Tindferð 18
Selvogsgata frá Bláfjallaafleggjarar að Strandakirkju
laugardaginn 2. nóvember 2019
Riddarapeysuganga ---------------------- Laugardaginn 2. nóvember var Selvogsgatan á dagskrá klúbbsins og veðurspáin mjög góð, svalt, háskýjað og gola að austan... Forréttindin við að ganga á fjöll um hávetur er upplifun dagrenningar og sólseturs beint í æð í einni saklausri laugardagsgöngu... Þar sem eingöngu 18 manns voru meldaðir í þessa ferð nokkru fyrir brottför Við upphafsstaðinn við Grindarskörð var þessi miði á bílastæðinu... Lagt af stað kl. 9:39... tafðist lítillega þar sem skilja þurfti líka bíl við Hlíðarvatn en þetta tók ótrúlegan tíma... Þjálfari reyndi að ná myndum af öllum riddarapeysunum sem voru sérstakt þema í göngu dagsins... Hér er Bjarnþóra en hún var í brúnu prjónapilsi í stíl við peysuna sem var sérstaklega fallegt saman... Örn í grænu prjónapeysunni sem Báran hans prjónaði handa honum í tilefni af áskoruninni... Kolbeinn og Elísa voru í sinni annarri tindferð með hópnum Katrín ofurprjóna- og fjallgöngukona... prjónaði tvær peysur á þau hjónin fyrir riddarapeysu-áskorunina Steinar og Hafrún voru líka í sinni fyrstu tindferð með hópnum og mættu í peysum sem þau fengu prjónaðar á sig... Ágústa mætti í þessari forláta peysu sem vinkona hennar prjónaði á hana... Toppfaravinátta... Kolbrún Ýr, Sigga Sig., Ásta H og Jóhanna Fríða... Fyrstu þrjá kílómetra Selvogsgötunnar liggja upp í Grindarskörð eftir vel troðnum og breiðum stíg yfir hraunbreiður og mosa... Eina brekkan á leiðinni fyrir utan þessa niður að Hlíðarvatni er hér upp skörðin sjálf... Um leið og við hækkuðum okkur svolítið birtist allt landið fyrir fótum okkar... Þjálfari bað menn um að velja annan búnað í stíl við riddarapeysuna... Ásta Henriks ofurljósmyndari og sú sem kenndi okkur að líta okkur nær í fjallgöngunum ... og á milli þess sem við tókum myndir í pásum þá gengum við upp skörðin... Mjög falleg leið og fegursti kaflinn á Selvogsgötunni í raun... sem og brekkan og gilið ofan við Hlíðarvatnið... Fremstu menn komnir upp... við sem öftust vorum héngum svolítið og biðum eftir þeim Herdísi og Þórönnu Þarna komu þær... náðu okkur í síðustu brekkunni upp Grindarskörðin... Efst í skörðunum var snjóföl yfir mosanum og hrauninu... Mjög fallegt á að líta og birtan sérstök... Þetta var fallegur dagur og friðsæll... en þó var köld golan... Við rifjuðum upp ýmsar göngur um Grindarskörðin... á alla bollana þarna í kring... oftar en ekki í slæmum veðrum... Miðbollar hér og Stóri Bolli... verðum að fara hér sem fyrst... allt of langt síðan við gengum á þessa gíga... Þriðjudagsgangan á bollana þann 8. september árið 2008... fyrir 11 árum síðan... Óskaplega fallegt sólarlagið þetta kvöld og í haustmosanum gerist það ekki fegurra á Íslandi... En nú var nóvember og miður dagur... en nægur tími til að spjalla og njóta... Litornir... formin... áferðin alger veisla á þessum kafla... Svalt í lofti og þá kom sér vel að vera í prjónapeysunum... Leiðin framundan að fellinu sem farið er framhjá hér hægra megin á mynd... Alls 28 stykki af ástríðugöngufólki... Mikið spjallað og spáð og samvera í hæsta gæðaflokki... Farið frekar geyst yfir enda láglent og gott veður... en köld golan fékk okkur án efa til að fara hraðar yfir en ella... Sumum fannst þetta of geyst en flestir voru sáttir af þeim sem á annað borð tjáðu sig um það... Hraunklappir og hraunbreiður einkenna fyrri hluta Selvogsgötunnar og lítið er um gras... Á tímum endalauss símagláps og samskiptamiðla fer minna fyrir innihaldsríkum samræðum... Svona göngur gefa manni einmitt slík samskipti og það virðist hreinlega verða mikilvægara með hverju árinu Ljósmyndarar klúbbsins hafa margir hverjir auga fyrir fegurð hins smáa... en til þess þarf tíma til að mynda... Vörður varða leiðina um Selvogsgötu... nokkrar útgáfur eru til af þessari leið enda greiðfært sama hvar farið er http://www.ffar.is/index.php/246-selvogsgata og... Við sem prjónum sáum bara prjónamynstur og liti í landslaginu og fengum alls kyns prjónahugmyndir... Það voru verur um allt... hlustandi... hvíslandi... gefandi... horfandi... náttúran er langtum stærri en við... Notalegt að vera svona á göngu án þess að svitna í brekkunum... en um leið vantaði allar áskoranir... Það var ekki nóg með að litir náttúrunnar á Selvogsgötu samsvöruðu sér algerlega við liti allra 28 prjónapeysanna sem gengu þar um... ... allt sem maðurinn skapar á sér uppruna í náttúrunni... Nærumhverfið er veisla... sem vert er að gefa gaum hvar sem maður er í náttúrunni... Hellar og gjótur á mörgum stöðum... sjá smá skafl þarna niðri... Nesti hér... heldur kuldalegt... en skásta skjólið... samt ekki þannig að maður vildi sitja lengi... Prjónapeysur dagsins voru mjög fallegar... ... eða þessi sem Kolbrún Ýr prjónaði og var hennar fyrsta peysa í lífinu.... Bláa Jóhannan okkar er snillingur... Allir kuldalegir að sjá... já, það var napurt þennan dag... Batman fékk alls kyns veitingar frá vinum sínum um allt... Nú vorum við komin að fellinu sem gengið er meðfram og haldið úr hrauninu í raun og út í grasið þannig séð... Við vildum ná hópmyndinni í hrauninu og tókum að svipast um eftir góðum stað... Sjá rennuna sem er hér meðfram fellinu... vestari Hvalhnúkur líklegast... Fallegt að sjá hvernig hraunið liggur meðfram fellinu... Það var visst frelsi við þessa göngu... hver á sínum hraða að njóta sín... Fyrirtaks hópmyndastaður... tuttugu og átta manns... Efri: Bjarni, Elísa, Jórunn Atla, Ásta H., Karen Rut, Þórunn, Steinar, Hafrún, Ágústa, Biggi, Ólafur Vignir, Katrín Kj, og Guðmundur. Fram að þessum degi höfðu 21 riddarapeysa verið prjónuð á árinu að áskorun þjálfara... ... þar af prjónuðu sumir húfu og vettlinga í stíl... Frábær þátttaka og langtum framar vonum... Rauðu peysunnar hennar Steinunnar... fjólubláu peysunnar hennar Söruh... Þess skal getið að Védís Jónsdóttir er höfundur riddarapeysunnar Eftir myndatökurn var haldið áfram til suðurs í áttina til sjávar... Það fegursta við syðri hluta þessarar leiðar er sjórinn sem smám saman birtist fyrir framan mann... Áfram friðsælt veður þrátt fyrir kalda goluna... ekki hægt að biðja um meira í byrjun nóvember... Stundum er svo mikil þoka á þessari leið að vörðurnar nægja ekki sem leiðarvísir... https://www.youtube.com/watch?v=eiR3Va3QRiY Litið til baka... jú, þetta er nú alveg nógu stórt til að geta heitið Hvalskarðshnúkur... Frostið í jörðinni... en samt ennþá haustlitir um allt... Heldur langdreginn síðari kaflinn... sjórinn svo nálægt... en samt heilmikið eftir... Hellir á leiðinni... Hér var augljóslega hægt að leita góðs skjóls... Birtan var falleg og alveg í stíl við litina í landslaginu... Þessir mosagrænu litir... heitbrúnu... blágráu... Við vorum að njóta... og spjalla... og anda... Skínandi góð æfing fyrir Laugaveginn á einum degi... ... og aðrar langar ferðir þar sem þolið var án efa bætt með því að fara svona rösklega klukkustundum saman... Þétt öðru hvoru og spjallað eins og enginn væri morgundagurinn... Bjarnþóra, Sigrún, Elísa og Þóranna... Loksins farið að lækka okkur til sjávar... Hlíðarvatn hér hægra megin... Fallegt var það í vetrarsólinni sem tekin var að halla sér... Litið til baka... enn bara haustlegt og lítinn vetur að sjá... Gilið ofan við Hlíðarskarðið... smá tilbreyting í landslaginu... Flottur hópur í þessari göngu og allir stóðu sig með prýði... Gengið niður um Hlíðarskarðið... Falleg leið hér niður... Skarðið sjálft að opnast sunnan megin... Alls kyns andlit í klettunum þarna... Hér gleymdum við okkur og fórum hægt yfir og mynduðum... Vildum ná skjóli en það gafst ekki í skarðinu... og við enduðum neðarlega í brekkunni... Batman var nóg boðið að fara svona einhæfa leið á jafnsléttu Fremstu menn komnir í nestisstað... Þjálfari ætlaði að hafa dans og læti í þessari göngu einmitt til að lífga upp á hana... Við enduðum því bara á að hlusta á nokkur gömul Toppfaralög og meira varð það ekki að sinni :-) Fallegt að sitja þarna og horfa yfir... Mjög flott þessi hlíð og þessi kafli á leiðinni... Jórunn lærði að prjóna til að geta verið með í riddarapeysu-áskoruninni... Guðrún Jóna var ein af þremur sem voru fyrstar að klára peysuna sína... .. ásamt Þórönnu og Herdísi og skreyttu þær þrjár Snæfellsjökulsferðina í apríl heilmikið með peysunum sínum... Þar sem Herdís var sú eina sem þjálfari náði ekki að mynda í peysunni sinni Lilja Sesselja prjónaði báðar þessar á þau hjónakornin... án þess að Gylfi vissi hvað væri í gangi... Lilja Sesselja er ein af ofurkonum Toppfara til margra ára og mikil prjónakona... Södd og sátt héldum við niður brekkurnar að Hlíðarvatni og þá var framundan vegakaflinn alla leið í kirkjuna... Eftir á að hyggja hefði verið mun skemmtilegra að ganga meðfram vatninu og þaðan að kirkjunni... Jú... aftur hópmynd... æji, bara til öryggis ef hin kom ekki nægilega vel út... Batman með tveimur af eðalvinum sínum í Toppförum... Ólafi Vigni og Bigga... Ekkert smá flottur hópur :-) Efri: Ágústa, Ásta H., Guðmundur Jón, Katrín Kj., Bjarnþóra, Þóranna, Herdís, Örn, Guðrún Jóna, Elísa, Kolbeinn, Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn í göngunni... ... og svo byrjaði ballið... kvenþjálfarinn að raða riddarapeysunum í litaröð... ... gulur, rauður, grænn og blár... Við skellihlógum að sjálfum okkur og höfðum bara gaman af... Sólin að setjast... við áttum ennþá eftir sjö kílómetra í kirkjuna... það var eins gott að halda áfram... Hér hættu Ásta Henriks, Katrín Kj. og Jórunn Atla og létu nægja að ganga tæpa 16 km Sem sé 15,7 km búnir á 5:17 klst... við vorum ansi rösk þessa 7 km sem eftir voru... Jebb... hver á sínum hraða og menn straujuðu... Sjá leiðina hugsanlega betri hér meðfram vatninu... Þurftum að fara einu sinni yfir Suðurstrandaveg og svo þennan hér í sveitina sem umkringir kirkjuna... Ansi blómleg sveitin þarna í kring... og fólk í bústöðunum... ... meðal annars fjölskylda Guðrúnar Jónu sem beið eftir henni með einn ískaldan á kantinu... Vinkonurnar fengu sér einn saman... Þetta var Keppnis... bjór... og bragðaðist mjög vel... ekki séð þennan áður... flott nafn ! Loksins komin að kirkjunni... við vorum fegin... Og þá tók við niðurröðun í bíla þar sem allt fór á hvolf til að spara akstur á báða staði, Grindarskörð og Ásvallalaug... ... og því fóru menn ekki í sömu bílana heim og út eftir... Alls 22 km á 6:31 - 6:41 klst. upp í 491 m hæð úr 240 m upphafshæð... Misvísandi tölur úr úrum og gps-tækjum eins og alltaf... Sjá hæðarmælinn hér... lækkuðum okkur smám saman til sjávar er leið á gönguna... Leiðin á korti... Blaðið þar sem uppskrift Védísar Jóndsdóttur er fyrir þá sem vilja prjóna þessa peysu... Riddarapeysuáskorunin þar sem flestir melduðu inn sínar peysur: Þjálfarar settu þessa færslu inn á Toppfaravefinn eftir gönguna: Þrátt fyrir fallegt veður, litríka náttúru og gefandi samveru á Selvogsgötunni... ... þar slær nefnilega Toppfarahjartað... uppi í fjöllunum... þar viljum við ganga frekar en á láglendi... ... svo haf þökk fyrir fallegan dag og dýrmæta 22 km göngu á 6,5 klst í friðsælu veðri og heilandi náttúru kæra Selvogsgata... Myndbandið um ferðina hér:
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|