Tindferð 202
Sveinstindur við Langasjó og Fögrufjöll við Fagralón
laugardaginn 25. júlí

Sveinstindur við Langasjó
og Fögrufjöll kringum Fagralón
... landslag og náttúruorka í hæstu gæðum...


Efri: Haukur gestur, Ísleifur, Þórkatla, Biggi, Helga Björk, Ágústa, Soffía gestur, Felix gestur, Gunnur gestur, Kolbrún Þ. gestur, Elísa,
Vilhjálmur, Jóhanna D., Kolbrún Ýr, Guðmundur Víðir.
Neðri: Lilja Anna gestur, Örn, Bjarni, Auður gestur, Ester gestur, Jóhanna Fríða, Sigga Sig., Kolbeinn, Karen Rut,
Anna Sigríður gestur,
Erla Björg gestur, Ásta gestur og Bára tók mynd og Batman var himinlifandi yfir að fá að vera með
eftir heimveru bæði í Laugavegsferðinni og Þjórsárdalsferðinni í sumar :-)

Sveinstindur við Langasjó... hér útbreiddur... og Fögrufjöll kringum Fagralón...
dimmbláa lónið hægra megin á mynd þar sem við gengum eftir snarbröttum mosavöxnum hryggjunum kringum það...
og svo eftir gjálfrandi ströndum Langasjávar til baka...

... Vatnajökullinn glitrandi ofan okkar og fjallstindar allt frá Öræfum, upp á Sprengisand, um Kjöl, bak Mýrdalsjökli og allt Fjallabak umkringdu okkur og skreyttu ólýsanlega fjallasýnina ofan af þessum magnaða útsýnistindi...

... sem og Lakagígarnir í seilingarfjarlægð í röðinni sinni frá jökli og niður eftir... og skærgrænt, ægifagurt vatnasvið Skaftár frá upptökum, en áin sú og mosinn héldu áfram að skreyta akstursleiðina og næra sál okkar keyrandi alla leiðina niður á láglendið... að maður tali nú ekki um Uxatinda, Gretti, Gjátind og Ljónstind sem pöntuðu næstu ferð með okkur á þetta vanmetna og ægifagra svæði...

-----------------------------

Í annað sinn í sögu Toppfara var Sveinstindur við Langasjó heimsóttur
og aftur var ákveðið að ganga á Fögrufjöll kringum Fagralón í leiðinni þar sem um langan veg er að fara
og vert að nýta ferðalagið sem best...

Þjálfarar mæltu með því að menn gistu nálægt gönguleiðinni til þess að þurfa ekki að keyra alla leið úr bænum
þó það sé vel gerlegt en vildu leyfa mönnum að hafa sína hentisemi hver og einn þar sem síðasta helgin í júlí er á hásumarfrístíma
og gott að menn geti bara skellt þessari göngu inn í mitt fríið sitt...

... og þáðu flestir þetta fyrirkomulag og tjölduðu í Hólaskjóli eða gistu í skálunum á svæðinu...
eða gistu á Vík á hóteli á Vík í Mýrdal eða í annarri betri gistingu...

Þó nokkrir voru á hinn bóginn þakklátir með að geta keyrt til og frá Reykjavík og hefðu ella ekki komið í þessa ferð
enda er það okkar reynsla að það er best að leyfa hverjum og einum að hafa þetta eins og hentar,
sumir vilja langar helgarferðir út á land og þá er ágætt að þeir taka ábyrgðina á því að panta gistinguna frekar en að þjálfarar séu að panta og svo afbóka og bóka fram að ferð eftir því hver hættir við og hver bættist skyndilega við (og sitja svo uppi með kostnað ef ferð er afboðuð vegna veðurs)... en aðrir vilja bara komast í flotta göngu þó það sé langur akstur til og frá, þar sem þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa á föstudegi og sunnudegi og eiga erfitt með að gista... þannig var háttað um þjálfara og fleiri í hópnum en flestir gátu sem betur fer notið þess að gera úr þessu skemmtilega helgarferð og gista bara á suðurlandinu einhvers staðar og var mikil ánægja með aðstöðuna í Hólaskjóli þegar við sem komum frá Reykjavík mættum á laugardagsmorgninum á svæðið...

Aksturinn frá Reykjavík tók 3 klst. og 15 mín og vorum við lent kl. 9:17 í Hólaskjóli eða 13 mín fyrr en við áttum von á...
Þaðan var áætlað brottför keyrandi inn að Sveinstindi kl. 9:45 og héldum við þeirri áætlun
þar sem skála- og tjaldbúar gerðu ráð fyrir þeim brottfarartíma...
Við áætluðum að akstur inn að Sveinstindi tæki 1 - 1,5 klst. eftir upplýsingum frá skálavörðum sem sögðu akstursleiðirnar frekar erfiðar í ár þar sem ekki væri búið að hefla leiðina... en vegurinn upp í Hólaskjól og alla leið að Sveinstindi var mun betri en við áttum von á og vorum við rétt um klukkutíma inn að Sveinstindi eins og við vorum að vona...

Lagt var af stað gangandi kl. 11:10 eftir kynningu á leiðangursmönnum sem voru alls 28 manns...
þar af 11 gestir og 17 Toppfarar... léttur og skemmtilegur hópur og allir glaðir og kátir...

Leiðin upp á Sveinstind er stikuð og slóðuð alla leið en nokkuð á fótinn og smávegis brölt en vel fær öllum alla leið upp...

Útsýnið opnast fljótlega þegar komið er áleiðis upp brekkurnar...
og átti bara eftir að stórfengleikast enn betur eftir því sem ofar dró...

Svarti sandurinn er ríkjandi á þessu svæði... með dulúðugan grænan mosann inni á milli...
en ljósgræni liturinn kringum Skaftá sker sig alveg úr austan megin og beið okkar ofar þegar sýnin opnaðist þangað...

Hingað á þennan fjallstind geta fjölskyldur komið og upplifað einn svalasta útsýnisstað landsins...
því gangan á Sveinstind er bara um 4 km fram og til baka...

Þegar komið er upp á fjallshrygginn opnast útsýnið til Langasjávar... og það er lygileg sýn...
jökullinn til enda... svartsendin fjöll vestan megin... og mosavaxin fjöllin austan megin...

Ljósmyndarar hópsins höfðu í nógu að snúast í þessu sérstaka landslagi...

Þjálfari minnti menn reglulega á að það væru forréttindi að vera á þessum stað á þessari stundu...
með þetta skyggni og þetta veður...

... á fjallstindi sem er skýsæll og bregst oft með útsýni þó það sé mjög gott veður neðar...

Útsýnið til suðurs... akstursleiðin þarna niðri... Mýrdalsjökull hvítur í fjarskanum...
og Friðlandið að Fjallabaki hægra megin líparítljóst að lit...
næst okkur voru þessi einkennandi mosagrænu fjöll sem alltaf dáleiða mann og biðja um heimsókn...
já, við lofuðum Uxatindum að við skyldum koma einn daginn...

Fyrir þá sem ekki eru mikið í fjallabrölti þá var þessi leið framundan hér uggandi...

... en þetta var vel fært alla leiðina...

Hópurinn þéttur reglulega enda var þetta yndisganga og allir að njóta í botn...

Uxatindar hér vinstra megin að koma í ljós hvassastir...
en Grettir, Gjátindur og Ljónstindur eru meðal annarra tinda hér framundan sem væri mjög gaman að ná að ganga á einn daginn...

Hver vill ekki ganga á fjall sem heitir "Ljónstindur" ...
... takk Skaftfellingar fyrir að skíra fjöllin ykkar svona fallegum nöfnum !

Gestirnir stóðu sig almennt vel í þessari göngu
en það var sérstaklega skemmtilegt að fá Erlu Björgu frá Höfn í Hornafirði í þessa göngu og ekki bara Reykvíkinga...

Tindurinn í augsýn...

Uppi í skarðinu neðan við tindinn opnaðist á útsýnið til Skaftár og Lakagíga
og þá drógum við öll andann á lofti...

Slóðin að skála Útivistar við Sveinstind... og Uxatindar áberandi brattir hægra megin við miðja mynd...

Tindurinn... fremstu menn komnir upp... og Langisjór útbreiddur fyrir framan þá...

Hvílík forréttindi að komast á þennan tind í skýlausu veðri !

Hér vorum við síðast í þoku og sáum ekkert... mikil vonbrigði þá... þetta bætti aldeilis fyrir það...

http://www.fjallgongur.is/tindur110_sveinst_fogrufj_langasjo_060914.htm

Það var vert að njóta, anda, horfa, mynda, þakka fyrir að fá að vera hér á hálendi Íslands...

Við gáfum okkur góðan tíma á tindi Sveinstinds... með Langasjó og Skjaftá, jökla og fjöll allt í kringum okkur...

Vatnajökull hér ofar... og Öræfajökull hægra megin með Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda rísandi klettóttir undan jöklinum
... þeir sáust stundum vel en voru almennt með skýin efst yfir sér þennan dag...

Sveinstindur mældist 1.111 m hár á báðum tækjum þjálfara þennan dag...

Nestisstund með útsýni til austurs...

Skaftá og allt hennar veldi... mögnuð á sem væri áhugavert að ganga eftir frá sjó og upp eftir...

Við sáum margsinnis þennan dag hvílík fegurð vatnasvið hennar hefur að geyma...

Sumir tóku nestisstundina til vesturs og norðurs...
Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur hér með Langasjó í fanginu í matartímanum...

Líklega flottast nestisstaður ársins... en spyrjum að leikslokum í lok september...

Eftir góðan matartíma héldum við áfram niður eftir Sveinstindi
og að útsýnisstaðnum þar sem best er að taka myndir með Langasjó í baksýn...

Það var samt erfitt að yfirgefa þennan hæsta punkt...

... ljósmyndararnir Jóhanna Fríða og Sigga Sig hér út í norðurausturendanum...

Gengið var niður eftir hryggnum hér til enda...

Fremstu menn röskir yfir og teygðist talsvert úr hópnum enda stærri en vanalega í okkar göngum...

Við fórum svipaða slóð og árið 2014...
en þarna vorum við komin með skyggni það ár... en allt var kuldalegra þá en núna árið 2020...

Syðsti hluti Langasjávar... og fjallgarðurinn inn að hálendinu til vesturs... Sprengisandur o.s.frv...

Litið til baka að Sveinstindi þar sem við komum niður...

Syðsti endi Langasjávar...

Útsýnisstaðurinn magnaði...

Hér áttu allir að taka mynd af sér með Langasjó í baksýn... vonandi gerðu það allir...

Við allavega gáfum okkur góðan tíma hér...

 ... og menn skiptust á að taka myndir...

Sjá Fagralón hér næst okkur og Fögrufjöll sem við gengum á síðar um daginn hringleið um lónið...
og komum svo til baka eftir lága hryggnum og svo með fjörunni hér vinstra megin...

Hvílíkur staður að vera á...

Langisjór... menn fara hér hringleið á tveimur til þremur dögum með allt á bakinu og tjalda...
af frásögnum sem þjálfarar hafa hlerað þá er vestari hlutinn sendinn og tilbreytingarminni en sá austari / Fögrufjallamegin...
og oftar en einu sinni hafa menn lagt upp með að ganga í þrjá daga,
en nenna svo ekki að slá upp tjaldi þegar fyrsta legg er lokið,
klukkan þá ekki orðin mikið og enda þeir á því að ganga lengra, tjalda úti í endanum
og taka þetta þá á tveimur dögum frekar en þremur...
en vegalengdin er um 50 km...

Það var Þorvaldur Thoroddsen landkönnuður sem lagði fram nöfnin "Langisjór" og "Sveinstindur" þegar hann kom að Langasjó á árunum 1889 - 1893... en talið er að Skaftfellingar hafi fyrst komið að þessu stöðuvatni í leitum 1884 og einhverjum árum fyrr og þá gáfu þeir hæsta fjallinu nafnið "Bjarnatindur" í höfuðið á Bjarna Bjarnasyni á Hörgsdal á Síðu í Skaftafellssýslu, sem gekk á fjallið ásamt fleirum og hlóð þar vörðu...
en það nafn var því miður látið víkja undan nafngift Þorvaldar...

Mikil synd af því Sveinn Pálsson á sinn tind í Öræfajökli...
þó hann "allra manna bezt hefir ritað um fjöll og jökla í Skaftafellssýslum"...

Bjarnatindur er sérstakara nafn, sögulegt og kennt við heimamann...
við styðjum að menn hefji þetta gamla nafn aftur til vegs og virðingar og láti Sveini nægja
að eiga næst hæsta tind landsins nefndan í höfuðið á sér :-)

Sjá skjáskot úr Náttúrufræðingnum 27. árg., 4. hefti, 145-204, Reykjavík, janúar 1958 - vonandi í lagi... en lesturinn fær menn vonandi til að viljan lesa meira í þessu merka riti:

Sjá hér heftið í heild...
þar sem hægt er að lesa á veraldarvefnum og fletta með því að klikka með músinni:
https://timarit.is/page/4269149#page/n0/mode/2up

Það var erfitt að yfirgefa þennan stað...

... en við urðum að halda áfram...

Þjálfarar voru búnir að finna út góðan hópmyndastað fyrir 28 manns...
því þar var ekki sjens að vera öll saman sem hópur á flotta útsýnisstaðnum okkar...

Þetta var hins vegar tilvalinn staður ! :-)

Efri:
Haukur Víðisson gestur, Ísleifur, Þórkatla, Biggi, Helga Björk, Ágústa, Soffía Felixdóttir gestur, Felix G. Siguðrsson gestur, Gunnur Róbertsdóttir gestur, Kolbrún Þorsteinsdóttir gestur, Elísa, Vilhjálmur, Jóhanna D., Kolbrún Ýr, Guðmundur V.

Neðri:
Lilja Anna Gunnarsdóttir gestur, Örn, Bjarni, Auður Sigurðardóttir gestur, Ester, Jóhanna Fríða, Sigga Sig., Kolbeinn, Karen Rut, Anna Sigríður Arnardóttir gestur, Erla Björg Sigurðardóttir gestur, G.Ásta Jónsdóttir gestur.
Ofurhundurinn Batman framan við hópinn og Bára tók mynd.

Þjálfarar ákváðu að fara aðra leið niður af Sveinstindi en árið 2014...
en þá var farið heilmikið brölt niður skriðurnar í áttina að þeim
og við höfðum þá áhyggjur af því að vera að spora út auðnina...

Nú ákváðum við að fara suðaustar niður á betri leið sem hentaði betur stærri hóp...
en þarna var slóði áleiðis að skála Útivistar við Sveinstind og þaðan var auðvelt að snúa til norðurs að Fögrufjöllum...

... og reyndist það mun betri leið en árið 2014...

... framhjá þessu vatni hér...

Friðurinn var áþreifanlegur í þessum litla vatnsdal... algert logn og stilla...

Það fólst mikil heilun í göngu dagsins... sama hvar við vorum að ganga...

... og mjög gefandi samvera... sama við hvern maður var að spjalla...

Batman elskar hópinn sinn... enda á hann ófáa vini innan hans sem gera allt fyrir hann...
knúsa og klappa... gefa alls kyns góðgæti og njóta samverunnar við hann...

Ein af dýrmætri gæfu þessa fjallgönguklúbbs eru allir hundarnir sem hafa gætt hann betra og meira gefandi lífi en ella...
takk allir ferfætlingar Toppfara frá upphafi vega...
fyrir að auðga líf okkar og kenna okkur enn frekar að njóta náttúrunnar og útiverunnar sama hvernig veðrið er...
sama hversu þreytt við erum...

Sveinstindur / Bjarnatindur hér í baksýn efstur... æj, bara varð... aðeins að máta þetta gamla nafn við tindinn :-) :-) :-)

Ef maður staldar aðeins við og setur sig í spor þeirra sem fyrst komu hér... hvílík upplifun það hefur verið...

Bongóblíða á köflum... ef ekki var svalur andvarinn af jöklinum...
en hann réð ríkjum svona almennt þennan dag eins og alltaf uppi á hálendi...

Svarti sandurinn einangrar snjóinn og þannig nær hann ekki að þiðna...
góður frystir og ísskápur hér áður fyrr...

Litið til baka að Sveinstindi...

Farið að glitta í Fagralón...

Komin upp á ásinn og þá tekur Skaftá athyglina yfir... hér að myndast við að liðast niður á láglendið...

Lakagígar í fjarska... og Blængur sem er flatt fjall norðaustur af Laka...

Lakagígarnir til suðurs... og nær eru fjöllin í veldi Skaftár...

Þarna ætluðum við að ganga í fyrra...
en rigning og þoka tók af okkur gönguleiðina að Kambavatni og upp á Lyngfellsgígana
sem hér rísa mosagrænir endilangt frá norðri til suðurs...

Við nutum augnabliksins og staðarins eins og mest við máttum...

Lögð af stað yfir Fögrufjöll... með Skaftá á hægri hönd og Fagralón á þá vinstri
og svo Langasjó framan við okkur og á vinstri hönd...

Upp og niður bungurnar í Fögrufjöllum... þau leyndu á sér og reyndu á þá sem fara gönguleiðir frekar en á fjöll
en það er vert að ganga reglulega á fjöll til að vera í góðu gönguformi fyrir allar gönguleiðir á Íslandi
því þær eru hvort eð er alltaf upp og niður meira og minna :-)

Hvílíkur staður að vera á... við vorum einhvern veginn svo nálægt hráleika náttúrunnar og krafti hennar í senn...
etta er alvöru landslag... ekkert hálfkák... orkan sem er margföld á við mannskepnuna er áþreifanleg á þessu svæði
og snertir mann greinilega alltaf mjög sterkt...

Litið til baka með Sveinstind hæstan og Skaftá vinstra megin...

Fagralón og Langisjór með Jóhönnu Fríðu sem var í þessari ferð að semja nokkurra daga göngu
með vinnufélaga sína síðar í sumar á þetta svæði...

Brosið og gleðin fór hreinlega ekki af andlitunum þennan dag...

Nestisstund tvö... utan í Fögrufjöllum ofan við Fagralón...

... með Sveinstind trónandi eins og kóngurinn yfir öllu saman...

Sannarlega þess virði að koma hingað til að sjá hann frá þessu sjónarhorni því hér sést hversu yfirráðandi hann er á svæðinu...

Það er einhver sérstök heilun við að vera við vatn eða sjó...

Gott að leggja af stað aftur með næringu í skrokknum eftir mikla upplifun síðustu kílómetrana...

Upptök Skaftár... Vatnajökull efst... sá sem stjórnar því mest hvert vatnsfallið er í Skaftá...
og veldur hlaupum í henni á hverju ári...

https://www.vedur.is/vatnafar/haettumat-floda/jokulhlaup/skafta/

Öræfajökull... Hvannadalshnúkur... Hrútsfjallstindar... í fjarskanum...

Lakagígar... sjá fagurt vatnasvið Skaftár... allir tjarnirnar... hvílíkir töfrar...

Uxatindar og allir hinir tindarnir...

Sveinstindur hér í baksýn göngumanna...

Fagrigígur sem við skírðum svo hér í Fögrufjöllum árið 2014... þarna niður og upp ætluðum við...

Lónin í Langasjó eru 9 eða 10 talsins...
og hafa almennt ekki nöfn að því er við vitum en Fagralón heitir það sem við hringuðum...

Brattar brekkurnar kringum lónin en við vissum að það var leið hér niður frá því árið 2014...

... og vildum fara sömu leið og aðrir svo við værum ekki að búa til nýja slóð...

Hvílík fegurð... það var erfitt að geta ekki bara staðið og horft endalaust...

Góð leið hér..

Sjá í samhengi við Sveinstind þar sem við stóðum fyrr um daginn og horfðum niður á þessu fjöll og þessi lón...

Fagralón nær og Langisjór fjær...

Litla lónið hér framundan...

Fagrigígur skyldi gengin þó einhverjir vildu frekar bíða hér niðri... enda urðum við fyrir miklum áhrifum þar uppi árið 2014
og vildum að menn upplifðu það sama og við þá...

Fagralón...

Stutt og snörp ganga hér upp og menn gátu skilið bakpokann eftir til að spara burð
þar sem við komum aftur niður á sama stað til að spilla ekki mosanum uppi á gígnum...

Létt hér upp en smá lausagrjót efst í klöngrinu og óþarfa streita skapaðist af því að mati þjálfara...
þetta er fastur liður í móbergsklettum og mikilvægt að halda yfirvegun og taka þetta bara skref fyrir skref
eins og flestir gerðu í rólegheitunum enda erum við endalaust að klöngrast svona á öllu Reykjanesinu og suðvesturhorni landsins...

Komin upp og farið eftir gígbarminum upp eftir...

Þó nokkrir fengið okkar gps-slóð síðustu ár til að ganga eftir frá árinu 2014 og komin meiri slóð en var
enda er þessi leið sýnd á korti á svæðinu fyrir ferðamenn og var okkar fyrirmynd á sínum tíma...

Þessi staður.... engar ljósmyndir fanga þessa dýrð sem þarna er...

Fegurðina sem blasir við... dýptina í landslaginu... samhengið sem maður er staddur í þarna uppi...

Mjög áhrifamikið enda setti menn hljóða og þjálfari mælti með því að menn bara sætu og tækju inn þessa fegurð...
og við áttum hljóða og kyrrláta stund hér uppi...

Sumir fóru úr skónum og létu táslur og lófa meðtaka mosann og jarðorkuna...

Einstök stund... heilun... hugleiðsla...

Seinni hópmyndin því tekin hér í hinum enda gönguleiðarinnar...

Af fb eftir gönguna:
"... þar sem við settumst andaktug og hljóð og bara vorum til... á þessum stað á þessari stundu... sumir með tásurnar og lófana í mosanum að hlaða sig náttúruorku... aðrir bara horfðu og önduðu... agndofa yfir þessu djúpbláa, kristaltæra, snarbratta, fjallháa náttúruundri við Vatnajökul... Sveinstindur við Langasjó trónandi þarna efst hinum megin sem við byrjuðum á... Fagralón sem við hringuðum svo neðan og bak við hópinn... Langisjór hægra megin sem við fjöruðum til baka... fyrst ofan af hryggjunum þeim megin en svo með nærandi sjávarborðinu alla leiðina undir Sveinstindi... tekin ofan af Fagragíg í Fögrufjöllum"

Já, dýptin í landslaginu þarna næst ekki á mynd sama hvað maður reyndi...
þessi staður er án efa einn sá fegursti á landinu...

Bára þjálfari var svo lánsöm að fá gamlan vinnufélaga í þessa göngu...
hana Ástu Jónsdóttur sem er einn flottasti hjúkrunarfræðingur sem hún hefur nokkurn tíma unnið með...
vonandi kemur hún oftar með okkur í göngu :-)

Nú var að koma sér til baka... hinum megin við Fagralón... við áttum nefnilega stefnumót við sjálfan Langasjó...

Við pössuðum að fara sömu leið til baka og ekki búa til nýjan slóða...

... og stoppuðum erlenda ferðamenn sem voru á sömu leið og við
og ætluðu niður vestan megin ofan af gígnum og báðum þau að fara sömu leið til baka
svo gígurinn myndi ekki fá á sig slóða sem blasir svo þar með við þegar horft er yfir Fögrufjöll frá Sveinstindi...
það væri mikil eyðilegging og synd...

Við fórum því utan í gígnum á slóða sem kominn er á hann og er líklega upphaflega kindagötur og svo gönguslóði...

Mjög falleg leið...

... og áfram var sama heilunin í gangi...

Dásamlegur staður hreint út sagt... verðum við ekki að ganga um öll þessi Fögrufjöll einhvern tíma ha ?

Fagralón hér með Sveinstind í endann... það er eitthvað einstakt við þennan stað...

Gönguleiðin okkar hér uppi á fjallshryggjunum vestan við Fagralón og milli þess og Langasjávar...

Mjög falleg leið hér eftir hryggjunum...

Komin á slóða þeirra sem ganga hringinn í kringum Langasjó...

Brattinn og dýptin einstök... mann langar alltaf aftur á þennan stað...

Takk fyrir okkur Fagralón... 
hér er án efa töfrandi að vera í sól og logni einn í heiminum snemma dags eða að kveldi...

Mýktin í landslagi dagsins var áberandi og einkennandi þennan dag...

Nú vorum við ekki í kapphlaupi við dagsbirtuna eins og árið 2014... höfðum nægan tíma til að njóta áfram...

Komin að Langasjó...

... sem nú var genginn í fjörunni alla leið að Sveinstindi...

Sjá hér Fagralón vinstra megin og Langasjó hægra megin með hrygginn á milli og Sveinstind til suðurenda...

Magnað að fá að vera hérna si svona...

Ætli það verði einhvern tíma þannig... að svona staðir séu ekki sjálfsagðir hverjum sem er hvenær sem er ?

Litið til norðurs að jöklinum...
Kolbrún Þorsteinsdóttir landvörður og gestur í göngunni, sagði okkur sögu af því þegar hún fór í þyrlu hér yfir einu sinni...
og komst að því að landflæmið frá Langasjó að jöklinum er lygilega stórt...
manni finnst jökullinn lúra við norðurenda Langasjávar... en það er langt frá því svo...
merkilegt... og mjög skemmtileg frásögnin hennar :-)

Slóðin hér var mest megnis greiðfær og létt yfirferðar...

Birtan var sérstök þennan dag... háskýjað og gott skyggni... og stundum komu smá sólargeislar...

Sveinstindur... brattur hér við vatnið...

Sjá skaflinn undir svarta sandinum...

Ekki mjög hátt hitastigið í þessari hæð... en Langisjór mældist í 671 m hæð sem er talsvert...

Langisjór gaf okkur drykkjarvatn... íslensk náttúra er sannarlega á heimsmælikvarða...

Biggi lenti í sandbleytu úti á einu nesinu við myndatökur... og skipti um sokka og skolaði skóna sina í kjölfarið :-)

Tær sjórinn... friðsælt gjálfur... hrein náttúruorka...

Mikið spjallað og spáð í göngur sumarsins...

Á smá kafla hér stuttu fyrir Sveinstind þarf að brölta aðeins í hlíðunum...

Bara gaman og hvergi erfitt...

Já... snjór undir svarta sandinum...

Það var ekki annað hægt en vera glaður og þakklátur með þennan dag...

... eftir að hafa fengið að ganga í félagsskap Langasjávar nokkra kílómetra...

... hlusta á róandi gjálfrið hans... busla í tæru vatninu hans... rekast um sendnar og grýttar fjörurnar hans...
ofan á eða meðfram formfögru fjöllunum hans...

Takk fyrir okkur Langisjór...

Við kvöddum hann með virktum...

... og gengum inn á veginn sem liggur að bílastæðinu við Sveinstind...

... sem var arkaður rösklega alla leið að bílunum...

... hver á sínum hraða að njóta sín...

... áfram samt á fullu að hlaða inn náttúruorkunni sem varaði í líkamanum vikum saman eftir þessa ferð...
og getur jafnvel gefið manni orku og heilun út ævina... ef maður bara hefur vit á að taka hana inn...
minnast ferðarinnar reglulega... hrífast með...

... og vera þakklátur og auðmjúkur gagnvart því sem maður fékk að upplifa...

Tölur dagsins... alls 17,1 km ganga á 7:36 - 7:42 klst...

... úrið ekki alveg sammála frekar en áður... en það mælir alltaf meira en stóra gps-tækið...

... upp í 1.111 m hæð með alls 1.054 m hækkun úr 678 m upphafshæð...

Okkar ganga þessi fallega gulmerkta hér...
Rauða er alveg eins nema þar sem hún sýnir hvar við fórum öðruvísi árið 2014
en sú leið er síðri og óhentugri en okkar gula árið 2020...

Sjá afstöðuna með Langasjó í heild... já, við gengum bara smá hluta af þessu kyngimagnaða vatni...
... og verðum greinilega að koma aftur og skoða öll 9 - 10 lónin við Langasjó...
sú leið er komin á vinnulista Toppfara !

Nesti... viðrun... fögnuður... spjall... gleði... vinátta... kaldur... þakklæti...

... og teygjur og smá hvíld...

... áður en haldið var keyrandi til baka... annað hvort í Hólaskjól að gista aðra nótt í tjaldi eða skála...
eða alla leið heim til Reykjavíkur eða á Höfn í Hornafjörð en það tók nánast nákvæmlega sama tíma að keyra á hvorn stað...
við sem keyrðum alla leið vorum lent á Höfn eða Rvík um kl. 23:30
og Bjarni Skagamaður um miðnætti heim til sín á Skagann...

Það var sannarlega hverrar mínútu virði í akstri að ná þessum göngudegi takk fyrir !

Akstursleiðin var hluti af ævintýrinu þennan dag...
Uxatindar lögðu inn pöntun um göngu á þá í næstu ferð Toppfara á þetta svæði
og við skjalfestum það og skráðum niður árið 2021 eða 2022...

... litir og form landslagsins á leiðinni niður Skaftafellssýsluna er hreint ævintýri...

... en engar myndir fanga þá dýrð nægilega vel...

... og töfrarnir fylgdu okkur alla leið í bæinn...
þar sem hvergi var opið til að ná sér í kaffisopa handa þreyttum bílstjórunum fyrr en á Olís á Hellu...
alls staðar lokað þó klukkan væri bara 21... á Vík og Hvolsvelli... lélegt...Takk Hella...

Styðjum Olís á Hellu til áframhaldandi opnunar til 23:30 á sumrin takk fyrir  !
munar öllu að geta stoppað og farið á wc og náð sér í kaffi eða drykk og smá orku fyrir langan akstur um Ísland :-)


Hin hópmyndin... aðeins dekkri en aðalmyndin...

Náttúruorka í hæstu gæðum og landslag á heimsmælikvarða...
yndisferð og afreksferð í senn
með dásemdarfélögum og ellefu gestum sem var sérlega gaman að kynnast
og stóðu sig mjög vel...

... takk fyrir okkur elskurnar og #TakkÍsland fyrir að vera til, vera þessarar stórbrotnu náttúru gerðar
og gera okkur kleift að geta keyrt si svona upp á hálendið og notið slíkrar dýrindis fegurðar
sem þarna rís og rennur við Langasjó...

Myndbandið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=C6PGUnY07lY&t=17s
 

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=54468985
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir