Esjuljósagöngur á Vetrarhátíð Reykjavíkur
Laugardagskvöldið 9. febrúar 2008
Laugardagskvöldið 14. febrúar 2009
Raðast eftir tímaröð
E S J U L J Ó S A G A N G A N...
Á
Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar
Laugardaginn 14. febrúar 2009
... gekk eins og í sögu... ... went well...
Alls mættu
82 manns
í gönguna á aldrinum 6 - 70 ára og fóru
5,1 km
leið á
1:55 - 2:05 klst.
upp að áfanga fjögur í
395 m
hæð með 385
m hækkun í
lygnu og hlýju veðri og góðu göngufæri. Vel heppnuð gangan þar sem veðrið lék við göngumenn í heldur miklu myrkri vegna snjóleysis... en frábær frammistaða og fallegt kvöld í gleði og stjörnuljósum á niðurleið...
A total of
82 people
took part in the hike from age 6 to 70 years old and went
5,1 km
in 1:55 - 2:05
hrs. upp to
post four in altitude of
395 m
above see level from a 10 m starting point, in a still and warm
weather and good hiking conditions. A successfull and enjoyfull hike where the weather was good but darkness more than was hoped for due to a lack of snow... yet great performance and a beautyfull night with starlights and high spirits on the way back... Kærar þakkir fyrir kvöldið... Sincere thanks for the evening...
---------------------------------------------------------------------------------- ... nánar er komið... later is here...
Toppfararnir klárir í
slaginn að bíða eftir rútunni ásamt fjórum af fimm börnum sem tóku
þátt í göngunni. Efri frá vinstri: Stefán Alfreðs., Sigríður Sig., Linda Lea, Björn, Örn, Gylfi Þór, Hjölli, Ragna, Hrafnhildur, Helga Sig., Roar, Þorleifur og Bára. Neðri frá vinstri: Hildur Vals., Þorbjörg, Íris Ósk, Irma, Einar Logi, 8 ára, Jóhanna María, 8 ára, Sandra, 6 ára, Jón Tryggvi og Jóhanna 9 ára.
Lagt var af stað kl. 18:42... tæpum
klukkutíma eftir sólsetur í ljósaskiptunum...
Veðrið milt, lygnt og
hlýtt en allt of mikið myrkur í snjóleysinu...
The weather mild, warm
and still but much to dark due to the lack of snow...
Þessi ganga undirstrikaði vel að snjórinn er besti birtugjafinn að vetri til... ef maður þyrfti að velja þá myndi maður frekar velja snjó yfir öllu en höfuðljós á enni...
These hiking
conditions pointed very well out how much light the snow brings by
not being there that night...
Gönguform þátttakenda var misjafnt og búnaður einnig en almennt var ástand þátttakenda gott og vel tókst að halda hópinn. Þó eru alltaf einstaklingar innan um sem ekki skilja að í hópi þarf að taka tillit til þeirra sem komast ekki eins hratt og fremstu menn og að best er að ganga hægar til að stytta stoppin... The physical condition of the participants varied and also how people were equipped but as a whole all went well and we could keep the group together. Yet there are always people amongst such a group that do not understand the importance of consideration towards those not fit enough to follow the fastest part of the group and that it is best to just walk a bit slower to shorten the stops...
Hópurinn var þéttur reglulega og tók góða pásu hér með borgarljósin í fangið við brúnna. The group was gathered together regularily, here by the bridge armful by the city lights of Reykjavík...
Hluti af hópnum í hópmynd en í myrkrinu var ekki hægt að taka mynd fjær af öllum og því varð þetta besta myndin... A part of the whole group but due to darkness it was not possible to take a larger photo of the whole group any farther so this turned out to be the comparatively best photo.
Færi gott eftir rigningar síðustu daga... snjórinn því miður farinn og autt að mestu og blautt með leirdrullu eða blautum mosa/grasi og svo snjóskaflar öðru hvoru og stöku hálkublettr. Hiking conditions better than we expected after rainy days towards the weekend... the snow unfortunately gone and the path muddy at times, snowdrifts at times and a bit slippery at times.
Komið var að áfanga fjögur í 395 m hæð eftir rúma klukkustund og var stemmningin góð í hópnum. Þjálfara höfðu þá þegar tekið þá ákvörðun og tilkynnt í byrjun göngunnar að eingöngu yrði farið að áfanga fjögur þar sem samsetning göngumanna væri slík að ekki væri tækt á að ganga upp að steini. We arrived at post four in an altitude of 395 m above see level after a little more than an hour hiking with a cheerful mood in the group.
Guides had already
decided and announced at the beginning of the hike that we would
only hike up to post four and not up to the rock since tha
combination of the hikers was such.
Allir slökktu ljósin í myrkri mínútu og nutu kyrrðarinnar við klettana og fjarlægðarinnar við borgarljósin...
Everybody turned off
their lights in the minute of darkness and enjoyed the silence of
the cliffs below
s in
Niðurleiðin var rösk
og á hraða hvers og eins í frelsi fjallgöngunnar...
Down we went, each one
on their own speed in the freedom of hiking...
Yngstu hetjur kvöldsins...
Mikael Jóhannsson, 7
ára Hjartans þakkir allir Toppfarar og þátttakendur fyrir frábæra göngu í myrkri með ljós... Our deepest thanks to you Toppfarar and participants for a splendid hike in the dark with lights... |
Esjuljósagangan
Tæplega 50 manns mættu að meðtöldum 12 toppförum á aldrinum 13 til 70 ára og voru nokkrir erlendis frá. Veður slapp fyrir horn fyrir göngumenn sem var anzi vel af sér vikið miðað við veðurhaminn þessa helgi og veðurspánna þetta kvöld. Gengið var upp að áfanga fjögur í 391 m hæð eftir um 380 m hækkun og varð gangan í heild 5,2 km á 1:57 - 2:03 klst. Frábært kvöld með framúrskarandi fólki sem stóð sig eins og hetjur. |
Lagt
var af stað í ljósaskiptunum Gengið var fremur rólega og hópurinn þéttur öðru hvoru, en það kom á óvart hve viðstaddir héldu vel áfram alla leið og fór svo að allir gengu alla vegalengdina án nokkurra vandræða. Ljósakeðjan var falleg á að líta og einstakt að sjá ljósaorminn liðast upp eftir Esjuhlíðum með borgarljósin í baksýn... fyrst í ljósaskiptunum og svo í myrkrinu. Færið var gott, snjór yfir öllu en þó stöku hálkublettir eftir vatnsviðrið síðasta sólarhring. |
Við áfanga fjögur við vaðið yfir Mógilsá var áð með nesti og hvíld og var létt yfir fólki, allir ánægðir með það sem að baki var, 2,3 km í 391 m hæð. Þar sem veðrið var fremur víðsjárvert þetta kvöld, fínasta gönguveður svona lungað úr kvöldinu en með reglulegum hryðjum sem gengu skyndilega yfir hópinn svo varla sást út úr kófinu, var afráðið að ganga ekki upp að steini í þetta skiptið, enda ekki ráðlegt fyrir óvana við þessar aðstæður. Flestir viðstaddir voru sammála þessari ákvörðun og éljagangurinn sem hófst strax á niðurleiðinni í hvössum mótvindi undirstrikaði réttmæti ákvörðunarinnar. |
Meðal
leiðangursmanna þetta kvöld voru fjórir unglingar, þeir Hugsanlega fjallgöngumenn framtíðarinnar... komust allavega að því á eigin skinni hvernig Esjan reynist í vetrarveðri og myrkri, hér með reynslunni ríkari en flestir aðrir... Á niðurleiðinni skyggði talsvert á að leitað var að fjórum ungum mönnum sem lentu í sjálfheldu í hömrum Esjunnar og voru björgunarsveitarmenn fljótlega uppi um allar hlíðar í leit að þeim. Sem betur fer fundust þeir heilir á húfi síðar um kvöldið í Gljúfurdalnum. |
Niðurleiðin var greið og fljótfarin. Að baki voru 5,2 km upp í 391 m hæð með hækkun upp á 380 m. Geri aðrir betur á kvöldi sem þessu... Þjálfarar vilja þakka þeim frábæru toppförum sem voru leiðsögumenn með þeim þetta kvöld og gerðu þessa göngu mögulega (og takk Gylfi Þór fyrir móralskan stuðning með því að kíkja lasinn við): Efri frá vinstri: Örn, Grétar Jón, Roar, Halldóra Á., Þorbjörg og Íris Ósk. Neðri frá vinstri: Bára, Jón Tryggvi, Helga Bj., Helga Sig., Jón Ingi og Ketill. Þúsund þakkir elskurnar...
74 myndir á myndsíðu
Gallerí Heilsu |
|
|