Tindferð 161
Klukkutindar við Skriðu
27. október 2018
Klukkutindar
Loksins náðum við
Klukkutindum í safnið okkar eftir nokkrar
tilraunir til að hafa þá á dagskrá
Við ætluðum átta
manns í þessa ferð... sjö lögðu af stað...
...og því enduðum
við fimm manns á hæsta tindi þessara glæsilegu
fjallstinda
Sólarupprásin
þennan síðasta laugardag í október var
mikilfengleg...
Við hálfpartinn
stálum Klukkutindum frá nóvembermánuði þaí þessi
fjöll voru á dagskrá 3. nóvember...
Þetta reyndist
rétt ákvörðun því helgina á eftir...
Botnssúlurnar glitruðu í bleikri vetrar-morgunbirtunni...
Fjallatindarnir
sem við ætluðum að ganga á þennan dag voru bak
við þessa tinda þarna...
Í okkur var ekki
síður tilhlökkun yfir að fá að keyra loksins
alla leiðina inn að Klukkutindum...
Fjöllin og jöklarnir í norðri ljómuðu í morgunsólinni í fjarska...
Fanntófellið sem við gengum á fyrir mánuði síðan fékk á sig fyrstu sólargeislana þegar við ókum þarna meðfram...
Tindaskaginn
sjálfur... sem við ætluðum á í maí í stað
Rótarfjallshnúks
Það var mjög
gaman að keyra meðfram Tindaskaga og mæna upp í
hlíðarnar eftir góðri leið...
Austan megin við
Tindaskaga blöstu skyndilega við allir
fjallshryggirnir sem liggja frá Skriðu og suður
að Kálfstindum...
Skafni tindurinn
hægra megin við miðja mynd er hæsti tindur
Skefilsfjalla... skafin fjöll...
Vegurinn inn að
Klukkutindum er að mestu sléttur og greiðfær en
þó hraunhröngl á köflum og ójafnir kaflar...
Tindur dagsins
fyrir miðri mynd... við mændum á hann í leit að
fýsilegri uppgönguleið...
Fjöldinn allur af
rjúpnaveiðimönnum á ferðinni á svæðinu...
Leiðin okkar upp... leit mjög vel út og virtist vel fær og saklaus að sjá...
Svalt í veðri, frost en stillt veður og sólin búin að skína í morgunroðanum en háskýin hrönnuðust upp með birtunni....
Hallinn sést betur hér á brekkunni sem reyndist erfiðari en á sá neðar...
Jarðvegurinn var
allur helfrosinn og því vorum við fljótt komin í
keðjubroddana...
Litið til baka út fjallasalinn sem þarna er með Skjaldbreið fannskotna bak við nyrstu Skefilsfjöllin...
Hér voru allir komnir í keðjubroddana...
Sjö manns
mættir... sorglega fáir en mætingin á þessum
árstíma er yfirleitt svona...
Já,
keðjubroddarnir eru góðir til síns brúks en um
leið og hallinn eykst og snjórinn tekur yfir
Siggu Sig leist ekki á þessa brekku... allt
frosið og glerhált...
Björn Matt
gleymdi öllum broddum og fékk keðjubroddana
fljótlega lánaða hjá Báru sem fór þá í
ísbroddana sína frá upphafi
V ið reyndum að fylgjast með þeim ofan frá og vonuðum að þau spjöruðu sig velen það var ekkert símasamband þarna og því ekki hægt að heyra í þeim því miður...
Einn af lægri
Klukkutindunum... við hliðina á tveimur hæstu
sem við gengum á...
Brekkan alla leið
upp brattnaði er ofar dró og við áttum fullt í
fangi með að fóta okkur efsta hlutann...
Skjaldbreið og fjallasalurinn milli tindana... kyngimagnað svæði og glæný sýn á hið fallega fjall Þingvalla...
Botnssúlurnar í fjarska... Skefilsfjöll nær...
Klukkutindarnir lægri og suðvestari...
Þetta var
hörkuganga því lítið hægt að stoppa... vöðvarnir
þandir allan tímann sem tók í...
Skjálfandi eftir
brekkuna ákváðu þjálfarar að skima strax eftir
betri leið niður
Hinir voru lagðir af stað upp meðan á þessum könnunarleiðangri stóð...
Skriða efst og
Klukkutindar hinir lægri og norðaustari nær
... væri gaman að
heyra sögur af hrútunum sem kölluðu fram þessi
nöfn...
Við tók aflíðandi leið upp á tindinn á þessum hluta Klukkutinda...
Himinhvolfið ægifagurt og jafn fjölbreytt landslag þarna uppi og niðri við jörð...
Hæsti tindurinn
rétt suðaustan við þennan næst hæsta og við
stefndum þangað
Hrútadalur og
Hrútatindur...
Við gengum fram á
brún og um okkur læstist illur grunur um að
komast ekki upp á hæsta tind eftir þessa
varasömu uppgönguleið...
Hæsti tindurinn... þetta yrði ekkert mál...
Strákarnir í fjarska að fara á milli...
Við vorum mun fljótari þarna upp en við áttum von á... leiðin greið og ekki of brött...
Klukkutindarnir til suðvesturs... Botnssúlurnar í fjarska með skýhnoðra ofan á hverjum tindi... mjög sérstakt...
Sést ekki nógu vel í nærmynd en var augljósara með augunum...
Fanntófellið í nærmynd með Okið á bak við...
Brakandi ferskt og hart færi...
Komnir upp eftir
1,5 klukkustundar og 2 km göngu
Útsýnið var stórfenglegt í einu orði sagt... Sjá myndband af tindinum hér: https://www.youtube.com/watch?v=OWe0m_maxLk
Útsýnið til suðurs að Ingólfsfjalli og Kálfstindum...
Útsýnið niður
Hrútadal með Klukkutinda vinstra megin, Skriðu
rétt í vinstra horninu,
Útsýnið til
norðurs að Skjaldbreið, Fanntófelli, Oki og
Langjökli með taglið á Tindaskaga lengst til
vinstri,
Útsýnið til
vesturs að næst hæsta Klukkutindinum sem við
komum upp á, Botnssúlur fjær vinstra megin
Útsýnið til
suðvesturs að hæsta tindi Skefilsfjalla og
Hrútafjöllum og Kálfstindum...
Guðmundur Jón,
Doddi, Ólafur Vignir og Örn á tindinum...
Eftir snæðing var
haldið til baka sömu leið til að byrja með
Engar myndir
teknar af hópnum á tindinum með magnað útsýnið í
baksýn því miður... eins og við gerum alltaf Doddi hér með hæsta tindinn í baksýn á leið upp á næsthæsta í bakaleiðinni...
Himininn var
veisla þennan dag... enda var veðrið að
breytast...
Guðmundur Jón...
þriðji höfðingi Toppfara...
Hópmyndin var því
tekin hér... Guðmundur Jón, Ólafur Vignir, Örn og Doddi með Batman á fullu eins og alltaf en Bára tók mynd.
Fallegasta myndin í þessari ægifögru ferð... með Skriðu og félaga í baksýn...
Við lækkuðum okkur niður að gilinu þar sem við fundum leið fyrr um daginn...
Hópmynd með
Báru... svona til að eiga eina mynd af sér á
þessum tindum
Við lækkuðum okkur niður í gilið og fórum varlega... ekki gott að renna af stað niður þessar brekkur...
Jú, gilið virtist
vera í fínasta lagi... var það ekki örugglega
öruggt neðar ?
Harðfenni en þó aðeins grip í snjónum neðar...
Héðan virtist best að fara í hliðarhalla áfram yfir á leiðina sem við komum upp en þetta var ansi bratt að sjá...
Hér var svolítið
grip í snjónum og við fórum varlega... beint
fram með efri fót...
Brattinn var
mestur fyrst og þá voru engar myndir teknar en
svo lagaðist þetta og þá var tækifæri til að
taka mynd...
Hér komin í
fínasta færi og aflíðandi leið...
Komin á slóðir uppgöngunnar...
Batman strax
mættur ef Ólafur Vignir fer í bakpokann sinn...
Í suðausturhlíðunum þurftum við að þræða okkur niður að uppgönguleiðinni gegnum gil niður og þvert...
Án ef betra að hafa snjóinn yfir öllu í stað móbergsins með rúllandi lausagrjótið yfir öllu...
Væri forvitnilegt að fara þessa leið að sumri til einhvern tíma...
Komin í bílana eftir 4,2 km göngu á 2:40 klst...
Skringilega stutt
vegalengd og tímalengd... en hættulega
þægilegt...
Uppgönguleiðin ofan við bílana... niðurgönguleiðin vinstra megin í hvarfi...
Björn Matt var á
göngu þegar við lentum... hafði farið inn dalinn
og séð uppgönguleiðir á Skefilsfjöll og aðra
leið á Klukkutinda
Sigga Sig vargi
hver sjáanleg en við vissum að hún ætlaði langan
hring um dalinn
Batman sáttur með
daginn... grípur alltaf tækifærið og hvílir sig
þegar við stoppum...
Sigga gekk á móti
okkur þegar við ókum til baka...
Guðmundur Jón,
Björn Matt., Örn, Ólafur Vignir.
Og aðra með
Skjaldbreið í baksýn... Bára, Doddi, Sigga Sig.,
Ólafur Vignir, Guðmundur Jón og Björn Matt.
Tæra fegurðin á fjöllum að vetri til er engu lík...
Vertu sæll hæsti tindur Klukkutinda... þetta var algert æði !
Sjá hann nær
hér... upp brekkuna hægra megin...
Tindaskagi... mun snjóugri austan megin en vestan megin...
Veðrið óðum að breytast og skýin að hrannast upp yfir fjöllunum allt staðar...
Þegar við litum
til baka þá var allur tærleiki horfinn... og
Klukkutindarnir horfnir í skýin...
Meira að segja Skjaldbreið hvarf í skýin fyrir framan okkur...
Við ákváðum að
reyna við ánna sem fara þarf yfir þegar farið er
efri leiðina upp að Tindaskaga
Doddi prófaði
fyrst á sínum stóra jeppa
Ármannsfellið svo fallegt séð hérna megin frá Sandkluftavatni... líklega fegursta ásýndin á þetta fjall... Sjá ásýndina þann 12. maí 2018... þegar við snerum við og fórum á Þverfell við Reyðarvatn...
Virkilega skemmtileg akstursleiðin þennan dag... ein af þessum sem skreyta tindferðirnar rósum sem aldrei gleymast...
Alls 4,2 km á 2:40 klst. upp í 892 - 899 m hæð eftir gps með alls hækkun upp á 552 m miðað við 515 m upphafshæð...
Magnað að ná
þessu... en ekki annað hægt en vara menn við sem
vilja ganga á þessa tinda að brattinn er
talsverður
... svo getur vel
verið að það sé betra að fara inn gilin norðan
eða vestan megin...
Frábær
félagsskapur eins og alltaf þennan dag...
...lexía dagsins
að á þessum árstíma er ekki ráð að fara á svona
há og brött fjöll Myndband af ferðinni í heild hér, akstrinum og göngunni: https://www.youtube.com/watch?v=ueGZycO3mb8Gps-slóðin á Wikiloc: https://www.wikiloc.com/hiking-trails/klukkutindar-271018-30067189
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |