Tindur 60 Fimmvörðuháls og Magni 2. júní 2011

 

Magnaður Magni og svalur Móði
á Fimmvörðuhálsi í heitustu fjallgöngunni til þessa
í lygnu vorveðri, fínu göngufæri, dulúðugu umhverfi, góðu skyggni og gullfallegu útsýni


Við Skógafoss
Efri: Anton, Roar, Kjartan, Ketill, Elsa Þóris., Örn, Katrín, Rósa, Thomas, Sigga Rósa, æAsta H., Óli, Halldóra Gyða, Einar Sig., Hjölli, Anna Elín, Helgi, Anna Sigga, Hanna, Lilja Sesselja, Elsa Inga.
Neðri: Stefán A., Björgvin, Gylfi Þór, Þóra, Bryndís, Auður, Rikki, Jóhanna Karlotta, Ásta Sig., Ósk, Þórdís, Helga Bj., Hildur Vals.
Bára tók mynd.

Heitasta fjallaperlan á Íslandi bættist í safn Toppfara fimmtudaginn 2. júní á uppstigningar dag þegar 38 Toppfarar gengu hefðbundna leið um Fimmvörðuháls frá Skógum upp með fossum Skógár, um Fimmvörðuhálsinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls með viðkomu á nýju gígunum, Magna og Móða þar sem farið var upp á gígbarminn á funheitum Magnanum í ólýsanlegri upplifun með sjóðandi hitann kraumandi undir hrauninu og óteljandi liti á gígnum, um Heljarkamb og Morinsheiði niður í gróðursæla Þórsmörkina sem ilmaði af nýútsprungnum birkitrjánum í kvöldsólinni... og grillkolum með ljúfengri steik... þar sem grillað var og skálað áður en lagt var í hann aftur í bæinn...

Lagt var af stað kl. 9:27 frá Skógum í blíðskaparveðri...

...og samferða okkur meira og minna þennan dag var níu manna hópur frá Símanum þar sem Stefán Jónsson var með í för, einn af kærum fyrrverandi félögum Toppfara sem fylgdi okkur fyrsta starfsárið 2007 til 2008...

Gengið var upp með óteljandi fossum Skógár í spriklandi hlýju og lygnu veðri...

Landslagið ólíkt sumarlegra en 1. apríl í fyrra þegar við gengum að gosstöðvunum í snjó og frosti en sól og heiðríkju...

Hornfellsnípa á Hornfelli öskugrá eins og annað á svæðinu...

Fossarnir og gljúfrin fönguðu okkur með öllu á leiðinni og það skipti ekki máli hversu oft menn voru búnir að fara þarna um...
það er alltaf eitthvð nýtt sem heillar mann og bræðir...

Það er ekkert skrítið að sumir fara árlega þessa leið...

Við nutum sannarlega lífsins í hverju skrefi innan um tignarleikann...

Ótrúlega mikil aska á svæðinu og við veltum því fyrir okkur hvað væri frá Eyjafjallajökli og hvað frá Vatnajökli...

Snjórinn harður undan einangruninni af öskunni en sumarhitinn að vinna á öllu smám saman...

Upp að Skógábrúnni vorum við komin á undan tímaáætlun en þarna fór að rigna og allir í jakka og bakpokahlífar...

Mjög svo hjálplegir og liðlegir Skálaverðir Útivistar höfðu sagt okkur að snjór væri frá brúnni, en svo reyndist ekki vera þó hann væri um tvo þriðju hluta leiðarinnar upp að skála - hann tekur því greinilega hratt upp frá því síðustu helgi...

Roar, Rósa, Elsa Þóris., Óli, Sigga Rósa, Lilja Sesselja, Jóhannes, Björgvin, Þóra, Gylfi Þór og Thomas.

Hildur Vals., Lilja Bj., Björgvin, Sigga Rósa, Stefán A., Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Jóhannes, Þóra, Auður, Einar, Elsa Inga, Helga Björns
og Jóhanna Karlotta lengst hægra megin.

Bráðnunin í fullum gangi undan öskunni...

Sólin hitaði og lýsti upp gegnum skýin öðru hvoru og kyngimagnað umhverfi hálendisins tók við
af sumarlegum lendum Skógárinnar...

Færið með besta móti... ekki miklar leysingar á snjónum alla leiðina um hálsinn...

Ný og gömul aska... á nýjum og gömlum snjó...

Sjá Baldvinsskála lengst uppi vinstra megin... hann sést vel í fjarlægðinni á leiðinni...
en er ótrúlega lengi að nálgast þegar gengið er þessa kílómetra milli hans og brúarinnar...

Hópurinn frá Símanum var aldrei langt undan síðustu mönnum í okkar hópi...

Umhverfið töfrandi fagurt og brakandi blíða upp að skála... fyrir utan nokkra dropa sem komu öllum í jakkann...
til þess eins að fara úr honum aftur fimm mínútum síðar...

Loksins komin í skálann... og það fór að snjóa... lygnt og friðsælt til að byrja með...

Helmingur hópsins borðaði inni eins og húsrúm leyfði...

Þóra, Hildur vals., Stefán A., Anna Sigga, Auður, Anna Elín, Björgvin
Hanna, Jóhanna Karlotta og Elsa Inga.

Hinir borðuðu úti...
Einar, Jóhannes, Halldóra Gyða, Örn, Óli, Katrín, Hjölli, Kjartan, Helga, Elsa Þóris, Rikki, Sigga Rósa og Ketill.

Það kólnaði fljótt í golunni sem lék meðfram húsinu...

Sérstaklega þegar það fór að snjóa og blása meira og menn vildu ólmir halda af stað...

Brekkan góða norðan við skálann var frekar saklaus í þessa skiptið...

Kyrrlát snjókoma hafði skreytt matartímann við skálann og létt en köld snjóhríð ýtti okkur af stað yfir hálsinn
en nokkrum mínútum síðar birti aftur upp og við fækkuðum fötum... aftur...

Friðurinn á þessum kafla var einstakur...
við vorum í
þriðja sinn í sögu okkar að upplifa Fimmvörðuhálsinn sjálfan í blíðskaparveðri...
stað þar sem oft ríkja illviðri þó gott sé það niðri við sitt hvoru megin við hálsinn...

Litirnir fljótir að breytast í umhverfinu og þeir nutu sín vel í síbreytilegu veðrinu og skýjafarinu...

Sólin ekki lengi að bræða menn... snjó... og ösku...

Örn, Anton, Roar, Ketill, Auður, Bryndís, Gylfi Þór.

Ketill, Auður, Bryndís, Gylfi Þór, Lilja Sesselja, Jóhanna Karlotta, Ásta Sig., og Katrín.

Katrín, Hildur Vals., Helgi, Þórdís, Þóra, Einar, Rósa, Hjölli og Hanna.

Svartur átti leik...

...eins og í fyrra...  við vorum stödd á skákborði náttúruaflanna
þar sem
hiti og kuldi - sumar og vetur - birta og skuggi - svartur og hvítur...
 skákuðu hvort öðru og börðust hverja sekúndu fyrir framan okkur...

Töfrandi fegurð og kyrrð í þessu veðravíti sem þarna er allt árið um kring
um leið og vind hreyfir að ráði og úrkoma bætist við...

Sjá leiðina frá Baldvinsskála sem sést rauður ofarlega fyrir miðri mynd...

Sjá skála Útivistar hægra megin efst á myndinni en hann er nýrri en Baldvinsskáli og í fyrirmyndarstandi...
með
Eyjafjallajökul í skýjunum á bak við en við sáum glitta í tinda hans öðru hvoru þennan dag.

Næsti hóll var lögguhóllinn svokallaði... þar sem okkur var vísað frá af lögreglunni þegar við gengum að fyrri gígnum þann 1. apríl í fyrra...
Þarna var kominn jarðskjálftamælir einhvers konar?... sem gengur fyrir sólarorku virtist okkur...

Við tímdum ekki að hvílast og skelltum okkur upp á hólinn til að sjá betur yfir gosstöðvarnar...

Þarna stóðum við lengi og bara horfðum... rifjuðum upp stundirnar fyrir ári síðan... þetta hlaut að vera Magni... skildum ekkert í því hvar Móði væri... þarna á bak við jú... en nei, það var auðvitað Bröttufannarfell... og við fundum Móða ofan af Magna...



Magnaður hópur dagsins:

Efri: Lilja Bj., Katrín, Óli, Rikki, Hjölli, Stefán A., Ketill, Halldóra Gyða, Örn, Rósa, Björgvin, Anton, Kjartan, Thomas,
Þóra, Þórdís, Helgi, Ásta Sig., Ósk, Hanna, Roar, Elsa Inga og Jóhannes.
Neðri: Hildur vals., Ásta H., Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Elsa Þóris., Anna Elín, Helga Bj., Auður, Sigga Rósa, Bryndís, Jóhanna Karlotta,
Anna Sigga, Einar og Halldóra Þórarins.

Magni var skringilega hljóðlátur og eldlaus... en funheitur og litríkur... og algerlega magnaður í návígi...

Við tók göldrótt umhverfi sem var varla af okkar heimi... kom úr iðrum jarðar og var ný jörð eins og enn með fósturfituna...
eða eiginlega
fósturhitann... hitann af móður jörð...
pachamama
á inkamáli... með ferska og óveðraða liti... mjúkar og ósnertar línur...

Það var ekkert öðruvísi en svo að við gengum inn á heita jörð með áður óþekktum hita, litum, lögun og áferð...

Þokan og hitinn umlukti okkur og við dáleiddumst eins og í fyrra... þetta var ekki síðri magnaður staður en þá...
annað yfirbragð en meira návígi...

Það var ekki hægt annað en fara upp á gígbarminn á Magna þó það væri út af stikaðri gönguleiðinni...
Við stóðumst flest ekki mátið á meðan að nokkrir héldu sig á gönguslóðanum...

Enda var þar kominn góður gönguslóði annarra á undan okkur sem fallið höfðu fyrir sömu freistingunni...


Roar að verki... við bíðum spennt eftir myndunum hans...

Ljósmyndarar hópsins blómstruðu sem aldrei fyrr og vildu helst vera þarna allan daginn...

Stórfengleg upplifun og maður skildi hvers vegna allir voru búnir að hvetja mann óspart til að fara þarna upp...
engu líkt og
áhrifameiri heimur en maður var búinn að ímynda sér...

Á vesturhlið Magna sem er í hvarfi fyrir gönguslóðinni tók við litaveisla
sem sló öllum litaspjöldum listamanna og málaraverslana við...

Hvar vorum við eiginlega... ?
Allir að taka myndir og skoða, anda og fóta sig á rjúkandi heitu fjalli sem skipti litum á hverjum steini...

Sprungur á nokkrum stöðum og logandi hiti undir hrauninu...

Það þurfti ekki annað en lyfta nokkrum steinum til að fá glóð...

Ásta Henriks eðalljósmyndari safnaði hjörtum í öllum litum...
Það verður veisla að skoða myndirnar hennar...

Við vissum varla hvað var undir hrauninu... gæti það gefið sig og Magni gleypt okkur ofan í logandi hyldýpið...?
Manni var ekki sama og hálf ómótt... áhyggjufullur yfir hópnum... og ekki rótt fyrr en allir voru komnir "niður á kalt"...

Jarðhitinn hélt manni heitum og við hóstuðum undan loftgufum sem komu úr jörðinni..
Þarna er líklega fljótt að verða ólíft ef ekki nýtur við golu sem hreinsaði loftið þennan dag fyrir mann þegar maður stóð á öndinnii...

Móði kom í ljós norðvestur af Magna.. mun lægri og litminni.. svalur af dökku hrauninu... en jafn rjúkandi heitur...
Kannski með sömu litina hinum megin.. við gengum ekki upp á hann... verðum að koma aftur og skoða hann betur...

Menn klikkuðu ekki á smáatriðunum frekar en Magni... og loguðu að innan sem utan...
Hanna, Björgvin og Elsa Þóris með pelann góða ;-)

Loksins héldum við áfram... ferðin eingöngu rúmlega hálfnuð
og fleiri réttir á
veisluborði Fimmvörðuhálsgönguleiðarinnar framundan...


Mynd frá Einari Sig.

Þeir sem ekki fóru upp á Magna gengu gönguslóðann meðfram honum og kíktu ofan í gíginn sjálfan...

Ofan af Magna sást vel yfir hrauntungurnar sem skriðið höfðu niður á snjóinn sem logandi eldruðningar í fyrra... þetta minnti mann á
heitasta h.... og manni fannst maður staddur í miðri Hringadróttinssögu... en þetta var einfaldlega stórfenglegt náttúrufyrirbæri sem logaði af sama hita og gígarnir... rétt eins og
hraunfossarnir gerðu líka þegar við gengum framhjá Hrunagili þótt ótrúlegt sé...

Við Bröttufannarfell horfum við á þetta nær og manni fannst erfitt að yfirgefa þennan stórkostlega stað...

Sjá nærmynd af hrauntungunum... litaveislan var þarna líka þegar betur var að gáð...
já, þarna verður maður að skoða sig um betur í næstu ferð...

Við minnisskjöldinn af þeim sem létust á hálsinum árið 1970 þéttum við hópinn eftir logana...

Minningarskjöldurinn  var enn að hluta á kafi í snjó og við hreinsuðum frá eins og við gátum.

Sjá áhrifamikla lýsingu af slysinu í bók Jóns Gauta Jónssonar, fjallaleiðsögumanns ÍFLM; "Gengið í óbyggðum", 2004, Almenna Bókafélagið, bls. 103 eftir Ingvar Teitsson, lækni og fararstjóra FÍ á árlegum ferðum á Herðubreið í ágúst o.fl. en hún birtist fyrst í
Tímariti Íslenska alpaklúbbsins í júlí 1978.

Stutt yfirlit af slysinu má lesa í Ársskýrslu Landsbjargar árið 1970:

"Úr ársskýrslu Landsbjargar 1970"

Það hörmulega slys varð aðfaranótt Hvítasunnudags 17. maí, að tvær ungar stúlkur og þrítugur maður urðu úti á Fimmvörðuhálsi er 11 manna hópur frá Skandinavisk Boldklub ætlaði að ganga frá Skógum undir Eyjafjöllum yfir hálsinn og niður í Þórsmörk. Hópurinn lagði af stað í góðu og björtu veðri frá Skógum, en um miðnætti versnaði veður skyndilega með rigningu og síðan stórhríð, en þá var fólkið statt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Heljarkambi.

Vindurinn var sunnanstæður, þannig að ógerlegt var að snúa við. Sæluhús er efst í skarðinu, en fararsjórinn sem var reyndur ferðamaður lagði ekki í að reyna að ná þangað og hélt undan veðrinu norður yfir hálsinn.

Þau þrjú sem létust, gáfust upp vegna þreytu og kulda, með stuttu millibili.  Þeir sem eftir lifðu, reyndu síðan að brjótast áfram niður í Þórsmörk, en veður fór batnandi. Maður úr hópnum hafði verið sendur á undan til að ná í hjálp. Kom hann niður hjá Básum, en þar beið sá hluti hópsins, er ekki fór í fjallgönguna ásamt bifreiðastjóranum sem skipulagði björgunaraðgerðir, en í öðrum skálum í nágrenninu voru hópar frá FÍ og Farfuglum.

Þeir sem af komust úr leiðangri þessum, voru flestir illa til reika er niður af fjallinu kom. Fram kom hjá björgunarmönnum að fólkið hafði dáið úr kulda, fyrst og fremst vegna þess hversu illa það var klætt. En aldrei er of brýnt fyrir fólki að búa sig í góð skjólföt í fjallaferðir og ef til vandræða horfir að leita skjóls og setjast niður áður en það örmagnast af þreytu og kulda.

Ofan af Bröttufannarfelli tók Brattafönn við
með óborganlegt útsýnið niður á
Morinsheiði og fjöllin að fjallabaki á síðari hluta gönguleiðarinnar um Laugaveg.

Mynd tekin á svipuðum stað og myndin á bíl þjálfara...
þessi hluti fór greinilega ekki undir glóandi hrauntungurnar af gígunum eins og maður hélt...

Brattafönn var öskugrá og góð yfirferðar með Morinsheiðina enn snjóuga framundan...

Sjá Rjúpnafell upplýst af sólinni og Hattfell á Laugavegsgönguleiðinni fjær beint á bak við...

Við fórum út á brúnirnar í austri til að skoða Hrunagil þar sem við vorum algerlega á valdi
logandi og myljandi hraunfossanna í fyrra...

Sjá rjúkandi heita hraunfossana... ótrúlegt að sjá hitann þarna enn rjúka upp úr hrauninu...

Heljarkambur var vel greiðfær með keðjurnar undir snjó reyndar... en snjóinn vel blautan og öruggan...

Hraungatið var skemmtilegri leið en ekki fyrir alla...

Við gátum ekki verið heppnari með færið þarna yfir um...

Engar hálkukeðjur nauðsynlegar né ísexi til að höggva spor...

Nestispása fyrir þriðja og síðasta hluta leiðarinnar...

Eina erfiða færi dagsins var á Morinsheiði...

Djúpur krapi sem bleytti skóna hjá sumum...

Heiðarhornið snjólaust og það létti stöðugt til með meiri fjallasýn og stórfenglegu útsýni...

Við tók þriðji og síðasti hluti gönguleiðarinnar...
Ilmandi fagurt
gróðurlendið í Þórsmörk sem manni finnst alltaf ekki geta verið af íslenskum heimi..
...eftir
andstæðurnar af hrjóstrugu hálendinu ofar á leiðnni...

Brekkan á Heiðarhorni að verða snjólaus...

Síðustu menn urðu enn meira síðastir... með aukakrók út á endann á Heiðarhorni...
Halldóra Þórarins, Roar og Ásta Henriks.

Ofan af Heiðarhorni gafst fágætt útsýni yfir innri hluta Þórsmerkur... og niður á gönguleiðina niður í Bása.
Sjá gönguslóðann hægra megin á myndinni og Kattarhryggi fyrir miðri mynd..

Heiðarhornið er glæsilegt fjall séð til baka frá gönguleiðinni...

Eftir mjúkar aflíðandi Foldirnar tóku krókóttir Kattarhryggirnir við...



En þeir ollu mörgum vonbrigðum... en öðrum nokkrum aukaslögum...
Er þetta allt og sumt á þessum Kattarhryggjum?

Böndin þarna staðsett of ofalega og því úr seilingarfjarlægð á köflum
og gera því lítið gagn þeim sem ganga þarna um - þetta þyrfti að athuga...

Ægifegurð Þórsmerkur lokkaði menn lúna og svanga niður síðustu kílómetrana...

... í fegurð sem á fá sína líka svona lengst upp við hálendið á Íslandi...

Alltaf jafn notalegt að lenda niður í Þórsmörk... tjöld og fólk á hverjum grasbala...
En þennan dag voru reyndar fáir á ferli í Básum nema við...

Skálaverðirnir búnir að smíða kringum hvíta tjaldið heldur reisulegra skjól fyrir hópa eins og okkar sem koma og grilla eftir göngu dagsins
en gista ekki í skálanum og hafa því almennt ekki aðgang að því svæði til að elda og borða....

Gönguhópurinn frá Símanum gisti í skálanum og voru jafn ánægð með daginn eins og við...

Við fréttum eftir helgina að veðrið hefði verið vetrarlegt þessa helgi... það var rétt ákvörðun að veðja á veðrið á uppstigningardag...
eina almennilega gönguveðrið þá vikuna að sögn skálavarða...

Í Básum grilluðum við og skáluðum, sungum og hlógum og viðruðum einstaklega flottan dag á fjöllum...
en tæplega helmingur hópsins var að ganga þessa leið yfir Fimmvörðuháls í
fyrsta sinn...



Eftir matinn enduðum við á nokkrum
slögurum undir stjórn hjónanna Rikka og Siggu Rósu þar sem Þórsmerkurljóð, Toppfaralagið
og nokkur önnur fengu að fjúka inn í sumarið...

Sjá af þversniði göngunnar - brattinn meira aflíðandi upp en niður
og hvernig við endum
hærra yfir sjávarmáli í Þórsmörk en við byrjuðum í Skógum.

Hæst fórum við í 1.067 m á gígbarmi Magna en þá vorum við með 16,6 km að baki af 24,7 skv. þessu gps.

Mögnuð ferð á heitasta fjallið í sögu klúbbsins...

Hún tók 17 klst. í heild með brottför kl. 7:00 úr bænum, brottför gangandi frá Skógum kl. 9:27 og alls göngu í 9:05 - 9:52 klst. upp í 1.067 m hæð á Magna með alls hækkun upp á 1.150 m miðað við 33 m upphafshæð...

...með rútuferðalagi þar sem Ketill var með fróðleik um Suðurlandið á leiðinni austur, Stefán Alfreðs gangnamaður á svæðinu til margra ára lýsti staðháttum og skoraði á menn í næstu haustgöngur á heimleiðinni og þar sem þjálfari rifjaði upp átakanlega söguna af Fimmvörðuhálsslysinu árið 1970 þar sem þrír einstaklingar létust á göngu yfir hálsinn illa búnir í slæmu veðri...


Björgvin, Stefán, Katrín, Roar, Helga, Þóra, Hanna og Katrín.

Við vorum með "tímum ekki heim-veikina" á háu stigi eins og svo oft áður... og fengum okkur langan og góðan ís á Hellu... en urðum að fara í bæinn því vinnudagur beið flestra í hópnum daginn eftir... það var eins og við hefðum verið heila helgi í burtu þegar við skiluðum okkur í bæinn upp úr hálf tólf á miðnætti...

...með splunkunýja, funheita og ólýsanlega fagra fjallaperlu í safninu...

Sjá allar myndir þjálfara úr ferðinni hér:https://picasaweb.google.com/Toppfarar/60FimmvorUhalsMagniMoI020411

Og frábærar myndir snillinganna í klúbbnum á fésbókinni.
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir