Tindur 36 - Snæfellsjökull 17. apríl 2010
Jöklaævintýri í hæsta gæðaflokki !
Snæfellsjökull var sigraður í annað sinn í sögu klúbbsins laugardaginn 17. apríl í frábæru veðri og brakandi færi með tæru skyggni yfir Snæfellsnes og til sjávar í suðri, vestri og norðri. Stemmningin var frábær í köldu blíðviðrinu þar sem Toppfarar brugðu á leik á báðum Jökulþúfum og nutu þess að sjá yfir landið og miðin í hundraða kílómetra radíus yfir vesturhluta landsins.
Eftir
dumbungsviku fyrir gönguna vaknaði laugardagurinn og
bauð okkur góðan göngudag alla leið upp á tindinn
sem brosti við okkur þegar við lögðum bílunum í
532 m
hæð... eftir að hafa keyrt heilmikið upp eftir
fjallsrótum og talið rúmlega
3 km
frá staðnum þar sem við hófum gönguna Fararstjórar jökulsins voru Jöklamenn eða Glacier Guides - www.glacierguides.is - sem ætla með Toppfara á Hnúkinn í maí. Gamlir og góðir félagar Toppfara voru einnig á göngu á jöklinum þennan dag, Íslenskir fjallaleiðsögumenn undir foryztu Jóns Gauta með fjallgönguklúbbinn sinn, Fjallafólk og það hljóp létt kapp í menn um hver yrði fyrstur á toppinn... en enginn hefur meira keppnisskap en Jón Gauti og skákaði hann okkur laglega í þessari rimmu sem var ekkert leiðinlegt, þetta var snilldargöngudagur...
Það var harðfenni frá fyrsta skrefi og sumir settu strax á sig hálkugormana. Fljótlega var orðið broddafæri og við fórum í broddana með tilheyrandi sýnikennslu Gumma á hvernig maður gengur á því verkfæri fjallgöngumannsins. Fjórar meginreglur er gott að hafa í huga þegar gengið er á broddum og rifjuðust upp fyrir sumum kennslan forðum daga með Jóni Gauta og Guðjóni á Kerhólakambi í desember 2007:
Gengið var rösklega inn að jökli og menn komust ekki upp með að vera annað en fullfrískir og í góðu formi fyrir daginn, svo Berglind sem lagði hálflasin af stað sneri fljótlega við í fylgd Gumma, leiðsögumanns þar sem hún var ekki heil heilsu í þetta skiptið.
Brátt fórum við í línur vegna harðfennis því það var ekki heppilegt að renna niður hlíðarnar og þurfa að þvælast aftur upp eftir... Bláa línan: Ketill, Karl A., Vallý, Ásta H., Áslaug, Kári Rúnar, Guðmundur Jöklamaður og Jóhannes.
Svarta línan: Örn, Hjölli, Helga Bj., Anton, Finnbogi, Lilja Sesselja og Gylfi Þór með Jón Heiðar jöklamanni sem ekki er á myndinni.
Rauða línan eða Skagalínan: Þorsteinn, Rikki, Petrína, Lilja K., Hugrún, Guðjón Pétur og Bára sem tók mynd með Heiðu, jöklamanni ekki á myndinni.
Jöklamenn héldu hópinn alla leið þrátt fyrir að við værum komin í línur og var það nýtt fyrirkomulag fyrir okkur sem hingað til höfum kynnst því að hver lína fari á sínum hraða og menn sjáist varla nema á tindinum og í lokin. Nú var hópurinn þéttur reglulega og stemmning Toppfara hélst alla leið sem var frábært því það getur verið örlagaríkt í hvaða línu þú lendir út frá úthaldi og gönguhraða félaganna og það ríkir engin samheldni innan hópsins í heild þegar línurnar eru að koma upp á mismunandi tímum, svo við vorum afskaplega ánægð með fyrirkomulag jöklamanna.
Útsýnið var stórkostlegt og Snæfellsnesið útbreitt okkur sem landakort.. brakandi flottur dagur...
Brátt risu tindarnir upp í vestri og urðu hluti af göngumönnum...
Miðþúfa - Norðurþúfa - öxl Norðurþúfu og Þríhyrningur hægra megin.
Jarðfræði Snæfellsjökuls:
Þjálfari var með nokkar góðar nótur með sér um
jarðfræði Snæfellsjökuls og fyrstu göngur á hann, en
aldrei gafst gott tóm til að deila því með hópnum
þar sem hann dreifðist um svæðið um leið og upp var
komið og línurnar
héldum mönnum ekki nægilega þétt saman í pásunum
Lesa
má eftirfarandi upplýsingar í (orðalag breytt og
efni tekið saman) Snæfellsjökull er eldkeila sem skilgreinist sem "hringlaga uppmjótt eldfjall sem gýs á löngum tíma" og er eldstöð með kvikuhólfi undir sem getur orðið mörg hundruð ára gömul. Eldkeilur hreykja sér hátt yfir landslagið og eru taldar fjórar hér á Íslandi en hinar eru Öræfajökull (með Hvannadalshnúk), Eyjafjallajökull (nú gjósandi) og Hekla sem stundum er flokkuð sem "eldhryggur" þar sem sprungan hennar liggur hrygglaga frá tindinum en þar sem hegðun hennar er eins og eldkeilna flokka höfundar hana sem eldkeilu. Gos í eldkeilum geta orðið í toppgígnum, í hliðarsprungum eða utan megineldstöðvarinnar úti í eldstöðvakerfum þeirra eins og dæmin sanna í ofangreindum fjöllum. Snæfellsjökull er jökulþakin og virk eldkeila eins og félagar sínir, en elsta eldkeila landsins er talin vera Snæfell sem er 1.833 m hátt og á dagskrá Toppfara í ágúst en mönnum greinir á um hvort Snæfell sé virk eða óvirk eldstöð. Dæmi um eldkeilu "á barnsaldri" gæti verið Hengillinn þar sem fjallið og næsta nágrenni bera mörg einkenni megineldstöðvar. Lesa má í góðri samantekt í bók Bjarna Guðleifssonar "Á fjallatindum - gönguferðir á hæstu sjöll í sýslum landsins" eftirfarandi upplýsingar en þessi bók kom út í fyrra, 2009 og er frábær aflestrar þar sem hún segir persónulega frá göngum Bjarna og félagar á hæsta fjall hverrar sýslu landsins með ýmsum fróðleik um hvert fjall með ljóðum og hvað eina að smekk þjálfara: Snæfellsjökull er megineldstöð sem hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos, það fyrsta á tertíer og a. m. k. 20 gos eru talin hafa verið eftir að ísa leysti, það síðasta fyrir um 1.750 árum. Þar áður eru gos talin hafa verið fyrir 4.000 og 8.000 árum. Snæfellsjökull er virkt eldfjall þó ekkert hafi gosið þar eftir landnám og eru jökulþúfurnar á barmi öskjunnar þar sem Miðþúfa rís hæst. Skriðjöklar Snæfellsjökuls voru taldir og skráðir árið 1930 og eru; Hyrningsjökull sem fellur til austurs norðan við Þríhyrning, Geldingafellsjökull sem fellur til norðurs sunnan við Geldingafell, Blágilsjökull sem fellur norðvestur úr gígnum og sá fjórði Hólatindajökull sem fellur til vestur niður með Sandfelli í átt að Hólatindum. Minni skriðjöklar eru sunnan við Þríhyrning og Kvíhólajökull ofan við Kvíhóla. Sjá mátti því sex skriðjökla á Snæfellsjökli árið 1930 en nú eru Geldingafellsjökull og Hólatindajökull nær horfnir en Blágilsjökull ennþá umfangsmikill og Hyrningsjökull mældur árlega og gefur staða hans góða mynd af meðalhita sumarsins. Talið er að jöklar landsins minnki um 0,3 % ár hvert og því mun Snæfellsjökull vera að minnka um hvorki meira né minna en 0,04 ferkílómetra á ári eða 40 fermetrar !
Tekinn
var smá krókur í norður fyrir nestistíma með útsýnið
yfir á
Breiðafjörð
og norðurhluta Snæfellsness
Fremstu tvær línur
Fjallafólks
sem höfðu hingað til verið á eftir okkur, sigluðu nú fram úr okkur í beinni línu á
tindinn
Sjá okkar línur fremst á mynd með síðustu línum Fjallafólks fyrir neðan og í fjarska Faxaflóa í hundruðum ferkílómetra....
Þarna risu þeir tindarnir... Jón Gauti með línu sína efst og svarta línan okkar fremst á mynd. Hér koma síðari nótur þjálfara um fyrstu göngur á Snæfellsjökul: Í Bárðarsögu Snæfellsáss má lesa um Bárð nokkurn Dumbsson sem talinn var fyrstur til að ganga á Snæfellsjökul. Hann var sagður hafa verið svo heillaður af jökinum að hann endaði á að flytja þangað búferlum og búa í helli í jöklinum sem verndari og heitguð byggðarlagsins en af sögnum má lesa að hann sem mennskan mann af tröllakyni er síðar varð landvættur þó þetta sé umdeilt. Þá er til aldagömul saga 2ja enskra sjómanna sem gengu fyrir óralöngu á jökulinn en urðu blindir af göngunni (snjóblinda) og eingöngu annar þeirra skilaði sér til byggða. Fyrsta þekkta gangan á Snæfellsjökul er ganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar þann 1. júlí 1754 sem tók 11 klst. frá Ingjaldshóli. Þeir gengu með slæðu fyrir augum vegna snjóblindu og sveppinn njarðarvött vættan ediki til að þefa af ef loftið yrði of þunnt. Heimildir eru þá um Englendingana Stanley og Wright sem gengu á jökulinn 35 árum síðar eða 1789 frá Arnarstapa í sokkum utan á skónum til að komast um hálku, en þeir komust samt ekki á þúfurnar. Enn aðrir Englendingar, þeir Bright og Holland, gengu svo frá Ólafsvík í för 4ra Íslendinga árið 1810 en þeir urðu að snúa við vegna sprungu við Miðþúfu og mældu hæðina 1.400 m. Skotinn Ebenezer Henderson og fjórir Íslendingar gengu svo árið 1815 og sáu sömu sprungu en komust ekki á þúfurnar vegna þverhnýpis. Að sögn fjölgaði ferðum á jökulinn upp úr þessu og fljótlega eftir stofnun Ferðafélags Íslands 1927 og var fyrsta ferð FÍ á jökulinn 9. júlí 1932 en þá var farið með skipi til Arnarstapa og Ólafsvíkur og lögðu 180 manns til ferðarinnar þar sem all mikill fjöldi þar af gekk á jökulinn sjálfan undir leiðsögn Helga Jónassonar frá Brennu en hann var einn foröngumanna Ferðafélagsins. Snæfellsjökull er af sumum talin ein af sjö orkustöðvum heims, um hann hefur sveipast ákveðin dulúð og lækningamáttur jafnvel verið talinn stafa frá honum, en frægð hans náði hámarki með sögu Jules Verne frá 1864 - Leyndardómar Snæfellsjökuls - sem var íslenskuð 1944 og segir frá ævintýralegri för niður í iður jarðar þar sem Englendingur og Þjóðverji eiga oft Íslendingnum sem var með í för líf sitt að launa, við hinar ýmsu hrakfarir.
Heimild: Árbók Ferðafélags Íslands 1982 um "Snæfellsnes
frá Löngufjörum að Ókafsvíkurrenni"
og
Þríhyrningur bak við göngumenn rauðu línunnar...
Girnilegur tindur sem nokkrir Toppfarar klifu síðar
þessa vikuna í sérferð á
sumardaginn fyrsta
þar sem
þau
komust ekki þessa helgi með okkur.
Bláa línan komin meðfram okkur og menn óþreyjufullir að klára síðasta spölinn með Íslandið allt að manni fannst fyrir framan mann.
Við
gátum hins vegar ekki beðið eftir
tindavímunni
Þetta var ólýsanleg tilfinning og nýtt ævintýri fyrir mörg okkar að klöngrast þarna upp.
Brátt hvarf þokuslæðingurinn sem öðru hvoru læddist um tindana og við fengum allan vesturhluta landsins í sjónmál...
Hvílíkur staður... Norðurþúfa, Toppfarar og Snæfellsnesið...
Rikki, Fjallafólkskona, Lilja K. og Ásta H. með exina á lofti...
Jú, þetta var ómissandi partur af göngunni og öllum var sagt að koma upp... það væri þess virði að klöngrast þetta...
Norðurþúfa í ísilögðum og ægifögrum massa sínum sem...
Nestispása var svo undir Norðurþúfu á milli þess
sem menn þvældust um og fóru á þúfurnar
Miðþúfa
var málið... hæsti tindur Snæfellsjökuls
Línan og menn nældir í með karabínum.
Farið
var upp lítið gilskarð í ísklettinum þar sem ein
lína var upp og önnur niður á færibandi.
Uppi kom og fór þokan en hér náðist mynd af útsýninu niður á Norðurþúfu gegnum mistrið. Færið var gott, laus og þurr snjórinn en bundinn klöfum sem losnuðu auðveldlega frá svo þetta var stórskemmtilegt verkefni í öryggi línunnar.
Norðurþúfa og öxl hennar með
Geldingafell
(824 m) í
fjarska neðar. Þegar horft er á Snæfellsjjökul í fjarska þá sér maður tvær þúfur rísa upp úr jökultoppnum en þar er um Miðþúfu og Vesturþúfu að ræða tel ég en ekki Miðþúfu og Norðurþúfu eins og maður hélt alltaf áður fyrr... væri gaman að fá álit annarra á þessu!
Sólin skein í heiði... og við dvöldum þarna í tæpa tvo tíma í algeru tindatómi...
Kvennasalernið var svo vestan við Norðurþúfu áður en haldið var niður á leið...
Niðurgangan var rösk og notaleg niður á við með Snæfellsnesið í fangið.
Á jöklinum þennan dag voru fleiri en við... tveir aðrir gönguhópar, tveir vélsleðamenn og þrjú á snjóbrettum... við horfðum á þau fara niður í harðfenninu og þau voru ekki lengi...
Litið til baka á Jökulþúfurnar mögnuðu...
Við greindum fjöllin okkar í austri og sáum vesturhlíðar Böðvarskúlu í Helgrindum frá því í fyrra...
Niðurleiðin var ekki bein til baka heldur norðan við
Þríhyrning til að fá annað landslag með smá
hringleið
Brakandi blíðan batnaði með hverjum metranum niður og brátt léttist á klæðnaðinum.
Gylfi Þór reyndi að ná Lilju Sesselja sem var rokin niður með fremstu mönnum, með því að taka harðasprett á snjóþotunni sinni en hann náði henni ekki og sat uppi með pískrandi félagana aftast sem voru í tómu kæruleysi á niðurleið að pæla í alls kyns fjallaferðumf ramtíðarinnar ;-)
Skíðasvæðið í baksýn og Þríhyrningur ofar.
Sjá
gulu leiðina sem við fórum þennan dag og svörtu
línuna leiðina sem við fórum 8. mars 2008. Mun
lengri ganga þá meðfram veginum enda miklu erfiðari
dagur. Það munar greinilega heilmiklu að fara þessa
leið þegar bílfæri er orðið gott upp að
skíðasvæðinu.
Ganga dagsins var 9,9 km á 6:35 - 6:47 klst. upp í 1.453 m (1.446 m) með 918 m hækkun miðað við 532 m upphafshæð.
Sjá
tímalengdina - langur tími sem við eyddum uppi á
toppnum eða tæpar
2
klst.
!
Frábær
ganga í
besta veðri vikunnar
þar sem við vorum enn einu seinni með ólíkindum
heppin... |
Sjá glimrandi góða veðurspánna fyrir helgina: Það sem er sögulegt eru fréttirnar niðri á vefsíðunni... ALLAR tengdar eldgosinu í Eyjafjallajökli !
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|