Tindferð 195
Sjö tindar til Hafnarfjarðar
Búrfellsgjá, Húsfell, Valahnúkar, Helgafell Hf., Stórhöfði, Vatnshlíð og Ásfjall
úr Heiðmörk gegnum Kaldársel og meðfram Hvaleyrarvatni
laugardaginn 18. apríl 2020
Sjö tindar til Hafnarfjarðar hlýju veðri, sumarfæri og góðu skyggni allan tímann ... mergjað... að gera þetta... ægifögur leið... mælum með henni við alla ! Loksins drifum við okkur þessa fallegu leið til Hafnarfjarðar um fjöllin hans og Garðabæjar... ... þar til við tókum að venjast ástandinu í Covid-19 með hámark 20 manna og 2ja metra reglunum... En aðdáunarverðasta framtakið var hjá Olgu, eiginkonu Bjarna Skagamanns sem keyrði á öðrum bíl með honum af Skaganum En menn leystu þetta á mismunandi vegu, Við lögðum níu manns af stað kl. 8:29 frá nýja bílastæðinu við Búrfellsgjá... í grenjandi rigningu og roki... ... og á endanum fór svo að vindurinn var minni en við áttum von á... ... en það eina sem var ekki gott var rigningin... hún kom og fór á löngum köflum... Þjálfari stappaði í menn stálinu og þarna á bílastæðinu vorum við byrjuð að hlæja að sjálfum okkur að detta þetta í hug... Við fórum hefðbundna leið um Búrfellsgjá og áttum eftir að ganga á slóða stóran hluta leiðarinnar allan þennan dag... Veturinn slíkur að nú 18. apríl eru ennþá stóri snjóskaflar á gönguslóðanum upp í Búrfellsgjánna... reyndar var þetta snjóþyngsti kaflinn... Sjá hér slóðann og hvernig skaflinn tekur yfir... Þrautreyndur hópmyndastaður... en eins og oft þennan dag var bleyta á linsu myndavélarinnar í símanum... Gjótan þar sem mælingarnar eru um gliðnun flekanna... Þeir færast sífellt fjær hvor öðrum málmhausarnir tveir sitt hvoru megin við gjánna... Búrfellsgjá er tignarleg náttúrusmíð... í Hringadróttinslandslagi... Við vildum fara á hæsta tind allra þessara sjö "tinda" ef svo skyldi kalla... en það orðaval var margþætt; Húsfellið hér ofan af gígbarmi Húsfells... Hér með Helgafellið í fjarska sunnan megin... Við fórum hálfhring um gjána um hæsta tind hennar ... og áhyggjur þjálfara yfir að finna nógu góða leið þarna yfir um voru alger óþarfi... Jóhanna Fríða búin að ná okkur... með henni kemur gleði og kátína... og smitandi göngugleðin... Leiðin yfir á Húsfellið... slóði alla leiðina og fellið útbreitt fyrir framan okkur og miklar spekúleringar með leiðarval Húsfellið var heppið... ef veðrið hefði ekki verið glimrandi gott sem það var á þessum kafla... úrkomulaust og friðsælt með eindæmum... Við ætluðum upphaflega að fara upp norðurtaglið... en það var ansi mikill krókur... og ákváðum þá að fara grasi vöxnu hlíðina vinstra megin við gilið þarna vinstra megin... en svo sáum við móta fyrir slóða hér beint upp klappirnar... og ákváðum að taka áhættuna og fara hann... Þetta leiðarval reyndist mikið happaspor... mjög skemmtileg leið og mun betri en við héldum... Smá klöngur hér en ekkert að ráði... og hvergi tæpt... Eins og beinagrind af stórfót... Síðustu metrar upp á tindinn á Húsfelli... þessa leið förum við sko næst á þessu felli, ekki spurning ! Hópmynd á tindi tvö í 301 m hæð... Hefðbundin leið tekin niður af Húsfellinu og engin mynd tekin þar þar sem veðrið buldi á okkur þar á niðurleið... Við fengum okkur nesti neðan við Húsfellið... http://www.fjallgongur.is/tindur137_kleifarvatn_210117.htm Það er mikilvægt að borða þegar gengið er í erfiðu veðri... maturinn gefur orku... brennslu sem skiptir máli fyrir líkamann að fá til að geta haldið áfram að vinna... en hlýjindin þennan dag voru slík að það ógnaði aldrei öryggi eða ástandi okkar... okkur var aldrei kalt nema í nestispásunum... meðan við vorum á hreyfingu var öllum heitt... ullinni að þakka án efa fyrst og fremst enda brýndi þjálfari fyrir mönnum að vera í henni sem mest og svo hlífðarfatnaði undir... því sé maður í ull og á hreyfingu með vindhelt utan um... þá verður manni aldrei kalt þó ullin sé blaut... algert snilldarefni sem skákar öllum dýrasta útivistarfatnaðinum... Valahnúkar voru þriðji tindur dagsins... en sá eini sem við fórum ekki á hæsta punktinn á... Því miður var veðrið slíkt að við tókum lítið af myndum og sumar voru ekki í lagi vegna bleytu... Litið til baka hér frá efri hlíðum Helgafellsins að Valahnúkum, Húsfelli og Búrfelli... Fjórði tindur dagsins... kóngurinn á svæðinu án efa... Helgafell í Hafnarfirði... ægifagurt... við fáum ekki nóg af því... Mældist 353 m hátt þennan dag... mjög fáir á ferli á því í þessu veðri en þó einn maður með hund Hlaupari náði mætti okkur og náði okkur svo á niðurleiðinni og tafðist sökum okkar hér niður... Eftir Helgafellið var þetta staðan... 11 km á 3:45 klst... búin með fjóra tinda... þá sem voru eitthvað fútt í... Við fórum göngustíginn frá Helgafelli en snerum svo að Kaldárseli við vatnsbólsgirðingarnar Mjög fallegur staður... ekki skrítið að KFUM og KFUK hafi byggt hér upp aðstöðu... Við leyfðum okkur að leita skjóls við húsið undan vindinum og rigningunni fyrir síðari hluta leiðarinnar til Hafnarfjarðar... Fengum okkur nesti hér... og nú standandi... enginn að langa til að setjast... Neibb... við ætluðum öll að klára þetta... mjög fallegur hluti leiðarinnar framundan... En fyrst eftir Kaldárselið er uppáhaldskafli þjálfara... hraunbreiðurnar allar með mosanum ofan á... Litið til baka að Kaldárseli... þjálfarar hafa skokkað þetta tvisvar og alltaf svifið í sæluvímu þennan kafla... Hraunbreiðan nær um allt svæðið að Vatnsskarði... og í þessari sprungu hér eru ákveðin skil í hraunbreiðunni sem má sjá ofan af Stórhöfða... ... eins og hraunið hafa þrýsts upp og klofnað kílómetrunum saman...
Batman var rennandi blautur í þessari göngu... þjálfarra höfðu smá áhyggjur af því hvernig þetta veður færi með hann... Nokkur snjór á slóðanum en furðu lítið miðað við Búrfellsgjánna... Komin í mildara landslag hér... Helgafellið í baksýn... leirinn og drullan var áberandi enda vorleysingar á fullu... Þessi kafli er vinsæl hjólaleið líka... og mátti sjá hjólförin ansi djúp á köflum... Heilmikil skógrækt hér... og komin mun lengra á veg en þegar við fórum hér formlegt óbyggðahlaup Toppfara árið 2017... http://www.fjallgongur.is/obyggdahlaup/obyggdahlaup4_astjorn_kaldarsel_070417.htm Stórhöfði hér framundan... fimmti tindur dagsins... æj, jú... hann má alveg kallast tindur :-) Við fórum upp austan megin og hittum á slóðina fljótlega sem liggur þeim megin á hann... Hann mældist 143 m hár... Í baksýn Björgólfs mátti sjá fyrri tinda dagsins... jú, þeir máttu alveg kallast tindar... :-) Sjá hraunsprunguna endilöngu... eins og uppþrengdur jaðar... ... eftir endilöngum höfðanum... ... leiðin að Stórhöfða frá Kaldárseli og Helgafelli... sjá má móta fyrir Valahnúka, Húsfell og Búrfellsgjá... Við nutum útsýnisins sem var ekki sjálfgefið á þessum blauta degi... Smá hópmynd hér á tindi fimm ! :-) Jóhanna Diðriks, Vilhjálmur, Bjarni, Björgólfur, Ólafur Vignir, Kolbeinn, Guðný Ester og Örn. Æji... hér átti að ná fallegri mynd með fjórum fyrri tindum dagsins sem voru að baki... allir bendandi á þá... Við fórum niður slóðann til baka austan megin og leituðum að sneiðingu niður á slóðann þar að Hvaleyrarvatni Þetta var ágætis leið en ekki á stíg að hluta en vesturleiðin er það öll NB... Niður að Hvaleyrarvatni lá svo akstursvegur þar sem við gengum framhjá afleggjaranum að Stórhöfðastíg Gengum svo kringum hálft Hvaleyrarvatnið en hefðum vel getað farið beint upp af vesturendanum upp hlíðarnar á Vatnshlíð En það var svo sem mjög fallegt að ganga þennan kafla og upplifa smá líf annars útivistarfólks á svæðinu... Svo var það Vatnshlíðin... upp frá bílastæðinu suðaustan megin við vatnið... Létt leið á stíg allan tímann... Útsýnið opnaðist smám saman eftir því sem ofar dró... Tók óvart mynd hér... en læt hana standa því hún fangar vel ófriðinn í himninum þennan úfna dag... Besta hópmynd dagsins :-) ... neðan við efsta punkt á Vatnshlíð... Ofan af Vatnshlíð var eingöngu Ásfjallið eftir... ... jebb, það reyndist þrautinni þyngri að ganga gegnum skelfilega lúpínubreiðuna í vorhamnum... ... þessa leið hér út af stígnum til að stytta okkur leið beint yfir á hæsta tind á Ásfjalli... ... en þetta leið að lokum og brátt sáum við glitta í hleðsluna á tindi Ásfjalls... Loksins komin... og þegar við vorum búin að jafna okkur á lúpínuþreytunni... En sigurbragðið á vörunum var ósvikið... okkur tókst þetta... við urðum ekki úti... við þurftum ekki að kalla á hjálp... Þá var bara eftir að strunsa niður í Ásvallalaug... heiti potturinn þar hefði verið svo kærkominn... Hver fór á sínum hraða hér en Örn þétti samt hópinn við brúnna... Myndavélin varð rafmagnslaus hér... það er seinni myndavélin... kvenþjálfarinn var búinn að tæma rafhlöður beggja síma... Þjálfarar og aðrir svo blautir og hundurinn ekki síður... að það endaði með því að Örn fór bara með unga parinu á þeirra bíl að sækja Toppfarabílinn uppi í Heiðmörk meðan Bára og Batman biðu rennandi blaut við lokaða Ásvallalaugina... í vindi og rigningu en þó skjóli við anddyrið... það var skrítin stund... svo kalt að þau enduðu á að hreyfa sig stöðugt þar til Örninn kom... en hann var sléttar 23 mínútur að keyra frá lauginni og sækja bílinn og koma til baka... þetta var ekki einu sinni hálftími... þannig að þeir sem vilja gera þetta svona... Dísætur áfangi ! Leið sem sannarlega er þess virði að ganga... við mælum með henni við alla... öryggisþátturinn er hár þar sem maður er stutt frá byggð og hægt að ákveða styttingu á miðri leið við Kaldársel (láta sækja sig þar)... alger snilld... kannski endurtökum við þessa göngu síðar því hún var algert æði og hefur marga kosti eins og nálægð við byggð, stutt að ferja bíla og mjög fjölbreytt og falleg leið :) Myndband um ferðina hér: Gps-slóðin hér:
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|