Tindferð 199
Baula í Borgarfirði
laugardaginn 9. júní 2020

Baula
í logni og blíðu en krefjandi grjóti
Dísætur sigur á einu brattasta og illfærasta fjalli landsins

Örn bauð klúbbfélögum upp á aukaferð á Baulu laugardaginn 6. júní þar sem veðurspá var mjög góð en kvenþjálfarinn var að vinna þessa helgi og skelltu sjö manns sér með honum á þetta þekkta og svipmikla fjall sem margir hafa gefist upp á og snúið jafnvel við í miðjum hlíðum...

Farið var frá hefðbundnum stað vestan megin en þar gægir Baula upp úr landslaginu og lokkar alla fjallgöngumenn til sín...

Litið til baka... dalurinn og ásinn þar sem fara þarf upp um...

Bjarni, Jóhanna Diðriks., Vilhjálmur, Marsilía, Helga Rún, Davíð og Steinar Ríkharðs
en Örn tók mynd og Batman var eini hundur ferðarinnar...

Átta manns að meðtöldum Erni... fimmta Bauluferðin í sögu Toppfara...
önnur að sumri til en hinar hafa verið farnar í janúar, mars og maí og svo í byrjun júní 2012 eins og þessi...


26. janúar 2009...


1. maí árið 2009...


9. júní 2012...


4. mars 2017...

... en aftur til ársins 2020...

Örn heldur mikið upp á þetta fjall og vill alltaf kíkja við í stuðlabergsnámunni sem er við fjallsrætur...

Mjög sérstakur staður... en Ingi sýndi okkur hann fyrst á sínum tíma...

Sjá afstöðuna við fjallið...

Það voru eintómir töffarar í þessari ferð...

Sjá færið... strax orðið erfitt hér niðri...

Brekkurnar í Baulu eru engu öðru líkar... það er ekki ofsögum sagt...

Fjallgöngumenn sem ganga á þetta fjall eiga ýmist í ástar- eða haturssambandi við Baulu...
annað hvort fara menn aldrei aftur... eða þeir geta ekki hætt og vilja heimsækja hana reglulega...
 og sífellt í leit að skárri leið en síðast... :-) :-) :-)

Æðruleysi er án efa eitt af því sem þjálfast við göngu á Baulu...
að hafa ánægju af barningnum við hana... sama hvað...
Helga Rún naut þess í botn að sigra þetta fjall eins og fleiri í ferðinni :-)

Davíð og Marsilía með sama sælubrosið... mynd frá Jóhönnu Diðriks...

Hópurinn að koma inn eftir á eftir Erni...

Þetta er þolinmæðisverk... ekkert annað... en að vetri til er snjórinn að líma grjótið saman og þá er mun betra að ganga hér upp...
en getur samt verið erfitt þar sem holrúm eru alls staðar undir snjónum og þá dettur maður sífellt niður um hann...
svo mikill harður snjór yfir öllu eins og í mars árið 2017 er langbesta færið... síðla vetrar sem sé...
marsferðin trónir á toppnum sem allra besta Bauluferðin... ef það er hægt að segja slíkt...
því allar Bauluferðirnar okkar hafa verið mergjaðar í einu orði sagt... hver annarri betri...

Sjá útsýnið sem smám saman opnast upp með hlíðunum... langt norður í land og vestur út á Snæfellsnes...

Spáð og spekúlerað... mynd frá Jóhönnu Diðriks...

Nánast komin upp hér... útsýnisstaður til Litlu Baulu sem er svo falleg og litrík...
við verðum að endurtaka göngu á hana bráðum...
og fá þá skyggni af henni sem við fengum ekki síðast í snjóbyl...

Tindurinn í seilingarfjarlægð... þessi kafli er magnaður...

Svona er hann í snjó... 4. mars árið 2017...

Eins gott að njóta hvers skrefs...

Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks og Davíð...
magnað fólk eins og fleiri Toppfarar og alger forréttindi að ganga með þeim á fjöllum...

Hópurinn var 2:50 klst. upp... ansi vel gert... innan við þrjá tíma með öllu...

Útsýnið til norðurs...

Útsýnið til austurs... Litla Baula nær og svo Tröllakirkja á Holtavörðuheiði fjær hvít að mestu...

Útsýnið niður með ánni milli Litlu Baulu og Baulu... gönguleiðin á Litlu Baulu... hún er því miður nokkuð löng...
við fórum að vetri til í ógleymanlegri ferð, miklum vindi og lélegu skyggni en sérstakri birtu sem gleymist aldrei...

Baula hér í skýjunum ofan frá gilinu 2. nóvember árið 2013...

http://www.fjallgongur.is/tindur99_litla_baula_021113.htm

Útsýnið til suðausturs...

Útsýni til suðvesturs...

Útsýni til vesturs...

Það var borðað og farið í sólbað á tindinum... algert æði... blankalogn og blíða... magnað !

Jebb... sofnað á tindinum... þetta var alvöru pása !:-)

Mynd frá Jóhönnu Diðriks... Örn í pásu með hópnum og Batman að ná sér í nesti...

Á tindi Baulu í 947 m hæð... leiðangursmenn ansi ánægðir með að ná þessum tindi...

Davíð, Helga Rún, Steinar Ríkharðs., Marsilía, Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks og Bjarni en Örn tók mynd.

Örn spáði mikið í niðurgönguleið fyrir þessa ferð og ætlaði upphaflega að fara niður sömu leið og upp...
en samsetning hópsins sem mætti var slík að það var í lagi að leyfa sér smá tilraun til að fara nýja leið niður...
helst betri en síðast...  og því var farið hér niður... Erni leist vel á þessa rennu hér og taldi hana fína niður...
en svo reyndist ekki alveg þegar að var komið... :-)

Erfiðleikarnir við að koma sér niður af Baulu byrjuðu strax...

Marsilía hér í léttu skónum sínum sem hún tiplaði á þessu erfiða grjóti... og var ánægð með hversu vel það gekk...
en hún átti eftir að misstíga sig niðri eftir allt þetta brölt... sem var mjög svekkjandi þar sem allt erfiða klöngrið var að baki...

Erfitt að fóta sig og halda jafnvægi... eitt skref og hrúga af grjóti fór með niður...

Þetta reyndi verulega á taugarnar... eins og árið 2012 þegar sumir nánast grenjuðu af ergelsi í garð Baulugrjótsins...

Niðurgönguleiðin tók því lengri tíma en uppgangan...

Eftir á langaði Erni strax að fara aftur... og leita að betri leið... kannski prófa að fara niður sömu og komið var upp og bera þessar tvær leiðir saman sem niðurgönguleiðir... meðan minningin væri ennþá fersk af þessari niðurgönguleið...

Það komu samt góðir kaflar... inni á milli...

... en almennt var klöngrið mikið í stórgrýti... lausagrjóti... rennandi grjótskriðum...

Fyrir þá sem fara í Baulu í fyrsta sinn... þá skilur maður fyrst þá... á eigin skinni... lýsingar annarra af þessu fjalli...
einmitt á þessum tímapunkti... á leið niður...

... varla vitandi hvort maður stöðvast með skriðunni sem maður kom af stað með einu skrefi...
eða hvort grjótið sem maður valdi að stíga á gefi sig og klemmi fótinn milli tveggja bjarga sem eru í kring...

Æðruleysi... að njóta sama hvað... það er eina leiðin á Baulu :-)

Menn voru með skrítnar og öðruvísi harðsperrur eftir þessa ferð en aðrar...

... það segir allt um hversu öðruvísi og krefjandi þessi ganga er á þetta einstaka fjall...

Loksins komin niður... mosi og fast land... svo kærkomið eftir allt þetta skelfingarbrölt... :-)

Góð pása hér í sólinni... eins gott að hvíla lúin bein eftir alvöru fjallabardagann sem var að baki...

Baula... já... jú... við komum aftur... finnum aðra leið næst...
ættum við kannski að fara á þetta fjall á öllum mánuðum ársins... kynnast öllum hliðum hennar á endanum...

Hér misstígur Marsilía sig og fékk góða aðhlynningu frá Helgu Rún sem er vön að vefja sig um ökklann...
algert ólán og vikuna á eftir var hún stokkbólgin og endaði á að þurfa að afboða sig í Þjórsárdalsferðina viku síðar
sem var grátlegt...

Ekkert brölt á fjöllum er erfitt eftir Baulu... viðmiðið er nú allt annað en það var...
ekkert væl í móbergi með lausagrjóti ofan á... það er nú ekkert miðað við Baulu sko ! :-)

Gott að ganga til baka á jafnsléttu aðeins niður í mót og viðra gönguna og erfiðleikana að baki...

... njóta þess að hafa sigrað þetta lygilega og hálf óraunverulega fjall... þessa eintómu grjóthrúgu...
furðulega bröttu og umfangsmiklu grjóthrúgu...

Dásamlegt veður... það var frábært að ná þessu... og mikil synd að fleiri skyldu ekki koma með...

Bjarnarfoss þarna í fjarska og Bjarni höfðingi :-)

Jebb... töffarar í þessari ferð...

Mynd frá Jóhönnu Diðriks... Örn með á hópmyndinni núna :-)

Lendurnar og ásarnir í lokin...

Það var svo gott veðrið að það var ekki annað hægt en fá sér ís í Baulu í tilefni Baulugöngunnar :-)
... og ísinn átti eftir að nýtast út aksturinn þar sem keyra þurfti Hvalfjörðinn
vegna slyss í Hvalfjarðargöngunum síðar um daginn...

Alls 11,5 km á 7:20 klst. upp í 947 m hæð með alls 942 m hækkun úr 139 m upphafshæð.

Til hamingju öll ! ... virkilega vel af sér vikið !

Mynd frá Jóhönnu Diðriks í upphafi göngunnar um morguninn... mjög skemmtileg mynd :-)

Myndband um ferðina hér:
https://www.youtube.com/watch?v=94OwHl1zkaY&t=5s

Slóðin á Wikiloc frá árinu 2012 sem er svipuð og þessi var:
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/baula-upp-nw-og-nidur-sa-megin-i-sumarfaeri-090612-31437592

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir