Brattnandi blíða
Laugardaginn 10. ágúst gengu ellefu Toppfarar á fjallið sem rís vestan megin Brúarárskarða... Rauðafell... sem sjaldan er gengið á í samanburði við fjölgenginn Högnhöfðann hinum megin gljúfursins... og fóru áður óþekkta leið leið að hætti hússins... yfir skörðin og upp norðausturhlíðar Rauðafells og niður suðaustan megin... með klöngri í bröttum hlíðum sem bröttnuðu eftir því sem lengra dró... alla leið niður að Brúaránni aftur sem var vaðin upp í klof... eða jafnvel synt yfir í bílana... í sannkölluðum baksviðsanda ársins ;-)
Lagt var af stað frá Hvammi á Höfðaflötum í suðurmynni Brúarárskarða á gönguslóða upp með hrikalegum skörðunum...
Eingöngu tíu Toppfarar með í för undir fararstjórn Arnarins sem var meira en lítið til í að prófa nýjar leiðir en hafði engan fararstjórann aftastan þar sem Báran var óvænt í bænum með veikan soninn...
Brúarárskörðin eru með fegurstu og hrikalegustu gljúfrum sem gefast á suðvesturhorni landsins og hreinlega geisluðu af fegurð í morgunsúldinni sem var þennan morguninn... lágskýjað til að byrja með... en hann átti eftir að lyfta sér alla leið...
Gengið var með stígnum til að byrja með upp með gljúfrunum... blankalogn þennan dag eins og sjá má á gufustrókunum í Biskupstungunum bakatil á myndinni...
Í fyrri ferð Toppfara
um
Brúarárskörð var gengið á Högnhöfða og farið með
gljúfrunum til baka þar sem stríta ein fögur...
Brattar skriðurnar í lausagrjóti ofan á móberginu... fín upphitun fyrir fjallgöngu dagsins á Rauðafellið sjálft ;-)
Útsýni af Strokk til
norðurs... fossinn fagri sem við sáum líka þarna um
árið 2010... Sjá hve lágskýjað er enn til hálendisins á Hlöðufelli, Skriðutindum, Þórisjökli og Langjökli sem allir áttu eftir að láta sjá sig síðar um daginn.
Hópmynd á Strokk:
Jóhann Ísfeld, Irma,
Steinunn Sn., Soffía Jóna, Guðmundur Jón, Katrín
Kj., og Ísleifur.
Eftir Strokk var haldið niður að skörðunum til að komast yfir á Rauðafellið... Eftir á að hyggja ef báðir þjálfarar hefðu verið með í för og nægur tími hefði verið gaman að fara að upptökum Brúarárskarða en það hefði þýtt lengri göngu og meiri tíma sem að leikslokum var ágætt að ekki var gert...
Brúaráin ósköp saklaus þetta ofarlega í gljúfrinu...
... og menn óðu yfir...
Þetta fer að komast upp í vana eftir Hornstrandaferðina og Morsárdalinn og... á þessu sumri ;-)
Nú tók Rauðafellið
við... sjaldfarið fjall ef marka má veraldarvefinn
og sagnir göngumanna... enn einu sinni líklega vegna
þess að fjallið er ekki
Högnhöfði að rífa smám saman af sér skýin...
... og Hlöðufellið líka...
... en Skriðutindar og Skriða enn frekar svartbrýndir...
Litríkur og fagur árstími til að ganga... náttúran í hámarki... snjórinn í lágmarki... og sólin almennt farin að lækka á lofti með meiri litadýrð...
En Skriðutindar og félagar voru ekki lengi að létta á sér...
Já, við eigum núna bara Skriðu og Kálfstind eftir... Skriða milli Skjaldbreið og Rauðafells... Kálfstindur milli Hlöðufells og Högnhöfða... bæði fjöll sem eru á framtíðardagskrá Toppfara... eins og það virðist stundum yfirþyrmandi mikið eftir af fjöllum að toppa... þá erum við líka ótrúlega langt komin með fjallasafn sem fyrir ekki svo löngu síðan var mun minna en nú árið 2013 á sjöunda starfsári klúbbsins...
Náttúrufegurðin ólýsanleg á þessum slóðum... harðgert hálendið norðan megin... ilmandi mýkt láglendisins sunnan megin... með Brúarárskörðin og nágrenni á milli... litir, berg og form af öllum stærðum og gerðum...
Hlöðuvellir / Rótarsandur í allri sinni dýrð séðir úr norðausturhlíður Rauðafells...
Upptök Brúarár...
nyrsti hluti Brúarárskarða... Rótarsandur... syðsti
hluti Vestari Hagafellsjökuls í Langjökli...
norðausturtindar Rauðafells...
Efsti hlutinn upp á tind Rauðafells var brattur og lausgrýttur... seinfarinn en vel fær vönum fjallgöngumönnum sem mættu þennan dag...
Með Hlöðufellið baðað skýjum í baksýn:
Guðmundur Jón,
Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Soffía Rósa, Björn
Matt., Ísleifur.
Uppi á Rauðafelli var grýtt og einsleitt landslag...
Högnhöfði var orðinn skýlaus... sjá tindana hans alla sem gefa þessum höfða aðra ásýnd en annarra fjalla á þessu svæði svo hann er vel greinanlegur úr stofuglugga þjálfara í Landsveitinni ;-)
Hlöðufellið aðeins erfiðara í skapi en Högnhöfði... en gaf að lokum alveg eftir...
Skyldi vera göngufært niður suðaustan megin?
Þjálfarar voru eiginlega búnir að ákveða að sleppa þeim könnunarleiðangri úr því eingöngu annar væri með í för þennan dag... en Örn stóðst ekki mátið... enda allir öllu vanir í tilraunakenndum göngum gegnum árin... sem betur fer... miklu skemmtilegra að fara hringleið en sömu leið til baka...
... enda grátlega nálægt bílunum sem þarna biðu í Hvamminum...
Jú, það yrði bratt niður en Örn sá góða leið eins og svo oft áður...
Kannski ekki árennilegt að sjá...
... en vel fært þolinmóðum... yfirveguðum... hjálpsömum... og vönum göngumönnum...
...sem æfa klöngur og bratta allt árið um kring við allar aðstæður...
... og eru vanir að ganga þétt sem einn hópur um framandi slóðir...
... þar sem gæta þarf að hverju skrefi...
... og fara varlega en örugglega niður...
Seinfarið í lausagrjóti ofan á móbergsklöppum...
...sem er óvinsælasta göngufærið að mati margra...
Já, þetta var bratt... með því brattasta í sögunni að sögn sumra...
Hlöðufellið loksins orðið skýlaust... nei, þetta er ekki Klakkur klettastrítan þarna úti í Langjökli, það var orðið snjólaust að honum sögðu menn... Vestari hagafellsjökull (skriðjökull í Langjökli)... Strokkur strítan þarna mosavaxna og grýtta fyrir miðri mynd niður í Brúarárskörðunum og loks Högnhöfði... landslag dagsins var ekki af verri endanum ;-)
Bláfell á Kili þarna
í fjarska lengst vinstra megin myndi ég
halda...Sandfell dyngjan þarna nær... Miðfell og
Bjarnarfell hægra megin... Jarlhetturnar... vinir Bláfells á Kili... í hvarfi fyrir Högnhöfða en þær sjást vel frá tindi hans...
Högnhöfði og Strokkur
vinstra megin með Brúarárskörðin fremst á mynd...
Jú, þetta var seinfært niður brattar, grýttar hlíðarnar...
... en áfram skröltu menn þetta niður að mosabreiðunum sem sjaldan eru eins vel séðar og á svona stundum...
Það var mál að hvílast eftir allt klöngrið í þessum krefjandi bratta og lausagrjóti og njóta fjallasýnarinnar...
... áður en haldið var niður síðasta kaflann að Brúaránni...
... nú í mun betra og fljótfarnara göngufæri...
... með smá skriðugöngu niður á síðasta hjallann...
... í mjúkan mosann og ilmandi birkið...
Þessi ferð var alvöru ganga alla leið... og vildi enda með stæl... alvöru vaði yfir Brúaránna neðan við skörðin sjálf...
Lygnt og tært vatnið gaf góðar aðstæður til að vaða...
... en djúpt var það upp í klof... enda kominn tími til að reyna aðeins á dýptina eftir grunn vöðin í sumar ;-)
Soffía Rósa sjósundskona valdi sér enn dýpri leið...
... og stóðst ekki mátið að skella sér í sundfötin og synda í ánni enda ferskt og freistandi fyrir sundmanninn sjálfan...
Eftir vaðið voru bara nokkur skref í bílana sem hentaði vel þar sem hægt var að þurrka sér og klæða sig beint í akstursfötin og skóna... fá sér einn kaldan sem beðið hafði í ánni og halda heim á leið eftir dúndurgöngu á ekki langri leið... um ótroðnar slóðir enn og aftur í þessum hópi göngumanna sem eru fyrir löngu búnir að komast að því að það er allt hægt ef maður bara reimar á sig skóna og leggur af stað... ;-)
Sjá þversnið af göngunni. Brött niðurgönguleið sem hefði verið mun lengri ef farið hefði verið sömu leið til baka...
Ganga dagsins er gula
línan, sú græna er ganga Toppfara á Högnhöfða 2010.
Alls 11,3 km á 7:17
klst. upp í 446 m í Brúarárskörðum, 518 m á Strokk
og 928 m á Rauðafelli Alla myndir þjálfara úr ferðinni hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T96RauAfellOgStrokkurUmBruararskor100813
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|