Tindferð 141
Hvannadalshryggur Dyrhamar Virkisjökull
og 10 Toppfarar á Hvannadalshnúk með Wildboys á sama tíma
laugardaginn 6. maí 2017
 

Dyrhamar
upp Hvannadalshrygg
og niður Virkisjökul
... og Hvannadalshnúkur á sama tíma ...

Hvílíkur sigur !

...hvílíkur dagur... hvílík leið...  hvílíkt útsýni... hvílíkt veður... hvílíkt landslag...
hvílík áreynsla... hvílíkar ljósmyndir... hvílík upplifun...

... hvílíkir leiðsögumenn... hvílíkir göngufélagar...

TAKK ALLIR ELSKURNAR...
og sérstaklega Jón Heiðar, Ragnar Þór og Róbert
hjá
www.asgardbeyond.is
fyrir sérlega faglega leiðsögn frá upphafi til enda

... án ykkar allra hefðum við ekki upplifað ævintýri
sem toppar öll okkar fyrri jöklaævintýri og þá er nú mikið sagt !

----------------------------

Á 10 ára afmælisárinu var ákveðið að fara í óvenjulega jöklaferð að uppástungu Jóns Heiðars leiðsögumanns...
á Dyrhamarinn sjálfan sem varðar Hvannadalshnúk og við höfum oft horft á í gegnum árin á leið á Hnúkinn eða mænandi á hann úr fjarlægð... og að þessu sinni ákváðum við að bjóða upp á sérstaka Toppfaraferð á Hvannadalshnúk einnig fyrir þá sem áttu hann eftir og treystu sér ekki í Dyrhamarsferðina sem vitað var að yrði mjög krefjandi á broddum mestan partinn og með klifri í tryggðum línum að hluta... og tólf Toppfarar þáðu það að komast á Hnúkinn með Skúla á meðan 16 manns skráðu sig á Dyrhamarinn og var uppselt í þá ferð snemma og biðlisti fram að brottför.

Hvannadalshnúksferðin sjálf endaði á að verða fjallaskíðaferð í leiðinni
þar sem Skúli fjöldaði línum og skipti hópnum í tvennt með þrjár göngulínur og þrjár skíðalínur
og var mikil eftirsókn í þessa ferð þegar leið að helginni þegar ljóst var hvers lags veðurspá var í kortunum...

Veðurspáin var með ólíkindum góð þessa helgi... þetta var of gott til að vera satt
og við vorum með fyrirvara um hvernig færi... en veðrið mun betra en spáin sagði til um sem var með ólíkindum í raun !
... en 20 stiga hiti, algert logn og heiðskíra einkenndi þennan göngudag og mun aldrei gleymast...

Það var stemning á bílastæðinu við Össur föstudaginn 5. maí klukkan tvö...

Partýbíllinn tilbúinn í slaginn... Jóhanna Fríða, Rósa, Aðalheiður og Björn Dyrhamarsfarar :-)
 

Breski bíllinn hennar Söruh og bróður hennar Richard,
hermaður sem kom sérstaklega frá Englandi til að ganga á Hvannadalshnúk með Toppförum
en þau keyrðu eftir gönguna á laugardeginum í bæinn þar sem þeirra beið flug morguninn eftir :-)

Dressman-bíllinn hans Inga, Gunnars, Steina og Gylfa...
allir á leið á Hamarinn nema Gylfi ætlaði að fjallaskíða á Hnúkinn...

Rauði kerran með Sigríðu Örnu sem fór á Hnúkinn og Jóin Tryggvi sem fór á Dyrhamarinn...

Þjálfarabíllinn var fullur af Toppfarabjór og meðan Örninn keyrði kláraði Báran að suma í þrjár húfur sem ætlunin var að gefa Jóni Heiðari leiðsögumanni og Skúla og Óskari Wildboys en þetta 10 ára afmælisár helgast af þakklæti og í því skyni prjónar kvenþjálfarinn núna húfur handa öllum leiðsögumönnum sem komið hafa við sögu Toppfara síðast liðin tuttugu ár og þeir skipta meira en 20 manns erlendis sem hérlendis.... þessar voru handa fyrstu þremur sem fengu þær afhentar í lok göngunnar :-)

En... við fórum smá útúrdúr á leiðinni í öræfin... nefnilega í smá göngu á Stóra Dímon sem alla hefur lengi langað til að ganga á... og var það fyrsta fjallið af tíu sem margir gengu í í 10 fjalla áskorun Toppfara "10 fjöll á 10 dögum" sem hófst föstudaginn 5. maí
og lauk sunnudaginn 15. maí :-)

Við fjallsrætur... í sólarblíðunni... birtist skyndilega Steingrímur Toppfari... á hjóli... frá flugvellinum í Fljótshlíðinni... hann hafði flogið austur í sveitina... og hjólað frá flugvellinum að fjallsrótum rúma 6 km... til að vera með í göngu á þetta fallega fjall... í þessu fallega veðri... sagðist ekki hafa getað hugsað sér að missa af þessu ! :-) Magnað alveg !

Við röltum þetta í rólegheitunum upp á vel troðnum stíg vestan megin...

Mjög heitt í veðri og fallegt veður...

Ekki löng brekka og auðgengin og eflaust mjög skemmtilegt að fara í fjölskylduferð hingað upp...

Útsýnið maður minn... af ekki hærra fjalli...
þetta er einfaldlega einn flottasti útsýnispallur á landinu af ekki hærri stað en þessum !

Markarfljótið hér til austurs með Tindfjallajökulinn á vinstri hönd og Mýrdalsjökulinn á hægri...
gönguleiðin um Laugaveg þá þarna í miðjunni...

Eyjafjallajökull svo enn lengra til hægri... og svo Seljalandsfoss enn lengra suður af...

Toppurinn er ílangur og gaman að rölta um hann allan...

Litið til baka...

Hópmynd af Stóra Dímons hópnum...

Gylfi, Steingrímur, Ingi, Richard, Aðalheiður, Sarah, Örn, Björn, Rósa, Steini, Gunnar og Jóhanna Fríða.

Mikil stemning og allir í rjómablíðuskapi yfir veðrinu og því sem var framundan...

Eina Dressman mynd... já, þær klikka ekki :-)

Þarna var flugvöllurinn sem Steingrímur flaug niður á til að komast í fjallgöngu með Toppförum... geri aðrir betur ! :-)

Aftur niður því við urðum að halda áfram... langur akstur framundan...

Vorum ekki lengi að þessu... 1,2 km á 34:58 mín :-)

Steingrímur hjólaði svo til baka... og fór í heita pottinn hjá vini sínum í sveitinni meðan við keyrðum í öræfin...

Já, þetta verður seint leikið eftir...

Systrakaffi nærði okkur kvöldið fyrir göngu eins og svo oft áður...

Mont Blanc bíllinn hans Jóhanns Ísfelds, Ólafur Vignir, Jónas Orri, Jóhann og Guðmundur Jón :-)

Allir sem keyrðu austur þennan dag nutu dagsins... Hvannadalshnúksfararnir Lilja og Bárður og Sóley og Gestur lögðu fyrr af stað en við og nutu akstursleiðarinnar út í ystu æsar... Arna og Njáll komu á eftir okkur sem og Guðmundur Víðir og Kolbrún... við hin tókum þetta hefðbundið með Toppfarastæl klukkan fjórtán frá Rvík með útúrdúr, Systrakaffi og svo túristamynd framan við Öræfajökulinn sem ljómaði í kvöldsólinni...

Þarna reis hæsti tindur landsins og Dyrhamarinn fyrir framan hann... skyldum við komast þarna upp á morgun ?
Efasemdirnar voru miklar og sögur að aðvaranir af slæmu ástandi Hamarsins höfðu skilað sér til okkar
en menn eru fljótir að efast og hugsa í hindrunum... ekki alveg að okkar skapi og því héldum við í vonina en áttum í raun meira von á að leiðsögumenn myndu segja okkur að leiðin væri ófær miðað við úrtöluraddirnar alls staðar í kringum okkur...
það reyndust svo sannarlega ekki réttar raddir frekar en svo oft áður...

Í Svínafelli var sól og blíða þegar við lentum um átta leytið eða svo...
Wildboys og Fjallhress búin að tjalda og allir í sólskinsskapi...

Menn gistu í tjaldi eða smáhýsunum eða í herbergjunum bak við matsalinn...

Jón Heiðar og félagar höfðu farið könnunarleiðangur þennan dag upp Virkisjökulinn að kanna með leiðina niður hann á morgun
og svo að skoða leiðina upp á Dyrhamarinn frá Hvannadalshrygg... en þeir tóku skíðin með, fóru öfuga leið og skíðuðu niður Svínafellsjökuls...
og skiluðu sér ekki niður fyrr en um níuleytið um morguninn... og því var fundur með Jóni Heiðari þá fyrir nóttina... og hann sýndi okkur myndir af könnunarleiðangrinum og allt lofaði góðu... honum leist vel á færið og sagði góðar líkur á að okkur myndi takast ætlunarverkið en að þetta yrði erfitt og tafsamt og vel myndi reyna á menn að fara upp brekkuna undir Dyrhamri og svo upp á Hamarinn sjálfan og það væri hugsanlega ekki fyrir alla...

Gylfi ætlað á skíðum upp á Hvannadalshnúk og græjaði sig eins og hinir um kvöldið...
Þorsteinn Ingi þeirra Lilja Sesselju er búinn að taka alla þeirra orku síðasta eina og hálfa árið
og við bara bíðum eftir að þau geti mætt bæði aftur almennilega til leiks í fjöllin :-)

Jóhanna tjaldaði bara ofan við smáhýsin og það var dúndrandi útilegustemning á svæðinu
eins og alltaf í þessum ferðum og NB það sem oftar fyrstu helgina í maí... það einfaldlega sumrar fyrr á þessu svæði :-)

Þjálfari eyddi kvöldina í að pakka inn húfunum og skrifa á kortin til leiðsögumannanna okkar þriggja...

Hefði viljað skrifa meira... um hvers lags öðlingar þessir drengir eru í Wildboys og hvílík verðmæti það hafi verið að hafa kynnst þeim enda örlagarík kynni af margra hálfu í klúbbnum þar sem ævilöng vinátta hefur myndast :-)

Og við hefðum og viljað skrifa meira til Jóns Heiðars og félaga sem voru að fara með okkur í áttundu jöklaferðina hvorki meira né minna...
það er nú aldeilis mögnuð sagan sem er að baki með þeim snillingum ! :-)

Herebergin í Svínafelli eru tær snilld :-)

Fórum snemma að sofa... ekkert annað í boði en þetta var lúxus hjá okkur sem fórum Dyrhamarinn... ræs kl. fimm og brottför kl. 6:00 frá fjallsrótum... Hvannadalshnúksfarar þurftu að vakna nokkrum klukkutímum fyrr og vera mætt 3:30 við fjallsrætur Hvannadalshnúks... en það var skynsamlegur tími þar sem þeirra beið ganga í snjóbráð langa leið til baka í lok dags og þess virði að vera á undan umferðinni og undan mesta hitanum...

Dásamlegt veður um morguninn.. alger stilla og hlýtt í veðri, heiðskírt og gullfalleg fjallasýnin...

Allir hressir og til í sögulegan dag... búið að æfa sig vel fyrir átökin og sumir mætt nánast 100 % í vetur !

Þarna reis hann Dyrhamarinn efstur með Hvannadalshnúkinn á bak við sig...
vorum við virkilega að takast að fara upp á þennan klett ?

Leiðsögumennirnir gista að Hofi en við höfum aldrei prófað þann gististað... hefðbundin gisting þar er dýr en við ætlum að kanna með svefnpokapláss fyrir hóp einhvern tíma... en annars er Svínafellið alger snilld :-)

Lagt var af stað kl. 6:19 laugardaginn 6. maí 2017... dagur sem við munum aldrei gleyma...

Sólin farin að skína á Hnúkinn og Hamarinn sjálfan þarna uppi...

Sjá einn Hrútsfjallstindinn vinstra megin...

Svínafellsfjallið farið að fá á sig sólina... með jökullónið neðan við sig...

Falljökullinn hægra megin... úfinn og svipmikill skrijökull sem drundi allan þennan dag í fallandi ís...

Töfrandi landslag sem var lygilega fagurt...

Stillan slík ao fjöllin voru jafn skýr í pollunum eins og berandi við himininn...

Malarvegur til að byrja með inn að jöklinum... skyldu menn fara mikið með ferðamenn hingað?

Ofar biðu okkar jökulruðningarnir...

Tvær brýr að fara yfir í morgunhúminu...

Viðkvæm fyrirbæti og síbreytilegt vatnsrennslið á svæðinu eftir leysingum...

Fínn slóði svo það hlýtur að vera talsverð umferð hér með ferðamenn...

Allt klakað eftir nóttina...

Komin að skriðjöklinum sem skríður hingað fram og er hopandi með árunum...
ansi breytt landslag frá því við gengum á Virkisjökulinn 2003 við Örn... og Toppfarar árið 2009...

Allir í brodda til að komast yfir skriðjökulinn...

Dásamlega fallegur kafli í göngunni... þessi leið er ævintýri frá fyrsta skrefi til hins síðasta...

Árið 2009 fórum við hinum megin við lónið inn að jöklinum í ruðningum... nú er lónið mun stærra og nær lengra að Svínafellsfjallinu sjálfu...

Við gengum upp jökulinn og vorum ennþá í skugga en gátum ekki beðið eftir því að komast í sólina... og trúðum ekki Jóni Heiðari sem sagði það ögugmæli miðað við það sem við erum vön... en að við ættum að vera þakklát fyrir að vera í skugganum því við hefðum ekki hugmynd um hvað biði okkar mikil áraun að vera í sólinni allan þennan dag í þessum hita og þessu logni... og þetta skildist þegar líða tók á daginn og hitinn var orðinn erfiður á köflum...

Litið til baka... Allir átta sem ætla að klífa tind Mont Blanc í júní voru í þessari ferð
og megnið af þeim sem ætla að ganga hringinn í kringum hann um Frakkland, Sviss og Ítalíu...

Tveir skriðjöklar með jökulruðningum á milli... við fórum fyrst yfir þann sem kemur úr Falljöklinum sjálfum...

Hér að koma niður þann fyrri...

Svo þurftum við að þvera og ganga upp skriðjökul Virkisjökulsins sjálfs til að komast á Hvannadalshrygginn...

Úfnir jökulruðningarnir og við fórum þetta á broddunu þar sem það tók því ekki að taka þá af milli jökla...

Komin á Virkisjökulinn...

Þá tók við enn eitt ævintýrið... að ganga inn eftir jöklinum í sífellt dýpri öldum þar sem vanda þurfti leiðarvalið...

Og nú kom sólin og við vorum þakklát og himinlifandi með hana... til að byrja með... sjá Hamarinn hægra megin...

Jón Tryggvi, Rósa og Guðmundur Jón, afreksfólk allt saman sem á ótrúlegustu hluti að baki síðustu ár...

Landslag jökulsins var töfrum líkast...

Dyrhamarinn trónandi yfir öllu saman þarna uppi...

Stórt og áhrifamikið landslag sem manni finnst strax óraunverulegt þegar litið er til baka á þessar myndir...

Ekker mál að ganga þetta til að byrja með...

Strax orðið heitt og þarna hefði maður strax átt að fara úr legghlífunum
því það var ekki nein þörf á þeim fyrr en mun síðar um daginn...

Hérna fór að dýpka í jöklinum...

... sprungur að koma í ljós...

... og það fór að skipta máli hvert leiðarvalið var eins og við lærðum hjá Ragga í skriðjöklanámskeiðinu árið 2015
sem var frábært og lærdómsríkt...

Jón Heiðar fór á undan til að kanna leiðina...

... og þeir spáðu í þetta saman félagarnir því þrátt fyrir að hafa farið þetta deginum áður í sama veðrinu
þá er þetta villandi völundarhús og það skiptir máli hvaða legg maður tekur...

Svo eltum við þá félaga...

... og vorum fljót að komast upp á lag með að hoppa milli sprunga...

Mikið ævintýri fyrir þá sem aldrei hafa gengið á skriðjökli áður og í raun alltaf mögnuð upplifun...

Það væri vel hægt að verja heilum degi á þessum jökli og taka mergjaðar myndir allan daginn...

Við vildum hvergi annars staðar vera en nákvæmlega þarna þennan dag...

Frábær hópur á ferð og mjög góð steming í hópnum :-)

Dól og spjall og hlátur og sögur og trúnaður og uppgötvanir og ráðleggingar og uppörvanir og ...

Þjálfarar prufuprjónuðu tvær húfur áður en þeir gerðu fyrir leiðsögumennina... skriðjökullinn ofan á húfunni...
já, það var vel hægt að kaupa þetta eftir að hafa gengið yfir þessa tvo...

Hey, lítið öll við ! :-)

Nú urðu sprungurnar dýpri og lengri...

Og Jón Heiðar fann leiðina á undan og við komum á eftir...

Alveg magnað að ganga þarna um...

Ólgandi jökull sem rennur niður eins og ísað teppi...

Svo var að koma sér af jöklinum og yfir á Hvannadalshrygginn sjálfan...

Fallsjökullinn...

Hvannadalskambur hér ofar en hann tekur við af Hvannadalshrygg ofar hægra megin...

Já, þetta er risastór töfraheimur út af fyrir sig...

Muna að nýta broddana alla... það var gott að vera búinn að fá kennslu hjá Ragga á Sólheimajökli um hvernig er best að bera sig að í bröttum brekkum á ísuðum jökli... berja tábergið inn á leið upp en ekki tærnar sem dæmi...

Brakandi gaman og ekkert annað...

Auðvelt að villast og tapa hópnum í svona djúpum ísdölum...

Komin að jaðrinum og þá var bara að finna góða leið niður í grjótið...

... ekki sama hvar er farið niður svo enginn fari nú að slasa sig að óþörfu í byrjun ferðar...

Fínasta leið og hálfpartinn synd að yfirgefa þennan töfraheim...

Frosið í jaðrinum frá því um nóttina...

Úr broddunum og upp í grjótið...

Hvílík fegurð sem var að baki... og þetta var bara byrjunin...

Við tók spriklandi vorið og sumarið beint í æð...

Nú þurfti að fækka fötum og gera ráðstafanir með hitann og sólarvarnir... og Ingi plástraði sig á fótunum en hann er að ganga í alstífum jöklaskóm til að æfa fyrir Mont Blanc í júní... og er þetta ansi oft sem menn virðast vera í vandræðum í þessum skóm allavega sem við verðum vitni að... svo þjálfarar og fleiri tíma ekki að fjárfesta í þeimi þó þeir myndu henta vel í jöklaferðunum...

Litið til baka... á þessum kafla upp á brún breikkaði ansi mikið bilið milli manna í hitanum og svitanum
og þessari hressilegu hækkun sem nú fór í hönd...

Virkisjökullinn skríðandi niður og lónin neðst...

Hér var hópurinn þéttur í miðri brekku... í steikjandi hitanum...

Hvílíkt veður !

Strákarnir þveruðu skaflinn og komu sér fyrir í grjótbrekkunni hinum megin...

En það var eiginlega best að fara bara upp skaflinn og við enduðum á að gera það eins langt upp og við gátum...

Mun betra að fóta sig í brattanum í mjúkum snjónum...

Síðustu menn að koma upp á brúnina ofar...

Þar... uppi á brúninni... risu nefnilega skyndilega tindar Hrútsfjalls... og við tókum andann á lofti þegar við komum upp...

Svínafellið sjálft... eða Svínafellsfjall eins og það heitir á kortinu...

Fyrstu menn upp... Rósa, Jónas Orri, Steini, Jóhann, Örn og Jón Heiðar...

Hér áðum við og hvíldum okkur og nærðum og nutum lífsins...
og fórum svo í brodda fyrir hliðarhallandi leiðina sem var framundan...

Smá hópmynd hér en landslagið er svo stórt að það gleypir svona hóp í einum bita :-)

Hliðarhallinn upp með Hvannadalskambi yfir á Hvannadalshrygg var mergjaður útsýniskafli...

Hitinn steikjandi og allir svo vel klæddir og búnir undir öll veður eins og þjálfari brýnir alltaf fyrir mönnum... svo stuttbuxur og stuttermabolir voru að skornum skammti þennan dag... við áttum hreinlega ekki von á þetta góðu veðri upp í tæplega tvö þúsund metra hæð...

Hrútsfjallstindar þarna uppi...

Fínt færið og ekki of þungt né of mikið harðfenni sem hentaði vel í þessum hliðarhalla...

Frábær hópur í þessari ferð og forréttindi að fá að ganga með þessu fólki...

Hrútsfjallstindarnir risu smátt og smátt úr jöklinum...

Dásemdin ein...

Þetta leyndi á sér og menn tóku þetta hver á sínum hraða...

Sjá Svínafellsjökulinn að skríða niður...

Sjá hversu gott færið var...

Brátt fór Hnúkurinn að koma í ljós sem og Hamarinn...

Hrútsfjallstindar og fallandi Svínafellsjökullinn...

Hvannadalurinn sjálfur er fagur enda umkringdur nokkrum fegurstu tindum landsins...

Svona var hitinn mikill... nestið hreinlega bráðnaði í vösum og ofarlega í pokunum...

Hópmynd með markmið dagsins í baksýn...

Við hugsuðum oft til Hnúksfaranna sem gengum með Skúla og Óskari Wildboys upp á Hnúkinn og höfðu lagt af stað mun fyrr en við... en við sáum ekkert til nokkurra fyrr en við vorum komin upp að Dyrhamrinum...

Nú nálguðumst við sjálfan Hvannadalshrygginn...

... en á þessum kafla var bratt niður og maður fór að efast um hvort við kæmumst yfir á hrygginn þarna niðri sem lá að hamrinum...

En... það var aldrei þessu vant ekki vandamál okkar Arnar og við reyndum að njóta bara og vera til á hverju augnabliki
því þetta var slíkur dagur að hann rúmaðist varla fyrir í stófengleikanum...

Jú, var ekki fært þarna niður undir ?

Ekkert mál sem betur fer og færið fínt... hér hefði ekki verið gott að vera í algjöru harðfenni...

Mikið vorum við heppin með veður, skyggni, færi, hóp, leiðsögumenn...

Hvílík skemmtun... þetta var ævintýri hverja sekúnduna...

Litið til baka... það var guðs gjöf að komast í skuggann...

Manni leið eins og í sólarlöndum þar sem skuggar verða vinir manns og maður vill bara vera þar...
vá hvað það var skrítið á upplifa það á Íslandi í byrjun maí á jökli í kringum 1.500 m hæð eða svo...

Spjallað og spekúlerað og hlegið og fíflast og ...

Leiðsögumennirnir voru hins vegar í stöðugum pælingum... það vita þjálfarar best... aldrei slakað á... stöðugt spáði í færi, leiðarval, erfiðleikastig, stöðuna á hópnum, veðrið, tímastjórnun, búnað... hvað er framundan og viðbrögð við því sem mögulega gæti komið upp á...

Það var ansi gott að setjast aðeins í skugganum á smá ísbekk þarna í hlíðinni :-)

Síðasti hluti hópsins að skila sér inn í skuggann...
við reyndum að kalla á þau og segja þeim að það væri þess virði að flýta sér í skuggann... hann væri svo svalandi...
en þau heyrðu ekkert í okkur...

Svo var haldið áfram inn að hryggnum sjálfum...

Annað hvort var að rekja sig upp að hryggnum og sleppa línum eða þvera jökulinn beint
og fara í línur því við vorum komin á sprungusvæði...

Leiðsögumennirnir ákváðu að fara einfaldari leiðina þó það þýddi línur...

Og því héldum við upp dalinn sjálfan neðan við eggjarnar sjálfar...

Litið til baka... minnti stundum á Hrútsfjallstindaleiðina...

Hér var hvíld og farið í línur og leiðsögumenn báru saman bækurnar...

...og létu þjálfarar vita að frá þessum tímapunkti yrði að skipta hópnum í tvennt ef einhverjir vildu sleppa klöngrinu sem var framundan upp að Dyrhamri og á hamarinn sjálfan en það væri mjög krefjandi verkefni sem tæki verulega í og hér voru menn orðnir þreyttir eftir það sem var að baki nú þegar...

Hver og einn varð að gera upp við sig hvað hann treysti sér í...
og menn voru fljótir að ákveða sig í raun...

En áður en við skiptum hópnum skyldi tekin hópmynd... sem prýddi Toppfarafésbókina opnun fram í júní það árið...
og verður minnisvarði um ógleymanlega jöklaferð sem erfitt verður að toppa nokkurn tíma...

Róbert var fenginn til að taka mynd þar sem Bára væri með.. og hann er snillingur í slíku :-)

Já, gott að eiga mynd af sér í þessari mögnuðu ferð :-)

Sólin bókstaflega bakaði okkur inn að beini... og Ingi og fleiri mökuðu á sig sólarvörn... það var ekkert annað í stöðunni... þetta var eins og að vera á sólarströnd klukkutímunum saman... og engan veginn eðlilegt veður fyrir okkur... lygilegt en í satt að það var kringum 20 stiga hiti allan þennan dag...

Svo var að skipta hópnum í Hryggjarhóp og Hamarshóp...

Hvannadalshryggjarhópurinn sem þveraði hrygginn og fór niður hinum megin neðan við Dyrhamarinn
og missti þannig eingöngu af smá hluta leiðarinnar voru Björn Matt., Rósa, Jóhanna Fríða, Guðmundur Víðir, Kolbrún og Aðalheiður
en Róbert sá um þau á leið niður og gerði það með miklum sóma svo þau voru hæstánægð og rifjuðu lengi upp alls kyns uppákomur og skemmtilegheit sem skreyttu bakaleiðina :-)

Báðar línur gengu upp eftir að Dyrhamri til að byrja með...

Hér eru allir enn á sömu slóðinni yfir sprungusvæðið...

Dyrhamarinn framundan ansi brattur og óárennilegur... skyldum við komast þarna upp ?

Litið til baka... hliðarhallinn rétt að byrja hér...

Sjá strítuna koma upp hér hægra megin sem kennileiti...

Farin að nálgast Dyrhamarinn ansi mikið núna...
færið sem betur fer nægilega mjúkt til að ná sporum því það átti eftir að vera ansi bratt þegar undir hann var komið...

Hér sést hvernig Hvannadalshryggjarhópurinn fór svo að hryggnum sjálfum og yfir hann...
krefjandi leið sem reyndi vel á alla og skreytti þeirra bakaleið mikið og var mikil sárabót fyrir Dyrhamarinn...
Vel hægt að mæla með þessari leið allri eins og þau fóru hana og sleppa Dyrhamri fyrir hóp eins og þennan
sem hefur ekki svona tæknilega færa leiðsögumenn á sínum snærum...
... en samt tæknilega krefjandi leið sem krefst mikillar þekkingar leiðsögumanna engu að síður...

Ógnvekjandi og fagur í senn...

Við heyrðum falla úr honum snjó og ís stöðugt í sólinni og hitanum...

Litið til baka... sjá hvernig skýin tóku skyndilega að skríða inn láglendið seinnipart dags...

Við vorum hins vegar í sólinni og það steikjandi heitri svo við vonuðum eiginlega að við myndum fá skýin fyrr en seinna til okkar...
sem var mjög sérkennileg löngun og ólík því sem alltaf er...

Hrútsfjallstindarnir þarna hinum megin... komin í sömu hæð og þeir núna...

Á þessum kafla tók við krefjandi hliðarhalli þar sem farið var geyst yfir og ekkert stoppað
enda best að koma sér út úr þeim aðstæðum sem fyrst... hér hefði ekki öllum liðið vel...

Náði ekki að mynda verstu kaflana þar sem við héldum stöðugt áfram og það var erfitt að fóta sig og passa að detta ekki...

Smá innsýn í þetta hér en þetta var saklaust miðað við það versta...

Hér sést hliðarhallinn betur... það var gott að hafa smá tak í snjónum og það reyndi vel á broddana á þessari leið...
þarna upp ætluðum við... þetta var brekkan sem Jón Heiðar hafði talað um að væri ekki fyrir alla en allir yrðu að fara hana til að hægt væri að komast upp og niður hina leiðina um Virkisjökulinn... og þetta skilyrði olli því að sumir ákváðu að sleppa Dyrhamrinum... og það var rétt ákvörðun, þetta var krefjandi kafli sem tók verulega á en var um leið mjög skemmtilegur og ógleymanlegur eftir á...

Upp að snjóhengjunni og þar bjuggum við hvert og eitt til smá sæti til að hvílast meðan línur voru græjaðar...

Litið til baka.. aftari línan að koma á eftir þeirri fyrri...

Erfitt að ná hliðarhallanum á mynd en það var meira en að segja það að koma sér þarna fyrir...

Jón Heiðar fór svo á undan til að tryggja línuna uppi... hann var þá ótryggður nema frá Ragga og niður þaðan...
fagmenn að verki fram í fingurgóma...

Fyrstu þrír máttu vera tilbúnir fljótlega til að fara upp...

Örninn mættur og Ingi og Jón Tryggvi...

Við hin biðum á meðan... sjá Svínafellsjökulinn þarna niðri...

Skýr fyrirmæli um hvernig skyldi bera sig að með exina og línuna...

Þetta leit ágætlega út... var skárra en maður var búinn að ímynda sér í raun...

En bratt engu að síður og mikilvægt að fara varlega...

Þetta gekk vel hjá þeim en eini kaflinn sem var erfiður var þarna neðst þar sem sprungan er
og maður þurfti að komast yfir hana og upp á ísinn...

Næstu þrjú... Gunnar, Bára og Ólafur Vignir...

Erfitt að vera í línu og reyna að fóta sig og vera togaður af fremsta manni en geta ekki svarað því þar sem tog var líka neðan frá...
þetta var línulífið í fjórða veldi... en gekk samt mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt þó það tæki alveg í að gera þetta...

Löng brekka og best að líta ekki niður... ofar var færið harðara og sporin ekki eins örugg sem reyndi alveg á...

Þjálfarar tóku mikið af myndböndum í þessari ferð og þau fóru öll á YouTube og á Toppfarafésbókina
og verða dýrmæt varðveisla á þetta ævintýri eftir því sem tíminn líður...

Uppi stjórnaði Jón Heiðar umferðinni upp og tryggði að allir væru öruggir...

Sjá samhengið í landslaginu... Tindaborg þarna niðri, Hrútsfjallstindar uppi hægra megin...
Þumall og Miðfellstindur í Kjósinni í fjarska... Svínafellsjökull vinstra megin niðri...

Hvannadalshnúkur þarna ofan við hópinn þar sem fjöldi manns gekk þennan sama dag
og við reyndum að sjá Toppfarana en þau sáu okkur týnast upp Dyrhamarinn
og reyndu að taka myndir en það var úr of mikili fjarlægð...

Dyrhamarinn hér svo eftir... hann virtist ekkert mál eftir þessa brekku...

Jón Heiðar og Raggi voru mjög snöggir í öllum vinnubrögðum og unnu hratt og vel...

... það var hrein unun að fylgjast með þeim...

Sveinstindur og Sveinsgnípa... þar sem við gengum í fyrra í dásamlegri ferð...
og í sögulegu 3ja tinda göngunni árið 2014...

Hnapparnir og Rótarfjallshnúkur...

Virkisjökullinn fallandi niður efst...

Síðasti hópurinn upp... Jónas Orri, Jóhann Ísfeld, Guðmundur Jón og svo Raggi leiðsögumaður...

Þetta var meira en að segja það...

Stinga ísexinni inn og nýta sporin... það mátti ekkert út af bregða...

Það var gott að komast upp... maður var ansi feginn...

Eins gott að stíga ekki á línurnar... sem halda okkur öllum öruggum í þessum brekkum og yfir sprungurnar...

Við vorum ölvuð af gleði eftir þessa brekku... og titrandi eftir átökin...

Nú var bara Dyrhamarinn sjálfur eftir...

En það endaði á því að bæði Guðmundur Jón og Jónas Orri slepptu honum, þreytan var farin að segja til sín og það sem var að baki var ekki lítið... sólin og hitinn tóku sinn toll... þetta var klárlega ein mest krefjandi jöklagangan frá upphafi...

Litið til baka með Hnúkinn að opnast í baksýn...

Dyrhamarsgengið...

Fyrstu skrefin upp...

Allar myndirnar svo flottar...

Gat ekki valið á milli svo ég hef þær bara allar þrjár með í sögunni ! :-)

Já, bratt var það en mjög gott færi og sporin öruggari hér en í hinni brekkunni...

Litið til baka... bratt niður beggja vegna af Hamrinum...

Jón Heiðar var ekki lengi að þessu... ótrúlegt alveg að sjá þetta hjá þeim félögum !

Hvílíkur sigur...

Okkur tókst þetta alla leið upp á Dyrhamarinn... það var ólýsanleg tilfinning...

Litið niður af brúninni...

Í samhengi við Hvannadalshnúkinn sjálfan...

Þarna uppi á hæsta tindi landsins stóðu margir og fögnuðu þennan dag...
við sáum ekki til hópanna, líklega voru þau aðeins í hvarfi...

Útsýnið ólýsanlegt í allar áttir...

Skýjabreiðan farin að leggjast yfir allt suðurlandsundirlendið...

Síðustu menn á leið upp... Raggi leiðsögumaður...

Ekki lengi að þessu drengurinn :-)

Félagarnir með næstu jöklatinda sem við ætlum að ganga á Hnappana og Rótarfjallshnúk...
spennandi nýjar leiðir í boði Jóns Heiðars og félaga...

Og vinirnir Gunnar og Ingi... komnir úr enda Mallorkaveður !

Engin leið að lýsa þessari stund þarna uppi... ekki mikið pláss og sérstakt að hafa útsýni til allra átta...
yfir hæstu tinda landsins og stærsta jökul Evrópu...

Þjálfararnir... þessi ferð gaf okkur sérstaklega mikið...
og fór í efsta sætið fyrir þær jöklaferðir sem við höfum farið frá upphafi...

Hópmynd sem Bára tók: Jón Heiðar, Örn, Jóhann Ísfeld, Steini, Ingi, Ólafur Vignir, Jón Tryggvi, Gunnar og Raggi.

Og eina með Báru sem Raggi tók... ómetanlegt að hafa upplifað þetta :-)

Og svo var ekki annað hægt en taka eina með strákunum úr því þeir fóru allir úr að ofan...
Dressman mynd að hætti Toppfara :-)

Hvernig er hægt að tíma niður eftir svona tind ?

Tindaborgin... sem menn hafa verið að klífa og til eru mergjaðar myndir af...

Aftur í fötin... aftur í alvarleikann... það var langur vegur alla leið niður og til baka til byggða framundan...

Jón Heiðar lóðsaði okkur hvert á fætur öðru af stakri fagmennsku með Ragga neðstan að gæta okkar einnig...

Þetta gekk mjög vel og allir létu sig hanga í línunni nema Bára sem aldrei treysti henni almennilega :-)

Hvílíkur sigur... hvílíkur tindur...

Við vorum hífuð af gleði og nokk sama um klukkuna og allt sem var framundan til að klára þessa göngu...

Leiðin var strax þarna ofan af hryggnum varasöm yfir sprungusvæði í brekkunni...

Leiðsögumenn töldu ekki annað ráðlegt en tryggja línuna áður en við færum yfir sprungurnar...

Litið til baka á síðustu menn að græja sig af stað frá Hamrinum...

Svo þeir græjuðu snjóakkeri snöggvast drengirnir...

... og voru ekki lengi að því...

Svo var farið varlega niður eftir...

... allir tryggðir í línu...

Einn í einu...

... og hoppa þurfti yfir stærstu sprunguna í miðri brekkunni...

Jónas Orri byrjaði á að fara ofan í hana en ekki langt...

Við pössuðum að hafa línurnar strekktar...

En svo fór Ólafur Vignir ansi langt niður í sprunguna...
mun lengra en mannhæð en hann var fljótur að koma sér upp úr henni aftur á sjósyllum ofan í henni...
Jón Heiðar hélt honum tryggilega á meðan...

Dyrhamarinn flottur í síðdegissólinni...

Sjá sprungusvæðið neðan af öskjubarmi Öræfajökuls...

Öllu stjórnað vel af strákunum og við vorum fegin þegar allir voru komnir yfir
en það var miserfitt að koma sér yfir sprunguna því snjóhengjan minnkaði með hverju stökki og þannig opnaðist hún meira...

Svo tók við renneri niður eftir að Virkisjökli...

... þar sem við drógum hvert annað og línan mátti ekki fara undir broddana...

Kyngimagnað landslag og einstakt að ganga þarna niður...

Við rifuðum upp fyrri göngur þarna um en einu sinni áðu þjálfarar undir Dyrhamri og það hrundi grjót á hópinn svo við urðum að flýja...
það var árið 2003... fyrir tíma Toppfara...

Ábúðarfullur var hann sunnan megin séð...

Sjá sprungurnar þegar litið var til baka...

Fyrr í ferðinni fylgdumst við með skíðahóp sem skíðaði utan í öskjubarminum í sömu átt og sprungurnar lágu og leiðsögumennirnir áttu ekki til orð... þarna færu ekki vanir menn því þarna voru meginreglur varðandi skíðun á sprungnum jökli þverbrotnar... við vissum ekki hvaða hópur þetta var en það var óhugnanlegt að horfa á þau skíða samsíða sprungunum...

Snjóflóðin niður af Dyrhamri og Hvannadalshryggnum...

Hvílíkur staður til að vera á...

Það draup af hamrinum...
snjórinn bókstaflega bráðnaði af honum og það heyrðist stöðugt í bráðinni molna niður af klettinum...

Litið til baka...

Við gengum yfir snjóflóðin...

Sjá hvernig þau renna niður af hryggnum...

... gömul og ný...

Við vorum andaktug og lotningarfull að horfa á þetta...

Fleiri sprungur voru á leiðinni og við fórum varlega yfir þær...

Litið til baka... ekki hægt að hætta að horfa...

Farið yfir snjóflóð... gott að sjá hversu troðinn og þungur snjórinn er..
hvernig hann getur tekið heilu húsin af grunninum eins og á Súðavík og Flateyri hér um árið...

Sjá snjóbreiðuna sem var búin að leggjast yfir allt undirlendið...

Hér sáum við hvar Hvannadalshryggjarhópurinn hafði farið yfir hrygginn...
rétt neðan við hamarinn og klettana neðan við hann...

Glæsileikinn leyndi sér ekki en þessi ásýnd á Dyrhamar er mögnuð... og því er Virkisjökulsleiðin á Hvannadalshnúk sorglega lítið farin og alveg óskiljanlegt hvers vegna menn fara hana ekki meira... þekkingarleysi, metnaðarleysi... erfitt að segja...

Þetta var lýjandi ganga niður og hér tók snjóbráðin að snarversna... svo við nánast syntum í snjónum þegar leið á... og sólin bakaði mann ennþá og maður þráði að komast niður í skýin... sá þau í hillingum... ótrúlegt að líða þannig... og manni var farið að langa bara til að stinga sér til sunds í snjóinn og synda niður... þreytan var farin að segja verulega til sín á þessum kafla...

Sprungurnar sunnan megin...

Þarna niðri var Kaffi Klettur... við vorum ólm að komast þangað sem fyrst og niður í skýin...

Litið til baka... snjóbráðin að versna...

Brátt færum við úr línunum...

Hér var áð og menn kláruðu nestið sitt... og margir búnir með vatnið... og þreytan farin að segja mikið til sín... þá kom sér vel að hafa tekið vatnsbrúsan hennar Jóhönnu Fríðu í pokann sinn... kvenþjálfarinn var skyndilega með fullan brúsa af heitu vatni sem hún gat útdeilt til nokkurra og brædd þannig snjó í flöskunum sem menn voru í gríð og erg að reyna að leysa upp í afgangsvatninu sínu til að fá meira að drekka...

Niðri var líka vatn... við vildum þangað... úr sólinni... í svalann skuggann...

Þetta var löng brekka niður að Kaffi Klett...

Hér bókstaflega syntum við niður... og enduðum í gömlu snjóflóði þar sem heilu holrúmin voru undir og menn duttu ofan í þau og festu sig...
fyrri hópurinn lenti verr í þessu og Róbert var búin að vara okkur við...

Einhverjir náðu að renna sér... eins og við gerðum árið 2003 en þá var meira svell og erfiðara að stjórna hraðanu, en þessi brekka er þá fljót að vera varasöm þar sem hún endar í grjóti neðst...

Sjá gamla snjóflóðið hér hægra megin...

... og hér... farið yfir það þvert...

Héðan kom það...

Vá hvað það var gott að komast í skuggann... sjá skýjahuluna læðast inn dalinn... og sólargeislana skína ofan á hana...

Litið til baka... brekkan er jú löng, það leyndi sér ekki séð héðan...

Við fórum mjög hratt yfir, hvergi stoppað og allir að flýta sér niður
vitandi að þetta var löng leið og ekki ráð að hanga nokkurn skapaðan hlut...

En við þurfum að fóta okkur varlega hér og það var auðvelt að detta illa í grjótinu og svellinu inni á milli snjóskaflann

Algerlega kyngimagnað að ganga þarna niður... með sólargeislana ofan á skýjunum...

Sjá slóðina eftir grjótið sem hafði runnið niður...

Brátt myndum við hverfa niður í skýin... Falljökullinn hér að verða skýjunum að bráð...

Úff hvað þetta var gott í kvöldsvalanum... við fengum mikla orku við að fara úr sólinni... hefði ekki trúað því að óreyndu...

Magnað... hreinlega ólýsanlegt...

Gleymi þessu aldrei...

Og þá var það þokan í skýjunum og við fljótlega komin niður á grjótið og stefndum beint á staðinn þar sem við þveruðum skriðjökulinn...

Dulúðin í landslaginu breyttist við þokuna og við vorum skyndilega komin í annan heim...
... dauðfegin að vera laus við sólina...

Og nóg að drekka í spriklandi lækjum láglendisins...

Fljótlega komin að skriðjöklinum og nú var upplifunin allt önnur en í morgun...

Allir í broddana aftur... og þá var nú gott að vera vanur að skella þeim á sig...

En töfrarnir voru ekki síðri í þessari bakaleið...

... eiginlega enn meiri en um morguninn...

Þjálfarar drifu í að merkja betur fatnaðinn sinn Toppförum á 10 ára afmælinu...

... þökk sé Jóngeiri hjá www.pamfill.is ...
snillingur þar á ferð sem oft hefur merkt fyrir okkur alls kyns hluti eins og fatnað, bjórdósir, freyðivín, fána o.fl.

Já, þetta var sérstakur heimur sem við vorum aftur komin í þarna í þokunni...

... og nú var ekkert hik á mönnum...

... bara arkað ákveðið áfram gegnum allan jökulinn...

... en hiti dagsins leyndi sér ekki... rennandi lækir um allt sem ekki voru um morguninn...

Einstakt að upplifa þetta og sjá muninn...

Þessum kafla gleymir maður heldur ekki...

Þessi ganga var eins og nokkrar ólíkar og magnaðar göngur á einum degi...

Landslagið var einfaldlega veisla þennan dag frá upphafi til enda allan tímann...

Stærðin í landslaginu sést vel hér... við vorum svo smá á þessari stórbrotnu leið...

Loksins búin með annan skriðjökulinn af tveimur...

Ekki sérlega þægilegt að ganga á grjótinu á broddunum örþreyttur og lúinn í fótunum...

Vorum fljót að þvera síðari jökulinn að lóninu...

Loksins úr broddunum aftur... nokkrir ískaldir í læknum við jökulröndina...

Snilld að geyma þá þar !

Menn höfðu gott að smá mýkingu síðasta hluta leiðarinnar...

Leiðsögumennirnir þáðu líka einn eftir framúrskarandi leiðsögn sem aldrei gleymist...

Síðasti kaflinn var svo genginn á malarveginum í bílana þar sem þjálfarar deildu út Toppfarabjór handa öllum...

... með mynd af 5 ára afmælisgöngunni á Þverártindsegg árið 2012... var í alvörunni svona langt síðan við vorum þar ?

Ef einhverjir áttu skilið Thule... Toppfarabjór í lok þessa dags þá voru það leiðsögumennirnir okkar snilldarlegu hjá www.asgardbeyond.is ... Jón Heiðar, Raggi og Róbert... hvílíkir snillingar, hvílíkir öðlingar, hvílíkir fagmenn... hjartans þakkir fyrir okkur... fyrir að gefa okkur göngu á jökli um leið sem toppaði allt sem fyrir er og þá er nú mikið sagt þar sem sagan er ansi viðburðarík hingað til...

Alls 24,5 km á 15:10 klst. upp í 1.927 m hæð með alls hækkun upp á 2.145 m miðað við 134 m upphafshæð.

Hvannadalshryggjarfarar fóru um 20 km upp í 1.640 m hæð (væri gott að fá betri tölfræði ef einhver á!)
og Hvannadalshnúksfarar fóru upp í 2.110 m hæð með alls hækkun upp á 2.000 m á 12 - 15 klst. :-)

Í Svínafelli hittumst við öll, grilluðum, skáluðum, spjölluðum og hlógum og rifjuðum upp daginn... fengum fréttir og lýsingar frá Hvannadalshnúksförunum sem upplifðu sömu dýrðina og við... og sætasta sigurinn í sinni sögu... hæsta tind landsins í blíðskaparveðri og skyggni eins og það best getur verið... þetta var ekki sjálfsagt að upplifa og það voru allir himinlifandi og þakklátir með þennan dag...

Bryndísarlína hér á mynd en hún passaði Toppfarana sína alveg sérlega vel alla leiðina :-)

Því miður virðast allar myndir eftir gönguna af kvöldina og náttstað hafa týnst... ef við finnum þær þá koma þær hér inn um leið...
en þær voru af grillinu og partýinu um kvöldið... ef partý skildi kalla... allir farnir að sofa um miðnætti eftir sérlega krefjandi en ógleymanlegan dag.

Hjartansþakkir allir fyrir gleðina og eljuna þennan dag - hvílíkur dýrðarinnar dagur !

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir