Göldróttar göngur
Að
kveða til þín kíminn brag
Satt er best að segja þér
Elís Kjaran 1928
- 2008
Kyngimögnuð
ferð vestur á firði er að baki
fjalllgönguklúbbnum dagana 17.
- 20. júní
þar sem
34 manns
gengu á hæsta fjall
Vestfjarða
Kaldbakur var sumarleg ganga inn Fossdal frá Arnarfirði í heilu fiðrildaskýjunum með jarmandi fé í hlíðum og spriklandi lækjarsprænur niður dalinn í skýjuð, lygnu og hlýju veðri. Gengið var upp á fjallgarðinn sem liggur milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og gafst alpakennt útsýni yfir fjallasal Vestfjarða eftir því sem ofar dró og niður Meðaldal og Fossdal, en þokan byrgði þó sýn á efsta tindi. Þrætt var með fögrum tindahrygg Kvennaskarðs til baka með útsýni niður Kirkjubólsdal og þaðan niður Fossdalinn til baka og endað í fótabaði í dalsmynni með 15,4 km að baki á 6:34 klst. upp í 1.004 m hæð (998 m) og 951 m hækkun... áður en haldið var í Reykjarfjörð innst í Arnarfirði þar sem menn skoluðu af sér ferðarykið í grænni náttúrulaug í fjörunni og slógu upp útileguveislu með rammíslenskt hangikjöt og meðlæti á borðum.
Það er svo engan veginn er hægt að lýsa því sem
fyrir augu bar á
Kjaransbraut...
Þrír goðsagnakenndir einstaklingar og einn
núlifandi frömuður Vestfjarða
Elís Kjaran
(1928 - 2008) --------------------------------------------------------- Ferðasagan í heild....
Ævintýrið hófst þegar ekið var vestur á bóginn klukkan átta að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní... Fyrsta stopp var í Geirsbakaríi í Borgarnesi þar sem kaffi og meðlæti gaf sólríkum morgninum sumarferðalagshátíðartóninn... rétt eins og ísinn í Búðardal þar sem við hittum á Áslaugu og fjölskyldu og loks þjóðhátíðarfánarnir í Bjarkarlundi... en þegar við fundum ekki fleiri B-é í staðarnöfnum áðum við í Kerlingarfirði og fengum okkur nesti við nafnlausan fossinn sem við skírðum Kerlingarfoss þar til annað sannast ;-)
Eftir
Bjarkarlund
var haldið áfram um misgóða vegi sem vakti furðu
okkar að vera ekki malbikaðir og gaf aukinn
skilning á endalausu þrasi Vestfirðinga um
vega- og samgöngumál...
vegi sem á endanum sprengdu dekkið hjá Skúla og Lilju
Þá
var ekkert eftir nema
Dynjandisheiði
vestur á kjalkann sjálfan
Við mættum á hátíðina rétt í tíma fyrir kaffiboðið sem var hátíðlegt með meiru og veglegt mjög en staðarhaldarar eru vinir Gylfa Þórs og tóku við þremur börnum þeirra Gylfa og Lilju Sesselju sem þau gættu meðan á göngum klúbbsins stóð þessa helgina.
Þar spjölluðum við m. a. við Berg nokkurn frá Felli í Dýrafirði sem fræddi okkur heilmikið um Kjaransbrautina og Kaldbak, sagðist m. a. hafa fundið 20 plöntur á hæsta fjalli Vestfjarða og að forðum daga hefðu menn ekki einu sinni getað opnað bílhurðina á ferð um Sléttanesið ef þeir vildu koma sér út úr bílnum í hræðslukasti á svaðilför um veginn... "...Nei, væna mín... þú hefðir ekki getað flúið út úr bílnum... það var ekki hægt að opna hurðina einu sinni á veginum..."
Hrafnseyrarheiðin tók við eftir kaffið og við freistuðumst til að keyra upp á Sandafellið sem rís ofan Þingeyrar (frekar en að ganga upp á það í kvöldgöngu eins og þjálfara hafði látið sér detta í hug), til að líta verkefni morgundagsins augum... sjálfan Kaldbak innan um fjallasalinn milli fjarðanna og mátti sjá hann sem einn af mörgum tígulegum tindum í fjarska.
Dýrafjörður
teygði svo úr sér ofan af Sandafellinu í allri
sinni dýrð
Í náttstað var komið snemma kvölds... við gistum hjá Sirrý og Finni "Við fjörðinn" og var hópnum dreift á 1 - 3ja manna herbergi og íbúðir og var þessi gisting almennt mjög góð, stór og rúmgóð herbergi og tvær lúxuxíbúðir en þó skyggði á að eitt hjónaherbergið var mjög þröngt og einbýlin sömuleiðis en það kom á endanum ekki mjög mikið að sök þar sem allt annað í ferðinni var vel heppnað og vorum við minnt á það af staðarhaldara að þetta væru svefnpokapláss þar sem menn gætu verið þakklátir fyrir að fá að sofa sér en ekki í stóru rými sem var rétt. Aðstaðan var svo alveg hreint frábær við húsið, góður garður og grillaðstaða svo stór hópur átti í engum vandræðum með að elda og snæða úti við í dýrindisumhverfi sem reyndar var verið að koma í stand þessa daga sem við vorum þarna og því allt meira og minna á hvolfi en við litum bara framhjá því. Sjá góða vefsíðu gististaðarins www.vidfjordinn.is. Til að gæta sanngirni skal þess getið fyrir hönd staðarahaldara og þjálfara sem töldu þessa gistingu henta hópnum best að annar valkostur á gistingu á þessu svæði var annars vegar mun dýrari herbergi á Hótel Sandholt á Þingeyri þar sem engin sameiginleg aðstaða er til staðar, hvorki inni né úti (ekki eldhús, grill, garður) eða hins vegar Hótel Núpur sem er einnig dýrari gisting en þar deila hver 8 herbergi (16 manns) með sér hreinlætisaðstöðu/sturtu og þar eru góð sameiginleg eldhús en ekki eins skemmtileg útiaðstaða og var hjá okkar fyrir utan að vera ekki í göngufæri við miðbæ Þingeyrar og sundlaugina og vera í enn lengri akstursfjarlægð frá gönguleiðum... auk þess sem staðarhaldarar Við fjörðinn buðu upp á akstur göngumanna á Kjaransbrautardeginum. Skal þetta nefnt hér svo menn átti sig á samhenginu varðandi gistiaðstöðuna sem var góð miðað við svefnpokagistingu almennt þó sumt hefði mátt vera betra eins og styrtimennska og frágangur. Þetta þekkja þeir sem ferðast mikið um landið og gista hjá staðarhöldurum á hverjum stað að gisting per se er alltaf óræð tala og ævintýri á hverjum með kostum sínum og göllum en oftast nær tær snilld þegar á botninn er hvolft eins og reyndin varð Við fjörðinn á Þingeyri að okkar mati ;-)
Á föstudagskvöldinu röltu menn um bæinn og lentu nokkrir á veitingastað þar sem HM-tilboð var í gangi yfir fótboltaleik Mexíkó og Frakklands (2:0) - einn öl og matarmikil pizza á mann - og endaði hópurinn á að sprengja utan af sér veitingasalinn með tilheyrandi tilfærslum á sófum þar sem heimamenn höfðu haft það notalegt að horfa á boltann þegar fyrstu Toppfararnir gengu inn á staðinn... en voru komnir út í horn þegar yfir lauk leiknum og máltíðinni! Ekki náðust myndir af þessari kvöldmáltíð því miður, en þegar menn skiluðu sér upp á gistiheimili aftur voru þar nokkrir fyrir sem höfðu borðað á staðnum og haft það notalegt úti við í blíðunni... og hláturinn glumdi um Dýrafjörð...
Menn jafnvel grilluðu í garðinu
hátíðarmáltíðina
á sjálfan
17. júní
Tjaldbúarnir
höfðu svo sinn háttinn á í notalegheitunum á
frábæru tjaldstæði Þingeyringa, alls átta manns
gistu þar þessa helgi;
Morguninn eftir var brottför
kl. 8:00
frá gististað, keyrt yfir
Hrafnseyrarheiði
og út norðanverðan
Arnarfjörð
að
Fossdal
þar sem gangan hófst Kaldbakur í augsýn úr minni Fossdals... og göngumenn fnýsandi af ánægju með veðrið og magnað umhverfi Arnarfjarðar...
Guðmundur, Ásta Snorra, Anna Elín, Anton Pétur, Sigrún, Elsa Inga, Árni, Rósa, Lilja K., Helga Bj., Sigga Sig., Gerður, Anton, Roar, Súsanna, Vallý og Auður... með óbyggðabros á vör og sumargleði í hjarta...
Fossdalur var hömrum girtur á alla vegu nema í
dalsmynni...
Arnarfjörður
svo í vestsuðvestri með fjörðum sínum og fjöllum sem
litu út eins og hægindastólar tröllskessna
Tvær af göngumönnum dagsins komu einmitt frá
Bíldudal;
Fossá
spriklaði í dalsbotni með kindagötum á
árbakkanum og litlum sprænum á leiðinni úr
hlíðunum... iðandi mý og fiðrildi á lofti
Nestispása
gafst á mjúkum stólum þúfnanna í dalsbotni
með
Kerlingarskarð
í austri
Fríða var afmælisbarn dagsins
Heilu
fiðrildaskýin
sveimuðu kringum okkur í Fossdal og náðist eitt
þeirra á mynd...
Smám saman dýpkaði dalurinn og við hækkuðum okkur með góðu útsýni á Bæjarnúp í dalsmynni við Arnarfjörð.
Hækkunin hófst svo fyrir alvöru við Kerlingarskarð þar sem glæsilegir tindar vestfirsku alpanna risu hver af öðrum þar til þeir urðu óteljandi og margir hverjir nafnlausir i kraðakinu...
Lilja Bjarnþórs og Jóhannes en nokkrir í þessari
ferð komu með og gengu báða göngudagana þrátt
fyrir
meiðli
í hásin, hné eða ökkla
Uppi á brúnunum við kerlingarskarð tók maður andann á lofti... hvílík tindafegurð eins langt og augað eygði að jökulfjörðum og Drangajökli...með sjávarsýn til Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í sömu andrá... líklega ein af flottustu fjallsbrúnum sem gefast á Íslandi. Tindaröðin austan megin í Meðaldal Dýrafjarðarmegin.
Hryggur Kikafjalls í vesturhlíðum Meðaldals með Dýrafjörð í fjarska. Gylfi Þór, Hjölli, Bára H., Guðmundur og Ásta Snorra gerðu tilraun til að fá sér að borða eins og fleiri á þessum fagra útsýnisstað... en fengu ekki frið til þess þar sem flestir vildu klára tindinn áður en þeir fylltu magann af mat... fullkominn nestisstaður en rökin fyrir því að fara ekki nýsaddur á leið upp bratta kaflann sem var framundan sigruðu notaleg og fagurfræðileg sjónarmið svengdarinnar...
Gengið var því af stað frá brúnunum Seljahvilftar með Botnahjalla og Folaldahvilftarhorn gnæfandi yfir okkur.
Tindurinn
sem hingað til hafði verið skýlaus frá því við
komum til Þingeyrar deginum áður dró nú yfir sig
skýjabreiðu
Breiðhornið (812 m) horfði á og varð eitthvað hrætt við okkur líka þar sem það náði sér í smá skýjahnoðra þegar á leið... Við horfðum á þyngri skýjabreiðu leggjast yfir fjallgarðinn þarna sem við tókum síðasta kaflann upp... mun dimmara var yfir Arnarfjarðarmegin en Dýrafjarðarmegin og gráminn læddist inn í norðurátt að okkar tindum en aldrei varð þó þungbúið nema á hæstu tindum og sama veðurblíðan niðri allan þennan dag... kannsi urðum við bara vitni að skýjalífinu á hátindunum sem fara framhjá manni niðri á láglendinu.
Hádegishorn (610) hæst fyrir miðri mynd ef maður les kortin rétt... Greinilega hægt að þvælast um þessa vestfirsku alpa árum saman og sjá sífellt ný sjónarhorn...
Sjá línulagaðan hrygginn sem myndar austurhlíðar Meðaldals og vesturhlíðar Kirkjubólsdals og væri einstakt að þræða einhvurn daginn...
Klöngrið hófst smám saman og gaf léttri göngunni hingað til inn dalinn ágætis tilbreytingu. Dýrarfjörður í fjarska með eggjar Kikafjalls út eftir.. þessar eru ekki göngufærar að öllum líkindum...
Sirrý, Inga Lilja, Dímon, Jóhannes, Lilja B.,
Roar, Anton Pétur og Elsa Inga
Klöngrið á Kaldbak var ekkert sem þriðjudagar hafa ekki slípað menn til í gegnum tíðina... Snjóskaflar á stöku stað en sumarlegt með meiru þrátt fyrir það.
Tindurinn sigraður í svalri þokunni
Því miður
ekkert útsýni af þessum útsýnisgjöfula tindi sem
maður hreinlega verður að skella sér upp á
síðar í betra skyggni...
Jón Sigurðsson og Ingibjörg...
Vestfirðingarnir í hópnum
Ásta Snorra (Önundarfirði?),
Rjúpan rann saman við umhverfið og var með í för eins og gjarnan í göngum okkar...
Niðurleiðin var farin í sársvengd og feginleik þegar þokunni sleppti neðar... Ægifögur leið í mögnuðu útsýni sem þokan spillti því miður efst en dagurinn var svo fagur, friðsæll og hlýr að það kom ekki að sök. Ásta Snorra sagði orðið "ægifögur" hljóta að hafa orðið til á svona slóðum...
Klettaklöngrið niður á við var aðeins flóknara en upp á við en sóttist vel í stórum hópnum.
Fremstu menn fundu góðan útsýnisstað fyrir aðalnestispásu dagsins í brattri hlíð undir klettinum með útsýni niður Meðaldalinn.
Útsýnið þegar það gafst var fallegt...
Einn af tignarlegum nestisstöðum klúbbsins... Svona matartími gefst ef menn hafa sig út í að leggja af stað í óbyggðirnar...
Kaldbekingar
Efri:
Helgi Máni, Árni, Vallý, Jón Sig., Jóhannes,
Sirrý, Örn, Anton Pétur, Anton, Inga Lilja,
Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Guðmundur, Hjölli,
Bára H., Lilja B., Roar.
Niður af Kaldbak fórum við yfir á
Kvennaskarð
sem gaf aukreitis útsýni niður í
Kirkjubólsdal
og nærmynd á tindana í austri...
Þetta var ágætis klöngur á litlum hrygg niður að jeppaslóðanum sem liggur gegnum fjallasalinn og gerir mönnum kleift að aka frá Dýrafirði yfir í Arnarfjörð eða öfugt með gangand viðkomu á Kaldbak frá Kvennaskarði sem gerir stutta göngu upp á 4 km á ca 2 klst. með nokkurra hundruða metra hækkun og á færi hraustra fjölskyldna... mælum með slíku ævintýri í næstu ferð um Vestfirði til að smita fjölskyldumeðlimina af fjallabakteríunni... "sjáið tindinn, þarna fór ég"... ;-)
Fossdalur útbreiddur frá Kvennaskarði. Sigga Sig., Lilja Sesselja og Inga Þóra.
Bakaleiðin var svo hinum megin dalsins annað
hvort í mosanum eða vegaslóðanum eftir smekk
Rómantíkin var við völd í sumarblíðunni... Gylfi Þór og Lilja Sesselja...
Komið að bílunum í dalsmynni við hinn töfrandi fagra Arnarfjörð. Sólin öðru hvoru að skína á Vestfirði þennan dag og yndislegt gönguveður.
Kalt fótabað í lok göngunnar...
Sumir komnir með blöðrur en aðrir bara
lúnir.
Hvíld í grænni lautu með viðrun á táslunum sem stóðu í stórræðum dagsins... Hjölli, Vallý, Helga Bj., Anton, Anna Elín, Rósa og Guðmundur.
15,4 km á 6:34 - 6:57 klst. upp í 1.004 m hæð með 951 m hækkun.
Gönguslóði dagsins... smá viðbót um Kerlingarskarð lengdi ferðina um rúman kílómetra.
Við tók 1,5 klst. akstur yfir í Reykjafjörð... "ekki neitt" að hætti Vestfirðinga og vanra ferðalanga Vestfjarða... vegalengdir verða afstæðar og vanabundið að aka um langan veg til að komast eitthvurt merkilegt... eins og í rjúkandi heitan eyðifjörð með skringileg fjöll í dalsbotni eins og sést hér á mynd tekin til Reykjarfjarðar frá norðanverðum Arnarfirði.
Akstursleiðin var löng en falleg á valdi villtra fjarða...
...og einhverjir
hugsuðu þjálfara sjálfsagt þegjandi þörfina fyrir annað eins
skipulag að keyra langan veg bara til að fara í
skítugt bað...
Reykjarfjörður sem býr yfir heitu vatni í jörðu og heimagerðri fornri sundlaug í fjöruborðinu innst í Arnarfirði...
Nú
séð til baka miðað við myndina hér ofar... í átt
til vestfirsku alpanna milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar
Laugin sem faðir Björns Toppfara, Matthías Jónsson (f.1902 - sem ólst upp í þessum firði ásamt 12 systkinum), byggði ásamt bræðrum sínum en að sögn Björns var laugin upphaflega notuð til þvotta af ömmu hans, Jónu Ásgeirsdóttur, en seinna breyttu strákarnir henni í baðlaug sem þróaðist svo út í að vera ein af þessum perlu náttúrulauga á Íslandi sem er alltaf heit án fyrirhafnar nokkurs starfsmanns...
Að
halla sér fram á bakkann hinum megin og horfa út
Arnarfjörð í friði og ró...
Heitari laug var svo ofar... alvöru hiti hér fyrir þreytta göngumenn... svo alvarlegur að menn kældu sig í grasinu og þoldu stutt við. "Skál" fyrir stórskrítnum þjálfurunum, heillandi fögrum vestfjörðum og fyrst og fremst frábærum göngudegi ;-)
Við tók hangikjötsveisla hungraðra gönguúlfa sem tóku hraustlega til matarins og fengu ekki alveg nóg. Hefði mátt vera aðeins meira meðlæti og ætla þjálfarar að tryggja að slíkt gerist ekki aftur frá annars frábærri afgreiðslu í Einarsbúð á Akranesi sem munaði ekkert um að skera kjötið og vakúmpakka því fyrir okkur og var nóg til af kjöti.
Frábær kvöldmatur þar sem hugmyndin var að snæða í kvöldsól innan um roðasleginn Arnarfjörðinn í miðnætursólinni... en hefði alveg eins getað verið í rigningu og roki... við fengum milliveginn... háskýjað, lygnt og hlýtt veður... maður gat ekki kvartað og þetta var yndi í íslenski lopapeysu sem var skyldubúnaður kvöldsins...
Deginum laug svo með akstri til baka í 1,5 klst. og menn annað hvort
héldu
kvöldgleðinni
áfram á leiðinni og á
gististaðnum
Þann morgun vöknuðum við í rigningarsúld og
bleytu en sama hitanum og logninu... allir
glaðir með spennandi dag framundan...
Staðarhaldarar keyrðu göngumenn út með
Sveinseyri
að
Eyrarvatni
þar sem gangan hófst
Innar í Dýrafirði var rigningin... við vorum
komin á þurrt við Eyrarvatn...
Gönguleiðin var um vegslóðann sem Elís Kjaran, bóndi í Kjarandsal í Dýrafirði ruddi í framhaldi af tilraunum vegagerðarinnar þar til þeir gáfust upp... en Elís gaf ekki eftir og kom með einstakri eljusemi sinni á vegasambandi við Lokinhamradal beggja vegu fjarðanna, dal sem þangað til hafði verið einn af afskekktustu dölum landsins... Hann hóf moksturinn 6. júní sumarið 1973 frá Keldudal eftir marga ára umræðu um nauðsyn þess að koma á vegasambandi út í Svalvoga (þar sem vitinn er) en menn höfðu strandað á svonefndum Ófæruhrygg utar við Keldudal og hóf Elís þessa vinnu upp á eigin spýtur alls endis óviss um að fá nokkurn tíma greitt fyrir vinnuna.... á 8 tonna 70 hestafla jarðýtu sem gjarnan var kölluð "Teskeiðin". Framundan fyrst var Ófæruhryggur og svo þverhnípt hamrabeltið í Hrafnholum þar sem fyrir var tæpt einstigi sem varla var hægt að fóta sig í með 60 m fallhæð niður í fjöru. Elís naut aðstoðar Ragnars, sonar síns og var þetta unnið í óþökk vegamálayfirvalda sem töldu þetta hið mesta feigðarflan sem ekki gæti endað öðruvísi en með stórslysi... og ekki að ósekju... Þann 10. júlí 2073 var orðið bílfært í Svalvoga en Elís hætti ekki... og hélt áfram inn að Lokinhömrum og Hrafnabjörgum þar til þangað var orðið bílfært í ágústbyrjun 1974. Síðasta kaflanum frá bæjunum tveimur inn að Stapadal (Skútubjörgin og fjörukaflinn) lauk hann svo við árið 1983 en sá hluti er viðhaldsmikill þar sem stórstreymi sjávar sópar meirihluta jarðvegarins reglulega burtu og endurbyggja þarf því veginn á hverju vori og halda honum við yfir sumarið og veldur því að Kjaransbrautin er eingöngu jeppafær allan hringinn.
Sjá bók Elísar Kjaran um Kjaransbrautina -
"Svalvogavegur" Við gengum því ótrauð Elísi til heiðurs... framtakssemi hans, elju og þrautsegju...
Arnarnúpur
í
558 m
hæð út við
Ófæruvík
en á þessum kafla fór að
rigna
... víðfeðmasta dalnum á leiðinni í dumbungi sem faldi fyrir okkur fallegu fjallasýnina á þessum slóðum.
En það fór strax að létta til aftur og þeir sem ekki höfðu klætt sig í regngallann af einskærri jákvæðnisþrjósku var verðlaunuð þrautsegjan... bleytan hvarf jafn hratt og hún skall á með birtu í fjarska út af Arnarfirði á meðan þyngra var yfir Dýrafjarðarmegin.
Að baki voru Eyrarfjall sem voru fyrstu fjallshlíðar leiðarinnar og svo Arnarnúpur hér á mynd en framundan var eitt af Helgafellum Vestfirðinga sem rís 579 m yfir sjávarmáli og geymir surtabrand og viðarbrand...
Fyrsti alvöru vegakaflinn um
Ófæruhrygg
þar sem við stöldruðum
við í forundran yfir elju Elísar
Surtabrandur
Surtabrandslög
eru talin hafa myndast í lægðum í landslaginu úr
gróðurleifum
sem kolast hafa fyrir áhrif jarðhita og
jarðlagafargs og eru til nokkrar gerðir sem
flokkast eftir leifunum sem brandurinn er
myndaður út. Surtabrandur var nýttur til kolagerðar á árum áður en einnig að einhverju leyti í rafta yfir brunnhús og aðra smákofa og í smíðar og skrautmuni. Takið eftir orðinu "Fjallaskagi"... ágætis orð um leiðina sem við fórum.
Útflattir trjábolir í surtarbrandslögum kallast
viðarbrandur
eins og sá sem við skoðuðum og sumir hirtu bita
af sem "losnuðu".
Og við fundum ekki bara viðarbrand... heldur ilmandi góða hvönn sem Anna Elín hvatti menn til að smakka ásamt Gerði....
Eftir surtarbrandsævintýrið um Ófæruhrygg var Dýrafjörður brátt að baki og nesið tók við milli fjarða...
Hafnardalur við Hafnarhyrnu svo hvassa og óraunverulega að þessi fjöll náðust ekki almennilega á mynd fyrir öllu glápinu ;-)
Bærinn Höfn í sjávarmáli og Kögur stutt frá... vel við haldin hús sem eru sjálfsagt ævintýri líkust þeim sem hafa í þau að venda á góðum sumardögum á Íslandi...
Undir hvössum brúnum Hafnarhyrnu var tilvalin brekka til að snæða nestið.
Sólin leit meira að segja við og allt varð strax bjartara og fegurra eftir skýjadumbunginn um morguninn.
Við tók töfrandi fallegur staður sem aldrei gleymist: Selsker er nafnið á kortinu, Svalvogur gæti þetta og heitið þó vitinn sjálfur og bærinn séu aðeins lengra á leiðinni.
Þarna var fullkomið
tjaldstæði
og
skvísuhópurinn
fór á flug og var þegar búinn að finna
Þetta var staður sem maður verður að einn daginn að tjalda til einnar nætur í miðnætursól...
Gerður að mynda bakaraofninn sem væri mikið ævintýri að klöngrast niður um...
Hafnarskarð í Hafnarhyrnu. Grjótið sem einu sinni fyllti skarðið var nú dreift yfir hlíðarnar að vitanum á Svalvogum þar sem við áttum eftir að ganga yfir um.
Við kvöddum galdrafengna fegurð vogarins...
Við tók grjótið úr Hafnarskarði að Svalvogavita sem var alveg í stíl við göngumenn.
Útsýni á haf út, inn firði og upp í fjöll... geri aðrir vitar betur...
Eyðibýlið Svalvogar við mynni Arnarfjarðar.
Næstur var Arnarfjörðurinn í mikilfenglegum fjallgörðum sínum, Ketildölum og með blómlegan Selárdalinn hans Gísla "einbúans í Uppsölum" og hans Samúels Jónssonar "listamanns með barnshjartað" næstvestastur sunnan megin fjarðarins.
Lægsti nestisstaður Toppfara til þessa yfir sjávarmáli... Eftir drjúgan spöl inn Arnarfjörð undir bröttum fögrum hömrum Svalvogabrekkna og Bæjarnúp yfirgnæfandi (annan en í Stapadalsmynni) tókum við aðra nestispásu með sjóinn í fanginu og ferska sjávargoluna sem þá þegar hafði breytt manni í annan mann sem ekkert beit á og fannst veðrið... þessi milda gola í fersku sjávarlofti vera orkugjafi sem hvergi gefst álíka á landinu...
Örfáar brúnar og bláar
Elís Kjaran 1928 - 2008 Áfram var haldið um Sléttanes með sífellt gróðursælli fjallshlíðar á vinstri hönd og tröllsleg fjöll hinum megin fjarðarins Arnarins... Samkvæmt Landnámu á Arnarfjörður nafn sitt að rekja til fyrsta mannsins sem nam land í firðinu er Örn hét. ...
Mikilfengleg björgin úr hömrunum mörkuðu veginn á köflum...
Og sjá mátti nýlegt grjóthrun sem fallið hafði á veginn svo varla var bílfært og engan veginn hægt að færa þennan til... slóðin eftir þetta grjót mátti vel greina yfir grjótbreiðuna ofan af hömrunum þar sem þeir voru hvíttaðir eftir höggið af honum og hamrarnir efst í fjallinu ljósir þar sem það hafði losnað...
Bergnumin
vorum við af þessari uppgötvun eins og fleiru á
þessari slóð
Tröllkonusætin í Arnarfirði í fjarska hægra megin... ætli það sé göngufært upp á þessa sólarbjörtu sléttu þarna í dalsmynninu við sjávarborðið...? Lygilega fallegt landslag í orðsins fyllstu merkingu.
Ef maður kom því við gekk maður einsamall á köflum og drakk í sig umhverfið... gleymdi sér og andaði inn nýju lofti sem var annars lags en okkar heims... hrein og bein orka sem eflaust á sinn þátt í því hvernig menn lifðu af hér á árum áður við bágan kost... fullkomlega sáttir við sitt hlutskipti eins og Sigurjón og Sigríður... Við erum komin langt frá upprunanum... þarna fengum við innsýn inn í dulmögnun þá sem Hornstrandafarar lýsa... já, þangað hreinlega verðum við að leggja leið okkar á næsta ári því hvergi hefur maður fundið eins mikið fyrir Íslandi eins og á þessari gönguleið... elsta landshluta Íslands...
Við sem aftast vorum gátum lítið slitið okkur frá landslaginu... skoðuðum okkur vel um, sáum perlur og gersemar á hverju strái og fengum ekki nóg af að lesa umhverfið fram og aftur í tíma og rúmi.
Berggangarnir... ...sem við uppgötvuðum að gengu alla leið út í sjó með þá neðstu hálfa á kafi í sjónum... ...með fé Arnarfjarðar í hlíðunum að furða sig á þessum mannverum vopnuð litríkum fjallgöngubúnaði sem virkaði eins og helgispjöll í þessu fullkomna landslagi...
Fjandi vont ef fýkur í mig
Elís Kjaran 1928 - 2008 Við tók næsti dalur... Dalsdalur sem var nokkuð djúpur og fagur og var varðaður fuglum á sveimi yfir okkur...
Þar áðum við aftur í friði og ró undir tindum Tóarhyrnu vinstra megin út af mynd og Skildi (744 m) hægra megin á mynd...
Viðruðum tærnar...
Og sömdum vísur... Vísnahöfundur Toppfara er án efa Helga Björns... upp úr henni og hinum skvísunum runnu línurnar hver á fætur annarri.... .... vísurnar... Súsanna, Sirrý, Helga Bjönrs., Auður og Vallý.
Vallý
stakk upp á að taka mynd af konum ferðarinnar á
sjálfan
kvenréttindadaginn
við
Hrafnabjörg
til
heiðurs síðasta kvenábúandanum
Eftir Dalsdal tók við ganga inn að
Lokinhamradal...
einum sögufrægasta dalnum á þessum slóðum
Lokinhamrar og Hrafnabjörg...
... með tindinn Skeggja í Veturlandafjalli yfirgnæfandi í pásunni þar sem þjálfari nöldraði aðeins og minnti á að það væri mikilvægt að lifa í núinu... ekki askvaðast gegnum lífið, náttúrulaugar, kvöldmáltíðir og gönguleiðir sem þessar heldur staldra við og taka inn það sem hver staður og stund býður manni upp á í mögnuðu andartakinu ;-)
Ekki voru allir í stuði fyrir aukakróka en það var ekki spurning í huga þjálfara að heimsækja bæði eyðibýlin að Lokinhömrum og Hrafnabjörgum og sáum við ekki eftir þeim króki. Fyrir þá sem keyra þessa leið þá lætur þessi kafli mjög lítið yfir sér og kom berlega í ljós hve dýrmætt það var að vera þarna gangandi en ekki akandi og geta skoðað sig um frá mörgum sjónarhornum en ekki eingöngu vegarins.
Lokinhamrar Hrár eins og veruleikinn... Æskuslóðir Guðmundar Hagalín stórskálds og gerast margar af sögum hans á þessum slóðum.
Sjá rein Indriða G. Þorsteinssonar um skáldið
frá Lokinhömrum:
Sjá bókmenntablogg eftir
Örn Ólafsson um Guðmund við fráfall hans:
Strákarnir fengu mynd af sér á
eyðibýlinu við
Lokinhamra
með
Helga Máni
í forgrunni þar sem
afi hans (nafn?) bjó á bænum á árum áður... Helgi Máni, Jóhannes, Skúli, Örn, Hrafnkell, Anton Pétur, Jón Sig., Anton K., Árni, Gyfi Þór og Roar.
Sjá fréttir af endalokum búskapar að
Lokinhömrum: Og fleiri tengla hér neðar í lok frásagnar og þúsundir slóða á veraldarvefnum...
Hrafnabjörg voru hinum megin árinnar... Uppi voru kenningar um að einbúarnir tveir hlytu að hafa komið sér upp brú milli bæjanna á gönguleiðinni og það reyndist rétt, fínasta göngubrú var þarna á milli og vangaveltur fóru á flug um hlutskipti þeirra og samskipti en eitt var víst að þau hlytu að hafa notið góðs af nærveru hvors annars í mestu einverunni þó samskiptin hafi ekki verið meira en það.
Bæjarstæðið að Hrafnabjörgum er í endurnýjun og var sérlega blómlegt um að lítast á svæðinu.
Fjallið Skjöldur norðan við Lokinhamra og fjær reis Tóarhyrna en bæði þessi fjöll höfðu gefið göngunni fyrr um daginn áhrifamikinn svip og endalausar skoðunarferðir í huganum frá veginum upp á efsta tind...
Endurgert húsið að Hrafnabjörgum. Þarna er greinilega dvalið yfir sumarið og ábúendur virtust hafa skroppið burt þennan dag miðað við farangur og annað á svæðinu.
Við leyfðum okkur að kíkja aðeins inn um glugga af botnlausri forvitni og rakst Hjölli á þessa mannbrodda hangandi í einu skúrnum... þarfaþing á snjóþungum vetrum þegar menn komust hvorki lönd né strönd frá býlunum...
Konurnar
fengu líka mynd af sér á
Hrafnabjörgum
á sjálfan kvennréttindadaginn
19. júní...
Bára, Halldóra Á., Bára H., Inga Þóra, Lilja K.,
Gerður, Sigrún, Helga Bj., Lilja Sesselja, Ásta
S., Súsanna, Fríða, Rósa, Elsa Inga,
Sjá
minningargrein
um hana á Mogganum:
Ærslabelgirnir
Vallý
og
Fríða
brugðu á leik og
Helga Björns
lét ekki sitt eftir liggja
Hins vegar tókst að snúa flestum við til að skoða minningarreitinn sem er að Hrafnabjörgum... þar sem uppi stóð áletraður steinn til minningar um síðustu ábúendur að Lokinhömrum og Hrafnabjörgum.
Virkilega fallegur staður og vin í eyðimörkinni... sem samt var ekki eyðimörk heldur töfrandi strandlengja um norðanverðan Arnarfjörð sem skildi okkur snortin og breytt eftir innlitið...
Við tók ganga meðfram Veturlandafjalli að síðasta kafla leiðarinnar... Hillu, Sléttubjörgum og Skútubjörgum inn að Stapadal...
Það var erfitt að slíta sig lausan frá fjallasýninni...
Bergnumdari en nokkru sinni héldum við för okkar áfram og vissu fæstir að þeirra beið enn meira ævintýri bak við björgin...
Við tóku
Lúpínuslegnar
skriðurnar niður að sjó sem gáfu
sæfenginn bláma
upp í fjallshlíðar
Skútubjörg framundan og Stapi í norðurmynni Stapadals þar sem efsta hópmyndin var tekin.
Hér höfðu flestir vit á að staldra vel við... skoða sjósleginn hamravegginn... holaðan og blautan... þakinn þara og algerlega á valdi sjávarins sem þarna hnígur og rís á flóði og fjöru... ef maður festi bílinn sinn þarna væri manni ekki undankomu auðið á flóði nema hlaupa af stað...
Ferskleiki Arnarfjarðar Með góðum vilja er hægt að kalla fram ferskan sjávarilminn í nasirnar með því að horfa á þessa mynd...
Hamraveggirnir blautir á köflum og vatnið drjúpandi niður með veggjunum... Hellar og holur... mýrarslý og mosi... þari og grjót...
Jóhannes, Gylfi Þór, Lilja Sesselja, Lilja B.,
Sigga Sig., Ásta S. og Súsanna
Hvernig fara menn eiginlega á jeppum þarna yfir?
Þjálfarar fóru þarna á jálnum í fyrra við illan leik en
minntust þess ekki að þetta hafi verið svona
slæmt
Tveir bílar voru á sama tíma og við þarna en þeir lögðu ekki í slóðann sem virtist ófær að sjá.
Helga, Hjölli og Auður að ganga undir Skútubjörgum... grjótið gróft og þaralegið eftir síðasta stórstreymi...
Þjálfari náði einhverjum á mynd undir björgunum: Lilja Sesselja, Jón Sig., Inga Þóra, Gylfi Þór, Súsanna, Sigga Sig., Anna Elín, Lilja B., Jóhannes, Fríða, Hrafnkell, Gerður, Sigrún og Árni. Fjær koma Roar og Halldóra Ásgeirs og fleiri gangandi.
Stapi... sem Stapadalur er kenndur við...
Þar biðu fremstu menn og þar höfðu þjálfarar
ákveðið að taka hópmyndina
Smám saman komumst við upp úr fjörunni inn að Stapadalsmynni.
Eyðibýlið í Stapadal. Við gáfum okkur ekki tíma til að skoða það þó hurðin væri opin á hálfa gátt eins og heimboð...
Fossdalur tók við af Stapadal og þar fundum við' gamalkunnugan stað frá því deginum áður þar sem Kaldbaksgangan hófst og Kaldbakur enn að fela sig fyrir þessari brjáluðu hjörð frá mölinni... Hvíld og bið eftir öðrum bílnum frá staðarhaldaranum, honum Finni en það var nokkuð flókið að ferja rúmlega 30 manns til og frá. Á leiðinni sprakk á fremsta bíl og fylla þurfti því bílana betur og ferja í fólksbíl afganginn sem beið innar í firðinum en þetta tafði okkur um allavega hálftíma og tók næstum af okkur sundtímann... en þó ekki...fyrir tilstilli liðlegheita Jóns nokkurs Sigurðssonar.
Að
baki dagsins var
28,1 km
eða lengra eftir því hvaða gps maður velur á
8:59 - 9:18 klst.
Hluti af gönguleiðinni þar sem Tóarhyrna, Dalsdalur, Skjöldur, Skeggi, Lokinhamrar og Hrafnabjörg sjást á korti.
Þriðji Jón Sigurssoninn sem kom við sögu í þessari ferð var starfsmaður sundlaugarinnar á Þingeyri sem var svo eindæma liðlegur að hafa sundlaugina opna í tæpar 3 klst. lengur en opnunartíminn var, fyrir stóran hóp göngumanna (til 20:30 í stað 18:00) og áttum við honum mikið að þakka vingjarnlegheitin og liðlegheitin... meira að segja fyllti hann á heitt kaffi á könnunni eftir því sem menn týndust ofan í stóran og góðan pottinn... heiðursmaður mikill í sögu klúbbsins hér með ;-)
Kvöldið hófst svo á eldamennsku skvísuhópsins og hrútsins sem passaði hjörðina... lagt á langborð úti í garði og grillað úrbeinað lambalæri með kartöflum, salati, grænmeti, gulum baunum, hvítlaukssósu og svepparjómapiparostasósu í kötlunum...
Fullkomin ...máltíð eftir einstakan dag með frábærum hópi.
Kvöldið var ungt, bjart, stillt og hlýtt... Ekki vottur af þreytu í mönnum heldur endurnýjaðir stuðboltar eftir ferskt sjávarloftið í heilan dag.
Við sátum við spjall, hlátur, söng, sögur og dans fram á nótt... þar til reykurinn í útiofninum rak menn á fætur...
...til að dansa, sýna fimleika, jógaæfingar og nokkur dansspor... Og við ákváðum að hafa sko alltaf eina jógaæfingu í lok hverrar göngu eftir frábæra sýnikennslu frá Jóni Sig!
Við tók himinbjart næturævintýri niðri í miðbæ Þingeyrar ( 30 sek gangur") þar sem sungið var með 3ja manna kór Þingeyringa sem hét "Séstvarlakórinn" og státaði af frábærum tenórsöngvara og síðar undir gítarleik Þorvaldar Arasonar sem reyndist frændi Hrafnkels og gerði hann okkur ógleymanleg tvö af frumsömdum lögum sínum í gullfallegum texta um íbúa Þingeyrar (...í húsum sem er sjaldan læst...) og forstjóra nokkurs (Þó.... rarinn...).
Sjá myndband Ástu Snorra af öðru laginu - tekið
á síma: Kyngimögnuð ferð sem fer á topp fimm listann í safn Toppfara
Sjá allar myndir þjálfara úr ferðinni á
myndasíðu
Toppfara:
Sjá frábært myndband
Áslaugar Melax
af göngunni á Kaldbak:
Lýsing á þátttöku
fjallahlauparans
Stefáns
Gíslasonar
frá Borgarnesi á Vesturgötunni með fróðleik um hana í
leiðinni:
Minningarblogg Jóns Guðmundssonar um Elís
Kjaran:
Sjá stikluþátt
Ómars Ragnarssonar um Sigurjón á Lokinhömrum og Sigríði á
Hrafnabjörgum:
Sjá minningargrein eftir
Guðjón Ármann Egilsson
um Sigríði Ragnarssdóttur á
Hrafnabjörgum í Mogganum
Sigurður Grímsson,
kvikmyndagerðarmaður hefur gert kvikmynd um
Sigurjón -
www.grimsfilms.is
Sjá fréttir af endalokum búskapar að
Lokinhömrum:
Blogg eins
af unglingunum sem dvöldu árum saman að Lokinhömrum á
sumrin -
Marinó
Muggur Þorbjarnarson: ... og þúsundir annarara vefsíðna um ofangreint... .. og fleiri áhugaverðar vefsíður Vestfjarða:
www.vestfirdir.is
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|