Tindferð 208
Tindaskagi og Söðulhólar
laugardaginn 3. október 2020
Tindaskagi og Söðulhjólar Komin á efsta tind á Tindaskaga... með Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu á hægri hönd... Ok og Fanntófell út af mynd á þeirri vinstri og fjallakrans Þingvalla svo allan hringinn... brattur, margslunginn, illfær og mjög fáfarinn fjallstindur... ... fundum góða leið upp í brölti og hliðarhalla í mjúkum snjónum utan í lægri illfærum tindum eftir áralangar pælingar á þennan svipmikla og nokkurra kílómetra langa langþráða fjallshrygg sem oftar en einu sinni hefur verið frestað vegna veðurs eða færðar... ... lygnt og milt veður... gott skyggni og einstök birta sem einkennir einmitt þennan árstíma... fyrsta snjóföl vetrarins byrjuð að skreyta efstu fjallstinda en ennþá þrungnir haustlitir á láglendi... töfrar árstíðaskiptanna þar sem við bókstaflega upplifðum haustið afhenda vetrinum keflið... ... fágætt útsýni baksviðs í þessum tignarlega og sjaldfarna fjallasal... aðdáunarverð frammistaða leiðangursmanna sem fóru þetta í glimrandi gleði og öryggi þrátt fyrir að vera sumir í sinni fyrstu vetrarferð eða í fyrsta sinn á broddum... nýliðar klúbbsins eru svo sannarlega með þetta... Takk allir fyrir töfrandi flottan dag... svona er veturinn... kærkomið ævintýri á hverju strái ef maður bara reimar á sig gönguskóna og leggur af stað... alls um 7 km á 4,5 klst upp í 831 m hæð með um 700 m hækkun... fyrir utan Söðulhóla sem við skelltum okkur svo upp á í bakaleiðinni á rúmum hálftíma :-) ... og tímdum samt ekki til baka inn í borgina... eftir ævintýralegan jeppaleiðangur að fjallsrótum og til baka sem var magnaður einn og sér... snilldin ein með bestu göngufélögum í heimi Ferðasagan hér: Einn af kostunum við vetrarferðirnar eru stórkostleg dagrenningin sem bíður okkar keyrandi að fjallsrótum... Þingvellir... það sem allt snýst um árið 2020... Þegar keyrt var inn Uxahryggjaleið frá þjónustumiðstöð Þingvalla... blasti þessi fjallshryggur við... Hann virkar svo lítill og smár í samanburði við alla fjallshryggina austan megin á Þingvöllum... Eingöngu jeppar og jepplingar komust keyrandi inn að Tindaskaga... og af þeim er meira en nóg í klúbbnum... Skjaldbreiður er kóngurinn á svæðinu... stelur oftast senunni... og gerði það einnig þennan dag... Skálinn við Gatfellið norðan við Mjóufellin... þar var líf... fólk... jeppar... hundar... Litið til baka... það dreifðist nokkuð úr bílaflotanum... Hrafnabjörg og Tröllatindarnir... sem við gengum á tveimur vikum áður... í vindi og stöku rigningu... http://fjallgongur.is/tindur207_hrafnabjorg_trollatindar_thjofahnukur_190920.htm
Þessi öxl eða höfði var áætlaður uppgöngustaður þjálfara sem höfðu skoðað fjallið vel síðustu ár Bílunum lagt við jeppaslóðann í langri röð... Alls 11 bílar og 28 manns... þeir sem ekki voru á hærri bílum skildu þá eftir við Meyjarsæti og fengu far þennan spöl inn eftir og þá með andlitsgrímu í bílnum og góða loftun á leiðinni... Það tók okkur 1:45 klst. að koma okkur úr bænum að fjallsrótum... smá wc-stopp í þjónustumiðstöðinni á þingvöllum (úr því hún var óvænt opin þar sem tjaldsvæðið var ennþá með þó nokkuð af tjöldum og tjaldvögnum á svæðinu sem kom á óvart)... þó nokkrum tíma sem fór í að raða í jeppa við Meyjarsæti og svo keyrslu inn eftir... Við lögðum því af stað kl. 10:04... Frost í jörðu... en algert logn... háskýjað og nokkuð milt í veðri... Höfðinn reyndist greiðfærari en við áttum von á ásýndar keyrandi að honum um morguninn... Útsýnið blasti fljótlega við... stórglæsilegt og með algerlega nýja sýn á svæði Þingvalla... Bílarnir hér... Söðulhólar dökkir tveir samliggjandi nær og Ármannsfell ljósara vinstra megin... Jarðvegurinn rakur... gott tak í mosanum og grjótinu... þetta var þétt upp... en greiðfært... Sýnin suður með Tindaskaga... hann er ótrúlega langur miðað við að hann virðist svo smár og umsvifalítill í samanburði við aðra hryggi á svæðinu... Hrafnabjörg þarna lengst hægra megin með snjó í efri hlíðum... Sandra og Fanney hér fremstar á leið upp... nýliðar ársins koma nautsterkir inn í klúbbinn og eiga sannarlega erindi... Botnssúlurnar í nærmynd... Söðulhólar dökkir nær...langt Innra Mjóafellið endilangt í gegnum myndina... Þegar komið var upp blasti þessi leið við hér upp á hrygginn á Tindaskaga... Gunnar og María Elíasar voru þau einu í hópnum sem gengið höfðu hér upp áður... og komust þá alla leið ásamt Önnu Siggu og Gerði Jens Toppförum í annarri tilraun upp á tindinn eftir að hafa þurft frá að hverfa frá norðurendanum... þau fóru upp norðan við höfðana... en við vorum sunnan við þá... sömu megin og Ísleifur fór á sínum tíma og komst alla leið... https://www.flickr.com/photos/131335443@N06/albums/72157662121200262 Landslagið hægra megin við höfðana... Allir komnir upp á höfðann... eins metra reglan í gildi og allir að reyna að vanda sig sem mest í þeim efnum... Tindurinn í hvarfi hér... en þessi hvíti sem sést efstur hér olli okkur smá vandræðum á uppleiðinni... Við þurftum að fara niður af höfðanum að hluta til að geta haldið áfram... Komin innar hér neðan við brekkuna... þetta var könnunarleiðangur þar sem þjálfarar leituðu að leið út frá útreikningum þar sem engin leið er að vera viss um hvað bíður manns fyrr en maður er kominn á staðinn... eitt mesta kikkið sem gefst í fjallgöngunum er einmitt það... að fara á nýjar slóðir og finna leiðir á tinda sem maður hefur aldrei komið á áður... og komast alla leið... eins og þennan dag... Hópurinn þéttur hér áður en haldið var á seinni höfðann... Frá honum sást í geil nokkra sem gaf okkur færi á að geta tekið stefnuna beinnar í áttina að tindinum... Litið til baka... Þaulvanir félagar einnig með í þessari ferð... sem hafa farið ótal margar mjög krefjandi göngur þar sem vel reynir á allt... Katrín Kjartans og Lilja Sesselja... sem eru með allra öruggustu fjallgöngumönnum Toppfara frá upphafi... ólofthræddar og mjög yfirvegaðar við erfiðar aðstæður hvort sem það er í bratta eða erfiðu veðri... aðdáunarverðir styrkleikar sem gefa mönnum margar kyngimagnaðar göngur sem menn myndu annars veigra sér við að mæta í... því erfið veður og krefjandi göngur eru hindrun fyrir marga í tindferðunum... en einmitt þær ferðir sitja mest og efst í minningunni... þær sem reyndu mest á mann... þöndu mann til hins ítrasta... Geilin eða skorningurinn reyndist fínasta leið upp í efri hlíðarnar á Tindaskaga... Gleðin var alltumlykjandi og mjög smitandi... snillingar þetta lið ! Ofan við geilina tók við grýttur ás sem við tókum í einum rykk upp á brúnina á hrygg Tindaskaga... Litið til baka.... geilin þarna niðri... Ofan af hryggnum var komið upp á brúnina á hryggnum sjálfum... og þaðan blasti töfralandið austan við Tindaskaga við... Klukkutindar... Skefilsfjöll... Kálfstindar... Hrútafjöll... Tindaskagi til suðurs hér... snjóugi / fennti hlutinn... en svo var langur kafli á honum snjólaus enn sunnar.... Söðulhólar... Mjóufellin, Ármannsfell, Botnssúlurnar og Hvalfell... Betri sýn á Klukkutinda, Skefilsfjöll, Kálfstinda og Hrútafjöll... Örn og fleiri skoðuðu leiðina upp á þennan aukatind hér til að komast áfram eftir fjallshryggnum í áttina að þeim hæsta... ... við hin komum okkur í rólegheitunum saman undir tindinum á meðan og nutum útsýnisins... Eftir talsverða bið þar sem Örn var búinn að snúa frá tindinum og farinn austan megin í hliðarhalla undir honum að kanna leiðina Þegar Örn kom til baka sagðist hann hafa fundið ágæta leið neðan undir lægri tindinum og upp hinum megin en óvíst væri svo með framhaldið... og það yrðu allir að vera á broddum gegnum þennan hliðarhalla... svo það var ágætt að við nýttum tímann á meðan við biðum... Þetta reyndist vera fínasta leið í góðu færi og ágætis hliðarhalla þar sem nóg plass var til að fóta sig örugglega... Færið gat ekki verið betra... mjúkt og rakt þannig að vel var hægt að stíga góð spor í jarðveginn... Klukkutindar og Skefilsfjöll kölluðu stöðugt á okkur... hey, sjáiði okkur... ! Mjög falleg en í raun ólík fjöll... Klukkutindarnir ávalir þó brattir væru... Skefilsfjöllin skafin í oddhvassar brúnir... Klukkutindarnir voru gengnir í ansi fámennri en magnaðri ferð árið 2017: Í þeim leiðangri höfðum við engin viðmið frá öðrum... engar upplýsingar á veraldarvefnum um göngur á þá... og urðum þá eins og núna að finna leið eftir því sem landslagið leiddi okkur... en Tindaskagi hafði það þó umfram Klukkutinda að við höfðum margoft getað mænt á þá og spáð í leiðir á meðan Klukkutindar eru í hvarfi almennt frá Þingvallafjöllunum og sjást lítið sem ekkert nema fara alveg inn í þennan dal sem er hulinn sjónum... nema keyra langa leið á jeppa... þannig að engin leið var að spá í uppgönguleið á þá fyrr en komið var á staðinn... og þar lentum við í mjög bröttum kafla í hörðu frostfæri þar sem vel reyndi á öryggi á jöklabroddum og var bara fyrir örugga göngumenn... Í þessari sömu ferð fundum við samt líka góðar leiðir upp á Skefilsfjöllin... svo þau bíða nú óþolinmóð eftir okkur... og segjast ekki skilja afhverju þau séu ennþá eftir... Aftur að Tindaskaga... þessi hliðarhalli var fínn í austurhlíðunum... Skriða hér framundan... og Hrútatindar hægra megin... sem má ekki rugla við Hrútafjöllin sem liggja austan við Hrafnarbjörg mun sunnar á svæðinu... Skriðutindar eru svo enn austar í hvarfi, hinum megin við Skriðu og eru talsvert brattir og torfærir að sjá úr fjarlægð... það verður mjög spennandi að ganga á þá einn daginn... Fremstu menn komnir vel á veg út eftir... Hlöðufellið vel sjáanlegt núna við hliðina á Skriðu... Litið upp á brattann neðan við tindinn þar sem Þorleifur fótaði sig yfir... Talsverður bratti hér upp á hrygginn aftur en vel fært og gott hald í jarðveginum... Örn beið eftir síðustu mönnum sem gaf þeim styrk sem ekki eru vanir þessu brölti... Ekkert hik á mönnum og öllum gekk vel hér upp... magnaður þessi hópur ! Þá var gott að hafa Guðmund aftast því hann er ólofthræddur og mjög öruggur í bratta Komin upp á hrygginn og ekkert framundan nema ævintýri að hæsta tindi... ... til norðurs í áttina að Skjaldbreið... Einhver uggur í mönnum með að fara þessa sömu leið til baka... og þjálfarar byrjuðu að skima eftir annarri niðurgönguleið Klukkutindar og Skefilsfjöll... við fengum ekki nóg af þeim... Víðmynd af þeim ásamt Hrútafjöllum og Kálfstindum... Leiðin norður að hæsta tindi Tindaskaga var virkilega falleg og fjölbreytt... Litið til baka... kvenþjálfarinn var uggandi yfir Gunnari og Þorleifi... en svo kom Gunnar upp sömu leið og við... Já... þetta var fjölbreyttur fjallshryggur þessi Tindaskagi... Engir torfærir kaflar og bara fegurð... Handan við hornin blöstu aðrir hvassir tindar við... Snjórinn mjúkur og hvergi hálka... Reyndum að halda eins til tveggja metra fjarlægð milli manna... Litið til baka... Tindurinn var handan við þessa hvassbrýndu kletta hér nær.. Það væri áhugavert að koma hér að sumri til og upplifa móbergið í sínum litum... ... færið án efa betra nú með snjóinn ofan á lausrúllandi steinvölunum ofan á móberginu... Himininn var svo fagur þennan dag... Örninn lentur á hæsta tindi Tindaskaga... og hópurinn á eftir... Skjaldbreiður að leggja blessun sína yfir þennan dirfskufulla gönguhóp sem leitar stöðugt að nýjum ævintýrum... ferskum sjónarhornum... og ókunnum slóðum að kynnast í návígi undir fótum sínum fráum... Mjög falleg leiðin á tindinn... Fanntófellið... Okið... Þórisjökull... Skjaldbreiður... allsendis nýtt sjónarhorn á þessi fjöll... Sýnin til suðurs... eftir öllum Tindaskaganum... Hrútafjalla- og Kálfstindahryggirnir vinstra megin... Mjög flottur tindur takk fyrir ! Fanntófellið... Okið... Þórisjökull að hluta í nærmynd... Austurbrúnir Tindaskaga voru brattar alla leið niður... Sjá hvernig skriða hefur fallið hér eitt sinnið niður Tindaskagann... Hlöðufell... Skriða... Hrútatindar sunnan við Skriðu og Klukkutindar hægra megin... eldsumbrotasvæðið í allri sinni fallegu dýrð hér niðri... Það var þess virði að staldra við og taka myndir... Hópurinn að koma sér á tindinn... Ljósmynd ferðarinnar... hópurinn á tindinum... og útsýnið og landslagið fangaðist með á myndinni... Allir þakklátir... fyrir að vera hér... á þessum stað á þessari stundu... Ef við bara hefðum vitað að þetta var síðasta helgin sem leyfilegt var fyrir gönguhópa að fara saman á fjöll... Litið til baka... Tindurinn mældist 831 m hár... já... Góður nestistími á tindinum... Batman er svo lánsamur að eiga góða vini í klúbbnum sem gauka að honum hundanammi... Svalt að sitja of lengi og borða... en mikið erum við orðin vön að snæða í kulda og snjó... Það var kominn tími til að snúa til baka... þjálfarar spáðu mikið í niðurgönguleið hér niður austurhlíðarnar... Hópmynd af 28 leiðangursmönnum Tindaskaga...
Agnar,
Ásmundur, Bára, Bjarni,
Bjarnþóra, Guðmundur V.,
Guðmundur Jón, Gunnar,
Gylfi, Haukur, Jóhanna D.,
Katrín Kj., Kolbeinn,
Kolbrún Ýr, Kristbjörg,
Lilja Sesselja, Margrét
Páls., María E., Marta,
Oddný, Sandra, Sigga Lár.,
Sigrún Bjarna., Sigrún
Eðvalds., Vilhjálmur,
Þorleifur, Þórkatla, Örn.
Snúið til baka... ... til að byrja með sömu leið og upp á tindinn... ... til suðurs eftir hryggnum... Stór og algerlega frábær hópur á ferð... Myndirnar virka sumar svo dimmar... en birtan þennan dag var alls ekki myrk... heldur þvert á móti björt og friðsæl... Leiðin til baka... svo falleg... Sjá hvassa tindinn þarna í fjarska þar sem Þorleifur kom yfir... Mikið spjallað og gefandi samveran þennan dag... Sjá tindinn vinstra megin sem við sniðgengum austan megin við á uppleið... Komin að staðnum þar sem við komum upp bröttu brekkuna fyrr um daginn... Riddarapeysumynd ekki spurning... landslagið var algerlega í stíl við þessar peysur ! Jóhanna Diðriks, Gulla, Guðmundur Jón, Bjarnþóra, Katrín Kjartans, Kristbjörg, Sigga Lár, Bjarni, Kolbeinn, Þórkatla og Örn. Þjálfarar ákváðu að prófa að fara aðra leið til baka... vestan megin... strákarnir höfðu horft á hana í bakaleiðinni og litist vel á... Hún lofaði góðu til að byrja með... Fyrst niður hæsta hrygginn og svo niður að lægri brekkunni... Litið til baka upp með hryggnum... Svo reyndi á hvort þessi brekka var í lagi niður... Guðmundur Víðir, Kolbrún Ýr, Katrín Kjartans og Guðmundur Jón... öllu vön... sagan að baki þessa fólks sem hefur einhverja óbilandi fjallaástríðu sem veldur því að þau mæta allan ársins hring árum saman í alls kyns göngur og láta hvorki veður né erfiði hamla för... Flott leið hér... hún var mun saklausari en hliðarhallinn og bratta leiðin upp austan megin... Við vorum ekki lengi hér niður... í hlátrasköllum og hífandi samræðum... Og svo út eftir hér niður að hryggnum sem stóð yfir geilinni góðu... Frábær leið... við mælum með henni upp og niður hér fyrir þá sem vilja ekki fara hliðarhallann austan megin... Litið til baka... Hópurinn þéttur hér við hrygginn ofan við geilina... Geilin hér framundan... við vorum hólpin og gátum hætt að hafa áhyggjur af niðurleiðinni... Ákveðinn léttir þar sem margir voru uggandi yfir niðurgönguleið sem stefndi í að vera tilraunakennd með óræðum endi... Niður um geilina... Söðulhólarnir farnir að klappa saman lófum af tilhlökkum yfir komu hópsins til þeirra... Móbergið var klárlega greiðfarnara í snjónum en ella... Fremstu menn ákváðu að freista þess að fara bara beint upp móbergið Komin í autt færi og snjólínan óðum að hverfa... Miklu skemmtilegra að fara aðra leið til baka... Smá klöngur hér en bara gaman á stuttum göngudegi... Smá brölt hér... Sumir fóru upp þetta horn... Agnar skoppaði á milli beggja leiða... Það er eins og einhverri óræðri birtu stafi af fólki þarna uppi... englabirta... Gylfi og Gunnar hjálpuðu mönnum hér upp... það var gott að fá að stíga á stafinn hjá Gunnari... takk :-) Magnaður tindur að baki þarna uppi... Komin út höfðann og lögð af stað niður berjabrekkuna góðu... Samveran og samræðurnar í göngum á fjöllum þar sem fólk kemur úr öllum áttum, atvinnugreinum, reynsluheimi, aldri... er mjög gefandi... Það eru hrein forréttindi að upplifa einmitt þessa samveru... Í bakaleiðum almennt er þetta andrúmsloft sérstaklega einkennandi þar sem hún er afslappaðri Höfðinn... flottur kafli á þessum fjallshrygg... Magnaður útsýnsstaður til Þingvallavatns og Hrafnabjarga... hér hafa ansi fáir staðið... Góð brekkan niður og allir öruggir í að fóta sig... Haustlitir og berjamó neðar sem afvegaleiddi marga... ... og auðgaði bara daginn enn frekar... yndislegt... Þingvallafjallasafnararnir Katrín Kjartans, Guðmundur Jón og Vilhjálmur... Takk ! ... fyrir magnaðan tind og frábæra frammistöðu takk fyrir ! Komin niður eftir 6,7 km göngu á 4:29 - 4:34 klst. upp í 443 m hæð með alls 730 m hækkun úr 314 m upphafshæð. Leiðin á korti... sjá höfðann... og hvernig við fórum austan upp og svo vestan megin við lægri tindinn niður... Sjá fjær á korti í afstöðu við önnur fjöll á svæðinu.... Jebb... þetta var ekki búið... keyrt til baka til suðurs meðfram Tindaskaga... hann er sannarlega langur já ! Söðulhólar framundan hér... Litið til baka á hina bílana að koma... Síðari fjallstindur dagsins var sem sé Söðulhólar... sem er tvítindur hryggur í mýflugumynd... Höfðinn okkar... tindurinn ofar sem við sniðgengum... og sá hæsti í hvarfi við kraðakið þarna uppi... Við vorum ekki lengi hér upp.. slepptum bakpokunum og skutumst þetta bara... Meðan við lögðum af stað upp... var Gunnar á leið niður en hann hafði skokkað frá Tindaskaga yfir hraunið og upp á Söðulhólana á meðan María Elíasar keyrði bílinn á milli... þetta eru fjöllin þeirra... Þingvellir eru þeirra bústaðarland... Einmitt þetta að skjótast svona milli fjalla í stað þess að eyða tímanum í að bíða... þjálfar mann og heldur líkamanum vel við... að grípa svona tækifæri eins og hægt er þegar þau gefast... í stað þess að sleppa og stytta þegar hægt er... skiptir á milli feigs og ófeigs í því að viðhalda góðu fjallgönguformi árum saman þegar árin færast yfir... til fyrirmyndar hjá Gunnari og dæmigert fyrir hann enda heldur hann sér í toppformi endalaust... Sólin byrjaði að skína þegar við gengum á Söðulhóla... eins og náttúran væri að klappa fyrir okkur... Tindaskagi og hæsti tindur hans veifaði og þakkaði fyrir sig... Auðveld leið upp á ávölum hryggnum... Ármannsfellið og Botnssúlurnar svo fallegar í sólinni... Hrútafjöll, Hrafnabjörg og Tröllatindar austar... Tindaskaginn frá suðurendanum... ... og áfram til norðurs... þar til snjórinn tók við í efstu tindum... Fremstu menn komnir upp á efsta tind á Söðulhólum... Afstaðan frá Tindaskaga... báðir tindar dagsins á mynd... Litið til baka... Breytilegt landslagið og bergið í þessum hólum... Fanntófellið, Okið og Þórisjökull í fjarskanum... Önnur nærmynd af Botnssúlum þennan dag... þessi nýji sími þjálfarans tekur greinilega mjög góðar nærmyndir ! Suðvesturhlíðar Tindaskaga... Margrét Páls gleymdi sér í berjamó á leið upp og aftari þjálfari beið eftir henni meðan hópurinn gekk upp á tindinn... Útsýnið ofan af efsta tindi til norðurs... lægri tindur Söðulhóla... Skjaldbreiður eins og kóngurinn á svæðinu... Tindaskaginn þar sem hann rís hæstur... þarna vorum við fyrr um daginn... Mikil gleði og kátína glumdi í hópnum þennan dag... yndislegt... Gulla, Bjarni, Örn og Oddný opnuðu fyrir hjartastöðina og önduðu að sér fjallorkunni í tvær mínútur... Viðleitni til að ná hópmynd með aðaltind dagsins í bakgrunni... nokkrir því miður farnir niður... Gulla, Þorleifur, Oddný, Lilja Sesselja, Bjarni, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Margrét Páls, Fanney, Sandra, Sigrún Bj., Kolbeinn, Sigrún E., Haukur, Þórkatla, Agnar, Örn, Marta Rut og Kristbjörg en Bára tók mynd. Alls fóru 24 manns upp á Söðulhóla... allir nema María sem sótti Gunnar á bílnum, Gylfi sem beið niðri og Guðmundur Víðir og Kolbrún Ýr sem keyrðu í hina áttina frá Tindaskaga og lentu eflaust í mjög skemmtilegum jeppaleiðangri eftir fjallshryggjunum á svæðinu alla leið niður á Lyngdalsheiðina... Við renndum okkur niður af Söðulhólum leikandi létt með enga bakpoka... Gott niðurskokk eftir flottan Tindaskagann fyrr um daginn... Mjög falleg leið á lág saklaus fjöll... Alls 1,4 km á 0:43 klst. eða styttra... upp í 443 með alls 148 m hækkun úr 314 m upphafshæð... Við ætluðum ekki að geta hætt að spjalla og njóta og vera til á þessum stað á þessari stundu... Það var eins og við fyndum það á okkur að þetta væri síðasti dagurinn á þennan máta í nokkurn tíma... Í bænum beið okkar Covid-19 vandræðin... þar sem 75 manns greindust með veiruna á einum sólarhring... og við vissum innst inni að nú var alvara á ferð og þetta myndi þýða auknar samkomutakmarkanir sem gætu hugsanlega haft áhrif á okkar líf í Toppförum... sem það og gerði... því miður... tvær næstu þriðjudagsgöngur aflýstust að tilmælum yfirvalda þegar þetta er skrifað... hugsanlega varð bannið enn lengra en það... Takk fyrir okkur Tindaskagi ! Äkstursleiðin var skemmtileg til baka... en þessir jeppaslóðar skreyta án efa þessar ferðir ekkert síður en gangan sjálf... Meyjarsætisleiðin til baka... mögnuð... Komin til Þingvalla... sýnin til baka að Tindaskaga sem hér sést allur sunnan megin... Hrafnabjörg og Tröllatindarnir sem virðast algerlega ófærir að sjá úr fjarska... http://fjallgongur.is/tindur207_hrafnabjorg_trollatindar_thjofahnukur_190920.htm Syðsta súla... sem var gengin í annað sinn á árinu fyrir Þingvallafjallasafnarana í byrjun september... http://fjallgongur.is/tindur205_sydstasula_050920.htm Komin upp á Mosfellsheiðina keyrandi... og litið til baka að Botnssúlum... Ármannsfelli... Skjaldbreið... og norðurhluta Tindaskaga lengst til hægri á myndinni... nú horfum við öðrum augum á þennan fjallshrygg hér með... vitandi nákvæmlega hvernig landslagið lítur út á honum í nálægð... Takk Ísland...
Gps-slóðin á Tindaskaga:
Gps-slóðin
á Söðulhóla: |
|