Tindferð
Lónsöræfi 4ra daga ferð
um Illakamb í Múlaskála, um Tröllakróka og á Sauðhamarstind
11. - 14. ágúst 2016

Hrikaleg ævintýri í Lónsöræfum
um Illakamb, Tröllakróka og Sauðhamarstind
í dásemdarveðri, tæru skyggni og yndislegum félagsskap
þar sem litir, form og áferð gáfu enn eina nýja upplifun í fjallasafn Toppfara

Sumarferðalag klúbbsins í ár heppnaðist sérlega vel í 4ra daga gönguferð um Lónsöræfi
þar sem gengið var frá Illkambi, um Tröllakróka og á Sauðhamarstind sem gnæfir yfir öllu saman...

...í frekar löngum og krefjandi tveimur gönguleiðum og tveimur léttum með allan farangur í Múlaskála
 þar sem alls kyns matarstúss gleymist aldrei eins og kökubakstur og varðeldur undir stjörnubjörtum himni...
í miklu betra veðri en áhorfðist... veðurguðirnir voru enn einu sinni með okkur eins og öll hin árin í löngu sumarferðunum...

---------------------------------------

Ferðalagið hófst fimmtudaginn 11. ágúst kl. 9:00 frá Reykjavík með viðkomu í Vík eða Kirkjubæjarklaustri eftir smekk
og endað á Pakkhúsinu Höfn í Hornafirði kl. 15:00... þar sem við höfðum pantað okkur af 4ra rétta hópmatseðli...
erskan fisk dagsins, fiskisúpu, humarpizzu eða kjúklingarétt...
en eitthvað skolaðist til með matseðilinn en það þýddi lítið að láta það slá sig út af laginu...

Næst áttum við stefnumót við Fallastakk á Höfn... þar sem jeppar í yfirstærðum biðu okkar í röðum
og menn röðuðu sé niður í þá eftir hendinni...

Sigga Rósa, Sigga Sig., Jóhanna Fríða, Helga Edwald, Valla, Jón og Súsanna fóru í þennan...

Pálín Ósk, Steingrímur, Guðrún Helga og Arnar Póllandsfarar í þennan...

Anna Elín, Guðmundur Jón, Katrín og Jóhann Rúnar í þennan...

... og Bára, Ester, Björn Matt og Ágúst með síðarnefnda í eigin bíl...

Eigendur Fallastakks... Laufey Guðmundsdóttir og ...en þau fara með ferðamenn um fjöll, jökla og firnindi á hverjum degi
 www.fallastakkur.is

Loks ókum við úr byggð og upp í óbyggðirnar... þetta lofaði sannarlega góðu... háskýjað, lygnt og hlýtt... rigning hafði verið í kortunum meira og minna dagana fyrir göngu en þó var alltaf smá glæta á laugardeginum... og það endaði í háskýjuðu veðri fyrstu tvo dagana og úrkomulausu... heiðskíru á degi þrjú og loks smá rigningu á heimferðardeg þegar okkur var nákvæmlega hvernig veðrið var... og já roki og rigningu þegar aksturinn tók við á degi fjögur á leið til Reykjavíkur... svo við máttum vera þakklát með glimrandi gott veðrið þessa helgina...

Mikið var skeggrætt um bílfærið yfir Skyndidalsá og inn að öræfum Lóns og sitt sýndist hverjum... sögur til að hinum og þessum venjulegu jeppum sem farið hafa þarna upp eftir... en allir heimamenn og jeppamenn sem talað var við vöruðu við ánni og fullyrtu að enginn færi þarna yfir nema á stórum dekkjum, 38+ og helst breyttum... það var spáð hellirigningu þennan fyrsta dag ferðarinnar, fimmtudaginn 11. ágúst... og við vorum því undir það búin að tefjast á leið inn eftir og þurfa að bíða eftir að það myndi sljákka í vatnsmikilli ánni... en það rigndi bókstaflega ekkert inn í öræfum þennan dag svo bílfærið yfir Skyndidalsá var með ágætum... því miður eiginlega úr því við vorum svona vel undirbúin :-)

Akstursleiðin inn í Lónsöræfi er ævintýri út af fyrir sig... enda oft gengin báðar leiðir...

Ágúst tafðist við aksturinn inn eftir vegna ofhitnunar í vélinni... en það fór allt vel að lokum og enginn að flýta sér...

Því innar sem við fórum því fegurra varð landslagið...

Aksturinn tók rúman klukkutíma að Illakambi...

...og þá tók við ganga í 2,1 km á rúmri klukkustund með allan farangur til þriggja nátta...

Litadýrðiní Lónsöræfum blöstu við okkur um allt... brúni, guli, grái, blái, græni, bleiki, hvíti...

Illikamburinn sjálfur ægifagur og hálf móðgaður með þessa nafngift...

Múlaskáli í sjónmáli ofan af kambinum og leiðin framundan blasti við... en hvar var farið yfir ánna?
brúin sást ekki og er ofar en skálinn...

Litið til baka ofan af gönguleiðinni á Illakambi...Sviptungnahnúkur með dökka hárið...

Leiðartungur árna í fjarska og Víðibrekkusker vinstra megin en ofan þeirra rís Sauðhamarstindur...

Fínn slóðinn niður af Illakambi... við veltum mikið fyrir okkur hversu erfið þessi leið yrði og hvernig haga skyldi farangri og grillkolburði... og heyrðum allt frá að þetta væri erfitt í að vera örstutt þar sem ekkert mál væri að fara nokkrar ferðir með farangur...

... við vorum sammála um að okkur dytti ekki í hug að fara nokkrar ferðir með farangur þarna um þó ekki væri leiðin erfið...
það var hluti af stemningu ferðarinnar að bera allt á bakinu þessa stuttu leið inn að skála
og láta þann farangur nægja í þrjár nætur...

Landvörðurinn var að setja upp stiga í slóðinni niður í eitt gilið og stiginn sá var orðinn nothæfur
þegar við komum til baka þremur fjórum dögum síðar...

Töfrandi friðsæld og dulúðugir litir um allt...

Smá klöngur hér niður að ánni en ekkert mál fyrir þá sem alltaf eru að klöngrast...

Snilldarbrúarsmíð en brúin sú er fjarlægð á hverju hausti og sett aftur upp að vori ? ATH!

Kaðlar til stuðnings... Ásdís skálavörður kom á móti okkur með þetta síðdegi með hvítan poka í stafnum sínum...
óhreinatau og fleira sem skyldi til byggða...

Girt kringum skálann og hliðið rammlæst...

Múlaskáli var fínasti skáli og rúmaði okkur ágætlega en við vorum 25 manns og fjögur kusu að tjalda frekar svo ágætlega rúmt var um 21 + leiðsögumanninn sem kom síðar um kvöldið og vildi sofa á svefnloftinu en ekki í 2ja manna frekar litlu kojunum sem voru tvær í tveimur herbergjum á neðri hæð - 2 x 4 x 2 = 16 manns eða 8 pör á neðri hæð og 14 manns uppi... það passaði fínt fyrir hópinn þar sem við vorum einmitt 8 pör, 8 konur og einn stakur karlmaður (Björn Matt) :-)

Við lendingu í skála fór Ásdís skálavörður yfir umgengnisreglur og frágangsmál í lok ferðar... hún skyldi sjá um þrif á wc og sturtum og við myndum ganga frá skálanum á sunnudeginum... ekkert rusl skyldi skilið eftir, hver og einn átti að taka allt sitt rusl... o.s.frv...

Fyrsta kvöldið var notalegt og stemningin þétt...
það var dásamlegt að vera komin í óbyggðirnar með þessu yndislega fólki og það var spjallað í öllum hornum...

Klukkan 22:00 voru kvöldfréttir og þá var mál að fara í rúmið...
leiðsögumaðurinn skilaði sér kringum miðnætti og þá voru flestir komnir í rúmið of sofnaðir :-)

Daginn eftir var vaknað kl. 8:00 eða fyrr eftir smekk... og lagt af stað kl. 9:11...

Það hafði rignt um nóttina og við vorum áhyggjufull yfir að fá ekki góðan göngudag...

... en um leið og við vorum lögð af stað... tóku flíkurnar að fljúga ofan í bakpokana... lygnt, hlýtt, úrkomulaust og háskýjað... ekki hægt að biðja um betra nema jú smá sól... sem kom svo sannarlega daginn eftir en þann dag var mikilvægara að fá heiðskírt veður þar sem okkar beið þá rúmlega 1.300 m hár tindur :-)

Þennan dag voru gersemar dagsins því Tröllakrókar og leiðin um litaspjald náttúrunnar...

Yndislegt, friðsælt, vinalegt...

Heilmikið klöngur og tæpistigur um allt...

... enda stórbrotið landslag og fjölbreytilegt frá upphafi til enda...

Keðjur á köflum en ekkert sem ekki var erfitt að fara um...

Elsku litla skinnið... ær sem hafði látist síðasta vetur líklega...

Sauðféð á svæðinu horfði hneykslað á okkur... það var ekki kominn tími á smölun takk fyrir !

Eftir ævintýralega göngu inn eftir gljúfrunum og upp grýttar brekkurnar tók heiðin við og þar var svalara og smá vindur...

... svo við leituðum skjóls fyrir góðan nestistíma...

Rikki dró upp súkkulaði frá árinu 2011... Perúsúkkulaði  sem lofaði ekki góðu og fór í ruslið ! :-)

Tröllakrókarnir voru handan við hornið og menn tóku mynd af sér við skiltið...

Þarna voru þeir...

Kyngimagnaðar bjargbrúnir...

... sem heilluðu okkur í dágóða stund...

Þarna hefði verið hægt að dóla sér lengi...

Hvílík ógnarstærð...

Endalausar myndatökur en myndavélarnar náðu engan veginn utan um umfangið á þessum stað...

Hópmynd... en við vorum bara svo smá...

Litið niður ofan af einni brúninni...

Tröllakrókarnir eru um 6 km langir og við gengum eingöngu hluta þeirra...

Niðri minnti landslagið á Stórurð... eina sem vantaði voru tjarnirnar...

Já, þetta var svona stórt !

Farið fram á brúnirnar á ýmsum stöðum...

... og litið til baka...

Við gengum samt ekki út á alla tanga... og hefðum eftir á að hyggja viljað ganga lengra og yfir á Tröllakrókahnaus...

Stundum var gengið meðfram bjarginu skagandi upp úr...

Jú, hópmynd hér !

Lilja H., Sóley, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Ágúst, Súsanna, Arnar, Björn Matt., Sigga Sig., Pálín Ósk, Steingrímur, Guðrún Helga, Ester, Valla, Jón, Sarah, Sigga Rósa, Njáll, Arna, Jóhanna Rúnar, Anna Elín, Rikki og Jón Bragason leiðsögumaður
en Bára tók mynd og Örn var ekki með í þessari ferð vegna annríkis.

Frá Tröllakrókum gengum við fram á brúnir Víðidals...

...sem gleymist okkur aldrei sökum sögunnar hans sem Jón rakti fyrir okkur í nestistímanum...
Væl og kvart nútímans bliknar í samanburði við þau harðindi sem Íslendingar máttu þola hér áður fyrr...
uss, hvað við megum skammast okkar stundum í samanburði við forfeðurna ! :-)

Upp úr dalnum varð að fara aftur yfir ásinn...

... þar sem nornabaugar urðu á leið okkar... ekkert okkar mundi eftir nafninu á þeim...

... en Jón mundi að þetta orsakast af sveppavexti...
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2809

Frá baugunum straujuðum við okkur yfir í litadýrðina aftur...

... með Axarfellsjökulinn fallandi niður í gljúfrin...

Mosagróið og grýtt til að byrja með...

... á brattri en öruggri leið niður...

... og svo var farið niður í litaspjaldið aftur...

Þetta var fegursti kafli göngunnar...

... síbreytilegir litir og fegurðin allt um lykjandi...

Aftur hópmynd og aftur vorum við allt of smá fyrir þetta landslag...

Þessi sóley var um allt á stöku stað... harðgerðari að sjá en sú algenga... hvað heitir hún ?

Við gengum niður með Leiðartungnagil á hægri hönd og Stórahnausgil á þeirri vinstri...

... og sífellt tók við annars lags fegurð eftir því sem neðar dró...

Þessi blái litur... og appelsínuguli... og græni... og grái... og hvíti...

Þétt lækkun og hér dreifðist vel úr hópnum enda erfitt að halda áfram í þessu töfralandi...

Skálinn þarna niðri úri á grasi grónu nesinu við ánna...

Hér hefði verið flott hópmynd ! ... eins og á nokkrum öðrum stöðum :-)

Sauðhamarstindur þarna í skýjunum hinum megin við gljúfrið...
já, þetta var vel valið... sólríkari dagurinn hentaði vel á morgun og þessi dagur vel á leið
þar sem allt sást í háskýjuðu veðri í um 1 km skyggni lóðrétt..

Klettar og klöngur...

Slóði alla leið og vel fært en það reyndi verulega á lofthræðslu þó það gengi almennt mjög vel...

Þessi niðurgönguleið gleymist aldrei...

Kamburinn sem nær áfram hinum megin um svokallað Kambsgil...

...en kambarnir þeir áttu eftir að heilla okkur upp úr skónum daginn eftir...

Við tímdum eiginlega ekki að láta gönguna enda... höfðum nógan tíma og vildum ekkert flýta okkur í skálann...

Orðið allt of heitt og við fækkuðum fötum...

Hver á sínum hraða síðasta kaflann og Jón leiddi Lilju niður og stjanaði við hana :-)

Litirnir...

Lækjarbotninn gulur og litirnir í Stórahnausgili ógleymanlegir...  hér hefði verið hægt að dóla sér lengi...

Vatnslítið í lækjunum...

Litið til baka...

Lækjarbotninn...

Síðasti kaflinn að skálanum meðfram ánni...

Það var erfitt að velja hvað ætti að taka mynd af...

Grýtt og tæpt á köflum utan í hlíðinni en alltaf öruggt...

Lending í skálanum í logni og hlýju veðri, engin úrkoma og skyggni gott þennan dag... þetta slapp ótrúlega vel...

Alls 16,1 km á 8:40 - 8:49 upp í 748 m hæð með alls hækkun upp á ... miðað við 199 m upphafshæð.

Alls kyns máltíðir eftir smekk hvers og eins um kvöldið og gaman að sjá hugmyndaauðgina og læra hvert af öðru :-)

Pálín Ósk og Steingrímur slógu klárlega metið í gourmet-stíl og voru með allt sem hugurinn og maginn girnist í þessari ferð...

Hann bakaði meira að segja súkkulaðiköku á grillinu þetta kvöld með þeyttum rjóma...
 

...sem var í fyrsta sinn sem það er gert í sögu skálavarðarins :-)

Heldur þröngt í kojunum á neðri hæðinni...

... en bara notalegt og vinalegt :-)

Við fórum snemma að sofa...
enginn íslenskur hópur farið eins snemma að sofa og við þetta kvöld að sögn skálavarðarins...
flestir komnir í rúmið milli níu og tíu... :-)

... en það var þess virði... því við vöknuðum við þetta daginn eftir... heiðskírt og fallegt veður...
innsæið sagði mönnum að okkar beið strembinn dagur... og það reyndist rúmlega það :-)

Morgunmatur í morgunsólinni... sól og blíða... þetta gat ekki verið betra :-)

Allir að gera sig klára fyrir göngu dagsins...

Helga Edwald, Jóhanna Fríða og Súsanna urðu eftir í skálanum vegna veikinda og meiðsla sem var mjög miður þar sem þetta eru dásemdargöngufélagar en þær nýttu daginn jafn vel og við engu að síður og nutu náttúrufegurðar Víðibrekkna sem eru fyrsti hluti leiðarinnar upp á Sauðahamarstind svo við gátum deilt botnlausri aðdáun okkar á Kambsgili eftir daginn... og þær voru jafn mikið í vímu og við eftir stórfenglegan dag í þessum öræfum Lóns...

Lagt var af stað kl. 9:13 en eftir á að hyggja hefðum við þurft að leggja fyrr af stað því þetta reyndist mjög langur dagur og seinfarin leið að hluta í öllu klöngrinu um hamrabeltið í stórum hópi... ein af mörgum lexíum sem alltaf koma upp eftir hverja ferð...

Náttúran í öræfunum...

Farið var yfir brúnna upp í Víðibrekkur...

Eiginlega er þessi kafli niður að brúnni meiri farartálmi fyrir lofthrædda en Illikambur...

... en þetta sóttist vel enda allir öruggir og sjóaðir eftir gærdaginn...

Þarna vorum við í gær...

Kaðallinn góður til stuðnings í þurru lausagrjótinu...

Gengið inn að Víðibrekkum með skálann hinum megin árinnar...

Þarna reis Sauðhamarstindurinn í skýjunum meira og minna þennan dag en stundum skýlaus...

Kristaltært loftið og náttúran í mesta blómanum áður en haustið tekur við...

Litið til baka með Gjögur gnæfandi yfir skálanum og Sviptungnahnúkur sem já, átti oft svæðið sakir svipmikillar áferðar :-)

Þarna var hann... tindur dagsins að lyfta af sér skýjunum...

Norðurtungnajökull... sem gaf fagran svip á þennan dag frá upphafi til enda...

Við vorum stödd í landslagi Víðibrekkuskers... þar sem djúp gil og skorningar voru um allt...

Leiðin ægifögur og síbreytileg...

Kambsgilið sker sig svo inn eftir öllu saman og það var tignarleg sjón sem blasti við þegar við gengum fram á það...

Sauðhamarstindurinn orðinn auður og Kambarnir í gilinu óborganlegir...

Við héldum áfram eftir notalega Kambsstund og fórum að læknum sem hugsanlega væri sá síðasti á uppleiðinni...

Fylltum því öll á birgðirnar sem mest við máttum enda mikið svitnað á leiðinni hingað til í 16 gráðu upphafshita...

Töfrandi fagurt gil eins og öll þessi leið...

Auka hópmyns þar sem tindurinn sýndi sig og við vissum ekki hvort veðrið myndi batna eða hvað :-)

Litið til baka...
litirnir á þessu svæði eru allt litrófið og alltumlykjandi fegurðin næst einfaldlega ekki á mynd þar sem hún er í tvívídd...

Jón Bragason var snillingur í þessari ferð og komst í heiðursmannatölu Toppfara fyrir að lóðsa okkur upp á eitt af fjöllunum sínum...
en við dýrkum hann og dáum eftir frábæra leiðsögn og félagsskap :-)

Skyndilega áttu hreindýr leið framhjá... og myndavél þjálfara var ekki nægilega snögg...
eða þ.e.a.s. síminn sem er ekki skemmtilegt fyrirbæri til að taka myndir í fjallgönguferðum :-)

Jú, það var vatn í þessari sprænu... ekki alveg þornuð ennþá... við fylltum aftur á í sama hita og svita dagsins...

Þessi leið minnti oft á uppgönguna á Dyrfjöll í Borgarfirði eystri...

Sami hráleikinn innan um dúnmjúkan skærgrænan dýjamosann...
með dökka klettana ofan í skýjunum með bláma himinsins að slá þau af sér...

Litið til baka...

Hamrabeltið er eina "hindrunin" á leiðinni upp á Sauðhamarstind...
um það þarf að finna góða leið sem Jón var með á hreinu...

Hvílíkt veður...

Útsýnið til suðurs niður að Lóni...
akstursleiðin okkar frá í fyrradag þarna fyrir neðan á bungum Kjarrdalsheiðarinnar...

Hér klöngruðust menn upp í snörpum bratta í mosa og grjóti sem minnti á klöngrið í Kirkjufellinu síðasta sumar...

Uppi var slóðinn mis-tæpur og fara þurfti varlega...

Líklega versti kaflinn hér þar sem vatnið rann niður á slóðann og slétti úr honum...

Mögnuð leið og við vorum algerlega bergnumin að fara þennan kafla...

Sjá vatnið renna niður hægra megin á mynd... já, þetta var oft ansi Dyrfjallalegt :-)
http://www.fjallgongur.is/tindur42_dyrfjoll_snaefell_060810.htm

Ágúst tók snilldarmyndir í þessari ferð eins og alltaf :-)

Útsýnið var magnað um Lónið sjálft og öræfin og fjallstindana allt í kring...

Það var ekki hægt að fara hratt yfir á þessum kafla... bara njóta :-)

Smá klettahaft er á þessum kafla sem ákveðið var að flýta fyrir með kaðli...

...þar sem hver og einn lóðsaði sig upp með honum...

... en um helmingur hópsins klöngraðist upp hérna hægra megin...

Á niðurleiðinni var þessi kaðall hins vegar alveg að gera sig því þá var sýnu verra að fara hinum megin...

Tindurinn skýlaus af og til.. en skýin voru þó öll í hrúgu meira og minna vestamn megin... það var vestanátt sem er hagstæðasta vindáttin á þessu svæði... fjöllin halda aftur af skýjunum og því var brjálað að gera hjá Sauðhamarstindi við að halda Lónsöræfunum sólríkum fyrir okkur þennan dag...

Og hann stóð sig svona vel... tandurhreint útsýnið austan við Sauðhamarstind og félaga...

Sunnutindur þarna lengst í fjarska fyrir miðri mynd...

Tröllakrókar og gönguleið gærdagsins þarna í fjarska...

Lengur Sauðhamarstinds... 
þjálfari var búinn að fiska út örugga leið þarna hinum megin en aðkoman er verri því fara þarf um gil upp og niður...

Nestispásurnar voru ansi margar í þessari ferð og dýrðin alla leið...

Við tók löng og brött grjótbrekka sem tók verulega í... bæði á uppleið og niðurleið...
nema við náðum reyndar að hlaupa niður hana til að byrja með í sæluvímu...

Hópurinn vel í takt almennt í þessari göngu og allir himinlifandi með blíðuna...

Þegar upp á öxlina var komið blasti þetta við... skýjað til vesturs í vestanáttinni...
Sauðhamarstindur og félagar voru virkilega að standa sig í að halda Lónsöræfum hreinum :-)

Frá öxlinni var sneitt niður með hlíðinni í átt að tindinum og farið upp vestan megin...

 

En til þess þurfti að fara yfir tvo snjóskafla...

Fyrst þennan litla hérna... sem við treystum ekki og fórum um grjótið á eða í jaðrinum... sem getur samt verið varasamt því oft er svellið verst undan skaflinum á jöðrunum... en þetta slapp vel og var svo freistandi því færið var léttara í snjónum en í grýtinu...

Stærri skaflinn var brattari og lengri...
og ekki treystandi eftir mat leiðsögumanns þar sem svellið lá undir blautum snjónum...
og því var farið í brodda...

... sem tafði kannski aðeins en allir voru skjótir yfir...

Útlenskt par sem tjaldað hafði einhvers staðar á leið inn í Lónsöræfoi deginum áður kom svo skokkandi framhjá okkur á skónum einum og gerðu svolítið lítið úr okkur gangandi á broddunum...

en í stórum hópi er öryggið fyrir öllu og þegar maður ber ábyrgð á hópnum þá er þröskuldurinn lægri með atriði eins og broddanotkun... þetta hefði eflaust sloppið vel án brodda... en reynslan er fyrir löngu búin að kenna manni að í svona sköflum getur færið breyst hratt og verið harðfenni í honum miðjum og þá er enginn að fara að segja á sig brodda...

... svo þetta var rétt metið hjá Jóni þó flestir hafi eflaust hugsað hvílíkur óþarfi þetta var...
enda sýndi atvikið á bakaleiðinni í litla skaflinum vel hvers vegna þessi ákvörðun um brodda er tekin...

Aftur úr broddunum og aftur með þá í pokann...

Við sniðgengum svo síðustu skaflana með því að fara neðan við þá og áfram inn eftir...

Þarna var tindurinn... þ.e.a.s. hinum megin við skaflinn sem rétt glittir í...
þessi hvassi hérna var aðeins lægri en sá hæsti...

Ansi grýtt á þessum efsta kafla en allir ólmir í að komast upp í sólina...

Þarna var hann... viðáttum stutt eftir... og horfðum á útlendingana veifa ofan af tindinum... þau voru mjög fljót í förum og gott dæmi um tímamismuninn þegar tveir hraðgengnir fara saman á fjöll til samanburðar við 23ja manna hóp...

Þessi skafl var á leiðinni upp síðasta kaflann...

Hann var mjúkur efst en frosinn neðar...
og ekki sjens að fara um hann á öðrum stað með góðu móti en þeim sem Jón valdi...

... og það gekk mjög vel í góðri mýkt...

Magnaður síðasti kaflinn upp...

Smátt og smátt vorum við skýjum ofar...

Berggangarnir eftir öllum hryggnum...

... og leiðin ævintýraleg svo minnti á Kerlingu í Eyjafirði...

Litið til baka á hina tinda Sauðhamarstinds...

Skýjafarið og bláminn lygilega fallegt yfir okkur...

Sjá tröllið í berginu... tindurinn þarna ofan á skallanum á honum...

Smá klöngur upp á efsta tind og menn völdu ýmsar leiðir eftir smekk...

Þokan sem sífellt skreið um efsta tind var því miður á staðnum þegar við komum...

... en skreið hratt um og fór stundum alveg...

... stundum að hluta...

... og alltaf hrópuðum við upp fyrir okkur þegar hún fór og við sáum yfir allt... meira að segja yfir á Snæfell sem trónir efstur allra á svæðinu... hæsti fjallstindur utan jökla á Íslandi... genginn í magnaðri ferð í ágúst árið 2009...

Magnað að vera þarna uppi og horfa svona yfir allt...

En þegar átti að taka hópmynd með Snæfell í bakgrunni þá skreið þokan enn einu sinni yfir...

Útsýnið niður austan megin... þegar myndavél þjálfara loksins kveikti á sér og tók mynd með þokuna aftur að skríða yfir allt...

Kyngimagnað umhverfi og við áttum góða stund þarna uppi...

Svo var tími kominn á að fara niður... þetta minnti á Heklu frá Næfurholti... löng ganga að baki og löng ganga framundan... en samt ekki í kílómetrum því á Heklu áttum við rúma 16 km að baki ogrúma 16 km framundan niður aftur... en þarna vorum við rúma 8 km upp og rúma 8 km niður svo í raun var þetta mun léttari ferð hvað það varðar en gönguleiðin sjálf og yfirferðin mun erfiðari hér sem skýrði þreytuna og tímalengdina á göngunni...

Niður fóru menn á þrjá vegu allavega eftir smekk...

... og svo aftur í sólina úr skýjaslæðunni efst...

Oh, í alvöru... skýlaus tindurinn og við ekki þarna uppi... en við fengum samt svona augnablik nokkrum sinnum þarna uppi...
bara svo örstutt í hvert sinn... æji... svona er þetta tindalíf :-)

Við vorum rösk til baka niður enda allir komnir í grillstuð...

Sólin farin að hníga all hressilega til hliðar...

... og litirnir eftir því í sólsetrinu sem bráðum kom...

Svo ólm vorum við að komast í grillið að menn tóku litla skaflinn um hann miðjan þrátt fyrir leiðsögn fararstjóra neðan við hann...

... sem endaði á að Sigga Rósa rann niður skaflinn og endaði í grjótinu niðri... slasaðist ekki en öllum var brugðið og Siggu Sig sýnu mest enda minnti þetta óneitanlega á slysið á Skessuhorni forðum daga árið 2010... þar sem Sigga Rósa rann fyrst og stöðvaði sig með ísexinni og var sett í band af Jóni Gauta til öryggis... en Sigga rann svo síðar af stað með ómældum afleiðingum og stórri björgunaraðgerð sbr. fyrri frásagnir...

Jón var ekki ánægður með þetta atvik enda hafði hann valið leiðin neðan með skaflinum til öryggis og því var það hópurinn sem elti hver annan og því var þetta ágætis áminning um að við eigum að fylgja fararstjóra þó manni finnist stundum mega fara aðra leið... það er einfaldlega hann sem ræður og við erum að ganga í hóp til þess að vera saman og fylgja þeim sem stjórnar... ekki það að við hefðum eflaust valið þennan skafl ef við hefðum verið á eigin vegum... en þá hefði okkar fremsti maður passað að allir tryggðu hvert spor svo lexían er líka sú að menn mega ekki fletja út spor í svona brekku og hugsa ekki til þeirra sem á eftir koma... heldur höggva sporin betur út með skónum sínum og jafnvel ísexinni svo allir komist klakklaust um sporin en ekki bara fremstu menn... það er nefnilega stundum verst að vera síðastur á sama hátt og það er stundum verst að vera fyrstur eins og í Sveinstindsferðinni í vor þar sem menn voru örmagna að spora út skaflana...

Í eftirskjálftum þessa atviks héldum við áfram inn í kvöldið sem varð ægifagurt...
sjá Snæfellið þarna vinstra megin !

... og önnur fegurð tók við á niðurleiðinni...

... með sólarlagsgeislana um allt... sjá Jökulgilstinda að skafa þarna upp úr...

...sem við eigum eftir að bæta í safnið síðar...

Snæfellið þarna lengst í fjarska...

Komin að klettahaftinu hér niðri á mynd...

Þetta gekk greiðlega með hjálp góðra manna...

... og eins gekk mun betur að fara um klettabrúnirnar...

... það mátti ekki gleyma að njóta útsýnisins...

Þessi brekka var mun greiðfærari en menn héldu.. og ágætis dæmi enn og aftur um að það var óþarfi að kvíða niðurgönguleiðinni sem einhverjir gerðu... þetta gekk allt mun betur en við héldum...

Já, þeir eru flottir þessir Jökulgilstindar... 1.313 m háir
og ætti að vera vel færir í góðum hópi einn bjartan síðsumarsdag þegar mest af snjónum er  farið af tindunum...
eða er þetta umhugsunarverð vetrar- eða vorferð?

Þessi niðurleið var geggjað skemmtileg... þeim sem fóru hana hlaupandi niður skriðurnar...

Gleðin glumdi og menn máttu vera ánægðir að sigrast á lofthræðslunni í þessari ferð sem reyndi verulega á slíkt...

Tindurinn kominn í frið og ró við skýin sem smátt og smátt þykknuðu og runnu saman...

Það húmaði að og kvöldkyrrðin tók við...

Síðustu geislar sólarinnar slógust um efst tindana...

... og við nutum þess að ganga í geislandi birtunni sem af þessu stafaði...

Leiðin niður í mót var einhvern veginn allt önnur en uppgangan... .

í raun mun öðruvísi en oft áður...

líklega af því degi var tekið að halla það mikið að aðrir skuggar og aðrir litir skreyttu hana til baka..

Lambatungnajökull í sólarsetrinu sem átti eftir að leika við hann fram eftir kvöldi þar til myrkrið tók endanlega við...

Komin niður að læknum...

... ótrúlega falleg leið um þessi gil öll á niðurleiðinni...

... ekki síst Kambsgilið sem fer í sérflokkinn í minningabankanum...

Sjá berggangana og skriðurnar niður að þeim...

Alveg magnað...

Þeir eiga að fá meiri sérstöðu á þessu svæði... vera jafn frægir og Tröllakrókar...

það er þess virði að dóla sér þarna um eins og Helga, Jóhanna og Súsanna gerðu á meðan við bröltum upp á fjallið...

Sólarlagið breyttist stöðugt...

Tröllakrókarnir þarna í fjarska...

Sviptunguhnúkur...

Menn voru mis fljótir niður og síðustu menn héldu nokkurn veginn hópinn...

... spjallið á svona niðurleiðum er ómetanlegt...

Kvöldroðinn áður en myrkrið tók yfir...

Loksins sáum við skálann... síðustu menn fóru aðeins styttri leið til baka... og runnu nánast niður skriðurnar sem sýndust ansi brattar séðar frá skálanum síðar um kvöldið og daginn eftir... fórum við virkilega þarna niður ?

Í skálann skiluðu menn sér upp úr níu og allt fram undir tíu... farið að rökkva en fínt að þetta dreifðist nokkuð í sturturnar og á grillið... stelpurnar þrjár höfðu sömu sögu að segja og við... mergjaður dagur að baki þar sem orka náttúrunnar gaf ómetanlega upplifun... og er ástæðan fyrir því að við erum að þessum þvælingi alltaf hreint :-)

Hjartansþakkir Jón Bragason fyrir magnaðar gönguferðir tvo daga í röð... mjög ólíkar en báðar dásamlegar hvor á sinn hátt... við eigum eflaust eftir að fara með þér aftur á fjall... þú ert hér með kominn í heiðursmannahóp Toppfara sem verður græjaður á afmælisárinu 2017 og innifelur alla þá leiðsögumenn sem við höfum fengið að njóta leiðsagnar frá, allt frá upphafi sögunnar... þá fyrstu Jón Gauta og Guðjón Marteins, síðar Róbert að ógleymdum perlunum í Frakklandi, Perú, Slóveníu og Nepal... :-)

Skemmtisögurnar flugu og við nutum kvöldsins í gleði, grilli og gamni...

Grillið fór strax af stað og var í gangi fram í myrkur...

Sumir borðuðu inni...

... aðrir úti við grillið og það voru alls kyns steikur í gangi...

Aðrir borðuðu úti og Rikki tók svo fram gítarinn og þá var sko sungið...

... þar sem varðeldurinn fór í gang úti í haga og frískustu menn vöktu fram eftir
við söng og spjall til eitthvað að verða þrjú eða svo :-)

Morguninn eftir var súld og rigning... en áfram lygnt og hlýtt... mikið vorum við heppin að hafa fengið hina tvo dagana... veðurspáin stóðst nokkurn veginn og við fengum enga rigningu nema smá þarna á leið frá skálanum með farangurinn í leið í bílana sem biðu okkar á Illakambi...

... en menn fóru hver á sínum hraða og síðustu menn skiluðu sér eftir frágang á skálanum...

Aksturinn yfir Skyndidalsá gekk vel... ekki mikið í ánni heldur í bakaleiðinni en mikið gott að vera á alvöru bílum...

Systrakaffi á leið í bæinn...
já, það var dýrmætt að vera án snjáldru og símans í þrjá sólarhringa og bara njóta þess að vera í fjöllunum með yndislegu fólki...

Alls 2,1 km tvisvar af og á Illakamb og um skálann með alls hækkun upp á 10 m niður eftir og um 150 m upp eftir,


16,1 km upp í 748 m hæð um Tröllakróka og Víðidal á 8:40 - 8:49 klst. með alls hækkun um 800 m ?

16,7 km á Sauðhamarstind á 11:49 - 12:39 klst. upp í 1.326 m með alls hækkun upp á um 1.300 m ?

Blá slóðin frá Illakambi - gula slóðin um Tröllakróka - bleika slóðin á Sauðhamarstind.

Takk elskurnar fyrir magnaða ferð enn einu sinni... þetta var dásemdin ein :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir