Um hraunað
brúðarslör Heklu
Laugardaginn 6. apríl gengu 33 Toppfarar baksviðs um fjallsrætur Heklu vestan megin og þræddu sig á kindagötum um síbreytilega leið um töfrandi fallegt landslag upp sex fjöll og fell meðfram hraunbreiðum sem skriðið höfðu um allt meðfram þeim frá eldfjallinu... Vetur réð enn ríkjum þrátt fyrir sumarkastið í vikunni sem leið og vor-rostinn í okkur var snarlega þaggaður niður... enda þrjár vikur í sumardaginn fyrsta... en við nutum kyrrðar óbyggðanna sem bauð upp á friðsælustu snjókomu í sögunni þar sem bókstaflega þurr snjókornin svifu letilega niður í skjóli eða fuku framhjá í golunni uppi á tindunum og gaf enn eina sérstöku upplifunina á fjöllum...
Alls um 15,8 km ganga á 7:06 - 7:16 klst. upp í 456 m á Bjólfell, 302 m á Stritlu, 327 m á Hádegisfjalli, 356 m á Langafelli, 338 m Gráfelli og loks 339 m á Tindgilsfelli... en við slepptum Rauðöldum að sinni sem hefðu verið um 6 km viðbót...
...en þær verða að sjálfsögðu gengnar á næsta ári meðfram þessari gullfallegu hraunbrún hér... því þjálfarar hafa afráðið að ganga á Heklu suðvestan megin frá Hólaskógi í byrjun júní 2014... í fótspor höfðingja Toppfara sem gengu á Heklu 1956 (Björn Matt með skátunum Grámönnum um Selsundshraun) og 1957 (Ketill með Ástu konu sinni um Næfurholtshraun)... á ári sem líklegast mun bera yfirskriftina "frá fjöru til fjalla" þar sem gengið verður á fjöll eða gönguleiðir við fjörur, vötn, gljúfur, ár og læki... og jafnvel uppsprettur eins og á þessari leið þar sem Næfurholtslækur á upptök sín við Bjólfell undan Hekluhrauninu... --------------------------------
Ætlunin var að fara frá Næfurholti en þjálfarar breyttu plani þar sem við vorum orðin ansi fjölmennur margbíla hópur og þjálfari náði ekki að fá leyfi hjá bóndanum að Næfurholti fyrir gönguna vegna persónulegra anna... svo lagt var af stað frá hefðbundnum uppgöngustað á Bjólfellið sem er eina fjallið á þessum hring okkar sem er marggengið...
...en þessi uppgöngustaður þýddi að leið dagsins
lengdist um 3 km í heild úr 13 í 16 kílómetra...
Það var kalt
þegar við komum út úr bílunum... hvítt yfir um
morguninn í bænum og alla leið að bænum Haukadal
við Bjólfellið...
Þunnt skýjafar
yfir öllu kuldabola og sólin gafst
aldrei upp við að reyna að koma vorinu að... barðist við skýin allan daginn...
Uppgönguleiðin á
Bjólfellið er fínasta grjótskriðuganga
Þegar sólin náði að skína í gegn varð strax heitt og gott, hlýtt og fallegt... en það entist stutt...
Ofarlega á Bjólfelli gengum við yfir víglínuna þar sem veturinn réð öllu ennþá...
Kaldur vindur á
fyrsta tindi dagsins og jafnframt þeim hæsta
þennan dag... ekki hærra en
Bjólfelli í 456 m hæð (er 443 m)
Bjólfellið er hæðótt og margskorið... stórskemmtilegt landslag... og við héldum til norðausturs eftir því endilöngu...
Litið til baka til suðvesturs þar sem sjá má hvernig sólin hefur náð að bræða hluta af snjófölinni frá því um nóttina...
Klettótt er það og eitt bjargið af mörgum fögrum á Bjólfelli... vestan megin í því og sést víst eingöngu ofan á hann á Bjólfellinu að sögn bóndans að Næfurholti, Ófeigi Ófeigssyni... heitir Stóristeinn en um hann eru sögur sem gaman væri að skoða betur síðar...
Hópmynd ofan af
Bjólfelli með Stritlu, Hádegisfjall og Langafell vinstra
megin á mynd og Gráfell og hluta af
Tindgilsfelli hægra megin... Fjöllin vinstra megin köllið einu nafni Útfjöll að sögn Ófeigs að Næfurholti og fjöllin hægra megin Austurfjöll... láglendið þarna á milli einu nafni Mosar og hraunið sem endar þarna Efrahvolshraun en það er talið vera frá gosinu 1158 eða 1206...
Nær:
Efri: Kjartan,
Matti, Dagbjört, Þórunn, Jóhann Ísfeld, Áslaug
með Díu, Örn, Jóhannes, Steinunn S. með Bónó,
Arnar, Ólafur, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Guðrún
Helga, Stefán, Steinunn, Thomas, Jóhanna
Karlotta, Súsanna, Ísleifur, Bestla, Björn H.,
Lilja Sesselja, Ósk og Guðlaug.
Gráfell og
Tindgilsfell betur sjáanleg hér með Irmu, Lilju
Sesselju, Guðlaugu og Ósk í forgrunni...
Fallegt var það útsýnið ofan af Bjólfelli til norðurs...
Fínasta leið niður af því norðan megin...
Snjórinn meiri þeim megin þar sem sólin var ekki búin að ná í skottið á honum um morguninn...
Norðurhlutinn endar í flottu tagli sem kallast Hálsinn og síðasti hnúkurinn Hálshöfuð að sögn Næfurholtsbóndans...
... á fallegri leið um Hálsinn að Stritlu, Hádegisfjalli og Langafelli...
Hvergi tæpistigur þennan dag þó skriðurnar gætu verið brattar...
Selvatnið brosandi mót sólinni (ansi líkt öskrandi skrímslinu í Eyjafjallagosinu 2010... en við sjáum bara brosið... og viljum ekkert vita um skrímsasögur um Nykur nokkurn sem þar átti að leynast forðum daga)... http://is.wikipedia.org/wiki/Nykur Tindgilsfell í baksýn og enn fjær Botnafjall sem rís norðaustan megin við Selsundsfjall... en hinum megin við það er Háafjall en heildarvegalengd um þessi fjöll fram og til baka væru rúmir 20 km og voru næstum því búin að taka plássið af Bjólfelli og félögum á dagskránni í ár... en endaði á biðlistanum ;-)
Nærmynd af gígnum
í Rauðöldum með Heklu í baksýn... fagurmótaður,
litríkur
gígur sem við verðum að skoða á næsta ári...
Áfram héldum við eftir hálsi Bjólfells...
Bærinn Næfurholt... en núverandi bóndi þar, Ófeigur Ófeigsson gaf þjálfara góðar upplýsingar um örnefnin á svæðinu sem hefði verið betra að fá fyrir gönguna en náðist ekki... en bærinn Næfurholt var fluttur eftir gosið 1845 þar sem hann var norðar - með Hádegisfjallið í hásuður - þar sem hraunið rann ofan í bæjarlækinn og þau misstu rennandi vatnið í bæjarstæðinu... og því stendur bærinn nú hér við Bjólfellið... en þetta skýrir líklega ranglegar nafngiftir á sumum kortum sem kalla Hádegisfjall Næfurholtsfjall... en Næfurholtsfjöll eru norðar við Rjúpnavelli... Sjá ýmsar sögur af ábúendum á þessu svæði á veraldarvefnum sem flúið hafa þurft undan Hekluhrauni og lent illa í öskufalli hennar eins og aðrir íbúar landsins þar sem Hekla hefur valdið miklum skaða á sögulega tíma... stundum sögð "illræmdasta fjall landsins" þar sem hún hefur valdið mestum spjöllum á síðari tímum enda trónir hún yfir blómlegustu byggðum landsins...
Bærinn Hólar vestan við Næfurholt...
Niður af
Bjólfellshálsinum var farið um bratta, mjúka
skriðu með ekkert frost í jörðu... vorið var
sannarlega búið að ráða hér ríkjum dögum saman
hvað sem kuldinn og snjókornin reyndu að segja
nákvæmlega þennan dag...
Litið til baka um skriðuna með Ágúst ljósmyndara efst á brúninni...
Fyrsti nestistími dagsins af þremur... já, átak í nestistímum sem skulu ávalt vera þrír í hverri tindferð eins og í gamla daga ;-)
Eftir næringu var
haldið út eftir Bjólfellinu í átt að skarðinu
milli Bjólfells og Hádegisfjalls...
Litið til baka eftir hálsi Bjólfells...
Komin niður að skarðinu með Næfurholtslæknum hægra megin...
Lækurinn sá kemur héðan undan hrauninu...
En við fórum bara beint niður skriðurnar og yfir lækinn á milli fjallanna...
Á leið niður Bjólfellið...
Fjárhúsið sem við
skoðuðum ekki... nema Ágúst sem stóðst ekki
mátið að skoða hvar vatnið sprettur upp... en
hann komst að því að verið er að gera húsið upp
smám saman... nýtt bárujárn að hluta á þakinu...skoðum þetta í júní á næsta ári...
;-)
Hressilegt magn af vatni sem þarna sprettur fram...
Í klakaböndum kulda dagsins...
Moli fór sjálfur yfir en Bónó þurfti aðstoð... en hann er allur að koma til að læra á hópinn og óbyggðirnar ;-)
Tindur tvö þennan dag... Stritla sem svo er merkt á eldri kortum Landmælinga eða Strilla sem svo er merkt á gps map source kortinu... en þetta nafn er notað af heimamönnum um þennan fyrsta tind úr skarðinu og mældist hann 302 m hár...
Stritla er íslenskt orð og merkir "mjór drangur, stríta, lítill hraukur"...
Næfurholtslækurinn til vesturs að Hólaskógi...
gleymdi að spyrja bóndann hvort þetta væri
nafnið á læknum...
Ofan af
Stritlu gengum við í norður að
Hádegisfjalli og Langafelli sem var jú ansi langt að sjá...
Við vorum í öruggum höndum... með laganna vörð og björgunarsveitarmann með í för... ;-)
Hádegisfjall sem mældist 327 m hátt...
Gönguleiðin yfir eldra hraunið meðfram hraunbrúninni síðar um daginn að Gráfelli sem er hægra megin á mynd...
Litið til baka á Bjólfell hæst í fjarska, Selvatn og svo Stritlu með slakkann sem kallast Beinir á milli...
Já, þetta Langafell var langt ofan af hádegisfjalli...
Magnað að hafa hraunið svona í nærmynd... mosavaxið og kjarrvaxið...
Snjókoman lét ekki mikið undan þó aldrei gerði hún annað en flyksast í mýflugumynd skraufþurr kringum okkur og maður hafði á tilfinningunni að sólin bræddi þau á lofti áður en þau nokkurn tíma kæmust til jarðar... þó ekki færi mikið fyrir sólinni annað en smá geislar gegnum skýin...
Stórbrotið landslag þrátt fyrir grámann sem fylgdi snjómuggunni...
Litið til baka á Hádegisfjall á leið á Langafell...
Síðasti spölurinn á Langafelli... ekki lagaðist veðrið þó við héldum alltaf í vonina...
Víglína vetrar og vors...
Ætlunin var að fara aðeins til baka af Langafelli og þar niður en Örninn sá góða leið beint niður...
... sem var fín þó brött væri enda allir vanir klöngri af bestu gerð...
Við pössuðum
okkur á grjóthruni og fórum varlega með stafina
sem eru líklega aðalorsakavaldur grjóthruns...
Hraunbrúnin meðfram Langafelli hvítari að sjá og landslagið sérstakt...
Fáninn hennar
Vallýjar með í för... lifir orðið sjálfstæðu
lífi og stekkur inn á myndir án hennar...
Komin niður á
hraunbrúnina þar sem hraunbreiðan féll í valinn
fyrir Langafelli á sínum tíma...
Hvítur þessi
hryggur að sjá ofan af Langafelli
Bjólfellið, Stritla, Hádegisfjall og svo Langafell á hægri hönd að hluta í hvarfi...
Sólargeislarnir breyttu strax litum mosans úr gráum og grænan...
Þetta var gullfalleg leið um kindagötur... sem sumum fannst eins og marggengnar af mönnum en bóndinn að Næfurholti sagði svo ekki vera... þó menn gætu keyrt á jeppaslóða hringinn í kringum Bjólfellið... sá slóði væri í höndum heimamanna og ekki öllum opinn...
Sigga Sig., Steinunn, Jóhanna Karlotta - eða Þórunn -, Dagbjört, Steinunn S., Björn og Matti...
Kjarrið um allt
þarna og við ákváðum að fara niður af stærri
hraunbreiðunni
Dásamlegur staður í sólinni sem þarna skein í nokkrar mínútur...
Komin niður af hryggnum...
Litið til baka um þennan fagra stað...
Sem fyrr segir er
hraunbrúnin þarna frá því árið 1158 eða 1206 að
sögn bóndans...
Þingmaðurinn... gangnamaðurinn... vætturinn... bóndinn...
Eftir yngri hraunbrúninni var svo gengið í átt að Gráfelli til austurs um Loddavötn...
... þar sem þessi tjörn heillaði okkur upp úr skónum og heimtaði nestistíma nr. tvö...
Friðsældin dásamleg þarna þrátt fyrir kuldann... hvílík perla í góðu veðri þessi staður hlytur að vera...
Eftir matarpásuna
var haldið gegnum kjarrivaxinn skóginn á góðri
leið um láglendi Mosa að Gráfelli...
Uppblástur á köflum á þessari leið...
Sjá ofan af tagli Gráfells til baka á hópinn að tínast inn...
Á leið upp á Gráfell... þarna hefðum við gengið áfram inn eftir um Skálina svokölluðu? (ath) á Rauðöldur ef við hefðum verið nógu áræðin og til í að vera á tíu tíma göngu en ekki sjö... upp í líklega 22 km göngu... en veðrið og þyngri veðurspá síðar um daginn bauð eiginlega ekki upp á það að sinni... en við verðum að passa okkur að missa ekki niður hæfnina, formið og áræðnina til að taka svona aukakróka á spennandi staði... ekki alltaf taka stysta kostinn og hætta að kunna að ögra okkur aðeins... ;-)
Gráfellið var létt og laggott...
Og nú skein sólin í fangið og golan kom í bakið svo hitinn jókst með ágætum...
Hádegisfjall og Langafell með Loddavötn við brún Efrahvolshrauns...
Stritla, Hádegisfjall og Langafell handan við Mosa... með Bjólfellshálsinn lengst til vinstri og Hálshöfuðið á Bjólfelli minna á milli...
Rauðöldur
brekkurnar þarna ásamt rauða gígnum og
Rauðölduhnúk efstum ofar...
Dásamlegt veður á þessum kafla...
Tindgilsfell fjær ofan af Gráfelli...
Litið til baka ofan af Tindgildsfelli með Gráfellið lengst til vinstri...
Einstakur
félagsskapur á ferð...
Tindgilsfell var alls kyns hvað liti, áferð og form varðaði... Bjólfellið fjærst...
Ferfætlingar dagsins... Moli og Bónó og svo Día...
Litið til baka með Gráfellið í fjarska og Rauðöldur og Rauðölduhnúk fjær en Hekla hvarf endanlega í skýin eftir því sem leið á daginn í stað þess að birtast með heiðari himni eins og ætlunin var nú skv. veðurkortunu... eins gott að það var ekki betra veður á Snæfellsnesi þennan dag þar sem við færðum þessa göngu um mánuð út af slæmri veðurspá á nesinu... þjálfarar gáðu ekki einu sinni til að svekkja sig ekki að óþörfu... ;-)
Hálshöfuð Bjólfells, Stritla, Hádegisfjall og Langafell... ofan af Tindgilsfelli...
Rauðöldur í allri
sinni dýrð með Botnafjalli hægra megin...
Við tókum síðasta nestið í skjóli milli tinda hér...
...og héldum svo áfram með kyrrsæla snjókomu sem þarna hófst og hélst nánast alla leið að bílunum...
Létt klöngur eins og allan þennan dag...
Snjókoman fór vaxandi... og þá var nú gott að við vorum ekki á þvælingi uppi við Rauðöldurnar...
Niður af Tindgilsfelli fórum við í þéttri en skraufþurri snjókomunni...
Grey snjókornin illa fokin alla leið að norðan og virtust hika við að gráma þessa sumarlegu jörð sem þarna leyndist undir snjóföl næturinnar...
Einstakt að upplifa þetta... myndirnar kuldalegar en upplifunin á staðnum önnur en sú á myndunum...
Síðasti kaflinn var tekinn á láglendi meðfram syðra tagli Bjólfells...
... um jeppaslóða heimamanna sem er lokaður almennri umferð...
Hér voru snjókornin nógu áræðin til að lenda og safna liði til að hvítta landið...
Þetta var góð niðurganga eftir upp og niðurleiðir dagsins...
Töfrandi fagurt þarna eflaust í góður sumarveðri...
Eldsumbrotaland sem óðum er orðið hlýlegt og notalegt með hvíldartímanum...
Fallið fjárhús...
Yfir suðurtagl Bjólfells var farið síðasta spölinn að bílunum... og endað eftir 7:06 - 7:16 klst. göngu alls 15,8 km upp í 456 m á Bjólfell, 302 m á Stritlu, 327 m á Næfurholtsfjalli, 356 m á Langafelli, 338 m Gráfelli og loks 339 m á Tindgilsfelli.
Klapp á bakið,
ískalt kók eða kaldur á kantinum og kærkomin
þreyta í skrokknum
Frábært að ná
meira en 15 kílómetra göngu þrátt fyrir kalt
veður því fallegt var það og færið sumarlegt
endu að síður...
Vallý tók þessa göngu með stæl þrátt fyrir baráttu við slæmt brjósklos... og Björn Matt tók þetta í nefið eins og vanalega... fögnuðurinn var ekta og stemmningin hélt áfram að Álfasteini í boði Ágústar með heitum potti og grillveislu sem hluti af hópnum þáði á meðan hinir brunuðu í bæinn og voru komnir heim um sjöleytið... vel af sér vikið og flottur dagur að baki elskurnar ;-) Myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T91BjolfellAndOtherPeaksAtHekla060413
Áhugaverðar
greinar um Heklugos, hraunin hennar og örnefni
svæðisins: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/228581/ http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_03.pdf
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|