Tindur 122
Kálfstindur austan Högnhöfða og sunnan Jarlhettna
laugardaginn 3. október 2015
Illkleifur
Kálfstindur
Þann
þriðja október 2015 vöknuðu landsmenn sunnan megin við hvíta jörð í fyrsta
sinnið þann veturin...
Akstursleiðin gegnum Þingvelli, Lyngdalsheiði og Laugarvatn var
töfrandi falleg í haustlitunum sem hér sjást á Arnarfelli
Miðfellið sveipaði ísþokunni að sér í morgunsólinni og enn og aftur
stóðumst við ekki mátið að stöðva bílinn og smella af...
Hvítt yfir öllu og fjöllin eftir því... þokunni létti er leið á
morguninn en fór aldrei alveg... Rauðafellið við Brúarárskörð...
... og Högnhöfði hinum megin Brúarárskarða með tindinn á Kálfstindi glittandi þarna upp úr þokunni...
Já, þarna var hann... vorum við virkilega að fara að ganga á þennan tind?
Kálfstindur austan Högnhöfða og sunnan Jarlhettna ef svo má segja
þar sem manni finnst hann hluti af sömu tindaröð og þær
Já, þokunni létti ansi mikið en fór aldrei alveg af tindinum...
Við lögðum af stað kl. 10:22 eftir jeppabrölt að fjallsrótum á fremur erfiðum slóða meðfram Högnhöfða...
Dúnalogn og alger friður... ótrúlegir haustlitir náttúrunnar að hrista af sér fönnina smám saman...
...og ísþokan slæðandi um allt...
Við
völdum leið með ásnum og upp suðvesturskottið á Kálfstindi sem
virtist vel fær úr fjarlægð...
Eins og oft leyna saklaus fjöll sem láta kannski ekki mikið yfir sér og eru ekkert fræg ótrúlega mikið á sér...
... og luma á storbrotnum gljúfrum, giljum og hellum... Tíu
manns á fjalli þennan dag... Doddi, Örn, Guðmundur Jón, Gerður Jens,
Gylfi, Björn Matt., Ester, Kolbrún og Ágúst en Bára tók mynd.
Móbergið var einstaklega fallegt í nýfallinni mjöllinni þennan morgun...og átti eftir að vera snjólaust er leið á daginn...
Gljúfrið séð ofan frá... hér var allt rautt, grænt, gult og brúnt í bakaleiðinni...
Högnhöfði reis tignarlegur hinum megin Hellisskarðsins... en sleppti
heldur aldrei takinu á þokunni í efri hlíðum...
Hann
var þéttur kaflinn upp og við kófsvitnuðum og fækkuðum fötum...
einkennilega svalt samt í veðri ofar í logninu
Já, það munaði stundum ansi litlu að það rofaði alveg til...
Andinn í þessari göngu var yndislegur og notalegur þar sem ýmis
málefni voru rædd...
Rjúpnafellið átti aldeilis eftir að vera fallegt á niðurleiðinni síðar um daginn...
Þokan beið ofar... og við fórum í snjófærisgírinn eins og ekkert væri eðlilegra...
Færið gott enn sem komið var og lítil hálka...
Ketillinn hennar Kolbrúnu sem var ísaður og svalur...
Nesti á vestasta tindinum á fjallinu og svo var haldið áfram upp eftir þokunni...
Náttúran er með þetta allt saman... það er ekkert nýtt undir sólinni...
Við gengum upp með ásnum og bröttum klettabrúnunum norðan megin...
... og svo jókst klöngrið eftir því sem ofar dró...
Færið með besta móti í móberginu... rakt svo hald var í jarðveginum
Doddi og Gylfi tipluðu yfir klettana ofar en Örn leiddi okkur hin um
hliðarhalla utan í björgunum sem var ágætis leið
Grýlukerti komu talsvert við sögu í þessari göngu...
... og fengu ekki frið fyrir paparözzunum :-)
Stundum skein sólin glatt gegnum þokuna og við sáum glitta í bláan blett á himni...
...
þá var ennþá betra að vera til því allt varð svo gullið og léttara
og yfirstíganlegra í þessu á köflum
Við sniðgengum fyrstu tindana þar sem við vissum að þeir lágu ekki upp á efsta tind... og veltum vöngum hvort þetta væri sá hæsti... við vorum stutt frá tindinum skv. gps en Gylfi lét kallaði niður til okkar að þetta væri því miður ekki sá hæsti... hánn trónaði ofar yfir öllu...
Sjá
Dodda og Gylfa uppi í skarðinu... þessi kafli var heldur brattur í
miklum hliðarhalla og við fórum varlega
Litið til baka með sólina næstum að brjótast í gegn...
Hér var greinanlegur smá slóði sem gaman væri að vita hvort sé eftir göngumenn...
Næstum því þokulaust... þetta var töfrandi fallegt veður og mjög friðsælt...
Í klettunum ofan þurftum við að sneiða okkur neðan við til baka til að komast til Dodda og Gylfa þar sem suðurhliðin var ófær...
Þeir fóru norðan megin og nutu þess að leika sér í klettunu...
Hey,
Gylfi, áttu ekki von á barni hvað úr hverju... viltu gjöra svo vel
að fara varlega kallaði kvenþjálfarinn
Við mændum bara upp á þá og biðum meðan Örn fann krækju yfir á norðurhliðina...
Þá þurftum við að lækka okkur aðeins til að komast á greiða leið hinum megin...
Það var ekki hægt að fara hérna megin...
Hinum megin var brattinn síst minni en samt betri leið...
... utan í björgunum og gegnum aðra af tveimur geilum sem við fórum um á leiðinni þennan dag...
Það reyndi á holdafar í þeirri geil...
Félagarnir komnir ofar á bjargið sem geymdi ísfossinn... sjá síðar...
Litið til baka á Ágúst sem tók magnaðar myndir þennan dag...
Já, það var bara maginn inn og hliðarsveifla til að komast hér í gegn...
Talsvert brölt í berginu og hálkubroddarnir hentuðu vel í þessari
göngu...
Það var best að fara gegnum hina geilina hér upp hægra megin...
Litið til baka gegnum neðri geilina þar sem Ágúst var að koma upp...
Seinni og efri geilin hér upp...
Mjög skemmtileg leið...
Þar sem við loksins náðum strákunum...
Nákvæmlega á þessum tímapunkti þegar við tókum að tínast upp á
tindinn tók hann að lyfta sér
Þið verðið að koma, þetta er allt að opnast !
Skyndilega sáum við enn betur það sem var framundan... þar sem Örn var lagður af stað í könnunarleiðangur...
Brattinn niður af hryggnum sunnan megin...
Litið til baka til vesturs... mikið hefði verið gaman að sjá hér Högnhöfða og Rauðafell og tindaraðirnar allar kringum Skriðu...
Ágúst var síðastur upp enda alltaf að taka myndir...
... og fann hér gott sjónarhorn... þar sem hann tók þessa mynd:
Kolbrún, Gylfi, Gerður Jens., Ester, Björn Matt., Bára og Guðmundur
Jón
Litið til austurs... lítið pláss á tindinum og hver og einn varð að
finna sinn stað til að setjast niður og snæða
Örn á leið upp... þetta virtist fín leið... svona nokkurn veginn...
Hlöðufellið að koma í ljós...
Þetta var áhrifamikil stund þarna uppi á svona ótrúlega hárréttum tíma...
Hlöðufellið... glæsilegt fjall sem naut sín vel í nýmjöllinni og ísþokunni...
Orðið bjartara yfir... vorum við að fá heiðan himinn?
Skýjahulan opnaðist fyrir neðan okkur...
... og við fylgdumst spennt með Erninum og Dodda...
Komnir rúmlega hálfa leið upp á næst hæsta tindinn hérna megin allavega...
Greinilega seinfarið og tafsamt enda verið að finna leið...
Gylfi, Kolbrún, Gerður Jens. og Björn Matt...
Sýnin niður af tindinum...
Við gengum okkur nesti meðan undanfararnir stóðu í stórræðum þarna í þokunni...
Sjá þá koma hér niður...
Örn og Doddi komnir í hvarf neðar...
Þeir
fengu smá tíma til að hvílast og borða... en ekki mikinn...
Okkur hinum var farið að kólna í lúmskri frostþokunni og vildum fljótlega fara að koma okkur niður...
Bakaleiðin var sú sama og upp...
... þar sem neðri geilin var með skemmtiatriði :-)
... hver kemst í gegn ofan frá og hver ekki... ? :-)
Grýlufossinn...
Ágúst snilldarljósmyndari...
Veturinn er klárlega fegursti tími ársins til göngu í óbyggðunum...
Smá
hópmynd á leið niður þar sem hún tókst ekki þarna uppi á tindinum
Þetta yrði ekkert mál til baka...
... við verðum að koma hér aftur... í mjúku og röku færi...
Kvöddum klettana sem skreyta Kálfstind svo strangt að við komumst ekki alveg upp á efsta tind...
Við vorum í skýjunum með einstaklega fallega leið og krefjandi göngu...
... og vildum bara flýta okkur yfir hliðarhallann...
... til að ljúka því klöngri af sem fyrst :-)
Hversu mörg okkar munu ná að feta í fótspor Björns...
Við vorum skjót til baka...
... og nísk á að fara úr broddunum...
... sem gáfu fínt grip í rúllandi grjótinu ofan á móberginu sem var óðum að bræða af sér snjóinn...
Orðið snjólaust á láglendinu og haustlitirnir komnir í ljós...
Óskaplega fallegt á að líta í bakaleiðinni...
Snjórinn var eflaust allur farinn daginn eftir í slagviðri sem gekk yfir landið allan þann dag...
Móbergið gaf engan afslátt og við þurftum að vanda hvert skref niður hlíðarnar...
Og þá var gott að vera enn í hálkubroddunum...
Rjúpnafell, Bjarnarfell og Miðfell.
Gjáin sem var svo fallega hrímuð um morguninn var nú græn og fögur...
... í haustlituðu lynginu...
Eins og að ganga niður út vetrinum og aftur í haustið...
Stuðlabergið í gjánni...
Niðri að bílunum lágu lyngbreiðurnar í öllum regnbogans litum og við tókum mörgum sinnum andköf af aðdáun...
Maður tímdi varla að stíga til jarðar á þessa fegurð...
Litið til baka á fjall dagsins... Kálfstind sem nú hefur loksins bæst við safn Toppfara og geymir hér með minningar um tignarlega tinda, snaran bratta, hrímaða kletta og stórvaxin björg sem töfðu för... en ef við komum hingað einhvern tíma aftur þá er ráð að halda vel á spöðunum og gefa sér tíma til að finna leið að hæsta tindi sem gæti verið fær ef menn hafa næga þolinmæði og nægt lofthræðsluleysi til að vilja leggja í slíka forvitni :-)
Nærmynd... hæstu tindar enn í skýjunum...
Haustlitirnir sem skriðu upp Högnhöfðann á leið til baka...
Komin fjær Kálfstindi... sjá glitta í hæsta tind í þokunni...
Rauðafell vestan Brúarárskarða... þarna er niðurleiðin sem var farin
í algerri forvitni 10. ágúst 2013... og Brúará vaðin svo upp á
læri...
Alls
8,6 km (hópurinn) og 9,5 km (Örn) upp í 846 m hæð (hópurinn) eða 881
m (Örn)
Leiðin sem hópurinn fór upp í 846 m hæð og um 304 m frá hæsta tindi. xxx Leiðin sem Örn fór:
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |