Tindferð
Hrútaborg Snæfellsnesi
laugardaginn 26. október 2019
Kristaltær Hrútaborg
Veðurspáin var
mjög góð laugardaginn 26. október og Örninn
ákvað að blása til aukatindferðar þann dag
Og veðurspáin
rættist aldeilis... heiðskírt, sól og frost...
og gola á tindinum...
Frábær mæting...
14 manns ákváðu að grípa þetta veður... þar af
fimm sem einnig voru í blóðrauðu ferðinni að
Rauðufossum
Frostið búið að
læsa klónum í allt þennan dag...
Hrútaborg er
glæsilegur tindur... einn af mörgum svipmiklum
fjöllum Snæfellsness
Hafursfellið,
Tvíhnúkar, Snjófjall, Svartitindur, Skyrtunna og
Hestur blasa við í vestri
Fjallshryggurinn
norðan megin við Hrútaborg er enn ógenginn í
klúbbnum...
Þessi ofangreindu
gullfallegu nöfn ein og sér gefa góða ástæðu til
að ganga þennan fjallshrygg einn daginn...
Kaflinn frá
veginum upp að Hrútaborg er um graslendur og
mosa neðar gegnum gil og ása
Krúnaður
tindurinn og sérlega formfagur... og ókleifur að
sjá vestan megin...
Í nóvember árið 2012 fórum við í fyrsta sinn á Hrútaborg og þá fannst okkur ekki nægja að fara eingöngu þessa stuttu leið á þennan "einfalda" tind og tókum tindana sunnan megin við Hrútaborgina sem rísa milli hennar og Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli en menn taka gjarnan báða þá tinda saman, Hrútaborg og Tröllakirkju, sem við gerðum ekki en er auðvitað góð hugmynd... http://www.fjallgongur.is/tindur87_hrutaborg_ofl_111112.htm
Ferðin sú yfir á
þessa tinda hér nær... óþekktu tindarnir í
Kolbeinsstaðafjalli í skugganum af
Tröllakirkju...
Það er einstakt
að ganga á veturna...
Tröllakirkjan
lengst til vinstri hér... http://www.fjallgongur.is/tindur98_trollak_kolbeins_051013.htm
Tært og svo fögur sýn í allar áttir á þessum slóðum... magnaður útsýnisstaður..
Komin á suðurhlið Hrútaborgar og Tröllakirkja blasir við fjærst bröttust... Nær eru Steinahlíð, Fögruhlíðarhnúkur, Vatnsdalshnúkur og svo Hrafnatindar neðar út af mynd...
Hliðarhallinn bak
við Hrútaborgina austan megin er ágætlega mikill
á köflum en sleppur vel ef færið er gott Ógnarfagur er hann svo dalurinn milli Kolbeinsstaðafjalls og Fagraskógarfjalls...
Klöngrið upp á Hrútaborgina reynir ágætlega á en er vel fært og örugg leið alla leið upp...
"I love it" ...
er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður
horfir á gleðina hjá Ólafi Vigni
Allir með keðjubrodda og færið mjúkt og meðfærilegt... ... svolítið meira ísað færið þarna í nóvember árið 2012...
En samt komust
allir upp þá við góðan leik... Guðmundur Jón og
Katrín í þeirri ferð
... og Guðmundur
Jón í þriðja sinn því hann fór einnig á
Hrútaborgina sumarið 2018 með Inga
...jú strákarnir
hefðu nú mátt gera betur í einu...
Já... fínt
færi... sérstaklega miðað við nóvember 2012...
Þarna reyndi á að
hafa ekki þjálfara líka aftastan... kannski
hefði þetta tekist með samhentri þrjóskunni
þá...
Komin upp mesta
brattann en þessi kafli var fínasta æfing í
brölti í bratta...
Við höfum gagngert reynt að hafa sem mest
klöngur í þriðjudagsgöngunum í gegnum tíðina
Uppi á Hrútaborg
blasir einstakt útsýni við úr ekki meiri hæð en
824 metrum... http://www.fjallgongur.is/tindur98_trollak_kolbeins_051013.htm
... og til
vesturs að Hafursfelli... hinus svipmikla og
margbrota fjalli sem við höfum tvisvar
gengið á: ... Tvíhnúkum, sem við erum alltaf á leiðinni að gangan á...
... Svartatindi,
Snjófjalli og Skyrtunnu sem við gengum á í mjög
fallegri en krefjandi ferð:
... og loks
fjallinu Hesti sem er sérkennilegt í lögun og
gaf okkur eina fegurstu gönguna í sögunni:
Nýliðar ársins
eru sumir mjög duglegir að mæta... annað hvort í
tindferðirnar eða bæði þær og
þriðjudagsgöngurnar...
Útsýnið til norðurs... á fjallshrygginn sem við eigum eftir að fara á... fyrrnefndan Heggstaðamúla og félaga...
Og norðaustan
blasti svo Tröllakirkja í Hítardal við en á hana
höfum við farið þrisvar Núna síðast:http://www.fjallgongur.is/tindur143_smjorhn_trollak_hitard_030617.htm Þar á undan: http://www.fjallgongur.is/tindur62_smjor_trollak_hit_060811.htm
Fyrsta ferðin en
þá var Smjörhnúkum sleppt og Jón Gauti Jónsson
var fararstjóri:
Fagraskógarfjall
hér vinstra megin... sem við eigum enn eftir...
en Ísleifur Toppfari gekk einsamall á það í
sumar http://fjallgongur.is/askoranir_allar_fra_upphafi/okunnar_slodir_2019.htm
Já.... gullfallegur útsýnisstaður í allar áttir...
Menn nutu lífsins á fjallstindi þessarar borgar hrútanna...
Heilun... hugleiðsla... friður... slökun... orkuhleðsla...
Helga Björk kann þetta alla leið...
Allir útsýnisstaðirnir skoðaðir og rýnt í fjöllin...
Hópmynd á tindinum til austnorðausturs...
Biggir, Batman
Helga Björk, Björn H., Bestla, Arngrímur, Katrín
Kj., Guðmundur Jón, Björgólfur,Skuggi, Ágústa,
Arna, Ólafur Vignir, Njáll
Það var ráð að taka líka hópmynd með útsýnið til suðurs...
Með Tröllakirkju og Kolbeinsstaðafjall í baksýn:
Björn H., Bestla,
Arngrímur, Helga Björk, Biggir, Njáll, Arna,
Ólafur Vignir, Ágústa, Guðmundur Jón, Katrín Kj,
og Björgólfur
Mynd frá Arngrími eðalljósmyndara í svarthvítu :-)
Kyngimagnaðar myndirnar hans Arngríms... við eigum nokkrar ómetanlegar af Batman...
Þar sem golan
næddi um tindinn var farið áleiðis niður gilið
góða til að ná skjóli fyrir nestispásu...
... enn og aftur
borðandi á fjalli í stórkostlegum fjallasal...
þessir nestisstaðir skáka flottustu
veitingastöðum heims
Kalt jú... en stórfenglegt landslag í fanginu... friður... fegurð og samvera í hæsta gæðaflokki...
Smá gola líka hér og því komu þessir klettar sér vel...
Niðurleiðin gekk
vel og keðjubroddarnir fyrirtaks græjur á þessum
kafla...
Hrikalegt landslag Hrútaborgar nýtur sín vel á þessu kafla...
... hinum glæsilega hliðarhalla austan megin...
Í ferðinni árið
2012 voru þrír höfðingjar Toppfara... Björn
Matt., Katrín Kj. og Guðmundur Jón... Stórkostleg fegurðin á þessum stað svona hrímuðum árið 2012...
... eins og árið
2019...
Niður var farið
rösklega og menn í sæluvímu með gullfallegan dag
... og styttri og léttari þar sem nú var bara farið til baka í bílana og enginn þvælingur yfir á aðra tinda...
Fínn dagsskammtur
og allir fegnir að komast í bæinn á skikkanlegum
tíma
Tröllakirkjan og hinir tindarnir í Kolbeinsstaðafjalli... hrikalega fallegt landslag...
Formfegurð Hrútaborgar er óumdeild og þess virði að fara á þennan tind oftar en einu sinni og oftar en tvisvar...
Hey ! Er ekki
leið þarna upp geilina vinstra megn við hæstu
klettana ?
Lendurnar krefjandi yfirferðar á uppleið og niðurleið...
Sólin enn hátt á
lofti síðasta kaflann... yndislegt...
Það lengdist
talsvert úr hópnum á niðurleið...
Sjá hér göngumennina koma niður ofan við gilið... Alls 9,5 km á 4:32 klst. upp í 824 m hæð með 801 m hækkun úr 91 m upphafshæð.
Selvogsgatan er
svo nóvembertindferðin næstu helgi... það þýðir
þrjár tindferðir í röð viku eftir viku... |
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|