Tindur 13 - Fimmvörðuháls 14. júní 2008
Milli jökla á Fimmvörðuhálsi ... í blíðskaparveðri alla leið...
Tindur 13
var genginn
laugardaginn 14. júní af
29 Toppförum
undir leiðsögn þjálfara í sól og blíðu alla leið. Kvöldið var ekki
síðra en dagurinn og engin var rigningin fyrr en uppi á þjóðvegi á
heimleið á sunnudeginum og þá skildist öllum sem með voru í för
hvernig Þórsmörk er af mörgum talin fallegasti staður Íslands, jafnvel paradís á jörð.
|
![]() Tilheyrandi var Hvolsvallarpása. Komin vorum við í Skóga upp úr kl. 9:00. Í rútunni var farið yfir leiðina og þjálfari rifjaði upp minningar úr fyrri sambærilegri göngu yfir Fimmvörðuháls fyrir tólf árum með ÍR skokk en sá hópur hljóp yfir hálsinn kvöldið á undan okkur sem sýnir hve afstæð líkamleg geta er með reglulegri ástundun og þjálfun. Við gerum þetta auðvitað seinna... |
![]() Skógafoss sem fellur 62 m opnaði dyrnar fyrir leiðinni upp með Skógá sem nú skyldi fylgja nánast að upptökum á Fimmvörðuhálsi. |
![]() Sérstök byrjun og örugglega þung byrjun fyrir þá sem þarna fara um tiltölulega óundirbúnir.
|
![]()
Komin upp og orðin kófsveitt í hitanum... Fötum hent ofan í tösku og allt borið á öxlunum það sem eftir leið ferðarinnar... "Bára sagði að við ættum að vera með allt með..." Heiðskíra og brakandi blíða. |
![]()
Leiðin eftir Skógafossbrekkunni var þægileg og aflíðandi og hækkunin í metrum kom áreynslulaust upp að hálsinum. |
![]()
Daltindur (478 m) og Skógá. |
![]()
Hópurinn þéttur og sólbað á meðan. |
![]()
Íris Ósk og Ingi á góðu róli með nokkra myndatökumenn fyrir aftan sem nutu sín vel í þessari göngu. |
![]() Mýrdalsjökull framundan og einn af fossum Skógarinnar. Hestvaðsfoss? Hópurinn dreifðist mikið á leiðinni enda auðvelt að dóla sér á svona degi. |
![]()
Vinkonurnar Sigríður Kristín, Herdís Dröfn og Ásta með Daltind í baksýn. |
![]() Sjá hópinn liðast í röð eftir móberginu framar. |
![]()
Gljúfrið og klöngrið við nestisstaðinn. Hvað skyldi hann heita? |
![]()
Hér völdu sumir að fara efri leiðina en þessi sveik engan. Flottur útsýnisstaður á klettanösinni. |
![]() Hvílík fegurð... |
![]()
|
![]() Bára þjálfari fékk eina mynd af sér líka. Teygjusokkur á vinstra hné eftir fall í hádegisskokkinu fyrir 2,5 vikum... Það er hægt að haltra með staurfót yfir Fimmvörðuháls ef veður og ferðafélagarnir eru framúrskarandi... |
![]()
Nestisstund nr. tvö
móti sól í lungamjúkum mosanum. |
![]()
Landnorðurstungufossar og Kambfjöll framundan. Slóðinn vel
markaður í jörðina,
|
![]() Daltindur vinstra megin og Rauðafelll (Raufarfell?) hægra megin. Báðir jöklarnir sitt hvoru megin við okkur og magnað útsýni. |
![]()
Komin að brúnni yfir Skógá og snjóskaflar orðnir áberandi í landslaginu framundan. |
![]() Brúin yfir Skógá var byggð eftir banaslys 1999 þegar franskur ferðamaður reyndi að fara yfir ánna í vatnavöxtum og drukknaði, en áin var oft fararmálmi Fimmvörðuhálsfara áður en brúin kom. Flugbjörgunarsveitin undir Austur-Eyjafjöllum byggði nokkrar brýr í kjölfarið sem allar féllu undan snjóþyngslum vetrarins en þessi hefur haldið hingað til og byggir á reynslu...
Hér fylltu menn á vatnsflöskur í síðasta sinn og við tóku malarheiðar og snjóskalfar. |
![]() Gengið með veginum í Landnorðurstungum upp að hálsi. |
![]() |
![]() |
![]() Rautt þak Baldvinsskála í fjarska. Fjarlægðirnar afstæðar og leyna á sér en í logninu og sólinni var þetta hinn notalegasti göngutúr. "Svakalega vorum við heppin"... veit ekki hve oft maður tautaði þetta á leiðinni þennan dag... Var rjúpan með í för ? |
![]() Gengið frá veginum styttri leið að skálanum og hópurinn kominn í einn skaflinn. |
![]() |
![]() Vaðið er ofar brúnni sem gengið var yfir áður. Skálinn heitir í höfuðið á Baldvini Sigurðssyni frá Eyvindarhólum sem á að baki margra áratuga starf gjöfult fyrir björgunarsveitina undir A-Eyjafjöllum. |
![]()
Næring, sólbað, hvíld og önnur umsýsla í sól og blíðu.
|
![]() Fleiri hópar voru að ganga þannan dag, Skýrr, Landsbankinn, Útivist, Ferðafélagið... o. fl. en við sáum hópa á eftir okkur sem náðu okkur einhverjir í lokin. Þá voru einstaklingar og smærri hópur við skálann um leið og við, en við áttum óvart svæðið með stærðinni. |
![]() |
![]()
Veðrið svo gott að þessi kuldalegi staður og eitt mesta veðravíti á Íslandi var friðsæll og gullfallegur... |
![]() Skáli Útivistar til austurs (ekki á mynd) og ofar á svæðinu en hann var reistur á rústum gamla skálans sem Fjallamenn reistu undir stjórn Guðmundar frá Miðdal og Soffía Rósa las upp fyrir okkur fróðleik um á heimleiðinni. |
![]() Blíðan marraði í lofti, láði og legi... |
![]() Halldóra Ásgeirs og Helga Sig. sem báðar toppuðu hann með hópnum í apríl og vissu upp á hár hvernig það er að standa þarna á Hámun di og á Goðasteini og líta til Vestmannaeyja... |
![]() Fimmvörðuhálsinn í góðu skapi á góðum degi með góðum hópi: Oddný, Kristján, Ingi, Sigríður Kristín, Herdís Dröfn, Stefán Jóns., Björn, Guðjón Pétur, Hrönn, Örn, Soffía Rósa, Jón Ingi, Ásta, Grétar Jón, Hjörleifur, Íris Ósk, AlexanderRannveig, Guðbrandur, Kristín Gunda, Helga SigÞorbjörg, Ragna, Guðmundur Ólafur, Hilma, Roar, Halldóra Á. og Hugrún. Bára tók mynd. |
![]() Allir að upplifa útsýnið og veðurblíðuna á þessu svæði í fyrsta skipti svona einstaka. Þeir nítján sem gengu hálsinn í fyrsta skipti vissu eiginlega ekki hve heppnir þeir voru... |
![]() |
![]() Best að laga slíkt strax, það voru þó nokkrir kílómetrar að baki enn.. Guðmundur Ólafur að baki okkur en hann plástraði sig líka og var fljótur að ná okkur. |
![]() Farið að glitta í fjöllin í norðri. Hitamælir Roars (digital) mældi 11,9-12°C í skugga við vörðuna á hálsinum og 8,8°C þegar við vorum stödd á stóru fönninni og það dró fyrir sólu. Lofthitinn var það mikill að við fundum kuldann sem stafaði af snjósköflunum og það munaði um það hvort maður stóð í skafli eða hitasæknu hrauninu. |
![]() |
![]() |
![]() með Mýrdalsjökul í baksýn. Þau eiga ógrynni fjalla og staða að baki, búa yfir reynslu og neista þeirra sem víða hafa farið og eru einstaklega góðir ferðafélagar. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Hér bar maður á sig sólarvörn og fann að maður var farinn að brenna... |
![]() |
![]()
Guðjón Pétur á einum
af mörgum útúrdúrum sínum að komast nær
Mýrdalsjökli í allri sinni
dýrð. |
![]() Við Bröttufannarfell (1.053 m) þar sem minningarreitur var af þeim sem fórust á hálsinum 1970 og þjálfari minntist á á leiðinni austur, en frásögnin af þeim atburði var svo lesin í heild í rútunni í bakaleiðinni. |
Ólýsanlegt og orðlaust...
Tindfjallajökull vestar út af mynd, Þórsmörkin og Fljótshlíðin til suðurs. Almenningar, hálendi Fjallabaks til norðausturs alla leið að Hrafntinnuskeri og Laugavegurinn því að stórum hluta fyrir framan okkur. Rjúpnafell og Hattfell í fjarska fyrir miðju og fleiri fjöll og garðar. Jöklarnir sem fyrr til beggja hliða og af Mýrdalsjökli gengu nokkrir skriðjöklar; Hruna-, Goðalands-, Tungnakvíslar-, Hrútár-, Krossár-, og loks Merkurjökull svo beint í austri. |
![]() Brattafönn næst á dagskrá og svo Heljarkambur. Frábært að sjá leiðina svona óþokaða og geta stimplað hana inn í minnið óskerta. |
![]() Útigönguhöfði (805 m) sem hægt er að ganga um niður í Bása en þar eru keðjur og bratti og gaman að prófa síðar. Hér renndu menn sér niður Bröttufönn og gekk misvel. |
![]() |
![]() Læknirinn plástraði sárið og hjúkrunarfræðingurinn tók mynd... hlýtur að teljast að vera í góðum höndum. |
![]() |
![]() Menn fóru þó margir frekar gegnum hraungatið enda veðrið gott, bara gaman og ekkert stress.
|
![]() Ingi sem klettur með Erni að passa hjörðina.
|
![]() Örugglega ekki árennileg leið í roki, rigningu og þoku. |
![]() |
![]() |
![]()
Lagtí hann inn á
Morinsheiði.
|
![]() Foldirnar framundan og Kattarhryggirnir svo í restina... Það er þess virði að ganga Morinsheiðina út á fremstu tá því þar gefst útsýni austur að Mýrdalsjökli, yfir Guðrúnar- og Teigstungur þar sem Krossárjökull fellur niður úr jöklinum. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Tindfjöll í Þórsmörk (628 m) hæst og Tindfjallajökull aftar. Strákagil svo vinstra megin þar sem kattarhryggirnir liggja niður að. |
![]() |
![]() Hópurinn dreifðist hér en vel gekk að fara yfir hina illræmdu hryggi sem ekki voru svo ógnvænlegir þega á reyndi fyrir flesta. Ein fór þó á fjórum fótum og yfirsteig þar á meiri ótta en allir hinir og stóð sigri hrósandi á eftir. |
![]() |
![]() Oddný og Krisján. |
![]() Hann ásamt Erni vék ekki frá neinum fyrr en allir voru komnir yfir og skiptir slíkur stuðningur miklu máli fyrir þá sem tóku á stóra sínum á þessum kafla leiðarinnar. |
![]() |
![]() Þetta var ekki eins slæmt og lýsingar hafa trauðla gefið í skyn en auðvitað er þetta afstætt og getur verið erfitt fyrir einn þó ekki sé það fyrir annan. |
![]()
Önnur leið niður í Bása er með Strákagili og væri gaman að prófa hana síðar. |
![]() |
![]() |
![]() Grillilmurinn blandaðist svo birkiilminum og það var alveg ljóst að Þórsmörk er einstök vin í eyðimörk hálendisins. |
![]()
Fimmvörðuhálsinn haltrandi á einum fæti annars vegar og með hendur í vösum alla leið hins vegar... allt hægt þegar veðrið er eins og á Spáni... |
![]() |
![]() Fálkahöfuð - móbergskletturinn fremst á Kattarhryggjum. |
![]() Komin niður í Þórsmörk og farið yfir göngubrú Strákagilslæks innst í dalnum. |
![]() |
![]() Finna sér næturstað... Hvíla lúin bein... Viðra daginn með félögunum... Skella sér í sturtu... |
![]() Fá sér einn volgan til að mýkja sig...
Það var slökun og ró í loftinu... Enginn að flýta sér... Kvöldið var ungt með sólina enn á lofti og blankalogn.
|
![]() Einstakar stundir eftir dag eins og þennan. |
![]()
Guðjón og Ingi fengu grillkjötið sitt með manninum hennar Ástu sem kom í Þórsmörk um kvöldið en annars ætlaði bílstjórinn að kaupa fyrir þá. Hilma gleymdi svo hluta af sínu nesti en naut skilnings og gjafmildi þeirra félaga í staðinn. Ekkert mál, maður bara reddar svona óhöppum... |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Smám saman tíndust menn í háttinn en aðrir vöktu aðeins lengur. |
![]() |
![]() Ingi sigraði Útigönguhöfða (805 m). Guðjón Pétur gekk Réttarfellið (509 m). Bára, Ragna og Örn fóru Bólfellið (... m). Soffía Rósa skoðaði sig um kringum Réttarfellið og... ? Hjörleifur fór Kattarhryggina áleiðis á fremstu tá Morinsheiði en varð frá að hverfa vegna tímaskorts. Björn lagði á
Valahnúk við Húsadal en varð líka frá að hverfa þar sem göngubrúin
lá ekki yfir Krossá og kom svekktur til baka. |
![]() |
![]() |
![]() Útsýnið af Bólfelli... |
![]() |
![]() Skálinn á leiðinni niður. |
![]()
|
![]() Það eru sterk skil á sumum eftir þennan dag sem verða allt sumarið að fara... |
![]() Hugrún kom inn í ferðina sem staðgengill Báru þar sem allt útlit var fyrir að hún kæmist ekki í gönguna vegna hnémeiðslanna. Hún var góður fengur fyrir hópinn þó Bára færi svo með þar sem hún fræddi okkur um allt mögulegt á leiðinni og féll vel inn í hópinn. Vanur fararstjóri og leiðsögumaður þar á ferð með dýrmæta reynslu úr ferðamálageiranum frá unglingsaldri. Við bara vonum að hún komi aftur með okkur...
|
![]() Hópferðamiðstöðin Trex fluttu okkur með dyggri þjónustu Egils, bílstjóra sem var hinn ljúfasti í ferðinni og með liðlegheitin á hreinu. Heimleiðin var góð... Kærkominn fróðleikur frá Hugrúnu um jökla, Heklu, Suðurland o. fl., sláandi upplestur Báru af banaslysinu á Fimmvörðuhálsi, óvæntur og fræðandi upplestur Soffíu Rósu af Guðmundifrá Miðdal, hádegismatur á Hvolsvelli og hvíld. Rigningin á Suðurlandsvegi minnti á hve mikil veðursæld ríkir í Þórsmörk því þar er oft logn, þurrt og sól þegar blæs og rignir við ströndina þó þar geti líka ríkt hinn versti vetur með hætti hálendisins sem liggur allt um kring.
|
![]() Fimmvörðuhálsinn reyndist okkur 24,4 km í heild á 9:55 klst. síðustu menn upp 1.053 m með hækkun upp á 1.019 m. Frábær helgi að baki og ómetanlega góður göngudagur kominn í minningabankann af einni fallegustu gönguleið landsins. Það var hreinlega ekki hægt að fá betri dag til göngu á Fimmvörðuhálsi... Varðveitum þennan dag til æviloka...
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|