Tíu fjallahlaupa afmælis áskorun !

Hefst fös 1. september og lýkur laug 31. desember 2017

Tíu fjallahlaup á 100 dögum
 í tilefni af 10 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins Toppfara
sem var stofnaður þann 15. maí 2007 á Esjunni :-)


Mynd: Gengið eftir öllum Hryggnum milli gilja með Jökulgil á hægri hönd og Sveinsgil á vinstri hönd og endað ofan við Grænahrygg
í ferð nr. 2 af 20 um Fjöllin að Fjallabaki þann 3. september 2016.
Hér stödd ofan við Þrengslin í Jökulgili með Hattver handan við þau  og Grænahrygg út af mynd vinstra megin í Sveinsgili.
Algerlega ógleymanleg ferð um fegursta svæði landsins að mati þjálfara.

Reglur:
1.
Hver og einn meldar inn á viðburðinn eftirfarandi:

* Nafn á fjallinu.
* Tímann upp og niður (göngu- eða hlaupatími)
* Slóð á Endomondo, Strava eða álíka gps-slóðum á veraldarvefnum
(bara hlaða niður einu af þessum einföldu smáforritum í síma)
- eða ljósmynd af úri eða álíka sem sýnir vegalengd og tíma.
* Ljósmynd úr göngunni sem er helst ekki sjálfa heldur eitthvað frumlegra en það (má sleppa).


2. Þegar 10 fjöllum er lokið verður viðkomandi að melda inn samantekinn lista með dagsetningum og fjalli
og þá þarf enga ljósmynd eða álíka, bara lista yfir öll 10 fjöllin.

3. Áskorunin hefst 1. september og lýkur 31. desember 2017
(en ekki 9. desember eins og var breytt í upphafi... höldum upphaflegu dags til 31/12).

4. Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn er frítt árgjald fyrir viðkomandi
en eins má nýta vinninginn ef vill til að gefa vini sínum klúbbaðild
eða nýta vinninginn sem inneign á næstu tindferðir að verðmæti 20.000 kr.

5. Leyfilegt verður að melda inn fleiri en tíu fjöll ef einhverjir ná fleirum
og verður þrír aukavinningur; fyrir þann sem nær flestum fjöllum,
fyrir óvenjulegasta fjallið og fyrir frumlegustu ljósmyndina.

6. Allir eru velkomnir með, hvort sem þeir eru í Toppförum eða ekki.
Við verðum himinlifandi ef fleiri en Toppfarar taka þátt.
og markmiðið er að við náum alls tíu karlmönnum og tíu konum :-)

Vinningurinn...
er fyrst og fremst sá að það er bara gaman að gera þetta
og uppgötva að maður getur alveg farið einsamall í tíu fjallgöngur eins rösklega og manni er unnt
og jafnvel á fleiri en tíu fjöll á fjórum mánuðum ef heilsan leyfir...
þetta er nefnilega ekki spurning um form, tíma, orku, veður eða aðstæður...
það eru bara tækifæri til afsakana...
þetta er eingöngu spurning um hugarfar og smá útsjónarsemi sem maður á alltaf nóg
af ef viljinn er nægilega sterkur fyrir verkefninu :-)...
...t. d. að fara alltaf alla sunnudaga og hafa einn virkan dag til vara ef helgin gaf ekki svigrúm
... brosið yfir því að ná þessu t. d. eldsnemma á sunnudegi fer nefnilega ekki af manni allan daginn
yfir að hafa farið í fjallgöngu eldsnemma aleinn áður en dagurinn hefst venjulega... :-)

ATH !
Þátttaka eingöngu tekin gild ef menn fylgja ofangreindum fimm reglum og melda inn slóð
eða ljósmynd af mælingu vegalengdar og helst ljósmynd úr göngunni sjálfri
og melda inn lista yfir allt saman þegar tíunni er náð.
Ef menn melda bara hluta af þessu, og ekki á viðburðinn og ekki með slóð né ljósmynd
þá er þátttaka ekki tekin gild
til að gæta sanngirni gagnvart öllum þátttakendum.

Jú, þetta hentar öllum...
... og jú, það er búið að gera eitthvað álíka þessu fyrr á árinu...
en við viljum enda tíu-ára-afmælisárið með svolítið öðruvísi krefjandi áskorun sem hentar samt öllum
með það góðum tímaramma að það ætti í raun að vera 100% þátttaka meðal Toppfara...
því þeir sem ekki vilja "hlaupa" einfaldlega ganga bara rösklega alla leið upp og niður...
og við komumst einmitt þá öll að því að það er ótrúlega lítill munur á röskum göngumanni og röskum hlaupara
sem fara báðir hratt upp og niður fjall... hlauparinn þarf nefnilega að ganga allt upp í mót...
og skokka varlega niður til að detta ekki...

Og sá sem finnst hann ekki vera með góðan tíma...
 á fjallinu og er feiminn að opinbera hann...
ætti einfaldlega að hugsa að hans tími er betri en allra þeirra sem ekki tóku þátt...
og ánægjan yfir því að gera þetta mun yfirgnæfa allar vangaveltur um hver tíminn í raun er...
hann skiptir ekki máli... því sama hver hann er...
þá verður hann hvatning fyrir svo marga aðra að gera þetta sama...
það sem skiptir máli er að ná að skora á sjálfan sig að fara á fjall eins rösklega og maður getur...
og vera stoltur af sjálfum sér eftir það...
það er óumdeild ánægja og mjög sérstakur sigur sem maður uppsker við það...

Sjá viðburðinn hér á fb:
https://www.facebook.com/events/841723872672484/?acontext=%7B%22source%22%3A5%2C%22page_id_source%22%3A256369974487798%2C%22action_history%22%3A[%7B%22surface%22%3A%22page%22%2C%22mechanism%22%3A%22main_list%22%2C%22extra_data%22%3A%22%7B%5C%22page_id%5C%22%3A256369974487798%2C%5C%22tour_id%5C%22%3Anull%7D%22%7D]%2C%22has_source%22%3Atrue%7D

Niðurstöður:

Hér verða allir þátttakendur skráðir og vinningshafar þegar keppni lýkur:
 

Þátttakendur
Skráðir eru 6 konur og 0 karlmenn:

Arney - 10 fjallahlaup
Ásdís Emelía - 4 fjallahlaup
Bára - 6 fjallahlaup
Björn Matt - 2 fjallahlaup ? - vantar meldingar
 Gestur -
Harpa - 5 fjallahlaup
Herdís - 1 fjallahlaup
Jóhanna Fríða -
Jón Atli -
Málfríður - 2 fjallahlaup
Steingrímur -
Örn - 6 fjallahlaup ? - vantar meldingar

Fjöllin eru orðin 18:

Akrafjall Háihnúkur
Akrafjall Geirmundartindur
Dalafell -
óbyggðahlaupaleið 6
Dalaskarðshnúkur -
óbyggðahlaupaleið 6
Esjan - steinninn
Grímmannsfell

Helgafell Hf - hefðbundin leið
Helgafell Mosó - hefðbundin leið
Kattartjarnahryggur -
óbyggðahlaupaleið
Keilir

Kyllisfell - óbyggðahlaupaleið 6
Reykjaborg (með Lala og Hafrahlíð)
Reykjafell
Stóra Reykjafell Hellisheiði
Úlfarsfell -  skógræktin
Vaðlaheiði - skólavarðan
Vífilsfell - hefðbundin leið
Æsustaðafjall

----------------------


1. Arney Þórarinsdóttir:
Fjöllin 10:
Vífilsfell 9. september.
Úlfarsfell 21. september.
Helgafell í Hafnarfirði 24. september.
Esjan-Steinn 14. október.

Mosfell 18. október.
Helgafell Mosfellsbær 25. október.
Vaðlaheiði 28. október.
Grímannsfell 17. nóvember.
Keilir 26. nóvember.
Æsufell og Reykjafell 8. desember.

2. því miður náðu ekki fleiri að klára tíu fjöll...
ekki einu sinni sjálfur þjálfarinn sem hefur engar gildar afsakanir fyrir framtaksleysinu :-)
... en þetta byrjaði vel og það voru flottir þátttakendur í þessari áskorun
og því viljum við benda þeim sem vilja takast á við svona áskorun
að koma með í 50 fjalla og firninda verkefnið árið 2018 :-)

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir