Tindferð 172
Hellismannaleið II
frá Áfangagili í Landmannahelli
Uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí 2019
|
Hellismannaleið II
Annar leggur af þremur á Hellismannaleið...
Þessi ferð var áætluð laugardaginn 1. júní en þar sem veðurspáin var orðin mjög góð fyrir fimmtudaginn 30. maí
Aldrei þessu vant vorum við í vandræðum með jeppamál... eingöngu einn jeppi sem þjálfarar mættu með
En þar vorum við heppin því leiðin opnaðist tveimur dögum fyrir okkar ferð... ... og fórum á honum og Jórunnarbíl til baka að Áfangagili... tær snilld :-)
Hér áttum við eftir að koma niður síðar um daginn... alsæl með gullfallegan göngudag...
Landmannahellir í morgunblíðunni... nokkrir bílar voru þar upp frá þennan dag...
Við vorum ekki lengi að keyra til baka frá Helliskvíslinni að Áfangagili, tæpan hálftíma...
Í Áfangagili gátum við farið á wc og pössuðum að ganga vel um
Smá Bítlastemning við Áfangagil í upphafi göngunnar þar sem Sarah er frá Liverpool... bítlaborginni miklu :-)
Sjö manns gengu þennan legg þetta sumarlega vor árið 2019...
Við lögðum af stað kl. 10:10 sem var aldeilis samkvæmt áætlun... enda héldum við tímaplani með meiru þennan dag...
Litið til baka niður að Áfangagili... fallegur staður og alltaf mjög snyrtilegur og aðlaðandi þegar að er komið...
Fyrsta brekkan upp Valafellsölduna...
Fínn slóði var alla leiðina og greinanlegur allan tímann
Sandurinn var lungamjúkur í sólinni og úrkomuleysinu síðustu vikurnar...
Sólin skein í heiði allan þennan dag... og við bökuðumst bókstaflega þó lofthitinn væri ekki hár...
Litið til baka af Valafellsöldunni... Það er án efa mikill munur að ganga þessa leið frá láglendi upp á hálendi Við mælum því eindregið með að menn gangi frá Rjúpnavöllum og endi í Landmannalaugum en ekki öfugt
Þarna sáum við til jöklanna á Suðurlandi... Jarlhettna, Langjökuls og líklega Hofsjökuls en man það ekki alveg...
Hekla vakti svo yfir okkur allan daginn og sýndi okkur stolt ríkið sitt
Af Valafellsöldunni blasti Valafellið við og svo hvassir Valahnúkarnir í fjarska...
Á milli var söndugur dalur sem gaf sérstaka frelsistilfinningu þegar gengið var um hann...
Valahnúkarnir eru ægifagrir þegar að er komið en þeir eru sniðgengnir að mestu á þessari leið
Tröllvaxin björg á leiðinni bak við Valahnúkana...
Mjúkur sandurinn þýddi að hvert skref var þyngra en ef undirlagið væri hart...
Blámi himinsins var allsráðandi og þetta var kyngimagnað... að vera alein þarna upp frá í byrjun sumars...
Hér fækkuðum við fötum eins og nokkrum sinnum á leiðinni með hækkandi sólinni...
Batman hvíldist þegar stund gafst til þess og leitaði stöðugt skuggans í öllum pásum...
Gönguhraðinn var ansi röskur þennan dag
Við nutum þess að geta gengið á okkar hraða og fara hratt yfir þegar það hentaði...
Stemningin í litlum hópi er ómetanleg... og allt önnur en í stórum hópi... þetta viljum við alltaf halda í...
Jebb... það var reykspólað í þurra jarðveginum í sólinni og hitanum...
Brátt komum við fram á brúnir Valahnúkana norðan megin þar sem fjallasýnin að Friðlandi Fjallabaks blasti við okkur...
Hér nutum við útsýnisins og spáðum í fjöllin...
Rauðufossafjöll og Krakatindur bak við kvenþjálfarann
Hrafnabjörg hér fyrir miðri mynd en þjálfari hafði giskað á að þetta væri Löðmundur með snjólausa hlið
Það var jafn mergjað fyrir þjálfara eins og hina að vera að upplifa þessa leið í fyrsta sinn
Hér bökuðumst við áfram í sólinni yfir sandinn að mosabreiðunum við Helliskvíslina...
Valahnúkarnir hér í baksýn... já, kannski mætti ganga upp um þá miðja frekar en hér í taglinu...
Rauðir og gulir litir alls ráðandi hér en lítið staldrað við...
Hér vorum við að segja skilið við svörtu sandana...
... og komin að vininni í eyðimörkinni...
Ríki Helliskvíslarinnar... með Krakatind og Heklu hér til suðurs...
Magnað hvernig smá rennandi vatn getur haft áhrif á umhverfið langt út fyrir vatnasviðið sitt...
Hér var skilti með þessari skeifu hangandi á sér...
Við ætluðum í Landmannahelli...
Bílvegur um Valagjá og Laufdalsvatn...
Smám saman jókst gróðurinn og við vorum greinilega að koma á annað svæði en fyrr þennan dag...
Litið til baka... stikur að mestu uppi og slóðinn ótrúlega greinilegur...
Helliskvíslin hér rennandi... hún var eins og silfur... við fylltumst lotningu yfir fegurð hennar á þessum stað...
Þetta var fullkominn staður til að á og hvílast... borða og njóta...
Við ætluðum að vaða ánna fyrst og á svo... en þessi staður var fulllkominn...
Helliskvíslin var í nokkrum kvíslum greinilega og heill heimur út af fyrir sig...
Það var gott að setjast niður og borða og spá í hlutina saman og bara njóta...
Bjarnþóra með Heklu í baksýn... mergjaður nestisstaður...
Sarah, Alli, Jórunn Atla, Batman Heiða, Bjarnþóra og Örn en Bára tók mynd
Það var ótrúlega þurrt alla þessa leið... augljóslega uppþurrkaðar tjarnir, skaflar, pollar...
Eftir sérlega notalega nestisstund gengum við að Helliskvíslinni
Mikið var hún falleg... spriklandi friðsæl og tær... geislandi af fegurð í sólinni...
Þetta var gullfallegur staður og við vorum heilluð...
Sjá hvernig hún rennur í fleiri en einni kvísl en fer líklega yfir allt saman þegar mikið er í henni...
Hér var vaðið... þetta var ansi saklaust en þjálfarar voru undir allt búnir
... og það stóðst... þetta var eins saklaust og það getur verið...
... og svo mjúkt yfirferðar að við slepptum því að klæða okkur í vaðskóna...
Hópmynd við Helliskvíslina sem er gullinn áfangastaður á Hellismannaleið...
Tærleikinn var áhrifamikill... það var erfitt að yfirgefa þessa á...
Jöklasýnin af bökkum Helliskvíslar til norðurs upp á Langjökul og félaga... Áfram var haldið för og framundan var Lambafitjahraunið og vötnin þrjú með tilheyrandi fjöllum í kring...
Slóðinn yfir Lambafitjahraunið var eins og slóðinn í Grindaskörðunum...
Þessi miðkafli Hellismannaleiðar virðist mun meira genginn en fyrsti leggurinn
Fljótlega þegar komið ef upp á hraunið er farið niður af því aftur og gengið meðfram því inn að Lambaskarði...
Sjá til baka...
Þessi kafli var mjög fallegur og ekki hægt annað en segja að þessi leið sé fjölbreytt þó sumir segi annað...
Áfram í hraunjaðrinum sem er alltaf jafn magnað að ganga um... í áttina að Sauðleysunum...
Við vorum sannarlega alein í heiminum... einstakt...
Litið til baka... ekki vissum við afhverju slóðinn skiptist svona afgerandi í tvennt á þessum kafla :-)
Við vorum himinlifandi með daginn... hvílík forréttindi að fá svona veður og svona útsýni og víðáttu að upplifa...
Enn breyttist leiðin og nú nálguðumst við fjallasalinn sem skreytir síðari hluta leiðarinnar alla leið niður í Landmannahelli...
Lambaskarðið hér... fallegt þegar nær var komið...
Allt skraufþurrt en augljóst hvar síðustu skaflarnir gáfu eftir...
Hér var brakandi hiti eins og sést kannski á myndunum... við drukkum í okkur sumarveðrið
Stór björgin í svolitlu ósamræmi við sandauðnina í kring...
Ætli lömbin hafi leitað skjóls hér í áður fyrr og gera kannski enn...
Lambaskarðið er kannski formlega hér... við upplifðum allavega allan þennan kafla sem Lambaskarð :-)
Hér var aftur fækkað fötum og drukkið...
Hrafnabjörg hér vinstra megin...
Batman hélt sig í skugganum af þessu grjóti eins lengi og hann gat
Þarna voru smá snjóhraukar undir svörtum sandinum... fyrsti snjórinn á leiðinni...
Best að taka eina mynd af honum ef þetta skyldi vera sá eini alla leiðina... það varð næstum því þannig...
Sjá leifar af snjóhraukum ofar...
Sauðleysurnar að koma í ljós...
Sjá betur hér... og vatnið lúrandi á milli... kyngimagnaður staður sem við verðum að skoða betur einn daginn...
Sjá vatnið nær eins og fullur bolli af vatni... þessi tindur skal genginn í klúbbnum einn daginn takk fyrir !
Löðmundur kominn í ljós og Herbjarnarfellsvatn en þjálfari tók myndbönd alla leiðina
Hrafnabjörg hér og Hrafnabjargarvatn...
Það rann smá lækur úr Sauðleysuvatni...
Kristaltær og falleg Sauðleysukvíslin eða hvað hún þá heitir ?
Kemur allavega úr Sauðleysuvatni...
Litið til baka...
Hrafnabjörg hér í baksýn... gönguhraðinn sést á myndinni takk fyrir ! :-)
Sarah og Heiða... náttúrulega góðir göngumenn sem geta alltaf mætt og gengið allt
Við vorum farin að hækka okkur úr dal Hrafnabjarga og yfir á fellið sem virðist nafnlaust á korti ?
Útsýnið varð strax mikið og gefandi við ekki meiri hækkun en þetta...
Hér gáfust Alli og Heiða upp og fækkuðu fötum sem við hin höfðum fyrir löngu gert...
Batman var farinn að finna fyrir hitanum en golan var samt svöl þegar hennar naut við...
Löðmundur hér marghnúkóttur í fjarska og lendur Herbjarnarfells nær...
Nú opnaðist enn betur upp á fjallabakið...
Eini skaflinn á leiðinni sem við gengum á...
Hann var harður og það þurfti að stinga sér vel inn til að marka spor...
Það var nú eins gott að taka mynd hér af þessum sögulega stað...
Stelpurnar fimm ! Bára, Heiða, Bjarnþóra, Jórunn og Sarah :-)
Batman elskar skafla og velti sér endalaust upp úr honum... kældi sig og nuddaði....
Áfram var hækkað sig upp á Hellisfjallið eða Hellisfjallsöldurnar ef svo má segja ?
Hálendisgróðurinn var á fullu þrátt fyrir rigningarleysið...
Nautsterkir göngumenn og kvenþjálfarinn sem var að taka myndir og myndbönd af öllum köflum leiðarinnar
Hæsti punktur gönguleiðarinnar... í 708 m hæð á Helliskvíslaröldu eða hvað heitir þessi staður ? Strákarnir þrír; Batman, Alli og Örn :-)
Nú var stefnan tekin í átt að Löðmundi... konungi svæðisins...
Þetta fjall er gullfallegt og eitt af okkar uppáhalds... Hér gengum við að vetri til í nóvember árið 2017
Skyndilega opnaðist Herbjarnarfellsvatnið og við tókum andann á lofti...
Hvílík ógnarinnar fegurð ! Mjög áhrifamikið að koma fram á þessar brúnir og bara þessi staður er næg ástæða
Sjá Löðmund speglast í vatninu...
Sjá skaflana enn að leysast upp ofan í vatnið... Allir, Jórunn, Örn, Bjarnþóra, Sarah og Heiða
Við nutum þessa staðar heillengi áður en við héldum áfram leiðinni...
... og ákváðum að taka smá krók niður að vatninu...
Sjá þessa skafla aðeins betur...
... þeir voru bókstaflega að brotna fyrir framan okkur ofan í vatnið...
Friðurinn hér var einstakur... þessum stað gleymum við aldrei...
Nú var ekkert eftir... annað en koma fram á brúnirnar sem liggja ofan við Landmannahelli í Hellisfjalli...
Landmannahellir hér... sjá myndband sem þjálfari tók af þessu augnabliki... https://www.youtube.com/watch?v=XO2z7FKCElA
Við straujuðum síðasta kaflann... og vorum dolfallin yfir því hversu hratt við höfum gengið þetta...
Sáta og Langasáta... hér á kvenþjálfarinn ansi margar æskuminningar...
Jahérna hér... 21,7 km á 5:45 klst...
Meiri asinn á okkur... samt vorum við að njóta hvers skrefs...
Landmannahellir... flottur áningastaður á hálendinu...
Hér gisti kvenþjálfarinn ansi oft í æsku í skála sem nú er farinn...
Batman fékk loksins almennilegan skugga til að hvílast á... skugga sem var búinn að vera kaldur í allan dag...
Teygjur og jóga í lok göngu... yndislegt...
... og nestisstund og sólbað í rólegheitunum þar sem við höfum nægan tíma...
Bara með einn jeppa á endastað... en fórum sjö í hann þennan stutta kafla frá endastað að Helliskvíslinni...
Batman gapti af hneykslun yfir því að eigandinn skyldi vera settur í skottið með honum...
Við Helliskvíslina fylltum við á brúsana fyrir aksturinn heim... Kvenþjálfarinn kláraði sína 2,5 L af vökva á leiðinni og hefði viljað hafa meira að drekka á göngunni
Hinum megin við ánna beið Ford Fiestan hennar Söru.. þessi litli bak við Toppfarabílinn... synd að hafa ekki tekið betri mynd af honum ! Snilldarlausn á bílamálunum
Hekla veifaði bless og þakkaði fyrir innlitið inn í ríkið hennar þennan dag...
Við keyrðum framhjá fyrsta legg Hellismannaleiðar frá Rjúpnavöllum að Áfangagili og gulur vikurinn ljómaði í sólinni... ...en þessi dagur var fegurri en fyrsti leggurinn í fyrra hvort sem það er sólinni að þakka eða leiðinni sjálfri... Alls 21,7 km á 5:45 klst. upp í 708 m hæð á Hellisfjalli úr 293 m í Áfangagili og upp í 604 m í Landmannahelli. Göngukafli dagsins... Gula fyrsta gangan 2. júní 2018 frá Rjúpnavöllum í Áfangagil. Síðasti leggurinn er svo eftir frá Landmannahelli í Landmannalaugar og er hann enn lítríkari en þeir fyrri...
Takk elskurnar fyrir fullkominn dag á hálendinu, þetta var einfaldlega mergjað ! Ævintýrin gerast ef hugurinn er jákvæður og vongóður |
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|