af ESTA-heimild fyrir flug og skrifi hjá sér sitt umsóknar númer með blýanti aftast í vegabréfið.

Það er á ábyrgð farþegans að sækja um ESTA skráningu fyrir brottför til Bandaríkjanna. Æskilegt er að sótt sé um ferðaheimildina á vefnum minnst 72 tímum fyrir brottför. Reynt verður að afgreiða umsóknir sem berast með minni fyrirvara, en ekki verður hægt að tryggja afgreiðslu nema með fyrrgreindum fyrirvara. Flestum umsóknum er svarað um hæl. Þegar leyfið er veitt gildir það í tvö ár, en þá þarf einvörðungu að uppfæra ferðaupplýsingar fyrir hverja tiltekna ferð, þ.e. brottfarastað, flugnúmer og heimilisfang í Bandaríkjunum.


Nánari upplýsingar er að finna á vef bandaríska sendiráðsins (
http://iceland.usembassy.gov/niv_waiver_program.html ) eða á:
http://www.cbp.gov/xp/cgov/travel/id_visa/esta/ og  https://esta.cbp.dhs.gov".

Við biðjum ykkur því að skoða vegabréf ykkar og viljum benda ykkur á að betra er að hafa vegabréf sem gilda helst a.m.k. nokkrum mánuðum lengur en ferð okkar segir til um.
Vinsamlegast látið okkur vita ef þið endurnýjið vegabréf ykkar fyrir ferð og sendið okkur þá aftur vegabréfsnúmer og gildistíma.

10. mars - Reglur um endurgreiðslur ferðakostnaðar:
Bókun ferða og afpöntun:

Staðfesting ferðar: Til að festa ferðapöntun verður að greiða staðfestingargjald fyrir hvern farþega, en getur verið hærri í samræmi við kröfur frá okkar birgjum. Staðfestingargjaldið er endurgreiðsluhæft án kostnaðar innan viku frá pöntun.

 
Afpöntun og endurgreiðsla pakkaferða:
• Ferð afpöntuð 5 vikum fyrir brottför eða fyrr, og innan við viku frá pöntun: Full endurgreiðsla (einnig staðfestingargjald).
• Ferð afpöntuð meira en viku frá pöntun en þó 4 vikum fyrir brottför eða fyrr: Full endurgreiðsla að staðfestingargjaldi undanskildu.
• Ferð afpöntuð 15—27 dögum fyrir brottför: 25% af verði ferðar óendurkræft, þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.
• Ferð afpöntuð 3—14 dögum fyrir brottför: 50% af verði ferðar óendurkræft, þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.
• Ferð afpöntuð minna en 3 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
• Þegar reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.

Ef greitt er með kreditkorti er alltaf endurgreitt inn á kreditkortið.
Alferðargjald: 300 kr. fyrir hvern farþega sem bókaður er í alferð, sbr. lög um alferðir nr. 80/1994.
Gjaldið er til þess að standa straum af aukakostnaði sem sérstaklega fellur til vegna slíkra bókana.
Forfallagjald: Öllum farþegum í hópferðum ÍT ferða er ráðlagt að kaupa sér forfallagjald (tryggingu)hjá sínu tryggingarfyrirtæki, ef slíkt er ekki innifalið í kreditkorti viðkomandi. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í uppgefnu verði og eru háðir breytingum. Upphæð flugvallarskatta kemur fram í verðlistum/verðupplýsingum.
Erlendur hluti flugvallarskatta er háður gengi hvers tíma.

5. mars 2010 - grein um háfjallaveiki:
Sjá fræðilega umfjöllun Gunnars Guðmundssonar og Tómasar Guðbjartssonar um háfjallaveiki í Læknablaðinu sem Ágústa sendi okkur: http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1424/PDF/f03.pdf.

2. mars 2010 - pöntun á ferð:
Þjálfarar hafa fundað með ÍT-ferðum og er verið að ganga frá pöntunum á flugi og gistingu nú í mars, ári fyrir brottför. Verð verður á bilinu 500-600.000 kr á mann miðað við óskir um betri gistingu en ráðgert var. Þegar búið er að ganga frá pöntunum verður sendur tölvupóstur á alla sem skráðir eru í ferðina og kallað eftir staðfestingargjaldi sem verður um 10% af heildarverði ferðar eða um 50.000 - 60.000 kr. á mann. Menn hafa þá eina viku til að ákveða sig endanlega en eftir það verður gengið á biðlistann og þeim boðin þátttaka sem þar eru skráðir. Kynningarfundur um ferðina verður þegar nær dregur ferð - í janúar/febrúar 2011.

7. okt. 2009 - biðlisti í ferðina:
Alls 43 manns eru skráðir í ferðina sem þýðir 13 manns á biðlista. Þar sem áhugi er mikill á ferðinni gildir eftirfarandi án undantekninga: Eingöngu klúbbmeðlimir með virkt kort í klúbbnum eru á listanum sem þýðir að makar verða að gerast meðlimir og þjálfa sig fyrir ferðina með göngum í klúbbnum. Þetta þýðir einnig að þeir sem ekki endurnýja æfingagjöld sín fram að ferð detta út af listanum en þeir geta komið aftur inn á lista ef þeir koma síðar í klúbbinn og þá neðst á listann. Þessi viðmiðun er nauðsynleg til að gæta sanngirni gagnvart virkum meðlimum klúbbsins og nauðsynleg til að tryggja að allir sem fara í ferðina séu að undirbúa sig með hópnum.

6. okt. 2009 - kynningarfundur:
Fjölmennur kynningarfundur var haldinn 5. okt. 2009 hjá
ÍT-ferðum þar sem ferðin var kynnt í máli og myndum og skeggrætt um ferðatíma, búnað, aðbúnað, gistingu, veðurfar, farangur, háfjallaveiki, verð o.fl.

  • *Ferðin er fjölbreytt og krefjandi þar sem gönguferðir eru þrjár með menningar- og hvíldardögum á milli þar sem farið er upp í allt að tæplega 6.000 m hæð og gengið um ægifagurt umhverfi og fáfarnar slóðir. Almennt kom það flestum á óvart hve ferðin er innihaldsrík.

  • *Verð er 500-600.000 kr. á mann um mun miðast við gengi USDollar fram að lokagreiðslu (upphæð breytt í mars 2010).
    *Innifalið: Allt flug, allur akstur, gisting á hótelum, í tjöldum og eða skálum, fullt fæði í gönguferðum og morgunmatur þegar gist er í bæjum, íslensk og innlend fararstjórn, inngangur í þjóðgarða o.m.fl. Þetta þýðir að viðbótarkostnaður er matur á hvíldardögum og gjaldeyrir fyrir aukahlutum eins og kókalaufum, drykkjum, minjagripum og öðru tilfallandi.

  • *Farið verður í mars eða apríl 2011 - sjá síðar lokadagsetningar.

>sazx

Sjá upplýsingar af vef ÍT-ferða: www.itferdir.is :

Perú
 

Ferðatilhögun:

dagur 1-2:     Flogið frá Keflavík um NY til Lima og áfram til Cusco
dagur 3:        Skoðunarferð um Cusco og nágrenni
dagur 4:        Ferð í Sacred Valley
dagar 5 – 8:   Inkavegurinn og Machu Picchu 4ra daga gönguferð
dagur 9:        Flogið til Ariquipa og skoðunarferð um borgina seinni partinn.
dagar 10–11:  Þriggja daga ferð í Colca Canyon
dagar 12-13:  Tveggja daga gönguferð á Mount Misty 5.985m  (valkvætt)
dagur 14:       Flogið til Lima, rúta til Huaraz. 
dagur 15:       Rúta til Huagaz (8 tíma). Frjáls tími í Huaraz.
dagar 17-20:  Gönguferð í Cordilleira Blanca fjöllunum í nágrenni Huaraz (4 dagar)
dagur 21:       Rúta til Lima (8 tíma). Frjáls tími í Lima.

dagur 22-23:  Frjáls tími í Lima og flogið heim um NY.

Ferðalýsing Toppfara til Perú 2011 - frá Hjördísi:

15.-16.mars: Flogið frá Keflavík 17,05,  lent NY kl 19 og til Lima, lent þar kl 6.40 og áfram til Cusco kl. 9.30. Gist á ágætu Hosteli, (hostel Amaro) hreint og þokkalegt á góðum stað í miðborginni. Góður morgunmatur. Mögulegt að fá tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi. Öll herbergi með sér baðherbergi að sjálfsögðu.

17. mars:      Skoðunarferð um Cusco og nágrenni. Gist á sama stað í Cusco

18. mars:      Ferð í Sacred Valley og fl. Hádegisverðarhlaðborð innifalið. Gist á sama stað. 

19. mars:      Inkavegurinn: Lagt af stað með rútu snemma morguns.  Ekið með rútu á upphafsstað göngu þar sem skráning á Inkaveginn er.  Síðan er gengið í ca 3 tíma. Hádegismatur í 2900 m hæð. Eftir mat er gengið í ca 2 tíma á fyrsta tjaldstæðið  Fyrsti dagurinn er tiltölulega auðveldur.  Það eru margir frábærir útsýnisstaðir á leiðinni. Gist á tjaldstæðinu Wayllabamba.

20. mars:       Eftir morgunmat um 6 leytið lagt af stað í bratta göngu að hæsta skarði Inkavegarins (Dead Woman´s Pass 4215) hækkun um 1200 m þennan dag.  Í skarðið er um það bil fjögurra til fimm tíma ganga.  Síðan er gengið niður að tjaldstæðinu í Paqamayu; 3500 

21. mars:      Morgunmatur um 6.  Síðan lagt af stað.  Eftir 1 ½ tíma göngu upp í mót eru fornminjarnar í Runquracay.  Þar er ótrúlega fallegt útsýni yfir fjöllin og umhverfið.  Þaðan er haldið niður á við og farið um skarðið sem endar á Inka staðnum, Sayacmarca.  Eftir að stoppað hefur verið þar er haldið áfram um stórkostlegan hitabeltisskóg og síðan hækkar hann allt upp í 3680 m.  Áður en haldið er niður á við er heimsóttur staðurinn Phyuupatamarca.  Tveggja tíma ganga til Winaywaybe (2700m), þar sem gist er.  Göngutúr með leiðsögn um staðinn, síðan kvöldmatur.

22. mars:       Farið eldsnemma á fætur eða um 4.30.  Eftir morgunmat er haldið að Inti Punku (hurð sólarinnar), sem er inngangur að Machu Picchu.  Hálftíma seinna er komið að Machu Picchu.  Ferð um borgina með leiðsögn, þar sem heimsóttar eru merkilegustu rústirnar.  Eftir það er tími fyrir fólk til að skoða sig sjálft um áður en farið er í rútu (eða gangandi) til Aguas Calientes.  Þar getur fólk keypt sér hádegismat og síðan er farið með lest (+rútu) til Cuzco og komið þangað um 20.30.(fyrirvari á tímasetningu lestar) Gist á Hostal Maru.

 3. mars:       Flogið til Ariquipa og skoðunarferð um borgina seinni partinn. Gist á góðu 2ja til 3ja stjörnu hóteli í miðborginni. (eftir að fá nafn á hótelinu þar sem við skiptum um hótel frá ferð 2010)

24. mars:       Colca Canyon 3ja daga gönguferð: Rúta kemur og nær í hópinn eldsnemma eða um 3.30, en fólk getur lagt sig á leiðinni að Cruz del Condor sem er um 5 tíma akstur. Morgunmatur þegar komið er þangað?  Cruz del Condor er frábær útsýnisstaður, þar sem eru mestu líkur að sjá hinn tignarlega fugl Kondorinn.  Eftir að stoppað hefur verið þarna í u.þ.b. klukkustund er haldið áfram í stærstu borg Colca Canyon, þar sem hádegismatur er snæddur á veitingastað.  Fljótlega eftir hádegismat byrjar gangan niður.  Um 16.30 er komið í fyrsta þorpið á svæðinu, San Juan de Chuccho, þaðan er haldið áfram í annað þorp, Coshnirhua þar sem gist er hjá innfæddum.  Leiðsögumennirnir elda kvöldmatinn fyrir hópinn. 

25. mars:       Morgunmatur um 7.30.  Gengið í 2 til 3 tíma uns komið er til Oasis, sem er á botni Colca Canyon.  Á leiðinni er farið um þorpið Malata.  Þegar komið er í Oasis getur fólk farið í sundlaugina og slappað af áður en hádegismatur er snæddur.  Eftir hádegismat hefst erfiðasti hluti leiðarinnar, 1200 m. hækkun upp gilið í borgina Cabanaconde.  Þriggja til fjögurra tíma ganga.  Kvöldmatur og gisting á hóteli í Cabanconde.

26. mars:     Morgunmatur um 8.30 og síðan er ekið til Chivay, þar sem fólk getur valið á milli

þess að fara í heitu hverina þar eða bara skoðað borgina.  Hádegismatur þar sem hægt er að velja á milli hlaðborðs eða einstakra rétta. (ekki innifalið) Þriggja tíma akstur til baka til Arequipa, komið þangað milli 18 og 19. Gist á sama hóteli.

27. mars:     Gönguferð á Mount Misti 5985 m (valkvætt, fólk þarf þó að ákveða sig ca mán.

fyrir ferð). Lagt af stað frá Arequipa í jeppum kl. 8.  Ekið upp í ca 3500m í norðurhlið Misti þar sem gangan hefst.  Fólk tekur farangur sinn.  Bera þarf allan farangur, tveir skipta með sér að bera hvert tjald. Hádegisverður. Síðan er haldið áfram í grunnbúðir í 4600m.  Þetta er u.þ.b. 6 tíma ganga.  Kvöldverður snæddur mjög snemma og farið í háttinn um k. 17. Búast má við frosti/snjókomu um nóttina.

28. mars:     Lagt af stað kl. 1 eftir miðnætti og gengið alla leið á toppinn.  Á leiðinni eru nokkur stutt stopp til hvíldar. Á toppnum sést aðal gýgurinn og annar minni.  Einnig er frábært útsýni yfir Arequipa og eldfjölli Chachani, Pichu Pichu, Coropuna og Ampato. Síðan er haldið niður og eftir 1 til 2 tíma er komið í grunnbúðir. Eftir stutta hvíld er haldið áfram niður í 3500m þar sem bílarnir bíða.  Ekið beint til Arequipa komið þangað kl. 15.30. Sama gisting.

Þeir sem ekki fara á Misti eiga frjálsan dag fyrri daginn en seinni daginn verður farið í skoðunarferð.

29. mars:      Flogið til Lima, skoðunarferð um borgina seinni partinn.  Gist á 3ja stjörnu hóteli í Miraflores í Lima (Hostal The Place).

30. mars:      Frjáls dagur í Lima.  Næturrúta til Huaraz (brottför 22).    

31. mars:      Frjáls dagur í Huaraz. Gist á Hosteli á góðum stað í Huaraz. (2ja, 3ja og 4ra manna herb. öll með sér baði)

1. apríl:        Santa Cruz Trek, alls 44 km. Huaraz-Vaqueria-Quebrada Paria: Brottför snemma morguns (um 5 leytið) ekið Til Vaqueria (5 tíma akstur) Farið er inn í gilið Huaripampa, þar sem blasa við snævi þakin Yanapaccha og pýramitafjöllin.  Tjaldað í 3800 m. hæð (3ja-4ra stunda ganga)

2. apríl:        Quebrada Paria-Taullipampa: Hækkun upp í 4750 m, sjáum þá m.a. N. Pucajirca Taulliraju, síðan er haldið niður á við. Tjaldað í 4100m hæð (8-10 stunda ganga)

3. apríl:        Taullipampa-Llama Corral: Gengið er niður á við á leiðinni sjáum við fjallið Alpamayo, sem sumir telja fallegasta fjall í heimi, einnig vötnin Jutuncocha og Lchicocha. Tjaldað í 3800 m hæð í Llama Corral. (5 stunda ganga)

4. apríl:        Llama Corral-Cashapampa-Caraz-Huaraz.  Haldið áfram niður á við eftir gilinu Santa cruz.  Komið til Caraz í 2850 m hæð (4ra stunda ganga). Hádegismatur áður en farið er í rútuna. Ekið þaðan til Huaraz um borgina Caraz, (3ja til 4ra stunda akstur). Í Huaraz er farið í sturtu og skipt um um föt. .Næturrúta til Lima.

5. apríl:        Komið til Lima að morgni, fáum herbergi til að hvílast á sama hóteli og áður.  Kl. 20 kemur rúta og ekur fólki á flugvöllinn. Flogið kl. 23.55 til NY.

6. apríl:        Komið til NY 8.35 að morgni.  Fólk getur látið geyma farangurinn sinn í farangursgeymslu í Terminal 4 og brugðið sér í bæinn. Brottför til Íslands kl. 20.35 og lent í Keflavík kl. 6.20 þann 7. apríl.

Ath. fyrirvari er um flugtíma í innanlandsflugi í Perú.
Ath. að verð á Inkaveginn getur hækkað. Það verður ekki ljóst fyrr en í des. 2010.
Flugv.skattar innan Perú eru ekki innifaldir. Voru alls um 7.500 kr. í 2010 ferðinni.
Þjórfé er gefið burðarmönnum og leiðsögumönnum. Fararstjóri stýrir og safnar saman.
 

Mynd af Mount Misty af www.flicr.com.

Það er 5.825 m hátt eða 70 m lægra en Kilimanjaro og 1.105 m hærra en Mont Blanc...

Gönguleiðin krefst ekki sértæks búnaðar og er fagurmótaður gígur á tindinum.

 

 

 

 

 

 

 

Sjá upplýsingar sem ég fann af vefsíðunni http://www.incatrailperu.com/ um göngu um fornu Inkaslóðina:

Inca Trail - Introduction

 

The trail is usually covered in 4 days arriving at the Inca ruins of Machu Picchu for sunrise on the fourth day. The trek is rated moderate and any reasonably fit person should be able to cover the route. It is fairly challenging nevertheless, and altitudes of 4200m are reached, so ensuring that you are well acclimatized is important. If arriving from sea level, plan to spend at least 2 full days in Cusco prior to commencing the trek. This should allow plenty of time for acclimatization and give you sufficient opportunity to visit the city of Cusco and nearby Inca ruins at Sacsayhuaman, Q'enko, Pucapucara and Tambomachay, as well as spending a day or two exploring the Sacred Valley of the Incas visiting the tradition market town of Pisac and the fascinating Inca fortress at Ollantaytambo.
 
The Inca Trail can be hiked year round although the months of
April till October are probably more comfortable since the weather is drier. June, July and August are in the high season when the trail can become fully booked so be sure to make a reservation in advance. The 4 day Inca Trail is closed each year during the month of February t
o allow conservation work to take place. The months of January and March are in the wet season so hiking the trail can be a little miserable unless you have a good rain jacket and waterproof tent.
 
There are two main alternative treks to the traditional 4-day Classic Inca Trail that both end at Machu Picchu. The first and most popular alternative is the
Short Inca Trail which can be completed in 1 or 2 days. This is an easier trek and starts further along the Vilcanota River Valley closer to Machu Picchu at a place called kilometer 104. The second trek is a more strenuous 7 day hike via Salkantay, a beautiful snow-capped mountain.

If you are searching the web for information about the 4 day Inca Trail you'll find hundreds of tour companies offering this popular trek amongst their services. Many of these companies are acting only as agents for the relatively few
specialist trekking companies that actually operate the trek. Prices for the 4 day trek start at US$240 per person for a basic service (including entrance fees and return on train) and can climb anywhere up to $1000 depending on the service and how comfortable you eant to be. Purchasing the trek directly with a local tour operator in Cusco can often be less than half the price of buying the trek in your own country through an agent. However, great care should be taken in choosing a tour company especially using the internet. Our page "Choosing a Trekking Company" has been written to help you avoid many of the pitfalls.

 

Route of the Classic 4 day Inca Trail

 

 

Average weather conditions on the Inca Trail:

  

 

J

F

M

A

M

J

J

A

S

O

N

D

Av. Max Temp ºC

20

21

21

22

21

21

21

21

22

22

23

22

Av. Max Temp ºF 68 70 70 72 70 70 70 70 72 72 73 72

Av. Min Temp ºC

7

7

7

4

2

1

-1

1

4

6

6

7

Av. Min Temp ºF 45 45 45 40 36 34 30 34 40 43 43 45

Wet days / month

18

13

11

8

3

2

2

2

7

8

12

16


The best months to do the Inca Trail are from May to September when the conditions are fairly dry and the weather generally sunny. However the months of  June, July and August can also be very cold at night so bring a good quality 4 season sleeping bag.

 

Altitude Sickness

On reaching heights above 3000m, heart pounding and shortness of breath are a normal response to the lack of oxygen in the air. However, for some visitors these symptoms can deteriorate into a conditions known as Soroche (or acute mountain sickness) when you can start to experience headaches, loss of appetite, extreme tiredness, sleeplessness and often nausea. Symptoms usually develop within the first day or two at altitude. To prevent Soroche, try to take things easy as soon as you arrive. Once settled in your hotel room have a lie down for a while and drink plenty of fluids. Don't plan any strenuous treks until you've acclimatized for a few days. Avoid alcohol, cigarettes and heavy food. Drinking mate de coca (an infusion of coca leaves - and perfectly legal in Peru) may help. If symptoms become more severe and prolonged it is best to quickly seek medical attention and make arrangements to descend to a lower altitude. On recovery one can re-ascend slowly or in stages.  The drug Diamox is often used by many visitors to speed the acclimatization process and counter the symptons of Soroche.

 

Cusco is located 3400m above sea level so it is important that you have a healthy respect for the altitude. If arriving from sea-level (Lima) try to spend at least 2 days in Cusco prior to starting the Inca Trail (3 days is recommended). This period will allow you to acclimatize and also give you time to enjoy the city of Cusco, the nearby Inca ruins of Sacsayhuaman, Q'enko, Pucacpucara and Tambomachay, as well as taking a day trip out to the Sacred Valley of the Incas to visit the traditional Quechua market at Pisac and the stunning Inca village and ruins at Ollantaytambo.

 

What to bring

The key to packing for a trip to Peru is to pack for a variety of conditions while keeping the weight to a  minimum. Easier said than done when you have to deal with the intense heat of the equatorial sun and the cold mountain nights spent camping on the Inca Trail. The best way to deal with these extremes is to dress using several layers rather than one thick jumper. If you forget something, don't despair since most things can be bought in most Peruvian cities frequently visited by tourists including excellent and cheap alpaca jumpers. 

 

Suggested Inca Trail packing list:

 

01. Backpack (65 liters should be quite sufficient).

02. Comfortable walking boots with good ankle support.

03. Sleeping bag (can be rented in Cusco)

04. Clothes

2 pairs long trousers (lightweight)

2 T-shirts

1 short-sleeved shirt

1 long-sleeved shirt

1 pair shorts

Underwear and socks (thermal underwear is highly recommended, being light, warm and makes good nightwear on cold nights).

05. Fleece jacket

06. Rain jacket or poncho

07. Hat or cap to protect from the sun.

08. Toiletries: soap, toothbrush, toothpaste & toilet papaer etc.

09. Sun cream, lip salve, sun glasses.

10. Flashlight

11. Basic first aid kit.

12. Insect repellent.

13. Money belt + passport + emergency money

14. Camera + film (film can easily be bought in Peru and is of excellent quality).

15. Water bottle (mineral water can be bought throughout Peru)

16. Water purification tablets (Micropur tablets can be bought in Cusco and are very efficient).

 

Optional extras include:-

17. Binoculars

 

Ofangreindar upplýsingar fengnar af vefsíðunni: http://www.incatrailperu.com/

 

Sjá ýmsar vefsíður um Inkaslóðina - Machu Picchu - Perú - af snöggu handahófi og af ofangreindri vefsíðu - og frá klúbbfélögum sem hafa sent á þjálfara:

 

http://www.incatrailreservations.com/

http://eoe.is/gamalt/2008/03/31/10.33.16/

http://www.rutahsa.com/incatrl.html

http://www.incatrail.net/

http://projects.exeter.ac.uk/RDavies/inca/

http://www.andeantravelweb.com/peru/treks/incatrail4.html

http://ecuaworld.com/incatrail/

http://www.guardian.co.uk/travel/2002/apr/28/travelnews.observerescapesection

http://supernova.lbl.gov/~evlinder/umass/exsam.html

http://www.davidgualtieri.com/

http://www.planeta.com/planeta/98/0898picchu.html
http://agutie.homestead.com/FiLes/inca_trail_machu_picchu_map.html
http://www.exodus.co.uk/holidays/tpt/video?vid=17 - myndband af öllum göngudögum.

http://www.travelpod.com/travel-blog-entries/brad2512/1/1205711160/tpod.html - ferðasaga af göngu á Mount Misty.
http://www.travelblog.org/South-America/Peru/Cusco/blog-239426.html - ferðablogg frá Perú sem Sirrý sendi.
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/month/2007/8 - blogg Bjarna Harðar sem Roar sendi.
http://is.wikipedia.org/wiki/Mario_Vargas_Llosa- Nóbelsverðlaunahafi í  bókkmenntum 2010 er frá Perú!
http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/peru_meira.htm - mjög góður fróðleikur um Perú sem Rikki sendi - MUST READ!
http://www.itferdir.is/gallery.php?full=1&id=245 - myndasafn Ítferða frá Perú.
http://podcast.ruv.is/a_sumarvegi/podcast.xml - Útvarpsþáttur á RUV um Perúferð sem Sirrý sendi.
http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1424/PDF/f03.pdf.- Mjög fróðleg grein íslenskra lækna um háfjallaveiki.


Endiilega sendið mér alla áhugaverða tengla á vefsíður eða hvað eina upplýsingar um Perú eða annað sem tengist ferðinni!
 

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir