Tindferð 194
Kringum Helgafell og Húsfell í Hafnarfirði
um Breiðdal að sunnanverðu
laugardaginn 28. mars 2020
Kringum Helgafell og Húsfell Gullfalleg og hörku krefjandi ganga um Breiðdal hinn fagra austan undir Undirhlíðum -------------------------------------- Covid-19 veiran á uppsiglingu og 20 manna samkomubann og 2ja metra fjarlægðarmörk milli manna... Þessir tveir metrar urðu að fjórum metrum og upp í meirra en tíu metra allan daginn... Sannarlega nýr bragur í göngunum við þessa 2ja metra reglu... Hins vegar kemur hún í veg fyrir nándina og samræðurnar milli manna... Veðrið þennan dag var yndislegt... víðáttan mikil... og náttúrufegurðin kom á óvart... Frekar einföld leið... láglend þar sem við lögðum ekki í að tryggja 2ja metra regluna við fjallabrölt Við gengum meðfram Háuhnúkum frá Vatnsskarði og svo undir Undirhlíðum... austan megin... Ekki mikil hækkun á þessari gönguleið... Ofan af hálsinum blöstu fjöll dagsins við sem ætlunin var að hringa... Helgafellið hér og Húsfellið fjær... Mögnuð sýn á fjöllin í Hafnarfirði... Þessi ferski snjór... blái himinn... mikla víðátta... og skæra birta... skilar sér að hluta til allavega í ljósmyndina... Færið með besta móti... þessi vetur 2019 - 2020 er mjög harður... mörg slæm veður... Breiðdalur heitir dalurinn sem við fórum um til að komast að Helgafellinu að sunnan... Litið til baka að brekkunni... Hópurinn þéttur hér.... Hjón mega standa nálægt hvort öðru... en ekki hinir... og því dreifðumst við ansi mikið um svæðið ef við áðum... Tjarnirnar sem eru á þessu svæði eru svo fallegar að sumri til... þær hurfu í þurrkinum í fyrrasumar... Það var svalt í veðri... frost... og köld gola... en sólin vermdi mikið þegar leið á daginn... Himininn hefur leikið stórt hlutverk í vetur... og oft bjargað okkur alveg í fegurðarhleðslu... Litið til baka yfir leiðina sem var að baki meðfram undirhlíðum og Háuhnúkum... Farin að nálgast Helgafell í Hafnarfirði... Gaman að fá aðra sýn á fjallið og aðra aðkomu... Hér höfum við gengið að sumri til á þriðjudegi... og það var blússandi fögur ganga... Svolítið öðruvísi... hér vestan við ásinn við fellið... þriðjudaginn 22. apríl árið 2014 um Undirhlíðar... Núna vorum við austan megin við ásinn... enda ætlunin að fara kringum Helgafellið... Þríhnúkar, Grindarskörðin, Bollarnir, Langahlíð, Vatnshlíðarhorn út af mynd... Þessi kafli að Helgafellinu er mjög fallegur að sumri til í mosa og hrauni... Sjá gjóturnar sem voru fullar af snjó... Samspil mosans og hraunsins er magnaður þarna... Fáir á fjallinu enda ennþá snemma dags... það átti eftir að breytast á leiðinni til baka... Stundum uppgötvuðum við að við vorum að þvera læki, polla eða tjarnir... þegar eitthvað pompaði undan okkur... Þessi kafli meðfram Helgafellinu er fallegur... minnir á kaflann meðfram Skriðu á leið á Klukkutinda... Valahnúkar framundan... enginn á ferli ennþá... Jú... tveir fjallahjólamenn... að njóta eins og við... ... og svo voru stöku göngumenn að stjái hér við skarðið milli Valahnúka og Helgafells... Við þveruðum Valahnúkana... ... upp að Þríhnúkunum sem þá skreyta svo fallega... Litið til baka með Helgafellið hér í baksýn.. sjá slóðina upp öxlina.... Hér var ætlunin að taka hópmynd... en við fórum fyrst í nesti og gleymdum því svo... Hér var tekin nestispása... eftir 8 km göngu takk fyrir... þetta var alvöru túr ! Batman í bandi... út af Covid-19... Enginn nálægt hvor öðrum... nema hjónin... sem voru þrjú í þessari ferð... Húsfellið hér framundan... og sólin að mæta aftur á svæðið... Við vorum það austarlega að hættan á að lenda í mjög djúpum gjótum sem eru á þessu svæði var ekki til staðar... Ennþá var færið gott en það hitnaði aldrei svo þennan dag að það skemmdi hart færið... Fyrsta hópmyndin þennan dag... með Húsfellið í baksýn... ágæt svo sem en það var önnur betri tekin síðar... Nú skein sólin og það var svo hlýtt og gott á þessum kafla... Litið til baka með Valahnúka og Helgafellið í baksýn... Handan við hornið á Húsfelli... Smá pása... áning og þétting... Kaflinn kringum Húsfellið er magnaður... þegar kvenþjálfarinn hljóp þetta á sínum tíma þá var hún alveg heilluð... Nú var snjór yfir öllu en allt svo fallegt engu að síður... Hér var hæsti punktur ferðarinnar... 209 m hæð... Hér þéttuðum við... og tókum hópmynd með fjallið í baksýn... Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks., Kolbeinn, Elísa, Batman, Ólafur Vignir, Sigrún E., Bjarni og Örn Hér er mjög fallegt... hér hefur hraunið runnið alla leið að fellinu... og stöðvast... ekki komist lengra... Víðáttan... birtan... litirnir... voru heilandi þennan dag... eins og svo oft áður í vetur... Já... tveggja metra tókst mun betur en við áttum von á... Helgafellið komið í ljós hinum megin við Húsfellið... Hér giskuðu Örn og Bjarni á tvo metra á milli manna... strikuðu í snjóinn og svo var mælt... Valahnúkarnir líka komnir í ljós þarna hægra megin... Á þessum kafla er ráðlegast að fara niður á hefðbundna leið milli fellanna... Þar voru samt nokkrar sprungur þar sem pompað var niður í gegnum snjóinn... Hér hittum við aðra göngumenn... fleiri komnir á stjá... Steini úr Fjallagörpum og gyðjum og vinur hans virtu hins vegar augljóslega 2ja metra regluna Við héldum áfram að Valahnúkum... Hópurinn þéttur... Steikjandi hiti og dásamlegt veður... við sneiddum framhjá austasta Valahnúknum... Mjög fallegur kafli og ekki ósvipaður norðausturhorni Húsfells... Við spáðum heilmikið í leiðarvali um sjö tinda Hafnarfjarðar sem var á dagskrá í janúar Helgafellið að koma í ljós handan við Valahnúka... hér er svo fallegt að sumri líka... Það var kraðak af fólki uppi á Helgafellinu... við vorum sannarlega í betri málum... Röðin á göngufólkinu var eins og á Everest... maður á eftir manni... í röðum upp og niður tindinn... Við vorum hins vegar ein í heiminum á okkar leið allan daginn Jú... það var smá vor í lofti... Komin að hraungatinu við Helgafellið að suðaustan... Sjá það hér efst vinstra megin... fallegt fyrirbæri... hér ákváðum við að taka aðra nestispásu... ... með smá hópmynd á undan... meiri snillingarnir ! Hér var smá sumarfílíngur... sól og hiti og ilmandi mosi og lyng... Full af nýrri orku tókumst við á við síðasta kafla leiðarinnar... þetta var skínandi góð Laugavegsæfing... Helgafellið að baki... takk fyrir okkur... Gleði og spjall og pælingar og þakklæti og vinátta og heimspeki og hlátur og bros og núvitund og ark og orka og heilun og hleðsla og... Undirhlíðar og Háuhnúkar framundan og Breiðdalurinn austan þeirra... Þessi fallegi dalur.... Helgafellið og Húsfellið að baki í fjarska... Gnótt af heilun og orku í þessari ferð... Lönguhlíðar hér í baksýn og Vatnshlíðarhorn lengst til hægri... við eigum alltaf Lönguhlíðar eftir... Hver á sínum hraða síðustu kílómetrana... og rúmlega 10 metrar á milli manna þegar síðast var... Langur kafli og krefjandi en um leið svo gott að strauja hann bara... Hér verðum við að koma að sumri til og kynnast þessari leið í brúnu. grænu og bláu fötunum... Alls 24,1 km á 6:43 klst. upp í 209 m hæst úr 158 m en lægst var farið í 117 m hæð.... Gps-tækin ekki öll sammála eins og áður... þjálfarar fóru milliveginn eins og áður... Enginn að gleyma 2ja metra reglunni þó við værum komin í bílana... Það hversu vel tókst til með að halda þessari fjarlægð fékk þjálfara En vá hvað við vorum þreytt... þessi ganga sat vel í okkur.... enda farið svakalega geyst langa vegalengd... Meðalhraðinn var 3,6 km / klst. sem er mjög rösk yfirferð og því frábær æfing fyrir #Bætumfjallgönguþolið og ekki síst fyrir #Laugaveginnáeinumdegi ! Sjá myndband um ferðina hér á youtube: Sjá slóðina á Wikiloc:
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|