Tindferð 71 Tröllakirkja Holtavörðuheiði
laugardaginn 18. febrúar 2012
Vetraferð Toppfara helgina 17. - 19. febrúar heppnaðist einstaklega vel eins og fyrri ár þar sem fallegt veður réði ríkjum rétt á meðan ganga helgarinnar stóð yfir og eintóm gleði lék við göngumenn allt frá því menn komu sér upp eftir á föstudagskvöld þar til síðustu menn yfirgáfu Húsafell á sunnudeginum.
Helzta verkefni göngudagsinss... eftir að menn höfðu komið akandi frá Reykjavík og Húsafelli og sameinast við veitingastaðinn Baulu um morguninn... var að finna góðan stað fyrir nokkra bíla til að leggja við þjóðveg eitt á Holtavörðuheiði um hávetur... það gekk framar vonum en Ísleifur sá um að krydda þetta aðeins með því að festa sinn fjallabíl í snjónum... svo fyrstu menn til baka eftir göngu höfðu verkefni til að leysa meðan síðustu menn tíndust inn ;-)
Lagt var af stað kl. 9:23 við sólarupprás í blankalogni á heiði sem gjarnan er fremur kennd við ófærð og óveður...
Stefnan tekin beint á
Tröllakirkjuna en þó með smá sveig norðan með
Holtavörðuvatni sem eflaust var botnfrosið
Bjart var yfir alla akstursleiðina úr Reykjavík og Húsafelli og dagurinn lofaði góðu... en skýjað var yfir sjálfri Holtavörðuheiði og við gátum fylgst með því hvernig þau léttu á sér og lyftust smám saman ofan af Baulu og Tröllakirkjunni eftir því sem leið á morguninn enda fór að skína í heiðan himinn beggja vegna heiðarinnar þegar við gengum fyrstu kílómetrana...
Hjálpsemi
hópsins í hnotskurn...
... og Stefán beið eftir félaga sínum síðasta spölinn þar til hann náði í skottið á okkur ;-)
Smám saman opnaðist útsýnið niður í horfna veröld Toppfara
til þessa á fjöllum...
... og bleik vetrarsólin tók við af dimmblárri morgunskímunni...
Kjartan, Sæmundur og Rósa fremst í flokki...
Eftir því sem nær dró kom svipmikið landslag Tröllakirkjunnar í ljós undan hjöllum hennar og lendum...
Lendum sem lagðar voru vindsorfnum snjó... svo helfrosnum að hann hafði lítið látið undan óvægnum vindinum vikum saman...
Skyggnið jókst með hverjum metranum ofar sjávarmáli til austurs...
Og við "hjölluðum okkur" sífellt nær kirkjudyrunum...
...undir
sólargeislum
sem slógust við skýjamistrið á himni... ![]() ... en það var ekki yfir neinu að kvarta...
Ferskleiki fegurðarinnar á þessari heiði var ósvikin...
... og við nutum hvers skrefs lengra inn í morguninn.... og lengra inn á heiðina á fjallið sem við ætluðum að sigra þennan dag...
Háveturinn er
töfrandi tími ársins
til að ganga í óbyggðum...
Úr snjóhafinu risu loks tindar dagsins...
... varðir aðdáunarverðu handverki vinds og kulda...
Allt í einu tóku fyrstu sólargeislarnir að skína á nyrsta tindinn...
... og svo þann hæsta í miðjunni...
... og loks þann syðsta...
Landslag Tröllakirkjunnar var sannarlega svipmeira nær en fjær frá þjóðveginum...
Fyrsta nestispása dagsins undir neðstu kirkjutröppunum...
Og áfram var haldið með sólinni sem nú skein í heiði og lofaði heiðskíru veðri á tindinum....
Við vorum lögð af stað upp á syðsta tindinn...
Kuldinn jókst og fór að bíta í kinnar og nef...
Hrútafjörður
umvafinn svipmiklu fjöllunum norður á
Ströndum
sem engum gleymast sem ekið hafa undir þeim...
Fegurðin á fjöllum... ...fær hvern sem lætur snertast aldrei verða samur... og leita hennar sífellt aftur í óbyggðum... Finna má kaldan vindinn leika við kinn ef staldrað er við þessa mynd með opnum huga ;-)
Þetta var fullkomið...
Útsýnið niður í Hrútafjörð frá neðstu kirkjutröppum Holtavörðuheiðarinnar...
Færið með besta móti... grunnur snjór eða harðfenni...
Sem fyrr segir skal fullyrt að öll mynztur okkar heims áferð, form og litir... eiga sér uppruna í náttúrunni....
Útsýnið yfir Borgarfjörð til suðausturs...
Þar birtust fjöllin hvert af öðru eftir því sem ofar dró...
Og við hvíldum okkur á kirkjutröppunum á þessum tröllslegu slóðum... Guðjón?,María, Sylvía? Simmi, Gurra, Örn, Björn og Rósa...
Björgvin, Stefán, Kjartan, Kristjana, Óskar, Hólmfríður, Súsanna, Áslaug og Lilja Sesselja...
Jóhanna Fríða, Lilja Sesselja, Sæmundur, Ásta gestur, Jóhanna Fríða, Sigga Sig., og Herdís...
Kjartani uxu
horn...
undan vel þæfðri húfunni þar sem tvö
grýlukerti
birtust eftir því sem nær dró kirkju
tröllanna...
Áfram var haldið undir vígvelli sólar og skýja þar sem sólin hafði lengstum haft foryztuna...
...en
nú tók að halla á hana og skýjasbreiðan náði
yfirhöndinni...
Áfram máttum við samt njóta útsýnisins og Eiríksjökull, Strútur, Ok, Skarðsheiði og Hafnarfjall veifuðu...
Eiríksjökull í nærmynd... þangað stefnum við fyrstu helgina í júlí ef nægur áhugi er á því og færð og veður leyfir...
Síðustu tröppurnar upp...
Tindur
Baulu kom í
ljós í suðri handan við
Snjófjöll,
Litlu Baulu og
Mælifell
Síðustu skrefin upp á syðsta tind Tröllakirkjunnar...
Sólin enn að berjast...
Tröppurnar voru lagðar sérkennilegum frostskeljum sem brakaði í þegar efsta lagið brotnaði undan skónum...
Gylfi, Lilja Sesselja og Halldóra Ásgeirs...
Eitt af mörgum listaverkum leiðarinnar... mjúkur blásinn snjór í lykkjum ofan á harðfenninu...
Við nutum útsýnisins
ofan af syðsta tindi sem mældist
937 m hár...
Efsti tindur kirkjunnar framundan... enn í sólinni...
Snjóhengja fram af syðsta tindinum til austurs en leiðin greið til norðurs... Við sáum að gönguleiðin niður af efsta tindi um skarðið þar sem flestir fara var örugg, hvergi nógu bratt eða viðamikið fyrir snjóflóð og færið gott... svo þjálfarar ákváðu því að fara þessa leið niður um í bakaleiðinni og spara aukakrókinn um syðsta tind...
Stórkostlegt útsýnið til norðurlands vestra sem aldrei nýtur sín eins vel á ljósmynd og í mannsauganu á staðnum...
Áfram var haldið á næsta tind...
Súsanna, Steinunn Th., Björgvin, Gylfi og Lilja Sesselja...
Fínasta leið upp á hæsta tind án snjóflóðahættu og bratta... yfirleitt er best að halda sig við hrygginn ef hægt er...
Litið til baka á syðsta tind...
Síðustu metrarnir upp á efsta tind...
... með klettana í austri á hægri hönd...
Allt helfrosið og kögglað í myljandi klakaböndum sem við reyndum að ná á mynd en náðist ekki...
Tindurinn á Tröllakirkju... mældist 1.014 m en er opinberlega 1.001 m.
Þar var settur
endurvarpi að frumkvæði Björgunarsveita og er hann
talsvert notaður af Húnvetningum og öðrum
Ísilagður og til
marks um það
veðravíti sem þarna er... enda ískuldi
og næðingur á tindinum þrátt fyrir veðurblíðu
dagsins almennt
Vinkonurnar Steinunn Th og Sylvía sem rúllað hafa
upp göngum Toppfara frá því þær gengu í klúbbinn
Örn að mæla hitastig og vind á tindinum... sem í ljós kom að var -13°C en -21°C í vindkælingu í mældum 6 m/sek...
Örn sýndi hverjum sem
verða vildi
sveitina
sína...
Skemmtinefndin
kann að hafa gaman öllum stundum... Jóhanna Fríða að
bjóða Stefáni útpælt nesti...
Fyrir eintóman klíkuskap þjálfara var hópmyndin tekin til norðurs... en góð rök voru færð fyrir því að þarna fór fágætt útsýni sem aldrei fyrr í sögu klúbbsins... niður í Hrútafjörð, norður á strandir og um húnvetnsku alpanna... að ekki sé talað um Hvammstanga sem fararstjóri fræddi okkur um af hjartans lyst að væri nafli alheimsins ef einhver skyldi ekki þá þegar hafa lesið um það í öllum skólabókum... ;-)Efri: Kjartan, Hrafnkell, Stefán A., Ísleifur, Guðjón, Sylvía?, Anton, Hanna, Rósa, Roar, Katrín Kj., Örn, Jóhanna Fríða?, Björgvin,Kristjana?, Guðmundur Jón, Lilja Sesselja, Gurra, Simmi, María S., Björn og Óskar Wild.Neðri: Gylfi, Sæmundur, Irma, Halldóra Á., Jóhanna Fríða, Hólmfríður, Heiða, Ásta gestur, Steinunn Th., Súsanna, Áslaug, Lilja Kr., Brynja, Auður, Herdís og Sigga Sig., en Bára tók mynd.
Óskar
Wildboys
lét ekki framhjá sér fara að fara alla leið upp á
topp
;-)...
Loks var farið niður aftur úr kuldanum þó menn væru misáfjáðir í að yfirgefa tindinn en því miður var ekki veður til þess að halda áfram norður eftir á nyrsta tind sem hefði þýtt rúmlega 2 km viðbót og talsverða lækkun/hækkun því fara þurfti til baka um hæsta tind... en við vorum himinlifandi með tind dagsins engu að síður og eigum þann nyrsta bara eftir síðar...
Veðrið strax betra neðar og menn orðnir heitir aftur eftir röska niðurgöngu að skarðinu...
Þaðan vildi
fararstjóri fara niður um
dalinn og stytta bakaleiðina um
syðsta tind en einhverjir vildu halda áfram
að ganga
Hún reyndist auðgengin og greið um aflíðandi brekku í mjúkum snjó...
...þar sem allt féll í dúnalogn um leið og komið var niður í dalinn...
Sýnin tignarleg upp á undanfarana sem tóku syðsta tindinn...
Nærmynd af þeim og snjóhengjunni af brúnunum...
Við komumst á
dól-stigið
í þessu logni og hita sem þarna gaf í
dalnum
Það verður forvitnilegt að fara um þessar slóðir klæddar sumarklæðum... á sumarklæðunum.. ;-)
Björgvin, Halldóra, Hólmfríður, Roar, ? og Guðmundur Jón...
Gylfi, Sæmundur,
Lijla Sesselja, Súsanna, Roar, Kjartan, Hólmfríður,
Hrafnkell
Örn og Anton að ryðja brautina niður um skarðið með útsýnið niður á syðstu lendur Víðidalsfjalls...
Litið til baka yfir
brúnir
syðsta tinds...
Brátt róku aflíðandi
lendurnar aftur við alla leið að bílunum... lendur
sem reyndust langtum drjúgari en augað sagði til
um...
Litið til baka yfir hæsta tind...
Um stund létti aftur til yfir Tröllakirkjunni...
Við sáum góða leið
beint
niður af henni um hrygginn til austurs...
Litið til suðurs að syðsta tindi þaðan sem hinir komu og sameinuðust okkar för...
Æj, afhverju vorum
við ekki þarna uppi núna...?... nei, þarna hvein
vindurinn örugglega enn meira en fyrr um daginnn
Aftur sló sólin töfrum sínum á landslagið...
...og við nutum "lífsins eftir tindinn"....
Vel teygðist úr
hópnum í bakaleiðinni þar sem flestir fóru á sínum
hraða...
Á þessum kafla hefðum
við þurft að hafa
matarpásu...
Síðustu kílómetrana bættist í
vindinn og hann
beit vel ef maður hlífði sér ekki... einhverjir á mörkum þess að fá
kal en
þó var þessi kuldi ekkert í líkingu við nokkrar aðrar vetrarferðir... þ.m.t.
kuldann sem ríkti á
Strút í fyrstu
vetrarferðinni okkar
2010:
Tindar dagsins... Við gengum á þann vinstra megin og í miðjunni... sá nyrsti bíður hugsanlegrar sumargöngu eitt árið þar sem gaman væri að sjá landslagið í þeim búningi... þó fullyrða megi að þetta fjall henti að mörgu leyti betur að vetri til þar sem aflíðandi og örugg uppgönguleiðin hentar vetraraðstæðumi... votlend heiðin er auðgengin í frosthörkum... landslag Tröllakirkjunnar og nágrennis fallegra í vetrarbúningnum... og útsýnið hundruðum kílómetra í burtu tærara á þessum árstíma...
Í vindinn bættist með hverju skrefinu í bílana og var vel til marks um þann þrönga veðurglugga sem við fengum eins og eftir pöntun þessa helgi... þar sem illfær veður geysuðu bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld og hryssingslegt veður á sunnudaginn allan...Alls 14,1 km á 5:49 - 6:12 klst. upp í 1.014 m hæð með 1.052 m hækkun miðað við 376 m upphafshæð...Lexíur dagsins:
*Klæðast
ull
innst og jafnvel utar frá toppi til táar: Eftir glaða viðrun á bílastæðinu... sveittan bíltúr upp í Borgarfjörð... funheitan pottinn í Húsafelli...og glymjandi hlátrasköll við eldamennsku dýrindis máltíðar þar sem allir lögðust á eitt...
... snæddum við heilsusamlegt rófusnakk í óformlegum forrétt að hætti Katrínar...
... og skoðuðum fylgihluti hvert annars...
... var lambalærið borið á borð af hendi kokka og aðstoðarmanna...
... sársvöngum göngumönnum til ómældrar ánægju...
...en þau Stefán Alfreðs...
...Björn, Jóhanna Fríða, Kjartan, Ágúst, Súsanna og Vallý...
...héldu uppi ógleymanlegu kvöldi með frábærum og fjölbreyttum skemmtiatriðum þar sem margt kom við sögu...
... meðal annars sagan af honum Snorra á Húsafelli sem var aðfluttur vestfirðingur og sagður ekki bara handlaginn smiður, nautsterkur, hagmæltur heldur og fjölkunnugur en hann átti að hafa kveðið niður 70-80 drauga á Húsafelli... og endaði kvöldið á allra ógleymanlegasta skemmtiatriði í sögu Toppfara þegar draugar börðu skyndilega á alla glugga að utan svo skók í illa brugðnum veislugestum inni í húsinu...
Sjá fróðleik um Sögu
Húsafells á vef þeirra:
Og á Wikipedia:
http://is.wikipedia.org/wiki/Snorri_Bj%C3%B6rnsson
Magnað vetrarævintýri frá upphafi til enda Haf þökk allir sem mættu, gengu, réttu hjálparhönd, hlógu, glöddust og lögðu hönd á plóginn til þess að gera þessa helgi sem skemmtilegasta... en sérstakar þakkir fær skemmtinefndin fyrir aðdáunarverða og metnaðarfulla dagskrá sem verður eflaust rifjuð upp um ókomna tíð... ;-)
Sjá fjölda mynda á
fésbókinni og Myndband þjálfara á uppleið: http://www.facebook.com/groups/toppfarar/10150632900021248/
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|