Tindferð 177
Jarlhettur; Rauðhetta, Jarlhettutögl og Kambhetta
laugardaginn 28. september 2019

Jarlhettur
töfrar í eyðimörk Langjökuls

Laugardaginn 28. september var bjart og fallegt veður í kortunum, reyndar talsverður vindur en ekki sérlega kalt og engin úrkoma né kuldi síðustu daga... það var því ráð að flýta október-tindferðinni um eina helgi eins og lagt hafði verið með frá upphafi því þjálfarar vissu sem var að tindferð í október getur brugðið til beggja vona með bílfæri og göngufæri þar sem snjór getur vel verið mættur á þessum árstíma og búinn að loka þannig fyrir lægstu hálendisvegi eins og raunin varð sem dæmi í fyrra á Prestahnúk þann 22. september þar sem við enduðum á að fara á Fanntófellið vegna ófærðar inn að Prestinum...

Þetta var þriðja tindferðin í septembermánuði...
þar sem ágústtindferðin á Hábarm og um Jökulgil færðist yfir á sunnudaginn 1. september...
Sikileyjarferðin var um miðjan september... og svo þessi októbertindferð þann 28. september...

...september 2019 verður því í minnum hafður hér með sem alger ofurmánuður hvað tindferðir varðar...
eða réttara sagt yndismánuður því hvílíka fegurð á einum mánuði í fjöllunum er erfitt að toppa...

Lagt var af stað frá Skálpanesi í 819 metra hæð í strekkingsvindi að norðaustan en hann var í bakið sem hentaði vel... og gangan var niður í mót sem hentaði vel í upphafi ferðar... og þessi dýrðarinnar fjallgarður var í fanginu fyrstu kílómetrana... nyrðri hluti Jarlhettnanna með Innstu Jarlhettu trónandi yfir öllu saman... eins og Stóra Jarlhetta trónir yfir syðri hlutanum þegar gengið er frá Hagavatnsveginum að sunnan...

Brekkan niður frár Skálpanesi gæti ekki hentað betur í upphafi krefjandi gönguferðar...
en grýtið á þeirri leið gaf tóninn fyrir daginn...
við vorum að fara að brölta í grjóti og móbergi tæpa átján kílómetra leið allan daginn...

Þessi fyrsti kafli gekk mjög vel... allir spjallandi óðamála þennan kafla með vindinn í bakið...
og Rauðhetta sem var fyrsti tindur dagsins blasti enn betur við okkur
þegar við vorum komin niður á "láglendi" Jarlhettnanna í um 660 m hæð...

Jökuláin sem rennur úr Langjökli og meðfram Jarlhettunum austan megin hefur aldrei verið okkur farartálmi...
...og reyndist vel greiðfær nú sem fyrr yfir stiklandi yfir grjótið...

Þarna hefur stundum verið drulla og leir... en ekki núna...

Ný aðkoma að Rauðhettu að sinni...
nú fórum við ekki framhjá henni eins og við gerðum þegar við fórum á Miðjarlhetturnar 2014
(sem við endurskírðum í Strútshettu og Kirkjuhettu í ferðinni)...
og heldur ekki ofan af Nyrðri Jarlhettum eins og þegar við gengum fyrst á hana árið 2012
þar sem við þræddum okkur eftir Hettunum hér á hægri hönd og komum að þeirri rauðu ofan frá af þeim...

Flottur hópur á ferð... talsvert af nýliðum sumarsins og haustsins sem hafa verið duglegir að mæta...
og sumir af þeim komnir í klúbbinn fyrst og fremst til að ná tindferðunum en ekki þriðjudagsæfingunum
og svo hafa nokkrir hafa bæst í hópinn eftir að við ákváðum að fara Laugaveginn á einum degi næsta sumar...
og því eru nokkrir ansi sterkir göngumenn komnir í hópinn...
því miður höfum við séð allt of lítið af nýliðunum frá því í janúar á þessu ári...
sem er mikil synd því þar voru flottir göngumenn sem hefðu sannarlega notið þess að fara þessar stórkostlegu göngur
sem eru að baki í sumar og haust...

Efri: Biggi, Björgólfur, Stefán, Elísa, Kolbeinn, Ólafur Vignir, Olgeir, Örn, Hjörtur, Lára Skærings., Katrín Kj.,
Guðmundur Jón, Heiða, Inga Guðrún og Jóhann Smári.

Neðri: Ágústa, Guðrún Jóna, Þóranna, Bjarnþóra, Björn Matt., Bjarni, Berglind, Agnar, Davíð og Gunnar Már.

Bára tók mynd og Batman var eini hundur ferðarinnar.

Rauðhetta eða Rauða Jarlhetta... er uppáhald þjálfara á þessu svæði... tignarlegur tindur hvar sem á hann er litið...
360 gráður... þessi hlið sú sísta í raun en samt mögnuð...

Við fundum leið upp í skarðið milli hennar og Nyrðri Jarlhettnanna...

Litið til baka... Nyrðri Jarlhettur hér í baksýn að hluta...
þær eru í raun ein hrúga af nokkrum móbergsbungum og ekki beint flott nafn á þeim... en hagnýtt eins og oft á fjöllum...

Ný leið upp á Rauðhettu hér... en ofar beið okkar geilin sem við fundum síðast
og er líklega skásta ef ekki eina góða leiðin upp á þessa fjall...

Heilmikið klöngur upp þessa brekku í lausagrjóti og móbergi sem er eitt ótraustasta berg sem hægt er að ganga um
en einkennir Jarlhetturnar allar og minnir óneitanlega á Reykjanesið...

Talsvert bratt... og langt upp að geilinni....
sem ber ofar við himinn með göngumennina farandi um hana einn í einu...

Meðan fremstu menn komu sér upp um geilina freistaðist Agnar til þess að fara aðra leið austar upp þessa brekku en lenti í sjálfheldu og var í vandræðum með að koma sér til baka... kallaði til kvenþjálfarans um að bíða eftir sér þar sem hún var að fylgja síðasta manni sem dregist hafði talsvert aftur úr... en hann komst sem betur fer klakklaust út úr þessari eldraun og var ansi skelkaður eftir barninginn við lausagrjótið sem molnar einmitt undan manni eins og hátturinn er á með móbergið... það er erfitt viðureignar...

Sjá hér Örn gulan í geilinni að bíða eftir Berglindi sem hélt ein áfram upp á meðan Bára beið eftir Agnari...

Agnar að koma upp... sjá Nyrðri Jarlhetturnar hér hægra megin í einum hnapp... og vatnið vestan þeirra að Langjökli...
 þarna niðri gengum við í lok ágúst 2012... og tókum smá göngu á jöklinum sjálfum...
eftir að hafa gengið á Nyrðri hetturnar, Rauðhettu og Innstu Jarlhettu sem er hæst þeirra allra...
alger ofurferð sem gleymist aldrei...

http://www.fjallgongur.is/tindur82_jarlhettur_250812.htm

Þessi geil er alger snilld... en aðeins brölt upp í hana sem reyndist svo tafsamt á leið til baka...

Komin ofar og landslagið kringum vatnið við Nyrðri Jarlhetturnar blasa betur við...

Meðan Berglind og Agnar skiluðu sér til hópsins biðu menn í skjóli í klettunum utan í Rauðu Jarlhettu...
það var ansi hvasst og kalt í vindinum og ráð að bíða bara og halda hópinn...

Örn var hæst ánægður með hópinn...
að hafa beðið saman frekar en að dreifast um alla Rauðhettu því þarna er varasamt að vera í miklum vindi
og hengiflugið beið okkar ofar...

Síðasti kaflinn upp á Rauðhettu er kyngimagnaður...

Stórkostlegt landslag... mikilfenglegur tindur... hrikalegt útsýni...

Litið til baka...

Þessi fjallsbrún er með þeim allra flottustu á Íslandi... líklega á topp fimm af öllum... í alvöru talað...

Þetta er ástæðan... hvílíkt útsýni... hvílíkt landslag... hvílík eyðimörk en þó svo fögur...

Jerlhetturnar í allri sinni dýrð útbreiddar neðan okkar af Rauðhettu...
og samt vantar hana og Innstu Jarlhettu á myndina...

Og sama dýrðin blasir við ofan af öðrum Jarlhettum á svæðinu...
þetta er klárlega eitt af allra fegurstu stöðum á Íslandi... þó fáir komi hingað...

Sjá vatnið sem lúrir neðan og vestan við Innstu Jarlhettu út af mynd hér hægra megin.

Sjá má allt um kring á þessu svæði uppþornuð fjallavötn þar sem áður voru vötn milli allra Jarlhettnanna...

Jarlhettutögl
lági hryggurinn hér niðri vinstra megin - nafngift Ósk Sigþórsdóttir 2014.
http://www.fjallgongur.is/tindur111_midjarlhettur_130914.htm

Kambhetta
mjói, bratti tindurinn í framhaldi af þeim vinstra megin - nafngift Gylfi Þór Gylfason 2012.

Vatnahettur
lægri ávalari hetturnar við vatnið hægra megin við Kambhettu - nafngift kvenþjálfara 2017
- en
þær eru fjórar og því er þetta ómögulegt nafn - finnum annað þegar við göngum á þær !
http://www.fjallgongur.is/tindur147_vatna_jarlhettur_090917.htm


Staka Jarlhetta
sést lengst á bak við Kambhettu en hún er stök og langt frá öllum hinum og því mikið réttnefni
og eitt af eingöngu þremur opinberum nöfnum sem til eru skráð á allar Jarlhetturnar.
http://www.fjallgongur.is/tindur64_jarlhettur_100911.htm
http://www.fjallgongur.is/tindur147_vatna_jarlhettur_090917.htm

Stóra Jarlhetta eða Tröllhetta
þessi stóra hinum megin við vatnið - eitt af þremur opinberum nöfnum á Jarlhettunum.
Krúnuhetta er svo tignarlega hettan hægra megin fyrir framan þá Stóru - nafngift Sigríðar Rósu Magnúsdóttir 2014.
http://www.fjallgongur.is/tindur64_jarlhettur_100911.htm

Konungshetta
e
r milli Krúnuhettu og Stóru Jarlhettu er sem við eigum eftir að ganga á - nafngift kvenþjálfarans 2019.
Strútshetta syðri Miðjarlhettan - nafngift Hjartar 2019 (í stað Miðjarlhettna sem þjálfari kallaði svo 2014 og bað um annað nafn).

Kirkjuhetta
e
r hægra megin við hana þar sem hún er með ílangan kamblaga tind eins og Kirkjufellið að fjallabaki, Kirkjufellið í Grundarfirði
og Tröllakirkja í Hítardal og fleiri kirkjur í fjöllunum okkar - nafngift Báru þjálfara 2019.


Lambhúshetta
svo ávöl og dökk framan við Rauðhettu nær - nafngift Ósk Sigþórsdóttir 2014.
http://www.fjallgongur.is/tindur111_midjarlhettur_130914.htm
 

Rauðhetta
sú sem myndin er tekin ofan af - nafngift Gylfa þórs Gylfasonar 2012.
http://www.fjallgongur.is/tindur82_jarlhettur_250812.htm

Nyrðri Jarlhettur
eru bak við myndavélina - sjá fyrr í þessari ferðasögu - nafngift Báru þjálfara 2012.
http://www.fjallgongur.is/tindur82_jarlhettur_250812.htm

Syðri Jarlhettur
sjást ekki en eru sunnan við Stóru Jarlhettu og við gengum á nyrstu þeirra næst Stóru árið 2012
en við ætlum að ganga á þær 2021 og finna betri nöfn á þær þá NB.
 http://www.fjallgongur.is/tindur64_jarlhettur_100911.htm

út af mynd eru svo:

Innsta Jarlhetta
Sést ekki en er norðar og austar en Rauðhetta - opinbert og skráð nafn.
http://www.fjallgongur.is/tindur82_jarlhettur_250812.htm

Nyrðri Jarlhettur
Erun bak við og norðan við Rauðhettu - nafngift Báru þjálfara 2012.
http://www.fjallgongur.is/tindur82_jarlhettur_250812.htm

Þangað til við vitum ekki betur... og þangað til heimamenn eða aðrir fróðari örnefnamenn en við láta okkur ekki vita,
þá munum við nota þessi nöfn og helst koma með nöfn á allar sem eru við vatnið vestan Kambhettu,
sunnan við Stóru Jarlhettu og þær sem eru við Hagavatn... o. fl... :-)

Auglabliksmynd frá Jóhanni Smára ljósmyndara af þjálfara að segja öllum að stilla sér upp við brúnina fyrir hópmyndatöku...
í flokki hans "Einstök augnablik" sem geyma magnaðar myndir :-)

Tuttugu og sex manns mættir, frábær mæting og betri en nokkur síðustu haust...
ýliðarnir halda sannarlega uppi mætingunni þetta árið og mikill kraftur með þeim :-)

Gunnar Már, Katrín Kjr., Berglind, Jóhann Smári, Elísa, Kolbeinn, Örn, Lára S., Hjörtur, Ágústa, Bjarni, Olgeir.
Guðmundur Jón, Davíð, Heiða, Þóranna, Agnar, Guðrún Jóna, Inga Guðrún, Bjarnþóra, Björgólfur, Björn Matt., Ólafur Vignir, Stefán.

Bára tók mynd.

Það var erfitt að slíta sig frá þessu útsýni... en við urðum að halda áframm...

Eftir yndisstund á tindi Rauðhettu var mál að fara niður og ná sér í góðan nestistíma...

Klöngrið í Jarlhettum lætur ekki að sér hæða... krefjandi... hollt.. og skemmtilegt...

Einstakt landslag sem heillar okkur alltaf upp úr skónum...

Litið til baka upp brekkuna með geilina efsta...

Öftustu menn enn að koma sér niður um hana en neðan við hana var langt haft sem var til trafala...
Einn í einu og Stefán rétti fram hjálparhönd til þeirra sem vildu...

Á svona stundum reynir á stærð hópsins... allir bíða meðan einn fer niður...
þá skiptir máli hvort við erum 10 eða 30 manns...
hámark 29 manns er því nauðsynlegt... líka upp á hópmyndir að gera því við erum svo oft á tindum
þar sem ekki er mikið pláss og þá er ómögulegt að taka hópmynd af 40 - 60 manns :-)

Gönguleiðirnar okkar eru hreinlega þess eðlis að stór hópur getur ekki farið þær...
þetta rétt slapp á Hábarmi og Jökulgili en var samt ansi tafsamt þar...
en ef leiðin er greið allan tímann þá er þetta ekkert mál... sbr.  Fimmvörðuháls á þessu ári
og Laxárgljúfrin á næsta ári og  :-)

Loksins komin niður í fjallasal Rauðhettu sem liggur undir Innstu Jarlhettu hér hægra megin...

Mikill klettasalur þarna í miðri Rauðhettu...

Við fórum upp í sólina til að ná notalegum nestisstað... gleymdi að taka mynd nema í lok nestistímans :-)

Nú var haldið niður í skarðið milli Rauðhettu og Innstu Jarlhettu... nyrðri dyrnar að Jarlhettusvæðinu í raun...

Kambhetta hér vinstra megin brött og mjó...

Kambhetta - Lambhúshetta - Strútshetta - Kirkjuhetta

Kyngimagnaður staður...

Litið til baka upp brekkunar þar sem við fengum okkur nesti utan í Rauðhettu...

Við vorum óskaplega smá í tröllvöxnum heimi Jarlhettnanna... móbergið á alla kanta... eins og að vera í Putalandi...

Formin... áferðin... litirnir... mynstrin... hvar vorum við eiginlega stödd ?

Innsta Jarlhetta... í allri sinni svakalegu dýrð... alvöru tindur og mjög brattur og lausgrýttur...
meira en að segja það að ganga á hana... hér upp fór Örn í könnunarleiðangri árið 2014...
en sneri við og við fundum betri leið vestar... þar sem hópurinn fór svo upp viku síðar...

Við áttum erfitt með að halda áfram og vildum bara leika okkur í þessu risavaxna grjóti...

Strákarnir klifruðu... og stelpurnar tóku myndir... og öfugt :-)

Leiðin til vesturs að uppgöngustað á Innstu Jarlhettu... bara þessi kafli er stórfenglegur...
hvað þá hlíðarnar og tindarnir sjálfir...

Dýrindisveður... það er þess virði að grípa sólríkan og fallegan dag og fara hér um á eitt stykki laugardegi...

Láglendið í Jarlhettunum er jafn stórbrotið og heillandi og hálendið...
hér er sannarlega spennandi að fara skokkandi frá Skálpanesi niður að hagavatnsvegi einn flottan laugardag næsta vor...

Jarlhettutöglin komu brátt í ljós... og Kambhetta stingst upp úr landslaginu hægra megin...

Þessi grjótkubbur var eins og sjónvarp... Lára brá á leik og horfði aðeins á það...
og svo var þetta eins og ferðataska... og einhverjir náðu slíkri mynd af þessu grjóti...

... það er vel hægt að gleyma sér í þessu landslagi þó hvergi sé farið upp á tinda og toppa...

Rauðhetta hér ofan hópsins að sýna sína suðurhlið....

Fremstu menn lagðir af stað upp Jarlhettutöglin sem leyndu vel á sér...

Mjög fallegur hryggur þó lágur sé...

Hópmynd á nyrðra taglinu á Jarlhettutöglum...með fyrsta tind dagsins af þremur í baksýn.. Rauðhettu.

Og ef aðeins var litið til vinstri þá náðist Innsta Jarlhetta líka á mynd...

Perúfararnir... Berglind, Katrín Kj., og Guðmundur Jón... þau eiga von á góðu... ólýsanlegu landslagi, menningu og sögu...
þegar þau ganga um Inkaslóðirnar til Machu Picchu með Ágústi... fara í Colca Canyon...
og ganga Santa Cruz gönguleiðina framhjá Alpamayo fjallinu sem prýðir Paramount Pictures vörumerkið...

Jarlhettutögl er nafngift frá Ósk Sigþórsdóttur, Toppfara frá árinu 2014 þegar við gengum á þennan hrygg að hluta og fórum svo á Lambhúshettu, Miðjarlhettur (Strútshettu) og Krúnuhettu...  frábært nafn sem á vel við þennan hluta af Jarlhettunum...

Rauðhetta er hrikalegur tindur að sjá og heillaði Tom Cruise og tökulið hans hér einu sinni við tökur á kvikmyndinni "Oblivion"...
sem er ekki skrítið... en það er skrítið að sjá allt þetta tökulið uppi á Rauðhettu... enda fundum við leifar af dótinu þeirra foknu niður af tindinum við suðausturrætur hennar árið 2014...
https://www.youtube.com/watch?v=VPPic2TF1pg

Brátt komu syðri Jarlhetturnar allar í ljós...

Kyngimagnað að koma fram á hæstu brún Jarlhettutaglanna...
Kambhetta, Vatnahettur, Stóra Jarlhetta, Krúnuhetta og Strútshetta...

Litið til baka á hópinn að koma niður af hæsta tindi Jarlhettutagla... í 738 m hæð efst...

Sjá leifar af fyrri jökulvötnum þarna niðri...

Innsta Jarlhetta og Rauðhetta... mjög ólíkir en báðir stórfenglegir tindar...

Kerlingarfjöll í fjarska... þau eiga enn eftir að komast í klúbbinn...

Bláfell á Kili... þangað fórum við í ógleymanlegri ferð árið 2015...
og lentum í grimmum vetri uppi í byrjun september...

http://www.fjallgongur.is/tindur97_blafell_070913.htm

Við röktum okkur eftir öllur Jarlhettutöglunum frá norðri til suðurs...

Litið til baka... heilmikið klöngur þó saklaus væri í samanburði við önnur fjöll á svæðinu...

Og mjög skemmtileg tilbreyting frá Rauðhettu og Kambhettu... allir þrír tindar dagsins mjög ólíkir...

Smám saman varð landslag taglanna saklausara og greiðfærarar...

En samt heilmikið upp og niður enda varð uppsöfnuð hækkun ferðarinnar tæplega 1200 metrar :-)

Innsta Jarlhetta að hverfa bak við Lambhúshettu og Rauðhetta að fjarlægjast...

Þetta vatn er nafnlaust... eins og flest á þessu svæði... mikil synd... og þarf að fá nafn eins og hin vötnin í hettunum...

Síðasti kaflinn á Jarlhettutöglunum...

Litið til baka... sandurinn á þessu svæði er líka heillandi...

Niður hér og hérna fór Batman niður að vatninu og baðaði sig og fékk sér að drekka...

Batman að komast í eina vatnið á leiðinni fyrir utan jökulánna reyndar meðfram Rauðhettu...
Mynd frá Stefáni Braga.

Fallegt þó gruggugt væri... og ansi stórt og meira en oft áður fannst okkur...
Mynd frá Stefáni.

... á meðan við þéttum hópinn fyrir síðustu brekkuna upp í áttina að Kambhettu...

Nánast ekkert líf á þessu svæði... en þó stöku geldingahnappur og slikjur og fleira... náttúran er svo sterk að það er með ólíkindum...

Hér fóru að birtast hinar svokölluðu Vatnahettur sem kvenþjálfarinn skírði svo og er jafn ómögulegt nafn og "Miðjarlhettur"....
verðum að ganga á þessar við tækifæri og skíra þær viðeigandi nöfnun...
þær eru í raun fjórar aðskildar og manni sýndist nokkurnveginn hægt að ganga eftir þeim nema kannski alveg efst hér...
en prófum það í þar næstu ferð...

Kambhetta var farin að nálgast og beið óþreyjufull eftir okkur...

Innsta Jarlhetta og Rauðhetta og Jarlhettutöglin öll hér að baki...

Skýjafarið hentaði mjög vel þennan dag...
ekki alveg heiðskírt en nægilega þunnt og nægilega lítið að sólin skein að mestu...

Komin upp og Kambhetta farin að stela senunni...

Litið til baka... litirnir voru ótrúlega hlýjir þennan dag þó það væri komið fram í lok september...
eða mánuði síðar en áður á þessum slóðum...

Mikið væri gaman að ganga einhvern daginn meðfram þessum vötnum....

... nú eða skokka meðfram þeim... þjálfarar eru alltaf á leiðinni að vera með óbyggðahlaup hér í gegn...
nú látum við verða af því sumarið 2020 er það ekki ?

Sjá hér nyrstu Vatnahettuna...

Leiðin er allavega greið upp á hrygg hennar sama hvað tindinum líður...

... og hægt að rekja sig eftir þessum hrygg til enda í suðri...
og í versta falli fara niður og aftur upp sunnar til að ná syðri hluta Vatnahettnanna...

Kambhettan var þriðji og síðasti tindur dagsins...

Björn Matt er aldursforseti Toppfara... verður áttræður í desember... og er farinn að hægja á sér á göngu...
en var samt ekki síðastur þennan dag... nokkrir fóru hægar yfir en hann og hann gefur ótrúlega lítið eftir í raun...
magnað að hafa hann með í för og upplifa endalausu eljuna og kraftinn sem hann býr yfir...
jákvætt viðhorfið og lausnamiðaða hugsunina.. aldrei neikvæður, aldrei í úrtölur... alltaf til í allt... botnlaus ástríða...

Stefnan var að fara upp líklega um hálfa hettuna og láta það nægja... öxlin þarna fyrir miðju leit til dæmis vel út :-)

Jóhann Smári ljósmyndari er einn af nýliðum hópsins... og naut hann sín vel í þessari veislu sem þetta landslag var...

Fremstu menn lagðir af stað upp...

Og nokkrir ákváðu að bíða þennan tind af sér enda brattur og ekki fyrir lofthrædda...

Á endanum voru það 9 manns sem biðu niðri eða gengu þar um... 17 manns fóru upp langleiðina...
og 7 fóru alla leið upp á tind nánast eða þangað til ekki var lengra komist fyrir klofnum tindi efst...

Þetta var ágætis færi... lausgrýtt samt eins og móbergið er...

... en greiðfært og ekkert mál til að byrja með...

Björgólfur að koma upp síðasta hjallann á öxlina...

Brattara áður en komið var upp öxlina...

Sjá hópinn kominn vel ofar en á sjálfa öxlina...

Síðustu menn upp...

Allra efst var einn maður... við sáum ekki hver það var en héldum að það væri Agnar...
en svo reyndist þetta vera Stefán, nýliðinn í hópnum...
bróðir Gunnars Viðars sem líka er svona algerlega sneyddur lofthræðslu :-)

Sjá færið hér... laust móbergið með rúllandi lausagrjóti ofan á...

Flottar stelpurnar að ná þessu með strákunum...

Þóranna, Guðrún Jóna, Elísa og Inga Guðrún... Björgólfur aftar að koma upp...

Mynd frá Johanni Smára af hópnum ofar og svo Stefáni að ganga efst...

Stefán að koma niður...

Örn fór með Stefáni ofar en sneri við og á að þetta var ekki fyrir hópinn að ganga...
en sagði Stefáni að halda áfram eins og ólofthræddustu mennirnir í hópnum gera oft...
Biggi og Davíð fóru einnig áleiðis upp en sneru við svo Örn mat það svo að þetta væri ekki fyrir fleiri að fara upp...

Þeir sem fóru langleiðina upp... Hjörtur, Kolbeinn, Örn, Elísa, Davíð, Guðrún Jóna, Þóranna, Björgólfur, Bjarni,
Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Agnar og Lára S.
Á mynd vantar Stefán sem er ofar, Bigga sem er farinn niður og Báru ljósmyndara.

Stefán skilaði sér fljótt aftur niður og sagði leiðina fína upp...

Báru langaði mikið lengra upp og leist vel á leiðina... hvatti fleiri til að koma og við enduðum á að fara sjö þarna upp...

Fínasta leið en tók svolítið í með hengiflugið beggja vegna... eina erfiða var samt í raun smá haft eða meiri bratti á miðri leið, þegar komið var upp fyrir það var brattinn minni áleiðis á tindinn...

Agnar, Ólafur Vignir, Davíð, Stefán, Hjörtur og Bára en Örn tók mynd...

Þetta var meira en að segja það... að klöngrast í þessum mikla vindi þarna upp... það var eiginlega verst... vindurinn...

Klofinn tindurinn... ekki hægt að fara lengra... skarð hér sem klýfur tindinn niður í tvennt...
sést vel á hliðarmynd af kambinum :-)

Efsti tindurinn á Kambhettu er svo aðeins innar og ofar en þessi klettur...
en þangað er þá eina leiðin að fara hinum megin líklega með klifurtækjum...

Já, það var þessum gæja (orðalag frá körfuboltanum og fótboltanum á Stöð 2 sport :-))
að þakka að við fórum öll sjö þarna upp...

Panoramamynd af svæðinu öllu frá Stefáni tekin af "næstum tindinum".

Örn tók myndina af okkur á efsta hlutanum sitjandi og haldandi okkur í til að fjúka ekki fram af...
og nú var að koma sér niður...

Skarð neðar upp í hlíðina... þarna niðri vorum við árið 2017 eftir göngu á Vatnahetturnar...
Krúnuhetta og Stóra Jarlhetta í fjarska...

Agnar ofar... sjá karlinn sem kemur nefstór út úr Kambhettunni hér hægra megin...

Útsýnið yfir Vatnahettur og hitt nafnlausa vatnið á svæðinu en þau eru alls allavega þrjú ef ekki fjögur
auk Hagavatns sem er langtum sunnar...

Brattinn til austurs fram af tindinum... þetta var ekki öruggur staður að vera á mörg í einu og miklu roki...
móberginu lítt treystandi og lausagrjótið ofan á ekki að hjálpa til með stöðugleikann...

Best að koma sér niður...

Litið til baka... ansi bratt...

Komin neðar hér... tók enga mynd fyrr en við vorum komin niður af versta kaflanum...

Frábært að ná þessu... við vorum himinlifandi... ekki slæmir ferðafélagar í þessu klöngri...

Komin á öruggari leið núna...

Sjá leiðina sem við fórum upp... fórum lengra upp en sést á myndinni í raun...

Við þóttumst vera snögg upp og niður
en hópurinn var löngu farinn af stað upp eftir þegar við skiluðum okkur niður...

Litið til baka... síðustu menn strax farnir að dragast aftur úr fremstu mönnum í sjö manna hópi...

Það stefndi í einn Dressmann...

Hvað annað... þjálfari stóðst ekki mátið... verandi eina konan í hópnum :-)

Nú tók við straujun á 6,5 km langri leið til baka í bílana við Skálpanes úr 640 m upp í 820 metra...

 

Nú gengum við framhjá Rauðhettu að austan og hringuðum hana því í raun þennan dag...
glæsileg var hún á alla kanta...

Kambhetta og Vatnahettur hér að bera við himin...

Innsta Jarlhetta og Rauðhetta...

Farið að sjást í Stóru Jarlhettu líka, Krúnuhettu og Strútshettu...

Enn ein ásýndin á Rauðhettu...

Sjá fremri menn hér... lítið sást í hópinn sem farinn var á undan upp eftir...
þau voru ansi snögg þrátt fyrir að ná sér í kaffipásu á miðri leið...

Jökuláin saklaus og farin stiklandi... árið 2014 var nánast ekkert í henni í lok ágúst eða mánuði fyrr en nú...

Við tókum okkur pásu á miðri leið... og Batman fékk harðfiskroð frá Davíð...
Ólafur Vignir, Davíð og Biggi eru eðalvinir Batmans...
alltaf dekrandi við hann í öllum göngum með alls kyns góðgæti og strokur... sem hann kann virkileg að meta :-)

Japlandi á harðfiskroði... hvað er hægt að biðja um meira í miðri göngu á fjöllum ?

Langjökullinn... sjá mátti ofar jöklatrukka Mountaineers of Iceland með ferðamennina sína...

Jóhann Smári var í sinni fyrstu göngu með klúbbnum... ekki búinn að vera duglegur að ganga síðustu ár...
þetta var ansi stór skammtur að fara í fyrstu atrennu... 18 km á tæpum 7 klst...
ekki skrítið að þurfa að setjast aðeins niður og drekka en ekki arka alla leið í bílana í einum rykk eins og margir gerðu...
meðal annars höfðingjar Toppfara, þau Guðmundur Jón og Katrín Kjartans og Björn Matt...
ofurmenni og ekkert annað :-)

Degi var tekið að halla... við sem höfum gengið hérna nokkrum sinnum í lok ágúst eða byrjun september
fundum alveg fyrir muninum á þvín að vera nú mánuði síðar á ferðinni...
dagurinn er mun styttri og kvöldsólin var óþægilega snemma á ferðinni...

Batman var þreyttur... hann missti reyndar af fremstu mönnum þegar hann fór að japla á harðfiskroðinu... og reyndi að ná foringja sínum, honum Erni... en gafst upp og fylgdi okkur síðustu mönnum... ekki líkt honum samt... og sagði allt um erfiðleikastig þessarara ferðar fyrir hann... erfitt færi allan tímann... grýtt og gróft... og bókstaflega ekkert vatn til að drekka eða kæla sig í nema jökulvatnið við Jarlhettutögin sunnan megin... þegar hann leggur sig svona í smápásum... í stað þess að ganga um allt... þá er hann virkilega þreyttur...

Fremstu Kambhettufararnir náðu í skottið á þeim sem lögðu fyrr af stað upp eftir en það var rétt svo...
öftustu Kambhettufararnir náðu þeim ekki og skiluðu sér síðastir inn í bílana...
aðdáunarverð frammistaða hjá þeim sem lögðu fyrr af stað upp eftir því þau tóku kaffipásu
en voru samt á undan Kambhettuförum sem fóru mjög greitt til baka...
og ekki skal gleyma því að þrjú af þeim sem gengu þennan dag eru komin yfir 70 árin
og því ekki á sama stað og þeir sem eru 20 - 30 árum yngri...

Ekki hægt annað en taka ofan fyrir þessu fólki :-)

Kaffihúsið þarna uppi var opið og menn fengu sér sopa... dásamlegt alveg...

Alls 16,6 - 18,9 km eftir því hvaða tæki var spurt... niðurstaðan 17,9 km millivegur...

Frábært að ná þessu á svona góðum tíma eða rétt um 7 klukkukstundum...

Aksturinn heim var því í dagsbirtu sem var virkilega vel þegið... sjá hér hálendið af Kjalvegi...
tær og mjög fögur fjallasýnin þennan dag...

Bláfell af Kili... það er mjög fallegt norðvestan megin og mun fallegri uppgönguleið en sú sem við fórum hér um árið...
Sjá starfsaðstöðuna sem Mountaineers of Iceland hafa byggt upp og var ekki hér árið 2014...
geymsluhús fyrir snjósleðana ofl.

Takk fyrir okkur Jarlhettur... enn ein stórkostlega ferðin um tindana ykkar...
ferð sem fer í sérflokk eins og allar hinar um slóðirnar ykkar...

Sjá klofninginn í tindinum sem við stoppuðum á... aðeins lengra í hæsta tind en við náðum að fara...
og augljóst að það er ekki fært sunnan megin upp... þverhnípi þeim megin..

Stóra Jarlhetta hér stærst og mest áberandi en Innsta sú hæsta hægra megin er samt stærri en hún er komin fjær og því fær hún aldrei athyglina séð úr byggð nema fara upp í Skálpanes... Stóra Jarlhetta er aðalandlit Jarlhettnanna og verður gengin í annað sinn í klúbbnum í næstu ferð... og þá ætlum við að fara um allar syðstu Jarlhetturnar líka... ef tími og færi gefst til... þær eru alls 6 stykki + Einifellið sem rís sunnan Hagavatnsvegar... væri gaman að ná þeim

Sjá mynd hér úr fyrstu Jarlhettuferðinni þar sem gengið var á Stöku Jarlhettu, Stóru Jarlhettu og nyrstu af þessum Jarlhettum hér sem við kölluðum Syðri Jarlhettur... þetta landslag lumar á meiru en sýnist í fyrstu og landið er ógreiðfærara en halda má... væri best að byrja frá Hagavatnsvegi og þræða sig í áttina að þeirri Stóru og taka svo straujið meðfram þeim öllum til baka... jebb.. gerum það árið 2021... ef við getum beðið... jú, við getum það, það er gott að eiga svona lagað eftir... 

Alls 16,6 - 18,9 km á 6:51 - 7:08 klst. upp í 892 m á Rauðhettu, 738 m á Jarlhettutöglum og 817 m á Kambhettu
með alls 1.173 m hækkun úr 819 m hæð og niður í um 638 m lægst...

Leiðin þennan dag... sést vel hversu langur kaflinn er frá Skálpanesi og niður eftir...

Slóðin fjær í samhengi við allt Jarlhettusvæðið þar sem sést vel hversu langt frá Hagavatn er...
við vorum í raun á norðursvæði Jarlehttnanna og mjög langt frá Hagavatni.

Allar göngurnar okkar um Jarlhetturnar:

Fimmta er gula ganga dagsins á Rauðhettu, Jarlhettutögl og Kambhettu 28. september 2019.

Ljósbláa á fjórða gangan á Stöku Jarlhettu, Vatnahettur og að kambhettu 9. september 2017.

... Jarlhettuferðin 2016 féll niður vegna veðurs NB...

Græna er þriðja gangan á Lambhúshettu, Strútshettu (aðra af Miðjarlhettu) og Krúnuhettu 13. september 2014
en þá var gengið frá Skálpanesi og niður að Hagavatnvegi og hann genginn að hluta til baka meðan fremstu menn sóttu bílana frá því um morguninn upp í Skálpanes, tafsamt en gaman að gera þetta, best að taka rútu næst ef endurtekið og næg þátttaka næst).

Dökkbláa er önnur gangan á Nyrðri Jarlhettur, Rauðhettu og Innstu Jarlhettu 25. ágúst 2012.

Rauða er fyrsta gangan á Stöku Jarlhettu, Stóru Jarlhettu og Syðri Jarlhettur 10. september 2011.

Séð fjær í samhengi við allt Jarlhettusvæðið að meðtöldum tindunum sem rísa sunnan þjóðvegarins
og eru ekkert nema framhald af Jarlhettunum jarðfræðilega séð...
og sem við verðum að ganga á einn daginn líka :-)

Séð nær... sjá sex Jarlhettur sunnan af Stóru Jarlhettu og svo eina hinum megin við þjóðveginn
en það fjall kallast Einifell... svo eru tindaraðir frá Hagavatni líka út af mynd...

Við verðum til dæmis að ganga á Brekknafjöll, Fagradalsfjall (æji... allt of hefðbundin nafn!) og Mosaskarðsfjall
í einni göngu einn daginn takk !

Við eigum eftir að ganga á Kirkjuhettu við Strútshettu (gömlu Miðjarlhetturnar),
 þrjár af fjórum Vatnahettunum (og skíra þær öðru en Vatnahettur),
allar Syðri Jarlhetturnar nema þá nyrstu við Stóru Jarlhettu,
allar Jarlhetturnar sem rísa við Langjökulinn vestan við Syðri og eru í sporðinum á honum, 5 - 6 talsins
áður en nafnið Brekknafjöll kemur fram á korti á þær syðstu,
fjöllin sem eru norðvestan við Innstu Jarlhettu og þau sem eru að koma undan Langjökli núna og við munum fylgjast með
næstu árin meðan við erum enn að ganga á þær sem nærtækastar eru :-)

Þangað til næst... árið 2021... Stóra jarlhetta og Syðri Jarlhettur... sjáumst þá...

Og... óbyggðahlaup 20 km frá Skálpanesi um Jarlehttusvæðið meðfram vötnunum og niður á Hagavatnsveg
með rútu, helsts 29 manns... vonandi í lok maí eða júní 2021... eða síðla sumars kannski... sjáum til !

Sjá allar Jarlhettuferðir Toppfara frá upphafi hér:
-  allar leiðréttingar vel þegnar - auðvelt að gera villur ! -

Jarlhettur
Innsta jarlhetta
1.093 1.581 822 16,3
með Nyrstu og Rauðu Jarlhettu
25. ágúst 2012 9:17 17 Tindferð 82
Jarlhettur
Stóra Jarlhetta  
950 933 345 11,5
með Stöku og Syðri Jarlhettum
10. september 2011 6:10 21 Tindferð 64
Jarlhettur
Krúnuhetta
Tindur 4 af 4

um Miðjarlhettur
881 882 822 21,0
með Jarlhettutöglum, Lambhúshettu og
Strútshettu
13. september 2014 9:29 12 Tindferð 111
Jarlhettur
Rauða Jarlhetta
"Rauðhetta"
878 1.581 822 16,3
með Nyrstu og Innstu Jarlhettu
25. ágúst 2012 9:17 17 Tindferð 82
2.
Tindur 1 af 3
882 1.173 819 17,9
með Jarlhettutöglum og Kambhettu
28. september 2019 6:51 26 Tindferð 181
Jarlhettur
Strútshetta

Tindur 3 af 4 um
Miðjarlhettur
875 882 822 21,0
með Jarlhettutöglum, Lambhúshettu og Krúnuhettu
13. september 2014 9:29 12 Tindferð 111
Jarlhettur
Lambhúshetta
Tindur 2 af 4 um

Mið-Jarlhettur
818 882 822 21,0
með Jarlhettutöglum,  Strútshettu og Krúnuhettu
13. september 2014 9:29 12 Tindferð 111
Kambhetta
Tindur 3 af 3
817 1.173 819 17,9
með  Rauðhettu og Jarlhettutöglum
28. september 2019 6:51 26 Tindferð 181
Jarlhettur
Vatnahettur
812 727 343 18,1
með Stöku Jarlhettu og Kambhettuskarði
9. september 2017 7:13 15 Tindferð 147
 Jarlhettur
Nyrsta Jarlhetta
801 1.581 822 16,3
með Rauðu og Innstu Jarlhettu
25. ágúst 2012 9:17 17 Tindferð 82
Jarlhettur
Jarlhettutögl
Tindur 1 af 4
734 882 822 21,0
með Lambhúshettu, Strútshettu og Krúnuhettu
13. september 2014 9:29 12 Tindferð 111
2.
Tindur 2 af 3
738 1.173 819 17,9
með Rauðhettu og Kambhettu
28. september 2019 6:51 26 Tindferð 181
Jarlhettur
Syðri hettur
696 933 345 11,5
með Stöku og Stóru Jarlhettum
10. september 2011 6:10 21 Tindferð 64
Jarlhettur
Staka Jarlhetta
672 933 345 11,5
með Stóru og Syðri
Jarlhettum
10. september 2011 6:10 21 Tindferð 64
2. 681 727 343 18,1
með Vatnahettum og Kambhettuskarði
9. september 2017 7:13 15 Tindferð 147

Sjá myndband úr ferðinni hér:
https://www.youtube.com/watch?v=X5O7clULdnU&t=10sb

Sjá gps-slóðina af ferðinni hér:
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/jarlhettur-raudhetta-jarlhettutogl-kambhetta-42030158
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir