Tindferð 75
Snæfellsjökull fimmtudaginn /sumardaginn fyrsta 19. apríl 2012

Snæfellsjökull í rjómablíðu


Chillaða línan... sem naut hverrar sekúndu þennan dag og lét ekkert skyggja á gleðina...
...með Björn, okkar ástkæra 72ja ára höfðingja Toppfara í fararbroddi og Súsanna, Elsa Inga, Irma, Soffía Jóna, Ástríður, Ósk og Ásta Guðrún...

Á sumardaginn fyrsta... fimmtudaginn 19. apríl gengu hvorki meira né minna en 36 Toppfarar í þriðja sinn á Snæfellsjökul í mergjuðu veðri.... því albesta til þessa á þessum jökli... logni, sól og hita þar sem skýjaslæður skreyttu himininn á köflum... eða réttara sagt láglendið fyrir neðan okkur...

Hópurinn var að fara í fyrsta sinn á jökul í línum á eigin vegum... en það var kominn tími til þess þegar um öruggari jöklaslóðir er að ræða eins og Snæfellsjökul... en til þess að það væri gerlegt með þetta stóran hóp nutu þjálfarar aðstoðar Jóhannesar björgunarsveitarmanns og Jóns Atla fjallamanns frá Vestfjörðum við línustjórnun og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir hjálpina... það er ekki síst fyrir tilstilli öðlingsmanna eins og þeirra... og allra hinna sem lögðu sitt af mörkum þegar á bjátaði í einni línunni upp síðasta kaflann á tindinn... að Toppfarar sem samheldinn, hjálpsamur og áræðinn hópur er að upplifa þau ævintýri sem að baki eru gegnum þykkt og þunnt síðustu ár...

Ætlunin var að ganga á Snæfellsjökul á laugardegi en fimmtudagurinn sem frídagur var til vara... eftir harðan vetur var lygilegt að sjá verðurspánna sólríka og góða nokkra daga í röð, fimmtudagurinn hreinlega fullkominn og helgin svipuð en þó aðeins meira skýjað og meiri vindur þá... úr varð að við ákváðum að láta fimmtudaginn ekki fara framhjá...

Lagt var af stað úr bænum kl. 7:00 og ekið í blíðskaparveðri út Snæfellsnesið með fjöll þess öll eins og hliðarverði að kónginum sjálfum í vestri... og myndavélarnar voru komnar á loft löngu áður en gangan sjálf hófst á þessum fullkomna degi...

Ætlunin var að hafa einn Jöklamann frá Glacier Guides/Arctic Adventures til að tryggja öryggi við línuvinnu á jöklinum... en þar sem við færðum ferðina fram um tvo daga var engin leið að fá mann þann dag vegna yfirstandandi námskeiðs hjá Glacier Guides þessa vikuna... en þetta kom ekki að sök heldur varð til þess sem löngu var tímabært... að eftir ansi margar jöklaferðir og nýafstaðið vetrarfjallamennskunámskeið þar sem farið var í línuvinnu og einfalda sprungubjörgun á jökli ef línur eru fleiri en ein.... væri kominn tími til að þjálfarar og hópurinn tækist sjálfur á við línuvinnu á "öruggum" jökli eins og Snæfellsjökli að vorlagi þar sem línuvinna er fyrst og fremst til öryggis því sprungur eru vart sjáanlegar á jöklinum fyrr en í júní eða síðar um sumarið... þó aldrei sé hægt að vera fullviss með þetta enda mikilvægt að bera virðingu fyrir jöklunum og temja sér sömu öryggisráðstafanirnar öllum stundum.

Það stafaði birtu af sól... jökli... og göngumönnum þennan dag...
allir í ljómandi göngugleði frá fyrsta skrefi...

Ástríður, Ásta Guðrún, Soffía jóna, Irma og Gylfi.

Stapafell við Arnarstapa í baksýn... hvernig væri að fara einn daginn á Snæfellsnesið og ganga á tvo eða þrjá létta tinda í einni ferð,
t.d.
Axlarhyrnu, Bárðarkistu og Stapafell...?

Hvílíkur dýrðarinnar dagur... jökullinn ljómaði fyrir framan okkur...

Töffarar dagsins; Irma, Elsa Inga, Ósk, Kristján og Björn í forgrunni...

Fyrsta nestispásan var tekin á góðum útsýnishól á miðri leið upp lendurnar...



...undir snjóbrekkunum sunnan
þríhyrnings...

Einn af þessum veitingastöðum á fjöllum sem öllu skáka...
þ.m.t. flottustu veitingahúsunum í
Parísarborg eins og þjálfarar fullyrtu nýkomnir þaðan ;-)

Blankalogn og sólin skein í heiði og á sálinni...

Skyndilega var kyrrðin rofin með upphrópunum...
Ósk hafði misst
ferðakittið sitt nýja sem rúllaði niður mosarhólinn og rann niður snjóbrekkurnar...
Örn var ekki lengi að hlaupa á eftir pokanum og fanga hann... aldeilis ferskur eftir Parísarmaraþonið ;-)

... og Ósk fékk pokann sinn aftur undir hjartanlegum hlátrasköllum félaganna...

Enginn að flýta sér og við nutum þess að vera úti í þessu fallega veðri...

... þar sem lofthitinn hækkaði með hverjum metranum upp í mót í takt við sólina...

Haldið af stað aftur... annar hópur á jöklinum þennan dag, vinnufélagahópur frá Verkís lengra upp frá...

Útsýnið yfir Snæfellsnesið var farið að teygja úr sér í austri...

Jóhannes hafði tekið með sér snjóþrúgurnar... það var viturleg ákvörðun...
Ef einhvern tíma var not fyrir þær þá var það á þessum degi þar sem snjórinn gaf sig í hverju skrefi
og átti bara eftir að verða þungfærari eftir því sem leið á daginn...

Hann var ekki lengi að fara fram úr röð göngumannanna sem þurftu að lyfta hnjánum vel gegnum hvert skref...

Áslaug, Gylfi, Ísleifur, Elsa inga,Ósk, Siggía Jóna og Irma...

Fremstu menn... Guðlaug, Frank, Ágústa og co...

Jebb, þetta voru skrefin á Snæfellsjökli... það var ekki auðvelt að vera fyrsti maður og deildist þessi vinna nokkuð sanngjarnt út milli Toppfara og Verkís þó heldur hafi hallað á síðari hópinn sem gekk fyrstur alla leið upp á tind...

Hvílíkt veður og skyggni...

Landakort Snæfellsness kom sífellt betur í ljós
og við fórum að sjá Helgrindur, Ljósufjöll, Hóls- og Tröllatinda, Elliðatinda, Hafursfell, Hrútaborg, Tröllakirkju...

Stemmningin logandi góð og allir í sólskinsskapi...

...í fyrsta sinn með uppbrettar ermar og húfulaus í marga mánuði á fjallsgöngu...

Við prísuðum okkur sæl fyrir að hafa stokkið á þennan dag...

Kristján var nýliði dagsins... og Frank var vel kunnugur gestur í göngum Toppfara... þeir völdu sér rétta daginn drengirnirn...

Skínandi gullmolar á göngu...
Björn, Ísleifur, Anna Sigga, Hanna, Lilja Kr., Áslaug, Arnar, Guðrún Helga, Gylfi og Lilja Sesselja...

Flestir að ganga á Snæfellsjökul í fyrsta sinn og fengu sannarlega veðrið til þess...

Fram úr okkur fór skíðamaður... ekki í fyrsta sinn á jökli í fallegu veðri...
Þau voru tvö á skíðum þennan dag og fóru alla leið á Miðþúfu...

Efst sunnan við Þríhyrning var kominn línutími... lítil hætta á opnum sprungum á þessum árstíma í þessum snjóþyngslum en maður veit aldrei og ráðlegast að hafa alltaf vaðið fyrir neðan sig, bera virðingu fyrir því að maður sé að ganga á jökli og temja sér ákveðin vinnubrögð sem gilda í jöklagöngum...

Fjórir línustjórar í 36 manna hópi því auk þjálfara tóku Jóhannes og Jón Atli vel við beiðni þjálfara kvöldið fyrir göngu um að vera línustjórar... vanir menn sem hafa alltaf verið til í allt á fjöllum... mikið megum vera þakklát fyrir þá staðreynd að fjallgönguklúbburinn  samanstendur af fólki eins og þessum mönnum sem alltaf hlaupa til ef hjálpar er þörf... eins og sannaðist einnig þegar Hanna veiktist síðar á uppleiðinni og Alma og félagar hlúðu að henni af stakri alúð...

Tindarnir framundan og tignarleiki þeirra leiddi okkur að þeim óhikað...

Fremsta línan með Örninn í fararbroddi var í góðum málum og stakk fljótlega hinar línurnar af þó það hafi ekki verið ætlunin...

Aftasta línan hjá Báru var í banastuði og tók ekkert eftir því sem fram fór framar þar sem tafir urðu á uppgöngunni...

Í línu tvö var Hanna orðin veik, ólík sér og orkulaus, kastaði á endanum upp og var hvergi í lagi á þessum tímapunkti, en gaf sig ekki og hélt áfram þrátt fyrir mótlætið... fékk aðhlynningu og pepp frá félögum sínum og þökkum við Ölmu og öllum sem aðstoðuðu hana fyrir alúðina og umhyggjuna...

Það var svo stutt eftir... tindarnir nánast í seilingarfjarlægð
og skýin beggja vegna jökulsins ógnuðu skyggninu sem var búið að vera skýlaust fram að þessu...

Fremsta línan var alveg grunlaus um það sem fram fór í línu tvö og kláraði alla leið upp fyrr en varði og leit við...

... á meðan hinar línurnar skiluðu sér inn...

Fyrstu menn stóðust ekki freistinguna að fara strax á Norðurþúfu...

...sem bauð vel heim þennan dag...

Og aftari menn horfðu á þau frá sínum síðustu metrum upp...

Sigurinn var sannarlega sætur...

Við vorum að nálgast einn skemmtilegasta fjallstopp sem gefst...

 

...þar sem hægt er að leika sér klukkustundum saman í góðu veðri eins og þennan
og við horfðum á hluta úr Verkís-hópinn ganga galvösk á Miðþúfu...

...alla leið á hæsta tind sem er meira en að segja það upp efsta skarðið
sem er ansi bratt og ekki fyrir alla
þegar enn er harðfenni þarna uppi...

Aftasta lína skilar sér glöð og ánægð... Bára, Björn, Súsanna og Elsa Inga...

Nesti á toppnum í sólinni...
Smá gola á köflum og smá kuldi ef þokan skreið yfir en annars brakandi blíða í sólinni og við vorum eitt sólskinsbros...

Þjálfarar hvöttu alla til að ganga á Miðþúfu...
Það er þess virði að fara upp hana alla leið neðan við efstu hnúkana því útsýnið er annað en ofan af Norðurþúfu þó hún svíki engan...

...og flestir skelltu sér mislangt upp...

... og tveir fóru náttúrulega alla leið á tindinn...
...verjir aðrir en
Jóhannes og Jón Atli... tveir af óttalausustu mönnum Toppfara...

Sjá myndband hér af erlendum skíðamanni... sömu gerðar og þeir drengir... sem bókstaflega gengur alla leið upp á Miðþúfu með skíðin sín í dúnmjúku snjófæri og skíðar niður af henni... ótrúlegt afrek:
http://www.youtube.com/watch?v=m2Q5whvRq2E&feature=related

Útsýnið ofan af Miðþúfu

Séð ofan á Norðurþúfu til norðurs yfir skýjaslæðuna sem læddist norðan með hluta úr deginum
en ofan hennar sást niður í Breiðafjörð og alla leið á Barðaströnd á Vestfjarðakjálka...

Á meðan fóru hinir nægjusömu á Norðurþúfu en tindurinn sá er ævintýri líkastur...
eins og beint úr einni af
Tinnabókunum...

...eins og risavaxinn blómkálshaus úr snjó...

Gleðin var fölskvalaus...

...sérstaklega hjá þeim sem voru að sigra Snæfellsjökul í fyrsta sinn sem átti við um flesta...

Ásta Guðrún - Ósk - Ástríður...
Þrjár af
áræðnustu klúbbmeðlimunum sem alltaf leggja fram gleði og jákvæðni á borð Toppfara.... sem  hvergi hafa hikað frá því þær bættust í lið Toppfara... enda uppskáru þær eins og til var sáð... gengu á tvo jökla í apríl og eru rétt að byrja...



Útsýnið ofan af Norðurþúfu yfir á
Miðþúfu sem rís hæst á Snæfellsjökli
og mældist
1.450 m (er 1.446 m) undir hnúknum efst þangað sem flestir úr hópnum fóru...

Jón Atli og Jóhannes efstu menn á tindunum...

Blómkálshausarnir á Norðurþúfu nær og útsýnið austur yfir Snæfellsnes fjær...
Þríhyrningur hægra megin hvítur i hlíðunum.

Veitingastaður Snæfellsjökuls á toppnum var fyrsta flokks...

Sjávarsýn í þrjár áttir og tindar á beggja vegu... geri aðrir fjallstindar betur...

Jebb... þetta var fjallstoppur til að leika sér á tímunum saman...

Verkís voru líklega um hálftíma á undan okkur upp... og við horfðum á eftir þeim niður aftur á undan okkur...

Sjá skíðamanninn hægra megin sem var ekki lengi niður...

Útsýnið af salerninu á Snæfellsjökli til Miðþúfu... já, já, allt skal bókfært ;-)

Snæfellsjökulsfarar:

Efri:
Gylfi, Torfi, Alma, Kristján, Frank, hanna, Arnar, Guðrún Helga, Jón Atli, Thomas, Sylvía, Ólafur, Ásta Guðrún, Ísleifur, Guðlaug, Sigga Rósa, Elsa inga, Örn og Katrín Reynis.

Neðri: Lilja Sesselja, Áslaug, Alexander, Björgvin, Ágústa, Ósk, Súsanna, Jóhannes, Irma, Lilja Kr., Anna Sigga, Soffía Jóna og Ástríður.

Fremst: Jóhanna Fríða og Björn og Bára tók mynd.

Aftur í línur... flestir ekki með karabínur og lærðu því að hnýta sig við beltið með hringhnút og aftasti maður fór í áttuhnút...

Veðrið og skyggnið enn gott og átti eftir að vara svona fram yfir helgina...

Við dvöldum rúma klukkustund á toppnum sem er lágmarkstími á svona degi til að njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða...
einfaldlega
fjörugasti fjallstindur sem við höfum nokkurn tíma komist á...

Niðurleiðin var um sömu skaflana og á uppleið...
í enn þyngra færi eftir
snjóbráð dagsins þar sem menn skófluðust jafnvel upp að hné þegar verst lét
og heilu brautirnar ruddust á endanum eftir hópinn...

Neðan við Þríhyrning kvöddum við línulífið og hver gat stjórnað sínum hraða niður snjóinn...

Sumir vildu fara í slóð hinna en öðrum fannst betra að búa til ný spor...

Sjá förin eftir snjóþrúgurnar vinstra megin á mynd fyrir framan göngumanninn...

Það var eiginlega alveg sama hvað maður gerði... þetta var þungt færi og sóttist seint...

...en við héldum áfram að missa okkur yfir veðrinu og útsýninu og nutum hverrar sekúndu...

Sjá snjóbrautina sem myndaðist eftir hópinn og hve djúpt þetta var orðið á köflum...

Sól var tekið að halla síðustu kílómetrana en...

Töfrar dagsins...
hurfu aldrei heldur tóku stöðugum breytingum...

...og í lok göngunnar kvaddi jökullinn blíðlega með vaxandi skuggum eftir því sem leið á daginn...

Á valdi eins af mörgum fullkomnum augnablikum Snæfellsjökuls...

Sigga Rósa var að fara í sína aðra göngu á Snæfellsjökul eftir erfitt veður með Íslenskum fjallakeiðsögumönnum fyrir þremur árum síðan...
Rikki fór með Toppförum 2010 í svipuðu veðri og nú en kaldara þó, svo nú voru þau bæði komin með Snæfellsjökul í blíðskaparveðri í safnið ;-)

Síðustu metrarnir að bílunum með Stapafellið í kvöldsólinni...

Fyrstu menn skiluðu sér 7:45 klst og síðustu á 8:06 klst...

Skál fyrir fullkomnu degi á fjöllum með dásamlegu fólki ;-)

Ólafur, Ísleifur og Jóhanna Fríða

Útsýnið frá bílastæðinu til jökulsins... ævintýrið var nefnilega ekki búið...

Við tók jeppahasar í klukkutíma...

... þar sem bílar festust í snjóbráðinni og þeir sem reyndu að draga festust líka... við reyndum ólm að ná í Jóhannes í síma... hann hafði þá þegar kippt Gylfa niður og Áslaug fór á sínum hjálparlaust... hann beið niðri við sönghelli og náði heldur ekki símasambandi við öftustu bílana og þegatr honum tók að lengja eftir síðustu bílum sneri hann við og kom upp eftir... mikið vorum við fegin að sjá hann eftir miklar tilraunir til að losa bílana úr snjónum og byrjun á örvæntingarfullum vangaveltum um þörf á að fá utanaðkomandi aðstoð....

Það var svolítið sérkennilegt að horfa á Jóhannes keyra upp brekkuna á sínum þrjátíuogátta tommum... brekkuna sem við vorum öll föst í niður í móti... en hann var ekki lengi að koma okkur úr þessum snjóhremmingum með því að draga tvo bíla niður og allir skiluðu sér á endanum heim, þeir síðustu klukkustund á eftir fyrstu mönnum í bæinn... en síðar fréttum við að demparinn hefði gefið sig hjá Jóhannesi eftir ferðina, það mæðir mikið á bílunum þegar svona stendur á og réttmæt ósk frá klúbbmeðlimum að bílstjórar séu undanþegnir bensínkostnaði í ferðunum þar sem þeir skaffa bílinn og keyra langar leiðir...

Tafirnar tóku sundferðina af þeim sem ætluðu í náttúrulaug eða að Lýsuhóli... 
en við tókum ekki inn á okkur slíkt svekkelsi þarna sem við svifum um mokandi undan bílunum og ýtandi þeim galvösk...
svo þakklát fyrir að komast yfirleitt niður úr fjallsrótum jökulsins... í
himnasælu eftir ógleymanlegan dag á fjöllum í góðra vina hópi...

"Sjáið tindinn..  þarna fór ég..."

Jökullinn yfirgaf okkur ekki þó niður væri komið og veifaði stöðugt alla leiðina heim í sólsetrinu...
sem gerði þennan dag enn gullnari en ella í fullkominni minningunni..

Alls 11 km (mælt 10,1 - 12,9 eftir því hvaða tæki var) á 7:45 - 8:06 klst.
upp í
1.396 - 1.450 m hæð eftir því hversu hátt menn fóru á þúfurnar
með alls hækkun upp á
1.317 m miðað við 384 m upphafshæð.

Til hamingju allir
sem voru að sigra Snæfellsjökul í fyrsta sinn og...

hjartansþakkir allir

fyrir frábæran dag á fjöllum, samvinnuna, samheldnina og gleðina...

...það mun stafa birta af þessum degi í minningunni um ókomna tíð ;-)

Sjá allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T75SnFellsjokull190412#

Og mergjaðar myndir Thomasar hér teknar á alvöru vél og með natni ljósmyndarans:
http://thomasfle.smugmug.com/Landscapes/Sn%C3%A6fellsj%C3%B6kull-19April-2012/22543109_FgWw6L

Skemmtilegt myndband af Jónsmessugöngu á jökulinn sem ég fann á Youtube þar sem gengið er í miðnætursól.
Takið eftir snjóleysinu á þessum tíma 20. júní og sprungum á jöklinum:
http://www.youtube.com/watch?v=lw9du114l0Q&feature=related

... og annað frábært með dreng einum sem gengur á Vesturþúfu (1.442 m) ásamt föður sínum þar sem snjónarhornið er annað en okkar á Miðþúfu (1.446 m):
Fyrra hér í byrjun göngunnar - óbprganlega sætt myndband: http://www.youtube.com/watch?v=UNB4ylbp6BQ&feature=related
 og seinna myndband feðganna þar sem þeir eru á toppnum: http://www.youtube.com/watch?v=DlUhPeUsKFQ&feature=relmfu

... og af erlendum skíðamanni sem bókstaflega gengur alla leið upp á Miðþúfu með skíðin sín í dúnmjúku snjófæri og skíðar niður af henni... ótrúlegt afrek:
http://www.youtube.com/watch?v=m2Q5whvRq2E&feature=related
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir