Tindferð 161
Fanntófell
laugardaginn 22. september 2018

Fanntófell
á mörkum vetrar og sumars

Fanntófell kom óvænt upp í hendurnar á okkur laugardaginn 22. september þegar ætlunin var að ganga á Prestahnúk
eftir frestanir frá því 1. september vegna veðurs...
en við vorum of sein á ferðinni því dagana á undan lagðist í norðanhríð
sem skildi eftir sig snjó yfir öllu hálendinu og ófært var inn að fjallinu...

Reyndar var það ekki upprunalega ástæðan fyrir því að við fórum á Fanntófell
því þegar við keyrðum inn Kaldadalsveg komumst við að því
að árlegt rallý á veginum lokar Kaldadalsvegi þennan laugardag frá 8:15 - 14:00
og því urðum við að taka ákvörðun á staðnum um hvort við myndum taka sjensinn á að ná að keyra inn að Prestahnúk
og þurfa ekki að keyra til baka frá honum fyrr en eftir klukkan tvö...
sem gæti verið til vandræða ef ekki væri fært inn að fjallinu
því þá værum við of sein að fara aftur inn á Kaldadalsveg til að finna annað fjall til að fara á... 

Vindurinn skóf skýjunum ofan af fjöllunum þegar við ókum inn Kaldadalsveginn
og ískaldur vindurinn sem lamdi á bílunum læsti sig í hugsanir okkar
þar sem öll löngun til að ganga á Prestahnúk fraus og vildi sig hvergi hræra...
menn voru því allir sammála vangaveltum þjálfara sem stoppuðu bílinn við Fanntófellið
og spurðu hinn bílinn hvort við ættum bara að ganga á þetta fjall hér... nú eða Strút...
þar sem þá værum við heldur ekki lokuð inni í Kaldadal út af rallýinu...
það væri ekki á það reynandi að sjá hvort við kæmumst inn að Prestahnúk eður ei...

 Fanntófellið var fjall sem við áttum öll eftir að ganga á...
mjög formfargurt fjall sem löngum hefur kallað okkur til sín svo sigurinn var sætur í óvæntleikanum
og útiveran gefandi í fallegu veðri og kristaltæru útsýni ofan af þessum tindi
en yndislegur félagsskapur í dásemdarsamveru stendur upp úr þessum fallega vetrarbyrjunardegi...

Við lögðum af stað kl. 8:49 með fjallið baðað sólskininu meðan fjöllin ofar á hálendinu voru úfin af skýjum...

Gott að byrja á nokkurra kílómetra arki að fjallsrótum... þannig hitna allir og eru komnir í gírinn fyrir bröltið síðar...

Sjá úfleikann sem reið yfir Prestahnúk, Björnsfellin og Þórisjökul þarna um morguninn...
þetta átti samt eftir að breytast með miklum vonbrigðum í okkar hjörtum...
en svo lagast aftur þegar við komumst að því í lok dags að akstursleiðin að Prestahnúk var með öllu ófær...

Sýnin suður að Botnssúlum... Kvígindisfelli og Þverfelli við Reyðarvatn
þar sem við gengum í maí á þessu ári í stað Rótarfjallshnúks
en þá horfðum við til Fanntófells löngunaraugum... en þá var ófært inn að því eins og vera ber að vori...

Hjörtu um allt... einstakt að fá að njóta náttúrunnar á þennan máta...

Uppgangan hófst eftir rúma 3ja kílómetra göngu...

Saklaust til að byrja með en nokkuð bratt engu að síður og allt frosið á yfirborðinu
 en ennþá var jarðvegurinn mjúkur undir sem er besta færið í raun...

Hér ákváðum við að á og hlaða okkur orku með því sem við höfðum búið okkur með til fararinnar...
með dásamlegt útsýnið til suðurs að byggð ofan úr óbyggðunum...

Ofar var meiri snjór en frostið í jörðinni var ennþá saklaust...

Skjaldbreið í suðaustri... og tindahryggirnir allir austan Þingvallavatns...
rúmum mánuði síðar áttum við eftir að sigra Klukkutinda alveg óvænt þar sem ekki var áhugi á Laxárgljúfrum...

Útsýnið til suðurs að Botnssúlum... Kvígindisfell fellur inn í þær.. en nú sést betur í Þverfellið og Reyðarvatnið
sem gaf okkur kyngimögnun af nýrri gerð í maí...

Útsýnið til vesturs að Skarðsheiðinni...

Svalt í veðri og talsverður vindur sem var ekki í kortunum en átti eftir að vera enginn uppi á tindinum og lítill þegar á leið daginn...

Katrín Kjartans, næst elsti kvenmeðlimur klúbbsins prjónar núna vettlinga á Toppfarana sína
þar sem hún jafnar sig heima á liðskiptaaðgerð á hnénu...
þar til hún mætir einn daginn og gengur á öll fjöllin aftur eins og áður...
en hún og Guðmundur eiga mætingametið í klúbbnum og hafa nánast engri göngu sleppt frá því þau byrjuðu í klúbbnum...

Þessi hlýhugur hennar snertir okkur öll og myndar ásamt öðru þennan einstaka samhug
sem bindur okkur öll böndum sem ekki rofna svo glatt...

Útsýnið til suðausturs að Þórisjökli og Björnsfellunum...

Eins og Fanntófellið er bratt að sjá þá var leiðin upp vel fær þó vetrarfæri væri
og við völdum austari hrygginn þó gps-slóð sem við vorum með væri vestar hinum megin við dalinn...

Kilimanjaro-farar með í för að æfa fyrir Afríkuferðina miklu í nóvember...

Katrín Blöndal þar á meðal en hún bættist í hópinn í haust og er augljóst náttúrubarn
sem á eftir að rúlla þessu hæsta fjalli Afríku upp með ljúfmennsku sinni og mildu auðmýktinni sem einkennir hana...

Nú lagaðist veðrið yfir fjöllunum í óbyggðunum... og Prestahnúkur birtist þegar ofar dró handan við Lyklafellið
háðskur að sjá... og hneykslaður á okkur að gugna á því að heimsækja hann enn einu sinni...

Það var sár sýn að sjá hann svona fallegan og skýlausan...

En við vorum á öðru fallegu fjalli þó ekki væri það alveg jafn hátt eða litríkt að sumri til...
formfegurðarlega séð og reisulega séð hafði Fanntófellið nefnilega vinninginn á við Prestahnúk...

Litið til baka... Ágúst Kilimanjaró-skipuleggjandi
sem átti eftir að bjóða Toppförum upp á kyngimagnaða Afríkuferð tæpum tveimur mánuðum síðar
af sinni stöku snilld...

Stutt eftir... sjá hvernig færið er og leiðin upp þennan hrygg... ekkert mál...
gott að vera með yfirborðið frosið því lausagrjótið er eflaust svolítið að sumri til...

Himininn á svona degi er svo fagur...

Útsýnið ofar... vetur í fjöllunum en ennþá sumarlegt haust á láglendinu...

Hjarta... eitt af mörgum sem fara í safnið...

Komin upp en ennþá var spölur að tindinum sjálfum...

Já Prestahnúkur... já, ekki hlæja svona að okkur fyrir að afvegaleiðast... jú, fagur ertu...

Nær að Litla og Stóra Björnsfelli... við eigum þessi fjöll eftir ennþá...

Skjaldbreið...

Botnssúlur...

Þverfell við Reyðarvatn...

Snjórinn...

Gróðurinn kominn í vetrardvala...

Ok-öxlin... og hæsti tindur Fanntófells framundan nær...

Mynstrið í fjallinu annars vegar og í himninum hins vegar...
svona fegurð í fjallgöngunum að vetrarlagi er svo nærandi að það er engu lagi líkt...

Fyrstu menn komnir á hæsta tind Fanntófells...

Grjótið frosið og snjóslegið... svo ægifagurt að maður dáleiddist við að ganga upp eftir því á tindinn...

Fennt hjarta... eitt af uppáhalds hjörtum þjálfara hér með...

Sjá snjókúlurnar á grjótinu... og yfirborðið... náttúran skákar manninum margfalt í fegurð og fjölbreytileika...

Hjarta...

Snjógróður...

 

Samspil grjóts og snjós... gullfalleg mynstur um allt...

Tindurinn á Fanntófelli...

Komin upp í 921 m hæð...

Sætur sigur og útsýnið óborganlegt í allar áttir...

Kilimanjaro-fararnir ofar... Ágúst, Katrín, Kolbrún Ýr og Bjarni...
Örn, Guðmundur Jón og Sarah nær
Batman hjá Ágústi og Bára tók mynd.

Hópmynd með Prestahnúk í baksýn...

Katrín Blöndal, Bjarni, Sarah, Kolbrún Ýr, Guðmundur Jón, Ágúst, Örn og Bára tók mynd.

Fegurðin á hæsta tindi Fanntófells...

Önnur sýn á vörðuna á tindinum... Bjarni og Batman...

Varðan nær...

Hér með sumarið í baksýn eftir að hafa haft veturinn í baksýn á hinni myndinni...
ótrúlegur munur á landinu til suðvesturs (sumar) og norðausturs (vetur)...

Þessi fjögur áttu eftir að sigra Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku þann 6. nóvember 2018
ásamt Toppförunum Antoni, Gerði Jens 70 ára og Inga í glæsilegri Afríkuferð...
ljúfmenni inn að beini... þau átti þennan sigur svo sannarlega skilið !

Prestahnúkurinn nær... við tökum hann í skyndiáhlaupi í góðu veðri eitt síðsumarið...
gefumst ekkert upp takk fyrir !

Fallegasta myndin í ferðinni... ef það er hægt að velja á annað borð !

Nú lögðum við af stað niður loksins... eftir mjög góða stund uppi...

Allir himinlifandi með flottan tind í safninu sem flestir voru búnir að mæna á lengi...

Skjaldbreið þarna í fjarska...

Vetrafæri efst...

Enn eitt hjartað... hvílík forréttindi að þekkja fólk sem hefur kennt manni að hafa auga fyrir þessu...
TAKK ÁSTA HENRIKS og aðrar konur Toppfara eins og Katrín Kjartans, Heiðrún, Jóhanna Fríða og Sigga Sig ofl
sem hafa haldið þessu áfram !

Við ákváðum að fara aðra leið niður en upp...

Sjá hvort við kæmumst upp með að fara bara niður dalinn eða niður vestari öxlina... prófuðum fyrst dalinn...
ansi bratt til að byrja með en færið mjúkt og öruggt og við létum okkur hafa það...

Þessi ferð var veisla hvað varðar fegurðina allt um kring...

Við fótuðum okkur varlega niður og þetta tók vel í...

Fínasta æfing fyrir Kilimanjaro...

Skriðurnar urðu saklausari og greiðfærari neðar...

Dásamlegt að spjalla um allt... létta og erfiða hluti í lífinu...
umræður sem ekki er svo glatt hægt að ná á láglendinu...

Gefandi samvera eins og engin önnur að vera saman á fjöllum klukkutímunum saman og tala um allt...

Þessi brekka var mjög löng og tók vel í...

Svo vorum við skyndilega komin niður í sumarið aftur...

Yndislegt að vera komin úr snjónum og í sólina og friðinn...

... lungamjúkan mosann og ilmandi... streymandi smá hita frá sólinni sem skein glatt...

Litið til baka... niðurgönguleiðin fyrir miðju og uppgönguleiðin hægra megin...

Kolbrún Ýr, Sarah, Katrín Blöndal, Guðmundur Jón, Ágúst, Bjarni og Örn.

Nú beið okkar 3ja km straujun til baka...

Það var sérlega góður kafli þar sem landið var öðruvísi en um morguninn...

Snjófölin farin að mestu og mun hlýrra en í morgun...

Fanntófellið orðið snjólausara en um morguninn...

Lyklafellið og Þórisjökullinn...

Heilmikið landslag á leiðinni til baka...

Minnti á auðnina á Jarlhettum...

Hvílík formfegurð allt í kring...

Þetta var heilandi landslag sem gaf okkur orku inn í veturinn sem var framundan...

Mosahjarta að berjast fyrir lífi sínu í sandauðninni...

Litið til baka... Fanntófellið að verða snjólaust upp alla öxlina þar sem við gengum í snjóföl...

Þetta var svo fallegt...

Dásamlegur félagsskapur þennan dag...

Barátta um lífið í grjótauðninni...

Héldum við virkilega að við mennirnir hefðum fundið það upp að skreyta okkur með rós öðru megin?

Listasmíð náttúrunnar um allt...

Prestahnúkurinn nær ofan af heiðinni...

Flogið fyrir ofan okkur...

Fanntófellið...

Hrúðurkarlarnir austan við Kaldadalsveginn...

Komin í bílana eftir 10,2 km göngu á 5:17 klst...

Upp í 921 m hæð með alls hækkun upp á 584 m miðað við 533 m upphafshæð...

Löng aðkoma að fjallinu og brattinn heilmikill...

Völdum aðra leið af veginum en wikiloc sýndi sem var fínasta leið...

Ágúst bauð upp á bollakökur sem voru heil máltíð að borða takk :-)

Maður átti hana svo sannarlega skilið eftir þetta fjall...
dásamleg stund við bílana...

Rallýinu lokið en frágangur á fullu... eins gott að vera ekki fyrir...

Leiðir skildu við bílastæðið þar hópurinn hélt heim á leið
en þjálfara ákváðu að kanna ástand vegarins á Kaldadal að Prestahnúk
og bílslóðann að Prestahnúknum sjálfum þar sem þeir hafa ekki keyrt hann áður...

Þórisjökull... stapi mikill með jökli ofan á og ofan í...

Búið að moka í gegnum nokkra skafla fyrir rallýið... þarna strax hefði getað myndast ófærð...

Fallegar hlíðarnar á Þórisjökli... glæsilegur jökull/fjall...

Prestahnúkurinn sjálfur... litríkt fjall sem var ekki að njóta sín með snjóinn yfir öllu...
það er þess virði að bíða þar til næsta sumar og ganga á hann þegar litadýrðarinnar nýtur við...

Við keyrðum Kaldadalsveginn upp á hæsta stað og litum niður á leiðina niður í Húsafell...
við sáum eftir því að hafa ekki tekið þetta upp á myndband og sett á youtube...
gott að hafa þetta til að skoða síðar...

Þórisjökull... við gengum á hann í nóvember árið 2008 í sögulegri ferð þar sem við enduðum í myrkri...

Sjá akstursleiðina inn að Prestahnúk meðfram fjöllunum hægra megin...

Nærmynd... við spáðum mikið í uppgönguleiðina en menn hafa farið fleiri en eina leið þarna upp...

Snjórinn á veginum sem búið var að moka frá...

Slóðinn inn að Prestahnúk var allur fullur af snjó... og er heillangur...
við hefðum aldrei komist alla leið inn að fjallinu... eins gott að við skelltum okkur bara á Fanntófellið...

Dásamlegur dagur í besta félagsskap í heimi... eins og alltaf í þessum klúbbi :-)

Leiðin á wikiloc hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=30766804
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir