Tindferð 206
Rauðölduhnúkur og Rauðöldur í Heklu
12. september 2020
 

Rauðöldur og Rauðölduhnúkur
í Heklu frá Næfurholti
meitluð ferð í töfralandslagi

Rauðöldur og Rauðölduhnúkur í Heklu frá Næfurholti... gígarnir sem gusu árin 1389-1390...
göldrótt landslag á heimsmælikvarða... voru gengnar laugardaginn 12. september í fallegu og friðsælu veðri...

Eldfjalla-náttúra í öllum litum og formum... að njóta sín í gnægðarinnar haustlitum... stórfenglegar og sjaldfarnar slóðir í spor kinda og gangnamanna... um úfið, villugjarnt og torsótt Hekluhraunið... umvafið skærgrænum mosa, rauðleytu lyngi og gulleitu birki í litasinfóníu sem gerði okkur oft agndofa...

Félagsskapurinn leiftrandi glaður og gefandi... nýliðarnir algerlega með þetta og mjög gaman að kynnast gestunum þremur...
alls 18,5 km á 7,5 klst. með 851 m hækkun.

Endað í vöfflukaffi og ostaveislu í boði Óskar og Steingríms í flugskýlinu við Haukadal... yndislegur endir á stórkostlegum degi... takk bændur í Næfurholti fyrir góðfúslegt leyfið... takk elsku Ósk og Steingrímur... takk elsku leiðangursmenn... vá, hvað þetta var einstaklega fagur göngudagur !

----------------------------

Þjálfarar gistu í grunnbúðum sínum, Fjallaseli í Landsveit, nóttina fyrir ferðina... og horfðu á Heklu sópa til sín og frá sklýjum, sólum og vindum sólarhringinn á undan... hér með sólargeislana skínandi á Rauðöldur og Rauðölduhnúk með Bjólfellið í skugga... og Heklutind í skýjunum... fjallið skipti stöðugt litum dagana tvo á undan... eins og alltaf.. allt árið um kring... öllum þeim til ásjónar sem búa á suðurlandi og sjá til eldfjallsins... hvílík forréttindi...

Eftir gott samtal við bóndann Geir í Næfurholti, son Olgeirs Olgeirssonar
fengum við leyfi til að leggja bílaflotanum á landi þeirra...

 

... og ganga í gegnum jörðina þeirra, framhjá útihúsum, yfir girðinguna þeirra og inn í fjallasal Bjólfells og félaga...

Einhvern veginn tókst okkur að sjá ekki tröppurnar sem liggja yfir girðinguna efst í landinu við lækinn... og þegar bóndinn kom að sækja einn af hundunum sínum sem hafði slegist í för með okkur og virtist ekkert ætla að snúa við... báðum við hann afsökunar og pössum að fara ekki aftur yfir girðinguna... en hann gerði enga athugasemd við þetta... var hinn almennilegasti þó við værum miður okkar... þannig að... það eru tröppur yfir girðinguna til að komast út fyrir landið efst við fjöllin...

Hraunteigslækur skreytti þennan kafla eins og silfurstrengur... ef hann heitir svo... lækurinn sem rennur gegnum Næfurholtið og niður eftir út í Rangá...

... en við röktum okkur eftir honum alla leið að upptökunum... sem er magnað að ná að gera...

Mjög fallegur inngangur inn í þennan töfraheim sem við vorum að fara í...

Lækurinn hér í fullu fjöri... laus úr viðjum jarðarinnar...

... og kom hér undan hrauninu... við sátum andaktug hér í talsverða stund og horfðum á vatnið renna undan jörðinni...

Stór slétta liggur milli fjallanna á þessu svæði... baksviðs við Bjólfellið... þar sem lágir fjallshryggir liggja í hring... og við gengum á öll hér eitt vorið... í apríl árið 2013...

http://www.fjallgongur.is/tindur91_bjolfell_6tindar_060413.htm

Þessi slétta heitir Mosar... en handan hennar liggja mosavaxnar hraunöldur og innan þeirra.. eru rauðleitar öldur sem heita Rauðöldur... og enn ofar í Heklu eru svo Langalda og Hestalda... Hestvarða og Höskuldsbjalli...

Alda og bjalli... skemmtileg og algeng örnefni á þessu svæði...

Rauðöldur hér vinstra megin neðan við Heklu sem tekur allt vinstra hornið blá og snjóug...
hægra megin er Rauðölduhnúkur enn hærri... nær er taglið á Gráfelli...

Litið til baka... Þorleifur með Bjólfellið í suðvestri...

Brátt tók hraunið og kjarrið við mosanum og sandinum...

Haustlitirnir áttu eftir að lita þessa ferð svo skærum litum að okkur fannst við aldrei hafa séð annað eins...
þar til við keyrðum Þingvellina viku síðar og samþykktum að þar væru haustlitirnir hvergi fegurri...
en menn segja að Þórsmörk sé enn fegurri en það á haustin... það er vel hægt að trúa því...
en þessir haustlitir voru líklega þeir fegurstu sem við höfum nokkurn tíma gengið í hingað til...
Rjúpnafell er komið á dagskrá í haustlitunum í Þórsmörk í september 2021... ekki spurning !

Bjólfellið hér í fjarska... og við að koma okkur upp á taglið á Gráfelli að hraunöldunum...

Hraunöldurnar... Svartahraun er eina örnefnið á þessu svæði... við vorum ekki viss hvort það ætti við þetta hraun... sem er orðið grænt af mosa... og gljúfrið í norðri var líklega Oddagljúfur... eða kannski þetta sem var þarna á milli og við fórum ofan í ?... ekki viss...

Ofar eru Rauðöldur og Rauðölduhnúkur... markmið dagsins... og Hekla gnæfandi yfir öllu saman...

Frábær hópur á ferð... fullur af orku nýliðanna sem koma sterkir og glaðir inn í klúbbinn...

Þorleifur, Sigga Lár., Sigrún Bjarnra, Svanhildur Hall gestur, Tinna, Kristbjörg, Bjarnþóra, Oddný, Fanney Sizemore gestur, Örn, Gerður Jens., Arngrímur, Sigurður Kj., Heiða, Marta, Steinunn Sn., með Bónó, Sandra, Gunnar Már, Þórkatla, Jóhanna Ísfeld, Gulla, Guðmundur Jón, Davíð, Katrín Kj., Margrét Páls, Helga Rún og Jakob Jóhann Sveinsson gestur... alls 28 manns og þrír hundar...

Árið 2014 gengum við á Heklu frá Næfurholti einmitt þessa leið... og sáum þá þetta hraun í fyrsta sinn... þá gengum við beint hér yfir og lentum í talsverðu klöngri í mjög úfnu hrauni ofar... og sniðgengum það í bakaleiðinni þar sem við fundum kindagötur sem voru fínar í rökkrinu... og var ætlunin að elta þær slóðir núna...

http://www.fjallgongur.is/tindur107_hekla_260414.htm

... en við fórum of langt til hægri... og vorum svo sem alveg spennt fyrir því að finna enn betri leið en síðast... og endaði þetta í enn einum könnunarleiðangrinum í þessu hrauni...

Litið til baka hér í lautinni þar sem litadýrð dagsins sló tóninn þar með...

Með því að fara svona langt suður... til hægri... var ætlunin að sniðganga dýpstu hraunöldurnar...

... en þær biðu okkar samt ofar... og landslagið flæktist þar eins og síðast...

Brekkurnar orðnar hærri og öldurnar dýpri...

Náttúran skrýddist sínu allra fegursta og það var erfitt að vera á göngu en ekki í ljósmyndaferð...

Litirnir voru með ólíkindum þennan dag...

Dýptin í landslaginu og litunum samanlagt... það er engin leið að lýsa þessu landslagi...

Hver alda var nýr heimur... ný fegurð...

... ný útgáfa af samblöndun lita og forma..

Þessi skærgræni litur í mosanum var með ólíkindum fagur...

Hér var áð... í jaðrinum sunnan megin...

Allir með góða fjarlægð á milli manna...

... nema menn væru tengdir á einhvern hátt... vinnufélagar... eða saman í bíl í ferðunum...

Riddarapeysurnar og vinir hennar... allar prjónapeysur ferðarinnar hér á mynd...

Við hefðum átt að taka svo riddaramynd líka...

Ef einhvers staðar voru litir náttúrunnar eins og í riddarapeysunum... þá var það í þessari ferð...

Þá hefði verið sniðugt að hver og einn tæki mynd af litunum sem eru í þeirra peysum...
þeir voru nefnilega um allt...

Ofar fór að glitta í Rauðöldhnúk sem þjálfarar ákváðu að byrja á úr því þeir fóru þetta sunnarlega upp eftir...

Litið til baka... lægri hraunöldur hér... skottið á Selsundsfjalli hér vinstra megin uppi en þjálfarar hafa spáð mikið í göngu á það síðustu ár og farið könnunarleiðangur til að finna bestu aðkomuna að því og talað við bónann í Selsundi en lent í vandræðum... það er hreinlega hægt að fara upp með Bjólfelli sýndist okkur... ekki slæmt landslagið hér... en þó tafsamt á langri leið...

Hvílíkt landslag...

Hekla er sannarlega drottningin á þessu svæði...

Hraunið ofan af Rauðölduhnúk vinstra megin.. Selsundsfjall hægra megin...

Við sáum fyrir endann á völdunarhúsinu sem við vorum stödd í...

Það er engin leið að elta gps á þessum slóðum... maður verður að láta landslagið ráða... við vildum elta kindagöturnar og ekki skemma mosann... og því stjórnaði landslagið okkur með öllu....

Heilu gilin í hrauninu...

Komin á opnara svæði hér...

Sjá hraunrennslið ofar... magnað landslag sem átti eftir að vera mjög áhrifamikið síðar um daginn...

Litirnir... við áttum erfitt með að ganga fyrir ljósmyndun og augnablikum þar sem við vildum bara horfa og njóta...

Alger töfraheimur...

Rauði liturinn hér...

Litið til baka... sjá hraunið um allt... misúfið... mishæðótt... Bjólfell í fjarska fjærst...

Rauðölduhnúkur handan við hraunveggina...

Þjálfarar skildu ekkert í sjálfum sér að hafa farið svona langt til suðurs...
en sáu ekki eftir því... þetta var svo falleg leið...

Komin að Rauðöldunum... og Rauðölduhnúk...

Við ákváðum að fara upp skriðuna hægra megin til að marka sem minnsta slóð eftir okkur á uppleið...
þarna var slóði eftir vatnsleysingar en leit í fyrst út eins og slóð eftir menn eða kindur...

Við fórum upp hana... Rauðöldurnar hér... gígur í hálfhring sem kallast Rauðöldur í fleirtölu þó þetta sé í raun einn gígur... en Rauðölduhnúkur er hluti af öðrum gíg og þar kemur líklega fleirtalan...

Sjá hraunið svo breytilegt liggjandi inn í gíginn og kringum hann...

Sjá hrauntunguna rennandi hér niður meðfram Rauðöldum milli þeirra og Rauðölduhnúks... við áttum eftir að fara yfir hana ofar...

Sjá samhengi leiðarinnar við fjöllin fjær... Þingvallafjöllin... Langjökulsfjöllin og Jarlhetturnar enn lengra til hægri út af mynd...
ótrúlega mikið útsýni við fjallsrætur Rauðalda... við vorum komin það hátt upp í landinu...

Þessi Geldingahnappur var ekki einmana... heldur umvafinn mosavininum sínum sem hélt honum hlýjum og stöðugum...

Bjólfellið og félagar...
Tindgilsfell nær og svo Gráfell nær vinstra megin... hraunbreiða rennandi á milli...
og hægra megin svo Langafell, Hádegisfjall og Strilla niður eftir...

http://www.fjallgongur.is/tindur91_bjolfell_6tindar_060413.htm

Uppi á Rauðölduöxlinni var hópurinn þéttur og haldið svo áfram upp á hæsta tind...

Ágætis landslag þarna uppi...

Litið til baka... Selsundsfjall vinstra megin og Bjólfell og Tindgilsfell hægra megin...

Greið leið upp...

Rauðöldur nær og Búrfell í Þjórsárdal fjær... Jarlhetturnar svo enn fjær með Langjökul í baksýn...

Nú birtist Hekla ansi nærri... vörðuð enn meira hrauni og gígum í alls kyns litum og formum...

Selsundsfjallið svo langt og flott... já, hér er vel hægt að fara upp á það og leggja þá gangandi af stað frá Bjólfelli...

Nokkur örnefni eru á þessu fjalli... Háafjall, Selsundsfjall, Miðmorgunshnúkur, Skollaskarð, Botnafjall og Haus... í þessari röð upp eftir og endað á hausnum sem er þá hér þar sem við sáum til ofan frá Rauðöldum...

Frá Haukadal við Bjólfellið er um 20+ km ganga á allan þennan fjallshrygg og til baka.... hún er komin á vinnulistann...

Rauðölduhnúkur mældist 581 m hár...

Rauðöldur... rauður gígur galopinn að vestan og umkringdur nýrra hrauni en hann sjálfur á öllum hliðum...
og mosin með fyrirsát... búinn að umkringja gíginn og óðum að skríða upp hlíðarnar...

Langalda enn ofar í Heklu... svo Hestalda... Hestvarða og Höskuldsbjalli...

Frábær hópur á ferð !

Við röktum okkur eftir Rauðölduhnúknum í leit að góðri niðurgönguleið að Rauðöldum...

Glæsileg leið...

Litið til baka...

Hér var fín leið... niður skriðuna þar sem mosinn var ekki sporaður út...

Sýnin niður hraunranann... ásinn... ánna...  að Bjólfelli og félögum...

Hér liggur snjóskafl langt fram á sumarið... sem þjálfarar fylgjast með úr bústaðnum sínum á hverju sumri...

... eftir að við gengum upp hann árið 2014 á leið á Heklu... sjá hér skaflinn meðfram hrauntröðinni...

Við gættum þess að spora sem penast út og treystum því að skriðan myndi laga sig í vetur...

Hraunáin milli Rauðölduhnúks og Rauðaldanna...

Sjá hraunásinn eða hraunánna betur hér á miðri leið yfir...

Sjá muninn á litunum í myndavélum þjálfaranna... þetta er vélin hjá Erni...

Klofað yfir hraunstrauminn hér...

Komin yfir... hér mátti sjá hvernig hraunbreiðan hefur stöðvast á Rauðöldum og runnið á milli fjallanna niður í mót...

Berjatínsla... og Hekla þarna uppi... Þórkatla og Bjarnþóra...

Stórkostlegt landslag hraunstraumanna milli aldanna í Heklu að birtast smám saman eftir því sem við fórum ofan á Rauðöldur...
sjá hvernig hraunið rennur milli aldanna ofar... magnað að sjá þetta svona í stærra samhengi...

Enn fallegra hér... hraunfossinn niður af Rauðölduhnúk og niður á milli... við vorum svo smá í þessu landslagi...

Sjá ofar hér frá Rauðöldum í myndavél Arnarins...

Hraunáin að renna hér niður á milli... og við að koma okkur upp á Rauðöldur...

Hvílíkt sjónarspil... stórkostlegt að vera þarna...

Við röktum okkur eftir gígbarmi Rauðalda...

Litið til baka...

Svo fallegur mosinn í Rauðöldunum... og hraunið rautt að lit...

Rauði liturinn með hraunið neðar eins og lúrandi vatn... Bjólfellið og félagar... og sléttan sem kallast Mosar í miðjunni...

Rauði kletturinn í Rauðöldum...

"Síðla árs 1389 gaus Hekla í sjöunda sinn. Öskufall var talsvert og bar öskuna að líkindum aðallega til suðausturs. Öskulagarannsóknir Sigurðar Þórarinssonar hafa leitt í ljós að Norðurhraun rann í þessu gosi. Það er komið upp í gíg sem nefnist Rauðöldur og er neðarlega í norðvesturhlíðum Heklu. Tveir bæir eyddust í gosinu og hugsanlega sá þriðji.

Eftir gosið 1389-1390 var kyrrð yfir Heklu í 120 ár, en það er lengsta goshlé sem orðið hefur í fjallinu frá 1104. Gos hófst síðan í Heklu árið 1510, stórgos sem olli miklum skaða um Suðurland. Vindur stið af norðaustri og askan barst yfir Rangárvelli og Landeyjar, en einnig yfir Landsveit og Holt og uma llt vestur í Flóa. Í jarðvegi á Suðurlandi er þetta öskulag langþykkasta og grófasta Heklulagið frá sögulegum tíma. Það er tiltölulga auðþekkjanlegt, víðast dökkbrúnt að lit."

Sjá sögu Heklugosanna hér:
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/521268/

Saga eldgosa á Íslandi hér - saga Heklu:
https://eldgos.is/annall-heklugosa/

Rauði kletturinn og Búrfell í Þjórsárdal í fjarska...

Hekla og hraunstraumarnir hennar niður allt fjallið... mosavaxnir... og formfagrir... Langalda hægra megin...

Rauðkletturinn...

Litið til baka á leið niður...

Guðmundur Jón, Katrín Kjartans, Gerður Jens, Tinna og Sigrún Bjarna...

Sérstakur þessi mosagrái litur ofan á hrauninu...

Rauðalda... Hekla... Langalda...

Niður af gígnum...

Allt í gangi í landslaginu...

Rauði gígbarmurinn í Rauðöldum...

Gígurinn sjálfur opinn í suðvesturendanum... og hraunið liggjandi alveg upp að...

Við ákváðum að fara niður og fá okkur nesti í hraunröndinni..

Ansi úfið hraunið þarna á milli... þjálfarar voru búnir að spá í þessa leið með Guðmundi Jóni sem er naskur á landslagið... og við vorum sammála um að láta reyna á hana til baka...

Litið til baka upp með Rauðöldum...

Þegar að var komið voru þetta nokkurra metra háir hraunveggir...

Hér fengum við okkur nesti og þjálfarar spáðu í leiðarval yfir þetta úfna hraun á meðan...

Við vorum eins og hólfuð á ýmsum stöðum í hraunveggnum...

Allir að passa fjarlægðina milli manna...

Þarna fórum við upp... spor eftir þjálfara og fleiri upp í hraunið...

Afstaðan miðað við Rauðöldurnar...

Jæja... við vorum hikandi og ekki viss hvort þetta tækist... og vorum með til vara að fara undir Rauðöldurnar og leita í svipaða leið til baka og við komum upp eftir... en kyngdum og lögðum í hann...

... og uppskárum mjög skemmtilega leið þó seinfarin væri...

... sem var meira að segja skárri en versti kaflinn á uppleið árið 2014...

http://www.fjallgongur.is/tindur107_hekla_260414.htm

Litið til baka með Rauðöldur og Rauðölduhnnúk í baksýn...

Furðuheimur sem gaman var að ganga um...

Mosinn svo mjúkur og fallegur ofan á hrauninu...

Selsundsfjall og Bjólfell og félagar í fjarska sitt hvoru megin...

Farið að glitta í slétturnar sem við höfðum augastað á þegar við völdum leiðina upphaflega frá hraunöldunum fyrr um daginn...

Við vissum að þetta var bara smá kafli og svo tæki skárra færi við...

Við reyndum að hlífa mosanum sem mest við máttum... en í svona úfnu hrauni var ekki annað hægt eð fara yfir mosann... og slóðin var þó ekki meiri en þetta eftir 28 manna hóp...

Hópurinn að koma niður úr illfærasta hlutanum...

Litið til baka yfir hrauntorfæruna með Rauðöldurnar hinum megin...
árið 2014 vorum við þarna einhvers staðar hægra megin...

Framundan var mun greiðfærari kafli sem var gullfallegur...

Bakpokinn hennar Katrínar Kjartans... reynsla þeirra hjóna er mikil... þau hafa farið víða um heim að ganga... það er mjög gefandi að gera það og spegla göngurnar á Íslandi við önnur lönd... og sjá okkur í stærra samhengi... Ísland er best í heimi... en það er heill ævintýraheimur þarna úti með landslag og göngumenningu stærri og meiri en okkar... samt er einhvern veginn hvergi fegurra en á Íslandi... eða kannski fjölbreyttast... réttara sagt...

Við gengum meðfram hraunveggnum niður eftir...

... og vorum í berjamó í leiðinni... strákarnir gáfu stelpunum ekkert eftir... voru eiginlega áfjáðari en þær :-)

Berjabrekkan mikla... við skulum ekki gleyma þessari brekku...

Mæðgurnar Tinna og Sigrún Bjarna... klúbburinn er að yngjast... næsta kynslóð er að koma inn og afkomendur Toppfara hafa mætt heilmikið í göngur á þessu ári og jafnvel skráð sig í klúbbinn... sem er alveg frábært !

Litið til baka upp brekkuna...

Ólýsanleg fegurð á þessum kafla...

Þjálfari er búin að setja þennan kafla í heilunarflokkinn í minningabankanum sínum...
þaðan sem sótt er hrein hugarorka þegar á þarf að halda...

... hvílík litasinfónía náttúrunnar !

Litirnir í riddarapeysu þjálfara...

Þessi berjadalur var einstakur... við áttum erfitt með að koma okkur áfram... það var eitthvað einstakt við þennan stað...

Sjá hraunvegginn sem við röktum okkur eftir...

Sjá litina í prjónapeysunum harmonera við litina í náttúrunni...

Magnað landslag með meiru...

Margra metra háir hraunruðningar...

Hvílíkir ógnarkraftar hafa verið hér á ferð... hér stöðvaðist hraunrennslið... og gosið hefur hætt...

Samhengið við okkur mennina... við erum ansi smá í miðjum náttúruöflunum...

Stutt í slétturnar í Mosum...

Töfraheimurinn að baki... og við komum aftur niður á jörðina í Mosum...

Þar voru haustlitirnir samt líka að skreyta leiðina þó ekki væri það í sama umfangi, styrk og dýpt og í hraunöldunum...

Kjarrið orðið ansi hátt á köflum...

Litasamsetning sem gaf innblástur fyrir riddarapeysu...

Takk fyrir okkur Hekla... ríkidæmi þitt er óumdeilt !

Bjólfellið... Strilla... Hádegisfjall og svo var Langafell enn lengra til hægri...

Tónar litasinfóníunnar ómuðu enn... hér við Langafell...

Einstakur friður og yfirvegun einkenndi þennan stað...

Skarðið milli Bjólfells og Strillu... þar sem Hraunteigslækur tekur sínar fyrstu rennur ofan jarðar...

Bjólfellið er eins og vörður og hlífir Næfurholti og byggðinni neðan við það ef hraunið skyldi renna hér stríðum straumum...

Niður með læknum til baka... hér varð myndavél þjálfara rafmagnslaus eftir stöðugar myndatökur á stórkostlegum degi...
en eftir var kaflinn gegnum land Næfurholts...

Teygjur og viðrun eftir magnaðan dag...

Alls 18,5 km á 7,5 klst. með 851 m hækkun úr 115 m upphafshæð...

Leiðin á korti frá Næfurholti upp lendur Heklu...

Leiðin í samhengi:

... við fimm tinda gönguna á Bjólfell, Strillu, Hádegisfjall, Langafell, Gráfell og Tindgilsfell 6. apríl 2013:
http://www.fjallgongur.is/tindur91_bjolfell_6tindar_060413.htm

... og við gönguna á Heklu 26. apríl 2014 sem var ógnarlöng:
http://www.fjallgongur.is/tindur107_hekla_260414.htm

Pálín Ósk og Steingrímur Toppfarar til margra ára...  buðu hópnum í vöfflur og osta í flugskýlinu við Haukadalsmel...
í sárabót þar sem þau komust ekki í gönguna... en þau eiga land á svæðinu og eru að byggja upp bústað sinn þar...

Þetta var höfðinglega boðið og flestir í hópnum þáðu það með þökkum eftir dýrindisdag...

Glæsilegar veitingar og notalegheit...

Vel þegin samvera eftir útivistina og synd að hafa þau ekki með okkur í göngunni, þetta eðalfólk inn að beini...

Flott aðstaðan í flugskýlinu...

Hér eru haldnar veislur... og hefur Steingrímur oft stungið upp á því að Toppfara héldu hér veislu eftir göngu á svæðinu...
... alger snilld þessi staður...

Takk innilega elsku vinir, Ósk og Steingrímur fyrir höfðinglegt boð....

Takk fyrir kyngimagnaða töfragöngu sem aldrei gleymist sakir fegurðar, dýptar og forma sem aldrei fyrr í haustlitunum á slóðum sem fáir ef nokkrir ganga um ! Þetta var engu öðru líkt takk fyrir !

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/hiking-trails/raudolduhnukur-og-raudoldur-i-heklu-fra-naefurholti-120920-57245641

Myndband úr ferðinni hér:
https://www.youtube.com/watch?v=cm6w8kBGE8g&t=450s
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir