Tindferð 197
Þríhyrningur Suðurlandi
9. maí 2020
Þríhyrningurinn
Dásamleg aukaganga var á Þríhyrning
endilangan um alla hans tinda nema einn
------------------------------
Þjálfarar voru í smíðaferð í Fjallaseli aðra helgina í maí en voru
búnir að blása til aukaferðar á Þríhyrning ef áhugi og veður
leyfði...
Frá Fjallaseli er sýnin á Þríhyrning og Eyjafjallajökul slík að þeir
eru líkt og tvíburar...
Frá þjóðvegi eitt sést þessi samstaða þeirra líka... þá er
Eyjafjallajökullinn hægra megin við Þríhyrning...
Þríhnyrningur er mjög ólíkur ásýndum eftir því hvar maður horfir á
hann... úr Fljótshlíðinni er útlitið svona...
Þegar nær er komið rís hann brattur að sunnan... og er glæsilegur að
sjá...
Akstursleiðin inn að Þríhyrningi er fær öllum bílum en gróf og erfið
þeim allra lægstu
Dauður svanur við ánna...
... elsku litla skinnið...
Á Covid-19 tímum er bílafarganið skelfilegt... hver á sínum bíl og
því reynir verulega á bílastæði nú orðið...
Lagt var af stað gangandi kl. 9:59 í svölu veðri en mun lygnara hér
en á leiðinni keyrandi
Við vorum himinlifandi með þetta skjól sem af fjallinu stafaði...
Á sama tíma og við gengum á fjallið var fjölskylda einnig á leið
þarna upp...
Frábær mæting var í þessa göngu... alls 26 manns... það bættist í
hana fram á síðustu stundu...
Leiðin upp á Þríhyrning er slóðuð og stikuð af ferðafélagi
Árnesinga...
Sumarið ekki alveg komið í fjallið... en það er stutt í það...
Þessi skafl var glerharður... sem segir allt um næturfrostið þessa
daga og lágan lofthitann...
Það var sérlega gaman að hitta fjölskylduna sem gekk upp með
okkur...
Eyjafjallajökullinn svo fagur...
Komin upp á brúnirnar á Þríhyrningi en aðkoman hér er kyngimögnuð...
í hvert sinn sem maður kemur hér...
Hér birtist fjallið manni í allri sinni dýrð...
Hér áðum við og nutum útsýnisins til allra átta...
Hvílíkur nestisstaður...
Framundan voru allir tindar Þríhyrnings... hver með sínu lagi...
þetta var bara veisla...
Þetta var svæði Ágústar... heimasvæðið hans og vinnusvæðið...
Hópmynd dagsins var falleg... með 2ja metra regluna enn í gildi...
við erum að verða góð í þessu...
Suðurtindurinn... mögnuð leiðin eftir brúnum fjallsins... hér rétt
að byrja...
Uppi blasti hálendið við... jöklar og eldfjöll...
Brúnirnar hér sem við röktum okkur eftir...
Allir sprækir og í góðu formi þennan dag...
Glæsileg leið... og brakandi sumar hér uppi... það var mun betra
veður en áhorfðist keyrandi um morguninn...
Litið til baka frá fremstu mönnum...
Þessi framundan taldist sem tindur tvö...
Mjög fallegur og enginn þeirra eins... Hekla hér vinstra megin...
Tindfjallajökull hægra megin... hvílíkur staður...
Litið til baka... smá móða á myndavélinni...
Hekla fylgdist grannt með okkur allan daginn...
Komin upp á tind tvö...
Tindur eitt að baki hér...
Sýnin frá öftustu mönnum... því miður minnkaði myndavélin hjá
kvenþjálfaranum myndirnar sínar skyndilega...
Hekla var svo skær og hvít þennan dag í sólinni að það var með
ólíkindum...
Vatnsdalsfjall með vatnið sitt á tindinum...
... og Fiskánna niðri... fallegt...
Eyjafjallajökull svo glitrandi fagur í fjarska...
Arna dóttir Völlu og Jóns, Valla, Katrín Kj., Guðmundur Jón og
Ágúst... eðalfólk allt saman...
Hæsti tindur Þríhyrnings hér trónandi síðastur og nyrstur í
fjallinu...
Allt að gerast á þessari mynd... Lilja Sesselja og Jóhanna Fríða að
taka myndir...
Litið til baka frá fremstu mönnum á hópinn að koma sér niður af
tindi tvö...
Flosadalur hér niðri... Katrínargil mótast þarna neðar undan
rennandi sprænunum úr fjallinu sem hafa með tímanum skorið það svo
ægifagurt og risavaxið... en við enduðum gönguna á að skoða það...
eftir göngu á þennan austasta tind hér vinstra megin sem er ekki
hluti af tindaröðinni á vesturbrúnum Þríhyrnings...
Allir að njóta... hvers augnabliks... hvers útsýnisstaðar... hvers
skrefs...
Tindfjallajökull og Eyjafjallajökull hvítir efstir á mynd...
Hinir tveir tindarnir í Þríhyrningi að mati þjálfara...
Hér stilltum við okkur upp fyrir Ágúst sem tók mjög fallega
hópmynd...
Svo dóluðum við okkur af stað eftir brúnunum...
Þessi fékk heldur ekki að teljast sem tindur... þetta voru fallegir
klettar á miðri leið...
Stundum fórum við meginlandsmegin við klettana...
Í þessu skarði blasti þessi karl við... Guðmundur Jón og Katrín hér
á mynd með honum :-)
Hekla var svo í dyrunum...
Nóg af landslagi uppi á þessu fjalli...
Hinir tveir tindarnir... þeir sjást úr kílómetrafjarlægð og móta
sérstaka ásýnd fjallsins...
Hópurinn kominn undir tind þrjú... sem við gengum ekki á...
Litið til baka...
Tindur þrjú er hvass og brattur... lausgrýttur og þverhníptur...
Já... það var í lagi að sleppa honum...
Við fórum framhjá honum og áleiðis á þann hæsta...
Hér í enn einu skarðinu milli kletta sem móta útlit Þríhyrnings...
En hér klöngruðust menn upp þó lausgrýtt og bratt væri því framundan
var fallegur hryggur alla leið á hæsta tind...
Einhverjir hikuðu... og sneru við upp á hrygginn...
Litið til baka á tind þrjú með Ágústi ljósmyndara...
Leiðin meðfram hryggnum er í hliðarhalla og lausgrýti... það var
alveg eins gott að koma sér bara upp á hrygginn...
Þetta var eini erfiði kaflinn á honum... hér upp...
Sumir fóru enn neðar... Jóhanna Diðriks hér en hún og Jóhanna Fríða
sneru við með kvenþjálfaranum...
... og létu sig hafa það að klöngrast upp hrygginn og sáu ekki eftir
því...
Geggjað gaman og ekkert mál !
Enda ákváðu þjálfarar að í bakaleiðinni skyldum við öll sem hópur
fara hér um þennan hrygg
Hæsti tindur framundan...
Litið til baka eftir brúninni og á hina tindana...
Frábær leið... fremstu menn komnir upp...
Greiðfært í mosa og grjóti alla leið upp, hvergi tæpistigur...
Eyjafjallajökull kominn með skýjahnoðra á tindinn... en hann var
fljótur að hrista þá af sér aftur...
Sjá göngumenn vinstra megin uppi til að glöggva sig á leiðinni
hér... og Tindfjallajökullinn enn auður...
Uppi var einmuna blíða... blankalogn og hiti... þetta var
yndislegt... enda áðum við lengi hér...
Ofurhjónin Katrín Kjartans og Guðmundur Jón... duglegust af öllum að
mæta árum saman í göngur með okkur...
Ágúst með svæðið sitt í fanginu...
... héðan sagði hann okkur ýmsar sögur af tindinum...
Hvílíkur nestisstaður... þeir gerast ekki glæsilegri... með nokkra
glitrandi fagra jökla og virk eldfjöll í kring...
Yndislegt að borða og njóta... spjalla og horfa... íhuga og anda...
Lopapeysurnar eru það besta... og hafa oft bjargað okkur á
fjöllum...
Riddarapeysurnar eru um allt... í öllum litum og útgáfum...
Hér eru fjórar þeirra... Guðmundur Jón, Katrín Kj., Lilja Sesselja
og Gylfi...
Hafrún og Steinar að njóta á tindi Þríhyrnings... þau hafa verið
mjög dugleg að mæta frá því þau bættust í klúbbinn og eiga nú þegar
margar sögulegar ferðir að baki með hópnum... komin í
topp-fjallgönguform... sem endar með Laugaveginum á einum degi ef að
líkum lætur en líklegast er hnéð að taka þá leið af Steinari samt þó
formið leyfir þá göngu án efa...
Valla var í nýjustu riddarapeysunni...
Það var ekkert annað í boði en að taka "riddarapeysurnar og vinir
hennar" - hópmynd :-)
Guðmundur Jón, Katrín Kj., Gylfi, Lilja Sesselja, Örn, Bára, Hafrún,
Ágústa, Jóhanna Fríða, Jóhanna Diðriks., Sigga Sig.,
Bakaleiðin var eftir brúnunum að hluta og svo yfir dalinn á
austurtindinn... en þjálfarar sögðu hópnum að nú færum við eftir
hryggnum sem helmingur hópsins sleppti á innleið... og menn voru
alveg til í það...
Bratt en öruggt niður af tindinum...
Hvílíkar hlíðar... líklegast er hægt að fara hér upp á fleiri en
einum stað
Mjög skemmtilegur endir á þessum kafla að fara hér til baka...
Ekkert mál...
Bara fallegt... og vetrarferðin rifjaðist upp frá árinu 2011...
Vetrarferðin þann 3. desember árið 2011...
Kyngimagnað...
Sami staður árið 2011 þann 3. desember með sólina svo lágt á
lofti...
Utar þrengdist hryggurinn...
... en áfram örugg leið...
Komin að niðurgöngustaðnum...
Hér hjálpuðust menn að og réttu fram hjálparhönd hægri vinstri...
Gaman að sjá þennan stað í sumarfæri og ekki grár af ösku eins og
árið 2010...
Sjá sama stað árið 2011 í desember...
Lausgrýti ofan á berginu... þá er bara að fara á afturendann og nota
hendurnar... ekkert mál...
Takk fyrir hjálpina Guðmundur Jón, Gylfi, Steinar, Vilhjálmur og
allir hinir :-)
Hér var hópurinn þéttur og haldið áleiðis á síðasta tind dagsins út
af hefðbundinni leið...
... sem færri fara en um þessar brúnir...
... en uppgangan á hann er létt og notaleg í mosa og grjóti...
... og uppi gefst önnur sýn á hæsta tind Þríhyrnings...
Tignarlegt... og því við hæfi að Guðmundur Jón höfðingi sé með á
myndinni...
Austurtindurinn... veðrið svo fallegt...
Hæsti tindur Þríhyrnings nýtur sín vel ofan af austurtindinum...
Hekla í baksýn...
Hann er víðfeðmur og langur... enda ás sem myndar Flosadal...
Við vorum sannarlega að njóta uppi á þessum stórkostlega
útsýnisfjalli...
Litið til baka...
Ofan af austurtindinum fórum við með hrygg hans til suðurs...
... og þá blasti suðurlandið allt við okkur... Seljalandsfoss...
Fragafell og Vestmannaeyjar... og loks Katrínargil hægra megin...
Katrínargil... stórfengleg náttúrusmíð sem minnti á Tröllakróka í
Lónsöræfum...
Tangi þarna sem hefði tekið allan hópinn fyrir hópmynd...
Náttúran... langflottust...
Menn fengu mynd af sér hér hver og einn...
Katrín var sú sem átti aldeilis að vera hér með gilinu í hennar
nafni :-)
Bakaleiðin var farin í blússandi spjalli og gleði...
... eitt af því besta við fjallgöngurnar... bakaleiðin í tómu
kæruleysi...
Hér hittum við þriðja hópinn á ferð... á uppleið með broddstafi eins
og menn notuðu hér áður fyrr...
Bílahrúgan þarna niðri við ánna... uss... vonandi förum við að geta
sameinast í bíla fljótlega...
Alls 8,9 km á 5:01 klst. upp í 679 m, 681 m, 695 m og loks 663 m hæð
Leiðin hér á korti þar sem sést hvernig austurtindurinn gefur
hringleið um Flosadal og svo smá krækju ofan við Katrínargil...
Frá þjóðvegi eitt vinkaði Þríhyrningur með enn eina ásýndina af
sér... þetta er geggjað flott fjall !
Gullfallegur yndisdagur á fjöllum með dásamlegu fólki... takk fyrir
okkur Þríhyrningur og íslensk náttúra !
Sjá slóðina á wikiloc af fyrri ferð í maí 2010 sömu leið:
Sjá myndaband af ferðinni á Youtube:
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|