Fimm fjalla páska áskorun !

Hefst þri 11. apríl og lýkur þri 18. apríl 2017

Skorum á alla Toppfara og aðra áhugasama að ganga á fimm fjöll um páskana
Dregið verður úr öllum melduðum þátttakendum um frítt árgjald í fjallgönguklúbbinn
Allir geta verið með óháð klúbbaðild í Toppförum


Þriðjudagsæfing á Lambatanga, Kálfadalahlíðar, Gullbringu og geithöfða
í fallegu sólsetri 17. apríl 20111.

Reglur:

1. Hver og einn meldar inn á viðburðinn á smettinu hverja fjallgöngu fyrir sig
með annars vegar slóð af Endomondo, Strava eða álíka gps-slóðum (einfalt að hlaða niður á símann)
og hins vegar með ljósmynd af fjallinu/göngunni.

2. Áskorunin hefst þri 11. apríl og lýkur þri 18. apríl
svo menn geta látið tvær þriðjudagsgöngur gilda af þessum fimm
og annir um páskana ættu ekki að hindra för við að ná þessu.

3. Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn er frítt árgjald fyrir viðkomandi
eða einhvern annan ef hann vill frekar gefa vini sínum klúbbaðild :-)

Jaðarkeppni:

Þeir sem ekki ná að fara á fimm fjöll en eru á fullu í annarri hreyfingu og vilja vera með
geta tekið þátt með því að skokka eða ganga eða skíða eða álíka að lágmarki 5 km í stað einnar fjallgöngu
en dregið verður einnig úr þessum "jaðarflokki" og er vinningurinn þar ein tindferð :-)

Sjá viðburðinn hér á smettinu:
https://www.facebook.com/events/833034750184172/d

Niðurstöður:

Fimm Toppfarar tóku þátt og þetta verður árlegt hér með:

Vinningshafar í fimm-fjalla-páska-áskoruninni er JóHanna SjóHanna Dalkvist
sem fær árgjald í Toppförum að verðmæti 20.000 kr í vinning fyrir að ganga á fimm fjöll frá 11. - 18. apríl
og melda það inn á viðburðinn og Erna Rakel Baldvinsdóttir sem fær tindferð að verðmæti 4.000 kr. í vinning
fyrir að fara á fjall eða ganga 5 km alls fimm sinnum á tímabilinu og melda það inn á viðburðinn :-)

Takk öll fyrir að vera með Aðalheiður Steinunn Eiríksdóttir, Jóhann Ísfeld Reynisson, Lilja Bjarnþórsdóttir :-)
Við ætlum að hafa "tíu fjöll á tíu dögum" í maí í tilefni af 10 ára afmælinu frá 5. maí til 14. maí
með svipuðum leikreglum og afhenda vinninga í afmælisgöngunni þann 15. maí :-)

 


 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir