Tindferð 196
Leggjabrjótur fram og til baka
laugardaginn 25. apríl 2020
Leggjabrjótur í brakandi logni og sól algerum friði og tærri fjallasýn
Laugardaginn 25. apríl árið 2020 létum við gamlan draum rætast og gengum Leggjabrjótsleiðina fram og til baka á einum degi úr Botnsdal í Hvalfirði alla leið í Svartagil á Þingvöllum og svo til baka... og komumst að því að þetta var ekki sérstaklega erfitt né tímafrekt... og að við hefðum vel getað haldið áfram meira en 10 kílómetra... og þar með var allur uggur og allar efasemdir um hvort við gætum varið Laugaveginn á einum degi horfnar... nú stóðum við keik frammi fyrir þeirri áskorun ársins 2020... og létum okkur byrja að hlakka virkilega til...
Blíðskaparveður var þennan dag... en það sama átti ekki eftir að vera raunin hvað varðaði færið... þar reyndi vel á þolrifin á okkur öllum... sem var fínt... þannig fengum við enn meiri æfingu út úr göngunni sem þjálfari okkur enn frekar fyrir mögulegt mótlæti á Laugaveginum...
Svalt í veðri til að byrja
með... lítill sem enginn vindur... sólin að koma upp... þetta leit vel út...
Við vorum alls 15 Toppfara
sem lögðum af stað plús tveir gestir sem fóru bara stutta leið upp eftir...
Hlýjindin síðustu daga spáðu drullu á leiðinni... sem reyndist raunin... en við vorum undir það búin og öll vel skóuð...
Úff já... þetta var ekkert grín... þar sem mennirnir hafa búið til troðinn slóða... er ástandið svona... en þar sem náttúrunar var bara í sínu... þar var færið skárra... þó drullan væri samt til staðar í miklu magni á köflum... en þó sínu verri Svartagilsmegin... enda liðið lengra á daginn þegar þangað var komið...
Botnssúlurnar glitruðu í vorsólinni ofan okkar en þær skreyta Leggjabrjótsleiðina miklum töfrum...
Hvalskarðsáin... mikil
náttúrusmíð... það er þess virði að rekja sig eftir henni allri til upptaka
í Hvalvatni...
Botnssúlurnar - Hvalskarðsá - Toppfarar... flott þrenna þennan dag...
Heilmikill snjór ennþá á heiðinni... hann átti eftir að taka yfir allt þegar ofar dró...
Fyrsti skaflinn...
Þarna voru leysingar og
drulla neðar...
Litið til baka... gróskumikill Hvalfjarðarbotninn allur smám saman að taka við sér með vorinu...
Skaflarnir voru harðir til að byrja með... en mýktust með deginum og hækkandi sól...
Stundum komu langir kaflar
á þurru grýttu svæði... það var best...
Nokkrar sprænur eru á
leiðinni sem tiplað var yfir... Sjá dóttur og tengdasonur
Hafrúnar og Steinars hér aftast á mynd
Alls kyns sögur af
Botnssúlum voru rifjaðar upp...
Ofar voru árnar á kafi í snjósköflum...
Drullusvaðið hér... sjá hvernig við sukkum ofan í drulluna í hverju skrefi...
Brynjudalur... svo fagur...
Hér er snjórinn ansi harður...
Fyrsta hópmynd dagsins... tókst ekki nægilega vel... dreifingin á hópnum þarf að vera jöfn...
Hækkunin upp á heiðina við vatnið er ansi drjúg...
Hér komin upp Sandhrygginn...
Víðáttan... skæra birtan... frelsið... einkenndi þennan dag...
Mikið spjallað... gefandi
samræður við fólk úr öllum stéttum og sviðum mannlífsins og atvinnulífsins
Hópurinn þéttur öðru hvoru... Örn stjórnaði göngunni mjög vel...
Litið til baka...
Búrfell í Þingvallasveit í smá skýjum efst... það var svo fallegt þennan dag... http://www.fjallgongur.is/tindur192_burfell_thingvollum_290220.htm
Nú tóku heilu snjóbreiðurnar við efst á leiðinni...
Þessi sigketill hér var
sérstakur... þarna var augljós hiti sem bræddi stöðugt snjóinn
Fyrsta nestispása dagsins... í skjóli og sól... en það var nokkuð svalt samt...
Sandvatnið hér ísilagt og
hvítt... hér var logn og friður... og fuglasöngur... efst á leiðinni um
Leggjabrjót...
Skaflarnir... veturinn... var víkjandi... og sólin var á fullu að vinna í málinu...
Syðsta súla að koma í ljós... mjög hvöss og tignarlega frá þessu sjónarhorni...
Miðsúla komin í ljós hér fjær... og Súlnasalurinn þarna á milli...
Vestursúla hér útbreidd...
http://www.fjallgongur.is/tindur80_botnssulur_allar5_300612.htm
Litið til baka... Sandvatnið vinstra megin frosið...
Vestursúla, Inga Guðrún og Jóhanna Diðriks...
Syðsta súla og víðáttan sem við vorum í...
Súlnasalur hér milli Botnssúlnanna...
Langar brekkan sem við renndum okkur svo niður um í bakaleiðinni...
Vörðurnar eru óðum að koma undan snjónum á leiðinni... þetta var magnað að sjá...
Búrfellið farið að nálgast...
Frelsi og víðátta... blíða og blámi... einkenndu þennan dag...
Þingvelli að koma í ljós... snjóminni fjöllin þar enda standa þau mun lægra en Leggjabrjótur...
Hópmynd dagsins... þessi var best... með Botnsúlurnar í baksýn... Fimmtán manns... plús tveir
gestir...
Stundum var mosinn í aðalhlutverki...
Hér erum við að ganga yfir snjóbrú á Súluá...
Neðar opnaðist yfir ánni...
kvenþjálfaranum var ekki sama...
Sjá ofar... áin sást á köflum undan snjónum...
Öxará að mæta á svæðið úr Myrkavatni...
Sjá hana hér...
Nú gengum við meðfram henni næstu kílómetrana... hér var funhiti... og allir komnir úr...
Snjórinn orðinn mýkri og erfiðari yfirferðar...
Sprungur í snjónum þar sem hann hangir yfir ánni og fellur svo fram...
Stundum gleymdu menn sér og voru komnir ansi nálægt... þetta gat vel verið hættulegt...
Hafrún og Steinar létu hér
við sitja og fengu sér nesti á góðum stað þegar tók að lækka niður eftir...
Hér var fyllt á flöskurnar...
Nú vorum við farin að lækka okkur niður að þingvöllum... og þá hvarf snjórinn en drullan tók við...
Smá brekkur á leiðinni um ásana niður að Þingvöllum...
Ármannsfellið... Hrafnabjörg... Kálfstindar og félagar...
Botnssúlurnar iðuðu af lífi
fyrir framan okkur...
Góður kafli hér á þurru...
Sjá fjórhjólafólkið í skaflinum...
Við
fylgdumst með göngumönnum fara upp hrygginn...
Þessi síðasti kafli niður að ánni við Svartagil á Þingvöllum reyndu verulega á okkur... steikjandi hiti... en færið skelfilegt... sukkum í hverju skrefi á köflum... Agnar gafst upp fljótlega hér... og svo Ásmundur neðar... og þeir sneru báðir við einír á ferð en hittust aldrei... við hin þrjóskuðumst áfram... enda var allt með okkur... bókstaflega allt... lognið, hitinn, skyggnið, tíminn... nema færið...
Sjá hér hvernig við sukkum
niður í drulluna... manni féllust hendur á þessum kafla og það var svo
skiljanlegt afhverju strákarnir sneru við...
En það var lúmskt gaman að
láta sig hafa það og gefa ekki eftir...
Komin að gljúfrinu ofan við ánna...
Sjá hér síðasta kaflann niður að nestisstaðnum við ánna...
Farið að sjást í bílana sem voru beggja vegna árinnar...
Hér áðum við góða stund, borðuðum og hvíldumst... áður en við snerum til baka sömu leið...
Sjá fjórhjólin fara til baka... áin varð mórauð af drullunni sem koma af hjólunum...
Vel þegin hvíld... yfir seinni hálfleik dagsins...
Ekki galið að dotta smá ef
menn geta það...
Riddarapeysurnar á Leggjabrjót... Jórunn Atla, Bjarni, Örn sem var að mæta í fyrsta sinn í sinni og Bára.
Jóhanna Diðriks lét aðra leiðina um Leggjabrjót nægja... og gekk áfram móti barnabarni sínu og dóttur sem komu að sækja hana á Þingvöllum... hún gekk alls x km þennan dag sem var vel gert :-)
Búin með 16,7 km á 5:20 klst... hálfnuð...
Ekki skemmtilegur fyrsti kaflinn til baka... aftur um allt drullusvæðið...
En við bara kyngdum og tókum fyrsta skrefið... og svo það næsta...
Mættum snjóbrekkafólkinu
sem var eins og við... bara að hafa gaman...
Við fórum lítið eitt norðar
til baka til að reyna að sniðganga drulluna þar sem okkur sýndist vera
þurrara land þar... og það reyndist rétt...
Fegin að vera búin með versta kaflann...
En samt ennþá þessi eftir hér....
Við straujuðum þetta bara og gleymdum okkur í umræðum...
Fyrir sumar voru skaflarnir
verri en drullan...
Náttúran svo falleg á leiðinni...
Blámi himinsins... hvíta snævarins... brúnka jarðvegarins...
Snjórinn var mýkri og erfiðari til baka...
... en okkur var drullusama... þetta var svo geggjaður dagur !
Biggi í legghlífunum... og stuttbuxum... sem segir allt um hversu gott veðrið var... og erfitt færið...
Sprungurnar við ánna...
Sumarið var að gjörsigra veturinn þennan dag...
Hér var góður kafli... skraufþurr jarðvegurinn...
Við ákváðum að fara ekki aftur yfir snjóbrúna á Súluá svona ofarlega eins og áðan heldur neðar við ármótin...
Snjóbrúin yfir Súluá... hnausþykk og þétt... þetta var alveg öruggt...
Fegurðin þennan dag... Skýin... svo falleg ótal sinnum í vetur og vor...
Sjá leiðina okkar og svo
ánna koma út neðar og út í Öxará...
Búrfellið svo fallegt... Fyrsta Leggjabrjótsganga Toppfara var á Búrfellið í leiðinni... mjög söguleg ferð... http://www.fjallgongur.is/tindur28_burfell_leggjarbrj_101009.htm
Ofar í Öxará utan leiðarinnar okkar var fagur foss að koma undan snjónum... við Biggi kíktum á hann...
Nú var himininn að fyllast af skýjum...
Þessi kafli hér var skemmtilegur... upp á hæsta punkt á leiðinni...
Heilmikill mosi og þurrt þennan kafla sem var kærkomið...
Botnssúlurnar... það er án efa líka slóð nær þeim um Leggjabrjót... sem sést líklega betur þegar snjóa leysir meira...
Verið sælir Þingvellir...
en þarna á Arnarfelli við Þingvallavatn voru nokkrir Toppfara að ganga...
Hæsti punktur líklega hér...
Við ákváðum að finna snjólausan stað til að borða síðustu nestisbitana...
Þessi varða orðin vel sjáanleg undan snjónum...
Hér var góður nestisstaður... síðasta pása dagsins...
Orðið svolítið skýjaðra skyndilega...
Litið til baka... enn sést í Þingvallafjöllin að hluta...
Nú tók að halla niður í mót...
Gott að renna sér smá hér :-)
Sandvatnið... hér var mjög sérstök birta... algerir töfrar á þessum annars oft kuldalega stað...
Hópmyndatilraun við Botnssúlurnar...
Þessar tvær verða gengnar í maí sem hluti af Þingvallafjallaáskoruninni...
Það var eitthvað göldrótt hér við Sandvatnið...
Víglína vetrar og sumars... allt að gerast...
Fuglasöngur og mikill friður hér í logninu...
Einstakt andrúmsloft... eins og fyrri tíðar saga lægi hér um allt...
Sandvatnið og himininn...
Sandvatnið og ísinn...
Ísilagt og rákað vatnið...
Ótrúlega mikil fegurð hérna...
Eftir brekkuna frá vatninu blöstu brekkurnar við okkur niður í Hvalfjarðarbotn...
Brynjudalur að koma í ljós...
Þreytan farin að segja til sín...
Komin úr snjónum að mestu... Brynjudalur...
Hópurinn þéttur hér og síðasti kaflinn tekinn með áhlaupi eins og hver og einn vildi og þoldi...
Batman líka orðinn þreyttur...
Þegar hann er farinn að hvílast í pásum... þá er hann orðinn þreyttur...
Jú, við tökum þetta... þetta er ekkert...
Stelpurnar héldu hópinn síðasta kaflann niður...
Drullan á smá kafla hér...
Hvalskarðsáin...
Slóðinn síðasta kaflann inn í skóginn... við vorum jú þreytt... en samt var þetta undarlega viðráðanlegt... Eða eins og Steinar
Ríkharðs orðaði þetta svo vel; maður var orðinn þreyttur eftir 15 km...
Glymur...
Sumir böðuðu fæturna í Botnsánni í lok göngunnar...
... og sumir fóru bara út í á skónum og skoluðu af þeim...
... fínasti þvottur :-)
Við vorum lítið blaut í fæturna þennan dag...
skór og legghlífar héldu vel...
Og gleðin... og sigurvíman var ótvíræð...
Við vorum himinlifandi með að klára þetta svona með stæl !
... og svifum síðasta kaflann...
... í blíðunni...
Notalegur endir á göngunni
hér um Botnsdal... sjá Svörtugjánna okkar vinstra megin...
Það var meira að segja drulla á bílastæðinu ! :-)
Hvílíkir snillingar !
Leggjabrjótur verður ekki samur í okkar huga eftir þessa göngu !
Alls 32,9 km var
niðurstaðan... á 9:47 - 10:05 klst. upp í 492 m hæð hæst
Stóra gps-úrið sýndi minni vegalengd... og önnur gps-tæki sýndu meiri og minni vegalengdir...
Fremstu menn gengu fram á
lokakaflanum...
Við viðruðum daginn saman og teygðum okkur aðeins áður en við fórum heim...
... allir alsælir og ánægðir með afrek dagsins...
Batman var dauðfeginn að komast á teppið sitt í Toppfarabílnum...
Sjá plastpokana sem kvenþjálfarinn var í ofan í skónum sínum... hún var skraufþurr eftir daginn...
Alls 32,9 km á 9:47 - 10:05 klst. upp í 492 m hæð með alls 1.318 m hækkun úr 66 m upphafshæð í Botnsdal. Þar sem gangan var fram og
til baka sömu leið verður sniðið samhverft...
Leiðin á korti... sama leið
nokkurn veginn...
Afreksganga... Sjá slóðina á wikiloc: Sjá myndbandið um ferðina á
Youtube:
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|