Sveinstindur og
Fögrufjöll
Í tilefni af
vatnaþema ársins 2014... þar sem gengið hefur
verið kringum og meðfram ótal vötnum frá því í
janúar...
Þessari ferð var frestað um eina helgi vegna veðurspár og endaði í fámennri (en góðmennri auðvitað!) ferð því miður viku seinna... en þá var veðurspáin samt á mörkunum... við enduðum á að fara upp eftir snemma á laugardagsmorgni og gista eftir gönguna... en hefðum líka getað farið á föstudagskveldið upp eftir og keyrt heim eftir göngu sem var síðri kostur... alltaf meira afslappandi að gista eftir göngu... veðurspáin fékk að ráða og það var bjart og lygnt í kortunum á laugardeginum en þyngra yfir á föstudagskvöld og rigning og vindur á sunnudeginum... farið að rökkva snemma og það hafði og sín áhrif með að komast upp eftir fyrir myrkur... en Gylfi og Lilja Sesselja tóku alla helgina í þetta... voru komin upp eftir á föstudag og fóru heim með okkur á sunnudag... gáfu okkur skýrslu á leið upp eftir og um morguninn sem var frábært og peppaði okkur hin upp... :-) Lagt var af stað í skýjuðu veðri í bænum en fljótlega keyrt inn í sólríkt suðurlandið og sólin skein þegar beygt var inn slóðann upp Skaftártungurnar í átt að skálanum við Hólaskjól... við horfðum á Öræfajökulinn glitrandi fagran... en það var þyngra yfir eftir því sem innar dró, blankalogn og hlýtt en sólin skein lítið gegnum skýin þegar komið var í Hólaskjól þar sem Gylfi og Lilja biðu okkar... en við vorum ekkert svekkt... þetta var frábært gönguveður og ef við fengjum skyggni á gönguleiðinni og um nágrennið yrðum við mjög ánægð... og það gekk eftir...
Jeppaslóðinn inn eftir að Langasjó var í góðu lagi... nokkrar grunnar sprænur á leiðinni og lítið um slæma kafla... við fórum á þremur jeppum en Gylfa bíll tafðist í upphafi og varð viðskila við hina fyrstu kílómetrana en við höfðum engar áhyggjru af því þar sem hann er fljótur að ná okkur... en því miður afvegaleiddi gps-bíltækið hann og hann fann nokkur ekki fyrr en löngu síðar... Mynd: Þegar stutt var eftir sáum við Sveinstind bera við himinn dökkan og strítulaga hægra megin á mynd...
Langisjór og svæðið allt á korti...
Nærmynd... gönguleiðin okkar kringum Fagralón... fórum reyndar aðra leið aðeins niður en annars svipuð leið..
Við keyrðum að syðsta enda Langasjávar...
Óskaplega fallegt
og litir hálendisins einkennandi grænir og
svartir...
Við keyrðum alveg
út á nafnlaust nesið að veiðihúsinu og fengum
okkur þar nesti...
Loks... eftir leit að Gylfa sem fann okkur eftir að við skiptum liði og keyrðum um afleggjarana að útsýnisstað ofan Skaftár... lögðum við af stað kl. 13:27... afslöppuð og kærulaus þrátt fyrir stressið með að finna hvort annað... það var einhver friður og yfirvegum í loftinu... blankalogn og alger kyrrð hálendisins hafði náð tökum á okkur...
Farið var upp hefðbundna leið frá merktu malarstæði en það er vel hægt að fara styttri og brattari leiðir upp á Sveinstind...
Þessi er stikuð
og slóðuð...
Hjölli rifjaði upp gönguna sína þarna í fyrra með Antoni... en þeir gengu Langasjóinn endilangan frá norðurendanum þar sem jeppaslóðanum sleppir vestan megin... mjög spennandi leið... sem og að fara allan hringinn kringum sjóinn...
Bjart yfir og skyggni frábært til suðurs, vesturs og austurs... en aðeins síðra til norðurs að jöklinum... en það átti eftir að lagast...
Mjög falleg leið og létt... ævintýraleg fjölskylduganga í fallegu veðri...
Þessi græni litur var dáleiðandi...
Við dóluðum okkur upp og nutum kyrrðarinnar...
Djúpir... sterkir litir...
Skyndilega komum við auga á svifflugmann á ferð í áttina til okkar...
Hann lenti á sandinum þarna neðar og gekk að bílnum sem hann hafði skilið eftir... og fleiri voru með honum í för...
Magnað útsýni til vesturs að Landmannasvæðinu öllu þarna lengst í fjarska...
Fjöldi fjalla þarna nafnlaus... ef bara þetta væri í seilingarfjarlægð fyrir flottar þriðjudagsgöngur...
Ofar var aðeins meira klöngur upp á hrygginn að tindinum...
... en létt var það og löðurmannlegt...
Hryggurinn framundan að hæsta tindi sem þarna er nánast skýlaus...
Við komum fram á brúnirnar og sáum Langasjó í fyrsta sinn úr einhverri hæð...
Mjög fallegt og áhrifin engan veginn að skila sér á mynd...
Suðvestasti hluti sjávarins...
Hópmynd ef ske
kynni að við fengjum ekki meira svona
heildarútsýni yfir Langasjó...
Við vorum komin á hrygginn...
Útsýnið batnaði með hverjum metranum upp á við...
Litið til baka... óskaplega fallegir grænir litir þennan dag...
Tvær myndavélar í gangi hjá þjálfurum... og aukinn kontrastur í nokkrum myndanna...
Það var líf og fjör við Langasjó... nú sáum við tvær flugvélar fljúga yfir sjóinn úr norðaustri í suðvestur...
Örugglega á útsýnisflugi á leið suður...
Sjá vélarnar tvær þarna hvítar bera við fjöllin hinum megin Langasjávar...
Hlýrri myndavélin...
Einu sinni hefur Langisjór náð yfir þetta svæði líka... minnkað heilmikið í áranna rás...
Það varð þungbúnara þegar við nálguðumst tindinn... því miður...
... og hann hvarf með öllu síðasta kaflann upp...
Mjög falleg leið þessi hefðbundna um slóðann með stikunum...
En það var alltaf stutt í sólina og við héldum alltaf í vonina...
Bjartara yfir í suðri...
Magnaðir litir...
Hér smá
kontrastur kominn í myndina... við sem aldrei
fiktum við myndirnar okkar prófuðum það núna
Við fengum ekki nóg af Langasjó...
Köflóttur hryggurinn en aldrei tæpur eða erfiður...
Það þykknaði aðeins upp vestan megin líka...
Og við fundum meira fyrir því eftir því sem ofar dró...
Magnað að koma fram á brúnirnar sem gáfu útsýni yfir Skaftánna að hlykkjast meðfram fjallgarðinum í suðurs...
Þarna niður frá er Sveinstindsskáli sem við áttum pantaðan fyrst en enduðum í Hólaskjóli þar sem gangnamenn vildu nota Sveinstindsskálann... og var eftir á að hyggja ekki slæmur kostur..
Sveinn Pálsson
gekk fyrstur á Sveinstind... og við hann er
fjallið kennt... Halldóra læknir og Gylfi prófuðu afdrepið hans Sveins sem hann hafði á Sveinstindi við rannsóknir sínar...
Æji... það þurfti endilega að vera þoka á tindinum... en hey, þetta er þunnt... kannski fáum við skyggni.... ! :-)
Við tróðumst góðan slóða síðustu metrana upp á tindinn...
... sem mældist 1.103 m hár...
Stelpumynd á toppnum:
Irma, Katrín,
Lilja Sesselja, Sigga og Halldóra.
Strákarnir lítið eitt færri eins og vanalega: Gylfi, Hjölli, Guðmundur, Örn og Björn.
Þokan sveif yfir hæsta tindi og gaf stundum smá glætur niður á "láglendið"... en það varði alltaf stutt...
Við fengum okkur nesti og menn sulluðu eitthvað í bið eftir skyggni...
... sem koma á köflum...
... og þá var fagnað... Hjölli að benda á uppgönguleið þeirra bræðra í fyrra... brattari og lausgrýttari leið...
En svo var mál að halda áfram... klukkan tifaði og við vorum aldeilis ekkert að flýta okkur...
Þjálfarar eltu gps punkta og virtu slóðann niður af hryggnum ekki viðlits...
... en leiðin sú
var best og því snerum því fljótlega við og
fórum hann...
Sjá hér eru smá stikur en þeirra naut svo ekki við þegar við lækkuðum okkur niður af Sveinstindi á átt að Fagralóni...
Útsýnið aftur gjöfult niður á Langasjó... en sjá þunnu, björtu skýin sem féllu yfir Breiðbak og félaga vestan megin sjávarins...
Litið til baka...
þokan var þarna ennþá... við höfðum stöðugt
áhyggjur af því að við værum að missa af
Sveinstindi þokulausum...
Við röktum okkur eftir lægri brúnum Sveinstinds til norðurs...
... og fengum ekki nóg af útsýninu...
Skaftá... ævintýralegt að rekja sig eftir henni frá upptökum...
Við fórum smá útúrdúr áður en við héldum niður að Fagralóni...
Litið til baka...
Sveinstindur í skýjunum og hópurinn að koma niður...
Vá, þetta var svo fallegt...
Blankalogn en svalt í veðri enda á hálendinu í þúsund metra hæð...
Syðsti endinn farinn að fjarlægjast...
Frábærir félagar á fjöllum... búin að ganga í gegnum ýmislegt saman gegnum árin... :-)
Sýnin til norðurs... enn þunn skýjaslæða yfir sem átti eftir að fara eftir nokkrar mínútur...
Nesið og veiðikofinn þar sem við fengum okkur nesti meðan Gylfi leitaði að okkur fyrr um daginn...
Þegar gengið var út á nesið kom þessi fallegi útsýnisstaður í ljós...
Litið til baka með vesturhlíðum Sveinstinds...
Þetta var klárlega myndatökustaður sem bragð var að...
Hópmynd hér takk fyrir...
... og með Langasjó...
Smá tæpt til að fara út á klettinn en ekkert að ráði...
Skýin lyftu sér svo og menn náðu flottum myndum af sér...
Fagralón þarna
niðri og fjöllin sem við áttum eftir að rekja
okkur um hægra megin
Efri: Halldóra Þ., Sigga Sig., Katrín Kj.,
Guðmundur Jón, Örn, Hjölli, Björn Matt.
Fögrufjöll umhverfis Fagralón var næsti áfangi dagsins...
Stikaði slóðinn vísaði niður og í átt að
skálanum við Sveinstind en ekki áleiðis að
Fögrufjöllum...
Mjúkur sandurinn niður gilið og við treystum því að slóðinn myndi afmást í snjó, frosti og leysingum næsta vetur...
Í þrettán manna hópi... og öllum hópum svona innan við 20 manns hefur okkur þjálfurum fundist skapast þéttari og öðruvísi stemning en í stærri hópum... menn standa saman sem einn maður og eru í takt alla leið... Anna Elín hér með kven-pjé-rör sem við stelpurnar erum alltaf á leiðinni að koma okkur upp eftir öll þessi ár á fjöllum með köllum sem bara þurfa að snúa sér undan á meðan við þurfum all stærri aðgerðir til að athafna okkur :-)
Fíll að drekka með rananum sínum úr smá polli...
Fögrufjöll þarna í fjarska í röðum...
Nærmynd af fallega tindinum sem reis upp úr jöklinum... hvaða tindur var þetta...? Þjálfari var svo bjartsýnn að láta sér detta í hug sjálf Herðubreið... minnug þess að hafa fundist hún sjá allt landið ofan af henni... en svo var nú ekki alveg... þetta var að öllum líkindum Grímsvötn eða skerin þar í kring eða önnur upp úr Vatnajökli... við sáum ekkert til gossins í Holuhrauni...
Litið til baka með Sveinstind að hluta hægra megin á mynd...
Fagralón nálgaðist brátt...
Við stefndum á Fögrufjöllin austan megin...
... sem voru ansi freistandi að sjá...
Fagralón innan um fallegar tindaraðirnar...
Greiðfært og mjúkt yfirferðar...
Litið til baka gegnum mýkri græna litinn á hinni þjálfaramyndavélinni...
Flottir voru þeir...
Við fórum inn dalinn og upp á austari fjöllin...
Litið til baka... Sveinstindur að hluta hægra
megin fjær með hæstu tinda í skýjunum...
Lakagígar eru magnað fyrirbæri... og þeir voru
ekki nema 8 km þarna í austurátt...
Skaftá og upptök hennar komu brátt í ljós...
Töfrandi landslag og áhrifamikið í auðninni...
Ótrúlega bjart yfir í fjarska og litlu mátti muna að við hefðum óskert útsýni í allar áttir...
Nærmynd af formfögru landslaginu við Skaftárupptök...
Því meira sem maður gengur... því meira kemur í ljós sem maður á eftir ógengið... Notaleg nestispása yfir ríkidæmi Skaftár...
Svo var haldið áfram eftir Fögrufjöllum...
... upp og niður...
Litið til baka... já smá konstrastur gerir heilmikið fyrir eina mynd...
Mynstrin í mosanum voru oft svona á þessari leið...
Hvar var sólin... ?... svo nærri en aldrei hjá okkur...
Skyndilega lagðist þunn þokan yfir Fögrufjöll... einmitt þegar við gengum eftir þeim til norðurenda Fagralóns...
Mikil synd og við náðum hæsta tindi á okkar leið um þau í 866 m hæð í engu skyggni því miður... en þau eru hærri norðar...
... en það glitti í skyggni þegar farið var niður af þeim við lónið...
Skemmtileg og brött leið en örugg...
Svo opnaðist allt aftur með smá lækkun...
Tvö aðskilin lón falin milli fjallanna... það eru alls níu aðskilin lón í Langasjó...
Gígurinn til norðaustursendans... mjög fallegur...
Sterkir litir um leið og smá kontrastur var settur í myndina...
Þokan fór svo af þessum... ekki spurning að fara
hér upp...
Komin við endann á Fagralóni að norðaustan...
Útsýnið ofan úr hlíðunum... það borgar sig að skella sér upp á svona gíga til að sjá betur :-)
Landslagið uppi sérstakt...
... mosinn eins og smækkuð mynd af viðamiklum fjallgarði...
Jú, þokan virtist komin til að vera... og það
reyndist rétt..
En uppi á gígnum við norðausturenda Fagralóns var gaman að vera...
Við nutum þess að vera ofan í Langasjó að manni fannst...
Irma og Katrín Kj... alvöru fjallakonur :-)
Ævintýralegt að rekja sig eftir gígnum...
... og enda á góðum nestisstað...
... þar sem við tókum myndir, nærðumst og veltum
vöngum yfir heimleiðinni
Við urðum samt að gefa þessum stað sinn tíma...
Fagralón séð úr norðaustri...
Ansi gott að setjast bara og njóta...
Smá hópmynd hér... :-)... ólíklegt að við komum nákvæmlega hingað aftur...
Við ákváðum að vernda mosann og fara sömu leið til baka þó það væri krókur og tíminn naumur...
Örninn orðinn áhyggjufullur yfir
birtuskilyrðum... ekki gott að fara stóran hluta
til baka í þreifandi myrkri...
Við vorum ekki lengi að koma okkur slóðann utan í Fagragíg í átt að Langasjó...
Litið til baka... græni liturinn fallegri á þessari myndavél :-)
Góðar kindagötur á þessum kafla...
Fagralón... engin smá paradís í tímaleysi og sól á góðum degi...
Litið til baka með síðustu menn þarna í hlíðinni...
Brátt vorum við komin að vestari tindaröðinni sem aðskilur Fagralón og Langasjó...
Fórum til að byrja með upp á þá...
... og fylgdum kindagötunum...
... sem svo lækkuðu sig niður að Langasjó...
Ætlunin var auðvitað að rekja sig eftir öllum
þessum tindum... þeir leyna á sér í fegurð...
og þar sem vel var áliðið dags... og stutt í
myrkur var ekkert annað í stöðunni
Litið til baka... algert ævintýraland...
Þokan farin að læðast alla leið niður að Langasjó... skyggni að mestu farið uppi og var hverfandi...
Ekki slæmt að rekja sig eftir þessu fallegasta vatni landsins að margra mati á vatnaárinu mikla :-)
Greiðlega gekk þetta mestan partinn...
... góðar strendur og mjúkur mosi...
... og Örn þétti hópinn á kílómetersfresti því menn voru misgóðir í að strauja þétt eftir langan dag...
Kvenþjálfarinn var helst hikandi við að sleppa þessum vestari tindum meðfram sjónum en fékk engar undirtektir með að skella sér þarna upp og þegar að var komið var maður feginn að þurfa ekki að leita að leið þarna niður aftur að hópnum sem hefði aldrei farið allur eftir tindunum á þessum tímapunkti... það er alltaf dýrmætast og öruggast að halda hópinn þegar áhættuþættir eru komnir í dæmið eins og þarna voru; þ.e. yfirvofandi myrkur, langt frá allri björgun og óþekktar slóðir...
Á köflum var leiðin strembnari þar sem fara þurfti upp í hlíðarnar til að sniðganga sjóinn...
... en þetta gekk vel og var bara gaman og góð tilbreyting í straujinu...
Mjög skemmtileg leið sem vanalega er farin þegar menn hringa Langasjó alveg...
Svo tók sléttari kafli við að suðvesturendanum...
Strákarnir sneru sér hér við meðan stelpurnar fengu smá frið...
Rökkrið skreið hratt yfir síðustu rúma tvö kílómetrana... þarna fyrst vorum við örugg... og það var gott að hafa ekki þurft að rekja sig eftir Langasjó á tæpustu köflunum í myrkri... sem betur fer hlustaði enginn á kvenþjálfarann þegar hann vildi fara upp á suðvesturtindana !
Sveinstindur var algerlega kominn í skýin í rökkrinu...
...en mögnuð dulúðin leyndi sér ekki... hvernig
ætli það hafi verið að lifa á Íslandi áður en
nokkur ljós komu til sögunnar...
Göngunni lauk eftir 16,9 km á 7:17 - 7:24 klst.
Fjöllin sem
töfrað höfðu okkur á leið inn eftir um morguninn
voru ekki síðri í
tunglsljósinu sem glampaði á vötnin öll á leiðinni
og lýsti upp magnaða tindasem toguðu mikið í
okkur í þessari ferð... og hétu fögrum nöfnum eins
og Hörðubreið, Ljónstindur, Skuggafjöll og
Uxatindar...
Á rétt rúmlega klukkutíma tókst okkur að úrbeina þrjú læri og grilla þau og græja kartöflur, heita sósu, grænmeti og baunir...
Björn var úrbeiningamaðurinn...
Hjölli og Örn grilluðu...
Þetta gat ekki verið betri endir fyrir magann á flottum degi...
Og kvenþjálfarinn sem hafði haft svo miklar
áhyggjur af því að eiga eftir að elda eftir
gönguna...
Banhungruð
eftir akstur og göngu dagsins settumst við að
snæðingi rétt rúmlega ellefu um kvöld
Daginn eftir var gert upp við skálavörðinn að
Hólaskjóli sem var að loka staðnum þann dag...
... bara gangnamenn enn á svæðinu og áttu eftir að athafna sig þarna næstu daga...
Margt freistaði daginn eftir á heimleið... ættum
við að fara aftur upp eftir og sjá hvort
Sveinstindur er skýlaus núna?
... um mögnuð gil, hraun og berg...
Hólaskjól þarna neðar...
Ófærufoss óskaplega fagur...
Nokkrar góðar leiðir sem hægt var að þvælast um þarna...
Eigum við ekki að ganga þessar gönguleiðir um
Sveinstind, Skælinga, Hólaskjól og Strútsstíg
Alls 16,9 km
ganga á 7:17 - 7:24 klst. upp í 1.103 m hæð á
Sveinstindi skv. gps og 866 m á Fögrufjöllum
Gönguleiðin upp á Sveinstind og um Fögrufjöll kringum Fagralón og meðfram strönd Langasjávar til baka.
Og leiðin í
samhengi við stærð Langasjávar... Einstaklega fagrir fjallasigrar í stórbrotnu landslagi sem gaf nýja gullmola í safnið.
Allar ljósmyndir
þjálfara hér: ... og ægifagrar ljósmyndir leiðangursmanna á fésbókinni :-) Jarlhetturnar framundan næstu helgi ef veður leyfir... það er nú önnur eins veisla... :-)
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|