Þjórsárdalur
Háifoss Granni Fossárgljúfur Stöng og
Gjáin
Gullfalleg
yndisganga niður fossaröðina í Þjórsárdal
Stórfengleg
ganga um Þjórsárdal í blíðskaparveðri var farin laugardaginn 13.
júní...
Þetta var
fyrsta rútuferð ársins... þar sem nú var endað á öðrum stað en
lagt var af stað frá...
og því gripum við tækifæri og breyttumst
í svolítinn ferðamann með því að koma við á Hjálparfossi
sem
gjarnan er nefndur með hinum fossunum í Þjórsárdal... þeim
neðsta af þeim sem við skoðuðum þennan dag...
Þekktur foss og
sérlega fallegt nafn...
Afreksmenn...
Bjarni, Örn og Kolbeinn
Eftir 1,5 klst.
akstur upp í Þjórsárdal tók við akstur upp á hálendið ofan hans
að Háafossi framhjá Hólaskógi og þar blasti þetta skilti við
þegar við komum og hófum gönguna... mjög lítið skrifað um
Háafoss á veraldarvefnum og ekkert um stórfenglegt gljúfrið og
þá dýrð sem bíður þeirra sem ganga niður í það... en það gerðu
þjálfarar tveimur vikum áður, um hvítasunnuhelgi og uppgötvuðu
þennan stórkostlega stað sem gljúfrið sjálft er... ekki bara
brúnirnar ofan þessa tveggja fossa...
Sjá fallega
lýsingu hér af vefnum Ísland í hnotskurn:
Fossá fellur
fram af hálendisbrúninni í þröngum dal, Fossársdal, innst í
Þjórsárdal. Vatnið er yfirborðsvatn og lindarvatn og rennslið að
meðaltali um 7 rúmmetrar (eða tonn) á sekúndu.
Áin steypist
ofan mikilfenglega hamra í tveimur fossum. Sá stærri var lengst
af nafnlaus en jarðfræðingurinn Helgi Pjeturs nefndi hann
Háafoss árið 1912. Fallhæðin er 122 metrar og er fossinn sá næst
hæsti í landinu (á eftir Glym í Hvalfirði). Annar foss, nokkru
lægri, blasir við skammt frá Háafossi. Franskur verkfræðingur og
samstarfsmaður Helga, André Courmont, nefndi hann Granna.
Jarðlögin
við fossana, nálægt 2 milljón ára gömul, eru úr þykkum hraunum
að ofan en undir þeim ber mest á gosbergi undan ísaldarjöklum,
svonefndu móbergi, þ.e. þjöppuðum og samansteyptum gjóskulögum.
Auðveldast leiðin að fossinum er um línuveginn sem liggur í
norðvestur frá akveginum að Sultartangavirkjun, framhjá
Hólaskógi. Leiðarmerkingar vísa á leiðina.
Vegur liggur
af línuveginum að palli við fossagljúfrið en þaðan er einstakt
útsýni. Eru allir hvattir til að gæta varúðar við brúnirnar.
https://www.islandihnotskurn.is/Page.aspx?ID=174
Við hófum gönguna í 421 m hæð og gengum niður í mót þennan dag sem var
yndislegt...
Stígur liggur
frá bílastæðinu merkt Háafossi og stuttu síðar leiðir slóðinn
mann að brúnunum ofan Háafoss og Granna...
Mögnuð brún...
þetta var yfirlýst yndisganga og við ætluðum að staldra lengi
við á hverjum stað og taka myndir og anda og hugleiða...
það tókst með ágætum þennan dag á dásamlegu dóli allan daginn...
Háifoss vinstra
megin og Granni hægra megin...
fyrrnefndi vatnsmeiri og frífallandi... sá síðarnefndi minni um
sig og rennur meira niður með berginu...
báðir kyngimagnaðir... sérstaklega niðri í gljúfrinu sem beið
okkar síðar um daginn...
Háifoss með
skaflinn neðan við sig... ljóslitaða bergið ofan í ánni og upp
bergið að hluta...
mosavöxnu risaklettanösina...
skaflana bak við sig... marglaga bergið í kringum sig...
Granni... innst
í gljúfrinu... með nokkra litla rennandi í kringum sig allan
hringinn... marglaga niður klettana...
ennþá skafl yfir alla ána innst... dimman var meiri þarna en
utar í gljúfrinu... en töfrarnir þeim mun meiri í raun...
Stórkostlegur
staður...
... og svo kom smá regnbogi kom þegar sólin náði að skína gegnum
skýin en hún var lítið í boði þarna fyrst um daginn...
Logn hins vegar
og hlýtt...
milt og friðsælt veður og við gátum ekki annað en
fagnað þessum dýrindis náttúruundrum...
sem voru þarna si svona fyrir okkur til að njóta ein í
heiminum... það er langt í frá sjálfgefið...
Okkur varð
sumum starsýnt á stóra steininn sem Háifoss lemur stöðugt
fallandi á...
að hann skuli ekki gefa sig eftir allan þennan þrýsting árum
saman...
við skoðuðum hann líka þegar við komum niður í gljúfrið
og dáðumst enn meira að styrknum þá...
Fossárgljúfur... hérna verður maður að koma með börnin sín og
barnabörn...
sýna þeim þennan töfrastað...
Eftir góða
stund ofan fossana gengum við eftir stígnum niður í gljúfrið en
það er talsverður spölur fyrst út eftir gljúfrinu og svo
niður...
svolítið villandi en þetta er líka leiðin sem menn ganga niður í
Stöng og fara þá ekkert ofan í gljúfrið...
en það gera físt fæstir... flestir fara ofan fossana og svo
stíginn niður í Stöng eða öfugt og þá upp eftir
en sleppa gljúfrinu sjálfu en þar eru mestu töfrarnir...
Flottur
útsýnisstaður á miðri leið niður eftir...
Þegar farið var
fram á brúnirnar þar mátti sjá báða fossana betur...
þetta er
eiginlega betri útsýnisstaður en sá efri...
Sjá mosavöxnu
klettanösina hægra megin við Háafoss... hvílík fegurð...
sjá þarna steininn sem fossinn lemur stöðugt á... hvílík
störukeppni... hvorugur gefur sig...
Svona leit
þetta út í könnunarleiðangri þjálfara 30. maí 2020...
sjá skaflinn liggja utan í klettunum við Háafoss...
Við héldum að hann hefði fallið niður og væri þessi skafl sem
hópurinn gekk á 13. júní
en hér sér maður að hann er líka þarna niðri 30. maí og skaflinn
utan í klettunum hefur þá einfaldlega bráðnað...
Sjá leiðina hér
niður eftir... áfram heldur svo þessi slóði utan í hlíðunum alla
leið niður í Stöng...
en við áttum eftir að fara tvo króka út af þeirri leið þennan
dag...
inn gljúfrið að fossunum annars vegar og svo að gljúfrinu neðar
hins vegar
og þaðan niður með
ánni þar til hún er komin á sléttlendi...
Í
könnunarleiðangri þjálfara tveimur vikum áður þá rennblotnuðu
þeir við að fara inn í gljúfrið
og því þorðum við ekki öðru en
ráðleggja öllum að skilja bakpokana eftir hér og fara í
regnföt...
annars yrðum við blaut það sem eftir væri göngu og
það var ekki spennandi í byrjun leiðarinnar...
Allir mættu því vel
búnir og tilbúnir til að blotna í þessu ævintýri sem beið okkar
þarna inni...
Mjög falleg
leið og greið á slóða allan tímann en þó meira klöngur innar...
Síbreytilegt
landslagið þennan dag þrátt fyrir frekar lítillátt yfirbragð á
leiðinni séð úr fjarska...
Heilmikið brölt
og mikið ævintýri...
Spenningurinn
jókst með hverju skrefi...
Brátt þrengdist
um þegar innar dregur... og hávaðinn jókst...
Gullfalleg
leiðin öll hér inn eftir...
Sjá
hlíðarnar... grjóthrunshættan er óveruleg þegar snjórin er
farinn úr hlíðunum...
Farin að þræða
okkur meðfram ánni hér...
Sjá sorfinn
botninn hér nær...
Nokkrir tóku
mynd af sér á þessum steini...
Slóðinn er vel
greinanlegur og stikur eftir öllu inn eftir...
Litið til
baka...
Framan við
fossinn blasti stórkostlegt sjónarspil þegar nær dró...
Risavaxinn
skafl eða ís lá á framan við hann...
Svona leit
þetta út þann 30. maí í könnunarleiðangri þjálfara...
skaflinn svo stór að hann náði upp í mosann og upp eftir
klettinum öllum og ofan á honum að hluta...
Sjá hvernig áin
nær mun lengra yfir allt þar sem við svo gengum um þann 13. júní...
Hopað og
minnkað heilmikið á tveimur vikum...
Hvílíkur staður
!
Við vorum
dolfallin og vörðum löngum tíma hér...
... takandi
myndir... skoðandi... horfandi... njótandi...
Slysahætta til
staðar... eins gott að fara varlega...
Grjótið sem fær
á sig fossinn 24 klukkustundir á sólarhring... sjö daga
vikunnar... allt árið...
... hvílíkur styrkur... staðfesta... elja...
Regnfötin komu
sér vel...
Íshellirinn...
Loftið á
íshellinum...
Stoðin...
Ískirkjan...
Elísa og
Kolbeinn undir ísnum...
Marglaga...
þéttastur innst...
Rennandi vatn í
gegn...
Úðinn af
fossinum var mun minni en þegar þjálfarar voru þarna um
hvítasunnuna...
Við gátum
stjórnað því hvort við blotnuðum eður ei með því að fara frá...
Þegar sólin
leit við þá varð birtan mögnuð...
Ljóst berg utan
í klettunum og ofan í ánni...
Sjá
litabreytinguna hér mjög skýra undir ánni...
Yfirnáttúrulegur staður... það er eina rétta orðið yfir þetta...
Við fengum ekki
nóg og hefðum sum getað verið þarna mun lengur...
Þessi staður er
búinn að toga mann margsinnis aftur til sín...
Ætli þessir
skaflar verði horfnir eftir tvær vikur ? ...
... mjög líklega...
Það hefði verið
hægt að taka mörg hundruð myndir þarna og allar magnaðar...
Litið niður
eftir...
Sérstakar
þessar restar af stærri skafli...
Við hikuðum við
að fara upp á skaflinn en létum okkur hafa það...
Þar var enn
eitt kyngimagnaða sjónarhornið...
Hvernig staður
var þetta eiginlega ?
Allir með
myndavélarnar á lofti... en áhrifin af þessum stað fangast
hvergi á mynd...
maður verður að vera þarna til að skynja stærðina og kraftinn...
Innar var svo
haldið að Granna...
Úðinn meiri þar
enda þrengra í gljúfrinu...
Sjá mosann svo
fallegan í gljúfrinu...
hann fær aldrei sólargeislana á sig en
mikinn úða og skjól og sumarhita sem er nóg...
Slóðinn heldur
áfram inn eftir...
Hvílíkur
töfraheimur...
Skaflinn var
varasamur... klofinn og götóttur...
... eins gott
að fara varlega...
Hvílík
formfegurð...
Maður náði bara
að mynda það helsta...
Hefðum þurft að
vera hér í klukkutíma lengur til að fanga allt sem bar fyrir
augu...
Samt gáfum við
okkur góðan tíma...
Gljúfrið innar
að Granna er uppáhalds kaflinn að mati þjálfara...
Sjá klakann að
þrjóskast við í ánni...
... tiplandi
ofan á grjótinu...
Hér renna
nokkrir fossar niður í gljúfrið úr öllum áttum...
Engu... öðru...
líkt...
Flestir gengu
hér inn eftir þó þeir blotnuðu við það...
... og fóru eins
langt og þeir komust...
Skaflinn innst
hindrar för alveg inn að Granna...
... sem þýðir
bara eitt... maður verður að koma hérna aftur...
Litið til
baka...
Einn af litlu
fossunum... búinn að kljúfa snjófarganið í tvennt... magnað
sjónarspil !
Orðið þröngt
hér og ekki pláss fyrir alla...
Menn komust
aðeins lengra ef þeir nenntu að brölta... þessi skafl...
hann
verður ekki næst þegar maður kemur hér...
Innst við
skaflinn... hvílíkur staður...
ef árnar eru vatnsminni síðar í sumar þá er hægt að ganga inn í
þennan klettasal þarna innst...
maður bara verður að gera það einn daginn...
Krafturinn...
hávaðinn... stærðin... ógnarstórt og mikið...
Snúið við til
baka...
Lögin í
berginu... hér mótar Hekla landslagið að miklu leyti og eldgosin
hennar í gegnum árhundruðin...
Allt svo stórt
að það var erfitt að mynda það...
Reyndi samt...
Bleytan frá
fossunum ekki eins mikil og fyrir tveimur vikum... kannski enn
minni síðar að sumri til...
Fínt að fá smá
klöngur þar sem leiðin var létt fyrir utan þennan
gljúfurkafla...
Við tímdum
varla til baka en létum okkur hafa það...
Hópmynd við
fossinn næst á dagskrá en því miður voru einhverjir farnir til
baka úr gljúfrinu...
Kynjamyndir um
allt...
Stærðin... og
smæð mannsins... áþreifanlega mikill munur...
Við megum okkar
einskis í raun gegn náttúruöflunum...
og eigum því að bera virðingu
fyrir þeim og læra af þeim og umgangast þau af nærgætni...
Tilraun til að
ná hópmynd í þessu ógnarstóra landslagi...
þarna sést hversu smá
við mannkynið erum í samanburði við náttúruna...
í óþekktu gljúfri si svona á Íslandi sem allt of fáir sækja nokkurn tíma
heim...
Gaman að reyna
þetta samt og þessi hópmynd fer í flokk þeirra sérstöku...
Guðmundur Jón
og Katrín Kjartans létt á fæti enda afreksfólk með meiru...
Jú... við urðum
að halda áfram...
Svifum til baka
hífuð af þessari sérstöku fegurð...
Takk fyrir
okkur Háifoss og Granni...
Dásamlegt fólk
í þessari ferð og mjög gefandi samræður þennan dag...
Heilmikið brölt
til baka...
... en við
þurrkuðum allt sem blotnaði á göngunni og gátum pakka því þurru niður upp
frá...
Hér borðuðum
við nesti í fallegum boga sem ég gleymdi að taka mynd af því
miður...
en var notalegasta nestisstund eftir þessa áhrifamiklu stund við
fossana...
Nú var haldið
niður eftir gljúfrinu og við tók kafli sem þjálfarar höfðu bara
horft á
en ekki gengið um þar sem þeir gátu ekki ferjað á milli
upphafs- og endastaðar í könnunarleiðangrinum
heldur eingöngu
skoðaða vel báða enda, mænt niður eftir og lesið sér til um...
Stígurinn nær
fyrst meðfram gljúfrinu sem er engin spurning að þræða sig
meðfram...
Þaðan mátti
líta til baka og sjá fossana hverfa smám saman úr augsýn...
... eða birtast
aftur á betri stað við gljúfrið...
Mjög flottur
staður...
Erlendir
ferðamenn fara líklega helst hér um og svo sáum við að hjólamenn
taka þessa leið mikið skv. veraldarvefnum...
hér
eru þeir líklega að mestu lausir við göngumenn... sem er skrítið
í raun...
Svo nær
stígurinn hér niður og um hlíðarnar austan megin alla leið niður
eftir...
... en þá sneri
Örn við og leist ekki á að leiðin færi ekki meira meðfram ánni
og gljúfrinu svo við snerum við...
... og gengum
að gljúfrinu aftur...
Það var
sannarlega þess virði...
Fallegir litir
hér og form um allt...
Gljúfrið svo
fallegt...
Þessir litir
minntu á Lónsöræfi á köflum...
Hérna megin
gljúfursins er líka gengið og farið þá að fossunum sem sjást
ekki eins vel...
Sigga Lár sagði okkur að þarna uppi væri tröllvaxið landslag
eins og ekki af þessum heimi...
og maður sá glitta í það... hún varð fyrir svipuðum áhrifum þar
eins og við hérna megin...
Ef
vel var að gáð mátti sjá að það er hægt að þvera ána ofar (sést ekki á
mynd samt)
og fara þá til að sjá fossana en koma samt vestan megin við gljúfrið...
... þess vegna væri gaman
að skoða þessa leið einhvern tíma vestan megin...
Ísland... ekta
Ísland...
Við gengum nú
til suðurs með ánni...
... og smám
saman varð allt mildara og hlýrra með lækkandi hæðarmetrum....
Þræddum okkur
áfram meðfram gljúfrinu og nutum fegurðarinnar...
Gróðurinn mjög
duglegur og gróskumikill á þessari leið þrátt fyrir
hráleikann...
Litirnir...
.... svo
fallegir...
Héðan fórum við
aftur niður í gljúfrið...
... sem var
orðið ansi saklaust en leyndi verulega á sér...
Ekki á slóða en
það er mikil synd því þessi leið milli Stangar og Háafoss ætti
að liggja hér um...
Við fórum
varlega og pössuðum allan gróður...
Komið niður
hér...
Þetta var
sérstakur staður að koma á...
Gróðurinn...
... svo
duglegur...
Tjörnin...
fossinn... skaflinn... gróðurinn...
Brúðarslörið
eða brúðarfossinn hennar Jóhönnu Fríðu :-)
Hér stóðum við
lengi og nutum töfranna...
Skaflinn enn að
þrjóskast við...
Gróðurinn óx
upp úr tjörninni...
... og
læknum...
Magnað alveg !
Greinlega
tímabundin tjörn og tímabundinn foss líklega líka meðan
leysingar eru að vori og sumarbyrjun...
Þetta var
aðdáunarvert og heillandi... þau biðu bara eftir að það myndi
sjatna í vatninu og rennslinu
þegar liði fram á sumarið...
Höfðingjar
Toppfara... ótrúlega flott ofurhjón !
Arngrímur,
Davíð og Helga Rún... aldrei leiðinlegt með þessu dásamlega
fólki
sem gefur orku og gleði með nærveru sinni öllum stundum... takk
fyrir allan hláturinn elskurnar !
Saumaklúbburinn
þeirra Kolbeins og Þórönnu :-)
Kolbeinn,
Elísa, Hafliði, Þóranna, Brynja og Guðfinna.
Loks héldum við
áfram...
... og kvöddum
þessa vin... sem fáir heimsækja líklega...
... og komum að
þessum kletti hér...
Risavaxinn eins
og gljúfrið...
Hvílíkur
stærðarinnar klettur !
Við sem öftust
vorum stöldruðum við og nutum þessarara náttúrtöfra...
Inni í honum
var skúmaskot...
... sem virtist
nothæft...
... aldrei að
vita...
... hvað
leyndist þarna á bak við...
Magnaður
staður...
Tjarnir um
allt...
Gróðurinn... og
bergið... vatnið og himininn... allt svo heilandi...
Já... gróðurinn
vakti með okkur aðdáun hvað eftir annað...
Hér fórum við
upp úr gljúfrinu og inn á hefðbundna leið aftur...
Mikil fegurð að
baki...
Birtan þennan
dag mjög falleg... hálfskýjaður himinn og sól að hluta er
besta ljósmyndaveðrið...
Gilin voru mörg
á þessari leið...
Við þveruðum
þau hvert á fætur öðru niður með ánni...
... og ferskar
lækjarsprænur runnu niður hlíðarnar...
... víðáttan og
friðurinn svo heilandi...
Allir sífellt
að fækka meira fötum í vaxandi hitanum... ef þeir nenntu því...
Bergið og
litirnir...
Í rútunni á innleið
sagði þjálfari frá
aðdraganda að þessari
ferð þar sem fram kom að
ætlunin var upphaflega
að ganga að fossinum
Dynk og þaðan niður
eftir og skoða alla hina
fossana í Þjórsá...
eftir að hafa horft á
þátt Láru Ómarsdóttur á
RUV um fossaröðina í
Þjórsá...
í vor kom svo þáttur frá
Brynhildi Ólafsdóttur og
Róberti Marshall um þá
fossaröð þar sem þau
fóru annan daginn að
Háafossi og um
Þjórsárdalinn... ætlunin
var hjá okkur þjálfurum
að reyna að sameina
þetta tvennt í eina
langa göngu... en þegar
við fórum
könnunarleiðangur á
svæðið þar sem ætlunin
var að skoða Háafoss og
Dynk og finna leið milli
þeirra... þá hreinlega
komust þjálfarar
ekki lengra upp eftir en að
Háafossi og heilluðust
algerlega af gljúfrinu
og ákváðu á
endanum að láta þessa
gönguleið nægja frá
honum niður í Gjána þar
sem hitt hefði þýtt um
30 km göngu eða svo
allavega :-)
Lendingin er því sú að
fara aðra ferð um
fossaröðina í Þjórsá
sjálfri uppi á
hálendinu...
sú ferð er komin í
vinnslu...
Sjá á mbl.is um
Fossagöngu Ferðafélags Íslands með Þjórsá skrifað af Sigþrúði
Jónsdóttur leiðsögumanni
og Björgu Evu Erlendsdóttur blaðamanni... fallegur texti og
smitandi ástríða... við verðum að fara þessa leið næst !
Fossaganga
Ferðafélags Íslands með Þjórsá
Sárafáir hafa enn séð, segja Björg Eva
Erlendsdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir,
þau náttúruundur sem raða sér uppeftir allri Þjórsá.
Í
ÞJÓRSÁ eru tvær stórvirkjanir, en áætlanir um nokkrar í
viðbót, sumar þeirra á næstu árum. Í Þjórsá eru tvö lón,
Bjarnalón ofan Búrfells og Sultartangalónið stóra á
Gnúpverjaafrétti. Áætlanir eru um fleiri lón, frægast
þeirra Norðlingaöldulón á Fjórðungssandi, sem nær inn í
friðlandið sem kennt er við Þjórsárver. Stórhuga
athafnamenn hafa allt frá tímum Einars Benediktssonar
haft mikinn vilja til þess að temja Þjórsá og virkja,
breyta henni og koma afli hennar í verð. Aldrei hafa
breytingarnar þó verið jafn örar og nú. Tveir fossar í
Þjórsá eru svipur hjá sjón af vatnsleysi, Tröllkonuhlaup
og Þjófafoss. Farveg Tröllkonuhlaups má sjá í
Þjóðlendugöngu tvö á vegum Ferðafélagsins og þar er
einnig farið hjá Þjófafossi. En í Fossagöngu FÍ meðfram
Þjórsá í Norðurleit og Gljúfurleit sjáum við nokkra af
fegurstu fossum landsins eins og þeir líta út þar sem
Þjórsá er enn í sínu rétta eðli og í farvegi sínum úr
Hofsjökli.
Kjálkavers- eða Hvanngiljafoss
Í
Bjarnalækjarbotnum í Norðurleit hefst Fossagangan.
Fyrsta sem fyrir augu ber er Bjarnalækurinn þar sem sá
vatnsmikli lækur kemur fullskapaður og eins og upp úr
þurru undan Flóamannaöldu. Við uppsprettu Bjarnalækjar
er fjallmannaskáli Norðurleitarmanna. Innan við
Miklalæk, litla bergvatnsá um miðja Norðurleit, hallar
niður að Þjórsá. Kjálkaversfoss er fyrsti foss í röð
fjölmargra fossa sem sjá má á gönguleiðinni í Þjórsá
sjálfri og þverám henar. Kjálkaversfoss heitir
Hvanngiljafoss á máli Rangæinga en smalar á
Gnúpverjaafrétti hafa helst tengt örnefnin sínu
aðaláhugamáli og lifibrauði, sauðkindinni, en látið
rómantíkina lönd og leið. Kjálkaver er stór grasfláki í
Norðurleitinni. Í Kjálkaveri lágu úti í viku illviðri,
tveir fjallmenn á nítjándu öld, þeir Gísli á Hæli og
Ólafur á Skriðufelli. Þótti afrek að þeir komust af.
Fossarnir í Dynk
Frá
Kjálkaversfossi er stutt ganga að Dalsá, vatnsmestu
þverá Þjórsár á þessu svæði, enda hefur hún langan
aðdraganda allt inn undir Kerlingafjöll. Á einum stað
fellur hún í þröngum klettastokki, þar heitir Hlaupið.
Fræknustu menn hafa hlaupið það, en aðrir skyldu ekki
reyna. Dalsá þarf að vaða, en á henni er gott vað.
Framan við Dalsá er Kóngsásinn, hásæti og valdastóll
fjallkóngs Gnúpverja, sem skipar hirð sinni í leitir út
frá ásnum, en þaðan sér vítt yfir. Suðaustanundir ásnum
er fossinn Dynkur, 38 metra hár og er í raun margir
fossar. Dynkur er fegursti foss landsins, ef gengið er
að honum vestanmegin, það er af Gnúpverjaafrétti. Hann
fellur fram af mörgum stöllum og myndar fossakerfi. Þar
eru fögur form og margreytilegir regnbogar, eins og
litagos þegar sólin skín.
Nafnlaus og fáum kunnur
Ófærutangi er þar sem Hölkná rennur í Þjósá og myndar
tangann milli ánna. Þangað rennur sauðfé. Tanginn er
mjór og ekki reiðfær, gangandi smalar fara þá einu leið
sem fær er fram og tilbaka og sömu leið förum við. Þar
er gljúfur og breiður en nafnlaus slæðufoss og er hann
fallegasti foss landsins, eins og Dynkur. Innan við
Ófærutanga eru efstu skógarleifar við Þjórsá, en þangað
innúr náðu krækluskógar hinir fornu. Annar foss er ofar
í Hölkná.
Geldingatangi, nafnið enn eitt dæmi um áherslur
Gnúpverja í nafnavali, og hvernig sauðféð átti svæðið og
hug bænda, er þar sem Geldingaá rennur í Þjórsá. Í
Geldingaá eru líka slæðufossar. Leitarkofinn Trantur
stendur við ána.
Stall af stalli í Gljúfurleit
Gljúfurleitin er gróðursæl dalkinn, berja- og
blómabrekka á móti sól, sem liggur í mörgum stöllum
niður að Þjórsá. Gljúfurleitarfoss er framan við
Geldingatanga, þar sem Þjórsá fellur í einu lagi af 28
metra háum stalli og er Gljúfurleitarfoss því einn af
stórfossum landsins. Kjálkaversfoss, Dynkur og
Gljúfurleitarfoss eru mjög ólíkir fossar, hver þeirra
einstakur. Í Gljúfurleit er landslag og gróðurfar
sérstakt og fjölbreytt. Gamall fjallkóngur Gnúpverja,
Sigurgeir frá Skáldabúðum, taldi það viku verk hið
minnsta að skoða Gljúfurleitina svo gagn væri að.
Síðasti spretturinn í Fossagöngu Ferðafélagsins er upp
frá Þjórsá með Gljúfraá. Og ekki er að sökum að spyrja.
Við blasir enn einn fossinn, nafnlaus, en hár og fagur,
í djúpu gljúfri. Gengið er stall af stalli í dæmigerðu
landslagi Gljúfurleitar og upp á einn af þeim efstu þar
sem er fjallmannakofi Gljúfurleitara. Á þessum stalli
endar gönguferð okkar á stað þar sem sést langt inn
eftir Þjórsá. Bílvegur er frá skálanum til byggða, sá er
vondur og ekki farandi nema á fjallabílum. Vegurinn
liggur víðast nokkuð langt frá ánni. Hjallarnir taka við
af Gljúfurleitinni. Þeir eru þó breyttir frá því fyrr á
tíð vegna þess að Sultartangalón Landsvirkjunar nær
langleiðina inn undir Gljúfurleit. Bátar eiga þar betur
við en gönguskór. En gönguleiðin okkar innar með Þjórsá
sem við kjósum að kalla Fossagöngu, er hinsvegar
ósnortin og langt frá alfaraleið. Því hafa sárafáir enn
séð þau náttúruundur sem raða sér upp eftir allri Þjórsá
eins perlur á snúru. Fossagangan verður farin um
verslunarmannahelgina, laugardag og sunnudag. Nánari
upplýsingar fást hjá Ferðafélagi Íslands.
Höfundar eru Björg Eva
Erlendsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, og Sigþrúður Jónsdóttir
náttúrufræðingur.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/676521/
Og sjá svo hér mjög
áhugaverða ferðasögu af
4ra daga göngu um
fossana í Þjórsá
en þessi leið er komin á
listann okkar:
https://www.ffar.is/images/stories/thjorsarganga.pdf
Af vefsíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps um Þjórsárdal:
Þjórsárdalur
Við vorum ein í heiminum
fram að þessu þennan
dag...
fyrir utan þrjá
veiðimenn sem voru á
leið að Háafossi fyrr um
daginn og ég gleymi að
taka mynd af...
... og
hjólreiðamennirnir sem
mættu okkur svo í
restina við Stöng...
Annað gil og
lækur...
Nú tók að
opnast meira fyrir landslagið... til suðurs...
kvenþjálfari velti því fyrir sér hvort það hefði verið gaman að
ganga niðri í gljúfrinu áfram...
en það var grýtt og hefði án efa ekki hentað óvanari hluta
hópsins í mun erfiðara brölti en léttu tölti um þessa stíga hér...
en það væri gaman að prófa það síðar... ef það þá má þar sem nú
er búið að friðlýsa svæðið
og þá verður umferð líklega takmörkuð meira á þessum slóðum
öllum...
Þessi
slóðarkafli var dásemdin ein...
Nú för að örla
á hvítum vikri... þeim hinum saman og er í Dómadal og á
Hellismannaleið...
Sérstakt...
blandaðist saman við moldina...
Brátt fóru
hjólreiðamenn að mæta okkur...
við mættum ekki göngumönnum þennan dag heldur veiðimönnum og svo
hjólreiðamönnum...
... sérstakt..
Sjá vikurinn
liggja um á köflum...
Magnað landslag
hér...
Ljósmyndarar
dagsins voru í veislu...
Hér beygði
svolítið til austurs og ferðamannasvæðið í Þjórsárdal sást í
fjarska...
Orðið funheitt
og mýið farið að stinga...
Næg gola samt
til að bægja mýinu frá almennt sem betur fer...
Rauðukambar hér
hinum megin Fossár líklegast...
Hvíti vikurinn
hennar Heklu... gróðurinn í Þjórsárdal við Stöng framundan...
Stöng
hér... við vorum komin og búin með tvo af þremur hlutum
gönguleiðarinnar...
Hér áðum við
drykklanga stund og skoðuðum inni í húsi eða lágum í sólbaði og
slökuðum á...
Upplýsingaskiltið við Stöng...
Áhugavert að
koma inn og lesa um uppgröftinn á svæðinu...
Byggt sem sé
yfir þessar leifar til að vernda þær og rannsaka frekar... en
hér má valsa um og skoða...
Þjóðveldisbærinn sem er nokkuð frá Stöng og við Búrfellsvirkjun
er eftirlíking af þessum bæ
og þar má sjá að býlin á þjóðveldiöld voru ekki ómerkilegir
torfkofar heldur vandaðar og glæsilegar byggingar...
Gaukur Trandill
bjó á Stöng á 10. öld og átti fyrstu vísu dagsins sem þjálfari
las í rútunni
um kvennamálin hans en líf hans var örlagaríkt:
Þá var öldin
önnur
er Gaukur bjó á Stöng
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.
Yndislegt að
slaka og njóta...
Þetta var jú
yndisganga...
... og við
tókum hana alla leið...
Margar og
langar pásurnar í þessari ferð urðu fljótt ávanabindandi :-)
Brynja Laxdal,
Brynhildur Thors, Silla, Valla og Ágústa Þórðar.
Hver nennti að
halda áfram að ganga... jú... við nenntum því alveg... enda
rúsínan í pylsuendanum framundan :-)
Það var þess
virði að rífa sig úr slökunargírnum og halda áfram inn Gjána í
Þjórsárdal...
Ilmandi birkið
vermdi vel...
Þjálfarar gengu
upp með Gjánni beggja vegna í könnunarleiðangrinum og svo niður beggja vegna
til að
meta hvort væri fallegra að fara hringleiðina hægra eða vinstra
megin
og það var ekki spurning að fara upp hægra megin og koma
fram á brúnirnar þar sem svæðið blasir við...
vinstra megin er lítið skyggni niður á svæðið nema á einum stað
og þar blasir Gjáin samt ekki við nema að hluta til...
Landverðirnir
voru hér og kvenþjálfarinn spjallaði það lengi við þær að hann
og öftustu menn misstu af hópnum...
... en leiðin
var svo falleg að það koma ekki að sök...
... þó það
hefði verið betra að vera með hópinn á myndunum þennan
kafla...
það gefur þeim meira líf...
... en hvílík fegurð hér..
... grjóðurinn og litirnir og mýktin og ...
Ísland er best
í heimi á sumrin...
Litið til baka
eftir leiðinni upp eftir...
Komið fram á
brúnirnar þar sem fossar Rauðár blasa við og vinin sjálf í
Gjánni sést útbreidd...
Ótrúlega
fallegt...
Jóhanna Fríða
hitti sonardætur sínar hér og hundinn þeirra... það voru
sannarlega fagnaðarfundir :-)
Við stóðum hér
og horfðum niður í dýrðina...
Svo fallegt...
Gjárfoss
vinstra megin... slæðufossinn nafnlausi hægra megin... er hann í
alvöru nafnlaus ?
og nær eru allir litlu fossarnir sem renna niður gróðurinn...
mögnuð náttúrusmíð...
Við reyndum að
ná hópmynd hér en það tókst ekki vel :-)
Gróðurinn mun
meiri hér en fyrir tveimur vikum en samt ekki kominn á fullt
skrið... hér þarf að koma í júlí eða ágúst...
og svo sögðu landverðir okkur að haustlitirnir væru magnaðir
hérna...
Þjálfarar voru
búnir að semja ákveðna leið í gegnum svæðið til að missa ekki
af neinu...
... og þess
vegna var byrjað á hellinum ofan við svæðið...
Þar var gott að
setjast og horfa bara á dýrðina...
Ótrúlega
fallegt...
Þetta var eins
og teiknimynd...
Við hefðum
getað verið lengi hér en það var svo mikið eftir að við urðum að
halda áfram...
Næst voru það
fossarnir... eini stígurinn sem við fórum ekki var smá útskot vinstra
megin að klettinum hér
en þar var ekkert að sjá nema upp í hellinn þar sem við vorum
fyrr
svo við slepptum
honum þar sem hópurinn var stór og þetta var endastígur...
Við vorum
dvergar við Háafoss en risar í Gjánni fannst þjálfara... en samt
var landslagið það stórt hér að hópurinn hvarf inn í landslagið...
líklega var skynjunin um okkur sem risa frekar sú að við urðum
að fara svo varlega hér til að skemma ekkert...
Af vef
Stjórnarráðs Íslands 30. janúar 2020:
Í síðustu
viku skrifaði ég undir friðlýsingu hluta Þjórsárdals að
viðstöddu margmenni í Árnesi. Innan þess svæðis sem nú er
friðlýst eru meðal annars Gjáin, Hjálparfoss og Háifoss og
Granni og eru þau friðlýst sem sérstök náttúruvætti.
Friðlýsingunni er ætlað að varðveita sérkenni og einkenni
landslagsins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess og
svæðið er reyndar hið fyrsta hér á landi sem er friðlýst sem
landslagsverndarsvæði samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Friðlýsingin
er hluti af friðlýsingarátaki sem ég setti af stað vorið 2018.
Friðlýsingin í Þjórsárdal er fyrsta svæðið sem friðlýst er í
átakinu þar sem ágangur ferðamanna hefur verið mikill. Að mínu
mati eru friðlýsingar kjörið verkfæri til þess að passa upp á að
ferðamennska bitni ekki á náttúru- og menningarminjum. Þannig
geti náttúruvernd og ferðaþjónusta betur farið saman.
Fjöldi
ferðamanna í Þjórsárdal hefur aukist stórum á síðustu árum. Árið
2019 var svæðið komið á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir
svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Strax í fyrra
á meðan friðlýsingavinnan fór fram setti ég sérstakt fjármagn í
landvörslu og verkefni til að styrkja vernd svæðisins. Í síðustu
viku bárust mér svo þær ánægjulegu fregnir að svæðið myndi
færast af þessum rauða lista á þessu ári, vegna þessara aðgerða.
Það gleður mig mikið að sjá árangur starfsins svo fljótt.
Það er
mikilvægt að hugsa vel um þann þjóðararf sem felst í náttúru
okkar. Ein skilvirkasta leiðin til þess er að friðlýsa svæði,
þannig að skipuleggja megi umferð og heimsóknir um þau með þeim
hætti að náttúran njóti vafans og komandi kynslóðir geti notið
þessara gæða líkt og við. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið
hafa að þessari vinnu sem leidd hefur verið af Umhverfisstofnun
í góðu samstarfi við Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Skógræktina,
Minjastofnun og forsætisráðuneytið.
Til hamingju
með þennan áfanga.
https://www.stjornarradid.is/raduneyti/umhverfis-og-audlindaraduneytid/umhverfis-og-audlindaradherra/stok-raeda/2020/01/30/Grein-Gudmundar-Inga-Gudbrandssonar-umhverfis-og-audlindaradherra-Gjain-Hjalparfoss-Haifoss-og-Granni-fridlyst/
Já... það er
ekki furða að þetta sé friðlýst...
Litið til
baka...
Þetta var fyrra
vaðið sem allir áttu að taka vaðskó fyrir...
mun vatnsminna hér en í könnunarleiðangrinum fyrir tveimur
vikum...
... og allir í góðum
gönguskóm komust hér
vandræðalaust yfir
stiklandi og þurftu ekki
að ná í vaðskóna...
En ef menn voru
í utanvegaskóm þá var hins vegar ekki spennandi að tipla hér yfir
og betra að ná í vaðskó sem einhverjir gerðu...
Litið til
baka...
Svo fallegur
foss...
Hreinn og tær...
Þetta hlýtur að
vera ægifagurt í frosti að vetri til...
Þetta var smá
verkefni að stikla yfir...
Dásemdarstaður...
Við þurfum að
gera miklu meira af þessu :-)
Haldið áfram
hinum megin árinnar að hinu vaðinu handan við bergið...
Þarna vorum við
áðan í hellinum... og áttum eftir að þræða okkur niður að
klettinum stuttu síðar...
Seinna vaðið...
Allir að njóta
þess að þurfa að kljást við rennandi vatnið...
Hvað er
sumarlegra en þetta ?
Yndislegt
veður... við gátum ekki verið heppnari með gönguveður...
algert
logn og steikjandi sól er eflaust þrúgandi hér með mýinu...
hálfskýjað og smá gola er best á þessu svæði...
Hvílíkur
töfrastaður...
Smá hopp í
restina eftir seinna stiklið :-)
Fyrir tveimur
mánuðum síðan var þetta óhugsandi... að komast yfirleitt út á
meðal fólks án 2j metra fjarlægðar...
að fá að fara í rútu... að geta verið fleiri en 20 manns
á sama stað saman...
Nú klöngruðumst
við að klettinum... mjög skemmtileg leið hér...
Hér komumst við
í návígi við lygilegu fossana sem prýddu sýnina úr hellinum...
Hér var hægt að
gleyma sér í ljósmyndun allan daginn...
Fegurðin
fangast ekki á mynd...
Hvílík hönnun af náttúrunnar hendi takk fyrir !
Við vorum
agndofa...
Skemmtilegt
brölt hér...
Klettagatið...
... tvískipt...
Hópurinn kominn
hinum megin...
einhvern veginn slapp þetta mun betur í 33 manna
hópi en við áttum von á...
Það var erfitt
að halda áfram...
Hægt að horfa
endalaust...
Hellirinn... og
svo græni veggurinn...
Spegilslétt og
fagurt hér...
... en maður
varð að halda áfram...
Kletturinn
appelsínugulur...
Litið til
baka...
Best að koma
sér þarna yfir...
Landverðir
sögðu okkur að hugsanlega verði þessum kafla lokað í
framtíðinni...
Vonandi ekki...
þetta er á við stóran vítamínskammt og ýmsa aðra lyfjaskammta að koma hér...
Alger friður og
lygileg fegurð...
Fegursti
staðurinn í Gjáni að mati þjálfara...
Fossarnir í
nærmynd...
...
kletturinn...
Tjarnirnar...
Gróðurveggurinn... myndin því miður yfirlýst...
Rauðáin...
Litið upp
eftir...
Hversu
fallegt...
Hópmynd hér...
en aftur yfirlýst... það var eins og myndavélin tryði ekki þessu
fyrirbæri í klettunum...
Dauðsé eftir að
hafa ekki tekið nærmynd af þessum vegg og þessum gróðri...
Örn reyndi að
finna aðra leið til baka upp vinstra megin héðan séð en endaði bara ofar á klettunum og
sneri við...
en þá var Bára búin að senda hópinn á eftir honum þar sem Helga
Björk, Biggi og Davíð vinkuðu efst og hún hélt að það væri merki
frá Erni um að allir ættu að koma upp en
þá kom í ljós að þau voru ekki með Erni heldur höfðu farið í
Gjárfossinn
og voru ekki með hópnum hér niðri svo það varð
misskilningur sem leiðréttist með því
að allir sneru til baka
hér niður og við fórum sömu leið til baka :-)
... sem var
ekki slæmt...
...
hvert skref hér var veisla...
Komin til
baka að seinna vaði dagsins...
Og þá var bara
Gjárfossinn eftir... svo fallegur í lokin á þessu magnaða
fossaævintýri dagsins...
líklega þekktasti og mest myndaði fossinn á veraldarvefnum af
þeim sem við skoðuðum þennan dag...
Hér var tekin
besta hópmynd dagsins:
Efri:
Katrín Kj.,m Guðmnundur
Jón, Heimir, Sigga Sig., Hafrún, Steinar Adolfs., Jón
Steingríms., Silla, Valla, Örn, Helga Rún, Davíð, Ólafur Vignir,
Ágústa Harðar, Helga Björk, Hafliði Halldórsson gestur, Guðfinna
gestur, Elísa og Brynja Magnúsdóttir gestur..
Neðri:
Kolbeinn, Þorleifur,
Brynja Laxdal, Sigga Lár., Bjarni, Guðný Ester, Ágústa Þórðar,
Brynhildur Thors, Biggi, Jóhanna Fríða, Heiðrún Kristjánsdóttir
gestur, Arngrímur og Þóranna en Bára tók mynd og Batman fékk
ekki að fara með þar sem það var rúta og hann var nokkra daga að
fyrirgefa það :-)
Eftir Gjárfoss
var haldið til baka vestan megin við Gjána á slóða eins og hinum
megin
... en lítið
sem ekkert sýn yfir svæðið fyrir birkitrjám sem rísa meðfram
honum og byrgja sýn...
... nema hér...
hvílíkur staður sem við vorum á...
Eftir allt
ljúfa landslagið í Gjánni þá var það strax orðið óraunverulegt
að hafa staðið undir Háafossi fyrr um daginn...
Í rútunni bað
þjálfari menn að velja hvort stóð meira upp úr Gljúfrið við
fossana eða Gjáin...
og fleiri völdu Gjána... og þjálfarar voru ekki einu sinni
sammála...
en bæði náttúruundrin eru mjög
áhrifamikil og miklar andstæður sem var beinlínis krefjandi
fyrir sálina að meðtaka og rifja upp...
við gengum sannarlega úr
einum heiminum í annan þennan dag...
Neðst í Gjánni
voru fleiri hjólreiðamenn á ferð...
en þessi leið milli Stangar og Háafoss er vel deilt á
veraldarvefnum sem frábærri utanvegahjólaleið...
og erum við ekki hissa...
Göngu dagsins
lauk kl. 16:28... Guðmundur bílstjóri þá búinn að leggja sig og
borða og var hin rólegasti
og hissa á hversu fljót við vorum að skila okkur niður eftir :-)
Alls 17,8 km á
7:11 klst. upp í 576 m hæð hæst þar sem gengið var úr 421 m hæð
við Háafoss niður í 174 m neðst í Gjánni
en í henni var farið hæst í 221 m hæð og í gljúfrinu var farið
lægst í 249 m hæð
og gaf gangan því með öllu alls 437 m hækkun og
alls 693 m lækkun.
Salernið er á
gamla bílastæðinu þar sem fara þarf svolítinn spöl frá því nýja...
Hjólreiðamenn
voru í miklum meirihluta á svæðinu að okkur frátöldum...
Hér var farið
#útaðborðameðfossum... eins og sniðið fyrir okkur...
skemmtilega hentugt :-)
Á borði eitt...
voru Biggi og Helga Björk og lýstu sinni
máltíð svona:
"Úrbeinuð kókoskjúklingalæri að hætti hússins ásamt smjörsteiktu
rótargrænmeti og fermingarfrönskum.
Þetta rann ljúft niður með góðu lífrænu Adobe rauðvíni. Í eftirrétt var
ostur með bláberjasultu.
Þess má geta að dúkurinn er handbróderaður frá Kína."
Borð tvö...
Steinar Adolfs, Jón
Steingríms., Sigga Sig.,
Katrín Kjartans.,
Guðmundur Jón, Heimir,
Valla og Hafrún.
Steinar Adolfs og Hafrún voru með osta, grænmeti, vínber,
pepperóní og sósu...
vantar lýsingu frá þeim á dekkuninni en þau eru með dúk og diska
og rauðvínsglös og alles...
Sigga Sig og Heimir og
Jón og Valla voru bara
með hefðbundið nesti
en Guðmundur Jón og
Katrín Kjartans voru þau
einu sem ekki borðuðu
kaldan mat
heldur hituðu mexíkanska
kjúklingasúpu á primus
og borðuðu brauð með sem
hlýtur að hafa verið
gott :-)
Borð þrjú...
Örn, Arngrímur, Helga
Rún, Davíð, Ólafur
Vignir og Bára.
Arngrímur var með mjög girnilegan mat:
"Kjöt og karrí og
hrísgrjón a la mamma... uppáhaldsmaturinn."
"Undir ítölskum áhrifum"
hét dekkunin hjá Helgu
Rún og Davíð:
"Þetta samanstóð af
ítölskum dúk sem sýndi staðrrétti landsins. Á diskunum var
bruchetta með rammíslenskum tómötum, mozzarella di bufala og
ekta ítalskri ólífuolíu. Úrvalsbasilíku var komið fyrir á
tómata- mozzarella salatið (eða lengjuna). Að lokum var
sjávarsalti frá Vestfjörðum og svörtum pipar dreift yfir
salatið. Skolað niður með ítölsku freiðivíni. Þetta var þrírétta
því svo tók mangóávöxturinn við...
og loks hamingjukaka með karamellusósu."
... og dúkurinn var
ítalskur...
Hamingjukakan og
mangóið...
Ólafur Vignir kom með
bláa dúkinn sem gerði
mikið fyrir borð þrjú
en hann var með vefjur
og sósu og volgan bjór
:-)
Þjálfarar voru með
íslenstk borð og
uppáhalds matinn sinn
sem er hangikjöt
en Bára ólst upp við að
fá þetta í nesti í
útilegum með
fjölskyldunni hér áður
fyrr
en þá reyndar með
heimagerðri kartöflumús
í stað kartöflustránna:
"Kalt hangikjöt,
kartöflustrá, grænar
baunir, rauðkál,
íslenskt appelsín og
malt og kók með
og servíettur skreyttar
íslensku lóunni og
hvítur saumadúkur undir
sem fór bara ofan á bláa
dúkinn hans Ólafs og var
smart saman :-)
Borð fjögur...
Ágústa Harðar, Þorleifur, Bjarni, Brynja Hauksdóttir gestur og
Silla gestur.
Ágústa var búin að borða
samlokurnar þegar þjálfari fór að taka myndir af dekkun
veislunnar
en lýsingin hennar er fær tíu:
"Lágmarks metnaður hjá
mér varðandi skreytingar (eins og sjá má) en samlokurnar tvær,
sem ég gat ekki beðið með að gúffa í mig, voru EÐAL :-)
Brauðið fjölkornabrauð frá uppáhaldsbakaríinu mínu, Brauðhúsinu
í Grímsbæ,
smurt með hnausþykku lagi af geitapaté frá Háafelli í
Borgarfirði. Dásamlega gott :-)"
Þorleifur kallaði sitt "borð einfaldleikann"...
... mjög fallegt handklæði var dúkurinn og svo það besta í heimi
á fjöllum, samloka, banani, vatn og kaffi...
er hægt að biðja um meira ? (lýsing þjálfara eftir minni -
vantar hans lýsingu !).
Bjarni var með bleikt útpælt þema og
lýsingin hans svona:
"Hinn mjúki maður : rautt
,bleikt . Kjöt sósa sallat , nellikka , Hawaii skraut rósavín"
Silla og Brynja voru tvær af fimm gestum
ferðarinnar og það var mjög gaman að kynnast þeim í þessari
göngu...
en Silla kom með konfekt og raðaði því á rauða servíettu sem var
mjög smart
og gerði heilmikið fyrir veisluborð dagsins...
Borð fimm...
Jóhanna Fríða, Ágústa
Þórðar, Brynhildur
Thors, Brynja Laxdal og
Guðný Ester.
Jóhanna Fríða var með blátt borð:
"Minimalismi, en trú bláa þemanu
sem var þó brotið upp með bleikri rós í gömlum vasa.
Vasinn hentar mjög vel í svona uppdekkun þar sem hann er þungur
og heldur vel dúknum."
Ágústa var með
þjóðlegt of fornt þema...
"Borðbúnaðurinn
var sérstaklega hannaður fyrir ríkisstjórnina þegar haldið var
uppá 1000 ára afmæli alþingis á Þingvöllum 1930.
Framleitt í þýskalandi fyrir hátíðina postulínið, silfrið og
kristallinn.
Á hverjum postulínshlut stendur í rúnaletri “ Alþingi Íslands
930-1930. Ég var svo lánsöm að erfa þetta.
Dúkurinn er handsaumaður af ömmu minni og er ca 90-100 ára
gamall.
Alltaf gaman að dekka upp með þessu sögulegu gömlu hlutum."
Sjá rúnirnar...
ekkert smá flott... :-)
Brynja og Brynhildur komu með
salat í nesti og játuðu sig sigraðar en Brynhildur benti þó á
eitt:
"Brynja var algjörlega
með nýjasta stílinn í fljótandi veitingum, rauðvín á skvísu!
Þetta verður örugglega trend í næstu ferðum."
Guðný Ester var
með hefðbundið nesti :-)
Borð sex:
Sigga Lár,
Brynja Magnúsdóttir gestur, Þóranna, Hafliði Halldórsson og
Guðfinna gestir, Elísa og Kolbeinn.
Saumaklúbburinn
og Sigga Lár dekkuðu saman upp með burberry-dúk og gerðu
skreyttu borðið með smá náttúru, grjóti og trjágrein
en voru með hefðbundið nesti...
Flott skreyting
og kerti með... vel gert... þarf ekki að vera flókið :-)
----------------------------
... og
sigurvegarar í keppninni um að
"fara út að borða með fossum" eru:
Helga Rún og Davíð með ítalska borðið sitt
og Ágústa Þórðar með þjóðlega borðið sitt
Þjálfarar gátu ekki gert upp á milli þessara
tveggja mjög ólíku veisludekkunar...
Mikið í þetta lagt og frábær frammistaða svo ekki sé meira sagt !
-----------------------
Ljósmynd: Arngrímur Baldursson
#Fossaljóðaljósmynd
En... það var líka önnur keppni í þessari
ferð...
ljóðaljósmyndakeppni... hér koma ljóðin og ljósmyndirnar:
Arngrímur sendi svarthvítu ljósmyndina hér
ofar og þessa vísu með
og er sigurvegari í keppninni
"ljóðaljósmynd":
"Granni er fyrirmyndarfaðir
þó oft sé ekki getið
Fjöldi fossa og fagrir staðir
á sér getur ekki setið.
Dalir, gljúfur, ár og lækir
Þjórsárdalur engu líkur
Toppfari í það gjarnan sækir
Undir leiðsögn reynslu ríkur."
Arngrímur Baldursson
----
Jóhanna sendi þessar með eftirfarandi
formála: "Er búin að hugsa til Granna,
hvað hann hjálpar athyglisþörf Háafoss án þes að vita af því og á því skilið
að fá athygli":
"Háifoss er hár og ofugfagur
heillandi er náttúrunnar slagur
Er Granni í fegurðina fléttaðist
fullkomnaðist dagsins mikla list"
Háifoss, Gjáfoss og Granni,
geggjaðir eru með sanni
ég dirfist ekki að dæma í milli,
einn er stór og annar mjór, mig langar í bjór"
Jóhanna Fríða
Dalkvist
(sent á messenger til þjálfara í rútunni á heimleið
þar sem gárungar stungu upp á að það væri komið við á hverri krá á leið í
bæinn fyrir einn kaldan :-) :-) :-)
----
Ólafur Vignir sendi þessa:
"Hjálpar, Granni og Háifoss
hrifu okkar skyn
Þjórsárdalur þykir oss
þvílík sæluvin"
Ólafur Vignir Björnsson
----
Biggi sendi þessa:
"Milli Skriðufells og Búrfellsins
liggur Þjórsárdalur fagur
Gjáin Stöng og Vegghamrar
þar merkisstaðir eru
Háifoss þó hæsta ber
þar sem Fossá fellur niður."
Birgir Hlíðar Guðmundsson
----
Helga Björk kom með fyrri part og skoraði á
menn að botna:
"Fagurt er í Þjórsárdal
gróðursælt með meiru
."
----
Þjálfari hitaði upp með smá vísu í rútunni
rétt áður en komið var að Háafossi:
"Dynkur upphaflega var, ætlunin að fara
Aldrei komumst alla leið, þangað til að skoða
Háifoss og Granni til, saka þurfa að svara
hvort það var þess virði um, slóðir þeirra að troða"
Bára Agnes Ketilsdóttir
.
Yndisferð í alla staði...
aksturinn heim gekk vel og við vorum lent í
bænum kl.19:30 eftir hálf óraunverulegan og sérstakan dag sem einkenndist af
miklum andstæðum í íslenskri náttúru þar sem mildin og harkan mættust og
sýndu okkur hvers hún er megnug á litlum 18 kílómetrum á einum saklausum
laugardegi... fallegan dag svo það var frábært að ná að njóta þessara
tæpu 18 kílómetra og samt næstum því vera búin að stoppa á öllum opnum börum
á
Takk öll fyrir dásamlega samveru og
ógleymanlega ferð...
gerum þetta árlega...
förum yndisgöngu um sérstakar
íslenskar slóðir
og út að borða á eftir í náttúrunni
til að fagna sumrinu sem er framundan...
|