Dýrðarinnar göngudagar
Tvö af glæsilegustu fjöllum norðausturhluta landsins voru gengin 6. og 8. ágúst í ævintýralegri ferð sem aldrei gleymist... Gönguleiðin á Dyrfjöll var ægifögur og fjölbreytt frá fyrsta skrefi til þess síðasta og fjallasýnin slík að vart á sér hliðstæðu á Íslandi enda minnti hún okkur oft á Mont Blanc fjallahringinn frá því árið 2008... Gengið var á tindinn í þoku og engu skyggni en smám saman opnaðist útsýnið allt um kring og við fengum ólýsanlega fjallasýn ofan af hæsta tindi. Snæfellið var svo sigrað í mildu og lygnu veðri eftir heils dags bið í "efstu búðum", frábæra kvöldvöku og svefnleysi... að morgni sunnudags þar sem framundan var 700 km akstur heim... en við gátum farið sátt og sæl til byggða eftir tvö mjög ólík fjöll sem aldrei hverfa manni úr minni sakir áhrifamikillar fegurðar Dyrfjalla og ófyrirsjáanleika Snæfellsins sem veðurspár kunna greinilega ekkert á en gaf okkur loksins færi á sér og reyndist með léttari fjöllum þennan sögulega morgun heimferðardags þessa ævintýralega sumarferðalags ;-) -------------------------------------------------------- Ferðasagan í heild
Farið var úr bænum kl. 8:00 og komið við í Geirsbakaríi í Borgarnesi, Björn sóttur í Varmahlíð, borðaður hádegismatur á Greifanum á Akureyri og fengið sér ís á Mývatni... í sama blíðviðrinu og í fyrri ferðum hópsins...
Herðubreið vinkaði okkur alla leið upp á þjóðveg og þakkaði fyrir síðast...
Snæfellið bauð okkur velkomið og sagðist hafa beðið eftir okkur í eitt ár...
Dyrfjöllin heilsuðu að sama drottningar- og kónga-sið og höfðu ekkert að fela...
Gist var fyrstu nóttina að Eyjólfsstöðum sem er bændagisting í 9 km fjarlægð frá Egilsstöðum... gisting í hæsta gæðaflokki með helgum blæ þar sem Kristskirkjan er þarna og kapellan hluti af gististaðnum. Góður andi og allt til fyrirmyndar í aðstöðu, viðmóti og liðlegheitum. Þau hituðu fyrir okkur heitt vatn á brúsa að morgni, geymdu farangurinn okkar meðan við gengum á Dyrfjöll þó við gistum ekki aðra nótt og við fengum meira að segja að geyma viðkvæmar matvörur í ísköldum kæli áður en við héldum upp á hálendi. Sú þjónusta skipti sköpum við að halda salötum, rjóma o.fl. góðu standi í þetta langan tíma þar sem lofthitinn var hár fyrstu tvo dagana í ferðinni. Sjá vefsíðu þeirra: www.eyjolfsstadir.is - þau fá okkar bestu þakkir og meðmæli ;-)
Eftir langan akstur austur var fordrykkur úti í garði hressandi þar sem kvöldið var sólrík, hlýtt og lygnt...
Eftir tómatlauksúpu í
forrétt og barbeque-kjúkling í aðalrétt
Fram
kom hjá strákunum að
fjöldi manns á hæsta tindi Dyrfjalla hefði
aldrei verið slíkur sem í þessum hópi og því yrði gangan
söguleg
enda ætluðu þeir að koma fyrir
gestabók á tindinum þar sem fyrir
væru eingöngu tvær
glerkrukkur með nöfnum fyrstu manna á Súlu.
Já, var þetta verkaskiptingin...? áttu stelpurnar að sjá um nestið...? ;-)
Morguninn eftir var brottför kl. 8:00 og Dyrfjöllin veifuðu með léttum skýjum við glæstar dyrnar sínar...
Sýnin á þau var ekki síðri úr Vatnsskarði...
Þetta lofaði meira en góðu... logn. hlýtt og gott skyggni... Hvergi annars staðar í veröldinni vildi maður vera en nákvæmlega þarna þennan dag...
Wildboys stóðu undir nafni og voru með villtari merkingar á bílnum sínum en þjálfarar Toppfara:
Wildboys.123.is
Dyrfjallsfarar 20 Toppfarar frá suðvesturhorni landsins og 2 leiðsögumenn frá Egilsstöðum...
Bakkagerði í Borgarfirði eystri geislaði í veðurblíðunni...
Stikla þurfti yfir tvær sprænur í Jökulsá og fundu menn sér nokkra staði til að fara yfir.
Alma, Kristín Gunda, Áslaug, Björn, Gylfi Þór, Heiðrún, Herdís Dröfn
og Rikki...
Andstæður fjallamennskunnar a la Ásta Þórarins... bleikir plastvaðskór og hálkugormar...
Hin sprænan endaði á að lokka okkur til að vaða frekar en stikla yfir og var það vel... alltaf gott að dýfa aðeins tánni út í svalandi íslenskt vatn sem var aðeins gruggugt og látið nægja til drykkjar líka þar til við komumst í ferskara vatn ofar.
Efri: Bára,
Stefán A., Rikki, Peta, Sigga Sig., Björgvin, Heiðrún, Gylfi Þór,
Ellen María, Lilja Sesselja, Lilja K., Hjölli, Sif, Örn, Ásta Þ.,
Hulda, Súsanna, Áslaug, Skúli og Alma.
Dyrfjalllatindur...
sá sem almennt er genginn og þá aðallega af heimamönnum
Smám
saman gengum við úr brakandi sumarblíðu láglendisins upp í
hrjóstrugt
hálendisumhverfi fjallanna
Hrikaleg hamrabelti
Dyrfjalla gerðu okkur smá í nálægðinni
Í mótsögn var svo dúnmjúkur dýjamosinn utan um spriklandi sprænurnar sem gaf þessari gönguleið dýpt sem oft vantar þegar gengið er á há fjöll þar sem aðkoman ef gjarnan hrá í napurleika sínum þó falleg geti verið.
Hrikaleikur dyranna jókst með nálægðinni og skálarjökullinn kom smám saman í ljós. Við snjóröndina áðum við með góðum hádegismat áður en sjálf brekkan var gengin á tindinn.
Skúli og Óskar fóru á undan til að kanna aðstæður í fönninni og tryggja gott aðgengi að syllunni sem gefur mjög góða gönguleið upp í brekkuna og reyndist færið með besta móti, hvorki þörf á broddum né gormum... og við örkuðum af stað glöð í bragði. Ef
einhver rynni af stað væri ekkert fyrir neðan nema
grjóthnullungarnir þarna sem þyrfti að varast...
Klettasyllan
þar sem við fórum af fönninni... fönn sem var nokkrum metrum ofar
þegar strákarnir fóru þarna síðast um Sjá myndir úr þeirri ferð til samanburðar: http://wildboys.123.is/album/default.aspx?aid=183225 Og myndir úr fyrri ferð þeirra árið 2008: http://wildboys.123.is/album/default.aspx?aid=131763
Smá brölt en allt gekk framar vonum.
Syllan góða þar sem wildboys gengu undir fossasturtuna í fyrri ferð þeirra í sumar en var nú saklaus spræna niður bergið.
Eftir hana var þetta
auðgengið... upp þéttar brekkurnar sem voru
mosavaxnar til að byrja með Útsýnið magnað inn Borgarfjörð eystra með litfögur fjöll víknaslóða allt um kring.
Leiðin minnti á Skessuhorn í klettahjöllum sínum upp þétta brekku, en þó auðveldari og minni bratti en þar. http://www.fjallgongur.is/aefingar/12_aefingar_april_juli_2010.htm Smám saman opnaðist útsýni gegnum dyrnar þar sem Skúli upplýsti að Beinageitarfjall (1.110 m) væri (ekki í mynd).
Upp
í þokuna var svo gengið þegar komið var fram á brúnirnar sem hefðu
gefið okkur stórkostlegt útsýni Vatnsskarðsmegin
Aftur kom Skessuhornsgangan okkar frá því í júlí í hugann síðustu hæðarmetrana upp á tind... niðdimm þokan sem var svo nísk á útsýni og skyggni... með klettahjallana yfir manni á hægri hönd og tindinn einhvers staðar þarna falinn ofar fyrir framan mann...
Loks heyrðist kallað utan úr þokunni... Örn á hæsta tindi veifandi...
Og við sem aftar vorum tókum kipp síðustu metrana...
Tindurinn var ósvikinn... tignarlegur, seinkleifur og brattur svo ekki var pláss fyrir 29 stykki af Toppförum í einu efst... Þokan því miður enn við lýði þegar hópurinn kom sér þarna saman en þó náðist mynd af genginu...
Tindabrosin ósvikin á andlitunum... Kristín Gunda, Halldóra Þ., Sigga Rósa, Rikki í hvarfi og Björgvin...
Skyndilega opnaðist fyrir allt og skýin hurfu... þetta var galdrafengið og eins og viljandi gert af Dyrfjöllum... til þess eins að magna upp áhrifin fyrir okkur sem gengum upp í þoku og stóðum svo alsaklaus á tindinum og vissum ekki hvert við ætluðum þegar við sáum skyndilega vestur á Smjörfjöll og Hellisheiði við Vopnafjörð, Héraðsflóa við norðurströnd landsins, Vatnsskarð og víkurnar norðan Bakkagerðis og svo suðsuðaustur til hinna tindana í Dyrfjöllum þar sem dyrnar voru með Stórurð eins og gullkistu niðri...
Uppi voru glerkrukkur af fyrstu göngumönnum á Dyrfjöll. Í Árbók Ferðafélags Íslands frá 2008 um Úthérað ásamt Borgarfirði eystri, Víkum og Loðmundarfirði eftir Hjörleif Guttormsson má lesa að Norðmenn urðu fyrstir til að ganga á Dyrafjallatind (1.025 m) og í spor þeirra hafi komið Sigurður Guðmundsson, þjóðviljaritstjóri frá Kjólsvík árið 1930 og svo margir á eftir þeim, en hann er algengur uppgöngu enda auðgengnastur og rís næst Bakkagerði. Á Fremra og Ytra Dyrfjall hafi hins vegar færri gengið. Á Fremra Dyrfjall (1.074 m - Suðurtindarnir sem við gengum ekki á) gengu fyrstir þrír héraðsbúar sumarið 1952; Jóhann Ólason, Steinþór Eiríkssson og Vilhjálmur Einarsson, fyrrv. skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum og silfurmethafi í þrístökki á Ólympíuleikum í Melbourne 1956. Sama haust fóru tveir Borgfirðingar, Jón Sigurðsson á Sólbakka og Sigmar Ingvarsson á Desjamýri, fyrstir manna á Ytra-Dyrfjall - Súlu, hæsta tind Dyrfjalla (1.137 m - sá sem við gengum á) og skildu þar eftir krukku með nöfnunum sínum. Ekki fyrr en 14 árum síðar gengu tveir aðrir á þennan tind og eiga þeir hina krukkuna með nöfnum sínum; Sigurður Ragnarsson, Norðfirðingur og Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrv. þingmaður og höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2008 af þessu svæði, þaðan sem þessar upplýsingar eru fengnar. Báðar þessar glerkrukkur eru á tindinum og við skoðuðum þær í með lotningu...
Skúli og Óskar hafa grennslast fyrir um sögu fjallgangna á Dyrfjöll frá upphafi og m.a. rætt við ofangreinda menn sem fyrstir gengu á þau. Að þeirra sögn hefur aldrei fyrr viðlíka fjöldi manna gengið saman á hæsta tind Dyrfjalla og eingöngu er vitað um þrjár nafngreindar konur sem gengið hafa á hann til þessa og því bættust 20 kjarnakonur við safnið, en alls hafa hingað til eingöngu um 50 manns gengið á hæsta tindinn (1.136 m) og sú tala varð því alls um 80 manns eftir okkar göngu ;-) .. já, það fjallgöngur blómstra án efa þessi árin á Íslandi... Ganga dagsins var færð í letur þar sem fyrstu gestabókinni var komið fyrir á Súlu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig...
Í miðjum gestabókarklíðum fauk plastið sem var utan um gestabókina niður á syllurnar fyrir neðan tindinn og var nauðsynlegt að ná í það aftur þar sem bókin myndi ekki endast lengi vatnsvarin þarna uppi... strákarnir voru ekki lengi að græja línu á Skúla sem læddist niður með klettinum og náði í plastið... á meðan við hin stóðum skjálfandi niðri og þorðum varla að líta undan... Þeir félagar ætla sér að kynna Dyrfjöll fyrir öllum sem áhuga hafa á að ganga á þau, m. a. með skipulagðri ferð á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs þann 11. september: http://wildboys.123.is/page/26283.
Stórurðin skartaði sínu fegursta og fékk að vera með á einni hópmyndinni. Síðar í ágúst sama ár gekk Áslaug svo um hana af tómri nostalgíu og sendi okkur sms-skilaboð þar sem við vorum á göngu í Dyrafjöllum á Nesjavöllum fyrir sunnan á þriðjudagsæfingu þann 24. ágúst 2010:
"Hæ, er í Stórurð.
Leiðsögumenn Dyrfjalla, þeir Skúli og Óskar og þjálfarar, Bára og Örn.
Útsýnið niður Héraðsflóa að Smjörfjöllum, Hellisheiði og Vatnsskarði ofan af tindinum var áhrifamikið.
Björn var langflottastur... á sínu 71sta aldursári með forna ísöxi á bakpokanum frá miðri síðustu öld...
Leitað var til Björns um nánari upplýsingar um ísexina:
"Ég keypti exina 1955 í London þegar ég var á skátamóti í Gilwell
Park í útjaðri borgarinnar.
Eftir tindavímu í hæsta gæðaflokki var haldið niður að eiginlegum "dyrum" fjallanna... sem eitt sinn voru lokaðar með tröllslegum björgum Stórurðar...
Þetta var heilmikið brölt eftir hryggnum með þokuna á vinstri hönd svo ekki sást niður í Borgarfjörð en þeim mun tærara útsýni niður í Hérað og í átt að hvössum Suðurtindunum sem sveipuðu um sig dulúðugum þokuslæðingi og jók mögnuð áhrifin af fjallasýninni...
Stórurð í allri sinni dýrð.
Við vorum ölvuð af fegurðinni sem þarna ríkti og okkur setti hljóða á þessum stað.
Herdís Dröfn, Sigga Rósa og Sif í sælu fjallgöngumannsins.
Til baka var klöngrast um hrygginn þar sem fara þurfti um góðan klett en allt sóttist vel enda veðrið með besta móti.
Hryggurinn með hæsta tind Dyrfjalla í fjarska efst.
Við urðum að taka eina hópmynd með tindinn í baksýn...
Óskar og Skúli voru leiðsögumenn
okkar á Dyrfjöllum og eru hér með
heiðursfélagar
Toppfara
Við dvöldum í rúmar tvær klukkustundir uppi í tindunum og nutum alls til hins ítrasta í uppskeru-algleymi fjalllamannsins...
En
þetta var langur dagur í heild þar sem okkar beið sundferð á
Egilsstöðum og akstur upp í
Snæfellskála
En ævintýrið hélt áfram á niðurleiðinni og það sem ekki sást á leiðinni upp eins og Vatnsskarðið neðan við tindinn var sólargeislum baðað á staðnum þar sem við gengum í blindaþoku fyrr um daginn.
Myndefnið var magnað... Hrafnhildur með tindinn í baksýn...
Við renndum okkur... eða skíðuðum... eða klofuðum... niður með Fremra Dyrfjall og Stöpul - Suðurtindana í þokuleik...
Þetta var alpakennt ævintýri sem fékk okkur stöðugt til að staldra við og njóta...
Dyrnar í þokunni...
Suðurtindarnir eða Stöpul og Innra(Fremra)-Dyrfjall.
Klettasyllan góða í bakaleiðinni og snjóbrekkan orðin mjúk og enn greiðfærari en um morguninn.
Stöpull í Suðurtindum með jökulinn sprunginn í skálinni innst.
Við tók urðin niður á blómstrandi láglendið.
"Jökuldalsurð" sem undirstrikaði fegurð þessarar gönguleiðar um Jökuldal.
Mikilfengleikur hálendisins í hverju skrefi...
Perlurnar í Dyrfjöllum...döggin á dýjamosanum...
Mýkt mosans og harka hamranna í senn var eitt af því sem dáleiddi mann á þessari leið...
Aftur yfir ánna... ...og menn tóku á rás...
Lækjarsprænurnar voru ekki mikið mál á niðurleiðinni...
Frjóssemistákn Borgfirðinga...? Í Bakkagerði samanstendur íbúafjöldi mestmegnis af þremur fjölskyldum...
Ævintýri dagsins var alls í tölum 18,5 km á 9:45 - 9:59 klst. upp í 1.148 m með 1.105 m hækkun.
Gönguleiðin á korti.
Stórðurðin er merkt ranglega inn eins og stundum er með gps-kortin.
Í
bakaleiðinni var skrafað sem aldrei fyrr undir mýkjandi drykkjum í
háfjallavímunni
Eftir góða viðrun í í
heita pottinum
á Egilsstöðum var haldið til heiða
Hangkjöt og meðlæti
reitt fram á fimm mínútum í myrkrinu í skálanum...
Súsanna, Ellen María, Sæmundur, Kristín Gunda og Herdís Dröfn í öðru skálaherberginu... hvert borð var nýtt í 31 manna hópi.
Kvennaskemman var þétt setin á efri hæðinni... og stemmningin samheldin eftir því. Súsanna, Alma og Áslaug.
Um nóttina fór vindurinn að gnauða og hélt jafnvel fyrir okkur vöku þar sem ætlunin var að vakna kl. 7:00 og ganga af stað kl. 8:00 enda veðurspá góð... og þessi vindur ekkert í takt við spánna eða veðrið eftir miðnætti þegar við fórum í háttinn...
Við tók "dagur biðarinnar"... veðurspáin skoðuð á kortersfresti í tölvunni hans Gylfa og símanum hennar Báru...
Skálavörðurinn hringdi í
veðurstofuna
sem bað hana um að gá aftur
til veðurs þarna sem hún stóð og horfði á úfið Snæfellið með vindinn
gnauðandi um skálann...það gæti ekki verið að veðrið við
Snæfellsskála væri svona slæmt...
Menn gerðu sér ýmislegt til dundurs í biðinni eftir betra veðri... Björn og Rikki að kíkja í bækur.
Eldhúsið var alltaf fjörugt og hláturinn réð ríkjum þrátt fyrir allt. Prjónaskapur, lestur og gamansögur... Stefán A., Hildur Vals., Lilja K., Sigga Sig og Sigga Rósa.
Og ef menn vildu fá útrás fyrir keppnisskapið þá var farið í "svörtumaríu". Arnbjörg, Alma, Hulda og Sif.
...og
fann sér það til dundurs að fara "könnunarleiðangur" á Snæfellið...
Ingi, Skúlil, Óskar, Örn og Stefán Alfreðs.
Loks var okkur ekki lengur til setunnar boðið úr því bongó-bongó var ekki
að finna á Snæfelli þann daginn...
Fossinn var tilkomumikill og mannvirkið áhrifamikið.
Hafrahvammagljúfur var hyldjúpt af sorg...
Laugin í Laugarvalladal kom á óvart með brennheitum fossinum...
Og við sáum eftir því að hafa ekki tekið sundfötin með en létum okkur nægja að hrella saklausa ferðamenn sem þarna sátu og vissu ekki hvað þeir áttu að halda þegar hjörð af Íslendingum kom og tók myndir af þeim í íslensku náttúrulauginni...
Er leið á daginn var ákveðið að grilla og halda kvöldvöku snemma og sjá til með göngu um miðja nótt eða snemma morguns. Veðurspáin endalust endurskoðuð og varla hægt að taka mark á henni þar sem hún stóðst engan veginn þennan sólarhringinn en maður hafði það samt á tilfinningunni að það myndi lægja með nóttinni... Menn aðeins tvístígandi þar sem "kvöldvaka með öllu að hætti Toppfara var freistandi... en flestir ákveðnir í því að velja frekar "minni vöku og meiri göngu" en á endanum völdu fjórar að sleppa göngunni og njóta kvöldsins til hins ítrasta. Hinir létu sig hafa það að fara snemma að sofa undir kvöldvökunni eða ná í skottið á henni og svo einhvern smá-lúr fyrir Snæfellið...
Rikki hélt uppi stuðinu með frábærum gítarleik og ástríðu söngvaranna...
...og
söngurinn
hljóðnaði ekki fyrr en einhvern tíma um nóttina
þegar flestir voru farnir að sofa
Ræs kl. 4:00 og veðrið var með blíðasta móti... léttskýjað og lygnt. Þetta var augljóslega flott gönguveður og við köstuðumst öll á fætur og hugur var strax í mönnum... okkur myndi í alvöru takast að komast á Snæfellið áður en við færum í bæinn...
Gangan sóttist með ólíkindum vel þrátt fyrir svefnleysið.
Skýjafarið dulúðugt með fölskum skýfjöllum í morgusólinni ...
Brátt tók þokan við þegar gengið var inn í skýin en það var algert logn og fremur hlýtt miðað við að vera í þúsund metra hæð...
Örn lét Björn aldursforseta leiða gönguna til að stilla af hraða sem væri á allra færi, þar sem gengið var eftir svefnlitla nótt og mikilvægt að halda vel hópinn á svona háu fjalli þar sem þokan læddist um á köflum, og reyndist þetta fínasta fyrirkomuleg þar sem gangan varð fyrirhafnarlítil og ljúf á rólegum og jöfnum hraða sem hentaði vel hægari hluta hópsins. Virðingin fyrir aldursforsetanum var slík að minna þurfti en nokkurn tíma að stoppa menn af og vísa þeim aftar ;-)
Smám saman kom sólin í ljós og við gengum upp úr skýjunum svo landslag Snæfellsins birtist okkur.
Brattasta brekkan á leiðinni... var ekki brött og auðgengin...
Þarna var komin gjóla og við bættum á okkur fötum enda kólnaði með hækkandi hæð.
Frábært gönguveður og allir í góðum málum.
Smám saman kom jökullinn í ljós með tindinn falinn þarna rétt á bak við í nánast sjónmáli.
Jökullinn var ekki umfangsmikill og snjófærið eins og best er á kosið, ekki of hart né of mjúkt og hvorki þurfti brodda né legghlífar.
Óskar
fór á undan til að kanna færið og við komum á eftir án hjálpartækja
enda fínasti skafl
Lítið sást gegnum skýjabreiðuna sem lá neðar um allt en nokkrum sinnum sást þó aðeins niður á láglendið, m. a. niður á Hálslón og fagurmótaður tindur Herðubreiðar reis upp úr skýjunum... eins og til að vinka okkur og þakka fyrir síðast... þar sem nákvæmlega ár var síðan við stóðum þar á hæsta tindi og menn einsettu sér að koma með á Snæfell að ári liðnu...
Síðustu metrarnir upp á tindinn voru ljúfir...
Við vorum bókstaflega mjög "hátt uppi"... ekki bara landfræðilega / líkamlega í 1.833 m hæð heldur ekki síður á sálinni...
Okkur tókst þetta þrátt fyrir allt... krefjandi göngu deginum þaráður... brjálað veðrið sólarhringinn á undan... biðina allan fyrri daginn... svefnleysið um nóttina... með aksturinn heim framundan sama dag...
Snæfellsfarar
Efri:
Bára, Peta, Áslaug,
Hrafnhildur, Alma, Heiðrún, Sigga Rósa, Björgvin, Sif, Hjölli, Ingi,
Örn, Lilja Sesselja, Gylfi Þór og Rikki. Það var napurt á tindinum... -2°C og vindkæling... þetta var ekki fjarri Hvannadalshnúk í hæð...
Niður var farið á fótum sem svifu af sælu...
Fegurðin mótsagnakennd í frostinu efst og gróðrinum neðst með litríkum fjöllum á miðri leið.
Þetta gekk eins og í sögu og við renndum okkur niður snjóbrekkurnar tvær í sæluvímu yfir að hafa þrjóskast við að ganga á sjálfan kónginn... hæsta fjall Íslands utan jökla...
Ingi, Lilja K., Óskar, Örn, Skúli, Hjölli og Björgvin að mynda þá sem renndu sér niður á eftir þeim...
Fínasta færi.. varla var þetta aska frá Eyjafjallajökli... eða hvað?
Hryggurinn litríki sem gaman væri að ganga einhvern tíma niður um og enda niður í Þjófadölum...
"Desertinn" á miðri leið niður.
Alma kom með góða gátu sem hver? leysti fyrstur? Sig, Hildur, Vals. Sigga Sig., Rikki, Hrafnhildur, Arnbjörg, Alma, Björn, Hulda, Hjölli, Áslaug og Óskar.
Hulda, Hjölli, Óskar, Peta, Sæmundur, Heiðrún, Stefán A., Lilja K., Ingi og Skúli.
Ingi, Heiðrún, Gylfi Þór, Lilja Sesselja og Hrafnhildur.
Komin aftur að brekkunni góðu.
Þarna hlýnaði snögglega og við vorum smám saman komin í sumarið aftur...
Leiðin greið alla leið um góðan slóða. Lesa má um á netinu, í bæklingi um Snæfellsöræfi og í Jarðfræðilyklinum eftir Ara Trausta og Ragnar Th. Sigurðsson eftirfarandi: Snæfell er megineldstöð sem hlóðst upp á 400 þúsund árum og telst til flokks "Eldkeilna" en þær eru eingöngu fjórar virkar á Íslandi eða Snæfellsjökull, Hekla, Öræfajökull og Eyjafjallajökull.... Menn eru ekki sammála um hvort Snæfell telst til virkra eða óvirkra eldkeilna en lesa má að hún elsta eldkeila landsins. Snæfell heldur lögun sinni eins og eldkeilna er siður sem "hringlaga uppmjótt eldfjall sem gýs á löngum tíma og er með eldstöð með kvikuhólfi undir sem getur orðið mörg hundruð ára gömul" og hreykir sér hátt yfir umhverfið, þær íslensku yfirleitt 1-2.000 m yfir nánasta umhverfi sitt...
Mættum einum erlendum ferðamanni sem var einn á för og gekk greitt.
Vel greiddist úr mönnum síðustu kílómetrana enda beið okkar frágangur í skálanum áður en við kæmumst af stað suður...
Halldóra Þ., Súsanna, Heiðrún, Ingi og Sæmundur... komin með Snæfell í safnið...
Snæfellið var alls um 12,8 km ganga á 5:51 - 6:02 klst. upp í 1.846 m með 1.041 m hækkun.
Ganga sem var
gjörólík
Dyrfjöllum en jafn
sæt sakir hæðarinnar og fórnarinnar sem að baki
henni var. Ekkert var eins á þessum tveimur göngudögum nema sigurinn...
Heimferðin gekk eins og í sögu... fyrstu menn komnir um níuleytið í bæinn (þær sem ekki gengu á Snæfell) en fyrstu Snæfellsfarar komu í bæinn um tíuleytið og þeir síðustu um tvöleytið um nóttina... vaktin á mánudeginum fyrir þá sem hana þurftu að standa.. var unnin í sæluvímu fjallamannsins sem leggur allt á sig fyrir tindinn á enda... og maður hvíldi sig síðar í vikunni...
Allar myndir úr
ferðinni á myndasíðu Toppfara:
Frábært myndband
Áslaugar af ferðinni:
Vefsíða Skúla og
Óskars hjá Wildboys:http://wildboys.123.is/
Ferðasagan þeirra:
Vefsíða Borgarfjarðar
Eystra:
Vefsíða Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs:
Vefsíða Landsvirkjunar
og Kárahnúka: |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|