Tindferð 210
Hrútafjöll og Stóri Dímon
Þingvallafjöll nr. 41 og 42
laugardaginn 5. desember 2020
Hrútafjöll og Stóri Dímon Loksins fórum við aftur saman í göngu... laugardaginn 5. desember á Hrútafjöll og Stóra Dímon sem voru Þingvallafjöll nr. 41 og 42 af 46 á árinu 2020... þrjóskan við að klára þessi fjöll Þingvalla keyra okkur áfram þennan síðasta mánuð ársins... og nýtur sóla og líkami góðs af... kærkomin og sérdeilis notaleg og góð samvera... með heilmiklu jeppasafaríi í leiðinni... í logni og vetrarsól sem vék þó fyrir skýjabreiðu sem barst að vestan þegar leið að hádegi...sem hindraði frosthörkuna sem var spáð og gaf okkur því notalegri og mun hlýrri dag en spáð var... Þrátt fyrir að sólin kæmi ekki upp fyrr en rétt fyrir klukkan ellefu... og við lögðum af stað kl. 8:00 frá Reykjavík... að þá var dagskíma á himni í austri þegar keyrt var um Mosfellsheiðina rúmlega átta... skíma sem hvergi sést í borginni fyrir borgarljósunum... Ef við hefðum getað farið þessa göngu í nóvember, þá hefði bílfærið ekki verið vandamál... Það var því ómetanlegt þegar við lögðum af stað upp jeppaslóðann að geta keyrt nokkra kílómetra án nokkurra vandkvæða... Þjálfarar gátu bakkað sér út úr skaflinu... og lögðu honum og við ákváðum að ganga bara frá þessum stað... Við hættum því við að byrja að ganga frá þessum stað, heldur lögðum aftur af stað upp eftir keyrandi... Fínasta leið ofan við Stóra Dímon... sjá hina koma á eftir... en Gulla skildi líka bílinn sinn eftir... Komin ofar, sjá slóðan sléttan og fínan... Þetta gekk ótrúlega vel... og nú var keyrt á fullum hraða til að láta enga skafla gleypa sig ! Siggi komst með stæl alla leið upp eftir á sínum Suzuki Jimny... Við komumst að fjallsrótum og gátum loksins lagt af stað kl. 10:02 í dagsbirtunni sem mætt hafði á svæðið mitt í jeppahasarnum... Við vorum vel heit eftir jeppaævintýrin... ótrúlega gaman að kljást við færið og tosa hvort annað upp úr sköflunum... Stórfengleg sólarupprás tók við fyrsta kaflann upp á Hrútafjöllin... Við vorum agndofa af þessari fegurð... Kálfstindarnir hér í forgrunni... Komin ofar og sjónarspilið hélt áfram... Suðri í Kálfstindum... sem við gengum á í fyrstu Kálfstindaferðinni árið 2010... http://www.fjallgongur.is/tindur37_kalfstindar_010510.htm Kálfstindafararnir frá því 24. október... í sögulegri ferð í miklum vindi en sumarhita... http://www.fjallgongur.is/tindur209_kalfstindar_241020.htm Spáð var miklu frosti þessa helgi... sérstaklega á laugardeginum... allt upp í mínus 20 gráður... en svo kom skýjabakki inn á veðurkortin úr vestri... sem lagðist fyir borgina snemma á laugardeginum og lagðist svo yfir suðvesturhluta landsins... og gaf hlýju sem kom í veg fyrir allt þetta frost sem við vorum búin að búa okkur undir... og enduðum því á að vera vettlingalaus og húfulaus á köflum þennan dag... og í mun betra veðri en oft í tindferðunum... Hrafnabjörg í vetrarklæðunum... Engu líkt að ganga svona í sólarupprásinni... þetta einkennir þennan árstíma... Friðurinn var alger... lognið var algert... það glumdi í frosnum ísnum sem við gengum á á keðjubroddunum okkar... sem voru nákvæmlega rétti búnaðurinn á þessari ávölu og saklausu leið... Botnssúlurnar svo fallega hvítar og saklausar að sjá... Tveggja metra reglan í gildi... við vorum 10 manns... enginn annar en við á svæðinu... Hengillinn með Vörðuskeggja efstan... hann er á dagskrá 19. desember... sem yrði þá 3ja tindferðin í desember af fjórum... Skyndilega vorum við ekki lengur ein í heiminum... heill hópur af ljósum keyrði upp eftir slóðanum sem við fórum um um morguninn... komin hér framhjá Stóra Dímon... sjá litlu blettina hægra megin framan við hann... við vorum ekki viss hvað þetta var... aðrir göngumenn að koma í humátt á eftir okkur ? ... varla... jeppamenn, ha, nei, er það ? ... fjórhjól kannski, já er það ekki... en við giskuðum ekki rétt... Við héldum áfram inn eftir og þurftum að skottast frá suðvesturbungunni yfir á meginfjallgarðinn austan megin... Þar var smá gil á milli sem við komumst auðveldlega upp á keðjubroddunum í gegnum skaflinn... Æji... hér átti að taka mynd af stráinu með klakanum... tókst ekki... Frábær hópur... mikið spjallað... gefandi samvera... ótrúlega kærkomið eftir sex vikna hlé... Tunglið var hátt á lofti og togaði sólina upp með sér... Flosatindur og Agnar... hann er glæsilegur og stelur alltaf senunni á þessu svæði... Við gengum eftir fjallsrana Hrútafjalla á brúninni vestan megin og sáum allt í einu jeppa raðast upp við taglið á Hrútafjöllunum... þarna var komin skýringin... þetta var stór 10 jeppa leiðangur sem var að fara inn að Bragabót og svo áfram... Einhver hafði orð á því að við værum eins og Indjánar sem röðuðu sér upp á brúninni... "Hvað eruð þið að vilja upp á okkar dekk" :-) :-) :-) En það var eitthvað ótrúlega notalegt og fallegt að upplifa að fleiri en við höfum þessa útþrá til að fara á fjöll þrátt fyrir frostið og veturinn og snjóinn og kófið og allt saman... takk jeppaleiðangur, hver sem þið voruð :-) Áfram héldum við dólinu því það var það sem þetta var... dól í rólegheitunum eftir saklausum fjallsbungum Hrútafjalla... Hæsti tindur Hrútafjalla hér framundan vinstra megin við miðja mynd... ... og hæsti tindur Kálfstinda hægra megin... þar sem við stóðum 24. október... Þjófahnúkur vinstra megin... sem við gengum má ásamt Hrafnabjörgum og Tröllatindum þann 19. september... Skjaldbreiður ofar... sem var gengin á þriðjudagæfingu þann 4. ágúst... Tindaskagi og Söðulhólar ofar á mynd sem voru gengin 3. október... Hrafnabjörg hér og Þjófahnúkur með Botnssúlurnar fjær... Tindaskagi hér í fjarska... Síðasti kaflinn upp á tindinn framundan hér... Tindurinn Kleifur í Kálfstindum... með fallega vetrartjörn framar... Takk keðjubroddar... eftir að þið komið inn í líf okkar á fjöllum varð margt léttara... þetta var ekta keðjubroddadagur ! Lögð af stað upp á efsta tind... Baula í sólinni í fjarska... Síðasta brekkan... auðvelt að halda sig bara í grjótinu ef maður treysti ekki broddunum en snjórinn var mjúkur undir þunnri harðir skelinni... Við eigum margar svona myndir af Agnari að standa og njóta með magnað fjallaumhverfi allt í kring... Smá hópmynd hér með Kálfstindana í baksýn... Örn, Kolbeinn, Batman, Davíð. þorleifur, Björgólfur, Gulla, Agnar, Silla og Siggi. Gleði og samvera... takk takk takk... Komin upp á hrygg Hrútafjalla að hæsta tindi... Mjög skemmtilegur... víðsýnn... öruggur... og flottur kafli upp á tindinn... Gátum valið að ganga í grjótinu eða snjónum og þurftum því ekki að spá í jöklabroddana... Tindaskagi þarna niðri... hann er einn af sætustu sigrunum á árinu... Litið til baka... Kleifur og Flosatindur í Kálfstindum... Fremstu menn komnir á hæsta tind... í 836 m hæð með stórkostlegu útsýni til allra átta... Davíð, Gulla, Þorleifur, Kolbeinn, Örn, Agnar, Björgólfur, Siggi og Silla en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn. Við gáfum okkur langan tíma uppi en snerum svo við og ákváðum að fara sömu leið til baka... Við vorum ekki lengi að fara til baka... hver á sínum hraða og hópurinn þéttur öðru hvoru... Við héldum áfram að fylgjast með jeppaleiðangrinum niðri... við vorum fljótari í förum en þau... Komin niður efstu brekkuna... svolítil snjóblinda í þessu skýjaða veðri með sólina að lækka sig aftur á lofti... Litið til baka... Jú... jepparnir komnir af stað meðfram Hrútafjöllum og komnir áleiðis norðar... flott hjá þeim... Á þessum kafla alla leið í bílana varð birtan göldrótt... Stutt í sólina og hlýir litir hennar skreyttu himinhvolfið í gegnum skýin... Loksins höfðum við náð að sigra þessi fjöll... sem við ætluðum upphaflega á í janúar á þessu ári... Hvílíkur sigur að þrjóskast við að gera þetta... þjálfarar voru svo þakklátir leiðangursmönnum fyrir að vera til í þetta... Pása með 2ja metra bili milli manna... þetta er erfitt... eins og hjá öllum í samfélaginu... meðal annars þríeykinu sjálfu... Flosi hér með ævintýramönnunum Agnari og Davíð... Ókleifur tindarnir tveir í Kálfstindum sem við höfum ekki farið upp á... ennþá... en alltaf að spá samt... Litið til baka ... efsti tindur þarna lengst í hvarfi vinstra megin... Birtan var mögnuð og næst hvergi vel á mynd í raun... Hér vorum við komin að gilinu sem skilur á milli vestari og austari fjallsbungnanna... Fremstu menn fóru of utarlega að brúninni í leit að góðum stað og Þorleifur rann til í brekkunni því miður... Aftari menn fóru niður innar sem var betri leið... og Davíð renndi sér á ísexinni til að æfa takið... Þorleifur rispaði sig talsvert á kjúkunum á annarri hendinni enda berhentur í göngunni Blóðið lak í stríðum straumum... þetta voru grunn sár en mörg og það blæddi vel úr... Þorleifur bar sig vel eftir óhappið enda jákvæður með eindæmum og aldrei með barlóm sama hvað... Náttúran í vetrarhamnum... Sólarlagið var hafið... þetta var stuttur dagur... Síðasti kaflinn niður af suðurbungunni... Bílarnir þarna framundan... þetta tókst... klakklaust fyrir utan rennuna hjá Þorleifi... Við gáfum okkur góðan tíma við bílana áður en við lögðum af stað niðurn eftir... vitandi að okkar beið að losa tvo bíla úr sköflum... Gangan á Hrútafjöll var alls 9,3 - 9,7 km á 4:20 - 4:27 klst. upp í 836 m hæð með alls 619 m hækkun úr 484 m upphafshæð. Leiðin á korti. Björgólfur dró Davíð hér upp úr kantinum á veginum þar sem þeir skildu hann eftir á leið upp eftir um morguninn... Sýnin upp eftir... við vorum mjög fegin að hafa ekki þurft að ganga alla þessa kílómetra upp eftir... Áfram niður eftir keyrðum við... en Davíð festi sig á einum löngum snjósköfnum kafla og Kolbeinn dró hann snarlega upp úr því... allt náðist þetta á myndband og er í myndbandinu af ferðinni á youtube (tengill neðst í sögunni hér). Jebb... allir skelltu sér á Stóra Dímon... hann var mun styttri og léttari ganga en við áttum von á... Við vorum nokkrar mínútur upp... Uppi var skemmtilegt móbergsslegið landslag... Þarna var farið að snjóa og veðrið versnandi... við vorum ekkert smá heppin með veðrið þennan dag ! Snillingar þetta lið ! Þessi steypri klumpur var á tindinum... og við veltum fyrir okkur sögunni á bak við hann... Við tókum smá hring uppi á Stóra Dímon... bara svona til að fá eitthvað út úr þessum túr... ... og drifum okkur svo niður... ennþá dagbjart og nægur tími til stefnu... það var ótrúlegt... Stóri Dímon reyndist vera 393 m hár með 62 m hækkun úr 330 m upphafshæð á 0,7 km göngu í 23 mínútur... Þá var fjórða og síðasta bílabjörgunin eftir... að draga Þorleif upp úr skafli morgunsins... Það tókst eftir smá erfiðleika þar sem bandið hans Kolbeins slitnaði... Kærar þakkir Björgólfur minn ! Við keyrðum í einni samfelldri halarófu niður eftir út á Lyngdalsheiðina... Veðrið versnaði áfram og það dimmdi fljótt... við vorum komin í rökkur á Þingvöllum... og myrkur þegar við vorum komin í bæinn klukkan 16:30... hvílík nýting á stuttum degi... hvílíkt magn af ævintýrum og upplifunum og náttúrutöfrum á einum stuttum desemberdegi... Hjartansþakkir elsku félagar fyrir að leggja í hann með okkur þennan fallega dag ! Gps-slóðin á Hrútafjöll hér: Gps-slóðin á Stóra Dímon hér: Myndbandið af ferðinni hér: |
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|