Tindferð 115 Móhálsatindar á Reykjanesi
laugardaginn 7. febrúar 2015
 


Móhálsatindar
krókóttir og kimugir
í lygnu og hlýju veðri sem rættist vel úr

Sjaldséði hrafninn í febrúar lét hvorki sólarleysi né hlýjan sunnanvindinn
sem blotnaði hressilega í lokin slá sig út af laginu...
 þegar hann fékk 23 Toppfara í heimsókn laugardaginn 7. febrúar..
enda máttum við hafa okkur öll við að skoða króka og kima á þessum fersku tindum
sem leyndu á sér svo um munaði...

Við skildum 7 manna bíl Guðmundar og Katrínar eftir við Vígdísarvallaafleggjarannn.. eða í raun afleggjarann sem kom fyrr og var rúmum 400 m lengra frá Vatnsskarðinu... en á þetta reyndi í lok göngunnar þó okkur fyndist þetta engu muna þarna um morguninn... og héldum áfram í hinum bílunum að upphafsstað göngunnar austan við Drumb þar sem gamli vegurinn tekur góða beygju... en vegurinn sá var vel fær þó lokaður væri á þessum árstíma enda lítil snjósöfnun á þessu svæði almennt þökk sé nálægðinnni við sjóinn...

Ekki þörf á höfuðljósum almennt þegar lagt var af stað um níuleytið...
þrátt fyrir þungbúið veður og sólarupprás ekki fyrr en kl. 9:50...

Gengið var yfir hálsinn norðan Drumbs og með Sveifluhálsinum til að byrja með
en svo farið niður í dalinn og áleiðis á lægri tindaröðina sem falin er  bak við Sveiflluhálsinn...

En brekkan sú fékk nokkra til að fara í broddana þar sem hún var löng og í hliðarhalla
með hálkublettum í grjótinu og svellbungum á köflum...

Veðrið og færið slapp vel þennan dag en hvorugt var í sínum fegursta búning...
þarna hefði verið mun fallegra að ganga ef allr væri snævi þakið...
að ekki sé talað um sumartímann þegar móbergið klettast um allt á þennan sérkennilega máta þessa svæðis...

KrýsuvíkurMælifell hér hægra megin í fjarska og Sveifluhálsinn vinstra megin...
þarna enduðum við á síðasta tindinum þegar syðri hluti Sveifluhálssins var allur genginn í janúar 2014...

Við gengum eftir ónefndum tindum sem risu mis erfiðir upp og niður og tiltölulega saklausir til að byrja með...
og fengum okkur fyrstu nestispásuna um ellefuleytið...

Afmælisbarn dagsins var Súsanna sundstjóri sem bauð upp á súkkulaðiköku
í eftirrétt af sinni dæmalausu gleði og jákvæðni sem einkennir hana öllum stundum
... mætir alltaf og alltaf til í allt... er frábær félagi á fjöllum og hagleikssmiður að alls kyns aukaskemmtunum fyrir okkur hin
sem erum svo heppin að hafa hana innanborðs í Toppförum :-)

Veðurspáin var ekki sérlega góð fyrir helgina... vaxandi vindur er liði á daginn og talsverð rigning upp úr þrjúleytinu...

... og það rættist ótrúlega nákvæmleg... en þangað til...
fyrstu klukkutímana og nánast allan okkar göngutíma var fyrirtaks gönguveður...

... þar sem ekki reyndi á rigninguna fyrr en allra síðasta kaflann að þjóðveginum...

... og vindurinn truflaði ekkert... beint í bakið og hlýr... þetta var dýrindisgönguveður að stórum hluta :-)

Til að byrja með gengum við eftir vestasta hluta Móhálsatinda...

... en svo nefndu þjálfara tindaröðina eftir Móhálsum sem liggja þar sem þeir eru hæstir...
sjá þá tvo hæstu hér eggjandi  framundan hægra megin...

Við færðum okkur því af vestasta hlutanum yfir á hæsta hlutann á þessum kafla...

... sem þýðir að við eigum enn ógengna að hluta miðtindaröðina sem hér sést að baki okkar...
enda eru þessar tindaraðir stundum þrefaldar á svæðinu en ekki tvöfaldar...

Göngulandið var fjölbreytt þennan dag...

...þó ekki eins margbeytilegt, hrikalegt eða ógreiðafært og Sveifluhálsinn sjálfur...

... enda yrði hann aldrei genginn í einni göngu allur endilangur eins og þessi ferð var farin...

Það var mál að taka hópmynd neðan við hæstu tindana:

Efri: Ester gestur, Lilja H., Sóley gestsur, Örn, Hjálmar, Ingi, Guðný Ester, Kristján, Svavar, Guðmundur Jón, Ósk og Alsa.
Neðri: Ágúst, Sigga Sig., Doddi, Súsanna, Svala, Katrín, Sjöfn, Elena, Björn Matt. og Halldór
en Bára tók mynd og engir ferfætlingar voru með í för að sinni... bara besta fólk í heimi :-)

Óskaplega falleg leið og sannkallað ævintýraland..

... enda stóð þjálfari sig að því að semja nokkrar flottar þriðjudagsgöngur á svæðinu
í svimandi gleðinni yfir nýjum sigruðum lendum sem alltaf er jafn gaman að búa til styttri þriðjudagsgöngur úr...

Lítið reyndi á lofthræðslu í þessari ferð en þó þurfti að fara varlega á köflum...

... og það gat rifið í á smá köflum ef menn voru ekki öruggir...

... sem fyrr reyndi á reynslu af endalausu krönglinu
sem þriðjudagarnir gefa og þjálfa menn ótrúlega vel í klöngri og erfiðum aðstöðum...

... meira en við gerum okkur eflaust grein fyrir...

Fegurðin náði hæstu hæðum á hæstu tindum...

... og þar skipti skyggnisleysi og útsýnisleysi til óendanleikans allt í kring engu máli...

... dulúðin var alltumlykjandi og gæddi svæðið töfrum sem fá mann sífellt til að sækja í þetta svæði aftur...

Kleifarvatn þarna efst vinstra megin... og nokkrar tjarnir sáust á leiðinni... en Arnarvatn er eina skilgreinda vatnið á svæðinu...
þó vel mátti sjá nokkur uppþornuð vötn sem eitt sinn voru jökulvötn sem minnti mann á Jarlhetturnar...

Þetta var framundan þegar leiðin var um það bil hálfnuð...
Móhálsatindarnir vinstra megin og fyrir miðri mynd og Sveifluhálsinn sjálfur hægra megin
Þarna sést vel hvernig þetta eru stundum þreföld tindaröð... jafnvel fjórföld... og stundum tvöföld...

Okkar brjóstgóði Ingi gaf okkur hjartastyrkjandi á milli tinda...
og afmælisbarnið brást ekki bogalistin við að njóta lífsins með vinum sínum...

Dumbungurinn var alltaf yfirvofandi... bjartara til norðurs og óskaplega grátt og þungt til suðurs...
og stundum ansi þungt yfir í allar áttir... en enn var veðrið skínandi gott...

Þetta var óskaplega fallegt völundarhús... við verðum að skoða þetta betur...

Mosinn kom hlýr og mjúkur á síðari hlutanum...

... og var góður yfirferðar þegar hálkublettirnir töfðu för í móberginu...

... en skaflarnir voru bestir ef þeir voru  nægilega mjúkir sem ekki var alltaf hægt að ganga að vísu...

Litið til baka... flottir klettarnir, tjarnirnar og hryggirnir samliggjandi alla leið...

Það var sérlega gaman að sjá Sveifluhálsinn frá þessu sjónarhorni þó við hefðum hvað það varðar viljað fá aðeins betra veður...

Stapatindurinn þverhníptur að norðan...
en fallega fær að sunnan þar sem við höfum farið nokkrum sinnum...

Þetta var enn ein útgáfan af veðri á þessu svæði...

Aldrei verið þarna í hlýju sunnanáttar veðri áður... bara sumarveðri, froststillum, heiðskíru, snæviþöktu, snjóstormi...

Það var kominn tími á aðra matarpásu...

...og þar sem vindurinn var farinn að blása eitthvað leitaði Örninn að góðu skjóli...

Nýliðar og afturkomnir gamlir félagar stóðu sig frábærlega í þessari fyrstu tindferð sinni eins og svo oft áður...

Aðalmálið er bara að reima á sig skóna og leggja af stað... rest er ekkert mál :-)

Einstaklega ljúf stemning var í hópnum þennan dag...

...enda þorrablót framundan um kvöldið og við vorum að sleppa ótrúlega vel með veðrið...

Þessi dalur var sérlega fallegur...

Með vaxandi mosanum fór landslagið að líkjast Fögrufjöllum og Fagralóni við Langasjó...

... meira að segja strítulaga mosinn þarna efst var alveg eins og sá sem við gengum um gallharðan
á Fögrufjöllum í september í fyrra í magnaðri gönguferð sem allt of margir misstu af...

Litið til baka... menn voru ekkert að flýta sér og bara njóta... :-)

Þarna hinum megin risu Núpshlíðarháls og Selsvallaháls sem við skulum ganga í góðri tindferð að vetrarlagi fljótlega...
og eggjarnar ofan Grænavatns og Djúpavatns sem við höfum rakið okkur eftir tvisvar...
og Fíflavallafjall sem er á dagskrá á þriðjudegi í sumar :-)

Mosinn er dásemdin ein...

Smá hópmynd með afmælisbarn dagsins borið á höndum vorum...

Vá hvað þetta minnti okkur á Fögrufjöll !

 

Yndislega hlýtt og notalegt ennþá í veðri og vindum...

Helst farið á hryggjunum en sneitt niður ef ófært var niður af þeim og Örninn fór nokkrum sinnum á undan að kanna leiðina...
kvefaður, með hálsbólgu og hita... en klikkaði ekki frekar en fyrri daginn... ekki einu sinni á fíflaganginum :-)

Jú, það var sumpart fallegt eftir ennþá af leiðinni... þetta var ekki alveg að fara að fletjast út ennþá...

Litið til baka... verðum að skoða þetta betur síðar...

Hellutindar þarna hægra megin ofan okkar
sem við höfum gengið bæði í tindferð um á þriðjudögum að sumarlagi  allavega tvisvar...

Flott hringleið þarna og helst þá með innliti í Hrútagjá sem er ægileg náttúrusmíð sem skartar eflaust mikilli fegurð í sumarfæri...

Snjórinn óútreiknanlegur á köflum og stundum gallharður en annars staðar mjúkur og fínn...

Vígdísavallarvegur hér vinstra megin...
vel fær að sumarlagi og við mættum einum jeppa að keyra hann síðar þennan dag...

Litið til baka... maður er fljótur að dragast aftur úr ef maður fer aðeins afsíðis...

Þetta var veisla hvað klöngrandi tinda varðaði...

Hér var farið að blása og rigna...

... og það blotnaði fljótt... passaði alveg... klukkan rúmlega þrjú og spáin gekk alveg eftir...

Litið til baka... þetta varð fljótt að úðandi rigningu sem lamdi á okkur með sunnanvindinum í bakið...

... og myndavélin varð fljótt ansi blaut...

Smá klöngur eftir hér niður í Norðlingasand svokallaðan...

Vegurinn framundan og í þessu veðri afréðum við að ganga hann þennan síðasta kafla að veginum frekar en klöngrast yfir síðustu bungurnar sem hefði verið gaman í betra veðri en hafði lítið upp á sig úr því slæma veðrið þennan dag var loks mætt á svæðið...

Og það var sko skoppað eftir veginum... hver á sínum hraða alla leið að þjóðveginum...
þar sem menn héldu áfram eftir vegi 42 sem liggur inn í Vallarhverfið í Hafnarfirði.

Bílstjórarnir fóru alls sex í bílinn hans Guðmundar en hinir héldu áfram...
það mikil bleyta og vindur að engin leið hefði verið að hafa það notalegt í mosaslegnu hrauninu að bíða eftir bílunum sem voru sóttir í upphafsstað göngu og tók um 35 mínútur í allt en á þeim tíma tókst hópnum að ganga mislangt eða allt frá 19,5 til´um 23 km
sem var frábært dagsverk á helgi þar sem veðurspáin var frekar slæm :-)

Alls 19,5 km á 7:42 klst. (bílstjórarnir) upp í allt að rúma 23 km á 8:30 klst.
 eftir því hvað menn gengu langt eftir veginum í bið eftir bílunum
upp í 364 m hæsta hæð með alls hækkun upp á 1.071 m miðað við 135 m upphafshæð og 95 m endahæð.

Gula línan ganga dagsins 2015.
Rauða línan gangan í fyrra um Sveifluháls syðri 2014.
Bláa línan Sveifluhálsinn norðar og hringleið um Kleifarvatn í leiðinni 2010

... að ótöldum fleiri göngum á þessu svæði a þriðjudagskvöldum og í tindferðum...

Eftir göngu munaði mönnum ekkert um að mæta í kjúklingasúpuslegið þorrablót
 með brennivín og hákarl í forrétt og í eftirrétt í 101 Reykjavík
...allt í boði Jóhönnu Fríðu sem er klárlega ofurmenni Toppfara...
...það sem stúlkan sú reiðir ekki fram úr hendi öllum stundum okkur hinum til ánægju og yndisauka !!! :-)


Efri: Ester gestur, Lilja H., Sóley gestsur, Örn, Hjálmar, Ingi, Guðný Ester, Kristján, Svavar, Guðmundur Jón, Ósk og Alsa.
Neðri: Ágúst, Sigga Sig., Doddi, Súsanna, Svala, Katrín, Sjöfn, Elena, Björn Matt. og Halldór
en Bára tók mynd og engir ferfætlingar voru með í för að sinni... bara besta fólk í heimi :-)

Frábær dagur sem vel rættist úr miðað við veðurspá
og kom sannarlega á óvart hvað fjölbreytileika og fegurð varðaði...

Þessa tinda verðum við að skoða aftur... á stöku þriðjudagskvöldum...
að sumarlagi... í sól... og auðu færi... í meiri snjó og ís... nýföllnum og allt snævi þakið... :-)
svo maður tali nú ekki um að fara góða tindferð þarna hinum megin um Núpshlíðarháls og Selsvallafjall
og fjallshrúguna hans Antons kringum Meradalahnúka...
af nógu er að taka á þessum kyngimögnuðu slóðum Sveifluhálss og systratinda...
sannarlega magnað svæði sem tekur mörg ár að kortleggja svo vel sé.
og segir ansi margt að þrátt fyrir hálf hryssingslegt veður og færð á að líta og um að ganga
var dagurinn, landslagið og leiðin ægifagurt, friðsælt og notalegt með einhvurs lags vori í lofti...
en kannski hafði það einnig eitthvað með frábæra félaga að gera... :-)

Ferðasaga í vinnslu út vikuna.
Allar myndir þjálfara hér:
https://plus.google.com/photos/104852899400896203617/albums/6113948883213382353?banner=pwa
og magnaðar myndir leiðangursmanna á fésbók.
 


 


 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir