Tindferð 198
Syðsta súla og Miðsúla í Botnssúlum
laugardaginn 23. maí 2020
Miðsúla og Syðsta súla á hæstu og svo bröttustu Botnssúluna ... tvö erfiðustu Þingvallafjöllin af 40 talsins eins og stefnir í ... Alpakennd, krefjandi og kyngimögnuð ferð á hæstu Botnssúluna og svo á þá bröttustu Margir Toppfarar safna nú öllum fjöllum og fellum á Þingvöllum sem eru óðum að nálgast 40 talsins Hér vorum við síðasta laugardag í apríl... Óvenju mikið af gestum í þessari göngu... sem samanstóð af þaulvönum Toppförum, nýliðum og svo gestum sem voru að hluta gamlir Toppfarar... þær Ágústa og Valdís sem var mjög gaman að hitta aftur... og svo gestirnir Brynhildur Thors vinkona þeirra stallna, Sóley Birna Hvanneyringur ættuð úr Lundareykjadal sem kom ein og þekkti engan í hópnum og er ekki að ganga með öðrum hópum, vinkonurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Sunna Diðriksdóttir og loks börnin þeirra Gunnars og Maríu Elíasar; Elísabet og Jökull... Allt frábærir gestir sem var sérlega gaman að kynnast og öll stóðu þau sig prýðilega og fóru öll upp á Miðsúlu nema Ágústa Á. Leggjabrjótur verður okkur ekki samur eftir göngu um hann fram og til baka fyrr á þessu ári 25. apríl 2020... Frábært færi... engin drulla eins og á Leggjabrjót... Gunnar Viðar með afleggjurunum sínum... Elísabetu og Jökli... Meira en að segja það að taka börnin sín með í göngu sem er krefjandi, brött með eindæmum og varasöm á köflum... Ofar tóku snjóskaflarnir við og þjálfarar byrjuðu strax að meta harðneskju þeirra, þykkt og klakamyndun út frá hitastigi... Aðalbjörg og Sunna plástruðu sig á miðri uppleið... frekar nýlegir gönguskór og ekki mikið gengnir til... Sunna gekk á Strút deginum á undan með kærastanum í blíðskaparveðri... Stífur norðvestan vindur lagðist gegn okkur á uppleið í byrjun dagsins (þessum sama og lamdi á Sunnu og kærastanum um nóttina :-)) Þjálfarar spáðu í að fara hrygginn upp á Syðstu súlu Litið til baka... óhrein linsan á myndavélinni í símanum hjá Erni :-) Þingvellir hér í baksýn göngumanna að komast upp skarðið neðan við Syðstu súlu þar sem farið er niður í dalinn... Þegar komið er fram á brúnirnar niður í dalinn við Botnssúlurnar að austan Það er áhrifamikil sýn... og gleymist aldrei þeim sem upplifir þetta í fyrsta sinn... hvílíkir tindar... Heilmikil snjóhengja þarna ofan við dalinn... við sneiddum framhjá henni neðst... Elísabet, Jökull, Aðalbjörg og Sunna... fjórir af átta flottum gestum dagsins... Þjálfari var búinn að fullyrða að það yrði skjól niður í dalnum... og það reyndist rétt að hluta... Frábært færi... ekki of mjúkt ennþá... Karen Rut og Jóhanna Fríða þaulvanir Toppfarar... Syðsta súla ansi saklaus að sjá héðan... þjálfarar búnir að komast að því að hún er fær allt árið um kring... Þó nokkuð margir að ganga á Botnssúlurnar í fyrsta sinn... http://www.fjallgongur.is/tindur80_botnssulur_allar5_300612.htm Himininn að myndast við að róast... Sýnin á Miðsúlu... kvenþjálfarinn mændi á hana endalaust með áhyggjusvip... og gat ekki séð að þetta væri fært upp... Reynt að halda 2ja metra reglunni við lýði þó búið sé að afnema hana per se... Hér sést leiðin okkar síðar um daginn vel... upp vinstra megin við hrygginn ofarlega... Syðsta súla er hins vegar greiðfær upp brúnirnar... Litið til baka... Miðsúla stelur senunni ansi mikið þegar gengið er á Syðstu súlu... Frábær færi... það var ekki hægt að kvarta... hlýjindi síðustu daga og þennan dag... það munaði öllu... Reynsla... gleði... minningar... þakklæti... vinátta... samstaða... saga... ævintýri... afrek... verðmæti... Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða og Sigga Sig... Mögnuð leið upp þessar brúnir... Vestursúla er næst hæst af Botnssúlunum fimm... Móbergið gott yfirferðar innan um snjóinn Fyrir suma í hópnum (ekki á mynd) var þessi leið krefjandi, brött og varasöm... en alls ekki fyrir þá sem eru vanir... Litið til baka frá fremstu mönnum... Örn því miður með móðu á linsu myndavélarinnar... Fremstu menn komnir langleiðina upp... Ofar var snjórinn áfram mjúkur og saklaus... hann vildi allt fyrir okkur gera... og bauð okkur velkomin í Botnssúlurnar... Miðsúla... flottur tindur... Því miður var vindur hér upp en það var ekki mjög kalt... Stórkostlegt sjónarhorn til baka frá Erni... grátlegt að óhreinindi skyldi vera á linsunni... Fyrstu menn komnir upp á hæsta tind Botnssúlnanna... Háasúla hér í baksýn... Okið... Fanntófell, Eiríksjökull, Þórisjökull o.fl... Ekki pláss fyrir alla á tindinum... Lofthræðsla gerði vart við sig hjá sumum hér... Síðustu skrefin upp... hvílíkt útsýni ! Erfitt að athafna sig á tindinum... ekki pláss fyrir alla... hífandi rok þarna uppi... Sýnin út Hvalfjörðinn... Vestursúla hér... Sýnin til suðvesturs til borgarinnar, Esjunnar og nær eru Búrfell vinstra megin og Myrkavatn Sjá hvernig Syðsta súla er hryggur til beggja enda frá tindinum... Sýnin til suðurs til Þingvalla... Sýnin yfir austurhrygg Syðstu súlu, Sóley Birna reyndi að ná teygju á tindinum... og Agnar tók mynd... Sjá rokið á tindinum... feldurinn á Batman fokinn og Ágústa að reyna að koma sér niður af tindinum... Frábær hópur þennan dag... Ágústa Áróra Þórðardóttir, Vilhjálmur, Ásmundur, Bjarni, Sóley Birna gestur, Valdís Beck gestur, Örn, Sunna Diðriksdóttir gestur, Ólafur Vignir, Agnar, Bjarnþóra, Inga Guðrún, Guðmundur Jón, Jökull Gunnarsson gestur, Gunnar Viðar, Elísabet Gunnarsdóttir gestur, Karen Rut, Jóhanna Fríða, Sigga Sig., Aðalbjörg Guðmundsdóttir gestur, Brynhildur Thors gestur en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn. Sunna fékk aðstoð frá Erni og Vilhjálmi til að komast niður og Agnar rétti Ingu Guðrúnu hjálparhönd hér niður Hvílík fjallasýn... Hvalfjörðurinn... Litið til baka á tindinn og Jóhönnu Fríðu... Niðurgönguleiðin gekk betur en menn áttu von á... sem er oftast það sem gerist... Hér var sími kvenþjálfarans rafmagnslaus... Samsung Galaxy S10 sem hefur alltaf enst óendanlega mikið... ... en því miður gleymdist að þrífa linsuna... svo næstu myndir eru þokukenndar... Örninn var einbeittur og sannfærður um að uppgönguleiðin á Miðsúlu væri fær Við spáðum í varaleið í suðurhlíðum og eins hvort við ættum að láta Súlnaberg nægja... En sem betur fer var Örn harðákveðinn í að ná þessum tindi... ... og Agnar kom með honum í könnunarleiðangurinn... Við nærðumst og fylgdumst með þeim félögum á Miðsúlu og spáðum í leiðina úr fjarska... Allir farnir að hlusta á hikið í kvenþjálfaranum svo þegar Örn hringdi til að gefa skýrslu og sagði færið fínt Við ákváðum að fara áleiðis og sjá hvað við kæmumst langt upp... Hins vegar... þegar nær var komið... ... þá varð brekkan saklausari og greiðfærari að sjá en úr fjarska... eins og svo oft er reyndin... Jú... við förum þetta... þetta er ekkert mál... þessi snjórenna er fín upp... Nokkrir þó enn ákveðnir í að sleppa tindinum en komu samt með áleiðis og ákváðu að bíða svo eftir hinum... Við gengum upp eftir að klettunum þar sem Örn og Agnar biðu... Allir að spá og meta... bæði leiðina og hvort þeir ættu að fara eður ei...
Við enduðum á að fara 17 manns af 22 upp... En þess skal getið að ísaxarbremsu er ekki hægt að læra nema með því að æfa hana í brekkum... Við lögðum í hann allir nema Ágústa Á., Jóhanna Fríða, Sigga Sig. og Sunna sem hafði fundið fyrir mikilli lofthræðslu á Syðstu súlu Örn bjó til spor og við fylgdum á eftir... mjúkur snjór og mjög gott hald allan tímann... Örn valdi viljandi leið efst við klettana frekar en að þvera brekkurnar í miðjunni til að forðast snjóflóðahættusvæði ... sem þýddi smá klöngur á tveimur köflum svo snjóbrekkukaflinn þrískiptist í raun...
Síðasti kaflinn í brekkunni... frá haftinu... mjög bratt en gott hald í snjónum... Reynt að ná afstöðunni hér... bratt beggja vegna... en við mátum aðstæður vel og spáðum í viðbrögð ef menn myndu renna af stað og neðan við snjóbrekkuna var engin hætta önnur en sú að rekast utan í stór grjót sem stóðu upp úr snjónum.. ekkert fall fram af brún né niður í gljúfur sem oft er neðan við svona brekkur... heldur aflíðandi halli sem sléttist svo úr þannig að í svellfæri myndu menn á endanum stoppa niður í Súlnadalnum... En bratt var það... og ísexin kom sér mjög vel... allir notuðu hana samviskusamlega eins og farið var yfir áður en lagt var af stað...
Brattinn á mynd frá Ásmundi á fb en hann var næstur á eftir Erni alla leið upp og þjáist ekki af lofthræðslu...
Mynd frá Karen Rut... sem sýnir brattann vel... þessi kafli er brattastur af allir leiðinni... Allir mjög fegnir að komast hér upp... skarðið efst í tindinum... nú var bara sjálfur kletturinn eftir á tindinn... Við spáðum í að láta þetta nægja... allir sveittir í eftirskjálftum eftir uppgönguleiðina... En Örn þrjóskaðist við og kannaði leiðina á fleiri en einum stað... sjá sporin hans hér neðar...
Mynd frá Brynhildi Thors en hún er skökk og ýkir hallann - sjá landslagið hægra megin - en þetta var samt mjög bratt... Örn sneri við og fór eftir hryggnum upp... og náði alla leið... og sagði okkur hinum að koma... Ásmundur fór fyrstur... ekki auðvelt að klöngrast í klettunum í broddunum... en ekkert annað í stöðunni... Einnig... þegar menn eru búnir að vera á broddum í nokkurn tíma Einnig er það sjónarmið að ef við hefðum tekið af okkur broddana Þetta gekk lygilega vel... Aðalheiður og Bjarni fóru langleiðina upp en létu svo þar við sitja... Þessi kafli var ágætis dæmi um að það var gott að vera áfram á broddunum... Elísabet þurfti að festa aftur á sig broddana á öðrum fætinum í tæpistigum í hallanum... Örn að bíða eftir okkur... Ólafur Vignir og Guðmundur Jón aðstoðuðu lofthrædda hluta hópsins á uppleið og niðurleið Við vorum himinlifandi með tindinn... hvílíkur sigur ! Örn spáði í annarri niðurgönguleið... þeirri sömu og við fórum niður um árið 2012... en það leit ekki vel út... ATH að hugsanlega er þessi hryggur hér nægilega mikið í snjó til að hægt sé að fara upp hann á þessum árstíma ? Hér er sú fyrsta þar sem Valla var eina konan sem fór með hluta af strákunum upp hrygginn: Og hér þar sem við fórum 2020-leiðina upp en nokkrir fóru hrygginn niður sem er enn erfiðara en að fara hann upp: Dísæt sigurtilfinning á tindi Miðsúlu... við vorum hífuð af gleði... Ásmundur, Gunnar Viðar, Guðmundur Jón, Bjarnþóra, Inga Guðrún, Vilhjálmur, Jökull Gunnarsson gestur, Sóley Birna gestur, Elísabet Gunnarsdóttir gestur, Örn, Ólafur Vignir, Karen Rut, Brynhildur Thors gestur og Valdís Beck gestur og fyrrum Toppfari. Niðurgönguleiðin var áhyggjuefni... yfirleitt er varasamara og erfiðara að fara niður... Þetta var jú bratt og seinfarið... en ef menn fóru varlega, hægt og yfirvegað niður Mögnuð frammistaða allra... og alúð og hjálpsemi Guðmundar Jóns og Ólafs Vignis og hinna skipti sköpum... Brattinn og erfiðleikastigið næst einfaldlega ekki á ljósmynd... vonandi fangaðist þetta betur í myndbandinu... Guðmundur Jón lóðsaði Ingu Guðrúnu niður af stakri snilld... Stundum þurftum við að setjast og mjaka okkur niður hrygginn... ... eða bakka til að hafa meira hald með höndunum... Þetta gekk ótrúlega vel... en þessi kafli var allur varasamur ofan af tindinum og mun víðsjárverðari en snjóbrekkurnar... Komin niður af tindinum sem er bak við ljósmyndarann... og eingöngu snjóbrekkurnar eftir niður... Fyrirmæli þjálfara voru skýr... ... og allir stóðu sig prýðilega... magnaður þessi hópur... algert logn.. gott skyggni... mjúkur snjór... Afstaðan með Syðstu súlu... sjá saklausa snjóbreiðuna neðar ef einhver hefði runnið af stað...
Mynd frá Karen Rut ? ... hópurinn að koma niður... Brattinn sést vel hér... þetta hefði ekki verið mögulegt í hörðum snjó... Komin niður fyrsta kaflann af þremur í snjóbrekkunni... Gott að pústa aðeins hér... Snillingar þetta lið ! Skemmtilegur kafli hér... við vildum ekki þvera snjóbrekkurnar miðjar Kafli tvö af þrjú niður snjóinn... þetta var hvergi búið... mjög langt niður... og bratt... Afstaðan niður... ekki mikið af grjóti á leiðinni... Litið til baka á slóðina eftir okkur... Þetta gekk mjög vel... allir héldu vel áfram og Örn passaði að við gengum alla leiðina sem hópur Sjá hér að sneiða niður og neðan við klettana... Sjá færið hér... og allir að fara varlega og stinga exinni í snjóinn til að hafa gott hald... Komin úr mesta brattanum... Klaki myndast oft við grjót þar sem snjóinn sleppir... Við urðum ekki mikið vör við þetta samt... En... best að fara varlega og stíga hvert skref rólega... Síðasti kaflinn... sumum fannst hann verstur... en hér voru nokkrir farnir að slá slöku við... Brattinn þegar litið var til baka... Léttir... feginleikur... sigur... gleði... víma... Þau fimm sem biðu niðri þurftu að hanga í sólbaði og spjalla í líklega um klukkutíma... Við drifum okkur því niður þeirra vegna ... en allir svo glaðir með það sem var að baki að menn svifu bara niður eftir... Takk fyrir okkur Miðsúla ! Snjóbráðin heilmikil eftir daginn... þetta var eins og í jöklaferð... Sjá sporin eftir Gunnar og börnin hans niður snjóhengjuna ofar... Við svifum til baka... víman eftir svona tind er engu öðru lík... Snjóhengjan frá því um morguninn... Skyndilega var bratti sem var erfiður fyrr um daginn orðinn mun viðráðanlegri eftir allt bröltið á Miðsúlu... Miðsúla kvödd með virktum... Á niðurleiðinni spjölluðum við og nutum lífsins í botn... Héldum hópinn og allir í góðum málum... Það funhitnaði með hverjum metra niður í mót... ... og var orðið hlírabolaveður á endanum... í raun strax í dalnum... Svo fallegt að lenda aftur í gróðrinum neðar þegar gengið er á Botnssúlurnar... Löng leið upp og niður á þær... tekur alltaf í... en hollt og gott... Rösk niðurgönguleið... rjúkandi flottur hópur... þrátt fyrir átta gesti sem þjálfarar vissu lítil deili á... það var magnað... Við eyddum heilmiklum tíma hér að viðra ferðina... ... spjalla, borða og keyra yfir ánna með alla... eða bara göslast yfir hana og þvo skóna í leiðinni... ... og viðra tærnar í Öxará eftir magnaðan göngudag... Dásamlegur endir á svona degi að dýfa tánum í ískalda bergvatnsá... Þeir sem gera þetta... geta helst ekki sleppt því í lok göngu... Æji já... það er þess virði að taka aukaskó og sokka til að geta gert þetta fyrir aksturinn heim... Bestu göngufélagar í heimi... það er bara svoleiðis... Alls 14,4 km á 8:44 klst. upp í 1.116 m á Syðstu súlu og 1.066 m á Miðsúlu Leiðin á korti hér... Fullkominn dagur... Myndbandið á youtube: Gps-slóðin á wikiloc:
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú?
|