Tólf tindar Hvalfjarðar
Þjálfari skoruðu á Toppfara og alla áhugasama að ganga á fjöllin tólf sem varða Hvalfjörð
árið 2019...
Fjöllin voru þessi upptalin hér til austurs norðan megin inn fjörðinn í botn og vestur til baka sunnan megin:
Háihnúkur Akrafjalli - 555 m - 6 búnir + 24 búnir - æfing 26. nóvember. Miðfellsmúli - 260 m - 20 búnir - æfing 1. október Þúfufjall - 555 m - 1 búinn + 12 búnir - æfing 14. maí Brekkukambur - 646 m - 10 búnir - æfing 30. júlí Þyrill - 393 m - 12 búnir - jólatindferð 7. desember Hvalfell - 852 m - 9 búin - aukatindferð 16. nóvember Vestursúla 1.098 m og Norðursúla 1.018 m - 8 búin ! - aukatindferð 2. mars Múlafjall - 394 m - 10 búin - æfing 22. október. Reynivallaháls - 430 m - 13 búnir - æfing 23. apríl Meðalfell - 373 m - 10 búnir ! - æfing 7. jan. Eyrarfjall - 490 m - 15 búnir ! - æfing 12. feb. Lokufjall Hnefi - 427 m - 15 búnir - æfing 26. mars
Þátttökuskilyrði:
1. Hver og einn fer þegar honum hentar, einsamall eða með öðrum og/eða á annarra vegum en á dagskrá Toppfara eru níu af þessum tólf á árinu og því hægt að nýta þær göngur og svo munu þjálfara blasa til aukaferða á hin þrjú ef svigrúm skapast.
2. Melda þarf inn hverja göngu með eftirfarandi: *lágmark einni ljósmynd, *skjáskoti af gps-slóð, úri, síma eða álíka sem sýnir gönguna og tölfræði hennar, og *upplýsingum um lágmarkstölfræði yfir vegalengd, tímalengd og hæð. Athugið að engar sjálfur eru leyfðar í þessum viðburði NB !
3. Birta þarf fjallalistann þegar viðkomandi er búinn með öll tólf fjöllin þar sem fram kemur dagsetning, vegalengd, tímalengd og hæð og helst hækkun en einnig er mjög gaman að sjá veðrið, færðina og upplifunina í hverri göngu... ... hvað þá alvöru ferðasögu sem færi þá í ferðasögusafn Toppfara... það væri mikill fengur í því !
NB þátttaka telst ekki gild nema öll ofangreind skilyrði eru uppfyllt... það er ekki nóg að melda inn að maður hafi farið því miður...
Dregið var úr öllum þátttakendum og til vinnings var gjafakort með árgjaldi í klúbbinn sem má gefa vini eða vandamanni (ekki hægt að nýta sjálfur, sá vinningur er í "ókunnu slóða - áskoruninni" NB)
en þar sem þátttakendur voru bara tveir ákváðu þjálfarar að gefa bæði Bigga og Bjarna þetta gjafakort :-)
Á þar næsta ári... árið 2020... verða það fjöllin á Þingvöllum sem skorað verður á alla að ná... já... þjálfari kemur þessari áskorun loksins á koppinn eftir margra ára vangaveltur... hún er komin til að vera næstu árin... allir tindar Esjunnar, Skarðsheiðinnar, Reykjaness, Hafnarfjalls, sunnan Langjökuls, í Kaldadal... o.s.frv... ... þetta verður bara gaman... og allt skrásett og skjalfest á Toppfarasíðunni til upprifjunar hvenær sem er :-)
Þessi áskorun hentar öllum Toppförum sem ekki treysta sér í áskorunina "ókunnar slóðir á eigin vegum" þar sem þátttaka krefst þess að menn fari tólf nýjar slóðir einir á ferð... :-) og því er engin afsökun að vera ekki með í annarri hvorri ef ekki báðum áskorununum því ef menn eiga eitthvað af þessum Hvalfjarðarfjöllum ennþá eftir þá er tilvalið að samnýta áskoranirnar eins og hentar :-)
Sjá viðburðinn hér á fb: https://www.facebook.com/events/1131315030375484/
Fyrsti til að klára fjöllin öll í Hvalfirði var Biggi
sjá listann hans hér: Örn kláraði alla tólf þann 7. desember
sem þjálfari og leiðsögumaður
í öllum tólf Toppfaraferðunum á þau...
Þyrill var tólfta og síðasta gangan... :-) Bjarni kláraði Meðalfellið á Gamlársdag og var þannig þriðji og síðasti til að ná þessu :-)
Staðan 31. desember:
... tólf fjöll búin á vegum klúbbsins og engin eftir...
Því miður náðu eingöngu þrír einstaklingar að klára þetta...
Biggi, Bjarni og Örn sem er svolítil synd...
en segir margt um hversu einbeittur maður þarf að vera fyrir svona áskorun þó hún hljómi létt í byrjun ársins...
vonandi verður betri frammistaða á Þingvallafjöllunum árið 2020... :-)
|