Þrettán fjalla afmælis áskorun !
Göngum á þrettán fjöll á þréttán dögum
í tilefni af 13 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins
sem var stofnaður þann 15. maí 2007 á Esjunni :-)

... hefst þri 19. maí og lýkur sun 31. maí


Söguleg afreksferð á Hábarm að Grænahrygg um Hrygginn milli gilja og niður Jökulgilið til Landmannalauga 1. september 2019

Þátttökuskilyrði:

1. Melda þarf fjallalistann sinn inn á viðburðinn eða í tölvupósti til þjálfara í lok áskorunarinnar.
Nauðsynlegt er að þar komi fram nafn á hverju fjalli og dagsetningar.
Aðrar tölfræðiupplýsingar eru valkvæðar en vel þegnar.
Ein táknræn mynd skal fylgja með
og ekki verra ef smá pistill fylgir með um hvernig upplifunin var að gera þetta:-)

2. Leyfilegt að fara á sama fjallið oftar en einu sinni og fleiri fjöll í sömu ferð og á sama fjallið oftar en einu sinni í sömu ferð. Engin ákveðin skilgreining á hvað telst fjall,
heldur gilda öll fjöll, fell og hlíðar sem við höfum hingað til talið í okkar göngum sem "tind".

3. Allir núverandi og fyrrverandi Toppfarar velkomnir að taka þátt í þessari áskorun.

Í verðlaun er árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

Þjálfari dregur út sigurvegara úr öllum gildum þátttakendum
og samantekt verður hér með öðrum áskorunum í gegnum árin:

http://fjallgongur.is/askoranir_fra_upphafi.htm

Sjá fasbókarviðburð hér:

https://www.facebook.com/events/2668243770126278/

----------------------------------------

Melduð þátttaka hér:

 

Ágústa Harðar:

Afmælisáskorun - Fjallalistinn minn 19. - 31. maí:

19. maí Hafnarfjall (2 tindar)
20. maí Esja upp að steini, 6 km
23. maí austasti Mósgarðshnjúkurinn, 7,45 km
23. maí Helgafell í Mosó með Stekkjarflatartvisti, 4,53 km
25. maí Úlfarsfell (3-4 tindar?), 720 m hækkun, tæplega 10 km
26. maí 5 Þingvallafjöll: Mjóafellin tvö, Gatfell, Lágafell, Meyjarsæti
31. maí Úlfarsfell (2 tindar?), 7,96 km

Inga Guðrún:

13 fjöll á 13 dögum - Skemmtileg áskorun!

Hóf þessa vegferð á Hafnarfjalli sem ég var að ganga á í fyrsta sinn og fannst gaman að Máni sonur minn slóst með í för og hafði minna fyrir þessu en ég 😂
Fór síðan á Súlurnar sem voru áskorun þar sem ég kom sjálfri mér á óvart 💪😅
Þá fór ég á Úlfarsfell og tók Hakann og 2x Stóra Hnúk. Nýjar leiðir á bæjarfjallinu
🤔
Í kjölfarið voru það nokkur fell á Þingvöllum sem voru krefjandi en skemmtileg
🤗
Því næst fór ég gömlu þjóðleiðina milli Hafna og Grindavíkur sem er Prestastígur og að hluta Reykjavegur
🇮🇸
Að lokum endurtók ég Úlfarsfellið
😊

Samantekt: 65km og ca. 4.000m hækkun 👏

Listinn minn er:

19. maí Gildalshnúkur Hafnarfjalli
19. maí Vesturöxl Hafnarfjalli (9,43 km/945m)
23. maí Syðsta Súla
23. maí Miðsúla (14,52 km/1.510m)
25maí Hákinn Úlfarsfell
25maí Stóri Hnúkur Úlfarsfell (7,68 km/409m)
26. maí Fremra Mjóafell
26. maí Innra Mjóafell
26. maí Gatfell
26. maí Lágafell
26. maí Meyjarsæti (12,72km/658m)
30. mai Prestastígur-Tyrkjabirgin (16,95 km/163m)
31. maí Hákinn Úlfarsfel
32. mai Stóri Hnúkur Úlfarsfelli (5km/317m)

 

Jóhanna Fríða:

Fjall eða ekki fjall, þar liggur efinn!
Fjallaþrettándinn byrjaði hjá mér eins og líklega mörgum öðrum á Hafnarfjalli. Tveimur dögum síðar fór ég á fjóra tinda Úlfarsfells, tæpa 10 km með 720 m hækkun. Eins og sjá má á myndum sem fylgja er hvergi minna en 150 m hækkun á milli tinda á Úlfarsfelli, en á milli tinda á Hafnarfjalli um 100 m. Skemmtilegt að velta þessu fyrir sér og það var skemmtilegt að ganga Úlfarsfell svona og sýna að það er heldur betur hægt að æfa sig þar. Fara með jafnvel þungan bakpoka og ganga þennan hring, alltaf hægt að hætta og alltaf stutt í hjálp ef eitthvað kemur upp á og því hægt að fara einn og vera öruggur. Ég fór svo aftur þessa leið með hóp á tímabilinu og mæltist það mjög vel fyrir, þessi leið er komin til að vera hjá mér 🙂

Fjallalistinn minn er að lokum þessi:

19. maí 2020 Gildalshnúkur Hafnarfjalli
19. maí 2020 Vesturöxl Hafnarfjalli
21. maí 2020 Hákinn Úlfarsfelli
21. maí 2020 Stóri Hnúkur Úlfarsfelli
23. maí 2020 Syðsta Súla
23. maí 2020 Miðsúla
25. maí 2020 Hákinn Úlfarsfelli
25. maí 2020 Stóri Hnúkur Úlfarsfelli
26. maí 2020 Fremra Mjóafell
26. maí 2020 Innra Mjóafell
26. maí 2020 Gatfell
26. maí 2020 Lágafell
26. maí 2020 Meyjarsæti

 

Kolbeinn:

13 fjöll á 13 dögum

Nr,1 & 2 19 Maí Gildishnúku og Vesturhnúkur Hafnarfjalli km,10,54
Nr,3 21 Mai Móskarðshnúkar, km,7,77
Nr,4 22 Maí Úlfarsfell km,4,14
Nr,5 25 Maí Úlfarsfell km,4,14
Nr,6.7.8.9.10 26 Maí Fremra og Innra Mjóafell Galtafell Lágafell Meyjarsæti km,13,65
Nr,11 27 Maí Úlfarsfell km,4,14
Nr,12 28 Maí Úlfarsfell km,4,14
Nr,13 29 Maí Helgafell Mosó km,4,62
Nr,14 30 Maí Úlfarsfell km 4,14
Samtals km, 57,68

-----------------------------------------------------------------------------------

Til hamingju Kolbeinn Birgisson! 


Þú vannst þér inn árgjald í klúbbnum fyrir þátttöku í þessari áskorun að verðmæti 20.000 kr. 🙂
Þú getur nýtt þetta fyrir þig/ykkur næst þegar komið er að endurnýjun á aðild, en ef þú vilt þá má nýta þetta til að bjóða einhverjum í klúbbinn og svo getum við útbúið gjafabréf ef þú vilt 🙂

Mjög flottur listi hjá öllum þátttakendum, virkilega vel gert, takk allir fyrir að vera með ! 🙂

Þessi afmælisáskorun er komin til að vera, á næsta ári verða það 14 fjöll á 14 dögum...
það er lúmskt gaman að gera þetta, þjálfar útsjónarsemi og aga svo við skulum endilega halda þessu áfram á meðan við höfum nægilega mikinn húmor í okkur til að nenna þessari agalega skemmtilegu vitleysu 🤣🤣🤣... og jú meðan heilsan leyfir 🙂

Takk allir fyrir að hafa svona gaman að þessu eins og við 🙂

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: baraket(hjá)simnet.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir