Tindur 23 - Hvannadalshnúkur 16. maí 2009
| 
 
			
			 
			Tuttugu Toppfarar 
			gerðu aðra tilraun til 
			þess að sigra 
			hæsta tind 
			Íslands laugardaginn 16. maí Áður en síðasti maður hafði gefið eftir höfðu tveir snúið við mun fyrr vegna vöðvakrampa hjá einum og fimm aðrir höfðu einnig snúið við fyrr niður Sandfellsleiðina með einum leiðsögumanninum. Þeir þrettán sem héldu áfram lokakaflann lentu í stórskotahríð klakahröngls sem hjóst af jöklinum í vindinum og buldi á okkur svo varla var stætt svo eina leiðin hefði verið að skríða og taka talsverða áhættu í fjúkandi vindi gegnum sprunginn hamarinn sem engum duldist að var ekki kostur að sinni. Gengið var svo um Sandfellið til baka í þrotlausu hvassviðri sem ekki lægði fyrr en við snjóbrún og endaði gangan í 23,8 km á 14:30 - 15:20 klst. með 1.900 m hækkun miðað við 2.030 m hæð fremsta manns (Jón Gauti). 
			Tuttugu vorum við næstum því á toppnum 
			
			 En ævintýrið hófst á föstudagsmorgni þegar þrettán af tuttugu og einum ferðalangi helgarinnar tóku forskot á sæluna og lögðu snemma af stað úr bænum með dynjandi Evróvisjón tónlistina í botni á leiðinni... og komu við í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur til að ganga endanlega frá fótunum fyrir lengstu gönguna í sögu klúbbsins... nei, nei, bara til að viðra vel allar tær í íslensku bergvatni fyrir átökin... :-) 
			 Þar var gengið upp gljúfrið sem er 2 km langt og 100 m djúpt þar sem það rís hæst í gullfallegu umhverfi... 
			
			 Gengið var nokkrum sinnum yfir ána á leiðinni inn gljúfrið og var leiðin fjölbreytt og torsótt á stundum... 
			 Strákarnir af Skaganum sem mættu í vöðlunum sínum og fleiri til aðstoðuðu hina yfir verstu kaflana en þá var betra að vera með stafi og í góðum skóm eða með vinalega hönd í lófa... annars var maður ansi valtur og gat vel sundlað á köflum... eða runnið af stað á sleipum steinum... og farið á bólakaf... ...en ekkert fór ofan í nema hendur og smá rispur... engin fótasærindi eða slíkt þó nokkur væri sjensinn tekinn með þessum aukakrók hinna ósigrandi á leiðinni á hæsta tind landsins... 
			
			 Þetta var þess virði... áhrifamikið gljúfur sem snart okkur öll við þessu nánu kynni... 
			
			 
			Hammari og meððððí á eftir á 
			
			Kirkjubæjarklaustri
			í sindrandi gleði og tilhlökkun fyrir komandi fjallgöngu... 
			
			 Rjómablíða í 
			Skaftafelli en ennþá vindur og sandfok á leiðinni...  
			
			 
			Veðuspár-fundur 
			í herbergi Inga og Siggi hafði lítið um það að segja að fyrr en 
			varði voru fjórir Toppfarar komnir í rúmið hans  Þjálfari heyrði í Jóni Gauta í síma en þeir félagar mæltu með því að hefja gönguna milli kl. 2:00 og 3:00 um nóttina skv. upplýsingum frá Leifi Erni á Veðurstofunni. Það var nokkuð samkvæmt okkar útreikningum nema við sáum þetta jafnvel frekar sem uppgöngu um kvöldið eða á miðnætti en tilhugsunun um að hvílast ekkert fyrir langa göngu fékk ekki miklar undirtektir hjá sumum hópnum og ósjálfrátt fældust menn frá þeirri tilhugsun og ákváðu að láta vonina um að þetta myndi sleppa ráða... 
			
			 
			 
			
			 Gengið var um grýtta jökulurð sem umlukti ísinn neðar en þetta sóttist vel í morgunsárið. 
			
			 Virkisjökullin framundan í öllu sínu veldi... jökulrætur hans brátt skriðnar að gönguslóð okkar. 
			
			 Stoppað þar og broddar settir á skóna... 
			
			 
			Brakandi 
			hljóðið í skriðköklinum undan broddunum var heillandi...  
			
			 Virkisjökullinn sjálfur ofar og Dyrhamarinn í skýjum. Rauðikambur til hægri á milli Virkisjökuls og Falljökuls sem svo sýndi okkur svart á hvítu að hann væri falljökull því drunurnar þegar ísinn fór af stað síðar um morguninn fóru ekki framhjá neinum... 
			
			 Svo batnaði færið og þá tóku nokkrir broddana af þar sem þetta var löng leið á broddum strax í byrjun göngunnar en sumir héldu sig við broddana áfram og voru þar af leiðandi ekki í neinum vandræðum með að fóta sig á meðan það var aðeins flóknara á köflum að komast um tungurnar þegar jökullinn dýpkaði innar. 
			
			 
			Ægifögur dagrenning...
			 
			
			 Í lokin þyngdist færið og klær skriðjökulsins dýpkuðu. 
			Viðar 
			og fremstu menn fóru fyrstir og komust að því að færið var ekki 
			gott...  
			
			 Stærð jökulsins í samanburði við göngumenn... hvílík peð við vorum í þessu umhverfi... ...bara einn lítill dropi hvert okkar... Jöklinum hefði ekkert munað um að gleypa okkur í einum bita... 
			
			 
			Af jöklinum tók urðin 
			við, mosinn og stöku snjóskaflar...  
			
			 
			Framundan 
			bratta brekkan 
			fræga sem gekk frá mönnum hér áður fyrr...  
			
			 
			Nesti 
			við stórgrýtið fyrir brekkuna...  
			
			 Ekkert mál... gleði á hverju andliti... sviti og hiti... þetta var geggjuð gönguleið... 
			
			 Ansi hált á köflum og vel bratt en efst var að koma sér yfir á grjótið með aðstoða félaganna gegnum klakann. 
			
			 
			Snjóheiðar ofar og 
			smám saman tók útsýnið við. 
			
			 Virkisjökul-armurinn með öllum sínum klóm í baksýn sem við gengum yfir fyrr um morguninn... 
			
			 Blíðskaparveður á síðustu metrunum upp á Kaffiklett... "Hádegismatur á Café Klettur"... 
			
			 Nesti, fækka fötum, bæta svo á sig fötum, salerni, myndataka, sólaráburður, gleði og gaman... 
			Að maður skuli ekki 
			hafa tekið 
			hópmynd hérna af okkur öllum með útsýnið í baksýn...  
			
			 Nú tók alvaran við... dauðadjúpur jökull framundan og allir í línu... best var að fara á salernið fyrir þann gjörning og bæta á sig öllum fatnaði sem of flókið yrði að ná í eða klæðast ofar í vindinum sem beið okkar og sjá mátti hvína ofan af efstu brúnum eins og það var nú fjarstætt þarna í veðurblíðunni... 
			
			 
			Myndatökumaður svo í 
			stelpulínunni svo af henni var ekki tekin mynd fyrr en ofar...  
			
			 Með magnað útsýnið yfir farinn veg eftir því sem ofar dró... 
			
			 
			Á þessari leið var 
			
			hált á sumum köflum en við vorum ekki í broddum og runnu menn til
			 
			
			 Sjá hallann í brekkunni á þessari leið. 
 Smám saman tók vindurinn völdin... heiðskírt og tiltölulega hlýtt... en sífellt hvassari vindur sem lamdi á manni og dró smám saman úr mönnum orku, kjark og anda. Siggi, bróðir Inga, sem er í góðu gönguformi en ekki gengið með hópnum fyrr, hafði lengi vel í göngunni barist við krampa í lærum og fór svo á endanum að fjórir sneru við á þessu kafla; Ingi sem fylgdi Sigga alla leið til baka og Björgvin, leiðsögumaður til að fylgja þeim bræðrum yfir sprungusvæðið og Guðjón sem annar maður með leiðsögumanninum svo hann kæmist við annan mann til baka í hópinn, en þeir bræður fóru þá einir niður um skriðjökulinn. 
			Þarna færðu menn stórar 
			
			fórnir
			sem var mikls virði því 
			þannig gat hópurinn í heild haldið áfram  En mikil var sorgin að sjá á eftir þeim félögum niður... 
			
			 Áfram héldum því tvær línur upp að Dyrhamri þar sem menn voru þá færðir til í hinar tvær línurnar... 
			Vinalínan 
			í fjarska... sér líf í hverri línu í þessum jöklagöngum og þarna vou 
			fleiri komnir í vandræði... Stelpulínan fremst og beið öðru hvoru eftir hinum... 
			
			 Dyrhamarinn magnaður framundan... 
			
			 Örn, Kristín Gunda, Helga Björns., Ragna, Stefán Alfreðs., Bjarni, Þorsteinn og Viðar leiðsögumaður. 
			
			 Og inn tíndist hin línan... Soffía Rósa hér og Gnýr með Svínafellsfjall ósköp lítið neðar. 
			
			 Útsýnið áfram gott í heiðskírunni og úrkomuleysinu... 
			
			 
			En það verstnaði með 
			auknum vindi hverjum metranum ofar...  
			
			 
			Krísufundur enn og aftur... 
			 Þarna vorum við í 1.809 m hæð með 11:27 km að baki á 9:08 klst. 
			
			 Skyndilega stóð Hnúkurinn þarna fyrir framan okkur... og við sáum eina línu silast upp hamarinn... hann var sárlega í nánast seilingarfjarlægð... og allir fengu aukaorku við þessa sýn og áfram var haldið í sirka hálftíma frá síðasta krísufundi... En þá var sumum öllum lokið í orkuleysi, vöðvaþreytu eða öðrum vandræðum og við sneru fimm; Guðbrandur, Gylfi Þór, Halldóra Þ., Hildur Vals. og Hjölli með Viðari, leiðsögumanni niður Sandfellsleiðina á meðan við hin héldum ótrauð áfram og vorum ekki tilbúin að snúa við að svo stöddu. Klukkutímaganga eða svo eftir á tindinn... við vorum viss um að við gætum klárað það... En þegar farið var upp á sjálfan hamarinn á Hnúknum skall á okkur stórskotahríð... hvílíkt klakahrönglið í vindinum að ekkert okkar hafði lent í öðru eins... Soffía Rósa fékk marblett utanvert á fótinn sem var til marks um hvílík högg þetta voru eftir á... þarna játuðum við okkur sigruð og snerum við... allir sáttir við að bardaginn var tapaður að sinni... Í fyrstu vorum við sátt við að hafa þó "komist á Hnúkinn" þó ekki færum við "á toppinn"... en fljótlega gerðum við okkur grein fyrir því að við yrðum einn daginn að klára þetta... 2.030 m var ekki nóg... við vildum auðvitað fá okkar kaffipásu upp á tindinum með útsýni yfir landið og miðin... hópmynd með fánanum okkar... sigurtilfinninguna á hæsta tindi Íslands... 1.110 m á gps-skjáinn... 
			
			 
			Niðurleiðin 
			var hröð og löng og lengi vel í hrikalegum meðvindi...  
			
			 
			Veit ekki hvort við 
			hefðum lifað af þennan 
			vind í fangið svona lengi
			 
			
			 
			Þessu ætlaði aldrei að 
			linna... og jafnvel þó útsýnið kæmi í ljós og það hitnaði með 
			lækkandi hæð  
			
			 
			Gylfi Þór orðinn 
			
			lasinn og við hlúðum að honum eftir bestu getu  
			
			 Talsvert neðar en í skarðinu þar sem menn losa línurnar vanalega fengum við okkur að borða við stóran stein sem tók smá vind fyrir nokkra... allir þreyttir og sumir lasnir... vökvaskortur, sykurskortur, þreyta... en andinn góður og ákveðin sigurtilfinning í hjartanu... þrekvirki mikið að baki... erfiðasta ganga hópsins frá upphafi og það fólust verðmæti í því að takast á við þessar víðsjárverðu aðstæður og standast þær... mikilvægt innlegg í reynslubankann sem ekki verður af þeim tekið sem í þessa göngu fóru... 
			
			 
			Dásamlegt að losna 
			við 
			línuna og geta 
			skoppað niður á grjóti í minni vindi og hvílt sig 
			svo í logninu við 
			nestishamarinn...  
			
			 
			Fótabað eða ferskt 
			drykkjarvatn... 
			 
			
			 
			Niðri 
			hvíldu 
			menn lúin bein, 
			 
			Þjálfarar fóru síðasta 
			kaflann niður í sínum göngutakti eins og aðrir í hópnum og nutu þess 
			að fá frí einu sinni frá því að fylgja fyrsta og síðasta manni þar 
			sem leiðsögumenn voru með í för sem báru ábyrgð á hópnum í heild en 
			það munaði u.þ.b.
			
			50 mín 
			á fyrsta (14:30 
			klst.) og 
			síðasta manni niður (15:20 
			klst.). 
			Jón Gauti 
			bað okkur um að panta sig 
			ekki 
			í þriðju ferðina á Hnúkinn...  
			Frábærir leiðsögumenn 
			allir þrír  
			
			 ...so close to the top... 
			
			 ...gps-prófíll þjálfara sem var neðsti maður í 13 manna hópnum sem sneri við á hamar Hnúksins... 
			
			 Í neðstu búðum beið okkar kokteilboð hjá þjálfurum... 
			
			 
			Þar sem Soffía Rósa 
			tók frumsaminn 
			söng um 
			fjallgönguklúbbinn og þjálfara hans  Þjálfarar verðlaunuðu Toppfara ársins 2008 sem átti að vera á dagskrá árshátíðar sem ekki varð... 
			Valið stóð milli 
			þeirra einstaklinga sem uppfylltu þrjú skilyrði;  Engum dylst óumdeilanleg hjálpsemi Inga gagnvart félögum sínum sem undirstrikaðist í þessari göngu þegar hann af fórnfýsi sinni fylgdi Sigga niður og því var Ingi vel að bikarnum kominn þó sannarlega eiga margir menn innan Toppfara ómældar þakkir skildar fyrir hjálpsemi þeirra gagnvart félögum sínum. Heldur flóknara var að velja konu sem uppfyllti ofangreind skilyrði því svo sannarlega eru þær margar í hópnum sem mæta vel, koma með jákvæðan anda inn í hópinn og eru boðnar og búnar fyrir hvað sem til fellur fyrir hópinn í heild eða félaga sína... þjálfarar sáu þá að einn mikilvægur þáttur mætti skiptir máli í starfsemi klúbbsins en það er hugrekki... Hugrekki þess einstaklings sem leggur af stað í göngur Toppfara án þess að vera fremstur eða í besta forminu því margar hverjar voru göngurnar árið 2008 krefjandi og erfiðar allan ársins hring við allar aðstæður, sbr. jöklagöngurnar, sumarferðirnar og vetrartindferðirnar. Skortur á sjálfstrausti og hugrekki veldur því að mörg konan situr heima þegar betur hefði verið af stað farið...og Þar stóð Halldóra Ásgeirs upp úr; kona sem á að baki margar af erfiðustu göngum klúbbsins án þess að kikna einu sinni, ævinlega með bros á vör og jákvæðni við allar aðstæður... slíkur andi er einstakur og þökkuðu þjálfarar fyrir hann með þessari tilnefningu. 
			Án einstaklinga eins 
			og Inga og Halldóru  
			
			 Sársvöng fengum við gott að borða og fórum yfir daginn. 
			Ha?... er Ísland í
			2. sæti í 
			Evróvisjón?...
			 Jú, mikið rétt.. Ísland í toppbaráttu eins og við fyrr um daginn og varð að sætta sig við annað sætið eins og við... 
			
			 
			Loks gæddum 
			okkur á afmæliskökunni í koníaksstofunni  
			
			 
			Ákveðið var að 
			gefast ekki 
			upp þótt á móti blási...
			 ...nú reynir 
			aldeilis á þrautsegju sem aldrei fyrr...  
			Nú þegar eru margir búnir að skrá sig að ári... 
			já, þetta er rétti andinn ! 
 | 
| 
 Við erum á toppnum... 
	hvar ert þú? 
 |